Dagur - 04.01.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 04.01.1973, Blaðsíða 4
Skrifstofur, Hafnarstræti 98, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERUNGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. VEL MÆLT í ÁRAMÓTAÁVARPI forsætisráð- herrans, Ólafs Jóhannessonar, á gamlárskvöld, var margt vel mælt og mætti verða mörgum umhugsunar efni. Megin einkenni þess var, að þar fór saman hreinskilni og liófsemi. í upphafi ræddi forsætisráðherrann um stjórn og stjórnarandstöðu hér á landi fyrr og síðar, og á það, sem liann sagði um stjórnarandstöðuna á víst ekki aðeins við hér á landi, en er um að ræða eitt af höfuðmeinum þingræðisins. En þegar stjórnarand- staða tekur við stjórn kemur oft í ljós, að hún liefur með áróðri búið illa í haginn fyrir sjálfa sig og þjóð- ina. Taldi ráðherrann, að flestum eða öllum flokkum hefði orðið á í þessu efni og þyrfti að efla einingu um stórmál, eins og t. d. í landhelgis- málinu. Um skólamál sagði ráðherrann meðal annars: Ég vil taka það fram, að aukin þekking táknar ekki í mínum munni aukna skyldunámsskólagöngu og áframhaldandi tröppu stiga til em- bættisnáms og lærdómstitla, heldur þekkingarleit í frjálsara formi, bæði á andlegu og verklegu sviði, með margvíslegum valkostum, bæði með skólagöngu, sjálfnámi og undir handleiðslu og í samfélagi góðra manna með það að markmiði að gera mann að „góðum dreng og vaxandi“, en það mun hafa verið sú einkunn, sem Snorri Sturluson gaf bezta. Og liöfum það hugfast, að lífsins skóli er þeim, sem hann kunna að notfæra sér, öllum skólum æðri og betri. I áramótagrein forsætisráðheiTa, sem hann birti í Tímanum, segir m. a.: Framkvæmdastofnun ríkisins sem hóf starfsemi sína í byrjun þessa árs, mun nú halda áfram starfi sínu af enn meiri þrótti og meðal annars mun hún vinna að skipulegri áætl- unargerð um veitingu fjármagns til arðbærra framkvæmda og þjóðhags- legra mikilvægra, og stuðla að jafn- vægi í byggð landsins í því sam- bandi. Fyrst og fremst sé gert ráð fyr- ir stuðningi við atvinnumál, at- vinnutækjunum verði dreift sem mest um landið, byggðasjóður verði stórefldur og ríkisstofnunum eða sér- stökum deildum þeirra, m. a. stofn- unum í sjávarútvegi verði valdir staðir utan Reykjavíkur. En í sambandi við byggðamálin er vert að benda á, að það er ekki Framsóknarflokkurinn einn, sem fyr- ir þeim berst. Vonandi kemur í ljós, að þessir nýju fylgjendur byggða- jafnvægisstefnu á íslandi bregðist henni ekki. □ GÓÐIR ÍSLENDINGAR. . *' í?egar ég lít yfir innlenda at- - burði ársins, sem er að kveðja, verður mér efst í huga það sem gerðist á Alþingi 15. febrúar. Þá samþykkti Alþingi einróma með atkvæðum allra 60 þing- manna þingsályktunartillöguna um útfærslu íslenzku fiskveiði- lögsögunnar í 50 sjómílur. Það var stór dagur. Það var góður dagur. Þá áttu þingmenn og þjóðin öll einn vilja. Slíkir dag- ar eru of sjaldgæfir í sögu okk- ar. Það er of fátítt, að þingmenn allir, hvar í flokki, sem þeir standa, sameinist um sjálfsögð þjóðþrifa- eða nauðsynjamál, sem þeir eru í rauninni í hjarta sínu allir sammála um, enda þótt flutt sé af andstæðingum. Ég held, að hin hefðbundna til- hneyging stjórnarandstöðu til að vera