Dagur - 08.11.1972, Síða 4

Dagur - 08.11.1972, Síða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prcntverk Odds Björnssonar h.f. Landsmálaálykfun KJÖRDÆMISÞINGIÐ í Varðborg um síðustu helgi samþykkti eftirfar- andi um landsmálin; Kjördæmisþing Framsóknar- manna haldið á Akureyri 4.-5. nóv. 1972, lýsir fullum stuðningi við ríkis stjórn Ólafs Jóhannessonar og skorar á alþýðu landsins, verkalýðssamtök- in, samtök bænda, sjómanna og sam- vinnumanna, að standa fast saman í stuðningi sínum við stjómina og umbótastefnu hennar. Þingið fagnar því alveg sérstak- lega, að stjórnvöld landsins hafa fært fiskveiðilandhelgina út í 50 rnílur, og að þau hafa tekið á stefnuskrá sína aukna ræktun og umhverfis- vernd. En það eru einmitt „lífbeltin tvö“, fiskimiðin við landið og gróður belti Iandsins sjálfs, sem fæða verða og klæða þjóðina á komandi tímum. Fiskveiðilögsagan sé við það miðuð, jöfnum höndum, að nýta fiskimiðin og vemda fiskistofna. Hin nýja gróðurstefna feli í sér ræktun lands- ins, endurheimt gróðurlendis og al- menna umhverfisvernd. Ríkisstjóm, sem meðal annars byggir stefnu sína á þessum sjónarmiðum, er líkleg til langlífis. Hún er einnig líkleg til að varðveita sjálfstæði landsins, auð- lindir þess og menningu þjóðar- innar. En vert er að benda á þriðja líf- beltið: Hin mörgu fallvötn og miklu jarðhitasvæði landsins, orkugjafa iðnaðar og framkvæmda. Þingið minnir á fyrri samþykktir sínar í vamarmálum og fagnar ákvörðun ríkisstjórnarinnar um endurskoðun varnaisamningsins og væntir þess, að sú endurskoðun leiði til brottfarar hersins. Þingið leggur áherzlu á, að búseta verði á landinu öllu, sein byggilegt er, og að fram verði haldið þeirri áætlanagerð um meginþætti fram- kvæmda í öllum landsfjórðungum, sem nú er unnið að. Þjóðin beini vinnuafli sínu í rík- ara mæli til þeirra grundvallar- atvinnuvega, sem lífsafkoma hennar á hverjum tíma byggist fyrst og fremst á. En þeir atvinnuvegir eru landbúnaður, sjávarútvegur og iðn- aður. Þingið fagnar þeirri kaupmáttar- aukningu launa og auknum trygg- ingabótum, sem orðið liefur í tíð nú- verandi stjómar, auknu launajafn- rétti þegnanna og ennfremur, að líf- eyrissjóðir ná nú til vaxandi hluta þjóðarinnar, en vill benda á nauðsyn þess, að reglugerðir sjóðanna veiði samrýmdar og einnig vill þingið hvetja alla lífeyrisþega til að gæta (Framhald á blaðsíðu 7) Frá vinstri: Ragnar Helgason, Eggert Ólafsson, Guðni Ingimundarson og Jóhann Helgason. (E. D.) Álykfðnir ismálanelndðrinnar KJÖRDÆMISÞING F.F.N.E. haldið á Akureyri dagana 4.—5. nóv. 1972 telur þjóðhaglega nauðsyn, að gert verði sérstakt átak til eflingar hinum dreifðu byggðum og fagnar áformum núverandi ríkisstjórnar í því sambandi. Þingið bendir á að eigi að snúa við óheillaþróun síðustu ára í byggðamálum, verður að velja atvinnufyrirtækjum, menntastofnunum og annarri starfsemi sem laðar að sér fólk, stað með tilliti til þess, hvar þær þjóna bezt heilbrigðri byggðastefnu. Þarna verður að hafa fram- tíðarmarkmið í huga, en ekki láta skammsýn hagsmunasjón- armið ráða. Þingið leggur áherzlu á al- hliða atvinnulega uppbyggingu í kjördæminu og bendir á eftir- farandi verkefni sem undir- stöðu öflugrar þróunar. 