Dagur - 18.10.1972, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
ALÞINGI
ALÞINGI, 93. löggjafarþing, var
sett í Reykjavík þriðjudaginn 10.
október. Fjóra þingmenn vantaði
við þingsetninguna af sextíu, sem
sæti eiga á Alþingi
Ekki er þetta umtalsvert, en hitt
orkar tvímælis, sem oft hefur verið
gert að umtalsefni, síðan gömlu kjör
dæmin voru lögð niður, hvort sóma-
samlegt sé að hinir kjömu þing-
menn liverfi af þingi í langan tíma
og'hópum saman, stundum án þess
að nauðsyn beri til. Allir þingmenn
hafa að vísu varamenn, sem að jafn-
aði fylla skörðin, en ekki er þess að
vænta, að hin tíðu mannaskipti flýti
nauðsynlegum þingstörfum. Má
vera, að fjarvistir þingmanna verði
eitt af því, sem stjórnarskrárnefnd
sú, er síðasta Alþingi kaus í vor, tek-
ur til athugunar. En af starfi þeirrar
nefndar fara litlar sögur hingað til,
aðrar en þær, að formaður hennar
hafi verið kosinn eða skipaður
Hannibal Valdimarsson ráðlierra.
Vonandi sér liann um, að sú nefnd
sofni ekki, eins og fyrri stjórnarskrár
nefndir.
Uppliæð fjárlagafrumvarpsins fyr-
ir árið 1973, sem fram var lagt í upp-
hafi þings, er 20 milljarðar eða rúm-
lega tuttugu sinnum hærri en fjár-
lagaupphæðin í tíð vinstri stjórnar-
innar fyrir fimmtán ámm. Þykir
þetta nokkuð há upphæð og hefur
svo verið um öll hin ört hækkandi
fjárlagafrumvörp á síðari árum. En
hækkunin frá fjárlögum yfirstand-
andi árs er rúm 20%. Hér veldur að
sjálfsögðu miklu um stórhækkun á
launum opinberra starfsmanna, sem
er gamall arfur og hin mikla al-
menna kauphækkun, sem orðið hef-
ur í landinu síðan. Ennfremur það,
að ríkið hefur tekið að sér að greiða
stórar upphæðir, sem sveitarfélög og
einstaklingar gerðu áður, svo sem
lögreglukostnað, tryggingar o. fl.
Ljóst er það þeim, sem hlýddu á
fjárlagaþátt í útvrapinu 13. október,
að nýju þingsköpin eru ekki hagstæð
fyrir fjármálaráðherrann. Sam-
kvæmt eldri þingsköpum flutti fjár-
málaráðherra ítarlega skýrslu um
fjárlagafrumvarpið og svaraði einnig
gagnrýni frá stjómarandstæðingum,
og fulltrúar stjórnarflokka fengu
einnig ræðutíma. I útvarpsþættinum
13. október talaði fjármálaráðherra
fyrstur, flutti tölulegt yfirlit um fjár
lagafrumvarpið og ekki í kappræðu-
stíl. En á eftir honum fluttu tveir
forystumenn stjórnarandstöðunnar
harðar, pólitískar ádeilur á frum-
varpið og ráðherrann, sem hafði
ekki tækifæri til andsvara. Þetta eru
furðuleg vinnubrogð hjá útvarpinu,
sem ekki verður við unað. □
MENN hafa staðið agndofa af
undrun yfir fréttum af aflraun-
um Reynis Leóssonar, sem
sunnanblöðin og útvarpið hafa
sagt frá og eru lýginni líkastar.
En líkamleg hreysti, fimi og
harðfengi hafa löngum átt góð-
an hljómgrunn meðal íslend-
inga og leggja menn því við
hlustirnar, er afreksmenn á því
sviði ber á góma. Hinar sjö
hundruð ára fornsögur okkar
standa okkur enn nærri, þótt
þar séu hreystiverk feðranna
tíðum blóði drifin, og nútíma-
maðurinn láti sér nægja bar-
smíðar og káf með berum hönd-
um og reyni með því að kvitta
fyrir skyldleikann.
