Dagur


Dagur - 13.12.1972, Qupperneq 1

Dagur - 13.12.1972, Qupperneq 1
Ekki snjókorn á veginum KlukKum var iiringt og sálmar sungmr. (Ljósm.: E. D.) irkjan frá Svalbaríi endurvígð á Ási í Vatnsdal, 11. des. Inflúens- an er að stinga sér niður hér og hvar um sveitina, en margir hafa látið bólusetja sig og á það að draga úr veikindum, en sumt fólk hefur farið hálf illa út úr þessari flensu. Ekki hafa orðið vandræði á bæjum vegna veikindanna. Við erum svo vel settir, að hér í sveit er maður, sem vinnur hjá bændum þar sem þörfin kallar mest að í það og það skiptið. Upphaflega var þessi maður ráðinn til slíkra starfa af hreppsfélaginu. Nú er hann þó elcki ráðinn hjá hreppnum, heldur er til hans leitað eftir þörfum og kemur Skuttogariim Rauðinúpur Raufarhöfn, 11. des. Búið er að vera leiðindatíð síðasta hálfan mánuð og ekkert hefur verið farið á sjó. Fiskvinna er því engin en dálítið er unnið við lagfæringar og stækku á frysti- húsinu. Skuttogarinn frá Japan, sem við áttum að fá í apríl n. k., mun koma mánuði fyrr en ætl- að var, eða um miðjan marz. Honum hefur þegar verið gefið nafnið Rauðinúpur, og er hann um 500 tonn að stærð. Snjór hefur ekki verið mikill og hafa öflugir bílar löngum komizt leiðar sinnar. Tvær fjölskyldur fluttu frá okkur í haust og menn fóru héðan í atvinnuleit, eins og gengur og gerist. H. H. Ferðin frá Brekku ÚT ER komið þriðja og síðasta bindi af bókinni Ferðin frá Brekku, sem eru æviminningar Snorra Sigfússonar, fyrrum skólastjóra og námsstjóra. — Iðunn gefur út, en bók þessi er tileinkuð skólabörnunum á Akureyri árin 1930—1947. Bók þessi er á þriðja hundrað blaðsíður og ber öll fyrri ein- kenni þessara minninga, en hún hefur hlotið lof flestra eða allra gagnrýnenda og er auk þess bæði skemmtilestur og mjög fróðleg. Eiríkur Sigurðsson skrifar á öðrum stað í blaðinu um Ferð- ina frá Brekku, og vísast til þess að öðru leyti. □ AFBROTAF ARALDUR VÍÐA um land er afbrotahneigð manna eitt hið mesta áhyggju- efni. Um síðustu helgi var þó rólegt hér á Akureyri, að sögn lögreglunnar, en hins vegar mesta afbrotahelgin, sem orðið hefur í Reykjavík. Þar kallaði lögreglan út aukavakt, sem naumast hafði þó tíma til að elta innbrotsþjófa og annað ill- þýði, því að svo ört bárust til- kynningar um innbrotin. Þýfið var mikið, en skemmdir á hús- um og munur, ennfremur öku- tækjum var þó enn meira, sam- kvæmt frásögn lögreglunnar. Q það sér oft vel að hafa afleys- ingarmann. Hér er aðeins föl á jörð og ágætt færi í innsveitunum. En það er eins og önnur veröld þegar kemur teljandi út fyrir Blönduós, því að þar er svo mikill snjór og allt haglaust á Skaga, eða haglítið, eftir því sem sagt hefur verið. Enda hafa þar verið daglegar hríðar um lengri tíma. Svo að ég undirstriki muninn á snjóalögum svolítið meira, má geta þess, að það sézt eklci snjó- korn á vegi alla leið til Blöndu- óss, og hér uppi á hálsi eru bændur að strengja gaddavír í nýja girðingu, er ekki var lokið við í haust. Klaki er nær eng- inn í jörð hér, þótt svona sé snjólétt. Hins vegar hefur verið ónæðissamt og sjaldan kyrrt veður. Menn hafa því lítið beitt fé sínu. Hér er þýzkur prófessor, Villy Möller að nafni, og hefur hann komið hingað tvisvar á ári og verið hér stuttan tíma í senn við rannsóknir á-riðuveik- inni, sem hrjáir sauðfé. Ekki veit ég hvort hann er einhverju nær, en liður í þessum rann- sóknum er að veiða mýs, en á þeim er maurategund, sem grunur leikur á að sé einhvers- konar tengiliður í sambandi við riðuveikina. En ekki kann ég að lýsa þessu nánar. Þessar rann- sóknir eru á vegum rannsóknar stöðvarinnar á Keldum. G. J. NORRÆNA bindindisnámskeið ið verður haldið á íslandi í sumar með þátttöku frá öllum Norðurlöndum. Búist er við 120—150 þátttakendum. Hefst námskeiðið hér á Akureyri og stendur hér 26.