Dagur - 14.04.1973, Blaðsíða 4

Dagur - 14.04.1973, Blaðsíða 4
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Frentverk Odds Björnssonar h.f. Iðnaður á Akureyri Á SÍÐUSTU árum hefur Akureyri vaxið örar en áður og telur nú um 11 þúsund íbúa. Iðnaður og veolun eru aðal atvinnuvegimir. Það, sem sköpum skipti í atvinnusögu Akur- eyrar var sú ákvörðun Sambandsins á sínum tíma, að velja Akureyri sem framtíðarvettvang iðnaðar síns. Um sjö hundmð manns vinnur nú í verk smiðjum samvinnumanna á Glerár- eyrum. A íslenzkan mælikvarða er þar rekin þróttmikil stóriðja, og framleiðsluvörurnar svo eftirsóttar, að víða er þar unnið nótt með degi og þessar verksmiðjur em enn í vexti. En víðar er blómlegur iðnaður og má þar nefna skipasmíðarnar, niður- lagningu síldar og fleiri matvæla, fiskiðnað, kjötvinnslu, mjólkur- vinnslu, málningar- og þvottaefna- framleiðslu. Byggingaiðnaðurinn með hliðargreinum er verulegur þáttur atvinnulífsins, húsgagnafram- leiðsla og skyldar greinar, vélsmíðar, járnsmíðar, bifreiðaviðgerðir og margskonar annar iðnaður og þjón- ustugreinar. Akureyringum er fyrir löngu ljóst, að stækkun bæjarins og batnandi afkoma fólksins lilaut að byggjast á vaxandi iðnaði, og svo er enn. A síð- ustu ámm hefur framleiðniaukning farið ört vaxandi í iðnaðinum svo að færra starfsfólk þarf til hverrar fram- leiðslueiningar vara. Hið sama gildir í landbúnaðinum, að hver vinnandi hönd framleiðir nú miklu meira en áður var, einnig með hjálp aukinnar vélvæðingar. Um leið og þetta tvennt er athugað, og jafnframt haft í huga, að á næstu árum kemur miklu meiri fjöldi ungs fólks á vinnu markaðinn en nokkru sinni fyrr í sögunni, er auðsætt, að huga verður að eflingu hinna ýmsu framleiðslu- greina iðnaðarins á Akureyri, sem fyrir hendi eru og stofnun nýrra, til þess annars vegar að nýta vinnuaflið og hins vegar til þess að lialda uppi eins miklu mótvægi í byggðarmálum og unnt er. Ekki fer það leynt, að í þessum efnum er nú sem áður treyst mjög á úrræði samvinnumanna, og mjög að vonum. Þáttur samvinnumanna við Eyjafjörð, með stuðningi Sambands- ins, við stofnun og starfrækslu verk- smiðjuiðnaðarins á Akureyri, em tvímælalaust árangursríkustu byggða aðgerðir til þessa hér á landi. Verk- smiðjureksturinn og farsæl forysta KEA í viðskiptamálum á Akureyri og við Eyjafjörð em augljós dæmi um það, hverju félagslegur styrkur fær áorkað á gmndvelli samvinnu- stefnunnar. □ VIÐ EYJAFJÖRÐ hafa um langt skeið búið kunnir báta- smiðir. Enn smíða þeir árabáta, trillubáta og minni þilfarsbáta úr tré. Fiskveiðiþjóð eins og ís- lendingar þarf á miklum báta- flota að halda, svo fast þurfa þeir að sækja sjóinn. En fisk- veiðarnar eru okkar þjóð það, sem auðlindir í jörðu, ásamt mildari veðráttu og margföld- um ræktunarmöguleikar, eru flestum öðrum þjóðum. Litlir bátar eru enn í sínu fulla gildi, en á síðari tímum hefur sjávarútvegurinn krafizt stærri fiskiskipa og hafa þau fram á síðustu ár verið smíðuð erlendis, einkum stálskip, og þeirri þörf gátu okkar ágætu bátasmiðir ekki mætt fyrr en innlendar stálskipasmíðar hóf- ust. Ekki var það nein tilviljun, að stærsta og bezt búna stál- skipasmíðastöð landsins reis á Akureyri, Slippstöðin h.f. Hér voru fjölmargir færir iðnaðar- menn í mörgum greinum og ýmsar greinar iðnaðar á hærra stigi en víðast annars staðar á landinu. íbúar við Eyjafjörð hafa lengi skilið þá aðstöðu Akureyrarkaupstaðar, að fram- tíð hans hlaut að tengjast iðn- aðinum. Vöxtur bæjarins og batnandi lífskjör fólksins urðu að byggjast á auknum iðnaði öllu öðru