En dýrkun líkamlegrar
hreysti á sér fleiri rætur en
hinar fornu sögur. Oskin um að
verða stór og sterkur vakir í
hverju ungu karlmannsbrjósti
enn í dag, enda krafðist lífið
þess af íslendingum á öllum
öldum, svo hörð var baráttan
fyrir daglegu brauði og er enn
í sumum atvinnugreinum. —
Þegar saman fór nauðsyn og sí-
lifandi sagnabrunnur um lík-
amleg afrek hreystimanna, var
kraftadýrkunin engin tilviljun.
Hver man ekki Gretti hinn
sterka, Skarphéðinn og Gunnar
á Hlíðarenda? Og hver man
ekki Jóhannes Jósefsson og
Gunnar Salómonsson, svo að
vitnað sé til samtímans?
Nú í sumar hefur gömlum
Akureyringi óvænt skotið upp
á stjörnuhiminn, sökum ein-
stakra krafta, og á þann veg, að
undrun sætir. Sá heitir Reynir
Leósson. Hann skrapp hingað
norður einn fyrsta daginn í
október til að hitta vini og ætt-
fólk, og hitti ég hann þá að
máli.
Þú ert borinn og barnfæddur
Akureyringur?
Já, fæddur í Gamla spítalan-
um 11. febrúar 1939, sonur
Leós Guðmundssonar og Þóru
Friðriksdóttur, fyrri konu hans.
Þarna átti ég heima mörg
fyrstu árin, en var þó í sveit á
sumrin, um leið og ég komst
svolítið á legg. Um skeið var ég
með móður minni í Laxdals-
húsinu, sem er víst elzta húsið
í bænum, eftir að foreldrar mín-
ir skildu. Barnaskólann sótti ég,
og var Snorri Sigfússon skóla-
stjórinn. Meira varð ekki af
skólagöngu hjá mér.
Voru ekki dálitlir prakkarar
í Innbænum?
Það orð lék á. Og við byrjuð-
um margir að reykja um tólf
ára aldurinn. í því sambandi
dettur mér í hug atvik, sem mér
er jafnan ljúft að minnast. Séra
Pétur Sigurgeirsson sóknar-
prestur bauð okkur einu sinni
heim til sín, þessum syndugu
og reykjandi drengjum. Konan
hans bar fram veizlukost mik-
inn og góðan, og þau hjónin
töluðu við okkur um alla heima
og geima, líka um reykingarnar.
Presturinn hvatti okkur til að
fara í árs bindindi. Ég var svo
hrifinn af prestinum og þessari
hugmynd hans, að ég lofaði hon-
um því að reykja ekki næsta
árið. Það efndi ég, en ég held,
að hinir hafi ekki haldið það
út. Og þótt ég byrjaði aftur að
reykja, fann ég mikinn andleg-
an styrk frá prestinum og ber
til 'hans hlýjan hug síðan.
Hvar varstu í sveit á sumrin?
Nokkur sumur var ég í Ytra-
Holti í Svarfaðardal, einnig á
Hellu á Árskógsströnd, Böðv-
arshólum í Vestur-Hópi, Litlu-
Giljá og Mýrarlóni. En suður
fór ég fjórtán ára og hélt áfram
að vera í sveit, meðal annars á
Gunnarshólma. Síðar átti ég
heima í Reykjavík og hér á
Akureyri, lengur þó hér fyrir
norðan, byrjaði snemma að
vinna á jarðýtum og ýmiskonar
vélum. Hjá íslenzkum aðalverk
tökum og hjá varnarliðinu vann
ég, en byrjaði bifreiðaakstur
sextán ára og ók fyrstu tvö árin
án réttinda. Núna er ég búinn
að aka nítján hundruð þúsund
kílómetra, eftir því sem næst
verður komizt.
