Dagur - 14.04.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 14.04.1973, Blaðsíða 8
8 DAGtJR . DAGl'R . IHGl/R Vér viljuxni vekja athygli á auglýsbigitóííma okkar, sem er Ml-87 DAGl'R . DAGUR . DAGUR AGUK Akureyri, laugardaginn 14. apríl 1973 FERM- Z' INGAR- ff i GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR GJAFIR VLL^r II & PÉTUR í MIKLU ÚRVALI y AKUREYRI Bjarg, heimili Sjáifsbjargar á Akureyri. SMÁTT & STÓRT HROSSAKAUPMENN Öðru liverju fara erlendir hrossakaupmenn lun landið, eða umboðsmenn þeirra og fala hross til útflutnings af bænd- um. Þessi markaður hefur gefið mörgum talsverðan hagnað og útflutt hross hefur ekki þurft að verðbæta, svo sem ýmsar aðrar útfluttar vörur. Otamin og villt stóðhross verða með ári hverju minni hluti þessa út- flutnings, en þess í stað fjölgar tömdum hrossum og góðhest- um, og er þetta æskileg breyt- ing. Hið sama gildir um þessa vöru og margar aðrar, að það á að fullvinna hráefnið innan- lands, til þess að auka verð- mæti þess sem allra mest. Á þessu er nú vaxandi skilningur bænda og samtaka þeirra og er það vel. KÁLFAR OG FOLÖLD Eyfirzkir bændur eru hættir að lóga kálfunum, en ala þá upp og framleiða eftirsótt kjöt, eftir því sem húsrúm leyfir á hverj- um stað, því að heyin eru mikil, þeim má breyta í verðmæta vöru á þennan hátt, og eftir- spurn eftir alikálfa- og alinauta kjöti fer vaxandi. Á hverju hausti hafa verið drepin folöld í stórum stíl hér á Iandi. Nú er tími til þess komin, að láta fol- aldadrápinu lokið. í stað folalda kjötsframleiðslu á að svara vax andi eftirspurn eftir íslenzkum (Ljosm.: E. D.) góðhestum á erlendri grund. Sjálfsbjargar AÐALFUNDUR Sjálfsbjargar, félags fatlaðra á Akureyri og nágrenni, var haldinn í húsi fé- lagsins, Bjargi, sunnudaginn 11. marz sl. Rekstur Endurhæfingarstöðv- ar félagsins og Plastiðjunnar Bjargs eru þeir þættir í starfi félagsins, sem liæst ber. Eftirspurn eftir meðferð í Endurhæfingarstöðinni er jafn- an meiri en hægt er að anna, en alkunna er, að mikill skortur sjúkraþjálfara er í landinu og enn er því aðeins einn sjúkra- þjálfari við stöðina, Magnús Olafsson, sem veitir henni for- stöfju. Fjárhagslega hefur rekst ur hjálpað til, að stöðinni hafa borizt margar góðar gjafir. Hef- ur Kiwanisklúbburinn Kald- bakur verið drýgstur í stuðn- inigi við stöðina. Þá veitti Menn- ingarsjóður KEA henni myndar legan styrk á síðasta ári. Þess má geta, að í febrúar- mánuði síðastliðnum hafði End- urhæfingarstöðin starfað í 28 mánuði. Á þeim tíma höfðu 570 manns fengið meðferð þar, alls 8877 sinnum eða hver maður að meðaltali rúmlega 15 sinnum. Sé reiknað með, að þeir hefðu sótt þessa þjónustu til Reykja- víkur og fengið lokið 15 með- ferðum á 4 vikum, má áætla þeim 28 daga í ferðina. Sé kostn aður við Reykjavíkurdvöl áætl- aður 500 krónur á dag, verður hér um að ræðá 14 þúsund krón ur áð viðbættu flugfargjaldi eða a. m. k. 17 þúsund krónur á mann. Fyrir þessa 570 menn, sem fengið hafa afgreiðslu á Bjargi óg þá meðferð, sem ekki var köstur á að fá hér fyrri en Stöðin þar tók til starfa, hefði þéssi upphæð numið nærri 10 milljónu’m. Rekstur Plastiðjunnar gekk vel árinu. Hpildarveltan tvö- faldaðist frá fyrra ári og varð riú. um' Þ)"milljónir króna. En húsnæðisskortur hefur að mestu tekið fyrir vaxtarmögu- leika fyrirtækisins. Framleiðslu vörur voru aðallega þessar: Tengidósir, kapalrennur o. fl. til notkunar í raflagnaiðnaði, ljósa- skilti, fiskkassar, fiskbakkar, . gróðurbakkar og „snjóþotur“. Ennfremur