Dagur - 18.07.1973, Blaðsíða 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVlÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Islenzkð krónan
ÞÆR kröfur eru jafnan gerðar til
stjórnarandstöðunnar, að hún sé í
senn gagnrýnin og stefnuföst. Nú-
verandi stjómarandstöðu er margt
til lista lagt en ekki þetta. Alþýðu-
flokkurinn er enn í sámm vegna
þess vantrausts, sem kjósendur sýndu
lionum í síðustu alþingiskosningum,
og hefur hann, að eigin sögn, verið
í einskonar endurliæfingu síðan.
Sjálfstæðisflokkurinn er liins vegar
veikur vegna valdastreitu nokkurra
þeirra, sem telja sig þar öðrum betur
til forystu fallna. I heild er stjómar-
andstaðan fremur veik en þó gagn-
leg, og í stærsta baráttumálinu, land-
helgisdeilunni, er engin stjómar-
andstaða til og er verðugt að þakka
það.
Stjórnarandstaðan þarf auðvitað
að eiga sitt nöldur. Gengi íslenzku
krónunnar er eftirlætismál íhalds og
krata, því að blöð þeirra Iiafa verið
að reyna að telja þjóðinni trú um,
að núverandi stjórn sé alltaf að fella
gengi krónunnar og auka verðbólg-
una, og því sé nú allt á glötunar-
barmi. Verðbólgan hefur aukizt
meira en hóflegt og æskilegt er og
ber að viðurkenna það, enda á hún
góða bandamenn þar sem sjálf stjóm
arandstaðan er, auk þess sem verð
innfluttrar vöru hefur farið mjög
hækkandi.
Um íslenzku krónuna er það að
segja, að skráning hennar er miðuð
við dollara, samkvæmt lögum, og
hefur engin tillaga til breytingar á
því komið fram. Stjórnarandstæð-
ingar fullyrða og margendurtaka, að
íslenzka krónan hafi verið felld
mörgum sinnum af núverandi ríkis-
stjóm, og sumir eru farnir að trúa
þessu. Sannleikur málsins er hins
vegar sá, að gengið hefur aðeins einu
sinni verið fellt af núverandi stjórn,
en síðan var það hækkað aftur. Um
þetta tala tölumar sínu máli og er
vert að athuga þær. Áður en „við-
reisn“ lét af völdum hafði hún fellt
gengið fjómm sinnum. Skráð gengi
dollarans hafði þá hækkað úr rúm-
um 16 krónum upp í 88 krónur.
Sölugengi dollarans nú er tæpar 88
krónur. Er auðsætt á þessum tölum,
þótt ekki séu nákvæmar upp á eyri,
hvíh'k fásinna það er, að bera það á
borð fyrir landsfólkið, að ríkisstjóm-
. in sé alltaf að fella gengi krónunnar.
Því er svo við að bæta, að þrátt fyrir
mikla verðbólgu hefur trú fólks á
kaupmætti krónunnar aukizt veru-
lega. Sparifjáraukningin, sem á
þessu ári er mjög veruleg, eða 1948
milljónir á fyrri hluta þessa árs, er
ljósasti votturinn í því máli. □
Opið bréf
Þúfnavöllum, 8. júlí 1973.
SIGRÍÐUR L. Árnadóttir frú,
Akureyri. Út af grein þinni í
síðasta hefti Súlna geri ég hér
með nokkrar athugaemdir. Ég
vil ekki þegja að fullu við
ýmsu, sem þú segir þar og okk-
ur ber á milli, og því er bréfið.
Annars skal ég þegar taka fram,
að grein þín er liðlega skrifuð,
en pilsaþyturinn er helzti mikill
og stóryrðin og ásakanirnar
varla við hóf, þó er þar sumt,
sem mér þykir fengur að. Til
hægðarauka töluset ég athuga-
semdirnar, ef þú skyldir telja
ástæðu til að svara mér ein-
hverju, sem ég og óska eftir, og
þætti vænt um að þú gerðir, ef
þú hefur tíma og tækifæri til.