Fórstu snenuna að fikta við
aflraunir?
Já, sem barn var ég að leika
mér að ýmsu þessháttar, beygja
nagla í höndunum og taka upp
þunga hluti, en allir strákar fást
við eitthvað af því tagi, held ég.
En áflog?
Ég var aldrei í áflogum og
hef aldrei lagt hendur á nokk-
urn mann. Eina undantekning-
in, sem ég man eftir er sú, að
Innbæingar og Utbæingar
verið hjá mér. Ég ögra aldrei
neinum og keppi heldur aldrei
við neinn, og ég sýni aldrei afl-
raunir.
Þú ert þó að Iáta gera kvik-
mynd um þessar þrekraunir
þínar?
Já, það er það eina, sem ég
hef gert í von um peningalegan
hagnað, enda er ég vel að hon-
um kominn, ef hann verður
einhverntíma einhver, því að
ég hef lagt líf mitt í hættu við
gerð myndarinnar. Auk þess
vil ég að þetta sé til þegar ég er
allur, og að þá sé hægt að sjá,
að ég hafi ekki aðeins verið
þjóðsaga eða tilbúningur. Kvik-
myndunina kosta ég sjálfur og
hún fjallar mikið um starf mitt
og heimilislíf, vinnufélaga mína
og svo nokkur atriði, sem kalla
má aflraunir, sýndar vinnufé-
lögunum.
Reynir Leósson
hefur brotið af sér hlekkina
I fangaidefanum.
Býr afl þitt í þínum eigin lík-
ama eða færðu aukinn mátt á
úrslitastundum?
Ég hef aldrei farið dult með
það, að það sem mér er gefið, er
frá Kristi, kraftarnir eins og
allt annað. Aðra skýringu get
ég ekki gefið á því. Ég bið til
Krists hvert einasta kvöld og
hvern einasta morgun áður en
vinna mín hefst. Og þegar ég
hef þurft á öllu mínu að halda,
eins og við þrekraunir, fer ég
einnig með stutta bæn í hvert
sinn. Óhappalaus hef ég ekið öll
þessi ár ög eitthvað er það, sem
heldur yfir mér verndarhendi.
Hefur Kristur birzt þér?
Já, nokkuð oft, en í fyrsta
sinn þegar ég var smápolli í
sveit, eða aðeins sex ára. Mig
vantaði umhyggju og ástúð for-
eldra minna og mér leið stund-
um illa af þeim sökum. Faðir
lásnum hafði lent. En ég var
inni í klefanum þegar þetta
gerðist og gat ekki látið vita
neitt af mér. En þarna var ég
mjög hætt kominn.
Hvað sögðu þeir lögreglu-
menn, og aðrir viðstaddir þann
atburð, þegar þú brauzt úr
hlekkjunum?
Svona ýmislegt minnir mig,
en mér heyrðust allir samdóma
um, að þeir skyldu þetta ekki.
Sama er að segja um viðstadd-
an lækni, sem rannsakaði mig
á undan og eftir. En ég var
bólginn bæði á úlnliðum og fót-
um, undan járnunum?
Varstu í tvennum handjárn-
um?
f þrennum handjárnum aftan
við bak. Én þeir ætluðu að gera
mér erfitt fyrir með því að
vefja sterkum keðjum utan um,
það, sem styður þá skoðun, að
um yfirnáttúrlega hluti sé að
ræða, er það, að ég finn aldrei
til óttans, þótt á mig reyni,
fremur en ég gengi að daglegri
vinnu. Ennfremur er það, að
þótt nokkrir menn reyni
samtímis að draga upp einn
fingur minn á hvorri hendi, og
þeir búi svo um sig, að þeir geti
neytt afls síns, finn ég ekki til í
puttunum á eftir. Fingurinn
roðnar dálítið en sá roði hverf-
ur á ofurlítilli stundu og eng-
inn sársauki er eftir. Vinnufé-
lagar mínir hafa stundum verið
að reyna sig á einhverju í þessa
átt.
