Dagur - 12.09.1973, Side 4
4
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og óbyrgðarmaður:
ERIINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar hi.
Atvinnuleikhús
LEIKFÉLAG AKUREYRAR hefur
starfað í meira en hálfan sjötta ára-
tug, og á sérstæðan menningarþátt í
sögu bæjarins á þessum tíma. Það
hefur þroskað fjölmarga einstakl-
inga, sem stundað hafa leiklistina,
en jafnframt veitt bæjarbúum ótald-
ar ánægjustundir. Leikhúsin hafa
víða um heim og um aldir flutt fólk-
inu boðskap andans manna og jafn-
framt gleðileiki. Leiklistin hefur að
vísu risið og hnigið, átt sína miklu
álirifatíma og öldudali, en þó víðast
verið áhrifaþáttur menningarlífsins.
Fólk hefur ætíð þurft brauð og leiki,
það vissu valdhafamir og reyndu að
veita þegnunum þessar nauðsynjar,
Kirkjan tók leiklistina einnig
snemma í þjónustu sína til að auðga
trúarlegar athafnir sínar.
Listin er margþætt og ekki er allt
list, sem svo er kallað og engin list-
grein nær til allra. En hver listgrein,
til dæmis sönglist, málaralist eða leik
list, sem snertir einhvern streng í
brjósti hins almenna borgara og
veldur geðhrifum, er máttug og
skapandi.
Leikfélag Akureyrar hefur unnið
að því í fjögur ár, að gera leikhús
bæjarins að atvinnuleikliúsi. Hið
opinbera, bæði bær og ríki, hefur
gefið hughyndinni byr undir vængi,
og eru nú í fyrsta sinn, í upphafi
þessa leikárs, 8 leikarar ráðnir til
starfa við leikhúsið á Akureyri. Þar
með hefst nýr kapituli í sögu Leikfél.
Akureyrar og væntanlega einnig í
leiklistarlífi bæjarbúa. Forráðamenn
félagsins, leikararnir og aðrir starfs-
menn þess, sem nú hafa fengið aukið
svigrúm til starfa, munu eflaust ætla
sér stærri hlut en fyrr, og leikhús-
gestir munu nú einnig gera meiri
kröfur. Fer vel á því, að þetta tvennt
fari saman.
Leikhús Akureyringa er nær sjö
áratuga gamalt timburhús, sem hlot-
ið hefur nokkrar viðgerðir og hefur
þjónað sínu hlutverki með sóma. En
tími er til þess kominn, að undirbúa
staðarval og byggingu nýs leikhúss,
atvinnuleikhúss, svo framarlega að
hin nýja stefna í leikhúsmálum sé í
samræmi við óskir hinna almennu
borgara.
Á síðari árum hefur þróazt grósku-
mikið leiklistarlíf í höfuðborg lands-
ins, þar sem Þjóðleikhúsið og Leik-
félag -Reykjavíkur halda listgrein
inni hátt á lofti og við ótrúlega að-
sókn. f höfuðstað Norðurlands er
margt góðra leikara og hefur svo
verið um áraraðir. Þröngur fjárhag-
ur hefur komið í veg fyrir það, að
hinir ágætu hæfileikar nytu sín til
fulls. Mætti það vera liðin tíð. □
Grænlenzkur vinabær heimsóffur
(Framhald af blaðsíðu 8)
ig eru verzlanir einstaklinga.
Danska verzlunin er fyrsta
flokks, deildaskipt með kjör-
búðafyrirkomulagi með fyrsta
flokks vörum og miklu vöru-
úrvali. Aðrar verzlanir eru
einnig góðar, svo að margir
staðir á íslandi mættu þakka
fyrir jafn góða verzlunarþjón-
ustu.
í Narssak er ársgamalt sjúkra
hús, sem ég vildi að einhverjir
íslendingar, sem kunnáttu hafa
á þeim málum sæju og skoðuðu.
Gæti sjúkrahús af þessari gerð
eflaust vérið hagkvæmt hér á
landi. f því voru 18 sjúkrarúm,
skurðstofa og allri nauðsynlegri
grundvallaraðstöðu vel fyrir-
komið og glæsilegt hús á allan
hátt.
Geysistór barna- og unglinga-
skóli er í byggingu. Er auðséð
á öllu, að þarna er verið að
byggja upp grundvallaraðstöðu
menningarsamfélags.
