Dagur - 17.01.1973, Page 8
8
SMÁTT & STÖRT
Starfslið slökkviliðs Akureyrar. Efri roð frá vinstri: Tryggvi Gestsson, Gísli Kr Lórenzson, Gunn-
laugur Búi Sveinsson, Þorkell Eggertsson, Sigurður Gestsson, Víkingur Björnsson, ívar Sigmunds-
son, Bjarki Baldursson. — Neðri röð-frá vinstri: lómas Jónsson, Sveinn Tómasson, slökkviliðsstióri,
Tómas Böðvarsson, varaslökkviliðsstjóri, Guðmundur Jörundsson. (Ljósmyndastofa Páls)
SILFURHNAPPUR
í skráðum sögnum kemur fram,
að -silfurhnappar voru máttug-
ir. Dreki einn úr arnarhreiðri
varð mikill og ógurlegur, er
hann loks flaug úr hreiðrinu.
Hann greip þá í klærnar vetur-
gamalt tryppi og flaug með það
í klónum suður yfir Leirárvoga,
en þessi atburður varð suður í
Borgarfirði. Nú skoruðu menn
á Jón í Lambhaga, sem var ann-
áluð skytta, að skjóta drekann'
því að menn óttuðust hann
mjög. Honum tókst að eftir
langa mæðu, en þó ekki fyrri
en hann skaut á hann silfur-
hnappi, er hann skar úr peys-
unni sinni.
DREKAR ERU TIL
Drekar eru enn til, en eru öðru
vísi en fyrrum. Þeir ræna nú
fiski á íslandsmiðum. Og Jón í
Lambhaga er enn til og fleiri
Jónar en einn og þeir fást við
drekana, hafa byssur, en skjóta
ekki. Margur mundi nú vilja
SLÖKKVILIÐ HKUREYRAR
BLAÐIÐ spurðist fyrir um það
hjá Sveini Tómassyni slökkvi-
liðsstjóra á Akureyri, hvernig
starfseminni væri háttað fyrr
og nú. Fara upplýsingar hans
hér á eftir:
Hinn 15. janúar sl. voru 20 ár
liðin síðan brunaverðir voru
fastróðnir á slökkvistöð Akur-
eyrar og voru þá ráðnir 4 bruna
verðir og ég fastráðinn vara-
slökkviliðsstjóri og Ásgeir Valdi
marsson slökkviliðsstjóri og
lóðarskrárritari.
Þá var búið að byggja neðstu
hæðina á ráðhúsi bæjarins og
fékk' slökkvistöðin syðri hlut-
ann. Þá voru .2 slökkvibílar, 2
vatnsdælur, 3 - reykgrímur og
svo slöngur og ýmis önnur tæki.
Utkallskerfi var þá brunaboðar
ög bjöllur til slökkviliðsmanna.
í dag hefur slökkviliðið meiri-
hluta af fyrstu hæðinni, fast-
ráðnir eru 9 brunaverðir,
slökkviliðsstjóri, varaslökkvi-
liðsstjóri, sem vinnur einnig hjá
byggingafulltrúa. Þá hefur á
þessu tímabili sjúkrabíll Rauða
Kasthvammi 7. janúar. Strákur-
inn hann Grímur gaf / svo gapa
lega framan af. Þetta rifjast upp
nú, af því veturinn var gjafa-
frekur framan af.
Frá 7. nóv. til 17. des. voru
þrír dagar úrkomulausir, en þó
varð snjór ekki mjög mikill,
nema á jörðum hér í austur-
brekkunni. Ég tel veturinn mild
an, það sem af er. Vegurinn
varð þungfær hér um tíma en
aldrei ófær og njótum við þess,
sem við hann var gert í haust
eða vetur, þótt ekki ynnist tími
til að ljúka verkinu, svo sem
vera átti og fé var til fyrir.
Ég tel liðið ár hið hagstæðasta
fyrir landbúnaðinn síðan 1960.
FRÁ LÖGREGLUNNI
Á AKUREYRI í GÆR
Snemma morguns hinn 13.
janúar var lögreglunni tilkynnt
um bíl, er rekizt hafði á Lóns-
brúarstöpul. Hann var þar
mannlaus og mikið skemmdur,
en ökumaðurinn var horfinn en
fannst litlu síðar og var tekinn
fastur fyrir meinta ölvun.
Síðar sama morgun voru
tveir ungir menn á ferð í bíl á
leið til Akureyrar. Bíl þeirra
hvolfdi utan vegar lítið sunnan
við Lónsbrú og hann stór-
skemmdur en ökumaður og far-
þegi hans sluppu ómeiddir.
