Dagur - 04.01.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 04.01.1973, Blaðsíða 8
8 SMÁTT & STÓRT Möðruvallakirkja í Eyjafirði. Myndin var tckin í sumar. (Ljósm.: E. D.) Kirkjan færðist fil um hálfa breidd sína Víða stórfelldir skaðar Norðanlands í óveðrinu 1 HINU mikla ofvirðri, sem gekk yfir landið fyrir jólin, einkum á föstudagsnóttina, urðu miklir skaðar. Kunnast tjón og stórfelldast varð á línu Búrfellsvirkjunar hjá Hvítá, þar sem eitt stálmastranna brotnaði, línur slitnuðu og raf- magnsskömmtun varð að taka upp í höfuðborginni. En raf- magn vantaði þá einnig til að halda heitum álkerjunum í Straumsvík, með þeim kostnað- arsömu afleiðingum, sem það hafði í för með sér. En ef við lítum okkur nær, bar það við þessa óveðursnótt, að Möðruvallakirkja í Eyjafirði færðist til um hálfa breidd sína á grunninum. Sóknarprestur- inn, séra Bjartmar Kristjáns- son, sagðist hafa komið að Möðruvöllum rétt á eftir og séð vegsummerkin. Kirkjan færðist til um hálfa breidd sína til norð urs, sagði hann. En tvö af þrem- ur björgum, sem kirkjan er við fest, héldu og vörnuðu því, að kirkjuhúsið sópaðist alveg í burtu. Predikunarstóll losnaði en mun ekki hafa skemmzt mikið, altarið brotnaði og milli- gerð, ennfremur ljósakrónur. Allt var þetta ömurlegt og kirkjan er skæld og skökk og illa á sig komin. En til allrar lukku skeínmdist altaristaflan ekki, én hún er merkasti dýr- gripur norðlenzkra kirkna þeg- ar frá er talin Hóladómkirkja, ehuþar er: aitnfistafla, svipaðrar gerðár, •'st'sém.óg meiri, einnig úr alábastri, sagði sóknarprest- urinn að lokum. Sjálf er kirkja þessi, sem er timburkírkjá, táépra fimm aldar fjórðúngá' göfnul. Éiríkur Sigfússon á Sílastöð- um í Glæsibæjarhreppi, sagði, áð þessa sömu óveðursnótt hefði mestallt járn fokið af gamla íbúðarhúsinu á Einars- stoðum, en þar býr Stefán Bjöfnsson. Ein járnplatan hafn- aði að hálfu leyti inni í mínu húsi, er hún leriti á glugga. Hey hjá okkur standa hérna norðan við hlöðuna. Endarnir, er náðu vestur fyrir, fuku af tveim heyj um, klippti veðrið þau í sundur og fóru þeir partar út í veður og vind. Þetta var ofsaveður, sunnan eða suðvestan. Olafur Ólafsson í Garðshorni sagði, að tjón hefði; ekki orðið mjög mikið. Þó hefði úm helm- ingur af fjárhúsþaki fokið, þ. e. járnið. Einnig fauk af tveim heyjum. Veðrið var alveg brjál- að af vestri. Ólafur í Garðshorni bætti því við, að miklar skemmdir hefðu orðið í þessu óveðri á Fremri- Kotum í Norðurárdal, sam- kvæmt símtali þangað. Um 200 hestar af heyi fuku, ennfremur bogaskemma og.þakið að mestu leyti af stóru fjárhúsi. □ SPÁÐ f FRAMTIÐINA PáU Bergþórsson veðurfræðing- ur sagði í útvarpsþætti um ára- mótin, er nokkrir menn voru leiddir fram og þeir beðnir að spá í framtíðina, hver á sínu sviði, að hann áliti að veðráttan á þessu ári myndi verða fremur hlý. Byggði hann þá skoðun sína eða spá á hlýjum sjó norð- ur undan og veðurathugunum á Jan Mayen. TVÖ GÓÐ ÁR Jónas Jónsson, aðstoðarmaður ráðherra, sagði í framhaldi af mildri veðurspá Páls, að hann óskaði ekki eftir útmánaðahlák- um, sem svellalög fylgdu, því að þá væri hætt við kali. Hann sagði, að hann væri bjartsýnn fyrir hönd bændastéttai-innar nú, því að eftir fimm ára harð- æri hefði skipt um til liins betra og nú hefðu verið tvö góð ár. Á harðæristímabilinu nægði ekki árlegur ræktunarauki til að halda við fóðuröfluninni og þá þurfti að grípa til mjög auk- inna kjarnfóðurkaupa til að halda bústofninum við eftir föngum. En á þeim árum dróst þó landbixnaðarframleiðslan