Dagur - 14.04.1973, Blaðsíða 2
2
LOKIÐ er tveim umferðum hjá
Bridgefélagi Akureyrar í fjög-
urra umferða keppni um Thule-
bikarana frá Sana h.f., spilað er
í tveim riðlum. — Röð efstu
manna er þessi:
stig
1. Gunnlaugur—Magnús 201
2. Jón—Hörður 188
3. Páll—Guðjón 185
4. Ármann—Jóhann 182
5. Trausti—Þórarinn 171
6. Dísa—Rósa 166
7. Angantýr—Friðfinnur 166
8. Júlíus—Þormóður 166
9. Ármann—Guðmundur 162
10. Björgvin—Þorgils 162
11. Zoffanías—Sigurður 161
Meðalárangur er 160 stig.
Þriðja umferð verður spiluð
að Hótel KEA n. k. þriðjudag.
Sævar
Reynir
Ingimarsson
SYSTKINAKVEÐJA.
Við kveðjum bróðurinn kæra,
með klökkva í bljúgri lund.
Hér fyllstu þökk skal færa
þér fyrir liðna stund.
Þitt skip um sæinn sigldi
þín sókn var djörf og jöfn.
Sig bára úfin ygldi
svo ei það náði hÖín.
En fley að landi líður
því lýsir sólin björt.
Þar bezta liöfnin bíður
á bak við skýin svört.
Hún vekur vonir einum.
Ilún verður ölluni blíf.
Sá Guð ei gleymir neinum,
sem gaf hvert jarðneskt iíf.
En dauðlcg augu eigi
til æðri heima sjá.
Þar andinn, frjálsi, fleygi
sér fagran bústað á.
Þá leið sem finnuin færa
við förum hverja stund.
Og kveðjum vininn kæra
með klökkva í bljúgri lund.
SYSTURKVEÐJA FRÁ HELGU.
Úr fjarlægð bárust fregnir
að farizt hefði bátur
af áhöfn enginn bjargazt
að mér setti grátur.
Ég átti á bátnum bróður,
sem bárur sjávar hylja.
Að sjáumst aldrei aftur
mér erfitt var að skilja.
I hinzta sinni Sævar
þér sendi kveðju mína.
Ég þakka æsku okkar
og umhyggjuna þína.
Sá Guð er allra gætir
þig geymi í faðmi sínum
og eins að aftur birti
hjá ástvinunum þínum.
Því þó að bana bára
bátnum smáa grandi
lending allir eiga
á ódauðleikans landi.
SÆMUNDUR G. JÓHANNSSON:
GREININ „Menning“ birtist í
Mbl. 25. okt. sl. Hún mun held-
ur löng til að birta hana
óstytta.
Fyrir sextíu árum og tveimur
betur sá ég Jón í fyrsta sinni.
En ógleymanlegur varð hann
mér. Hann vann þá að því
áhugamáli sínu, að sauðfé væri
kynbætt og sauðfjárræktin
stunduð sem bezt.
Enn er Jón fullur eldlegum
áhuga, en nú er það ræktun alls
hins bezta, sem með manninum
býr, efling sannrar njenningar,
sem grein hans fjallar um.
Hann segir:
Menning. Þetta orð er oft not
að í mæltu máli og misskilið.
Undirstaða sannrar menningar,
allra þjóða heims, er kenning
Krists.
Kristin kirkja. . . . Þaðan er
trúin, sem flytur fjöll og gerir
mennina mikla. Þaðan spruttu
dýrmætustu bókmenntir, skól-
ar, sjúkrahús og önnur líknar-
mál, bróðurþel í öllu dagfari,
sem er sterkur þáttur menn-
ingar. Fleira mætti telja af
sama uppruna, og allt miðar
það til vaxtar menningar og
blessunar öllu fólki. f kenning-
unni heyrum við, að Drottinn
hefir gefið okkur hæfileikana,
að við notum þá til að stefna að
því höfuðmarki, að vera þegnar
Hans í ríki lifenda....
Viðburðirnir í lífi Meistarans,
kraftaverk Hans, fórnardauði
Hans, upprisa Hans og himna-
för — allt mjög greinilega vott-
fest —: er það, sem gerir kristna
trú að órjúfanlegum veruleika.
