Dagur - 14.11.1973, Blaðsíða 6
6
O RÚN .'. 597311147 —
1 Atkv. Frl.
I.O.O.F. Rb. 2, 12311148V2 Atk.
E. T.
St. '. St. '. 597311167 — VIII
I.O.O.F. 2 = 1551H68V2 = E. T,
AFENGISVARNANEFND Ak.
hefur opna skrifstofu á Varð-
borg í vetur tvö kvöld í viku.
Sjá auglýsingu á öðrum stað
í blaðinu.
Hinn 9. nóvember voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju ungfrú
Kristín Alfreðsdóttir iðn-
verkakona og Guðmundur
Kristinn Bjarnason málara-
nemi. Heimili þeirra verður
að Norðurbyggð 10, Akureyri.
AKUREYRARKIRKJA: Mess-
að í Akureyrarkirkju á sunnu
daginn kl. 2. Afmælismessa í
tilefni af kirkjuafmælinu 17.
nóv. Sálmar nr. 288 — 224 —
268 — 286 — 24. Að lokinni
messu hefur Kvenfélag Akur-
eyrarkirkju bazar og kaffi-
sölu að Hótel KEA til styrkt-
ar starfsemi kirkjunnar.
Kiwanisfélagar keyra þá, sem
þurfa á aðstoð að halda til
kirkjunnar. Sími 21045 f. h. á
sunnudag. — Sóknarprestar.
SHJÁLPRÆDISHÉRINN
Fimmtudag kl. 17.00
i\ Kærleiksbaiidið, kl.
Tfesgig 20.00 æskulýður. Sunnu
dag kl. 14.00 sunnudagaskóli,
I kl. 16.00 almenn samkoma.
Mánudag kl. 16.00 Heimilis-
bandið.
Æskulýðsfélagar. —
Fundur verður í kap-
ellunni fimmtudaginn
15. nóv. kl. 20. Mætið
stundvíslega með 150 krónur.
— Stjórnin.
SENDI öllum bæjarbúum þakk-
ir fyrir velvilja í sambandi
við merkjasölu Blindravina-
félags íslands 21. október sl.
Einnig sendi ég þakkir til
skólastjóra Gagnfræðaskóla
Akureyrar fyrir hans hlut nú
og undangengin ár, svo og
sölubörnum. — Félaginu hef-
ur borizt gjöf frá sjúklingi á
heilsuhæli, kr. 100,00, sem hér
með kvittast fyrir með þakk-
læti. — F. h. Blindravina-
félags fslands, Laufey
Tryggvadóttir.
MÖÐRUVALLAKLAUSTURS-
PRESTAKALL. Næstkom-
andi sunnudag verður barna-
guðsþjónusta að Möðruvöll-
um kl. 11 f. h. Guðsþjónusta
að Glæsibæ kl. 2 e. h. og á
Elliheimilinu í Skjaldarvík
kl. 4 e. h. — Sóknarprestur.
LAUFÁSPRESTAKALL. Sval-
barðskirkja. Sunnudagaskóli
n. k. sunnudag kl. 2 e. h. —
Sóknarprestur.
HÁLSPRESTAKALL. Messað
verður að Illugastöðum n. k.
sunnudag kl. 12 á hádegi, að
Draflastöðum kl. 3 e .h. sama
dag. — Sóknarprestur.
FÍLADELFÍA, Lundargötu 12,
tilkynnir: Samkomur verða
dagana 15. til 18. nóv., fimmtu
dag, föstudag, laugardag og
sunnudag, kl. 8.30 alla dag-
ana. Ræðumaður á samkom-
unum vérður Einar Gíslason
frá Reykjávík. SÖngur og
hljóðfæraleikur. Allir hjartah
lega velkomnir. — Fíladelfía.
AKUREYRINGAR! Hinn árlegi
bazar og kaffisala Kvenfélags
Akureyrarkirkju verður að
Hótel KEA sunnudaginn 18.
nóv. kl. 3.15 e .h. Félagskonur,
vinsamlegast afhendið mun-
ina eftirtöldum konum fyrir
föstudagskvöld 16. nóvember:
Heiðu Þórðardóttur, Hamra-
gerði 21, Björgu Steindórs-
dóttur, Grænumýri 7, Þor-
gerði Árnadóttur, Eyrarlands-
vegi 25, Laufeyju Garðars-
dóttur, Norðurbyggð 1 a, Sig-
rúnu Hjaltalín, Vanabyggð 1,
Stefaníu Brynjólfsdóttur,
Hrafnagilsstræti 26, Þórhildi
Hjáltalín, Grundargötu 6,
Svánborgú Sveinsdóttur, Engi
mýri 3, Rósu Garðarsdóttir,
Espilundi 3.
