Dagur - 17.01.1973, Page 1
1 Dagur
LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 17. jan. 1973 — 3. tölublað
Fjárhagsáæilun bæjarins
lögð fram til umræðu
Á MORGUN, fimmtudaginn 18.
janúar, tekur bæjarstjórn Ak-
ureyrar fjárhagsáætlun bæjar-
sjóðs fyrir árið 1973 íil fyrri
umræðu. Heildartekjur eru þar
áætlaðar 307,2 milljónir króna
á móti 264 milljónum á síðustu
fjárhagsáætlun. Er hækkunin
því um 16%.
Áætluð útsvör og aðstöðu-
gjöld hækka úr 153 millj. kr.
í 184,7 milljónir, eða um 21%.
Lítil hækkun verður á öðrum
tekjuliðum, t. d. er stofn fyrir
fasteignagjöld óbreyttur, en tal-
ið var, að hann yrði að ein-
hverju leyti tengdur byggingar-
vísitölu.
GÓÐIR VEGIR
UM SÍÐUSTU helgi voru vegir
svo góðir, að þeim var líkt við
heflaða fjöl. Þar með voru taldir
vegir á Vaðlaheiði og Fljóts-
heiði. Er þetta fremur óvenju-
legt í miðjum janúar, þegar þess
er þá líka gætt, að vegirnir
voru bæði þíðir og þurrir eins
og á sumardegi. í gær brá hins
vejgar til rigríingar og krapa-
hríðar og má búast við, að önn-
ur umsögn henti í næsta blaði.
Þó að útsvörin hækki, þá er
hækkun þeirra hlutfallslega
minni en tekjuhækkun í bæn-
um, vegna þess, að á síðasta ári
voru útsvörin 11% af tekjunum
en mega í ár aðeins vera 10%.
Rekstrargjöld eru áætluð 274
millj. kr., en voru 236 milljónir
á síðasta ári. Til nýbygginga og
vélakaupa fara 34 millj. kr., en
til þeirra eru áætlaðar lántök-
ur er nmea 8,5 millj. kr. □
Skólinn á Ilrafnagili, ein yngsta menntastofnun á Norðurlandi.
Grunnsko
MENNTAMÁLARÁÐHERRA
hefur boðað til funda víða um
land til kynningar á grunnskóla
frumvarpinu og frumvarpi til
laga um skólakerfi. Fundur um
þessi mál var haldinn á Akur-
eyri á laugardaginn og mættu
þar Birgir Thorlacius, formað-
ur grunnskólanefndar, ennfrem
ur nefndarmennirnir Andri
ísaksson og Indriði H. Þorláks-
■ son. Fundurinn var haldinn í
Sjálfstæðishúsinu og mætti þar
fjöldi manna, einkum úr kenn-
Klakalaios jörð undir snjónum
Stórutungu 10. janúar. Nú hef-
ur orðið veðrabreyting, hláka
hvern dag eftir sex vikna lát-
lausar hríðar. Fyrr byrjaði þó
að snjóa eða um miðjan október
og þá var fé tekið í hús og á
innigjöf. Snjórinn varð afar
mikill, líklega sá mesti á þess-
um árstíma, sem menn muna og
samgönguerfiðleikar eftir því.
Fannafeldir eru enn miklir til
heiðarinnar. Jörðin er klaka-
laus undir snjónum, þar sem
hann hefur lengzt legið.
Félagslíf hefur af eðlilegum
ástæðum verið fremur lítið, en
fer nú að glæðast ef samgöngur
verða góðar.
Engrar svartsýni gætir hér í
sveitinni, enda eru menn ýmsu
misjöfnu vanir. Og vel fylgjast
menn með því, sem fyrir þá er
gert til að uppfylla mannlegar
þarfir. En þar má nefna veginn
frá Bjamastöðum og norður
fyrir Lundarbrekku, sem gerð-
ur var og naumast festir snjó á
í vetur, þótt flest hafi annars
farið í kaf. Heimamenn og aðrir
eiga þakkir fyrir það framtak.