alltaf á móti öllum mál- um, sem nokkru skipta, er stjórn landsins flytur — og gagnkvæmt — sé ekki heilla- vænleg né þjóðinni til fram- dráttar. Ég tek skýrt fram, að með þessu á ég ekki sérstaklega við núverandi stjórnarandstöðu, heldur alveg eins við þá fyrr- verandi, og yfirleitt stjórnarand stöðu og stjórnarflokka á hverj- um tíma. En þessir stjórnarhætt ir, sem ég nefndi hafa verið tíðk aðir hér í of ríkum mæli og of lengi að mínum dómi. Ég held, að þjóðin sé farin að líta á slík vinnubrögð sem sýndar- mennsku. Vitaskuld þarf að halda uppi heilbrigðri gagnrýni og veita valdamönnum á hverj- um tíma hæfilegt aðhald. Og auðvitað eru flokkar og flokka- starfsemi óhjákvæmilegar for- sendur lýðræðisskipulags. En hóf er bezt í hverjum hlut. Það er mín skoðun, að við þurfum á sem flestum sviðum að efla þjóð areiningu, að efla samstöðu um góð mál í stað þess að vera sí Qg æ að blása að glóðum sundur lyndis og ýta undir ágreining. Við erum smáþjóð og okkur veitir ekki af 'að standa saman eftir því sem kostur er. Og við erum framar öllu öðru íslend- ingar, en ekki tilheyrandi hin- um eða þessum flokknum. Það finnum við fyrst bezt, þegar við erum stödd á erlendri grund. Herkostnaðurinn af skefjalausu sundurlyndi og hóflítilli flokka- baráttu getur orðið þjóðinni of- viða bæði beint og óbeint. Því segi ég það enn og aftur, að okkar litla þjóð þarf sem oftast að eiga sér mál, eins og land- helgismálið, sem hún getur stað ið einhuga að. Hún þarf sem oftast að eiga sér dag eins og 15. febrúar 1972. 1 hinni fyrstu ræðu, sem fyrsti forseti íslands, Sveinn Björnsson, flutti, eftir að hann var kjörinn forseti, komst hann m. a. svo að orði: „Fyrsta skilyrðið til þess að „vinna friðinn" að fengnum um ráðum yfir öllum málum vor- um, mætti lýsa með þessum orð um: Vinna og aukin þekking“. Mér finnst, að þessi orð hins fyrsta forseta séu enn í fullu gildi. Ég get á þessari stund gert þau að mínum. Ég vildi gjarnan mega gera þau að mín- um einkunnarorðum. í framhaldi af hinum ívitn- uðu orðum mælti forseti: „Að sameina kraftana um þetta verður einn af fyrstu próf steinum í framhaldssjálfstæðis- baráttu vorri. Menn skipa sér í stéttir og flokka um sameigin- leg hugðarmál. Svo hefur verið og svo mun enn verða. Barátta milli stétta og flokka virðist óumflýjanleg. En þá baráttu verður að heyja þannig, að menn missi aldrei sjónar á því, . að þegar allt kemur til alls, erum vér allir á sama skipinu. Til þess að sigla því skipi heilu í höfn, verðum vér allir að læra þá list að setja öryggi þjóðar- flramótaávarp Ólaíur Jóhannesson forsætisráðherra heildarinnar ofar öðru. Hér á landi er ekkert gamalt og rót- gróið auðvald eða yfirstétt. Heldur ekki kúguð og undir- okuð alþýða. Flestir okkar eiga frændur og vini í öllum stéttum þjóðfélagsins. Oss ætti því að vera auðveldara en ýmsum öðr um að vilja hver öðrum vel. Að bera ekki í brjósti heift og hat- ur, öfund og tortryggni hver til annars, þótt vér höfum lent í mismunandi stéttum þjóðfélags- ins. Oss ætti að vera það auð- veldara að leggja hver sinn skerf eftir efnum og ástæðum til þess að byggja upp fvrir- myndar þjóðfélag á þjóðlegum grundvelli“. Þessi orð hins fyrsta forseta okkar