BÉÁSARAKVINTETT Sinfóníu
hljónisveitar fslands og Rögn-
valdur Sigúrjónsson píanó-
leikari leika í vegum Tón-
listarfélags Akureyrar í Borg-
arbíói sunnudaginh 18. nóv.
kh 17.15. Nánár í laugardágs-
blaði.
KRISTNIBOÐSHÚSIÐ ZfON.
Sunnud. 18. nóv. Sunnudaga-
skóli kl. 11 f. h. Öll böm vél-
komin. Samkoma kl. 8.30 e. h.
1 Allir hjartánlega velkomnir.
KONUR takið eftir. Sameigin
legur fundur hjá Kristniboðs-
félagi kvénna og K.F.U.K.
fimmtudaginn 15. nóv. kl. 8.30
e. h. Ingunn Gísladóttir hjúkr
unarkona segir frá störfum
kristniboðana. Komið og heyr
ið hvað hún hefir að segja.
Allar konur hjartanlega vel-
komnar.
I.O.G.T. stúkan Akurliljan nr.
275. Fundur fimmtudaginn 15.
nóv. kl. 8.30 e. h. í félags-
heimili templara, Varðborg.
Venjuleg fundarstörf. — Æ.t.
Einnig fyrir konur.
Kjólar og blússur í stórum
stærðum.
Pils, rnargir litir.
Kuldahúfur, margar gerðir.
MARKAÐURINN
FÉLAGAR N.L.F.A. takið eftir.
Félagsfundur verður haldinn
miðvikudaginn 14. nóv. n. k.
í Amaró kl. 8.30 e. h. Mætið
vel. — Stjórnin.
KVENFÉLAGJÐ FRAMTfÐlN
héldur fund n. k. fimmtudag
í Elliheimili Akureyrar kl.
8.30 e. h. Spiluð verður félags-
vist að fundi loknum. —
Stjórnin.
LIONSKLÚBBUR
INN HÆNGUR.
Fundur fimmtudaginn
15. nóv. kl. 7 e. h. að
Hótel KEA.
KVENFÉLAGIÐ Baldursbrá
þakkar öllum þeim bæjar-
búum, sem aðstoðuðu við fjár
öflun sl. sunnudag og ágóðinn
rennur til líknarmála. —
Nefndin.
ÁHEIT á Strandarkirkju kr.
250 frá S. J. — Beztu þakkir.
— Birgir Snæbjörnsson.
SJÖTUGUR. Jónas Halldórsson
bóndi á Riflcelsstöðum í Eyja
firði varð sjötugur 10. nóv. sl.
Sendir blaðið honum kveðjur
og árnaðaróskir.
MINNINGARSJÓÐUR Kristín-
ar Sigfúsdóttur. Frá Kven-
félaginu Hlíf kr. 2.000, frá
Droplaugu Pálsdóttur,
Brekkugötu 25, Akureyri, kr.
1.000. — Með þökkum mót-
tekið. — Laufey Sigurðar-
dóttir.
Hinn 11. nóvember voru
gefin saman í hjónaband í
Akureyrarkirkju ungfrú
Lovísa Ásgeirsdóttir sjúkra-
liði og Guðmundur Jónsson
vélstjóri. Heimili þeirra verð-
ur að Skarðshlíð 6 c, Akur-
eyri.
Þann 10. nóv. sl. voru gefin
saman í Akureyrarkirkju
brúðhjónin Ólöf Jónsdóttir,
Hrafnagilsstræti 21 og Rafn
Fossberg Kjartánsson, iðn-
vel'kamaður, Löngumýri 5.
Heimili þeirra verður í Dals-
gérði' 3 c, Akureyri.
FRÁ SJÁLFSBJORG.
Munið spilakvöldið í Al-
þýðuhúsinu n.k. fimmtu
dag kl. 8.30 síðd. Mætið
stundvíslega. — Nefndin
FRÁ Guðspekifélaginu. Fundur
verður fimmtudaginn 15. nóv.
á venjulegum stað kl. 8.30 e.h.
Nánari upplýsingar í síma
21773.