Á leiðinni frá Narssak inn á
flugvöllinn, sem farið er á bát,
komum við á þrjá bóndabæi. En
landbúnaðurinn á Grænlandi
byggist á sauðfénu, sem ættað
er frá íslandi. Kúabúskapur
mun enginn vera og ég saknaði
mjólkurinnar. Þá eru þar einn-
ig hestar. Fyrst komum við á
lítið býli. Ekki er þar bryggja,
enda myndi ísinn líklega brjóta
hana, en hins vegar hefur nátt-
úran séð fyrir klettum, sem auð
velt er að leggjast að. Við vor-
um leidd heim að íbúðarhúsinu,
sem er úr timbri, og í stofu var
okkur boðið sérríglas, kaffi og
meðlæti, þar með kleinur.
Hreinlætið og snyrtimennskan
var þarna eins og alls staðar
annars staðar, bæði úti og inni.
Bóndinn á 300 ær. Ég held að
aðaltilgangurinn með heimsókn
inni hafi verið að sýna okkur
bæjarlækinn. Hann fellur rétt
við túngarðinn og er fallhæð
hentug til virkjunar. En virkjun
er draumur bóndans, og hann
vissi, að íslendingar hafa marg-
ir virkjað bæjarlæki sína. Hann
hafði sent dönskum yfirvöldum
fyrirspurnir um þetta mál, en
ekki fengið mjög fullkomnar
upplýsingar, en þó ógnvekjandi
kostnaðartölur. Okkur sýndist
auðvelt að virkja lækinn og nú
Jiurfum við að láta þennan
bónda njóta góðs af reynslu
okkar í virkjun bæjarlækja,
hvernig sem við förum nú að
því.
Féð gengur sjálfala og fellur
í hörðum vetrum. Heyskapur er
lítill, túnblettir nokkrir nálægt
bæ, en þarna er treyst á úti-
ganginn. Á næsta bæ var búið
stærra og átti bóndi 800 ær og
er bóndinn formaður græn-
lenzka búnaðarsambandsins.
Þar er stærra tún og þrjár
dráttarvélar sáum við. íbúðar-
húsið var stórt og myndarlegt
timburhús. Heimilið er sam-
bærilegt við það bezta sem ég
þekki í íslenzkri sveit. Kökurn-
ar með kaffinu voru sams konar
og við fáum hér heima. Afurða-
verðið til bændanna hafði hækk
að en bónda þótti það þó of
lágt. Bændur semja um það
beint við ríkisvaldið. Þegar við
lýstum fyrir honum okkar kerfi
í verðlagningu búvara, leizt
honum betur á það. Bændur
selja dilkana á fæti og verðið
er talsvert minna en íslenzkir
bændur fá. Móttökurnar voru
alveg frábærar.
í Brattahlíð er eiginlega
sveitaþorp, sem stendur gegnt
Narsassúakflugvelli fyrir botni
Eiríksfjarðar. Þar skoðuðum
við, undir leiðsögn vinar okkar
Eiríks rauða, sem komið hefur
hingað til lands og heimsótt
okkur, rústir af mannvirkjum
hinnar fornu íslendingabyggð-
ar á Grænlandi. En óþarft er að
segja nánar frá þeim. En mann-
vistarleifar, bæði bústaðir og
kirkjur, eru hinar merkilegustu
fornminjar. Og á klettavegg er
minnismerki um þetta fólk.
Hjá einum af bræðrum Eiríks
rauða var okkur boðinn matur
og var þar allt gert á svo stór-
myndarlegan hátt, að ég held
að aðrir myndu tæplega gera
betur.
Byggðin á Grænlandi er að
mörgu leyti áþekk byggðinni
hér á Norðurlandi. Grænlend-
ingar eru um 36 þúsund talsins,
en hér á Norðurlandi eru um
33 þúsund manns. Grænlending
ar búa dreift eins og við. Fyrir
miðri byggð vesturstrandarinn-
ar er höfuðstaðurinn Godtháb,
og þjónar sama hlutverki og
Akureyri Norðurlandi. í Godt-
háb eru um 8 þúsund manns.
Síðan er Holseinsborg með um
4 þúsund manns og svo Narssak
og aðrir álíka og minni. Innan-
landssamgöngur eru ákaflega
erfiðar og dýrar og er nær
ógerningur að leggja vegi. Sam-
göngur eru því á sjó og í lofti.