Hvað gerðist ef þú misnotaðir
afl þitt?
Mér yrði eflaust refsað fyrir
það. Annaðhvort yrði ég að
aumingja, eða ég tapaði lífinu,
eða það hefur mér dottið í hug.
Og skaps míns verð ég að gæta
vel, því að ég gæti aldrei geng-
ið uppréttur, eftir að hafa t. d.
lagt hendur á mann. Ég er ekki
hreykinn af kröftum mínum,
finn aldrei til þess, hef enga
löngun til að sýna þá eða að
beita þeim gegn öðrum. Ég vil
stunda vinnu mína og eiga mitt
heimili í friði fyrir forvitnu
fólki, að Njarðvíkurbraut 11,
Innri-Njarðvík. En þar á ég
ágæta konu, Huldu Garðars-
dóttur frá Garði í Fnjóskadal
og eigum við fimm börn.
börðust í gamla daga og þá
lenti ég í einhverju tuski. Ég
hef aldrei á æfinni slegið mann
og hefur þó oft gefizt tilefni. —
Leiði allt slíkt hjá mér og læt
heldur ganga á mig, þótt það
hafi ekki alltaf þótt karlmann-
legt. Oftast er hægt að gera gott
úr hlutunum, ef einhverjar æs-
ingar eru, jafnvel að ganga í
burt og það geri ég fremur en
að leggja hendur á menn. Mér
er það vel ljóst, að ef ég missti
stjórn á skapi mínu og neytti
afls, myndi eitthvað hræðilegt
geta komið fyrir.
Mannstu þegar þú gerðir þér
fullkomlega Ijóst, hvað af gæti
lilotizt?
Líklega var það þegar ég um
fermingu var við stórgripaslátr-
un á sveitabæ. Maður einn, sem
við slátrunina vann, hafði orð
á því, að strákurinn væri óeðli-
lega handsterkur. Ég gekkst
upp við þetta skjall í karlinum,
greip hnefafylli í hrossskrokk-
inn, sem lá við fætur okkar. Égr
tók stykkið úr, húð og kjöt,
handfylli mína. En úm leið fyllt
ist ég bæði hræðslu og viðbjóði,
á sjálfúm mér. Þetta held ég, að
hafi verið mikill lærdómur fyr-
ir mig. Síðan hef ég ekki þorað
að taka á manni og ég vona, að
hamingjan forði mér frá því.
En hvenær gerðir þú þér
grein fyrir kröftum þínum?
Mjög snemma, ég held ég hafi
ekki verið nema sex ára eða
svo. Ég fann, að ég hafði marg-
falt afl á móts við jafn gamla
leikfélaga mína. Til dæmis get
ég nefnt atvik úr sveitinni. Það
var Fordson dráttarvél á bæn-
um, einn af þessum gömlu,
stóru. Ég skipti um afturhjól á
honum einsamall, eða tók hjólið
undan, gerði við púnkteringu,
og setti það svo undir aftur. —
Ég var, held ég, ekki nema sjö
eða átta ára þegar þetta gerð-
ist. Hjólið var svo miklu hærra
en ég og mjög þungt. Annars
held ég að fullorðna fólkið á
bæjunum, þar sem ég var, hafi
ekki veitt því mikla eftirtekt,
að ég væri neitt óeðlilega sterk-
ur, enda reyndi sjaldan á það
við snúninga, og ég flíkaði því
ekki sjálfur. Hins vegar var ég
að gera eitt og annað í felum,
og þannig hefur það lengst af
Stundar þú líkamsæfingar?
