Dagur - 12.09.1973, Síða 1

Dagur - 12.09.1973, Síða 1
Konia fogararnir í næsfu viku? GÍSLI Konráðsson hjá Útgerð- arfélagi Akureyringa h.f. tjáði blaðinu eftirfarandi á mánudag- inn: Við bíðum eftir því að togar- arnir tveir, sem búið er að TRILLUBÁTUR KOM í STAÐ VARÐSKIPS KJÖRDÆMISÞING Framsókn- armanna í Norðurlandskjör- dæmi vestra var haldið á Húna- völlum á laugardaginn og hófst það klukkan 10 árdegis. Um 70 fulltrúar sóttu þingið. Ólafur Jóhannesson forsætisráðherra var gestur fundarins og flutti langa og ítarlega ræðu um stjórnmálaviðhorfið. Ennfremur flutti Elías Snæland Jónsson formaður SUF ávarp. Stjórn Kjördæmissambands- ins skipa: Guttormur Óskars- son formaður og með honum í stjórn Sigurður Líndal, Lækja- móti, Gunnar Sæmundsson, Hrútatungu, Pétur Sigurðsson, Skeggjastöðum, Jón Bjarnason, Ási, Haraldur Hermannsson, Yztamói, Úlfar Sveinsson, Ing- veldarstöðum, Bjarni M. Þor- steinsson, Siglufirði og Skafti Guðmundsson, Siglufirði. Það bar við á fimmtudaginn, að kært var til lögreglunnar á Sauðárkróki yfir ólöglegum veiðum innarlgea á Skagafirði. Kári Steinþórsson lögreglu- þjónn, Karl Hólm og Lárus Run ólfsson hafnsögumaður fóru á trillubáti út með Reykjaströnd- inni og komu að Blátindi SK 88 í landhelgi á fimmta tímanum og var hann þá nýbyrjaður að hífa. Er þar skemmst af að segja, að löggæzlumennirnir fóru um borð í bátinn og fóru með hann til hafnar. Dómur hefur gengið í málinu og var sektin ákveðin 35 þús. krónur auk sakarkostnaðar og afli og veiðarfæri gerð upptæk. Þykir þetta vel að verki stað- ið, og þar sem ekkert skip Land helgisgæzlunnar var nálægt var ekki um aðrar aðgerðir að velja. Löggæzlumenn á Sauðárkróki gerðu einnig tilraun til að taka Berghildi SI, þar sem hún var að ólöglegum veiðum á föstu- daginn. Báturinn komst undan. Framangreindar upplýsingar éru frá formanni Kjördæmis- sambandsins og lögreglunni á Sauðárkróki. □ kaupa, verði afhentir í Færeyj- um. Það gæti orðið um næstu helgi. Kaupin hafa farið fram og tilskilin leyfi færeyskra yfir- valda um sölu skipanna úr landi fengin. Verið er að út- búa skipin til formlegrar af- hendingar og ganga frá ýmsu varðandi kaupin. Fyrir nokkru síðan fóru tveir skipstjórar, Áki Stefánsson og Halldór Hallgrímsson, og vél- stjórarnir Eysteinn Bjarnason og Valur Finnsson, frá Ú. A. til Færeyja og þangað munum við svo senda áhafnir þegar skipin verða tilbúin. Skip þessi heita Svalbakur og Sléttbakur. Eftir heimkomuna verður vinnsluplássi breytt, þar sem áður fór fram flökun og pökkun, en verður nú aðgerðar- pláss. □ G. P. K. tók þessa mynd í nýju Vefnaðarvörudeil dinni. VEFNAÐARVÖRUDEILD KEAI NYJU HU5NÆÐI ÞRIDJUDAGINN 11. septem- ber var 2. hæð nýbyggingar KEA við Hafnarstræti 95 tekin í notkun. Er hér um að ræða um það bil 500 fermetra hús- næði, sem Vefnaðarvörudeild KEA hefir flutt í, en í fyrra húsnæði deildarinnar mun hluti af Járn- og glervörudeild flytja