Strandferðaskipið Diskó sáum
við og er það ágætt skip. Og svo
er innanlandsflug rekið með
þyrlum. Þessar samgöngur eru
reknar með ríflegum styrkjum
frá Dönum.
Við urðum vör við það á
Grænlandi, í vinabæ okkar, að
fólkið bindur talsverðar vonir
við samstarf við okkur á Akur-
eyri. Við komum auðvitað á
engan hátt í staðinn fyrir Dan-
ina, en þeir vita, að við höfum
merkilega og erfiða þróun í
okkar málum að baki, sem er
framundan hjá þeim. Grænlend
ingar standa á tímamótum í
þessu efni og gera sér það sjálfir
vel ljóst. Þeir ganga margir með
50 mílna merkið í barminum og
binda vonir við samstarf íslend-
inga, Norðmanna, Færeyinga og
Grænlendinga á sviði fiskveiða
og landhelgi.
Ég held að Grænlendingar
hafi notið frábærs stuðnings frá
danska ríkinu, samanber sjúkra
hús og skóla og margt fleira.
En Grænlendingar geta ekki
lært af Dönum á sama hátt og
af íslendingum, Norðmönnum
og Færeyingum. En það er þó
ekki rétta leiðin að senda héðan
eða frá Noregi sérfræðinga til
Grænlands, en við þurfum
miklu fremur að taka á móti
þeim Grænlendingum, sem
hingað vilja koma og kynna
þeim sem allra bezt okkar mál-
efni, ef þau gætu orðið þessum
nágrönnum okkar í vestrinu að
einhverju gagni. Menntuðu,
ungu fólki fjölgar ört í Græn-
landi á síðustu árum og það
skammast sín ekki lengur fyrir
að vera Grænlendingar. í Kaup
mannahöfn gengur það gjarn-
an í sínum eigin þjóðbúningi,
daglega, og er stolt af landi
sínu og kynflokki. Þetta unga
fólk er reiðubúið að takast á
við hin mörgu og stórkostlegu
vandamál sín. Margir vilja
koma til íslands og kynnast
staðháttum, m. a. hittum við
ungan mann, sem stundar land-
búnaðamám í Danmörku, sem
vill hingað koma, skarpan
mann, sem veit hvað hann vill
og svo er um ýmsa fleiri, sem
við hittum. íslendingum ætti að
vera það bæði ljúft og skylt að
greiða götu þeirra manna og
kvenna, sem hingað vilja koma
þessara erinda.
Ég sá og kynntist allt öðru
Grænlandi, en því sem ég hafði
í ímyndun minni áður en ég fór.
Við höfum lesið margar bækur
frá Grænlandi og gert okkur
hinar furðulegustu hugmyndir
um land og fólk, alveg gagn-
stæðar veruleikanum. Okkar
hugmyndir um þetta nágranna-
land okkar eru sennilega jafn
fráleitar þeim hugmyndum, sem
ýmsar þjóðir gera sér af okkur
og okkar landi og við viljum
gjarnan leiðrétta.
Við vorum heppin með veður.
Alla dagana var logn og sólskin,
heitt á daginn en svalt um
nætur.
í fáum orðum sagt, er Græn-
land framúrskarandi fallegt
land, hreinasta ferðamanna-
paradís, og þarna býr fólk í
menningarsamfélagi, fólk, sem
hefur margt reynt á liðnum öld-
um, eins og við, en stendur nú
á tímamótum mikils framfara-
skeiðs. Það vill sjálft taka við
meiri stjórn eigin mála en það
hefur nú og er fullfært um það.
Vinabæjarsamband Narssak
og Akureyrar er mjög sögulegt.
Þetta eru fyrstu tengsl opin-
berra aðila á íslandi og Græn-
landi og þetta mun vera fyrsta
opinbera heimsókn íslendinga
til Grænlands. Ég vona að þessi
tengsl Akureyrar og Narssak sé
upphaf náinna samskipta og
samvinnu íslendinga og Græn-
lendinga báðum þjóðunum til
gagns. Fjarlægðin á milli okkar
hefur verið miklu meiri en þörf
er á og er mál til komið að hún
minnki.
Blaðið þakkar Bjarna Einars-
syni bæjarstjóra fyrir ágæta
frásögn og mikinn fróðleik af
fornum slóðum íslendinga-
byggðar á Vestur-Grænlandi.
Fasfeignir til sölu
Einbýlishús við Byggðaveg. .
Einbýlishús við Hamarstíg.
Einbýlishus í smíðum í Gerðahverfi II.
