Dagur - 14.11.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 14.11.1973, Blaðsíða 1
AGUR LVI. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 14. nóv. 1973 — 50. tölublað 700 býli raí- vædd á 3 árum í SÍÐUSTU viku svaraði iðn- aðarráðherra fyrirspurn á Al- þingi um rafvæðingu. í svari ráðherra kom m. a. þetta fram: Orkustofnunin gerði áætlun um rafvæðingu, sem samþykkt var í sept. 1971. Sámkvæmt henni voru 260 býli tengd við samveitur á árinu 1972 og kost- aði það um 100 milljónir. í ár fá 240 býli rafmagn frá samveit- um og er áætlaður kostnaður við það 140 milljónir, Á næsta ári er áætlað að tengja rúm 200 býli við samveitur og kostnaður við það áætlaður 160 milljónir. Eru þessar framkvæmdir á þremur árum jafnmiklar og gerðar voru á aldarfjórðungi þar áður. Þegar þessum framkvæmdum er lokið verða eftir 150—160 býli, sem ekki eru tengd við samveitur. Þar af hafa 80—90 mótorrafstöðvar, 27 vatnsafls- stöðvar en afgangurinn er raf- magnslaus. Ráðherra kvað sex lán hafa verið veitt til vatnsafls stöðva og 26 til mótorrafstöðva. í vetur kvað ráðherra að gerð yrði áætlun um tengingu þeirra býla, sem eftir eru við samveit- ur og yrði kappkostað að hafa hana tilbúna fyrir afgreiðslu fjárlaga næsta haust, þannig að ekkert hlé yrði á framkvæmd- um. □ Dagub AUKABLAÐ kemur út á föstu- dagskvöldið. Auglýsingar þurfa að berast tímanlega. " 's. Með fyrstu skóflustungunni var framkvæmd hafin við sjúkrahúsbygginguna á Akureyri. (Ljósm.: E. D.) V B an að nviu KLUKKAN þrjú á sunnudag- inn, hinn 11. nóvember, var fyrsta skóflustungan tekin að nýjú sjúkrahúsi á lóð Fjórðungs sjúkrahússins á Akureyri. Var þá öld liðin frá stofnun spítala hér í bæ og tveir áratugir liðnir frá því núverandi sjúkrahús var byggt. Hópur fólks safnaðist saman PERUSALA LIONSMANNA Á AK. NÆSTKOMANDI laugardag þann 17. nóvember verða félag- ar úr Lionsklúbbnum Huginn á ferðinni eins og undanfarin ár með perur og jóladagatöl til sölu. Ágóða af söfnuninni mun verða varið til kaupa á lækn- ingartæki sem gefið yrði Fjórð- ungssjúkrahúsinu hér á Akur- eyri í tilefni 100 ára afmælisins. Bæjarbúar hafa sýnt Lions- mönnum sérstaka velvild á undanförnum árum, þegar til þeirra hefur verið leitað í svip- uðum tilgangi og vonast þeir eftir að svo verði einnig nú. (F réttatilky nning) til að vera við þá gamalkunnu athöfn við upphaf mikilla fram- kvæmda, er fyrsta skóflu- stunga er tekin, en athöfnin fel- ur í sér staðfestingn á, að verkið sé hafið. Veður var kyrrt og svalt og snjóföl á jörð. Torfi Guðlaugsson, framkvæmda- stjóri Fjórðungssjúkrahússins, bauð gesti velkomna og kynnti það er fram fór. Heilbrigðismála ráðherra og nokkrir þingmenn ætluðu hingað norður, en urðu veðurtepptir. Formaður sjúkrahússtjórnar, Stefán Stefánsson, bæjarverk- fræðingur, tók þá til máls, en síðan tók Olafur Sigurðsson, læknir, fyrstu skóflustunguna, og jarðýta kom og hóf gröft. Forseti bæjarstjórnar, Jón G. Sólnes, tók einnig til máls. Framkvæmdir voru formlega hafnar, með fullu leyfi yfirvalda ríkis og bæjar. Gestum var nú boðið til kafíi- drykkju í sjúkrahúsinu. Þar flutti Olafur Sigurðsson sögu spítalans á Akureyri, sem stofn- aður var fyrir 100 árum og hef- ur enginn spítali landsins starf- að eins lengi óslitið. En dansk- íslenzkur kaupmaður gaf fyrsta spítalahúsið og bar spítalinn lengi nafn hans, Guðmanns Minde, en var áður íbúðarliús Jóns Finsens héraðslæknis, númer 14 við Aðalstræti, reist 1836 og stendur enn, en Þórður Tómasson var fyrsti læknir þess. Þorgrímur Jónsen