1. Alhliða uppbygging vega- kerfisins með það markmið fyrst og fremst í huga, að öll byggð kjördæmisins njóti greið færra vega allan ársins hring. Þingið metur aukin fjárframlög til vegagerðar í kjördæminu, en leggur jafnframt áherzlu á, að framlög til Norðurlandsáætlun- ar verði stóraukin svo og fram- lög Vegasjóðs. 2. Flugvellir í kjördæminu þarfnast stækkunar og aukins öryggisbúnaðar. Þingið bendir á, að stærstu flugvellirnir gegna mjög mikilvægu hlutverki fyrir almennar samgöngur og ferða- mál og hinir smærri flugvellir - KJÖRDÆMISÞING Á AKUREYRI (Framhald af blaðsíðu 1) Steingrímur Hermannsson ræddi um flokksstarfið, en þeir Olafur Ragnar Grímsson og Bjarni Einarsson um flutning ríkisstofnana. Síðari fundardaginn voru ályktanir nefnda lagðar fram. Fylgdu þeim úr hlaði Svavar Ottesen, Sigurður Óli Brynjólfs son og Jón Aspar. Eftir um- ræður og þær breytingar, sem þinginu þótti þörf á, voru þær að síðustu samþykktar. Stjóm kjördæmissambands- ins skipa: Ingi Tryggvason, Baldur Halldórsson, Jóhann Helgason, Ármann Þórðarson, Hákon Hákonarson, Helgi Jóns- son og Þormóður Jónsson. í miðstjórn flokksins voru þessir kjörnir: Haraldur M. Sig urðsson, Hjörtur E. Þórarins- son, Sigurður Jóhannesson, Eggert Ólafsson, Baldur Hall- dórsson, Hákon Hákonarson, Guðmundur Bjamason og Jó- hann Antonsson. Þingslit fóru fram um kl. 17 á sunnudagskvöldið. Q eru lífsnauðsynlegir fyrir öryggi íbúa afskekktra byggða, auk þess að þjóna almennum samgöngum. 3. Hafnarframkvæmdir verði auknar og fjárhagur hafna bætt ur. Þingið mælir með samþykkt fmmvarps þess til hafnarlaga, sem lagt var fyrir síðasta Al- þingi, þar sem hlutdeild ríkis- ins í stofnkostnaði hafna er aukinn. 4. Auðvelduð verði námsað- staða og skólahald í dreifbýli. Telur þingið, að brýnast sé: a) Að bæta samgöngur svo að heimanakstur barna í skóla verði auðveldari. b) Að byggt sé skólahúsnæði, þar sem skortur þess stendur námsaðstöðu og kennslu fyrir þrifum í heimahéruðum. c) Að ríkissjóður kosti rekst- ur heimavistar að fullu og taki meiri þátt í mötuneytiskostnaði en nú er gert. d) Að starfsaðstaða og laun kennara í dreifbýlinu verði bætt. e) Að æskulýðsstarfsemi utan skóla og innan sé efld með ráðningu sérþjálfaðs starfsfólks til að sinna þeim verkefnum. f) Þingið fagnar nýsettri lög'- gjöf um ráðstafanir til þess að jafna námsaðstöðu framhalds- skólanemenda úr dreifbýli og bendir jafnframt á, að nauðsyn- legt er að aðstoða framhalds- skólanemendur til náms, sem stunda þarf utan heimabyggða verði bætt með byggingu og rekstri heimavista og bættum aðbúnaði. 5. Tafarlaust séu gerðar raun- hæfar ráðstafanir til að tryggja öllum íbúum kjördæmisins örugga læknisþjónustu. Þingið leggur ríka á.ierzlu á, að örýgg- isleysi í heilbrigðismálum hlýt- ur að valda búseturöskun. 6. Gert sé skipulagt átak til að bæla aöstöðu aldraðs fólks m. a. með því að koma upp dvalarheimilum fyrir aldrað fólk í kjördæminu. Þingið lýsir stuðningi sínum við framkomn- ar hugmyndir um byggingu heilsuhælis í kjördæminu. 