Hér koma svo athugasemd-
irnar:
1. Þú segir, að ég gefi mjög
ranga og villandi mynd af Bene
dikt og fólki hans. Þó viður-
kennir þú, að sumt sem ég segi
sé rétt. Okkur ber alveg saman
um æviferil Benedikts, að öðru
leyti en því, að ártölin hjá þér
eru ekki nákvæm, en það eru
smámunir. Ég mótmæli því al-
gerlega, að umsögn mín um
Benedikt sé röng, enda færir þú
engin viðhlítandi rök fyrir því,
að svo sé. Þáttur minn er unn-
inn eftir skráðum heimildum,
aðallega hreppsbókum, og sögn-
ufn gamals fólks hér í sveit, sem
sumt mundi Benedikt og Rósu.
Þar á meðal var maður, greind-
ur og langminnugur, alinn upp
í Ásgerðarstaðaseli, næsta bæ
við Flögusel. Þar var gott ná-
grenni og kunningsskapur bæja
milli. Sagði hann mér frá ýmsu,
sem þar gerðist. Þá var ég
stráklingur, en man vel, það
sem ég heyrði. Það var fullum
áratug fyrr en þú fæddist.
2. Um Stuttu-Sigguþáttinn er
það að segja, að í honum á ég
ekki eitt orð, ekki einn staf-
krók. Ég hafði ekki hugmynd
um að hann var til fyrr en ég
rakst á hann í hefti af Grímu,
er ég var gestkomandi á bæ
einum. Ég hljóp yfir þáttinn,
lauslega þó, enda hef ég gleymt
flestu, sem þar var skráð. Man
ég það eitt fyrir víst, að höfund-
urinn var Jónas Rafnar læknir
og að heimildarmaður var tal-
inn Guðmundur faðir minn
ásamt fleirum, sem ég man ekki
hverjir voru. Þú segir að Guð-
mundur faðir minn sé aðal-
heimildarmaður Jónasar. Ég
held að það sé ekki rétt. Þó
fullyrði ég ekkert þar um. Og
hvað sem því líður, er Jónas
Rafnar ábyrgur fyrir því, sem í
þættinum stendur. Það er hlut-
verk höfundar, að vinna úr
heimildum og vinsa úr það, sem
taka skal. Ég held að faðir minn
eigi mjög fátt í þættinum, ein-
faldlega vegna þess, að hann
hafði mjög lítinn áhuga fyrir
þessu, sem við köllum alþýðu-
fróðleik. Áhugi hans var bund-
inn við fornbókmenntirnar og
sögu þjóðarinnar á fyrri öldum.
Bezt gæti ég trúað því, að pabbi
hafi sáralítið vitað um feril
Stuttu-Siggu fyrr en þá á sein-
ustu árum hennar, eða eftir að
hann fluttist hingað í sveit. Og
enginn þarf að segja mér, svo
að ég trúi, að hann hafi borið
óhróður um Siggu, eða nokkum
inann annan í eyru Jónasar.
Einn af mestu kostum pabba
var sá, að hann hallmælti aldrei
nokkrum manni á bak. Það
báru allir, em þekktu hann. Eitt
er þó í Sigguþætti, sem hlýtur
að vera frá pabba. Þú segir, að
þar sé sagt frá húsakynnum í
Flöguseli. Um það gat pabbi
einn vitað. Það hefur hann tek-
til Sigríðar L. Árnadóttur
ið úr gamalli úttektarbók. Úr
þeirri bók hafði ég og mína um-
sögn. Var það á engan hátt í
þeim tilgangi gert, að kasta rýrð
á Benedikt eða fólk hans, held-
ur aðeins til að varpa ljósi yfir
kjör þau, sem hann bjó við. Við
þetta skal ég bæta, að það eru
aðeins hégómaskrípi, flónskjaft-
ar og/eða illmenni, sem telja
það til mannlasta, að búa í
vondu húsi.
3. Benedikt var aldrei ofsótt-
ur. Þess er og hvergi getið, að
hann væri meinsmaður nokkurs
manns, nema fjölskyldunnar,
þegar sá gállinn var á honum,
en hann var einrænn og tróð
ekki lagðar götur. Er alltaf
nokkur hætta á, að þessháttar
menn verði bitbein almennings
og fyrirlitinn var hann. Það
leyndi sér ekki í tali fólks, fyrir
og eftir aldamótin síðustu.
