Dagur - 18.10.1972, Blaðsíða 6

Dagur - 18.10.1972, Blaðsíða 6
6 I.O.O.F. 1541020 — 9 — 0 = AKUREYRARKIRKJA. Mess- að verður n. k. sunnudag kl. 2 e. h. Vetrarkoma og dagur aldraðra í söfnuðinum. Eftir messu býður sóknarnefnd og safnaðarráð eldra fólki til kaffidrykkju í kapellunni. Kiwanisklúbburinn Kaldbak- ur sýnir enn þann góðvilja að aka öldruðum til og frá messu, og er fólk beðið að hringja í síma 21045 frá 10— 12 á sunnudagsmorguninn. Sálmar í messunni: 484 — 368 — 199 — 252 — 485. — B. S. SUNNDDAGASKÓLl Akureyrarkirkju verður n. k. sunnudga kl. 10.30 f. h. Öll börn hjartanlega velkomin. — Sóknarprestar. MÖÐRU V ALL AKL AU STURS- PRESTAKALL. Guðsþjón- usta að Glæsibæ n. k. sunnu- dag 22. okt. kl. 2 e. h. — Sóknarprestur. LAUGALANDS PRESTA- KALL. Messað á Grund n. k. sunnudag kl. 13.30. Prófastur- inn, séra Stefán Snævarr, predikar og vísiterar kirkj- una. SJÓNARHÆÐ. Almenn sam- koma verður n. k. sunnudag kl. 17. Unglingafundur n. k. laugardag kl. 17. Verið hjart- anlega velkomin. GLERÁRHVERFI. Sunnudaga- skóli verður n. k. sunnudag í gamla skólahúsinu kl. 13.15. Öll börn velkomin. SAMKOMA votta Jehóva að Þingvallastræti 14, II hæð. Opinber fyrirlestur: Ham- ingjusamt fjölskyldulíf, sunnudaginn 22. október kl. 16.00. Allir velkomnir. BAHAI. Ó afkvæmi duftsins. Ver ekki ánægður með þæg- indi líðandi daga, og sviptu ekki sjálfan þig hinum eilífa friði. Skiptu ekki á garði eilífrar gleði fyrir rykhaug dauðlegrar veraldar. Stígðu úr fangelsi þínu í hið dýrð- lega engi hið efra og haf þig til flugs úr búri dauðans til Paradísar, sem á sér ei stað né stund. — BAHÁ ’U’ LLÁH KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZÍON. Sunnudaginn 22. okt. Sunnu- dagaskóli kl. 11 f. h. Öll börn velkomin. Samkoma kl. 8.30 e. h. Ræðumaður Reynir Hörgdal. Allir hjartanlega velkomnir. Böm takið eftir, fundir falla niður hjá K.F.U.M. og K. n. k. laugar- dag vegna bazars í húsinu. FÍLADELFÍA, Lundargötu 12. Sunnudagaskóli hvern sunnu dag kl. 11 f. h. Öll börn vel- komin. — Almenn samkoma hvern sunnudag kl. 8.30 síðd. Verið velkomin. — Fíladelfía. Æ.F.A.K. Fundur verð jVwvM ur í stúlknadeild í kirkjukapellunni n. k. N S miðvikudagskvöld kl. 8. Kosningar, kvikmynd o. fl. Allar stúlkur, sem fermdust síðastliðið vor velkomnar. — Fundur verður í aðaldeild n. k. fimmtudag kl. 8.0. Kosn- ingar o. fl. Mætið vel og stundvíslega. — Stjórnin. ÁHEIT á Strandarkirkju kr. 500 frá G. G. og kr. 2.000 frá G. M. — Beztu þakkir. — B. S. BRÚÐHJÓN. Þann 30. septem- ber sl. voru gefin saman í hjónaband af séra Óskari J. Þorlákssyni brúðhjónin ung- frú Guðrún Maríanna Frið- jónsdóttir og Pálmi Björn