Dagur - 12.09.1973, Page 8

Dagur - 12.09.1973, Page 8
ÞJOÐLEGT T í IVi A R I T Pósthólf 267 ■ Akureyri ■ Sími 96-123-31 Daguk Akureyri, miðvikudaginn 12. sept. 1973 Demants- hringar. m i GULLSMIÐIR MikiS i íf M SIGTRYGGUR úrval. \J & PÉTUR Verð frá kr. 2.000. J AKUREYRI vinabær VINABÆR Akureyrar á Græn- landi er Narssak. Þangað fóru nýlega í boði vinabæjarins þeir Bjarni Einarsson bæjarstjóri og frú, Jón G. Sólnes og frú, og Lárus Jónsson alþingismaður. Blaðið ræddi við bæjarstjórann um þessa för og varð hann fús- lega við þeim tilmælum að segja frá henni og fer það hér á eftir í endursögn. Aðdragandinn að sambandi Narssak og Akureyrar er sá, að forsvarsmenn Narssak-bæjar settu sig í samband við Flug- félag íslands og báðu að koma sér í samband við íslenzkan kaupstað, sem þeir gætu tekið upp vinabæjartengsl við og al- mennt samstarf. Akureyri varð fyrir valinu. Samstarfið hófst með því, að fulltrúar að vestan heimsóttu Akureyri í júní 1971 og voru hér í nokkra daga, m. a. 17. júní og tóku svo þátt í nor- rænu vinabæjarmóti á Akur- eyri í fyrra. Á sl. vori fengum við svo heimboð frá Narssak, þrír fulltrúar bæjarins ásamt konum.' Við lögðum svo af stað vestur 2. ágúst og auðvitað með flugvél. Við flugum frá Keflavíkur- flugvelli með þotu F. í. til Nar- sassúakflugvallar, sem er við botn Eiríksfjarðar. En sveitar- félagið Narssak er landfræði- lega séð mjög stórt og Eiríks- fjörður er held ég allur innan þess. Narssakbær sjálfur er úti á nesi við mynni fjarðarins, en Narssassúakflugvöllur er við botn hans. Allt þar á milli til- heyrir Narssak. Þarna eru hin- ar fornu byggðir íslendinga á Grænlandi. Narssak þýðir slétta og Narsassúak þýðir stórslétta. Þegar við lentum tók einn sveitarstjórnarmaður staðarins á móti okkur, Barsted að nafni, danskur maður að uppruna og bauð hann og kona hans okkur til stórfallegs heimilis síns. Eft- ir nokkra stund lögðum við af stað með bát út fjörðinn og var báturinn ágætur, gerður fyrir farþega, en ekki fiskibátur. Sigldum við í rúma þrjá klukku tíma út fjörðinn og allt til Narssak og lá leiðin gegnum borgarís, sem þéttist eftir því sem lengra kom út á fjörðinn. Þessi borgarís er ættaður af jöklum austurstrandar Græn- lands, og berst hann suður með landinu og vestur fyrir það. En Narssak er mjög sunnarlega á vesturströndinni, á svipaðri breiddargráðu og Osló. Þetta er stórfalleg leið. Fjöll eru snjó- laus. Græn slikja teygir sig upp eftir fjallshlíðunum, ekki ólíkt og hér á landi. Undirlendi er sáralítið og finnst þó hér við Eiríksfjörð, svo sem nafnið Narssak og Narsassúak er af dregið. Þegar við sigldum út fjörðinn undraði mann ekkert sú nafngift Eiríks rauða, er hann sigldi inn þennan fjörð, því að græni liturinn er ein- mitt ríkjandi í lándslaginu og þessu héraði gaf hann nafnið Grænland. í sveitarfélaginu búa á þriðja þúsund manns, þar af í Narssak bæ milli 1800 og 1900 manns. Á bryggjunni í Narssak tók á móti BJARNI EINARSSON BÆJARSTJÓRI SEGIR FRÁ okkur Agnethe Nielssen, sem er formaður sveitarstjórnarinnar og hefur komið tvisvar í heim- sókn til Akureyrar, ákaflega