eiga að minum dómi enn- þá erindi til þjóðarinnar. Og í fljótu bragði og í önn dagsins get ég ekki orðað það betur, sem ég vil við þessi, tímamót beina sérstaklega til þjóðay- innar. Vinnuöryggi, aukin þekking og þjóðareining eru vissulega svo mikilvæg markmið, að vert er að á þau sé minnt og að þeim stefnt. Ég vil taka það fram, að auk- in þekking táknar ekki í mínum munni aukna skyldunámsskóla- göngu og áframhaldandi tröppu stiga til embættisnáms og lær- dómstitla, heldur þekkingarleit í frjálsara formi, bæði á and- legu og verklegu sviði, með margvíslegum valkostum, bæði með skólagöngu, sjálfsnámi og undir handleiðslu og í samfélagi góðra manna með það að mark- miði að gera menn að „góðum dreng og vaxandi“, en það mun hafa verið sú einkunn, sem Snorri Sturluson gaf bezta. Og höfuni það hugfast, að lífsins skóli er þeim, sem hann kunna að notfæra sér, öllum skólum æðri og betri. Vinnan er ekki aðeins nauð- syn, heldur og blessun hverjum heilbrigðum manni. Atvinnu- skortur og iðjuleysi er niður- drepandi, ekki aðeins efnalega, heldur og andlega. Slæpings- háttur býður ótal ódyggðum heim. Sérhvert starf, hvar í sam félagsstiganum sem er, er í raun og veru nauðsynlegur hlekkur í keðju, sem ekki má bresta. Þegar rætt er um þörf á auk- inni þjóðareiningu, hlýtur sú spurning að vakna, hvort það form þingræðisskipulags, sem við búum við, og upp er tekið eftir erlendri fyrirmynd, sé endilega það eina rétta fyrir smáþjóð eins og okkur. Það er að segja, að það skuli vera meiri hluti þingmanna, hversu lítill sem er, sem ákveður ríkisstjórn fer í raun með framkvæmdar- valdið, en minnihlutinn sé þar um áhrifalítill. Gæti ekki komið til álita, að ríkisstjórnin væri spegilmynd af Alþingi öllu, þ. e. að Alþingi kysi ríkisstjórnina beinlínis hlutfallskosningu, svo sem reyndar á sér nú stað um margvísleg ráð og nefndir þess opinbera. Ef til vill hefi ég sér- staklega farið að hugsa um þetta, af því að ég hefi nú setið við báðar hliðar borðsins, ef svo má segja, þ. e. hefi bæði reynt það að vera í stjórn og stjórnar- andstöðu. Því fer áuðvitað fjarri að ég sé hér að gera um þetta nokkra tillögu. En ekki þykir mér neitt óeðlilegt, að atriði, sem þetta sé tekið til umhugs- unar af þeirri nefnd, sem nú fjallar um endurskoðun stjórn- arskrárinnar. Sjálfsagt má flokka hugleiðingu sem þessa undir „framtíðar músik“. En það ætti ekki að saka, að menn velti henni fyrir sér. Mér þykir ólíklegt, að nokkur neiti því, að við höfum almennt lifað við velsæld hér á landi á því ári, sem nú er að kveðja. Samt var svo komið, að talið var að nokkuð skorti á skilyrði fyrir rekstrargrundvelli útflutn ingsatvinnuveganna, sérstak- lega sjávarútvegsins. Ástæðurn- ar voru einkum óhagstæðari aflasamsetning og meiri tilkostn aðarhækkun en reiknað var með við síðustu kjarasamninga, og þá alveg sérstaklega með til- liti til umsaminnar kauphækk- unar er koma skal 1. marz. Þess vegna var gripið til nokkurrar gengislækkunar, eins og kunn- ugt er. Gengislækkun er alltaf að mínum dómi neyðarúrræði, m. a. af því að hún ýtir undir verðbólguhugsunarhátt. En það er skoðun mín, að hún hafi eftir atvikum verið skásta leiðin, sem samkomulag gat orðið um á