Raðhús í smíðum í Gerðaihyerfi II.
2ja herbergja íbúð við Ægisgötu.
3ja herbergja íbúð við Munkaþverárstræti.
4ra berbergja íbúð við Haínarstræti.
Einbýlishús við Ægisgötu.
4ia herbergja íbúð við Liekjargötu.
EASTEIGNASALAN H.F.,
GLERÁRGÖTU 20. - SÍMI 2-18-78.
OPIÐ MILLI KL. 5 OG 7.
Sfarf skólahjúkrunarkonu
við Glerárskólann er laust til umsóknar nú þegar.
Gert er ráð fyrir að starfið miðist við einn þriðja
til hélming af fullu starfi.
Laun samkvæmt kjarasamningi starfsmanna Ak-
ureyrarbæjar.
Upplýsingar veitir skólastjóri Glerárskólans.
Umsóknir sendist bæjarstjóra fyrir 20. september
næstkomandi.
Akureyri, 10. september 1973.
FRÆÐSLURÁÐ AKUREYRAR.
NÝ VERZLUN
NÝJAR VÖRUR
REYNIÐ VIÐSKIPTIN í GLÆSILEGRI VERZLUN.
Vefnaðarvörudeild
HAFNARSTRÆTI 95, II. HÆÐ. - SÍMI 21400.
Styðja tillögur
f
u n d u r
„Sameiginlegur
stjórna allra Framsóknarfélaga
í Norður-Þingeyjarsýslu, hald-
inn á Þórshöfn 10. september
1973, lýsir fyllsta stuðningi við
íramkomna tillögu Ólafs Jó-
hannessonar forsætisráðherra,
um stjórnmálaslit við Breta,
verði um frekari ásiglingar af
þeirra hálfu á íslenzku varð-
skipin að ræða. Þá leggur fund-
urinn jafnframt til, að ríkis-
stjórnin taki til alvarlegrar
athugunar, hvort ekki beri að
kalla sendiherra íslands hjá
NATO þegar heim.“ □
ÍSliÍIÍiÍÍœK:
Datsun 1200 1973.
Af sérstökum ástæðum
er til sölu Datsun 1200
árg. ’73, ekin 8.000 km.
Er í ábyrgð fram í
febrúar 1974.
Uppl. í síma 2-18-29.
Til sölu Volkswagen
árg. 1963.
Uppl. í síma 1-21-90.
Til sölu Mercury Comet
1972,
Citroen D Special 1972.
BÍLASALAN h. f.,
Strandgötu 53,
sími 2-16-66.
V.W. árg. 1963 er til
sölu í mjög góðu ásig-
komulagi ásamt ýmsum
varahlutum.
Uppl. í Helgamagrastr.
43, niðri, eftir kl. 7 á
kvöldin.
Til sölu Volkswagen
fastback árg. 1970, ek-
inn 43 þús. km.
Uppl. í síma 1-20-21
eftir kl. 6 á kvöldin.
V.W. 1600 TL Last-
back árg. 1971 til sölu.
Birkir Fanndal,
Laxárvirkjun.
Til sölu Cortína árg.
1970.
Skipti á ódýrari bifreið
koma til greina.
Uppl. í sírna 1-11-67
milli 1 og 5 e. h.
Til sölu Land Rover
dísel ’71, Mustang ’66
og fleiri bílar.
BÍLAKAUP,
sími 2-16-05.
Toyota bifreið A-1249
árg. ’72 ekin 14.000 km.
er til sölu.
Uppl. í síma 1-26-77 eða
Eiðsvallagötu 6.
zy
l[ 31 :i ii u i y im
UMSJÓN: EINAR HELGASQN
YFIRBURÐASIGUR ÍBV GEGN ÍBA
VONIR Akureyringa um að
hljóta þriðja sætið í 1. deild
urðu að engu, er liðið beið mik-
ið afhroð í viðureigninni við
frískt lið Vestmannaeyinga á
laugardaginn. Strax í upphafi
leiksins varð ljóst að hverju
stefndi. Vestmannaeyingar voru
til muna fljótari og hreyfanlegri
heldur en heimamenn, og unnu
yfirburðasigur 6—1.
Fyrsta mark leiksins skoraði
Tómas Pálsson er hann komst
FRÁ N. L. F. A.