7. Breytt verði reglum um lán úr Byggingasjóði ríkisins, þannig að heimilt verði að veita sérstök lán með hag'stæðum kjörum vegna íbúðarhúsabygg- inga á þeim stöðum, sem taldir eru mikilsverðir vegna byggða- jafnvægis. 8. Þingið væntir þess að stækkun fiskveiðilögsögunnar verði til efiingar norðlenzkum sjávarútvegi. Til þess að svo verði, telur þingið brýnast: a) Að nýting miðanna verði skipulögð þannig að tryggt verði framtíðarverndun þeirra. b) Að hraðað verði heildar- áætlun um þróun hraðfrysti- iðnaðarins, sem tryggi sem bezta nýtingu fjármagns, vinnu afls og hráefnis. c) Að gerð verði framtíðar- áætlun um endurnýjun fiski- flotans og þar höfð hliðsjón af þróun hraðfrystiiðnaðar og nýt- ingu fiskstofna. 9. Þingið minnir á þá miklu möguleika, sem fyrir hendi eru í kjördæminu í sambandi við ýmsa fullvinnslu lagmetis. Tel- ur þingið að athuga veri, hvort ekki sé nauðsynlegt að efla sam starf hinna ýmsu framleiðenda á þessu sviði m. a. með samtök- um er ætlað væri það hlutverk að samræma þessi mikilvægu mál, sem skipt gætu sköpum í atvinnumálum kjördæmisins. 10. Þingið vekur athygli á því aukna hlutverki, sem iðnaður mun skipa í framtíðinni í at- vinnuuppbyggingu kjördæmis- ins. Nauðsyn er að áætlun verði gerð, sem miðar að eflingu iðn- aðar sem víðast í kjördæminu. 11. Þingið ítrekar fyrri ólykt- anir um ferðamál m. a. frá síð- asta þingi. í þessu sambandi vill þingið sérstaklega árétta, að nú Frá vinstri: Teitur Björnsson, Aðalbjörn Gunnlaugsson, Stein- grímur Hermannsson og Jónas Jónsson. (Ljósm.: E. D.) þegar er orðin á því brýn þörf, að til sérstakra ráðstafana sé þegav gripið að því er varðar umhverfisvernd á ýmsum fjöl- sóttustu áningarstöðum ferða- fólks í kjördæminu. Telur þing- ið óríðandi, að ón tafar verði gripið til ráðstafana er í senn tryggja umhverfis- og náttúru- vernd á þessum stöðum um leið og öll aðstaða til ferðamanna- móttöku er bætt. Telur þingið ekki óeðlilegt, að hið opinbera veiti verulega fyrirgreiðslu í þessu skyni og mælist til þess við þingmenn og ríkisstjórn, að þessi mál verði tekin föstum tökum hið fyrsta. 12. Þingið vekur athygli á þeim vanda, sem raforkuskort- ur veldur í kjördæminu og lýsir stuðningi við samþykktir Fjórð- ungsþings Norðlendinga 1972 um orkumál. 13. a) Þingið bendir á að efla þarf þá miðstöð fyrir landbún- aðarrannsóknir og ráðunauta- þjónustu, sem þegar er orðin á Akureyri. Utvega þarf stað með nógu landrými fyrir tilrauna- starfsemina. Garðyrkjuskóla verði komið á fót með aðsetri í Gróðrarstöðinni á Akureyri. b) Þingið ítrekar ályktun síð- asta þings um klak- og fiskeldis stöð fyrir lax og silung á Norð- urlandi og skorar á stjórnar- völd að hrinda því máli þegar í framkvæmd í samræmi við ályktun síðasta Alþingis um þetta efni. c) Þingið fagnar því að ákveð ið er að byggð verði grænfóður- verksmiðja í Reykjahreppi og hvetur til þess að framkvæmd- um verði hraðað. 