milli núverandi stjórnarflokka. En auðvitað er það frumskylda hverrar ríkisstjórnar að reyna að sjá til þess, hvað sem allri gengisskráningu líður, að at- vinnuvegir geti óhindrað geng- ið og atvinnuöryggi sé borgið. Ég skal á þessu stigi ekkert full yrða um það, hversu varanleg þessi lausn reynist, það er und- ir svo mörgu komið, sem nú verður ekki séð fyrir, svo sem aflabrögðum, markaðsverði, fisk verðssamningum, verðlagsþró- un o. s. frv. Að öðru leyti skal ég ekki hér fara að ræða þetta deilumál. Ef spurt væri um einkenni ís- lenzks þjóðfélags í dag ýrðu svörin sjálfsagt margvísleg. En ég held, að ekki gæti hjá því farið, að eitt svarið yrði kröfu- páiitíkin. Það er t. d. athyglis- vert, að varla kemur svo saman smáfundur, að ekki séu gerðar kröfur um hitt eða þetta. Hver kannast ekki við orðalag eins og þetta: „Fundurinn krefst þess“. „Fundurinn gerir kröfu til“. „Fundarmenn heimta“. „Þá er gerð sú krafa“. „Við krefj- umst“, o. s. frv. Það er varla hægt að segja, að hér sé ein stétt annarri fremri. Kröfurnar eru jafnt gerðar af þeim, sem betur mega og hinum, sem verr standa að vígi. Utgerðarmenn gera kröfur, sjómenn gera kröf- ur, opinberir starfsmenn gera kröfur, námsmenn gera kröfur, svo aðeins séu nefnd nokkur dæmi af handahófi. Því miður eru allar þessar kröfur allt of oft miðaðar við þrengstu stund- arhagsmuni þess eða þeirra, sem í hlut á, alveg án tillits til heildarhagsmuna þjóðfélagsins. Og til hvaða aðila eru þessar kröfur gerðar? Langoftast allar til hins opinbera. Það er stund- um engu líkara en að litið sé á hið opinbera, sem einhverja ófreskju utan og ofan við mann- félagið. Stundum birtast í slík- um samþykktum næsta brosleg ar þversagnir, eins og t. d. þeg- ar menn lýsa áhyggjum yfir hrunadansi verðbólgu, en gera jafnframt kröfur á hendur hinu opinbera um fjárveitingar eða aðrar aðgerðir, sem ýta mundu undir verðbólgu. Hitt er fátíð- ara, að menn geri kröfur til sjálfs sín. Sumum finnst hér e. t. v. ekki um áhyggjuefni að ræða. En mér fyrir mitt leyti stendur orð- ið nokkur stuggur af kröfuhug- arfarinu og ég held, að það sé komið út í öfgar, þó að mér sé auðvitað ljóst, að menn verða oft að ganga tæpitungulaust eft- ir sínu. Það væri að mínum dómi mikil framför, ef menn slökuðu á hinum skefjalausu kröfum til samfélagsins, en færu þess í stað að gera meiri kröfur til sjálfs sín. Það eru einföld sannindi, sem við verð- um að lifa eftir, þegar til lengd- ar lætur, að við megum ekki eyða meiru en við öflum. Við getum ekki skipt annarri köku en þeirri, sem okkar er. Nauð- ugir viljugir verðum við að sníða okkur stakk eftir vexti. Það skulum við muna á kom- andi ári og reyna að fara að hamla gegn kröfupólitíkihni og verðbólguhugarfarinu, sem er undirrót svo margra mein- semda í okkar þjóðlífi. En til þess þarf sanitaka þjóð. Framfarir á öllum sviðum á ytra borði samfélagsins eru ein- kenni á okkar öld. Manni koma í hug flugsamgöngur heims- horna á milli, tunglferðir, orku- beizlun alls konar, iðnvæðing, atómvísindi o. s. frv. Vald mannsins yfir náttúruöflunum og umhverfi sínu er orðið undravert. Mætti um það flytja langt mál. En það liggur við, að maður freistist til að segja, að