Eins og ég tek fram í þættin-
um um Benedikt féll aldrei á
hann þjófnaðargrunur. Máttu
þó flestir, fátækir, afdalabænd-
ur undir því búa á þeirri þjóf-
hræðsluöld. Er Benedikt til
verðugs lofs, að svo grandvar
var hann í fátækt sinni, að eng-
inn efaðist um frómlyndi hans.
4. Aldrei heyrði ég talað um
ofdrykkju Stuttu-Siggu. Hygg
ég að sú sögn sé röng. Á dögum
Siggu þekktist varla að konur
drykkju. Kæmi það fyrir var
það mjög á orði haft, t. d. um
drykkjuskap Barðs-Elínar Þor-
steinsdóttur, sem heima átti á
Barði við Akureyri um miðja
síðustu öld. Þó er ekki fyrir það
að synja, að einhver kunni að
hafa fyllt Siggu, en almennt
hefur það ekki verið eins og þú
lætur þó liggja að, og berð þátt-
inn af Siggu fyrir.
5. Þegar Sigga lá úti var hún
kornabarn, að því er mér var
sagt. Tel ég mína heimild ekki
síðri þinni og öllu trúlegri. Eru
til fleiri sögur um útilegur smá-
barna, enda var það alltaf frétt-
næmt talið, er svo vildi til. „Þá
man ég nokkuð, hann Þórður
liggur út í Dal,“ hrópaði hús-
freyja ein, er hún hrökk upp af
svefni um hánótt. Hafði hún
gleymt fóstursyni sínum liggj-
andi nokkurn pöl frá bænum
um kvöldið. Þessháttar kom
víðar fyrir, einkum er kúg-
þreytt fólk stóð að heyverki
fram í myrkur og hafði smá-
börn með sér á teignum.
6. Það var Sigfús, en ekki
Friðfinnur, sem Benedikt sótti í
hríðinni vestur að Reykjum um
nóttina og frægt varð. Reyndar
skiptir litlu máli, hvor drengj-
anna það var. En hafa skal það,
sem sannara er. Og ekki muntu
telja söguna af því vera skráða
Benedikt til vansæmdar.
7. Þegar þú talar um greinar
þeirra feðga, áttu auðsjáanlega
við mig og föður minn. Þó
veiztu, að Sigguþátturinn er
eftir Jónas Rafnar. Og hér eftir
ætti þér að skiljast, að faðir
minn átti sáralítinn hlut að
heimildum þeim, sem þátturinn
byggist á. Ekki er þetta full ráð-
vendni hjá þér eða ritvendni,
sem þó mætti búast við, eftir
því sem þú ert stórorð um aðra,
mig og fleiri, og sakar um róg-
burð og fleira þessháttar.
8. Séra Gamalíel fékk ekki
illt orð. Hann naut talsverðrar
virðingar hjá sóknarbörnum sín
um. Sumt bendir til, að hann
hafi átt nokkuð af heldrimanna-
hroka, sem þá var nokkuð al-
gengur og talinn viðeigandi. Og
ekki var Gamalíel mjúkur í
máli um bresti náungans. Hann
var siðavandur, svo að það nálg
aðist ofstæki, einkum í kyn-
ferðismálum. Og fyrir kom, að
hann hótaði þeim, sem eitthvað
fóru þar úrskeiðis, helvíti og
kvölunum. Má gera sér í hugar-
lund, að ekki hefur verið nota-
legt að sitja undir þeim lestri í
kirkju fullri af fólki. Varpar
þetta nokkuð óhugnanlegum
blæ yfir séra Gamalíel, þó að
fleiri dæmi væru til um þess-
háttar framkomu klerka.
Bóndanefnur, auk Benedikts,
kallaði hann Gísla í Bási, sem
var fátæklingur, og Matthías í
Flögu og fleiri, að mig minnir.
Hafði Matthíasi orðið eitthvað
hrösult á skírlífisbrautinni, þá
var ekki að sökum að spyrja.