14. Þingið skorar á útvarps- ráð að hraða uppbyggingu dreifikerfis sjónvarps á Norður- og Austurlandi þannig, að sveit ir og þorp njóti sömu skilyrða og þéttbýlið. 15. Kjördæmisþingið lýsir hryggð sinni yfir háskalegu mis notkun áfengis í landinu og vax andi drykkjuskap æskufólks. Telur þingið brýna nauðsyn bera til þess, að stemma stigu fyrir því mikla böli, sem fylgir ofnotkun áfengis, m. a. með auknum stuðningi við félags- starfsemi, sem vinnur að bind- indi og hollri tómstundaiðju. Q (Framhald af blaðsíðu 8) lenzkt málgagn og Dagur styð- ur Framsóknarflokkinn og sam vinnustefnuna. Vera má að þetta skýri að nokkru þann kaupendafjölda, sem blaðið lief ur á Norðurlandi og þá ásókn að koma margvíslegasta efni og auglýsingum í blaðið, að oft hefur horft til vandræða. En þessi ásókn sýnir betur en nokkuð annað hve þýðingar- miklu hlutverki blaðið gegnir fyrir hina almennu borgara. Spurningunni uni það, hvort vikublöð geri gagn, er hér hik- laust svarað játandi. FJÁRHAGSERFIÐLEIKAR En þrátt fyrir miklar auglýsing- ar, sem gefa tekjur og marga skilvísa kaupendur, er Dagur í verulegum skuldum og hefur eldd tök á, af eigin afli, að auka útgáfuna og hæta, svo sem vera þyrfti. Hann hefur þó komið út reglulega, á rneðan önnur viku- blöð hafa af fjárhagsástæðum gefizt upp, mánuði eða jafnvel misseri, samanher liin Akureyr- arblöðin án undantckninga. Að sjálfsögðu hefði það verið fjár- hagslega hagkvæmara fyrir Dag, að hugsa fyrst og fremst um eigin hag og haga útgáfunni með tilliti til fjárhagsins, í stað þess að Iiafa xitgáfuna reglulega eins og verið hcfur, og þjóna JÓHANN SVARFDÆLINGUR Eins og kunnugt er, þá er Jóhann Svarfdælingur kominn til landsins eftir langa útivist. Viðtöl hafa farið fram við hann í blöðum, útvarpi og sjónvarpi. Þar hefur komið fram, að hann hefur nú hug á að setjast hér að, ef honum verður það fært af fjárhagslegum ástæðum. Ég held að þessi hógværi og geð- þekki maður hafi unnið hjörtu þjóðarinnar, og flestir óski þess, að hann þuj-fi ékki að hrekjast út í heim aftur til að stunda þar atvinnu, sem honum er lítt að skapi. í sunnanblöðum hefur komið fram, að hér verði opinberir aðiiar að koma til hjálpar. Und- ir það vil ég taka. Ekki er þá nema eðlilegt, að héðan úr fæð- ingarbæ hans heyrist raddir í því efni. Eðlilegt er að ríkisvald og almennar tryggingar komi hér til hjálpar. Þá er og eðli- legt, að fæðingarbær hans leggi hér eitthvað af mörkum. Akur- eyri mundi hafa sóma af því, að sýna þessum syni sínum nokkra ræktarsemi. Viðeigandi væri, að bæjarstjóri hér taki þetta mál upp til umræðu við opin- bera aðila. Jóhann Svarfdælingur verð- ur sextugur eftir næstu áramót. Það væri verðug afmælisgjöf að búið væri þá að tryggja honum hér heima örugga lífsafkomu. Eiríkur Sigurðsson. I | ATHUGASEMD Stefán Kr. Vigfússon sendir eftirfarandi: Þann 23. október sl. las Pétur Sumarliðason upp í útvarpinu þáttinn Um daginn og veginn, skrásettan af Skúla Guðjóns- syni bónda á Ljótunnarstöðum. Sumt það, sem fram kom í þætti þessum er þannig vaxið, að athugasemd þarf við. Skúli byrjar erindi sitt