Þetta framtak átti annars að
bíða þjóðhátíðarársins 1974. En
það er nægilega mikið ógert í
vegamálum ennþá, sem þá er
hægt að miða við þetta blessað
þjóðhátíðarár. Svo eru menn að
undirbúa fiskiræktina í Skjálf-
andafljóti. Þ. J.
Ólafur Jóhannesson
forsætisráðherra.
Forsætisráðherra og frú á
árshátíð Franrséknarntanna
ÁRSHÁTÍÐ Framsóknarfélag-
anna við Eyjafjörð verður á
föstudaginn,.19. janúar. Heiðurs
gestir verða Olafur Jóhannes-
son forsætisráðherra og kona
hans, frú Dóra Guðbjartsdóttir,
og flytur ráðherrann ávarp.
Aðsókn að árshátíðinni, sem
arastétt, bæði frá Akureyri og
nálægum sveitum.
Þremenningarnir gerðu grein
fyrir grunnskólafrumvarpinu,
sem nú liggur fyrir Alþingi. En
helztu breytingar, sem í því fel-
ast eru þær, að skyldunámið
lengist um eitt ár og verður níu
ár, ef frumvarpið nær fram að
ganga, eða frá sjö ára aldri til
sextán ára aldurs. Hins vegar
lengist ekki nám til stúdents-
prófs eða annarrar framhalds-
menntunar.
Þá verður sú breyting á, að
nokkur hluti af valdi mennta-
málaráðuneytisins verður flutt-
ur út í sjö fræðsluumdæmi, þar
sem gert er ráð fyrir að jafn
margir fræðslustjórar starfi Hin
nýju landshlutasamtök sveitar-
félaga eiga að gegna talsverðu
hlutverki í ytra stjórnkerfi
grunnskóla, m. a. með því að
kjósa fræðsluráð, sem hér á
Norðurlandi nær yfir norð-
lenzku kjördæmin.
Starfstími grunnskóla skal
vera níu mánuðir, en þó er
heimilt að stytta hann niður í
sjö til átta mánuði, þar sem
sérstaklega stendur á. Gert er
ráð fyrir, að frumvarpið komi
til framkvæmda á næstu tíu
árum, og er þá sérstaklega mið-
að við, að skólarannsóknir og
ráðgjafa- og sálfræðiþjónusta
verði þau ákvæði, sem síðast
koma til framkvæmda.
Sérstakur kafli er í lagafrum-
varpinu um námsmat og próf
og stefnt að því að prófin taki
mun skemmri tíma en nú er.
Þá eiga skólabókasöfn að verða
stærri liður í starfi skólanna en
verið hefur. Þá eru gerðar veiga
kynnt
miklar breytingar á skiptingu
skólakostnaðar á milli ríkis og
sveitarfélaga.
Grunntónn frumvarpsins er
sá, að jafna námsaðstöðu fólks
í landinu.
Á fundi þessum í Sjálfstæðis-
húsinu urðu verulegar umræð-
ur um þessi mörgu nýmæli. □
HINDU ÁTTA KINDUR
ÞEIR Aðalsteinn Jónsson á Víði
völlum og Hermann Herberts-
son á Sigríðarstöðum fóru í
kindaleit á Bleiksmýrardal á
föstudaginn. Þeir gistu í sælu-
húsinu næstu nótt og komu síð-
an heim að Reykjum með átta
kindur, útigengnar. Þeir fóru
alla leið fram að Hvannalækj-
um. Þrjú lömb fundu þeir á
milli Lambánna, tvö frá Víði-
völlum og eitt frá Svertings-
stöðum. Þau voru ákaflega
falleg og spræk með miklum
hornahlaupum. Fjórða kindin
sem þeir félagar fundu var
svartsokkótt hrútlamb frá
Lundarbrekku og var það
framan við Illagil. En síðast
fundu þeir á heimleiðinni fjórar
kindur, tvílembda á og vetur-
gamla á og voru þær kindur
Framleiddu íyrir 50 milljóiiir kr.
hefur verið auglýst að undan-
förnu hér í blaðinu, er mjög
mikil, og margt fólk úr næstu
hreppum sækir hátíðina, ekki
síður en bæjarbúar.