9. í þætti mínum um Bene-
dikt gat ég þess, að þau af börn-
um hans, sem ekki dóu í
bernsku, hafi náð nokkuð háum
aldri, og sum þeirra orðið mjög
gömul. Þetta segir þú, að ég hafi
skrifað óvart, eða getur þér
þess til. Ég skrifa aldrei óvart,
hvorki eitt né annað. í þessum
ummælum þínum gætir tals-
verðrar illkvittni í minri garð,
sem mér er reyndar sama um,
þó að ég vilji ekki láta þeim
ómótmælt.
10. Þá er að minnast á barns-
feður Siggu. Eðlilega er mér
ókunnugt um, hvers vegna höf-
undur Sigguþáttarins í Grímu
nefnir þá ekki. Það kemur mér
ekki við. En þú spyrð, hvort
þeir hafi verið fínir menn, og
nöfn þeirra því ekki tilgreind.
Ekki veit ég hvers vegna Jónas
Rafnar nefnir þá ekki. Kannski
hefur hann ekki um þá vitað.
En ég gat þeirra ekki af því
einu, að það var utan þess
ramma, sem ég sneið þætti mín-
um. Annars get ég látið þig vita,
hverjir þetta voru. — Ég held
að ég muni það rétt. — Og fínir
menn voru það ekki, eftir því
sem þá var talið. Annar þeirra
var Jón nokkur, kallaður Jón
vaktari. Hann var faðir fyrra
barnsins. Viðurnefnið hlaut
hann af því, að hann var nætur-
vörður á Akureyri um skeið.
Hann bjó í syðsta húsinu í Fjör-
unni. Hvorki þekki ég haus né
hala á ferli hans. Hinn barns-
faðir Siggu var Jón Sigurðsson,
kallaður háleggur, því að hann
var flestum mönnum hávaxn-
ari. Jón þessi bjó nokkur ár á
parti af Saurbæ hér í dalnum.
Hann var fátækur, en mjög vel
kynntur. Börn átti hann nokk-
ur. Þau voru vel gerð og örtuð-
ust vel.
11. Þú segir, að báðir barns-
feður Siggu hafi nauðgað henni,
er þeir hittu hana eina á víða-
vangi. Sök þá fellirðu á fleiri
menn án þess að nefna nöfn.
Vafalaust er þetta ofmælt hjá
þér og trúlega ósatt með öllu.
I þann tíð voru nauðganir mjög
fátíðar. Ég hef lesið alla yfir-
réttardóma frá því er rétturinn
var stofnaður um aldamótin
átjánhundruð, og fram yfir
miðja öldina, eða dóma vel hálfr
ar aldar. Minnist ég þaðan að-
eins eins refsidóms fyrir nauðg-
un. Þú segir, að sá, sem Sigga
benti á hafi játað á sig verknað-
inn. Hvaða verknað? Nauðgun
eða bara samfarir við Siggu?
Það er sitt hvað. Hafi nauðgun
sannast hlaut sá seki, að vera
dæmdur til refsingar, líklega til
stórhýðingar eða refsivistar á
dönsku tukthúsi. Var það? Þó
að svo hafi verið, sem ég held
nú reyndar að ekki væri, að
annarhvor bamsfeðranna hafi
eða báðir reynzt sannir að sök,
þá afsakar það ekki ljót óbóta-
brigzl um aðra menn saklausa.
12. Þú minnist á sagnfræðinga
í Fram-Hörgárdal, sem reyndar
eru engir til. Það hlýt ég að
taka sem háðsyrði stefnt að
mér, og læt mér á sama standa.
Annars er það vist flest úr
Grímuþættinum, sem þú hefur
á hornum þér.
13. Hvar er sagt frá því, að
einhverjir afkomendur Bene-
dikts hafi skammast sín fyrir
ætternið? Ekki er það frá mér,
enda varð ég slíks aldrei var,
eða heyrði þess getið. Hitt sagði
ég, að allt til aldamóta hefði
mátt heyra fólk — ekki niðja
Benedikts —; tala með lítils-
virðingu um ættmenn hans.
