Dagur - 18.10.1972, Blaðsíða 1
Oi margir fiytja burt
Hrísey, 16. október. Aflinn er
alltaf heldur tregur, finnst okk-
ur. Helzt er að eitthvað reitist
í snurvoðina og svo á handfæri
á trillunum.
Símasambandslaust var að
heita mátti á þriðju viku og
þótti okkur viðgerðin ganga
óþarflega seint, og' nú um helg-
ina var sambandið ekki komið
í fullt lag.
Okkur er það hryggðarefni í
Hrísey, að nú í haust hverfa frá
okkur fjórar fjölskyldur, sam-
tals 19 manns, en aðeins nokkr-
ir koma til okkar í staðinn.
Þrjár fjölskyldurnar fluttu til
Akureyrar en ein til Reykja-
víkur.
í barna- og unglingaskólan-
um eru um 60 nemendur nú í
vetur. Nýr skólastjóri er Berg-
sveinn Auðunsson. S. F.
gilsóIMik í Mývatni
Reynihlíð 16. október. í dag er
glampandi logn og spegilsólblik
á vatninu. Þetta er að vísu ekk-
ert óvenjulegt. En í morgun
þegar ég kom á fætur klukkan
sjö og hlustaði á veðurfregnir,
var hann að bresta á, sam-
kvæmt veðurfregnunum og átti
að koma norðan stórhríð. Svo
snerist þetta alveg við í næsta
sinn, er veðurfregnir voru
lesnar. Mér virðist Veðurstofnn
vera alveg óvirk á sunnudög-
HÆKKANDI VERÐ
REIÐHESTA
SAMKVÆMT upplýsingum
Sambandsins í gær, hefur það
selt 620 hesta úr landi í ár og á
eftir að senda út 2—300 hesta.
Gjaldeyristekjur af þeim hest-
um, sem þegar hafa verið flutt-
ir út eru 31.5 milljónir.
Mestur er útflutningurinn til
Þýzkalands, þá til Danmerkur,
Noregs og Hollands. Eftirspurn
er vaxandi og verð hefur hækk-
að um ca. 50% frá 1969. Munur-
inn á verði til bænda er þó
meiri þar em kostnaður við út-
flutninginn, sem er að sjálf-
sögðu mikill, hefur staðið í
stað.
Nú eru einkum meira og
minna tamdir hestar seldir úr
landi, sem sjálfsagt er. Og leyf-
um á útflutningi folalda nú í
haust, hefur verið synjað.
Samband íslenzkra samvinnu
félaga er aðal útflytjandi ís-
lenzkra hesta. □
um, jafnvel á mánudagsmorgn-
um líka. Raunar hef ég sjálfur
séð þetta er ég kom þar eitt
sinn á sunnudegi. Þá var einn
maður á vakt, en um tuttugu á
virkum dögum. Ég tek aldrei
mark á veðurfregnum á sunnu-
dögum og ekki heldur á mánu-
dagsmorgnum.
Menn voru að fara til rjúpna
í gær. Einn fékk fjórtán rjúpur,
en aðrir minna, eftir því sem ég
hef lauslega frétt. En það mun
enn lítið af rjúpunni, þótt henni
hafi líklega fjölgað eitthvað svo
lítið. En Finnur spáir nokkuð
mikilli rjúpnaveiði í haust og
enn meiri næsta haust, og svo
segir hann engin áhrif hafa á
rjúpnastofninn, þótt rjúpur séu
skotnar.
í gær fannst ær með viku-
gömlu lambi, sást af veginum
hér skammt frá. Helgi bóndi á
Geiteyjarströnd á hana. P. J.
Gamla rafstöðin við Glerá.
(Ljósm.: E. D.)
KAUPIR NÚ RAFMAGN FYRIR 50 MÍLLJ.
RAFVEITA AKUREYRAR
varð fimmtug 30. september sl.