innan skamms. Með þessu er stórt skref stig- ið í þeirri skipulagsbreytingu, sem KEA tilkynnti um sl. ára- mót, þ. e. að stefnt skyldi að sameiningu Vefnaðarvörudeild- ar, Skódeildar, Herradeildar og Járn- og glervörudeildar í eitt vöruhús. Hið nýja húsnæði Vefnaðar- vörudeildar er mjög vistlegt, rúmgott og hið smekklegasta í VETRARSTARF LA HAFIÐ Á FUNDI með fréttamönnum á Hótel Varðborg á laugardaginn, skýrði Jón Kristinsson formað- ur Leikfélags Akureyrar og Magnús Jónsson leikhússtjóri frá verkefnum félagsins á næsta leikári og fer fréttatilkynning L. A. hér á eftir: Vetrarstarf Leikfélags Akur- eyrar er að hefjast um þessar mundir. í fyrsta sinn í sögu fé- lagsins tekur nú til starfa fast- ráðinn hópur leikara, en þeir eru átta: Þórhalla Þorsteins- dóttir, Sigurveig Jónsdóttir, Þór hildur Þorleifsdóttir, Saga Jóns- dóttir, Þráinn Karlsson, Arnar Jónsson, Aðalsteinn Bergdal og Gestur Einar Jónasson. Fyrsta verkefni L. A. í vetur er Don Juan eftir Moliere. Leik félag Akureyrar vill með vali þessa verkefnis bæði minnast 300 ára ártíðar þessa fræga gamanleikjahöfundar og hefja leikárið með bráðskemmtileg- um gamanleik. Don Juan hefur ekki verið leikinn fyrr á Islandi Um miðjan nóvember hefjast æfingar á leikritinu Haninn háttprúði eftir Sean O’Casey. Þýðinguna gerði Þorleifur Hauksson, en leikritið hefur ekki verið áður sýnt hérlendis. Enskur leikstjóri, David Scott, kemur til landsins til að setja leikinn á við. Áformað er að sýna þrjú önn- ur verkefni á leikárinu og bind- ur félagið vonir við að íslenzkir höfundar bregðist vel við aug- lýsingu L. A., sem birt var í blöðum í vor, en þar var aug- lýst eftir samvinnu við höfund í því skyni að koma nýju ís- lenzku leikriti á svið. Skilafrest ur á drögum að leikritum eða greinargerð um fyrirhugað verk er til 1. október. Um næstu mánaðamót hefst leiklistarnámskeið félagsins. □ a fé!l irm helgina FYRSTA frostnóttin á haustinu var um síðustu helgi, á sunnu- dagsnóttina. Féll þá víðast kartöflugras í görðum, þó mis- jai'nlega mikið. Kartöflur spruttu seint í ár vegna langvarandi kulda á fyrri hluta vaxtarskeiðsins, en síðan vel og mun uppskera orðin sæmileg eða jafnvel allgóð þar sem hún er bezt, en annars stað- ar er hún undir meðallagi. í sumar voru settir niður 800 pokar af nokkrum völdum teg- undum í Öngulsstaðahreppi, Svalbarðsstrandarhreppi og Grýtubakkahreppi, og er rækt- un þessi svonefnd stofnrækt, þ. e. útsæðisrækt fyrir Græn- metisverzlun landbúnaðarins og er undir eftirliti jurtasjúkdóma fræðings. Þykir útsæði af Norð- urlandi heilbrigðara en sunn- lenzkt og þess vegna er stofn- ræktin hér. Framleiðendurnir fá nokkru hærra verð fyrir vöru sína en aðrir, en þurfa að halda útsæðinu óblönduðu og hlýta þeim reglum öðrum, er þeim eru settar. □ Á SIGLUFIRÐI er nú komin hin indæla og kyrra hausttíð, sem þar er oft um þetta leyti. Framkvæmdir eru miklar en ýmsar þeirra verða síðbúnir. Af