á því að minnast nýliðins sumars, hve það hafi verið bændum hag stætt. Að vísu er hæpið að segja með því þörfum fólksins og kröfum um útgáfuna. En það er í sannleika hart að ríkisvaldið, sem hefur þó samþykkt að rétta vikublöðum hjálparhönd, skuli gera það á eins óraunhæfan hátt og gert er með 40 þúsund króna framlaginu. SKEMMTIFERÐASKIP OG HAFNARGJÖLD Á tímum vaxandi áhuga um ferðamál, þeim sem nú eru, þykir hverjum stað hið mesta keppikefli að fá til sín skemmti- ferðaskip og með þeim marg- menni. Akureyri hefur ekki í stórum mæli notið þeirra hlunn inda á undanförnum árum. Þó komu síðustu sumur nokkur skip og þrjár voru þær lieim- sóknir í sumar og skilaði erlent ferðafólk þá á aðra milljón króna í banka hér. Þetta er um- talsverð upphæð þótt hún mætti vera stærri. Þeir Akureyringar, sem vinna að því að fá fleiri erlend skennntiferðaskip, hafa jafnan talið Akureyri til gildis, að þau þyrftu ekki að greiða nein liafnargjöld þar, sem rétt er. En nú mun til umræðu að afnema þau fríðindi. Við þær umræður ber að hafa í huga, að hafnar- gjöldin fyrir hvert skip, eru smámunir, nxiðað við önnur við skipti skipanna. að svo hafi verið um land allt. Ut frá þessu gerir hann svo bændum upp hugsanir: Að þeir muni hafa talið sig „eiga þetta inni hjá Guði,“ fyrir undangeng in erfiðleikaár. Hann telur ís- lenzkt alþýðufólk hafa á undan- gengnum árum og öldum, hald- ið einskonar viðskiptareikning við Guð, og á þeim reikningi hafi þeir oftazt frekar talið sig eiga til góða, og muni svo vera enn í dag. Þetta er fáránlegur og ósæmi legur heilaspuni, sem hefur við engin rök að styðjast. Mun saga genginna kynslóða algerlega vitna gegn Skúla í þessu máli. Ef til vill heldur Skúli á Ljót- unnarstöðum svona reikning. En gæti ekki verið að sá reikn- ingur þyrfti endurskoðunar við, svo sem aðrir reikningar? Lýkur hér athugasemd Stef- áns Kr. Vigfússonar. TEKIÐ í TAUMANA Þá er hér annað efni, einnig nokkuð langt að komið: Sagt er, að í ýmsum skólum landsins og kannski flestum, þegar barnaskólum sleppir, sé pottur bi-otinn í stjórn. Skóla- reglur séu víða þverbrotnar, jafnvel einnig af kennurunum og agi af skornum skammti. Notkun víns og tóbaks sé al- geng o. s. frv. Sennilega er þetta rétt, misjafnt að vísu, því að ekki er sama hver á heldur. En hér ætla ég að segja dæmi af skólastjóraskiptum við einn ágætan skóla úti á landsbyggð- inni. Þar var drykkja talsvert stunduð, heimsóknir tíðar af hverskyns fólki og skólareglur ekki virtar, og allt seig á ógæfu hliðina, þótt enginn virtist hafa hugrekki til að taka þetta fyrir opinberlega, sem auðvitað hefði átt að gera. En svo þróuðust mál skólans á þann veg, að skólastjóraskipti urðu. Ungur maður tók við. Hann gerði sér ljóst, að þarna gæti hann ekki starfað að óbreyttu. Tók hann því til sinna ráða. Hann endurskipulagði ýmsa skólahætti, ásamt sam- kennurum sínum, er allir fylgdu honum fast að málum, og svo hófst skólastarfið. Og þá var nú tekið í taumana. Þótti hinn nýi skólastjóri harður í horn að taka, setti reglur, gerði nemendum þær