saman, sagði hann. NÚ EYKST FRAMLEIÐSLAN Á NÝ Nú er landbúnaðarframleiðslan aftur orðin eins mikil og hún munu bændur liafa átt meira var 1965 og nú síðasta haust heyfóður en nokkru sinni áður. Margir spyrja nú, sagði Jónas, hvort ekki sé stefnt að offram- leiðslu. Því er til að svara, að þá verður að líta til markaðs- möguleikanna. Markaðshorfurn ar eru góðar. Innlendi markað- urinn er rúmur, að einhverju leyti vegna niðurgreiðslna, en erlendi markaðurinn er einnig góður og batnandi. Á síðasta ári voru seld úr landi tvö þúsund tonn af kindakjöti og skilaði sá markaður 60—90% af heildsölu- BÁTARNIR ERU AÐ HALÐA A MIDIN A NÝ Ólafsfirðl, 3. janúar. Hér höfð- um við bjart og gott veður yfir öll jólin og allir vegir voru ágæt lega greiðfærir. Það var fyrst 2. janúar, áð gerði dálitla logn- mollu og féll þá smá snjóflóð á Múlaveginn, sem stöðvaði alla umferð. Var þetta mokað í gær- morgun og opnaðist vegurinn Nýja brúin var góð jólagjöf BJARNI Pétursson á Fosshóli sagði blaðinu, að nýja brúin yfir Skjálfandafljót hefði verið tekin í notkun fyrir jólin og hefði það verið kærkomin jóla- gjöf, en nýja brúin var byggð litlu norðar en hin eldri. Verki við hana er ekki lokið, þótt opnuð hafi verið til umferðar. Þá sagði Bjarni, að nokkrar símaskemmdir hefðu orðið í Bárðardal, en viðgerð myndi ~ ljúka í dag, þ. e. 28. desember. 1 h , Þá myndi eitthvað hafa fokið af Vmninœnumer heyir„ ** I Hnflu toku jarnplötur ao VINNINGSNÚMERIN í happ- fíúka af _ n>'ju húsi Sigtryggs drætti Framsóknarflokksins bónda. Þá var fárviðri slíkt, að hafa nú verið gefin upp. Dregið ekki voru tök á að fara upp á var um tvo bíla, báða árgerð þakið með venjulegum hætti. 1973 En piltar þar dóu ekki ráða- Opel Record kom upp á miða lausir, því að þeir rufu gat á nr. 15132 og Opel Kadett kom á Þakið innanfrá og náðu þannig miða nr 31041. að sföðva þakplötur, sem voru (Birt án ábyrgðar) f losna og f|úka og kolna 1 veg fyrxr meiri skaða. Þotti það vel gert. . __ Gamalt fjárhús fauk á Krossi. JJAGUK ; þyfvar fé’ entsakaðl ekki.Þar fauk emmg eitthvað at heyi. kemur næst út miðvikudaginn Hjá Arnóri í Borgartúni fauk 10. janúar. talsvert af heyi og eitthvað á í::::!::i:::::::::::i::i:i::l::::::::!:i:::::i::::!:::i::::i:::::!:3 Vatnsenda. □ aftur til umferðar um hádegi í gær. Á annan í jólum hélt Karla- kór Olafsfjarðar fjölbreytta söngskemmtun í Tjarnarborg við ágæta aðsókn og undirtekt- ir. Stjórnandi var Frank Herluf sen tónlistarkennari. Milli jóla og nýárs buðu slysa varnafélögin yngri og eldri börnum til jólatrésfagnaðar í Tjarnarborg. Á nýársnótt efndi íþróttafélagið Leiftur til síns ár- lega áramótadansleiks. Var hann mjög vel sóttur og fór hið bezta fram. Um áttaleytið á gamlárskvöld var kveikt hér í fimm bálköst- um víðsvegar við bæinn. Var stærsta brennan við Osinn og stóðu fjórðu bekkingar gagn- fræðaskólans fyrir henni. Skáta félög sáu um að koma upp ár- tali 1972 í fjallinu hér fyrir ofan bæinn. Um miðnætti var ártal- inu breytt í 1973. í þessu ártali loguðu 74 ljós. Tveir bátar, Anna og Árni, létu net sín liggja í sjónum yfir jólin og vitjuðu um á milli jóla og nýárs. Anna fékk fjórar smá- lestir en Árni fékk minna. Þessa dagana eru þeir bátar að hefja veiðar aftur, sem inni lágu. Sigurbjörg fór út í nótt og Stíg- andi fer út í dag. B. S. GÍSLI Ólafsson yfirlögreglu- þjónn sagði blaðinu eftirfarandi á þriðjudaginn: Yfir jólin var mjög rólegt á Akureyri. Á gamlárskvöld voru átta brennur og safnaðist margt fólk að þeim frá klukkan hálf níu