En þann dag fyrir 50 árum var
rafmagn sett á línuna frá gömlu
Glerárstöðinni. Hún var þá 200
kílóvatta stöð. Hún var að fullu
niður lögð skömmu eftir 1950
og Iðnskólanum var gefin
stöðin.
Á þessum árum hefur raf-
orkunotkunin margfaldazt, og
nú kaupir Rafveitan rafmagn
fyrir rúmar 50 milljónir króna,
samkvæmt áætlun fyrir þetta
ár. En það rafmagn er framleitt
við Laxá hjá Brúum og til við-
bótar eru dísilstöðvar á Odd-
eyri.
Starfsmenn Rafveitunnar eru
um 20, fastráðnir, en auk þess
er allstór hópur lausráðinna
manna.
Rafveitustjóri er Knútur
Otterstedt. □
Sú aidraða gaf í Landhelgissjóð
Húsavík 17. október. Öldruð
kona hér á Húsavík fékk á sín-
um tíma í sumar sinn skattseðil,
svo sem margir aðrir íslenzkir
Kristinn iiiaður kvaldi laxinn
Þórshöfn 16. október. Slátrun
er senn lokið og um hana segi
ég eitthvað síðar. Lokið er leit-
um um allar heiðar. Heimtur
eru misjafnar. í heild vantar
ekki mjög tilfinnanlega, en
einkum vantar fé, sem gekk á
hálendinu. Bóndi einn sagði
mér í morgun, að sig vantaði 32
lömb af fjalli, af mörgu fé að
vísu. Annan bónda vantar ekki
nema átta lömb af rúmlega sex
hundruð fjár, svona er þetta
misjafnt.
Ófeigsstöðum 16. október. Alltaf
er sama afbragðs tíðin, að telja
má. Hún hefur aðeins kvefazt
við og við en ekki svo að orð sé
á því gerandi.
Fjárheimtum er að verða lok-
ið hér um slóðir, og sauðfjár-
slátrun lauk á laugardaginn.
Ekki veit ég um meðalvigtina
en talið er, að hún sé hærri nú
en nokkru sinni áður á Húsa-
vík. Slátrun gekk mjög vel í
nýja sláturhúsinu og stóð slát-
urtíð aðeins mánuð að þessu
sinni. í hinni nýmóðins sjálf-
virkni bilaði aðeins ein keðja,
sem orsakaði stöðvun stutta
stund, kannski tvo til þrjá
klukkutíma.
í sambandi við sláturhúsið
var komið upp matstofu í fyrra,
bæði fyrir starfsfólkið, en einn-
ig fyrir bændur, er með fé
komu til slátrunar. Var að
þessu mikið hagræði og veiting-
ar seldar við vægu verði.
Rjúpnaveiði er vart byrjuð
hér ennþá, en einhverjir fóru
þó í gær til rjúpna. Lítið hefur
orðið vart við rjúpu. En fréttir
hafa borizt af því, að dálítið
væri af henni hér austurundan,
og þá er von til þess að hún
komi í Kinnarfjöll, þegar farið
verður að styggja hana, sérstak
lega ef snjólétt verður.
Hér gerist annars fátt frétt-
næmt, en syðra eru sameining-
artruflanir hjá „frjálslyndum“.
Maður fann þann keim af sam-
einingarmálum, að ekki myndi
allt ganga eins og í fallegri lyga
sögu, hvað sem verður. B. B.
Vel gaf í allar göngur og
sagði Gunnar bróðir minn þeg-
ar hann kom úr síðustu göng-
um, en hann er búinn að fara í
milli 70 og 80 göngur á 26 árum,
að þetta væri í eina skiptið, sem
hann þyrði að fullyrða, að ekki
væri nokkur kind eftir á
Hvammsheiði, svo bjart og gott
veður var í göngum nú í haust.
Harpan var að landa 30 tonn-
um af fiski nú um helgina.
Stýrimaðurinn sagði mér í dag,
að lítið væri af fiskinum. Hann
hélt að það væru einkum van-
gefin kóð eftir, og þau veiddust
helzt á nóttunni.