merkileg kona, sem stendur framarlega í grænlenzkri pólitík og er sá sveitarstjórnarmaður í Grænlandi, sem fengið hefur hæst atkvæðahlutfall í kosning- um allra sveitarstjórna og er hún fædd og uppalin á lítilli eyju í nágrenninu. Við vorum leidd til hótels og síðar um kvöldið var okkur haldin veizla í samkomuhúsi þeirra, Ujuot, huggulegur staður. Þetta var byrjunin á þeim einstæðu mót- tökum, sem við fengum á hverj- um einasta stað, en þær voru allar fágsptlega góðar, í senn innilegar og rausnarlegar. Við höfðum það .öll á tilfinningunni, að við værum aufúsugestir, öðrum fremur. Ég held að við höfum komið inn á tíu heimili. Hvarvetna vorum við leyst út með gjöfum, einkum konur okkar. Við færðum Narssakbæ að gjöf málverk eftir Akureyr- ing af Akureyri. En við tókum jafnframt á móti fögru lista- verlci eftir grænlenzkan lista- mann, sem er málað í flísar og brennt, ákaflega fallegt lista- verk og ennfremur líkan af kajak, listasmíð. Einstaklingur í Narssak færði Akureyri að gjöf bráðfallegan kertastjaka úr kopar, sem hann hafði smíðað sjálfur. Þetta eru dæmi um hlýhug í garð íslend- inga, og þetta er einnig dæmi um listfengi Grænlendinga, sem við urðum svo víða vör við á heimilum. Allt það fólk, sem við heim- sóttum taldi sig Grænlendinga og ekki síður þótt það væri af dönskum uppruna. Ekki veit ég hvaða hugmyndir almenn- ingur á íslandi hefur gert sér um grænlenzk heimili. En víst er, að mínar hugmyndir og ef- Bjami Einarsson, bæjarstjóri. laust margra annarra þurftu mikillar endurskoðunar við. En átta heimili í bæ og þrjú heimili í sveit, þar sem við komum inn, nutum gestrisni og töluðum við fólkið, voru allt menningar- heimili og það myndu þau hvar- vetna þykja. Þetta voru falleg heimili, búin ágætum húsgögn- um og tækjum, listmunum og hreinlæti var framúrskarandi og fólkið sýnist vel af guði gert, kemur vel fram, er laust við minnimáttarkennd, veit margt um ísland og er vaknað til með- vitundar um eigið land og þjóð og möguleikana til margs konar framfara og sjálfstæðis. Ef ein- hver hefur álitið, að við þyrft- um að skríða inn í snjóhús eða moldarkofa, bar ekki slíkt fyrir auga. Húsin eru timburhús og hin almennu heimili Grænlend- inganna eru í þessum húsum, fjöldaframleiddum, rúmgóðum, svona eins og gengur og gerist, t. d. hér á landi. Þó eru komnar núna nokkrar íbúðablokkir úr steinsteypu og heimsóttum við eina fjölskyldu þar. íbúð þessi var 120—130 fermetra og mjög sambærileg við íbúðir, sem við eigum að venjast hér. Við litum inn í eldhús hvar sem við kom- um. Við augum blöstu hin venjulegu heimilistæki. Þó er hvergi virkjað vatnsafl í land- inu, en rafmagn framleitt í dísel stöðvum. Grundvöllur atvinnulífs í Narssak er útgerð nokkurra lit- illa báta, 20—30 tonna mótor- báta og smærri báta. Þarna er myndarlegt frystihús, sem við skoðuðum. í sömu byggingu var sláturhús, frystihús og fisk- vinnslustöð, ennfremur niður- suða. Þetta fyrirtæki er rekið af dönsku Grænlands- verzluninni en bátana eiga Grænlendingar sjálfir. Frysti- húsið er rekið með miklum halla, mest vegna þess hve lítill afli berst