ÍBÚAR Akureyrar og nágrenn-
is! Nú þarf félagið að taka til á
nýjan leik við fjársöfnun í
byggingarsjóðinn. Byrjunin er
hlutavelta, sem verður í Alþýðu
húsinu n. k. sunnudag svo sem
auglýst er á öðrum stað í blað-
inu. Nýtt happdrætti er í gangi
og verða miðar á boðstólum
fram eftir hausti. Vonumst eftir
góðum stuðningi við þetta
hvoru tveggja. Brýn þörf er á
nýjum félagsmönnum því marg
ar hendur vinna létt verk.
Með fyrirfram þökk.
Stjórn N.L.F.A.
HRÚTASÝNINGAR
í NORÐUR-ÞING.
Gunnarsstöðum, 11. september.
í gær var haldin héraðssýning
á hrútum í Norður-Þingeyjar-
sýslu. Sýningin var haldin að
afloknum hreppasýningum, sem
fóru fram í fjórum hreppum
sýslunnar. Héraðssýningin var
haldin í tvennu lagi sitt hvoru
megin Jökulsár, en sú á er
varnarlína sauðfjárveikivarna.
Að vestan var sýningin hald-
in í Grásíðu í Kelduhverfi, en
að austan í Laxárdal í Þistil-
firði. Mættir voru á sýningunni
28 hrútar, eða einn fyrir hverj-
ar 1000 vetrarfóðraðar kindur í
hverjum hreppi. Þessir hrútar
dæmdust þannig, að 10 hlutu
fyrstu heiðursverðlaun, 9 fyrstu
verðlaun A og 9 fyrstu verðlaun
B. Bezti hrútur sýningarinnar
var Lalli Vigfúsar Guðbjörns-
sonar á Syðra-Álandi í Þistil-
firði og hlaut hann 90 stig.
Hann hlaut einnig Þorsteins-
hrútinn, farandgrip, sem nú var
veittur í fyrsta sinn. Auk þess
hlaut Lalli peningaverðlaun.
Annar bezti hrúturinn var
Smári Þorgeirs Þórarinssonar í
Grísíðu í Kelduhverfi og þriðji
bezti hrúturinn var Hlyni og
eru eigendur hans Óli og Gunn-
ar Halldórssynir á Gunnars-
stöðum.
Dómarar á sýningunni voru
ráðunautarnir Sveinn Hall-
grímsson, Ólafur Vagnsson og
Grímur B. Jónsson. Ó. H.
Geymslan verður opnuð 17. septomber n. k. og
verður opin milli kl. 17—18,30 mánudaga til
•föstudaga.
Vinsamlegast greiðið leyfisgjaldið á bæjarskrif-
stofunum fyrir 1. október.
GARÐYRKJUSTJÓRI.
inn úr þunglamalegri vörn ÍBA.
Fyrr í leiknum komst hann í
svipað færi, en mistókst í það
skiptið. Næstu tvö mörk skor-
aði svo Haraldur Júlíusson með
skalla, einkar falleg mörk, sem
Árni markvörður réði ekki við.
Ef til vill hefði hann getað kom-
izt út í sendingarnar áður en
Haraldur náði að skalla, en von
laust var fyrir hann að verja
skallaboltana. Fleiri mörk voru
ekki skoruð í fyrri hálfleiknum,
enda held ég að áhangendum
ÍBA-liðsins hafi fundizt komið
nóg. Vestmannaeyingar höfðu
töglin og hagldirnar allan hálf-
leikinn, aðeins var spurning um
það, hve mörg mörk þeir skor-
uðu. Eyjamenn léku undan
vindi fyrri hálfleikinn, og bjugg
ust margir við straumhvörfum
í seinni hálfleik, en reyndin
varð önnur. Nákvæmlega sama
sagan endurtók sig í seinni hálf-
leiknum, ÍBV hafði sömu yfir-
burðina og þeir höfðu haft í
fyrri hálfleik og bættu við öðr-
um þremur mörkum, öll skoruð
af Erni Óskarssyni með hörku
skotum, sem mjög erfitt var að
verja. Akureyringar skoruðu
eitt mark í hálfleiknum, fengu
vítaspyrnu á ÍBV, sem Sigbjörn
skoraði úr. Páll markvörður
varði skot Sigbjarnar, sem var
fremur lélegt, en einhver varn-
armaður, líklega markvörður-
inn, mun hafa brotið af sér og
spyrnan var endurtekin. í
seinna skiptið skoraði Sigbjörn
örugglega, enda fór Páll mark-
vörður erindisleysu í öfugt
horn.