læknir starfaði þar næst, en 1896 kom hingað Guðmundur Ilannesson og þrem árum síðar var byggt nýtt sjúkrahús við Spítalaveg fyrir 12 sjúklinga. Hann fram- mþykktur ÞEGAR sú mikilvæga ákvörð- un var tekin af ríkisstjórninni, samkvæmt tillögu íorsætisráð- herra, Ólafs Jóhannessonar, að slíta stjórnmálasambandi við Breta, ef þeir ekki fyrir 3. októ- ber færðu herskip sín út fyrir 50 mílna mörkin, var málið komið á úrslitastig. Sem kunn- ugt er, fyrix-skipaði brezka stjórnin að hefja undanhaldið með brottkvaðningu herskip- anna og bjóða íslenzka forsætis- ráðherranum til viðræðna í London. Var það heimboð þegið. Forsætisráðherrar íslands og Bretlands urðu auðvitað ekki á eitt sáttir um lausn landhelgis- deilunnar, en þó samþykktu báðir fyrir sitt leyti að lokum drög að samkomulagi, eftir ítarlegar rökræður. Heim kom- inn lýsti forsætisráðherra sig fylgjandi lausn málsins, sam- kvæmt hinum nýja samnings- grundvelli, en lagði um leið málið fyrir utanríkismálanefnd Alþingis og stjórnmálaflokkana til frekari athugunar. Þrennt var einkum athyglis- vert, er þegar kom í ljós eftir utanför forsætisráðherra. í fyrsta lagi var það sjálfur samn ingsgrundvöllurinn. Um hann sagði brezki sendiherrann í Reykjavík, að forsætisráðherra íslands hefði kreist Breta í þeim samningum á þann veg, að lengra yrði ekki komist. í öðru Ólafur Jóhannesson. lagi sýndi forsætisráðherra þá djörfung, heim kominn, að ákveða að standa eða falla með máli þessu. í þriðja lagi mót- mæltu Alþýðubandalagsmenn samningnum sem óaðgengileg- um, þegar í stað. Þótti þá ýms- um í óefni komið fyrir ríkis- stjórninni og stjórnarandstæð- ingarnir, einkum ihaldið, höfðu mörg orð um, kvöldu Alþýðu- bandalagsmenn og spáðu stjórn- inni falli. En það voru þó ekki hinir fljótráðu Alþýðubanda- lagsmenn, sem að lokum rufu algera samstöðu Alþingis í land helgismálinu, er þingsályktunar tillaga stjórnarinnar um heim- ild til að ganga frá bráðabirgða- (Framhald á blaðsíðu 2) kvæmdi fyrsta botnlangáskurð- inn hér á landi, en sjúklingur- inn var Ingólfur Gíslason lækn- ir. Næsti læknir var svo Stein- grímur Matthíasson og þá Guð- mundur Karl Pétursson og þarf ekki að rekja þá sögu nær okk- ur í tímanum. Stefán Stefánsson skýrði upp- drætti af fyrirhugaðri spítala- byggingu, sem verður reist sunnan við núverandi sjúkra- hús og tengt því. Það verður 78 þús. rúmmetrar og á að rúma 300 sjúklinga fullbyggt um 1980. Þóroddur Jónasson héraðs- læknir tók einnig til máls, minntist þeii’ra sjúku, þakkaði störf sjúkrahússins og árnaði stofnuninni heilla. Stefán Reykjalín bæjarfull- trúi flutti kveðjur þeirra þing- manna Stefáns Valgeirssonar og Ingvars Gíslasonar. Bjarni Einai’sson bæjarstjóri minnti á, að ný sjúkrahúslög hefðu gert fyrirhugað stórátak í sjúkrahúsmálum mögulegt. Fleira myndi á eftir koma til að efla Norðui’land til mótvægis við höfuðborg landsins og þyrfti svo að verða. Hin nýja stefna í heilbirgðis- mólum landsins og sameinaður vilji heimamanna um þá fram- kvæmd, sem nú er ákveðin, er mikið fagnaðarefni og mun marka tímamót í heilbrigðis- málum þessa landshluta. □ SPILAKVÖLD HINN 16. nóvember hefjast spilakvöld S.K.T. í Alþýðuhús- inu og er það hið fyrra af tveim fyrir jól. Góð verðlaun verða veitt. Spilakvöld þessi eru öðr- um þræði kynningarkvöld, þótt þar sé ekki uppi hafður sér- stakur áróður fyrir bindindis- semi. Bindindissinnað fólk ætti því að styðja þessi skemmti- kvöld með nærveru sinni öðrum stöðum fremur. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.