Sjálfir gerðu þeir það auðvitað
ekki.
14. Viltu gera mér þann
greiða, að láta mig vita um nöfn
nokkurra þeirra manna, afkom-
enda Flöguselshjónanna, sem
standa framarlega meðal
menntamanna og ráðamanna
þjóðarinnar. Ég veit ekki um
marga, en trúi þér. Þetta er að-
eins forvitnisbón.
15. Þú segir, að fyrir nokkr-
um árum hafi ábyrgir, góðir
ættfræðingar og fræðimenn
rannsakað ættir Hörgdæla.
Þetta þótti mér góð vitneskja,
þó að mér kæmi það nokkuð á
óvart. Ég vissi ekki annað en að
ég væri eini maðurinn, núlif-
andi, sem það hefði gert. Bragi
heitinn Sveinsson hafði unnið
þar ágætt starf, en sem kunnugt
er féll hann frá í blóma aldurs
sinn fyrir mörgum árum til
óbætanlegs skaða fyrir íslenzka
ættfræði. En úr því þetta er
svona lagað bið ég þig að láta
mér í té vitneskju um hvaða
menn þetta eru. Mig fýsir nefni
lega, að fá upplýsingar um ýmis
ættfræðileg atriði, sem mér eru
óljós, og ég fæ ekki rannsakað
sjálfur héðan af. Ættu þessir
menn, eða einhver þeirra, að
geta frætt mig um sitthvað í
þessu efni, en þá þarf ég að vita
til hvers ég á að snúa mér. Ég
vona, að þú verðir við þessari
bón minni, þó að þú teljir mig
hvorki ábyrgan né góðan fræði-
mann.
Þá verða þessar athugasemd-
ir ekki fleiri að sinni. Að lok-
um vil ég þó bæta þessu við:
Ef sagnir þær, sem við höfum
heyrt um Benedikt í Flöguseli
eru ósamhljóða og stangazt á í
verulegum atriðum, þá verðum
við víst að gera okkur að góðu,
að héðanaf fáist engar órækar
sannanir um sannyrði þeirra,
svo að óyggjandi sé. Þó leyfi ég
mér að halda því fram, að það
sem ég hefi sagt og heyrt í
þessu efni sé á meiri og betri
rökum reist en munnmæli þau,
sem þú byggir á. Mínir sögu-
menn, sumir, þekktu þau Flögu-
selshjón bæði, og voru þeim
hvorki óvinveittir né vanda-
bundnir á nokkurn hátt. Og ég
veit, að þeir sögðu rétt og hlut-
drægnislaust frá, og bar alltént
saman í öllu, sem máli skipti.
Þína fræðslu muntu hafa frá
niðjum Benedikts, ættingjum
þínum. Ekki væni ég þá um að
skrökva,. en þegar skyldmenni
og vandamenn segja frá, er
alltaf nokkur hætta á, að yfir
einhverjar hrukkur sléttist og
myndin verði því ekki allskost-
ar rétt.
Allir erum við gallagripir að
einhverju leyti, og er ekki nema
gott um það að segja ef eitthvað
er til að hengja á klakkinn á
móti, svö að ekki hallist á til
muna. Leiðinlegastir eru þeir,
sem hafa enga galla aðra en
þann, að vanta alla kosti. Hjá
Benedikt hallaðist ekki á til
verri hliðarinnar, svo voru kost
ir hans miklir. Það hef ég sýnt
og sannað með þættinum. Ekki
ræði ég þetta mál frekar, en bið
þig að svara spurningunum.
Svo kveð ég þig með góðum
hug og virðingu.
Eiður Guðmuudsson.
5
f-!1 I
llólar í 1-Ijaltadal.
Biskupssetur — ki’istilegur skóli
SÉRA Árni Sigurðsson á
Blönduósi var hér nýlega á fefð
og hitti blaðið hann þá að máli.
Barst talið einkum að Hólahátíð
inni, sem að þessu sinni verður
haldin 29. júlí. En það er Hóla-
félagið, sem nú er níu ára, sem
undirbýr þessa miklu hátíð á
Hólum í Hjaltadal hvert sumar.