Nei, aldrei. Ég fer í vinnuna
og hef löngum unnið tvær vakt-
ir, sef heldur lítið, hef líka
verkstæðisboru heima hjá mér
og hef alltaf nægilegt að gera
og meira en það. Ég fékkst um
skeið við ýmislegt úti í náttúr-
unni, einkum lyftingar. Fyrir
valinu urðu hestar og steinar,
eða eitthvað annað, sem ég
fann. Það var nokkuð stór
steinn, sem ég var að glíma við
fyrir mörgum árum. Ég hafði
þá belti og notaði allan líkam-
ann til að lyfta honum frá jörðu.
Ekki man ég hvað hann reynd-
ist þungur, talsvert á annað
tonn, minnir mig. Nei, ég hef
engum teljandi tíma sóað í æf-
ingar, aðrar en þær, sem vinn-
an hefur veitt mér. Tvöfaldur
vinnutími lengst af frá því, ég
var þrettán ára gamall, er auð-
vitað nokkur þjálfun, en hún er
allt of einhliða, ekki sízt akstur.
Kcynir er hlekkjaður, cn síðan borinn inn í fangaklefann að við'
stöddum lögreglu og fréttamönnum.
minn, sem ætlaði að koma og
heimsækja mig, kom ekki, nýja
konan hans hafði ekkert dálæti
á mér, og móðir mín kom ekki
heldur til að finna mig. Man ég
það glöggt eitt kvöld, að ég var
úti í fjósi og lagðist í básinn hjá
einni kúnni, sem mér þótti
vænt um. Síðan ranglaði ég út
í hlöðu, lagðist niður í heyið og
grét, einmana og yfirgefinn, —
.grét,mig í svefn það kvöld, hel-
tekinn óyndi og ég þráði
föður minn og móður ákaflega.
Ég átti von á pakka að heiman
þennan dag, en hann kom ekki.
,.En þar og það sama kvöld birt-
ist Kristur mér. Ég vaknaði við
það, að hann stóð hjá mér,
ungur, skegglaus, fagur og frá
honum stafaði mikill kraftur. —
F.yrst varð ég undrandi og svo-
lítið hræddur. En hræðslan
hvarf um leið og hann lagði
hönd sína á höfuð mitt. Hann
sagði þá við mig, að hann gæfi
mér takmarkalaust afl, ef ég
misntítaði það ekki. Og hann
fylgdist alltaf með mér.
• Ég sá hann svo greinilega,
meira að segja man ég hvað mér
sýndist hörund hans fíngert. —
Mér leið óumræðilega vel á
eftir, var alveg fagnandi, gekk
svo inn í bæ og sofnaði bæði
sæll og glaður.
Ég sagði húsbónda mínum frá
þessu og hann sagði við mig,
að Kristur ætti öll börn og væri
hjá öllum börnum.
Þú sagðir áðan, að þú hefðir
hætt lífi þínu í átökum?
Já, síðast núna um daginn,
þegar ég leysti mig úr hlekkj-
um og braut mig út úr fanga-
klefanum í Keflavík, í sam-
bandi við einn þátt kvikmynd-
arinnar.
Ilvernig vildi það til?
Þannig, að keðja hertist að
hálsinum á mér, þegar ég fór að
reyna dálítið á hana. En þegar
ég minnkaði átakið, slaknaði
• ekki á keðjunni og hún var
nærri því búinn að hengja mig.
Ég tók þá á af öllu~afli og mér
hvarf vitundin um leið. En
þegar ég kom til sjálfs mín var
þriggja áttundu lás, sem keðjan
var læst með, brotinn og mér
var sýnt farið í steinvegginn
beint á móti þar sem brot af
fyrir ofan og svo á milli hand-
járnanna, svo að ég gæti ekki
slitið af mér ein og ein járn í
einu. Og öllu þessu var læst
saman með lásum. Þess vegna
varð átakið að koma á öll hand-
járnin í einu. Keðjurnar voru
miklu verri viðureignar en
handjárnin sjálf, því að það er
tiltölulega auðvelt að slíta þau
eitt og eitt, jafnvel aftan við
bak. Lögreglumönnunum voru
gefnar algerlega frjálsar hend-
ur þegar þeir bundu mig og
læstu í járnkeðjurnar og járn-
uðu mig á höndum og fótum.