ljósar og fram- fylgdi þeim. Skólinn gjörbreytt- ist í einni svipan eftir fyrsta átakið. Til gamans má geta þess, að til að komast hjá ágengni allskonar óæskilegra gesta, sem koma vildu í skól- ann, var girt fyrir veginn á þann hátt, að gestir þurftu aðra leið en fyrr. Þá var refsað fyrir brot með vinnu. Auðvitað var þetta kölluð þrælkunarvinna til að byrja með. En þetta var aldrei nema byrjunin, því að HAPPDRÆTTIÐ ÞAÐ eru vinsamleg tilmæli til þeirra, sem fengið hafa heim- senda happdrættismiða Fram- sóknarflokksins frá Framsókn- arskrifstofunni á Akureyri, að gera skil hið fyrsta þar, en einnig er tekið á móti greiðsl- um á afgreiðslu Dags. Q HANDKNATTLEIKUR FIRMAKEPPNI Þórs í hand- knattleik heídur áfram um næstu helgi. Urslitaleikurinn verður á sunnudag, 12. nóvem- ber. Q þegar unglingarnir sáu, að alvara var á ferðum og hart tekið á brotum, voru brotin úr sögunni. Það er nú einu sinni svo, að ungmenni vilja hafa aga, en þau vilja að reglur séu þá haldnar, hver sem í hlut á. Skólinn varð sem nýr skóli, stjórn hnas varð strax auðveld og nemendur virða og þykir vænt um skóla sinn. Lýkur svo frásögn „gamals skólamanns“. Og hér kemur svo að síðustu bréf frá Halldóru Bjarnadóttur og hljóðar þannig: GÓÐAR FRÉTTIR Þjóðhátíðarnefnd starfar ötul lega, birtast stundum fréttir af tillögum hennar. Margir óttuðust ölvun, sér- staklega ungmennis, vegna fjöl- mennis á hátíðinni á Þingvöll- um og í Reykjavík. Nefndin sá hættuna, en setur undir lekann. ViII kjósa ungmenni einmitt til eftirlits og meðferðar áfengis á hátíðinni. Hver er sínum hnút- um kunnugastur. Ágæt hug- mynd. Ungmennin nxun ekki bregðast, þcgar þeinx er treyst. Traust vekur virðingu og vin- semd. Ég treysti íslenzkum ung- mennum algerlega í þessu efni. Treysti þeim ótakmarkað. Halldóra Bjarnadóttir. EITTHVERT bezta efni, sem Dagur flytur, eru fréttabréf úr héruðum. Þar eru pistlar Pét- urs Jónssonar í Reynihlíð ekki undanskildir, því' að þeir eru jafnan fjölbreyttir að efni og Pétur hikar ekki við að segja skoðun sína á hlutunum. í grein hans frá 16. okt. sl. eru þó um- mæli, sem byggð eru á misskiln ingi og verður að leiðrétta vegna lesenda Dags. Pétur telur, að minna sé að marka veðurspár Veðurstofunn ar um helgar en endranær. Ekki vil ég dærna um það að órannsökuðu máli. Hitt veit ég, að fólk sem ætlar að skemmta sér úti eða ferðast um helgar, verður gramt í geði ef veður- spárnar bregðast þá. Pétur held ur sig vita ástæðuna fyrir léleg- um helgarspám, því að hann kom eitt sinn á Veðurstofuna á sunnudegi, og „þá var einn mað ur á vakt, en um tuttugu á virk um dögum,“ segir þar. Það er rétt hjá Pétri, að í Sjó- mannaskólanum vinnur fjöldi fólks á virkum dögum aðeins, en á frí um helgar. Þessir starfs menn, um 15 talsins, vilja oft gleymast þeim sem álíta, að eina starfsemi Veðurstofunnar sé að gefa út veðurspár. Þessi hópur hefur með höndum mis- munandi verkefni. Má þar nefna yfirstjórn Veðurstofunn- ar, útreikninga og útgáfu á veð- urskýrslum, umsjón jarð- skjálftamælinga og eftirlit á veðurstöðvum og þjónustu við þær. En þeir sem ætla að skoða starfsemi Veðurstofunnar í Sjó- mannaskólanum um helgar, grípa í tómt. Spádeild Veðurstofunnar er aftur á móti í húsakynnum Flugmálastjórnarinnar á Reykjavíkurflugvelli. þar vinn- ur alltaf sami fjöldi starfs- manna og gengur á vaktir jafnt helga daga sem virka. Þarna starfa aðstoðarmenn og loft- „Og upphiminn fegri, en auga sér mót öllum oss faðminn breiðir.