Horfið hefúr byggingarefni
frá tveim húsum í byggingu.
Rör o. fl. frá Beikilundi 2 og
300 holsteinar frá Grundar-
götu 7. Biður lögreglan þá, sem
kunna að geta gefið upplýsingar
um þetta, að láta vita hið allra
fýrsta. □
úr Laxárdal
Betra árferði og afkoma eykur
manni bjartsýni og fram-
kvæmdahug. Fréttamenn Dags
hafa getið þess, að bændur ótt-
uðust ekki þótt snjóaði, svo vel
væru þeir settir með hey, en
gætilega skyldi þó fara með hey
in, því að fljótlega kemur harð-
ur vetur og gott er þá að eiga
ek.ki atkomu sína undir upp-
skeru apnarrá þjóða, skipakosti
og kjarabaráttu, utan laiids og
iijnan. .
Þegar 'ég'7 nóvember gat um
lán héðan úr dalnum til vega-
frámkvæmda; sást mér yfir að
ge,ta. ,um.. lápveitandann. En
. ixann ,var Kyenfélag Laxdæla
og upphæðin 100 þús. krónur
var gjöf frá WÍllfam Pálssyni á
Halldój’sstöðútn til kvenfélags-
ms.
Um jólin var- kirkjusókn góð
en síðan spilakvöld og barna-
samkoma. G. Tr.. G.
krossins verið á slökkvistöðinni
og sjá brunaverðir um alla
sjúkraflutninga. Nú eru 3
slökkvibílar og 2 af þeim með
háþrýstidælum, 1 körfubíll, 6
vatnsdælur er dæla um 6000
lítrurri á mínútu, 5 loftreykgrím
ur og 1 léttfroðutæki, og svo
ýmis hjálpartæki og áhöld.
Svo er hjá okkur bíll er
Brunavarnir Eyjafjarðar eiga,
og er hann útbúinn með há-
þrýstidælu, 2 vatnsdælum,
slöngum og öðru er með þarf,
og sér slökkvistöðin algerlega
um hann og má nota hann í
bænum ef þörf krefur
Yngsti bíllinn er frá 1953 og
er nauðsynlegt að yngja bíla-
kostinn og að minnsta kosti að
fá 1 slökkvibíl, helzt á þessu
ári, því ekki er orðið gott að fá
varastykki í gömul tæki. Einnig
er alltaf að koma á markaðinn
eitthvað nýtt og verður maður
að tileinka sér það. Slökkvistöð-
in er ekki lengur fullnægjandi
orðin, of þröng bæði fyrir tæki
og mannskap og ekkert svæði
til æfinga slökkviliðsmanna,
hvorki úti eða inni. Utkallskerf-
ið er orðið gott, hægt að ná til
40 slökkviliðsmanna samtímis.
Nokkrir stórbrunar hafa orð-
ið, svo sem gamla Hótel Akur-
eyri, Niðursuða Kr. Jónssonar
og Verksmiðjur SÍS. En búið er
að afstýra mörgum eldsvoðum,
bæði vegna tækjakosts og betur
þjálfaðs liðs og hve fljótt er
menn eru alltaf á vakt og tæki
brugðið við þar sem slökkviliðs
í upphituðu plássi.
Vöktum er þannig skipað, að
á daginn eru 2 brunaverðir á
vakt, en á nóttunni eru nú 3,
en til þess að hafa 3 brunaverði
á nóttunni fékk ég í vetur 1
mann lausráðinn. Með þessum
mannskap, þar sem 2—3 eru á
vakt og sjúkrabíllinn eða
slökkvibíllinn eru í útkalli,
myndast hætta vegna þess hve
fáir eru á vakt í einu (en ég
vonast eftir að þetta lagist).
Svo þakka ég öllum samstarfs
mönnum fyrir góða samvinnu á
þessu 20 ára tímabili.
Slökkvilið Akureyrar var
kallað út 50 sinnum á síðast-
liðnu ári og varð það fimm út-
köllum fleira en á árinu áður.
í fjórum tilvikum reyndist þó
ekki um neinn eld að ræða. Eng
inn stórbruni varð á árinu. Þá
annast slökkviliðið sjúkraflutn-
inga á bifreiðum Rauða kross-
deildarinnar á Akureyri, og
þurfti að grípa til þeirra 675
sinnum á árinu, þar af voru 137
tilfelli utanbæjar. Árið áður
voru sjúkraflutningar 620 og
137 af þeim utan bæjarins.