En séra Árni er einmitt núver-
andi formaður Hólafélagsins.
Viltu segja eitthvað um sjálft
félagið, séra Árni?
Það verður tíu ára á næsta
ári, var stofnað 16. ágúst 1964,
og tilgangur þess er sá, að beita
sér fyrir samtökum meðal þjóð-
arinnar um eflingu Hólastaðar
á víðtækan hátt. Höfuðáherzla
er lögð á stofnun biskupsstóls
þar og stofnun kristilegs skóla,
til viðbótar þeim skóla og
kirkjustað, sem þar er. En á
Hólum er kunnur bændaskóli
og fyrrum var þar biskupssetur.
Að því er stefnt, að Hólar verði
í framtíðinni andleg aflstöð og
kirkjuleg miðstöð í Hólastifti.
Hve mannmargt er Hóla-
félagið?
Um fullnaðartölu er ég ekki
viss, en unnið er nú að því, að
efla félagið að félagatölu og
breyta skipulagi þess.
Helztu störf félagsins?
Félagið stendur fyrir hinum
árlega Hóladegi. Þá hefur félag-
ið átt frumkvæði að því, að nú
hefur verið gert skipulag af
staðnum, þ. e. skipulagstillögur.
Þá leggur félagið á það áherzlu,
að staðurinn verði mjög lag-
færður og verður byrjað á nýj-
um garði kringum Hóladóm-
kirkju, samkvæmt fjárveitingu,
sem fyrir liggur.
Eitt höfuðhlutverok félagsins
er að koma upp kirkjulegum
skóla á Hólum. Framkvæmdir
eru ekki hafnar, enda viljum
við fyrst fá reynslu af hliðstæð-
um skóla í Skálholti, en skóla-
starf þar er þegar hafið. Kirkja
og skóli eiga að fá meiri áhrifa-
aðstöðu á þessum fornfræga
stað en verið hefur, eða fá
meira svigrúm á staðnum.
Og Hóladagurinn
Hann verður haldinn 29. júlí
n. k. og þangað kemur og pre-
dikar norski presturinn og ís-
landsvinurinn Harald Hope. Al-
menn samkoma verður að guðs-
þjónustu lokinni og þar mun
biskup íslands herra Sigurbjörn
Einarsson flytja erindi og þar
verður fleira á dagskrá, sem
síðar verður auglýst. En fyrir
hádegi þennan sama dag verður
aðalfundur Hólafélagsins hald-
inn heima á staðnum. Hóladag-
urinn hefur ætíð verið mjög
fjölmennur.
Nokkuð fleira sérstakt um
stefnumál Hólafélagsins?
Já, þess vil ég geta, að Fjórð-
ungssambandið styður ákveðið
stefnu okkar um endurreisn
Hólastaðar og er það okkur
mikill stuðningur.
Við vonum, að allir Norðlend-
ingar eigi eftir að sameinast um
þetta mikla menningarmál, seg-
ir séra Árni Sigurðsson að lok-
um og þakkar blaðið góð svör
hans. □
- Skallskráin
(Framhald af blaðsíðu 1)
í skóla í sex mánuði eða lengur
á sl. ári, eftir sömu reglum og
við álagningu tekjuskatts.
Reiknuð útsvör, samkvæmt
framansögðu, eru lækkuð sem
hér segir:
Hjá hjónum og einstæðum
foreldrum, sem hafa fyrir heim-
ili að sjá, um kr. 7.000.
Hjá einstaklingum um kr.
Ályktun um landhelgismál
BÆJARSTJÓRN HÚSAVÍKUR
lýsir yfir fullum stuðningi við
aðgerðir íslenzkra stjórnvalda í
landhelgismálinu. Einnig lýsir
bæjarstjórn yfir fullu trausti á
störfum landhelgisgæzlunnar og
dáist að hugprýði og ró varð-
skipsmanna í baráttu við ofur-
eflið.
Bæjarstjórn lýsir furðu sinni
á skammsýni brezkra stjórn-
valda í þessu máli, sem sýnir
að gamla nýlendustefnan er
ekki liðin undir lok.