Jakobsson íþróttakennari. BRÚÐHJÓN. Hinn 14. október voru gefin saman í hjóna- band ungfrú Svanhildur Sig- urðardóttir hjúkrunarnemi og Júlíus Kristjánsson mjólk- urfræðingur. Heimili þeirra verður að Austurbyggð 12, Akureyri. HJÓNAEFNI. Hinn 7. október sl. opinberuðu trúlofun sína Guðrún Jóhannesdóttir, Klambraseli, Reykjahverfi og Guðmundur Kristján Guð- mundsson framreiðslumaður, Reykjavík. I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr. 275. Fundur fimmtudaginn 19. okt. kl. 21 í félagsheimili templara, Varðborg. Venju- leg fundarstörf. Inntaka nýrra félaga. — U.m. St. I.O.G.T. ísafoldarfélagar. Mun- ið kvöldvökuna á sunnudag- inn 22. okt. kl. 8 e. h. I.O.G.T. Haustþing Umdæmis- stúkunnar nr. 5 verður hald- ið í Varðborg, félagsheimili templara, laugardaginn 21. okt. n. k. og hefst kl. 2 e. h. Rætt verður um reglustarfið í umræminu. Ólafur Þ. Krist- jánsson, stórtemplar, flytur ræðu á þinginu. — Fram- kvæmdanefndin. KVENFÉLAGIÐ FRAMTÍÐIN heldur fund miðvikudaginn 18. okt. kl. 8.30 í Elliheimili Akureyrar. — Stjórnin. GJÖF. Til afgreiðslu blaðsins hefur borizt gjöf til fólksins á Króksstöðum, er brann hjá, frá starfsfólki Iðunnar, alls kr. 3.800. GJAFIR. Til hjónanna Heiðrún ar Steingrímsdóttur og Þor- steins Jónatanssonar hafa bor izt peningagjafir á afgreiðslu blaðsíns: Kr. 2.000 frá G. Kristjánsdóttur, kr. 11.800 frá starfsfólki á Bjargi, kr. 2.000 frá 'S. B. J., kr. 500 frá Unni Jónsdóttur, kr. 500 frá G. R., kr. 1.000 frá í. Á., kr. 1.000 frá K. H., kr. 5.000 frá Bílasölu Norðurlands, kr. 1.000 frá J. B. J. og kr. 600 frá ónefnd- um. — Samtals kr. 25.400. — Þeir er vilja leggja eitthvað af mörkum til þeirra hjóna er bent á, að fyrirhugað er að hætta söfnuninni um næstu mánaðamót. ÞAKKIR. Fundur haldinn í Náttúrujækningafélagi Akur- eyrar 15. okt. 1972, sendir bæjarstjóra og bæjarstjórn Akureyrar sitt innilegasta þakklæti fyrir þá höfðinglegu gjöf, sem félaginu barst á 110 ára afmæli Akureyrarbæjar þann 29. ágúst síðastliðinn, að upphæð ein milljón kr. til byggingar hressingarhælis. TIL sjúkraflugvélarinnar krón- ur eitt þúsund frá M. F. og krónur eitt þúsund frá P. R. — Beztu þakkir. — Sesselja Eldjárn. SLYSAVARNAFÉLAGSKON- UR. Munið að bazarinn er á sunnudaginn 22. okt. kl. 3. Vinsamlegast komið munum og brauði til nefndarinnar, hverfisstjóra, Markaðinn eða látið vita og það verður sótt. Gefum allar. — Nefndin. BARNAVIKA Hjálpræðishers- ins. Samkomur fyrir börn á hverju kvöldi kl. 5 frá og með sunnudeginum 22. okt. til og með laugard. 