fremur. Hugmyndinni um að koma á fót stálskipasmíði var þess vegna vel tekið af al- menningi og forráðamönnum á ýmsum sviðum, eftir að mætir k.unnáttumenn skipasmiða og járniðnaðarins höfðu hvatt sér hljóðs og lýst því yfir, að kom- ihn væri tími til að hefja smíði stálskipa, og að hér á Akureyri væri það ekki aðeins mögulegt, heldur tæknilega auðvelt. Enn flýtti það heppilegri þróun þess Slippstöðvarinnar h.f. á Odd- eyri. Um 200 manns voru að margvíslegum störfum við skipa smíðar og viðgerðir. Hér fara á eftir upplýsingar, sem fram komu í viðtalinu. Slippstöðin h.f. á Akureyri var stofnuð árið 1952. Þá voru starfsmennirnir 5 talsins, starf- andi skipasmiðir og skipavið- gerðarmenn og urðu þrír jafn- framt eigendur, ásamt Kaup- félagi Eyfirðinga, sem átti stærstan hlut. Mennirnir voru Skafti Áskelsson, Þorsteinn Þor steinsson og Herluf Ryel. Fram- kvæmdastjóri í upphafi og lengi síðan var Skafti Áskelsson. Þá voru tré-fiskiskipin algengust og í Slippstöðinni var eingöngu unnið við þau, bæði nýsmíðar á 10—30 tonna bátum og við- gerðir báta og skipa. Starfs- mannafjöldi var oft talsvert liár, einkum á sumrin og hefur sú saga áður verið ítarlega rakin. Árið 1965 urðu þáttaskil. Þá var samið við Magnús Gamalí- elsson í Ólafsfirði, að smíða fyr- ir hann stál-fiskiskipið Sigur- björgu, og var hún afhent ári síðar. Hún var þá stærsta skip- ið, sem smíðað hafði verið inn- anlands, 336 tonn, og smíðað undir beru lofti. Aðal viðskipta- banki stöðvarinnar þá og síðan er Landsbankinn. Smíði þessi vakti mikla at- hylgi og á meðan á henni stóð gerði Slippstöðin samning um smíði annars stálfiskiskips, sem síðar hlaut nafnið Eldborg, sem nú er annað mesta aflaskipið á loðnuvertíðinni. Á sama tíma var svo ráðist í smíði skipasmíðahúss frammi við sjóinn, 20x91 m að flatar- máli, myndarlegt stálgrindahús. Þar hafa undanfarin misseri jafnan staðið tvö 105—150 smá- Skipin eru smíðuð í mörgum einingum. Hér er ein einingin, stýris- hús, sett á sinn stað. ara mála, að takmarkalítil bjart sýni réði för við framkvæmdir og erfiðustu uppbyggingu hinn- ar nýju iðngreinar. En án veru- legrar bjartsýni á þeim árum væri hér engin stálskipasmíða- stöð og þá væri Akureyri einni veigamikilli iðngrein fátækari. Blaðamaður ræddi á miðviku daginn við þá Gunnar Ragnars forstjóra og Stefán Reykjalín stjórnarformann Slippstöðvar- innar. Þann dag var verið að afhenda 150 tonna fiskibát, ann- ar lá við bryggju, nær fullsmíð- aður og tveir stóðu á stokkum í hinu mikla skipasmíðahúsi lesta fiskibátar á stokkum sam- tímis og svo er enn. Stærstu skipin, sem Slippstöð in hefur smíðað er strandferða- skipin Hekla og Esja, tæp 1000 smálestir hvort, en skipasmíða- húsið rúmar þó nokkru stærri skip ef til kemur, eða um 80 metra löng skip, en Hekla og Esja eru 68 metrar. Þá var einnig byggð vel búin vélsmiðja og aðrar þær bygg- ingar, sem nauðsynlegar eru við nýsmíðar og viðgeröir stálskipa, auk þess er smíði tréfiskibáta enn við lýði. Um sama leyti og hið stóra L skipasmíðahús Slippstöðvarinn- ar var reist, var sett upp pólsk- ættuð dráttarbraut, örskammt frá skipasmíðastöðinni. Hafnar- sjóður Akureyrarkaupstaðar á hana, ennfremur minni dráttar- braut með möngum hliðarfærsl- um og standa þær hlið við hlið. Stóra dráttarbrautin tekur 2000 tonna þunga. Stærstu skipin, sem þar hafa verið tekin upp, eru Hofsjökull og Fjallfoss. Þessi mannvirki og fleiri á þess um stað á Hafnarsjóður, en Slippstöðin hefur þau á leigu. Litla dráttarbrautin tekur 150 þungatonna skip og er hin þarf- asta. Þar eru teknir upp