Ég var látinn sitja á meðan,
og þeir fóru með mig eins og
þeir vildu, þangað til þeir voru
búnir að öllu þessu og höfðu
dregið mig inn í fangaklefann
og lokað honum. Og það var þá,
sem ég fór með stutta bæn, ef
bæn skyldi kalla, því að hún
var svo stutt og, ekkert mál-
skrúð á henni. Ég bað Krist að
hjálpa mér, ef það væri hans
vilji, annars tæki ég afleiðmg-
unum. . ,
Ég var fullkomlega rólegur
og án nokkurs kvíða. Og þ’egar
mest þarf með, missi ég meðvit-
undina. Ekki get ég skýrt það
á neinn hátt, en þetta er nú
svona.
Margir telja afl þitt lieyra
undir það yfirnáttúrlega?
Ég veit það ekki, má vera, en
það er mér tiltækt án minnstu
umhugsunar, en menn eru mis-
jafnlega af guði gerðir, og ég
hef svo sem heýrt nefnt hið
dularfulla í þessu •sambandi. —
Sjálfur hef ég ekki reynt að
þroska með mér neinar dular-
gáfur, en finnst aðeins, að sjald-
an sé ég einn á ferðinni. Hins-
vegar sé ég oft fólk, og-síðast
núna rétt um daginn hljóp mað-
ur fyrir bílinn minn, tvisvar
sinnum. Ég hemlaði fullhlaðinn
bílinn í ofboði, en þetta var
bara svipur, en eins greinileg-
ur og um lifandi mann væri að
ræða. Og stundum koma menn
upp í bílinn hjá mér. Mér þyk-
ir þetta svo sem hvorki gott né
illt, en maðurinn, sem hljóp
fyrir bílinn á dögunum var þó
nærri búinn að valda slysi,
því þegar ég hemlaði, og það
var í brekku, var næsti bíll
nærri kominn aftan í. Eitt er
En er þetta ekki allt saman
uppspuni með manninn og
krafta hans, kann einhver að
spyrja og hvernig var það suður
í henni Keflavík þegar Reynir
var hlekkjaður og lokaður inni
í fangaklefanum?
Látum viðstadda segja frá
því.
Tíminn segir meðal annars
svo, hinn 26. september 1972,
efnislega: Reynir Leósson,
Njarðvíkingur, brauzt út úr
fangageymslunni á Keflavíkur-
flugvelli á laugardaginn var. —
Kom hann út um glugga, en
hafði áður lagað hann svo til,
að þar yrði útgengt. Hann var
hlekkjaður af þremur lögreglu-
þjónum og færður í klefann. Er
þetta liður í 90 mínútna kvik-
mynd, sem Vilhjálmur Knud-
sen er að gera fyrir Reyni. Hér-
aðslæknirinn, Arnbjörn Ólafs-
son var viðstaddur og tók
hjartalínurit og mældi blóð-
þrýsting kraftamannsins fyrir
og eftir átökin.
. Þrenn handjárn voru sett á
Reyni, hendur hans reyrðar
aftur fyrir þak og þar um vaf-
ið sterkri keðju. Eætur hans
settir í járn, bæði fótjárn og
annað heimatilbúið úr sveru
járni. Járnkeðjur voru svo sett-
ar á manninn og þeim marg-
vafi4 um hann. Þeim læst með
sterkum lásum.