og þar til fi’am undir klukk- an tíu. Umferð var þá mjög mikil en umferðarslys urðu ekki eða óhöpp, svo vitað sé. Framundir miðnætti var tíð- indalaust nema hvað skipsmað- ur á Arnarfelli, sem hér lá við bryggju, slasaðist er hann skaut rakettu úr línubyssu. Var hann fluttur á sjúkrahús og var tekið úr honum annað augað. Málið er í rannsókn. verðinu. Þurfti ríkissjóður minna að greiða í uppbætur á þetta kjöt en til að greiða kjöt- verðið niður innanlands. BETRI TEKJUR BÆNDA Og enn sagði Jónas Jónsson: Nú mun verða meiri útflutning- ur kindakjöts en áður og hefur þegar verið samið um sölu fyrir gott verð. Nýlega hefur verið samið um sölu á ellefu hundruð tonnum til Noregs. Þá eru að opnast möguleikar til aukinnar ostasölu erlendis, fyrir helmingi hagstæðara verð en verið hefur. Þegar á heildina er litið, munu bændur á liðnu ári hafa fengið einna jafn hezta fjárhagslega út komu, eða ég spái því, að þegar allt er til skila komið hafi hænd ur komizt nær því en áður að hafa sambærilegar tekjur og viðxniðunarstéttirnar. HRÁEFNIÐ TIL IÐNAÐARINS Og enn sagði Jónas, að land- búnaðurinn legði til verðmæt- ustu hrácfnin í hinn stóraukna iðnað landsmamia, idl og skinn. Helmingurinn af útflutningi hinna almennu iðnvara eru vör- ur úr hráefni frá landbúnaðin- (Framhald á blaðsíðu 5) Friðsæl jól Margir dansleikir voru í bæn- um en ekkert bar til tíðinda fyrr en að þeim loknum. Varð þá mikið að gera, enda ölvun mjög áberandi og fólk safnaðist saman í miðbænum. Þessi úti- ölvun stóð fram undir morgun. Þrettán gistu fangahúsið um nóttina. Um 800 manns gistu fanga- húsið á árinu, flestir skamma stund eða yfir nóttina, en lengst eina til þrjár vikur. 522 voru settir inn árið 1971. í heild má telja þessi jól og áramót fremur róleg, miðað við venju, en ölvun var mikil, þótt ekki yrðu meiri slys af henni en raun ber vitni. □ Dalvík, 3. janúar. Hér eru allir ánægðir, rétt búnir að halda ró- leg og friðsæl jól. Kirkjusókn var góð, nokkrir giftu sig og börn voru skírð. Dansleikir voru haldnir, en leiklist var ekki stunduð né> heldur söngur. Múlavegur er opinn síðan í gær, enda varð'þ'á strax nokkur umferð um veginn. Einnig var vegurinn til Akureyrar hreins- aður með veghefli í gær, en hann var þungfær orðinn. Má því segja, að greiðfært sé á landi. Loftur Baldvinsson mun vera að búa sig á loðnuveiðar. Bliki rær nær stöðugt með net og eitt hvað er hann einnig með línu og fiskar stundum vel. Eigend- ur bátsins salta aflann sjálfir. Engin slys urðu hér um jól og nýár svo vitað sé. Hér gisti hjá okkur Jóhann Pétursson, „risinn úr Svarfaðar dal“ og átti góð jól, én mun nú farinn til Reykjavíkur. J. H. Bíllinn rann ÞAÐ bar við í ofviðrinu fyrir jólin, er Ásmundur Jónsson á Hofsstöðum í Mývatnssveit var á heimleið frá Akureyri, að bíll hans fauk. Var hann þá staddur á Mývatnsheiði og voru þar svellaðar slóðir og fárviðxá af suðvestri. Fauk bíll hans þá út af veginum, valt á hliðina og rann um 10 metra undan veðr- inu eftir hjarnfönn. Þegar mestu ósköpin voru af staðin, steig bóndi ómeiddur úr bíl sínum og gat grafið undan honum á þann veg, að hann komst á hjólin og síðan ók hann bílnum upp á veginn á ný og komst heilu og höldnu heim til sín. Bíllinn var lítið skemmdur, sagði Ásmundur, er blaðið leit- aði fregna af þessu á milli jóla og nýárs. Hann sagði ennfrem- ur, að nokkrir skaðar hefðu oi'ð- ið í fárviörinu í Mývatnssveit, svo sem á heyjum og einnig á húsum, líklega einna mest á Stöng. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.