ótelj- andi bátar og minni skip, og þar hafa margir stálbátar verið lengdir. Vagninn er smíðaður á Atla og er hægt að taka hann sundur og kemur það sér eink- ar vel við lengingu stálskip- anna. Stálskipin, sem Slippstöðin h.f. á Akureyri hefur smíðað eru þessi: Sigurbjörg, 336 tonn, eigandi Magnús Gamalíelsson, Ólafs- firði. Afhent 1966. Eldborg, 415 tonn, eigandi Eldborg, Hafnarfirði. Hún var afhent 1967. Hekla og Esja, strandferða- skipin, tæp 1000 tonn. Þessi skip voru afhent 1970 og 1971. Arinbjörn, 147 tonn, eigandi Sæfinnur h.f. í Reykjavík. Af- hentur 1971. Brynjólfur, 105 tonn, eigandi Meitillinn í Þorlákshöfn. Af- hentur 1972. Var lengdur um síðustu áramót og er nú 130 tonn. Heimaey, 105 tonn, eigandi Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Sigurður Georgsson skip- stjóri. Afhent 1972. Heimaey hefur einnig verið lengd. Surtsey, 105 tonn, eigandi Hraðfrystistöð Vestmannaeyja og Erling Pétursson skipstjóri. Afhent 1972. Gunnar Jónsson, 150 tonn, eigandi er Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja og Jón Valgarð Guð jónsson skipstjóri. Afhentur 1972. Bjarnarey, um 150 tonn, eig- andi Hraðfrystistöðin í Reykja- vík þ.f. og afhent 11. apríl;1973. Álsey, 150 tonn, eigandi Hrað frystistöð Vestmannaeyja, verð- ur afhent í næsta mánuði. Nú eru enn tvö 150 tonna fiskiskip á stokkunum í skipa- . smíðahúsinu. Þau verða að flestu eins og fyrri bátar af sömu stærð, en þó nokkrar fyrir komulagsbreytingar gerðar, einkum með tilliti til línuveiða og að hafa um borð beitinga- vél þá, sem Norðmenn fram- leiða. Fyrra skipið fer til Þing- eyrar, eigandi Magnús Amlin o. fl. og verður tilbúið í októ- ber n. k. Hitt skipið fer til Ólafs víkur, eigandi Björn Kristjáns- son. Þétta skif> verður væntan- lega afhent í byrjun næsta árs, eða samkvæmt samningi í febrúar. Hlutafé Slippstöðvarinnar h.f. er nú tæpar 83 milljónir króna. Eigendur þess eru: Ríkissjóður, sem á 45 milljónir, Akureyrar- bær eða Framkvæmdasjóður hans á 30 millj. kr., Kaupfélag Eyfirðinga á 5 millj. kr., Eim- skipafélagið á 2 milljónir og nokkrir stofnendur stöðvarinn- ar smærri upphæðir. Stjórn fyrirtækisins skipa eft- irtaldir menn: Stjórnarformað- ur er Stefán Reykjalín bygg- ingameistari Akureyri, varafor- maður Bjarni Einarsson bæjar- stjóri Akureyri, Ingólfur Árna- son rafveitustjóri Akureyri, Pétur Stefánsson verkfræðing- ur Reykjavík, Guðmundur Björnsson prófessor Reykjavík, Lárus Jónsson alþingismaður Akureyri og Bjarni Jóhannes- son framkvæmdastjóri Akur- eyri. Framkvæmdastjóri er Gunn- ar Ragnars, frá 1970, og með honum annast stjórnarformaður ýmis framkvæmdastjórastörf. Starfsmannafjöldi Slippstöðv- arinnar nú er 198 manns, en á sumrin eru starfsmenn að jafn- aði nokkru fleiri, vegna slipp- vinnu og annarrar útivinnu. Starfsmennirnir skiptast í deildir eða einingar af ýmsu tagi eftir verkefnum. Viðskipta- hliðin greinist í skrifstofu, og er yfirmaður hennar . Ragnar Hólm Bjarnason, innkaupa- deild, en henni stjórnar inn- kaupastjórinn Ellert Guðjóns- son, starfsmannadeild og er Ingólfur Sverrisson starfs- mannastjóri. Tæknihliðin greinist þannig: Nýsmíðar, framleiðslustjóri í ný smíðum er Jóhannes Óli Garð- arsson, véltæknifræðingur og teiknistofa, en þar vinna tækni- fræðingarnir Ólafur Larsen, Karl 'Þorleifsson og Einar Aðal- steinsson. Þá er viðgerðarstjóri Guð- steinn Aðalsteinsson tæknifræð ingur. Hann er nýlega tekinn til starfa hér, en var áður- um- sjónarmaður með viðgerðum hjá Eimskip. Verkstjórar hinna ýmsu vinnudeilda eru þessir: Yfirverkst-jóri