SAMHJÁLP heldur fund 18.
nóv. n. k. Sjá auglýsingu á
öðrum stað í blaðinu.
KIRKJUAFMÆLIÐ. Næstkom-
andi laugardag eru 33 ár frá
því að Akureyrarkirkja var
vígð, en vígsludagur hennar
var 17. nóv. 1940. Þessa af-
mælis verður minnzt í guðs-
þjónustunni á sunnudaginn
kl. 2. Að lokinni messu ætlar
Kvenfélag Akureyrarkirkju
að hafa kaffisölu og bazar að
Hótel KEA. En félagið hefir
öll þessi ár lagt kirkjunni
mikið lið með starfi sínu,
prýtt kirkjuna og tekið virk-
an þátt í safnaðarstarfinu.
Væntum við þess, að sem
flestir í söfnuðinum geti sótt
guðsþjónustuna og komið að
lokinni messu í kirkjukaffið
að Hótel KEA. — Sóknar-
prestar.
KA-FÉLAGAR athugið. Aðal-
fundur félagsins verður hald-
inn 19. nóv. n. k. Sjá auglýs-
ingu á öðrum stað í blaðinu.
SJÚKRALIÐAR. Fundur í
Akureyrardeild miðvikudag-
inn 14. nóv. kl. 8.30 e. h. á
Hótel Varðborg (litla sal).
SPILAKVÖLD S.K.T. verður á
föstudaginn 16. nóv. Sjá aug-
lýsingu á öðrum stað í blað-
inu.
MINJASAFNIÐ á Akureyri er
opið í vetur á sunnudögum
kl. 2 til 4 e. h.
BORGARBÍÓ
KABAREIT
18 GULLVERÐLAUN
SÍÐUSTU SÝNINGAR
BORGARBÍÓ
AUGLÝSIÐ f DEGI
Sendisveinn óskasf
GJARNAN Á VÉLHJÓLI
ÞÓRSHAMAR H.F., Akureyri
GÓÐ AUGLÝSING - GEFUR GÓÐAN ARÐ
&
vK
I
Hjartans pakkir flyt ég öllum þeim, sem sýndu
mér hlýhug og vinsemd með gjöfum, hei\laóska-
skeytum og blómum á sjötiu ára afmæli minu.
Lifið heil.
BALDVINA ÞORSTEINSDÓTTIR,
Dalvík.
■r
í
-3
■V
f
I
f
I
f
I
Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og
jarðarför
ÁRNA ÞORGRÍMSSONAR.
Aðstandendur.
Þökkum innilega auðsýn'da samúð og vinarhug
við andlát og útför
SIGURJÓNS BENEDIKTSSONAR,
Gránufélagsgötu 41, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við læknurn og hjúkrun-
arfólki lyfjadeildar Fjórðungssjúkrahússins,
fyrir frábæra unrönnun í veikindum lrans.
Indiana Davíðsdóttir,
börn, tengdaböm, bamabörn og barnabarnabörn.
Við þökkunr innilega auðsýnda sanrúð og vináttu
við andlát og jarðarför sonar oíkkar
HALLDÓRS VILBERGS, prentara,
Norðurgötu 16, Akureyri.
Sérstakar þakkir færum við Hinu íslenzka prent-
arafélagi og Prentsmiðju Björns Jónssonar.
Guð blessi ykkur öll.
Þorgerður Halldórsdóttir,
Jóhannes Halldórsson.
Fósturnróðir okkar
GUÐRÚN SIGURGEIRSDÓTTIR,
fyrrnm húsfreyja Bjarmastíg 13,
er lézt á Fjórðungssjúikrahúsi Akureyrar 7. nóv.,
iverður jarðsungin frá Akureyrarkirkju laugar-
daginn 17. nóv. kl. 1,30 e. h.
Samkvæmt ósk hinar látnu er þeim er vildu
minnast hennar vinsamlegast bent á kristniboðs-
starf.
Fósturbörn. . ... _. ,
Þökikum hjartanlega auðsýnda samúð, vinarhug
og aðstoð, vegna andláts og jarðarfarar Uonu
minnar, tengdadóttur, nróður, tengdamóður og
ömmu,
BERGÞÓRU JÓAKIMSDÓTTUR,
Laxárvirkjun.
Gísli Dan.
Sigríður Gísladóttir,
Páll Gíslason,
Gréta Stefánsdóttir,
Bergþóra Pálsdóttir,
Sigurður Pálsson.