Þá minnir bæjarstjórn á, að
löndunarbann Breta árið 1952
knúði íslendinga til markaðs-
leitar í Austur-Evrópu. Verður
ekki betur séð, en að aðgerðir
Breta nú, ásamt aðgerðarleysi
NATO hljóti að beina íslenzku
þjóðinni enn frekar á vit aust-
rænna þjóða í von um liðsinni,
þegar ýmsar nálægar vinaþjóð-
ir bregðast.
Að lokum lýsir bæjarstjórn
Húsavíkur fyrirlitningu sinni á
fréttaflutningi brezkra blaða og
annarra fjölmiðla um landhelg-
ismálið, sem vekur alvarlega til
umhugsunar um hvort, og þá
hvenær, sé óhætt að taka mark
á fréttum fréttastofa um heims-
málin almennt.
Telur bæjarstjórnin brýna
nauðsyn bera til að neyta allra
bragða og spara í engu til að
koma réttum lýsingum á at-
burðum á íslandsmiðum í heims
pressuna ef takast mætti að
sporna við kerfisbundinni rang-
túlkun brezkra stjórnvalda og
fréttastofa. (Fréttatilkynning).
Snillingar hér á ferðinni
THE NEW ENGLAND YOUTH
ENSEMBLE, en svo heitir lítil,
sinfónísk sveit, sem er á hljóm-
leikaför um Evrópu, og kemur
til íslands 20. júlí n. k. Hún er
skipuð 23 ungmennum á aldr-
inum 15—17 ára. Flest leika þau
á fleira en eitt hljóðfæri og eru
sigurvegarar í alls kyns tón-
listarlegri samkeppni einstakra
fylkja Bandaríkjanna, svo og
þjóðarsamkeppni þar. í sveit-
inni eru einnig söngvarar,
Stjórnandinn, frú Virginía
Rittenhouse, er doktor í tónlist,
afburða fiðlu- og píanóleikari,
mjög kröfuhörð ög vandvirk.
Hún stjórnar einnig annarri
hljómsveit, sem skipuð er full-
orðnu fólki.
Þau leika 20. og 21. júlí í
Reykjavík og sunnudagskvöldið
22. júlí kl. 20.30 í Akureyran-
kirkju.
Á hlutverkaskránni eru sígild
verk stórmeistara tónlistar-
heimsins.
Ath.: Þau hafa ákveðið, að
allur ágóði af hljómlistarflutn-
ingnum renni til Vestmanna-
eyjasöfnunarinnar. Gefst hljóm
leikagestum því tækifæri til að
leggja fram til Vestmannaeyja
styrk, sem verður veitt móttaka
að loknum hljómleikum á
hverjum stað.
Þar sem ég þekki persónulega
til þessara listamanna, veit ég,
að þeir færa hrífandi ánægju
hverjum, sem á hlýðir. Hvet ég
ungt fólk sérstaklega til að
koma og njóta þess, sem jafn-
aldrar þeirra gera.
Jón Hj. Jónsson.
hefur verið lögð fram f
5.000, og vegna barna innan 16
ára aldurs um kr., 1.000. Hafi
gjaldandi fleiri börn en þrjú
innan 16 ára aldurs á frárhfæri
sínu, er útsvar hans ennfremur
lækkað um kr. 2.00Q fyrir hvert
barn umfram þrjú.
Viðlagagjald af útsvarsskyld-
um tekjum er lagt á samkvæmt
4. tl. 8. gr. laga nr. 4/1973, um
neyðarráðstafanir vegna jarð-
elda á Heimaey, sbr. 4. gr. reglu
gerðar nr. 63/1973, um viðlaga-
gjald.
Viðlagagjald er reiknað 1% af
útsvarsskyldum tekjum, ákvörð
un samkvæmt 23. gr. laga nr.
8/1972. Hjá þeim gjaldendum,
sem náð höfðu 67 ára aldri eða
nutu örorkulífeyris á sl. ári, er
gjaldið lækkað um kr. 1.500 hjá
hjónum og kr. 900 hjá ein-
staklingi.