Allt annað .í mannlífinu er
hverfulleikanum háð. Hver sá,
er heíir eignazt kristna trú og
er altekinn af henni, vinnur um
leið þau verk, sem Guði eru
þóknanleg. Það vissi Meistarinn
— og þetta er menningin sjálf.
Trúnni fylgir lítillæti, friður,
kærleikur í anda Krists, sann-
leikur og margt fleira, sem
tryggir menninguna. Hvernig
stendur svo íslenzka þjóðin
- Frá Sjómannafél . .
(Framhald af blaðsíðu 8)
„Aðalfundur Sjómannafélags
Eyjafjarðar, haldinn á Akur-
eyri 31. marz 1973, lýsir
óánægju sinni og mótmælum
yfir því, að frumvarp til laga
um breytingu á lögum um Líf-
eyrissjóð sjómanna, skuli ekki
hafa verið lagt fram á Alþingi
og afgreitt þar.
Lögin um Lífeyrissjóð sjó-
manna eru nú orðin 15 ára
gömul og hefir eldtí verið
breytt, hvað snertir bótarétt
sjóðfélaga, og eru nú bóta-
greiðslur til aldraðra og fatlaðra
sjóðfélaga orðnar svo lágar, að
þær eru ekki í neinu samræmi
við bætur sjóðfélaga í öðrum
lífeyrissjóðum, og eru það lóg-
ar, að til minnkunar er fyrir
sjómannasamtökin að una því
lengur.
Frumvarp að breytingum á
lögunum um Lífeyrissjóð sjó-
manna var undirbúið að tilhlut-
an ríkisstjórnar á árinu 1971 og
sent ríkisstjórn fyrir nær því
einu og hálfu ári, en þar virðist
það hafa „gleymzt“ og hefir enn
ekki verið lagt fyrir Alþingi.
Fundurinn skorar á ríkis-
stjórnina að leggja umrætt
frumvarp nú þegar fram á Al-
þingi og vinna jafnframt að því,
að það verði að lögum á yfir-
standandi þingi.“
(Frétíatilkynning)
gagnvart þessari einstæðu
menningu? Fjöldinn af fólkinu
er sljótt og tómlátt í þessu efni,
ber ekki í brjósti trúna í sinni
réttu mynd, þótt allir hafi að-
stöðu til þess. TölUverður hóp-
ur fólks neitar tilveru Guðs og
hefur orð hans og fyrirmæli að
engu....
Heimilinu í landinu eru þjóð-
in. Því sterkari sem þau eru í
kristinni trú, því betra þjóð-
félag. Biblían kennir, að öll
börn eigi að fæðast í hjónabönd
um. Hér í landi fæðast yfir 30%
barnanna utan hjónabands. Þá
er talið, að meira en eitt af
hverjum þremur hjónaböndum
endi í skilnaði. Allt er þetta
fullt af ómenningu og synd, sem
veikir þjóðina og veldur hlut-
aðeigendum stórerfiðleikum og
útilokun frá Guði eins og allt
syndalíf. Aðalorsakir þessa farg
ans eru: Trúarleg vanræksla,
hórdómur og ofdrykkja. Allt
bannaðar stórsyndir í orði
Drottins. . . .
Næturlíf þéttbýlisins með
öllu, sem því fylgir, er gróðrar-
stöð margs konar ómenningar.
Fleira mætti hér minnast á í
háttum þjóðarinnar, sem veldur
ómenningu, og hrúgar upp synd
um og misgerðum og þjáning-
um fólks. Allt slíkt þarf umbóta
með. Til þess er bara ein leið,
sem allir þurfa að gera sér grein
fyrir — sú að taka á móti kenn-
ingu Krists og ástunda hana
daglega. Þeir, sem í trú ástunda
gæði himinsins fá þau og gæði
jarðarinnar líka. En þeir, sem
leita aðeins jarðneskra hluta,
eiga samkvæmt kenningunni á
hættu að fá hvorugt. Það er
áreiðanlega vafasamt, að ís-
lenzka þjóðin væri til nú, hefði
hún ekki tileinkað sér kristna
trú.... Að lifá í kristinni trú
er tómur ávinningur, en að lifa
án hennar tómt tap í sannri
menningu. Ég leyfi mér að ráð-
leggja hinu tómláta fólki um
þessi mál að lesa 5., 6., 7.
kapitula Matteusar guðspjalls,
Fjallræðuna, og lesa hana oft.