raunvísindamennirnir séu farn- ir að gera kraftaverk. En spurn ingin er, hefur maðurinn á þess- ari miklu framfaraöld náð að sama skapi valdi yfir sjálfum sér? Hefur hann náð valdi yfir sínum innra manni? — yfir hugsun sinni og skapsmunum? Er hann hamingjusamari? Hef- ur hann öðlazt meiri sálarfrið? Eg held, að því miður verði að svara þessum spurningum neit- andi. Ég held þvert á móti, að í ölduróti allra framfaranna og velmegunarinnar sé maðurinn rótslitnari, friðlausari, ráðvillt- ari og reikulli en nokkru sinni fyrr. Það á ekki aðeins við um ungu kynslóðina, þó að hún sé viðkvæmari og veikari fyrir, svo sem eðlilegt er. Þess vegna er mönnum hættara við en oft áður að villast inn á brautir, sem leiða til ófarnaðar og óham ingju og falla fyrir margvísleg- um . freistingum, svo sem of- drykkju, eiturlyfjum, fjármála- óreiðu o. s. frv. Þrátt fyrir ytri velsæld er eins og einhver tóm- leiki hið innra með manni. Mað urinn er ekki í sátt við sjálfan sig og skortir valdið yfir sjálf- um sér. Ég held, að þetta sé eitt af stærstu vandamálum nútímans. Ég held, að á komandi ári og í næstu framtíð þurfum við að gefa þessum málum gaum, ekk- ert síður en efnahagsmálum og tímanlegri velferð mannsins. Við þurfum að vinna að mann- bótum. Skáldið Örn Arnarson segir: SMATT & STORT „Til eru menn sem vaka og vinna, vanda hrinda erfðasynda, nætursorta breyta í birtu, bjartan neista úr ösku reistu. Til er ást og hjálpfús hreysti, hógvær snilld og göfug mildi, önd er leysa álögbundna undan köldum myrkravöldum.“ Það er þörf á mörgum slíkum mönnum, ekki aðeins í hópi presta og kennara, sem menn í fljótu bragði kynnu að segja, að þetta stæði næst, heldur í hvaða starfsstétt sem er. En á engum er þó skyldan jafn brýn eins og á móður og föður. Það er oft vandratað fyrir smáþjóð eins og íslendinga í við sjálli veröld. Það er sleipt í mörgu stigaþrepi. í samskiptum okkar við aðrar þjóðir eigum við að mínum dómi að fylgja þeirri sjálfsögðu reglu, að vera ekki með ýfingar við neina þjóð að fyrra bragði, eiga við allar þjóðir vinsamleg samskipti, án tillits til stjórnarforms og þess hvernig þær halda í sínum inn- anlandsmálum. Það er þeirra mál. Hvenær sem er og hvar sem er liljótum við að mótmæla gamalli nýlendustefnu og yfir- drottnun einnar þjóðar yfir ann arri. Skoðun okkar og sannfær- ingu eigum við að láta einarð- lega uppi við hvern sem er, vini okkar eigi síður en aðra. Því aðeins munum við einhvers virt ir og tillit til okkar tekið. Við getum ekki alltaf snúið okkur undan og ekki látizt sjá það, sem er að gerast í þjóðasamfé- laginu. Hitt liggur í hlutarins eðli, að á alþjóðlegum vettvangi verðum við íslendingar aldrei fyrirferðarmiklir. Á þeim vett- vangi hafa á árinu gerzt mörg tíðindi, sem væru umræðu verð. Ég ætla þó hér aðeins að nefna þrjú eða fjögur málefni varðandi þjóðasamskipti, sem mér eru sérstaklega rík í huga nú við áramótin. Það er mín skoðun og reynsla, að engin þjóð hafi reynzt ís- lendingum betur en Bandaríkja menn. Þeim mun sárari von- brigðum veldur, að nú skuli hafnar á nýjan leik hinar hrylli legu loftárásir á Norður Viet- Nam, eftir að svo virtist sem friður væri á næsta leiti og eftir að Bandaríkjaforseti