þangað. Það fær um 1200 tonn á ári en getur annað margföldu aflamagni. En þarna var alveg frábært hreinlæti. Við ræðum um hinar banda- rísku kröfur, sem gerðar eru til okkar fiskverkunarhúsa, en þetta hús mun standast þær kröfur í einu og öllu. Allur fisk- ur kemur í kössum og er hann Narssak, á vcsturströnd Grænlands. þegar tekinn í kæligeymslu, þar sem unnt er að geyma hann í allt að 10 daga. Hreinlætiskröf- ur eru svo strengar, að ef fiskúr dettur á gólfið, er hann settur í gúanó. Fiskurinn er unninn þarna á stuttum vertíðum, og er vandamálið auðvitað bæði það, að fá mieri fisk og jafna vinnsl- una. Þeir eru að lengja vinnu- tímann með því að skera styrtl- una af flökunum og vinna svo þann hluta fisksins síðar, þegar minna er að gera, og fullvinna sporðstykkið í neytendapakkn- ingar á sérstakan hátt. Þá má til gamans geta þess, að þarna er hafin framleiðsla á „rúllett- um“, sem sumir munu eflaust kannast við og er réttur þessi úr fiski og deigi, saman hnoð- uðu, og þá tilbúinn á pönnuna, ágætis matur. Þessi framleiðsla er þannig úr garði gerð, að það tekur aðeins fáar mínútur að steikja hana. í Álaborg í Dan- mörku var gerð tilraun með að hafa þennan rétt á boðstólum á götum úti, eins og heitar pylsur, og þetta rann út og pylsurnar urðu að lúta í lægra haldi. Okkur leizt ljómandi vel á þessa framleiðslu. Lax er mikill í ánum, en það þykir kannski fréttnæmt hér á landi, að þar eru veiðileyfin ekki seld. Þar má hver veiða sem vill. Ég benti vinkonu okk- ar, Agnethe Nielssen, á það, að við svo búið mætti ekki standa, og ekki mættu hinir ríku Amerí kanar flæða yfir og stunda þessa eftirlætisíþrótt án endur- gjalds. En þá þarf að búa svo um hnútana frá upphafi, að hið opinbera skipuleggi útleigu veiðiánna. Þá heimsóttum við geysimik- ið refa- og minkabú, sem lítur út fyrir að vera rekið af kunn- áttu. Fóðrið er ódýrt og lofts- lagið ákjósanlegt. Þá er hand- iðnaður í Narssak í uppsiglingu, enda er listfengi mjög mikið meðal fólksins og getur verið mjög hagkvæmt, í sambandi við ferðafólk, að hafa heimagerða listmuni til sölú. Á einu heimili, sem við heimsóttum bjó lands- ráðsmaður og er liann einnig kaupmaður í Narssak. Heimili hans var prýtt gullfallegum mál verkum, sem hann hafði sjálfur málað, og hafði hann þó lítið lært en er í eðli sínu mjög list- fengur maður. í verzlunum eru til sölu heimaunnir gripir, hinir eigulegustu. Eins og fyrr segír berst ekki nægur fiskur til Narssak og er það áhyggjueíni. Danska stjórn in er að láta smíða stóra og vandaða togara, aðallega fyrir íslausu hafnirnar norðar í land- inu. Forsvarsmenn Narssak hafa mikinn áhuga á að fá einn þessara togara til bæjarins. En Grænlendingar, sem við hittum, eru einnig áhugasamir um að fá minni veiðiskip og líklega hent- aði þeim vel að fé fleiri og miklu stærri báta en þeir liafa nú, svona 60—80 tonna báta úr eik, vegna íssins. Og enn vil ég nefna, í sambandi við atvinnu- lífið, að verzlanir eru margar í Narssak, sú stærsta auðvitað danska ríkisverzlunin, en einn- (Framhald á blaðsíðu 4)

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.