Skattstjóri. j
Kosningar í bæjarstjórn
SÍÐASTA dag maímánaðar fóru
fram hinar ýmsu, árlegu kosn-
ingar hjá bæjarstjórn Akureyr-
ar, þær, sem miðaðar eru við
eitt ár í senn. Þessar eru merk-
astar:
Bæjarráð:
Sigurður Óli Brynjólfsson,
Valur Arnþórsson,
Jón G. Sólnes,
Gísdi Jónsson,
Ingólfur Árnason.
Varamenn:
Sigurður Jóhannesson,
Stefán Reykjalín,
Lárus Jónsson,
Knútur Otterstedt,
Þorvaldur Jónsson.
Bygginganefnd:
Stefán Reykjalín,
Gísli Magnússon,
Sigurður Hannesson,
Bjarni Sveinsson,
Haukur Haraldsson.
Varamenn:
Mikael Jóhannesson,
Pétur Pálmason,
Rafn Magnússon,
Tryggvi Sæmundsson,
Sveinn Tryggvason.
Hafnarstjórn:
Stefán Reykjalín,
Jón Aspar,
Lárus Jónsson,
Vilhelm Þorsteinsson,
Tryggvi Helgason.
Varamenn:
Bjarni Jóhannesson,
Jón Samúelsson,
Jónas Þorsteinsson,
Þorsteinn Þorsteinss. skipasm.,
Jón B. Rögnvaldsson.
Rafveitustjóm:
Sigurður Jóhannesson,
Ingvi Rafn Jóhannsson,
Gunnlaugur Fr. Jóhannsson,
Sigtryggur Þorbjömsson,
Sigursveinn Jóhannesson.
Varamenn:
Sigurður Óli Brynjólfsson,
Ingvar Baldursson,
Baldvin Ásgeirsson,
Tryggvi Pálsson,
Ásgrímur Tryggvason.
Hæstu einstaklingar: Tekju- skattur Útsvar og viðlagagj. Aðst.gj. og viðlagagj. Eigna- skattur Samtals krónur
1. Ingvi Rafn Jóhannsson, rafvirki 682.730 218.200 107.100 42.090 1.050.120
2. Sigurður Ólason, læknir 684.650 212.500 3.700 17.645 918.495
3. Gauti Arnþórsson, læknir 616.657 205.300 0 0 821.987
4. Jón Guðmundsson, forstjóri ... 583.994 185.500 24.000 6.924 800.418
5. Baldur Jónsson, læknir 540.665 214.300 5.000 0 759.965
6. Baldur Ingimarsson, lyfjafr. ... 538.665 180.400 0 35.029 754.094
7. Arnór Karlsson, kaupmaður ... 347.928 105.300 281.800 11.737 746.765
8. Jónas H. Traustason, forstjóri .. 495.069 159.400 2.300 56.670 713.439
9. Birgir Ágústsson, verkfræðingur 473.249 190.600 41.200 4.543 709.592
10. Þóroddur Jónasson, læknir .... 509.290 168.800 9.100 6.665 693.885
11. Bjarni Rafnar, læknir 500.046 172.900 3.200 1.139 677.285
Hæstu félög: Tekju- skattur Aðstöðu- gjald Viðlaga- gjald Aðst.gj. og viðlagagj. Eigna- skattur Samtals krónur
1.685.499 6.727.900 3.622.700 10.350.600 6.725.461 18.761.560
2. Verksmiðjur S.Í.S 4.237.000 2.281.500 6.518.500 6.518.500
3. Útgerðarf. Akureyringa h.f. 1.491.910 803.400 2.295.300 2.295.300
4. Amaró h.f 624.500 336.200 960.700 607.952 1.568.652
5. Kaffibrennsla Akureyrar .. 843.365 407.100 219.200 626.300 11.315 1.480.970
6. Atli h.f 1.125.896 151.600 81.600 233.200 75.065 1.434.161
7. Slippstöðin h.f 891.300 479.900 1.371.200 1.371.200
8. B.T.B 189.228 374.500 201.700 576.200 241.611 1.007.039
9. Ljósgjafinn h.f 803.645 95.500 51.500 147.000 40.366 990.411
10. Linda 462.800 249.200 712.000 272.183 984.183