hafði stigið hin mikilvægu spor til að bæta sambúðina við Kína og Sovét- ríkin. Okkur eru þessar skelfi- legu loftárásir nú með öllu ó- skiljanlegar. Við hljótum að for- dæma þær og mótmæla þeim af öllum okkar sannfæringar- krafti. Við fslendingar erum að sjálf sögðu sárlega reiðir við Breta, gamla vinaþjóð, sem við reynd- um eftir getu — og ekki án ALMENNA bókafélagið hefur nýlega sent frá sér bókina Séð og lifað, endurminningar Indriða Einarssonar, leikrita- skálds og hagfræðings. Bóka- verzlun Sigfúsar Eymundssonar gaf þessa bók út 1936, en hún hefur verið ófáanleg um langan tíma. Tómas Guðmundsson skáld bjó nýju útgáfuna til prentunar, breytti efni hennar smávægilega og lagaði stafsetn- ingu að nútíma hætti. Tómas ritar einnig eftirmála bókarinn- ar og segir þar m. a.: „Um þessar mundir eru þrjá- tíu og sex ár liðin síðan Indriði Einarsson gaf út endurminning- ar sínar, Séð og lifað. Ekki kann ég nein deili á upplagsstærð bókarinnar, en víst er um það, að hún seldist snemma upp og hefur nú um áratuga skeið ver- ið meðal torfengnustu bóka ís- fórna að flytja matvæli til í síð- ari heimsstyrjöld — já, einmitt fiskinn. Mörgum brezkum tog- arasjómanninum höfum við bjargað við íslandsstrendur á umliðnum árum og öldum. Nú svara brezkir togarasjómenn með formælingum og grjótkasti í íslenzka löggæzlumenn og til- raunum til ásiglinga á íslenzk gæzluskip. Auðvitað geta Bret- ar látið okkur kenna aflsmunar, en þá mundu þeir fá blett á eina síðu sögu sinnar. Við skul- um því enn setjast niður og leysa ágreininginn á þann hátt, sem verða má til sóma og gagns fyrir báðar þjóðir. Við íslendingar erum bæði hryggir og gramir yfir afstöðu Norðurlandanna til tillögu ís- lands og fleiri ríkja um náttúru auðlindir í hafinu á nýafstöðnu Allsherjarþingi. Afstaða þeirra til þessa stærsta lífshagsmuna- máls okkar, sem þeim hefur verið gerð rækileg grein fyrir, er okkur óskiljanleg. Viðbrögð- um þeirra þar getum við ekki gleymt um sinn. Það vil ég segja þeim frændum okkar og vinum í fullri hreinskilni. Við styðjum og vinnum að hugmyndinni um öryggismála- ráðstefnu Evrópu. Við vonum, að hún beri þann árangur, að þjóðir þurfi ekki að hafa erlent herlið í landi sínu. Að sjálf- sögðu bíða varnarliðsviðræður okkar við Bandaríkin ekki eftir niðurstöðum hennar. Að lokum þetta: Hvað sem öðru líður, þá skulum við leggja sem mesta áherzlu á þjóðarein- ingu, ekki aðeins í landhelgis- málinu, þar sem hún ásamt hæfilegu úthaldi mun færa okk ur sigur, heldur og í sem flest- um öðrum sameiginlegum hags- munamálum þjóðarinnar allrar. Það ætti ekki að vera þörf á því að heyja linnulausa kosn- ingabaráttu allt kjörtímabilið, og ég efast um að við höfum efni á því, ekki stærri en við erum. Látum Sturlungaöldina æ verða okkur víti til varnaðar. Ég vil svo ljúka máli mínu með því að gera ósk skáldkon- unnar Huldu að minni: „Ó ísland, fagra ættarbyggð, um eilífð sé þín gæfa tryggð, öll grimmd frá þinni ströndu styggð og stöðugt allt þitt ráð. Hver dagur líti dáð á ný, hver draumur rætist verkum í, svo verði íslands ástkær byggð ei öðrum þjóðum háð. Svo aldrei framar íslandsbyggð sé öðrum þjóðum háð.