Lið ÍBV lék vel að þessu sinni
og verðskuldaði stórsigur. Styrk
ur þeirra lá fyrst og fremst í
Grænfóðurkökur (hafra-
bygg), nokkur tonn til
sölu.
Kjartan Magnússon,
Mógili, sími 2-15-70.
Vegna flutninga er til
sölu sem nýr ísskápur.
Uppl. í síma 2-19-00.
Til sölu fjárgrindur.
Uppl. í síma 2-12-65.
KÝR til sölu.
Uppl. í síma 1-17-00.
TAPAÐ
Konan sem fann 5.000
krónu seðilinn framan
við Bautann í s. 1. viku,
er beðin að gefa sig frám
í síma 1-14-97.
Tapaður er svartflekk-
óttur köttur.
Einkenni, litill svartur
blettur á hægri kinn.
Þeir sem yrðu kattarins
varir, vinsamlegast
hringi í síma 1-16-38.
dugnaði og hreyfanleika. Sam-
leikur þeirra var oft léttur og
skemmtilegur, og upp úr hon-
um sköpuðust oft fjölmörg tæki
færi. Beztu menn liðsins voru:
Ólafur Sigurvinsson bakvörður,
Haraldur Júlíusson, sem er
einkar laginn en yfirlætislaus
leikmaður og Örn Óskarsson,
snöggur og fljótur leikmaður,
sem er sívinnandi. Skotin hans
eru með ólíkindum föst og erfið
öllum markvörðum.
ÍBA-liðið var sem skuggi af
sjálfu sér að þessu sinni. Þeir
virtust algjörlega áhugalausir
fyrir leiknum, eða getur verið
að slegið hafi verið slöku við
æfingar að undanförnu? Ólík-
legt má það telja, þar sem liðið
er á förum til útlanda um miðj-
an mánuðinn og hyggst leika að
minnsta kosti einn leik í förinni.
Aðeins einn leikmaður í liðinu
barðist vel, Gunnar Austfjörð,
sem sjaldan bregst.
Þegar þetta er skrifað, er stað
an í íslandsmótinu þannig, að
Keflvíkingar eru orðnir íslands
meistarar þótt þeir eigi einn
leik óleikinn. Breiðablik er fall-
ið í 2. deild og Víkingur hefur
unnið sæti þeirra. Þróttur, Nes-
kaupstað fellur úr 2. deild í 3.,
en ekki er ljóst hvaða lið kemur
upp í þeirra stað.
Akureyringar hafa hlotið 10
stig eftir 13 leiki, eiga eftir leik
við KR, sem hefur tveimur stig-
um minna og er í næst neðsta
sæti í 1. deildinni. □
ÆFINGAR
I
SKÍÐAMANNA
UM þessar mundir eru að hefj-
ast æfingar fyrir skíðamenn á
vegum Skíðaráðs Akureyrar.
Æft verður á þriðjudögum og
fimmtudögum á íþróttavellin-
um. Kl. 18.00 eru æfingar fyrir
15 ára og yngri, en kl. 19.00
fyrir 16 ára og eldri.
Þjálfari er Viðar Garðarsson.
Gunnar Óskarsson
sigraði
NÚ ER lokið firmakeppninni í
knattspyrnu, sem staðið hefur
yfir að undanförnu. Alls tóku
10 lið þátt í keppninni, sem var
með útsláttarfyrirkomulagi. Lið,
sem tapað hafði tveimur leikj-
um féll úr keppninni.
Sigurvegari að þessu sinni
varð lið Gunnars Óskarssonar
byggingameistara, sem sigraði
lið Akureyrarbæjar með fjórum
mörkum gegn þremur í fram-
lengdum úrslitaleik, sem fram
fór sl. sunnudag. Lið Gunnars
sigraði einnig í fyrra. Q
ÞOR ALmeistari í j
knattspyrnu m.fl.
ÞÓR sigraði KA í knattspyrnu
m.fl. í Akureyrarmóti sl. mið-
vikudagskvöld með þremur
mörkum gegn engu. Sigurinn
var verðskuldaður, en byggðist
ef til vill á því, að Árni Stefáns-
son lék ekki í marki KA sökum
meiðsla. Allur leikur KA var
heldur máttlítill, og lítil sem
engin ógnun í honum. Þórsarar
voru ákveðnari í leik sínum og
það var fyrst og fremst það, sem
gerði gæfumuninn. Q