Aðgöngumiða má vitja kl. 5—
7 á Framsóknarskrifstofunni á
miðvikudag og fimmtudag. □
Hrísey 15. janúar. Á síðasta ári
framleiddu Hríseyingar vörur
til útflutnings fyrir röskar 50
milljónir króna. En íbuar Hrís-
eyjar eru nær 300 manns, og er
framleiðslan fiskur og fisk-
afurðir.
Um þessar mundir er mikið
að gera á skrifstofum, þar sem
unnið er að áramótauppgjörinu,
en lítið að gera fyrir þá, sem
sjóinn stunda. Vinna er aðeins
öðru hverju í frystihúsinu, því
að hér eru bátarnir ekki farnir
að fiska á nýja árinu. Haförninn
er að búa sig undir vertíð vest-
ur á Rifi og Frosti er í skelinni
á Húnaflóa og leggur upp á
Blönduósi. Hina bátana sé ég
hérna út um gluggann því að
á kambinum.
í gær var sjósettur nýr 11
þeir standa uppi hérna frammi
tonna bátur, sem smíðaður er
fyrir þa Ola Björnsson og Hörð
Snorrason. En verið er að selja
Otur til Dalvíkur og er hann
8 tonn.
Snjór má heita horfinn. Menn
búa sig undir þorskveiðarnar og
einnig undir grásleppuvertíðina
í vor. S. F.
allar frá Svertingsstöðum. Þessi
hópur var vel á sig kominn, en
hafði þó sýnilega ekki búið við
eins góðan kost og þær kindur,
er framar voru á dalnum. Kind-
urnar rákust greiðlega að Reykj
um, sagði Aðalsteinn Jónsson,
er blaðið leitaði frétta hjá hon-
um af þessari „eftirleit“ á mánu
daginn. □
Formannaskipti
FUNDUR í miðstjórn Alþýðu-
sambands Norðurlands var ný-
lega haldinn. Björn Jónsson
baðst undan því að vera lengur
formaður, vegna anna. Sam-
þykkt var, að við formanns-
störfum tæki Jón Helgason,
sem verið hefur varaformaður.
Einnig urðu formannaskipti
hjá Verkalýðsfélaginu Einingu
á Akureyri. Björn Jónsson
baðst þess einnig þar, að vera
leystur frá formannsstörfum.
Samþykkt var, að Jón Ásgeirs-
son, sem verið hefur varafor-
maður, tæki að sér formanns-
Björn Jónsson var formaður
Verkamannafélags Akureyrar í
hálfan annan áratug, en síðan
formaður Einingar frá stofnun,
eða síðustu 10 árin. Hann er nú
forseti ASÍ. Q
ÞINGSTÚKA Eyjafjarðar hefur
ljóðakvöld í Borgarbíói sunnu-
daginn 21. janúar klukkan 5.15,
helgað þjóðskáldinu Davíð Stef-
ánssyni frá Fagraskógi, og var
afmælisdagur hans valinn, enda
fór vel á því.
Ávarp flytur Jórunn Olafs-
dóttir frá Sörlastöðum, Jóhann
Daníelsson og Gunnfríður Hreið
í Borgarbíoi
arsdóttir syngja og fjórir félag-
ar lesa úr ljóðum skáldsins.
Dagur hvetur bæjarbúa til að
fjölmenna á þetta ljóðakvöld,
til að varðveita minningu hins
ástsæla skálds og til þess að
njóta ljóða hans enn einu sinni,
og annars þess, er þarna verður
fram borið. Q