“ Ég óska þjóðinni allri árs og friðar á komandi árum. □ lenzkra frá þessari öld. Ætla má, að persónulegar vinsældir höfundarins, sem vissulega voru óvenjumiklar, hafi að upphafi átt þar hlut að máli, en jafnvel þótt engum slíkum bakhparli hefði verið til að dreifa, mundi bókin vafalaust hafa reynzt þess umkomin að sjá fyrir sér sjálf. Að minnsta kosti er ég ekki einn um þá skoðun, að Séð og lifað sé fyrir magra hluta sakir í fremstu röð þeirra minn- ingabóka, sem ííslendingar hafa látið eftir sig, og tvímælalaust er hún skemmtilegust þeirra allra. .. . “ Séð og lifað er rúmlega 300 síður í stóru broti. Bókinni fylgir nafnaskrá, sem ekki var í fyrri útgáfunni. Bókin er sett, prentuð og bundin í prentsmiðj unni Eddu, en Torfi Jónssno teiknaði kápu. □ (Framhald af blaðsíðu 8) um og verðið á þessum ágætu vörum er hækkandi. íslending- ar geta glaðst yfir því, að þeir eru matvælaframleiðendur, þótt svo sé háttað í heiminum, að margar þjóðir hafi enn ekki efni á að kaupa þessar góðu vörur okkar. DRAUMAÁHEIT JÓNS EINARSSONAR í KALFSSKINNI Oldungur cinn, bóndi á níræðis- aldri, kom inn á skrifstofur Dags á milli jóla og nýárs og bað fyrir tvö þúsund og fimni hundruð krónur til Rauða kross ins — draumaáheit, sagði hann. Aðspurður sagði hann frá liversu þctta bar við: Það var nóttina milli 13. og 14. janúar fyrir tæpum þrem árum, að mig dreymdi draum. Þóttist ég staddur á Akureyri og sá þá auglýsingu um, að Rauði krossinn héldi samkomu, ög ættu tveir þar að tala. Fór ég þangað og kom inn í svo stórt hús, að vart eða ekki sá til veggja og var þar ákaflega mikill mannfjöldi saman kom- inn. Nálægt þeim stað, er ég var, var lítið autt svæði og kom nú annar ræðumaðurinn þang- að og flutti ræðu. Hann ræddi um starf Rauða krossins, hina mikilvægu þýðingu lians og skoraði á alla viðstadda að styðja þennan félagsskap. Þótti mér gott á að hlýða. Að erindi hans loknu gekk ég fram og til- kynnti, að ég gæfi hehninginn af næsta happdrættiávinningi mínuin, en ég á miða í tveim happdrættum. SVO KOM VINNINGURINN Svo liðu tímar og engan hlaut ég vinninginn, þar til nú fyrir jólin, að ég vann finun þúsund krónur. Samkvæmt því, sem ég lofaði í draumnum fyrir þrem árum, vil ég standa við loforð mitt, sagði bóndi að lokum, um leið og hann lagði helming vinn ingsins á borðið. Maður þéssi er Jón Einarsson í Kálfsskinni. Hann tekur mark á draumum, sem af framansögðu má sjá, enda berdreyminn alla ævi.. ÆTLA AÐ BYGGJA KIRKJU Ákveðið er að byggja í Glerár- hverfi nýja kirkju. Tillöguupp- drættir og líkan, sem mynd er af hér í blaðinu, voru til um- ræðu á kirkjukvöldi á milli liátíðanna. Þetta hús er 800 fer- metrar að flatarmáli, en kostn- aðaráætlun liefur ekki verið til umræðu, en þótt bygging af þessu tagi kosti nokkra milljóna tugi, munu fáir mótmæla henni eða bregða fæti fyrir framgang málsins, enda þykir það rnála sannast, að hús drottins séu aldrei of dýr. Vera má, að safn- aðarfólkið leggi fúslega fram fé og vinnu, málefni þessu til stuðnings, svo sem víða tíðkast eða allsstaðar þar sem guðshús eru reist. LANDHELGISMÁLIN Utfærsla fiskveiðilögsögunnar var stærsti viðburðurinn á vett- vangi innlendra tíðinda á liðnu ári. Stækkun fiskveiðilögsög- unnar tók gildi 1. september sl. Allar