þeim má nefna gatnagerð og er verið að undirbúa Suðurgötu og Hverfisgötu undir varanlegt slit lag, sem væntanlega verður lagt á næsta sumar. Hlutafélagið Þormóður rammi er nú að vinna við fyrsta áfanga mikilla bygginga og er þar byrjað að steypa. Er byggt á lóð gömlu Rauðku og fleiri nærliggj andi lóðum, sem bærinn átti og Þormóður rammi á nú. Er þetta geysileg framkvæmd. Eru fyrst byggðar frystigeymslur, en þarna á að rísa mikil útgerðar- stöð og fiskiðja. En þessar tvær framkvæmdir krefjast mikils starfs og fjármagns. Þá er verið að fullgera nokkrar íbúðir frá í fyrra og verið að bygg'ja ný hús. í Barnaskóla Siglufjarðar eru 300 börn á aldrinum 6—12 ára. Skólastjóri er Jóhann Þorvalds- son, sem tekur við því starfi af Hlöðver Sigurðssyni, sem ósk- aði að láta af störfum sakir aldurs. Kennarar eru tíu fast- ráðnir og þrír stundakennarar. Nýtt stálskip, Stálvík að nafni, 500 lesta skuttogari frá Stálvík, er kominn til Siglu- fjarðar og fer hann á veiðar einhvern næsta dag. Skipstjóri er Friðrik Einarsson og fyrsti vélstjóri Agnar Þór Haraldsson og áhöfnin öll siglfirzk. alla staði. Innréttingarnar voru keyptar hjá sænska samvinnu- sambandinu í Stokkhólmi, en innréttingar af þessari gerð hafa gefið mjög góða raun í Svíþjóð og fleiri löndum. Gólfteppasala KEA, sem áður var í þröngu húsnæði í kjallara Hafnarstrætis 93 (Herradeild), hefir nú fengið rýmri aðstöðu í hinni nýju verzlun og getur því boðið viðskiptavinum sínum upp á fjölbreyttara og aðgengi- legra úrval gólfteppa en áður. Ymsar aðrar nýjungar er að finna í hinni nýju Vefnaðarvöru deild, svo sem „torgið“, sem er sérlega útbúinn staður fyrir til- búinn fatnað, og „glugginn“, þar sem hægt er að virða fyrir sér prufur að fjölda glugga- tjaldategunda í því ástandi, sem slíkir hlutir sjást venjulegast. í Vefnaðarvörudeild starfa nú 9 manns, auk deildarstjórans Kára Johansen. Vöruhússtjóri er Björn Baldursson. □ BANASLYS FIMMTÁN ára piltur, Svavar Gunnþórsson, Skarðshlíð 13, Akureyri, lézt í dráttarvélaslysi á Gásum sl. fimmtudagskvöld, er liann var að hjálpa bræðrum sínum þar við bústörfin. Q Sijcmmálasctmbandi slitið? Á RÍKISSTJÓKNARFUNDI árdegis í gær, þriðjudag, var samþykkt, að brezku ríkisstjórninni verði tilkynnt, að ef lierskip hennar og dráttarbátar haldi áfram ásiglingum á íslenzk skip, sjái íslenzka ríkisstjórnin sig tilneydda að krefjast slita stjórnmálasamskipta landanna. Þannig, að sendiráði Breta í Reykjavík verði lokað og starfslið þess kvatt heim. Þá lagði ríkisstjórnin svo fyrir flugumferðarstjóm í gær- morgun, að stöðvað verði nú þegar samband við brezku Nimrod-þoturnar. Ólafur Jóliannesson lýsti því yfir, að ríkisstjórnarfundi Ioknum, að samþykktir þessar hefðu verið gerðar samhljóða í ríkisstjórninni. Eins og nú er komið málum, er það á valdi Brctanna að varðveita stjórnmálasambandið eða rjúfa það.

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.