Þar er svo margt, sem hjálpar
okkur til að trúa, og svo margt,
sem hjálpar okkur til að lifa
daglegu lífi, samkvæmt trúnni
og kenningu Krists....
Það leynir sér ekki, að áhrif
hinna vantrúuðu eru ákaflega
mikil. Þau stefna að útrýmingu
sannrar menningar og að upp-
lausn og glötun þjóðarinnar.
Hvernig mundi umhorfs t. d. í
höfuðborg landsins, ef þar væri
engin kirkja, engin samtök trú-
aðs fólks og engin lögregla? Þar
yrði andleg eyðimörk. Botnlaus
ómenning. . . .
Biskup landsins, hr. Sigur-
björn Einarsson, hefir |beðið
presta og skorað á.fólkið í land-
inu að biðja Drottin á bæna-
degi kirkjunnar að gefa þjóð-
inni almenna vakníngu í: orði
Hans, í kristilegri trú....
Einskis þarf þjóðin frekar, með
og segja má, að hana vanti ekk-
ert annað sér til menningar.
Svona vakning þarf að verða
þjóðarhugsjón, og að allár at-
hafnir með þjóðinni miðist við
hana. Kristur er vegurinn.
Kirkja hans og kenning' starfs-
grundvöllurinn, upphaf og end-
ir. . . . Kirkjan þarf að hafa nóg
starfslið, menn og konur brenn-
andi í andanum, til að kanna
trúarástand á heimilum þjóð-
kirkjunnar, predika um vakn-
ingu í orði Drottins, hvetja til
lesturs í heilagri ritningu og
koma á hópbænum sem víðast.
Bænin er leið til hjálpar Guðs
í málinu. Ef nógu margir bæðu
Drottin um vakningu, kæmi
hún yfir þjóðina. Almenningur
les allt, ætt og óætt, nema Guðs
orð, sem fólk þarf þó helzt að
lesa. Slæmt menningar ástand
(það). Vakning í orði Drottins
mundi valda bylting í þjóðfé-
lagsmálum og einkamálum....
Þjóðfélag, sem lósaði sig við
syndaflækj urnar, mundi verða
unaðslegt þjóðfélag menning-
ar. . . . Fólkið verður að leita
hjólpar Drottins. Það á ekki
annars kogt. Öllum. ei: leiðin
opin til hans, líka stórsyndur-
um, ef þeir gera iðrun og yfir-
bót og ganga inn í þjónustú við
Drottin. . . .
Það er um að ræða andlega
og efnislega menningu. En and-
inn cr yfir efninu. Sönn menn-
ing felst í því, að fólk lifi og
breyti samkvæmt fyrirmælum
kristinnar trúar. Mörgum, sem
vilja trúa, finnst erfitt að ná
því marki. Biblían segir: „Trú-
in kemur af boðuninni, en boð-
unin byggist á orði Guðs.“ Les-
um það daglega, og þá eignumst
við trúna, ef við þá líka biðjum
Drottin að hjálpa okkur til
þess... .
Hér með lýkur þessum köfl-
um úr grein Jóns H. Þorbergs-
sonar. Væri betur, að margir
leggðu það á hjarta sér, sem
hann hefir ritað.
Fólk vanfar til starfa hjá
verksmiðjum SÍS ; '
við ýmis ágæf sförf
Hjá verksmiðjunni er nýr samkomusalur sem
ætlaður er starfsfólki til afnota.
Starfsmannafélag er starfandi á staðnum og ýms-
ir klúbbar eru í uppsiglingu, svo sem spila-, leik,-
ferða- og kvikmyndáklúbbar.
Nánari upplýsingar gefur starfsmannastjóri í
síma 2-19-00 kl. 10,30-12 og 15,30-17,00.