grafin nafnspjöld og merki ýmiskonar. Að jafnaði unnu 12 til 14 manns hjá Plastiðjunni. Allt bendir til, að grundvöllur sé fyrir stóraukningu á starfsemi fyrirtækisins jafnskjótt og úr rætist með húsnæðismálin, En nýbygging vegna allra þátta í starfi félagsins er veiga- mesta verkefnið, sem félagið vinnur nú að. Akureyrarkaup- staður hefur úthlutað félaginu myndarlegri lóð við Þingvalla- stræti og heitið stuðningi bæjar ins. Félagið hefur opna skrifstofu að Bjargi, og fer ýmis þjónusta, er hún annarst, sífellt vaxandi. Aðalfélagar í Sjálfsbjörg á Akureyri eru nú 235, styrktar- félagar 194 og ævifélagar 9. Stjórn félagsins er þannig skipuð: Heiðrún Steingríms- dóttir formaður, Hafliði Guð- mundsson varaformaður, Helga Jónsdóttir ritari, Jón G. Pálsson gjaldkeri, Sigvaldi Sigurðsson vararitari. (Fréttatilkynning) Fréll frá Sjómannafélagi Eyjafjarðar AÐALFUNDUR Sjómanna- félags Eyjafjarðar var haldinn laugardaginn 31. marz. Formaður félagsins, Tryggvi Helgason, flutti skýrslu félags- stjórnar, og kom þar fram, að árið 1972 hefði ekki verið sjó- mannastéttinni á Norðurlandi hagstætt. Afli togara og togbáta var mjög tregur allt árið og varð mikið minni en árin næst á undan. Afli smábáta var hlut- fallslega betri. Nýtt skip bætt- lm börn munu fæðast þetta árið Hrísey 12. apríl. í Hrísey er nú allmikill snjór. Grásleppuveiðin er góð og fleiri en einn vill kaupa af okkur hrognin. Þorskveiði var góð í nokkra daga, en síðustu daga hefur afl- inn verið mjög tregur. Fjórir eða fimm selir hafa fest sig í þorskanetin og drepizt, hin ar vænstu skepnur. Um næstu helgi halda skóla- börnin sína árlegu skemmtun og mun hún verða vel sótt. Nokkur mótorhjól eru komin í eyna og þykir mörgum þau um of hávaðasöm og valda óþarfa ónæði. Mér sýnast allar horfur á því, að tíu börn muni fæðast hér í Hrísey á þessu ári. S. F. FRÉTTIR herma, að á Akranesi sé hafin kanínurækt til kjöt- framleiðslu. Er þar um að ræða nýja búgrein ef reynslan gefur tilefni til kjötframleiðslu af þessu tagi. Kanínukjöt er gott, viðkoman mikil og nota má að miklu leyti innlent heyfóður, ásamt út- lendu kanínufóðri. Sem dæmi um frjósemi kanín anna má geta þess, að hver læða getur átt unga fjórum sinn um á ári, samtals allt að 40. Hver kanína þarf að vera í sér- stöku búri. Maður sá, sem hafið hefur kanínurækt til kjötframleiðslu, heitir Páll Kristjánsson og á hann nú 50 læður og á þriðja hundrað ung dýr. Kjötið hefur reynzt mjög ljúffengt og næg eftirspurn. Q ist á árinu í fiskiskipaflota Ak- ureyringa, togarinn Sólbakur, fjögurra ára gamall skuttogari, sem keyptur var frá Frakklandi og hefur reynzt heldur vel. Starfsemi félagsins var sem oftast áður mest bundin við kjaramálin og svo ýmiskonar fyrirgreiðslu við félagsmenn. Engir nýir samningar voru þó gerðir á árinu, en í lok ársins 1971 var samið um bátakjörin til tveggja ára, og þrátt fyrir langt samningaþóf náðust ekki samningar um kaup og kjör á togurunum. Sem kunnugt er, náðust samningar í þeirri kjara deilu fyrst hinn 9. marz sl. eftir 7 vikna verkfall. Kjarabætur samkvæmt þeim samningum svara til 20—23% liækkunar frá fyrri samningum. í verkfallinu réði fjöldi tog- arasjómanna sig á önnur skip, en 30 félagsmenn fengu wm ein hvern tíma bætur úr verkfalls- sjóði. Alls voru greiddar úr sjóðnum vegna þessarar deilu 138 þús. krónur. Félagsfundir voru 5 á árinu, en fundir stjórnar og trúnaðar- mannaráðs 23. Að venju tók félagið þátt í hátíðahöldum sjómannadagsins og 1. maí