stálnýsmíði er Árni Þorláksson og er aðal að- stoðarmaður framleiðslustjór- ans. Yfirverkstjóri í tréskipasmíð- inni og við viðgerðir tréskipa er Þorsteinn Þorsteinsson. Verkstjórar í plötusmíði II eru Kristinn Steinsson og Brynjólfur Tryggvason. Jóhann Gunnar Ragúels er aðal verkstjóri vélsmiðjunnar og með honum Jóhannes Bald- vinsson. Guðmundur Bjarnason er verkstjóri innréttinga um borð í skipum. Guðmundur Þorsteinsson er verkstjóri á trésmíðaverkstæði stöðvarinnar, sem annast inn- réttingar o. þ. h., bæði í stálskip og tréskip. Hákon Sigurðsson er verk- stjóri raflagnadeildar. Verkamannaflokkurinn skipt ist á hinar ýmsu deildir eftir þörfum, en verkstjóri hans er Páll Jónsson. Þá eru ótaldar tvær viðgerða- deildir, sem einnig annast ný- smíðar, er tími vinnst til. Þar eru verkstjórar á plötusmíði I Árni Magnússon og í vélsmiðju Árni Björn Árnason. Verkstjóri við skipasátur er Antón Finnsson. Slippstöðin smíðar jafnan úr tré einn þilfarsbát á ári. Árið 1971 smíðaði stöðin 20 tonna bát, Blika, fyrir Matthías Jakobsson o. fl. á Dalvík. Haust ið 1972 afhenti stöðin Sæfara, til Valdimars Kjartanssonar á Hauganesi og var sá bátur einnig 20 tonn. Nú er stöðin að ljúka smíði 26 tonna báts fyrir Árna Kristinsson o. fl. í Hrísey. í sumar verður svo enn byrjað á 20 tonna bát. Alls munu skip og bátar stöðvarinnar vera hátt á fimmta tugnum. Samningaumleitanir um smjði næstu báta standa yíir og verður óhikað haldið áfram smíði hinna vinsælu og þörfu stálskipa af þeim stæroum, sem Slippstöðin hefur þegar fengið nokkra reynslu af að smíða, svo kalla má einskonar raðsmíði. En sú framleiðsla gefur vissa og mikilsverða sérþjálfun þeirra mörgu aðila, sem vinna við smíði hvers báts, Sú smíði á að hafa í sér fólgna möguleika til meiri hagkvæmni. Öll framtíðar verkefni Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyri byggist að sjálf- sögðu á því, hér eftir sem hing- að til, að opinberir aðilar geri skipasmíðar mögulegar, svo sem með því að Fiskveiðisjóður láni kaupendum skipanna 75% lán og Byggðasjóður láni 15%. En Slippstöðin treystir -því, 'áð lánafyrirgreiðslan verði hlið- stæð því, sem verið hefur til innlendra skipasmíða, og miðað við þær forsendur er ekki ástæða til svartsýni. Það hefur verið Slippstöðinni mikils virði, að væntanlegir skipstjórar hafa fylgzt meira og minna með smíði skipanna, og þar sem þetta hafa venjulega verið æfðir og vakandi skip- stjórnarmenn, hafa þeir getað bent á ýmislegt, sem betur mátti fara og gert skynsamleg- ar tillögur um búnað og fyrir- komulag. Skipin hafa því þróazt á farsælan hátt og þau líkað framúrskarandi vel, samkvæmt umsögn eigenda og sjómanna. Og þau eru afhent tilbúin til veiða og það á þann hátt, að þau hafa komið í heimahöín að kvöldi, beint frá Slippstöðinni, og verið búin að leggja veiðar- færi í sjó næsta dag. Verð stálfiskiskipanna frá Slippstöðinni á Akureyri hefur verið breytilegt, eins og annað verðlag í landinu. En Bjarnar- ey, sem nú er verið að afhenda, kostar 56 milljónir. Hún er út- búin fyrir netaveiðar, línuveið- ar, togveiðar og nótaveiðar. Hún er með kraftblökk og síldardælu. Þá vilja framkvæmdastjóri og stjórnarformaður taka fram, að hjá Slippstöðinni starfi fjölmarg ir afburða iðnaðarmenn, enda beri skipin handverki þeirra þann vitnisburð. Blaðið þakkar viðtalið og árnar stálskipasmíðaiðnaðinum allra heilla. E. D. Úr hlutasniiðjunni í plötusmiðju. Úr vélarúmi og gefur myndin til kynna himi mikla véla- og tækni- búnað nútíma fiskiskips.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.