Um þessar keðjur segir Morg-
unblaðið, efnislega, og' um það,
hvernig Reynir var fjötraður:
Þá hófu lögreglumenn að vefja,
bregða, hnýta og læsa um hann
30 metra langri, gljáandi stál-
keðju frá Ellingsen og bættu
svo við nokkrum sverari járn-
keðjum y2”.og sem bundn-
ar voru, brugðið og læstar sam-
an af miklu hugviti lögreglu-
mannanna, allt frá hálsi og nið-
ur á tær. Var Reynir þá í sitj-
andi stellingu og gat ekki rétt
úr sér né hreyft legg eða lið. í
þessu stálbundna ástandi var
hann svo borinn inn í þann
rammgerðasta fangaklefa, sem
til er á landinu, og síðan var
hurðinni lokað með járnslám og
margföldum læsingum.
Síðan' segja blöðin, að Reynir
hafi slitið keðjurnar í búta, brot
ið af sér hand og fótjárn og' það
á þrem tímum. Þá tók hann við
að brjóta sig út úr klefanum.
Glugginn var 15 sentimetra
breiður. Hann braut með ber-
um höndum það sem á vantaði
og skalf allt húsið og nötraði
við þær barsmíðar, en steyp-
an sterk og járnbent. Reynir
braut sér leið út úr traustasta
fangaklefa landsins á tiltölulega
skömmum tíma. Hann var lítt
meiddur og blóðþrýstingur eðli-
legur. Viðstaddir fögnuðu
manninum ákaflega og töldu
þrekvirki þetta ofurmannlegt.
Reynir er 33ja ára, meðal-
maður að vexti, 80 kg fullklædd
ur og lætur lítið yfir sér.
Þarft þú undirbúning til afl-
rauna?
Nei, þetta er mér tiltækt á
hvaða augnabliki sem er. En ég
finn, að ég get neytt mín miklu
betur í einrúmi, þegar ég er
alveg ótruflaður, þegar það er
eitthvað verulegt, sem ég fæst
við.
Þú ert alveg gróinn sára
þinna frá því að þú brauzt út
úr fangaklefanum í Keflavík?
Já, ~ég fékk hruflur hér og
þar og þótt þær séu grónar,
sjást enn örlitlir, rauðir blettir.
Eitt sár fékk ég þó, héi'na á
hendi, og þar er ennþá svolítið
hrúður.
Ertu þreyttur í skrokknum
eftir aflraunir?
Nei, en þó stirðna ég ef ég
leggst fyrir. Það er betra að
vera á hreyfingu strax á eftir,
og þá líður mér bara vel. En ég
verð alltaf þreyttur í höfðinu,
alveg ofsalega þreyttur, svo að
varla er hægt að lýsa því, hvað
ég er þreyttur.
Þurftir þú sjálfur að borga
skemmdir á tækjum og húsum
í Keflavík?
Ég læt gera þessa áðurnefndu
kvikmynd á minn kostnað, svo
að auðvitað þarf ég að borga
allt henni viðkomandi. Og ég
þurfti líka leyfi dómsmálaráð-
herra til að fá afnot af hand- og
fótjárnum og fangaklefanum.
Dómsmálaráðherrann vildi allt
fyrir mig gera og gaf þau leyfi
strax, sem um var beðið, og
að því er virtist með mestu
ánægju. Ég er honum rnjög
þakklátur, hvort sem ég fæ
reikning fyrir skemmdunum
eða hann telur mig hafa til þess
unnið að hið opinbera greiði
þær. Fyrirrennai’i hans var mér
einnig innanhandar.
Varstu ekki kvikmyndaður
inni í fangaklefanum? Og hverj
ar verða næstu aflraunir í kvik-
myndinni?
Ég var kvikmyndaður inn um
smágat, veit ekki hvernig það
hefur tekizt. En ég veit tæpast
hve miklu af aflraunum á að
hlaða í myndina. þó kom það til
orða að di’aga bíl og ganga meti
hest á bakinu. En það er
kannski þegar komið nóg?
Nokkuð erfitt fyrir þig ao
lyfta liesti?