Menn eru að byrja að drepa
rjúpuræfilinn, 30 mest á dag,
hef ég heyrt. En ég hef litla
samúð með sportveiðimönnum,
rjúpnaskyttum og laxveiði-
mönnum, jafnvel enga.
Ég heyrði vísu eftir bónda
suður í Borgarfirði, sem hann
kastaði fram þegar prestur einn
var að segja honum frá viður-
eign sinni við lax, sem hann að
síðustu náði. En prestur var
Akureyrartogararnir
KALDBAKUK landaði 12. októ
ber 175 tonnum.
Svalbakur kom með ca. 150
tonn í gær, þriðjudag.
Harðbakur er enn í klössun.
Sléttbakur landaði 3. október
82 tonnum.
Sólbakur landaði 200 tonnum
9. október. □
ákaflega glaður þegar hann
loksins landaði laxinum. Þegar
prestur hafði lokið veiðisögu
sinni, sagði bóndi:
Satt er bezt að segja strax
sýnist himneskt gaman
kristnum manni að kvelja lax
klukkustundum saman.
Ekki meira að sinni, en læt
heyra frá mér síðar. Ó. H.
borgarar. Sem hún nú fór á
skrifstofu bæjarfógeta til að
greiða sinn skatt, var henni
tjáð, að búið væri að fella skatt-
inn niður í samræmi við nýút-
gefin lög um lækkun og niður-
fellingu skatta aldraðs fólks.
Konan var hins vegar búin að
ákveða, að þetta fé, er hún nú
hafði handa á milli, skyldi
ganga til þjóðfélagsins og þar
sem hún fékk ekki að greiða
það sem skatt, þá gaf hún það
í Landhelgissjóð.
Allmargir Húsvíkingar fóru
til rjúpna á sunnudaginn, sem
var fyrsti dagurinn, sem heimilt
var að skjóta rjúpur á þessu
hausti. Flestar rjúpur fékk Karl
Hannesson, eða 40, en aðrir
mun minna. Þ. J.
Frá lögreglunni
YFIRLÖGREGLUÞ J ONNINN,
Gísli Ólafsson, tjáði blaðinu
eftirfarandi á mánudaginn:
Brotist var inn í Lindu,
súkkulaðiverksmiðju, við
Hvannavelli 14 aðfararnótt 13.
október. Var farið um skrifstof-
ur en litlu stolið. Skrifborð
gjaldkera virðist þó hafa verið
innbrotsþjófnum mjög hug-
stætt, því að það var brotið og
lágu brotin út um allt gólf. En
árangur varð ekki af því erfiði.
í baráttu sinni við hið óþjála
skrifborð missti þjófurinn skil-
ríki sín og voru þau handhægur
leiðarvísir fyrir lögregluna á
eftir. Enda var maður þessi
handtekinn næsta dag. Var það
ungur maður að sunnan, ölvað-
ur.
Maður einn var handtekinn
um helgina, eftir að hafa ekið
bíl sínum á garð við Aðalstræti
68. Haa» var ölvaður, og lítils-
háttar meiddur á fæti, en bif-
reið hans eyðilagðist að mestu.
Á sunnudaginn var komið að
ölvuðum manni í bíl, utan veg-
ar skammt norðan við bæinn.
Tala kærðra vegna ölvunar
við akstur er 91. Er sú tala jafn-
há þeirri, sem varð fyrir allt
síðasta ár.
Nú hafa gist fangahúsið á
Akureyri 677 manns. í fyrra á
sama tíma var tala þessi 422.
Hér er um að ræða 17 ára og
eldri, en ótaldir eru þeir, sem
lögreglan hefur tekið ölvaða og
ekið til heimila þeirra, og eru í
þeim hópi yngstu aldursflokk-
arnir og fleiri.
Nokkrir hafa að undanförnu
verið kærðir fyrir of hraðan
akstur í bænum. Og í bæ og
héraði hafa númer verið tekin
af ökutækjum vegna þess, að
þau höfðu ekki verið færð til
skoðunar. □