hátíðahöldum verka- lýðsfélaganna. Félagið á eitt orlofshús að Illugastöðum í Fnjóskadal, og var það notað 15 vikur á síðast- liðnu sumri. Fjárhagsafkoma var allgóð á árinu. Eignaauknig samkvæmt reikningum varð 638 þúsund kr. og bókfærðar eignir um ára- mót voru 3.3 milljónir. Tala félagsmanna eftir aðal- fund er 265, og er það nær óbreytt tala frá fyrra ári. Stjórnarkjöri var lýst á fund- inum, en það fór fram í desem- ber. Auglýst var eftir kjörlist- um, en aðeins einn kom fram og varð því sjálfkjörinn. Sam- kvæmt því er stjórn félagsins þannig skipuð: Formaður Tryggvi Helgason, varaformaður Jón Helgason, ritari Ólafur Daníelsson, gjald- keri Guðjón Jónsson og með- stjórnandi Arnar Árnason. í trúnaðarmannaráði eiga sæti, auk stjórnarmanna: Njáll Bergsson, Matthías Eiðsson, Gísli Einarsson, Sigurður Rós- mundsson, Kristmundur Björns son og Hreinn Þorsteinsson. Það kom fram á aðalfundin- um, að dregizt hefur úr hömlu að gera aðkallandi breytingar á lögum um Lífeyrissjóð sjó- manna, og af því tilefni var eftirfarandi tillaga einróma sam þykkt: (Framh. á bls. 4) UPPELDI OG TAMNING I mörgurn sveitum geta stóð- hryssumar gengið úti mestan hluta ársins, bjargað sér sjálfar, átt folöld og gefið eigendum sín um arð. Meira er þó um það vert, að ala l’olöldin upp og margfalda verðmæti þeirra á þann veg, miðað við útflutning, ef svo heldur sem horfir í þeim málum. Uppeldi og tamning kostar að vísu mikið, bæði í fóðri og fyrirhöfn, og er tamn- ingin stór liður. Reglulegir tamningaskólar, á borð við það, sem erlendis tíðkast, eiga ennþá lítt upp á pallborðið, en eru það, sem koma skal. Með sam- ræmingu í tamningu verður betur fullnægt vissum lágmarks kröfum um það, hvað hross eiga að kunna, ef þau kallast tamin, eða ef þau kallast hálftamin. Utar og ofar standa svo áfram þeir tamningamenn, sem eiga snilligáfuna og gera flest hross að góðhrossum, hver með sínu lagi. BÖRNIN DREKKA Langt að kominn ferðamaður, sem fyrir nokkru leit inn á skrif stofur blaðsins, kvaðst undr- andi á því, að hér á landi mætti sjá 10—12 ára drengi undir áhrifum áféngis. Nefndi hann máli sínu til sönnunar, að í sjávarþorpi einu hafi hann hitt II ára dreng, sem bæði drakk og reykti. í samtali við hann upplýsti sá stutti, að hann væri ákveðinn í að hætta að reykja, en hins vegar ætlaði hann að skvetta í sig eitthvað lengur. Þetta hefði hljómað eins og hver önnur skrýtla fyrir svo sem einum áratug. En í dag er það staðreynd, að börn á þess- um aldri og Iítið eldri, eru farin að neyta áfengis, og'.það í miklu stærri stíl en látið er í veðri vaka. srarmr eru úr sögunm S AMNIN GURINN um smíði tveggja 1000 tonna skuttogara á Spáni fyrir Utgerðarfélag Akur eyringa h.f. er úr sögunni. Fram leiðendur skipanna treystu sér ekki til að standa við samning- ana. Þetta staðfesti Gísli Kon- ráðsson forstjóri Ú. A. við blað- ið á fimmtudaginn. Fyrri togar- inn átti að koma á þessu ári en sá síðari snemma á næsta ári. Forráðamenn Ú. A. hafa ákveðið að leita annarra úrræða um skipakaup og verður fyrst leitað upplýsinga um möguleika á smíði eins eða tveggja fiski- skipa i Póllandi, ennfremur í Japan. Einnig verða gerðar at- huganir á kaupum nýlegra tog- ara, ef það sýnist hagkvæmt. Sennilega verður ekki um að ræða eins stór skip og áætlað var að láta smíða á Spáni. Sléttbakur, einn gömlu togar- anna liggur enn við bryggju og mun ekki fara aftur á veiðar. Endurnýjunarþörfin er því brýn. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.