—29. júlí. Þátt- takendur koma með flugvélum Flugfélags fslands beint frá Kastrupflugvelli hingað til Ak- ureyrar. Síðari hluti námskeiðs ins verður í Reykjavík 30. júlí ÚT ER komin hjá Bókaforlagi Odds Björnssonar á Akureyri, Dagar Magnúsar á Grund. Er bók þessi nær 300 blaðsíður að stærð og höfundur Gunnar M. Magnúss. Eins og nafn bókar- innar ber með sér, fjallar hún um stórbóndann og kaupmann- inn Magnús á Grund, Sigurðs- son, sem enn er í minni rúm- lega miðaldra Eyfirðinga, því að hann andaðist 1925, og hafði þá búið á höfuðbólinu Grund í Eyjafirði 50 ár og verzlað þar í fjóra áratugi. Hann jók með lífi sínu og starfi enn á frægð Grundar, þótt með öðrum hætti væri en þeirra, er hæst ber í sögum. Og gaman er að minnast þess, að fyrir 70 árum bar þessi merkisbóndi fram tillögu um skóla fyrir hreppana þrjá í Eyja firði, framan Akureyrar, er loks nú hefur orðið að veruleika. Dagar Magnúsar á Grund er frásögn af merkilegum manni, en bókin greinir einnig frá sam- Á SUNNUDAGINN fór fram kirkjuvígsla á Akureyri. Þá var endurvígð gamla kirkjan frá Svalbarði, er til Akureyrar var flutt og er hún tilbúin til kirkju legra athafna. Kirkja þessi var byggð af Þor steini kirkjusmið á Skipalóni — 5. ágúst. Efni námskeiðsins er að þessu sinni Börnin og við. Auk þess fer alltaf fram kynn- ing á því landi, þar sem nám- skeiðið er haldið í hverju sinni. Hingað komu í síðastliðinni viku Olof Burman, stórtemplar Svía, og Karl Wennberg, fram- kvæmdastjóri námskeiðsins, til að ræða við templara hér um tilhögun þessa bindindismóts. tíð hans og er stórfróðleg. Um það má sjálfsagt deila, hvort bók þessi átti fremur að vera í Mynd af bókinni Dagar Magnúsar á Gmnd. 1846 og var í notkun til ársins 1956, er hún var ónothæf talin og afhelguð, enda hafði þá risið þar nærri nýtt og veglegt kirkjuhús. Æskulýðsfélag Hólastiftis eignaðist gömlu kirkjuna og hugðist flytja hana að sumar- búðum þjóðkirkjunnar að Vest- mannsvatni í Aðaldal. Af ein- hverjum ástæðum var þó hætt við það áform og gaf Æskulýðs- félagið þá kirkjuna Minjasafn- inu á Akureyri. Safnvorður Minjasafnsins, Þórður Friðbjarnarson, fékk nú það verkefni að flytja kirkjuna til Akureyrar, koma henni þar fyrir og endurbæta hana. Hann tók kirkjuna af grunni sínum 27. október 1970 og setti hana á einn mikinn vagn, í heilu lagi og fór þannig með hana til Akureyrar daginn eftir. Var hún þar sett niður á áður undir- heimildastíl eða sögustíl, en vart verður um það deilt, að hún átti erindi á prent. í flokki barna- og unglinga- bóka er Flugferðin til Englands, sem Bókaforlag Odds Björns- sonar gefur einnig út. En bók þessi er eftir Ármann Kr. Ein- arsson og er endurprentuð, 170 blaðsíður að stærð og prýdd myndum eftir Odd Björnsson. Bækur Ármanns Kr. Einars- sonar hafa verið eftirsóttar um fjölda ára, og því mun þessi endurprentun kærkomin mörg- um af yngri lesendunum. Handa börnunum hefur BOB gefið út ofurlítið, myndskreytt hefti, sem heitir Böm í Argent- ínu, létt og fróðlegt lesefni, en Sigurður Gunnarsson íslenzk- aði. Er þar fjallað um leiki og störf barna, og ætlunin að fleiri hefti komi út undir heitinu „Með BOB til útlanda." Virðist þetta hinn ágætasti lestur fyrir (Framhald á blaðsíðu 4) búinn grunn. Sá grunnur er á sömu lóðinni og eldri Akureyr- arkirkjan, sú fyrsta hér í bæ, stóð, örskammt frá Kirkjuhvoli, húsi Minjasafnsins. í tvö ár hefur safnvörður unnið að viðgerð hinnar öldnu kirkju í tómstundum frá venju- legum störfum, og gætt þess að raska sem minnst upphaflegri gerð og fyrirkomulagi. Rafmagn hefur verið leitt í kirkjuna, til (Framhald á blaðsíðu 5) HAFNARGERÐ LOKIÐ í GRÍMSEY Grímsey, 11. des. Vinnuflokkur sá frá Vita- og hafnarmálaskrif- stofunni er farinn héðan með sín tæki, nema einn pramma, og vinnu er að kalla lokið. Það er orðinn mikill munur á höfn- inni, og svo bíða menn átekta hve sterk þessi mannvirki eru, þegar verulega reynir á þau. Nú er dásamlegt veður og ein hverjir skreppa á sjó til að fá sér í soðið, en sjósókn er hér annars engin, enda óstillt. Hins vegar hefur verið snjólaust hér að kalla, aðeins föl þar til nú fyrir helgina, að snjó kyngdi niður. Þetta er þó naumast annað en jólasnjór og engin ófærð. S. S. ÚTHLUTUN LÁNA HINN 30. nóvember úthlutaði bæjarráð Akureyrar lánum. Teknar voru fyrir umsóknir um lán úr Byggingalánasjóði Akureyrar — A-deild. Alls bárust 126 umsóknir um lán. Úthlutað var 78 lánum, sem skiptust þannig: 72 lán á kr. 50.000 = kr. 3.600.000. 4 lán á kr. 40.000 = kr. 160.000. 2 lán á kr. 30.000 = kr. 60.000. Samtals kr. 3.820.000. Q Norrænt bindindismót í sumar Bækir frá Bókaforlagi Odds BJörnssonar

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.