Þakkar Dagur þessar upplýs-
ingar. □
Ijá þeim silfurhnapp úr peys-
unni sinni, þegar farið verður
að skjóta. En fram að þessu hef-
ur verið látið nægja að nota
stóru skærin og klippa á hala
óvættanna. Sá er gallinn, að
drekanum vex hali á ný, þótt
sundur sé klipptur. En þegar
farið verður að skjóta, á að
nota silfurhnappa.
ÁN ÞJANINGA
Fréttir herma, að búið sé á Suð-
vesturlandi að setja niður tæki
eitt í sjúkrahúsi, notað við kon-
ur þær, sem í tvennt detta, og
geti þær nú alið börn sín án
þjáninga. Mun þetta harla gott,
þótt „sætleiki syndarinnar“ og
þjáning fæðingarinnar vegi nú
öðruvísi á metaskálum hins
gullna jafnvægis en áður var.
HVAÐ Á NÚ AÐ GERA?
Þegar laxveiðimenn hlustuðu
nýlega á þátt í útvarpi um lax
og laxveiðar, munu þeir hafa
hugsað á þá leið, hvað nú eigi
til bragðs að taka til að komast
í veiðiá á næsta sumri. Enn
hækka veiðileyfin í mörgum ám
og voru þau allhá fyrir. Tvær
veiðiár voru nefndar sérstak-
Iega í þættinum, sunnanlands
og vestan, ágætar laxveiðiár og
hafa útlendingar keypt þar öll
leyfin á bezta veiðitímanum
næsta sumar og greiða yfir 20
þúsund krónur fyrir daginn. En
innlendir menn fá upphaf og
endi veiðitímans fyrir 8—10
þúsund krónur á dag!
FIMMTÍU ÁSATRÚARMENN
Hér á landi eru 50 ásatrúar-
menn og héldu þeir nýlega
kynningarfund, vél sóttan; Þeir
hyggjast nú réisa höf og graf-
reit, ef til þess fást leyfi dónts-
valds og þjóðkirkjúnnar. Senn
hefjast hér þorrablótin, arfur
heiðins siðar, ótrúlega lífseigUr
hér á landi, niéð'féiknalegu áti
og drykkjú. Fremur ér þetta nú
ógeðfelldur siður og raunar lítt
skiljanlegur á tímum hins mikla
áts í „neyzluþjóðfélagi“ okkar.
FLESTUM ER FRAMTÍÐ
HULIN
Flestum er framtið hulin þótt
ýmsir beri sig spámannlega og
(Framhald á blaðsíðu 2)
Píanóleikur í Borgarbíói
JÓNAS Ingimundarson píanó-
leikari kemúr fram á tónleikum
Tónlistarfélags Akureyrar í
Borgarbíói næstkomandi föstu-
dagskvöld, 19. janúar, kl. 21.
Jónas Ingimundarson er
sennilega sá píanóleikari sem
mest hefur látið að sér kveða
hér á landi á síðustu árum, og
er þar sér í lagi átt við dugnað
listamannsins er hann á tón-
listaferðum sínum hefur leitazt
við að gefa sem flestum lands-
SjúkrabOl og slökkviliðsbílar á Akureyri.
mönnum kost á að njóta tón-
listar.
Hann hefur leikið nokkrum
sinnum með Sinfóníuhljómsveit
íslands, auk fjölmargra ein-
leikstónleika,
Jónas fékk sérstaklega lofs-
verða dóma fyrir þá tónleika
sem hann hélt á vegum Tón-
listarfélagsins í Reykjavík í
janúar 1972, en þar vakti
athygli gott samræmi milli
ánægjulegs verkfenavals og
skemmtilegrar túlkunnar lista-
mannsins.
Að þessu sinni er verkefna-
val Jónasar athyglisvert og fjöl-
breytt, en tónleikamir munu
hefjast með tveimur sálmafor-
leikjum eftir Bach í píanóútsetn
ingu Busoni. Þá verður flutt
Appassionata eftir Beethoven,
síðan leikur Jónas Sónatinu eft-
ir franska tónskáldið Ravel, og
þá hina léttu og gázkafullu
Brúðudansa eftir rússneska tón-
skáldið Sjostakovitsj. Að lokum
hljómar Ungversk Rapsódía nr.
11 eftir Franz Liszt.
Tónleikar þessir eru hinir
þriðju á starfsári Tónlistar-
félagsins, og fer aðgöngumiða-
sala fram í bókabúðinni Huld
frá og með næsta miðvikudegi.
(Fréttatilkynning)