þjóðir hafa viðurkennt hana í verki nema Bretar og Vestur-Þjóðverjar. Samninga- viðræðum við þessar þjóðir, sem virt hafa hina nýju land- helgi að vettugi, er þó væntan- lega enn ekki að fullu lokið. Belgíumeim og Færeyingar hafa samið um fiskveiðiréttindi við íslenzk stjómvöld. Haag- dómstóllinn gaf út álit, sem stappaði stálinu í andstæðinga okkar í fiskveiðideilunni. En allsherjarþing S. þ. samþykkti aftur á móti ályktun íslcndinga, Perúmanna og fleiri þjóða um rétt ríkja til auðlinda sinna á landi og á liafsbotni og ýfir á landgrunninu. Þykir sú sam- þykkt mjög styðja málstað strandríkja til nýtingar eigin auðlinda og mun hvorki Haag- dómstóllinn eða hafréttarráð- stefnan 1974 geta fram hjá þess- ari ályktun gengið. FÆRRI TOGARAR Færri erlendir togarar eru á miðunum við ísland um þessi áramót en verið hefur undan- farin ár, enda stuggar landhelg- isgæzlan togurunum út fyrir línu, og ógnar landhelgisbrjót- um með klippunum, í stað þess að færa togara til hafnar. Fær- eyingar og Norðmenn, cinkum í Norður-Noregi, standa við hlið íslendinga í landhelgisdeilunni. Ákvörðun um þetta stórmál, sem réttilega hefur verið nefnt lífshagsmunamál íslenzku þjóð- arinnar, var tekin með sam- hljóða atkvæðum allra alþingis- manna hinn 15. fcbrúar sl„ og er sú samstaða einnig fágæt og má til tíðinda teljast. MIKIL ATVINNA Meiri vinnufriður var í Iandinu en oftast áður, enda samningar gerðir í desember fyrir rúmu ári við fjöhnennustu launþega- samtökin. En atvinnan var einn- ig óvenjulcga mikil og vantaði víða vinnandi hendur. Kaup- geta almennings var meiri á ár- inu en hún hefur áður verið og framkvæmdir miklar um land allt að kalla. HEILDAR FISKAFLINN Ileildar fiskafli landsmanna varð 745 þúsund lestir á síðasta ári og er það 64 þús. lestum meira en árið áður. En þess ber að geta, að allur fiskafli minnk- aði nema loðnuafli og hörpu- disksaflinn. Samdrátturinn í þorskaflanum er tilfinnanlegast ur. Bátaaflinn, togaraaflinn og síldaraflinn minnkaði, einnig ýsuafli og humarafli. Loðnuafl- inn varð 280 þús. lestir á árinu, eða miklu meiri en nokkru sinni fyrr og 100 þús. lestum mcira en árið 1971. Hins vegar var lágt verð á loðnulýsi og loðnumjöli vegna mikils fram- boðs líkra tegunda á heims- markaðinum. Nú er aftur á móti ágætt verð á þessum afurð um og þegar er búið að selja fyrirfram mikið að loðnumjöli. Fiskifræðingar telja, að útlit sé fyrir mjög mikla loðnuveiði' í ár og hyggst bátaflotinn hefja veiðar snenuna og af miklum krafti. FERÐAMENN Til landsins komu 60 þúsund erlendir ferðamenn. Hótelin í Reykjavík voru fullnýtt mikinn liluta sumarsins. Aukningin er unt 14%. Heimsmeistaraeinvígið í skák, svo og mikill ferða- mannaáróður undanfarin ár, eykur ferðamannastrauminn stöðugt Gcta má þess, að á liðnu ári lreyrðust raddir um það í fyrsta sinn, að ferðamanna- straumurinn til fslands gæti orð ið of mikill í náinni framtíð og gæti hann skapað ýmis þau vandamál, sem enn hafa ekki komið í ljós i 58 LÉTU LÍFH) AF SLYS- FÖRUM Samkvæmt upplýsingum Slysa- varnafélags fslands létust 58 manns í slysum á árinu og er það 24 færri dauðaslys en árið 1971. | SÉÐ OG LIFAÐ

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.