28. okt. Öll börn hjartanlega velkomin. GJÖF. Nýlega færði kvenfélag- ið Iðunn í Hrafnagilshreppi Grundarkirkju góða gjöf, sem eru 25 sálmabækur hinar ný- útgefnu, og þakka eigendur kirkjunnar hér með þessa hugvitsömu gjöf. — F. h. eig- enda kirkjunnar, Gísli Björns son. LIONSKLUBBURINN TÍWfk H U G I N N. Fundur fimmtudaginn 19. þ. m. kl. 12 á Hótel KEA. — Stjórnin. BAZAR hefir Kristniboðsfélag kvenna í Zíon laugard. 21. okt. kl. 4 e. h. Margt góðra muna, einnig kökur og blóm. Komið og styrkið starfið. GJAFIR. Fjórðungssjúkrahús- inu á Akureyri hafa borizt eftirfarandi gjafir: Frá Kven- félagi Fnjóskdæla kr. 30.000. Áheit frá Kr. Sig. kr. 5.000. Áheit frá Valgerði Aðalsteins dóttur kr. 5.000. Gjöf frá N. N. kr. 5.000. Áheit frá N. N. kr. 250. Minningargjöf um Sigríði Sigurðardóttur frá gamalli konu kr. 5.000. Minn- ingargjöf frá Lovísu og Jóni kr. 12.935. — Með kærri þökk móttekið. — Torfi Guðlaugs- son. „RÉTTLÆTIÐ upp hefur lýð- inn, en syndin er þjóðanna skömm.“ (Orðskviðir Saló- mons 14. 34.). „Hann, hinn réttláti þjónn minn (Jesús Kristur), mun gera marga réttláta, og hann mun bera misgerðir þeirra,“ segir Guð. (Jes. 53. 11.). Þeir, sem vilja upp hefja íslenzku þjóðina, eiga því að snúa sér til Krists. — S. G. J. GOÐAR GOTT VERÐ N Ý K -O M I Ð : MJÖG FALLEGT ÚRVAL AF HERRASKYRTUM SÍMI 21400 ^HERRADEILD TILKYNNING frá Stofnlánadeild Landbúnaðarins Með tilkynningu dags. 10. ágúst s. 1. var auglýst, að lánsurnsóknir, sem til greina ættu að koma á árinu 1973, vegna framkvæmda, annara en véla- kaupa, ættu að berast bankanum fyrir 15. októ- ber 1972. Ákveðið ær nú að frestur þessi verði framlengdur til 15. nóvember 1972. Að öðru leyti er tilkynning vor frá 10. ágúst s. 1. óbreytt. Reykjavík, 9. október 1972 BÚNAÐÁRBANKI ÍSLANDS, STOFNLÁNADEILD LANDBÚNAÐARINS. ©•i-5!W-©-i-ir<S-©-i-i!'í'}-©-i-iit'}-©-i-5!'t'}-©-i-ii'c'}-©-i-*S-©-i--*'}.©-i--:!É'}.©'}-:i';'}.©.i.i&'}-©-^ * ? lI I Öllnm þeim mörgu Sebi glöddu mig á áttrœðis- afmœli míuu. 5. okt. s. L, sendi ég minar i?i7iileg- ustu kveðjur og hjartans þakliir. Guð blessi ykkur. ÞORBJÖRN KAPRASÍASSON. , ^d-i»4-}-©'i-*'í-©'i-S I f ©•5-?S^©'}-5^©'í-'-:S-J-©'i-?!h}'©'i--:;s}-©'i-*'M3'i-*'}-©'HiN-®'i--3H-< I | Innilegar þakliir til allra þeirra, er heiðruðu mig ý í með heimsóknum, gjöfum og lilýjum, ,ófikum á f nírœðisafmceli mínu. ? s KRISTJAN E. KRISTJÁNSSON Krossum. f f ©-i--as>!-©'i-íi't'}-©'i-ii^©'i-i!1'r^-©^-;'í->-©-i-:s^-©-i-ii^©-i-*s-©-i-i!:-^.©^5^©^-*'}.©^*. BERGLJÓT GUÐBJARTSDÓTTIR lézt í Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri 14. okt- Jarðarförin ákveðin frá Akureyrarkirkju laugar- daginn 21. okt. kl. 13.30. Fyrir hönd okkar systkinanna Ingólfur Magnússon.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.