“ ÞÓRARINN Sveinsson, kenn- ari, á Eiðum lézt af slysförum 31. okt. sl. Þórarinn lætur eftir sig gott dagsverk fyrir þjóð sína og var mikill mannkostamaður. Þórarinn Sveinsson var fædd ur 22. apríl 1907 á Kirkjubóli í Norðfirði og ólst þar upp. Hann gerðist kennari á Eiðum 1935 og var íþróttakennari að mennt un. Eftirlifandi kona hans er Stefanía Ósk Jónsdóttir, sím- stöðvarstjóri, á Eiðum, ættuð úr Bolungarvík. Þau hjón eign- uðust 11 börn og eru 10 þeirra á lífi. Þórarinn var um langan tíma aðalforvígismaður Ungmenna- og íþróttasambands Austur- lands. Æsku Austurlands helg- aði hann starfskrafta sína. Hann hefur skilað miklu dags- verki. Auk skyldustarfanna við Eiðaskóla og félagsmálastarfa ýmiskonar hafði hann mikinn búskap urn skeið, þar sem kaup hans við skólann hrökk skammt til að framfleyta mannmörgu heimili og ala upp 10 börn. Þegar við Eðvarð Sigurgeirs- son vorum á ferðalagi um Aust- urland við kvikmyndatöku, þá var Þórarinn okkur hollur ráð- - LEIÐRÉTTING - skeytamenn allan sólarhringinn og veðurfræðingar eru á vakt frá klukkan hálfátta á morgn- ana til eitt eftir miðnætti alla daga vikunnar. Þær veðurspár, sem gera þarf á nóttunni, semja veðurfræðingar Veðurstofu ís- lands á Keflavíkurflugvelli, en aðalhlutverk deildarinnar þar er þjónusta við millilandaflug- gjafi og útvegaði okkur bíla. Kom ég þá oft á heimili þeirra hjóna og var þar ávallt gott að koma. Nú eru þáttaskil og sólsett í ævi góðs drengs. Nemendur hans og vinir hug'sa allir hlýtt til hans og minnast hans að góðu einu. Þessi mikli starfs- maður mun nú taka við nýjum verkefnum. Ég sendi frú Stefaníu og börn um hennar innilegar samúðar- óskir á þessum erfiðu tíma- mótum. Guð blessi minningu góðs drengs. Eiríkur Sigurðsson. I minningu Aðalsteins Sigurðssonar, Oxnhóli (ort á ferð uin Hörgárdal í sumar). Ilnípa finnst mér hlíð og gnúpur: Höldaval úr fögrum dali liorfið er frá hollu starfi. Hugur stynur, sakna ég vinar. Dauðinn aldrei gefur griðinn; getur hann sótt á dcgi og nóttu. Set ég þessa á leiði látins litlu grein hjá Aðalsteini. f‘ Jóhann Sveinsson || frá Flögu. ið, og sú þjónusta er hin sama, hvort heldur er síknt eða heilagt. Af ofansögðu má það vera ljóst, að séu veðurspár óáreiðan legri um helgar en ella, stafar það af einhverju öðru en því, að þá vinni færri við þær en á virkum dögum. Veðurstofunni, 1. nóv. 1972 Jónas Jakobsson, deildarstjóri. VESTUR-ÞÝZK GÆÐAVARA GREIÐSLU- |AflKMCI SKILMÁLAR VIÐGERÐARSTOFA STEFÁNS HALLGRÍMSSONAR GLERÁRGÖTU 32 SÍMI 11626 . AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Veðurspárnar um helgamar

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.