Ekki ætti það nú að vera. Þaí
gerði ég 14 ára gamall. En menr
álíta, að það fari kannski vel i
myndinnk
Ég þakka Reyni samtalið. —
Ofurmannlegt afl hans er stað-
i-eynd, og það heldur sjálfsagt
áfram að vera mönnum torræti
umhugsunarefni. E. D.
Frá Bridgefélagí
Akureyrar
TVÍMENNINGSKEPPNI B. A.
hófst sl. þriðjudag. Spilaða:.'
verða fjórar umferðir. Eftir
fyi-stu umferð er röð efstu spil-
ara þessi:
stig
1. Alfreð P. — Baldur Á. 105
2. Gunnl. G. — Magnús A. 100
3. Jóh. Gauti — Sigurb. B. 95
4. Baldur Þ. — Baldvin Ó. 93
5. Haraldur S. — Guðm. G. 91
6. Júlíus — Sveinn S. 815
7. Ármann — Jóhann 86
8. Teitur J. — Friðrik S. 83
9. Stefán R. — Haki J. 83
Spilað er í tveim 12 para riðl-
um á Hótel KEA á þriðjudög
um. — Meðalárangur er 80 stig'.
Frá Skákfélagi j
Akureyrar
AÐ loknum 3 umferðum í HraS
móti Skákfélags Akureyrar eri
efstir og jafnir þeir Jón Björg-
vinsson, Hrafn Árnason og
Haki Jóhannesson með 3 vinn-
inga hver.
I unglingaflokki eru efstir AI-
bert Ragnarsson og Baldvin
Þorláksson með 4 virminga efti
5 umferðir.
Síðasta umferð verður tefld
næstkomandi fimmtudagskvölcl
kl. 8.
Fjöltefli verður haldið aS
Hótel KEA mánudaginn 22.
október kl. 8, og er unglingun'.
sérstaklega bent á það tæki-
færi. □
Baguk
kemur næst út miðvikudaginE
25. október.
r
Attræður ■
Kristján Eldjárn Kristjáns-
son, fyrrum hreppstjóri á Ár-
skógsströnd, varð níræður laug-
ardaginn 14. október. Hann
dvelur nú hjá syni sínum og
hans fjölskyldu á Krossum, ern
vel en þó sjóndapur orðinn hin
síðustu ár. Foreldrar hans voru
Guðrún Vigfúsdóttir og Krist-
ján Jónsson, er bjuggu á Litlu-
Hámundarstöðum og síðan á
Hellu. Kristján Eldjárn er bú-
fræðingur frá Hólum, en stund-
aði bóklegt og verklegt nám í
Noregi og Danmörku. Hann lióf
búskap á Hellu 1912 og' bjó þar
til 1952. Honum voru falin
mörg trúnaðarstörf í sveit sinni,
var oddviti í áratug og lengi
hreppstjóri.
Kona hans var Sigurbjörg
Jóhannesdóttir frá Þöngla-
bakka.
Kristján Eldjárn er fróður
- níræðxiF
maður og minnugur, gamax: •
samur löngum og vaskleikamaö
ur þegar á reyndi.
Jón Einarsson, Ytra-Kált'
skinni á Árskógsströnd varð át;
ræður 12. október. Hann ólsi;
upp við mikla fátækt og bjó
sjálfur á ýmsxxm stöðum á fyrr
búskapai’árum sínum. En 1920
flutti hann í Ytra-Kálfskinn og
bjó þar góðu búi þar til fyri:
fáum árum að Sveinn sonu
hans tók þar við búi. En á bú
hans vinnur Jón dag hven
heldur heilsu og andlegun.
þrótti, og varðveitir enn létt-
lyndi sitt og hið jákvæða vic
horf til manna og málefna.
Jón Einarsson var tvíkvænt
ur.' Fyrri kona lians var Elísa-
bet' Stefánsdóttir, en síðar.l
kona hans var Margrét Svein-
björnsdóttir. Q