Dagur - 14.11.1973, Blaðsíða 2
2
Áthugun á aukinni
heykögglalramleiðslu
IÐNAÐARRÁÐHERRA, Magn-
ús Kjartansson, hefir skipað
þriggja manna nefnd til að
kanna hvort hentugt væri að
nýta raforku við framleiðslu
heyköggla ef hún yrði aukin
syo. að hún fullnægði að veru-
legu. leyti þörfum landbúnaðar-
ins. Ennfremur að áætla hversu
mikið magn raforku þyrfti til
slíkra nota og hvort sá mark-
aður tengdist á hagkvæman
hátt við stóraukna notkun raf-
orku til húshitunar í sambandi
við Sigölduyirkjun.
Nefndina skipa: Stefán H.
Sigfússon, búfræðikandidat,
sem jafnframt er falið að gegna
formennsku í nefndinni, Berg-
steinn Gizurarson, verkfræðing-
ur, Sigurður Þórðarson, verk-
fræðingur.
Innflutningur kjarnfóðurs fyr
ir nautgripi, sauðfé og hross
nemur árlega um 50.000 tonn-
um, sem að útsöluverðmæti, er
á annan milljarð króna. Er talið
að heykögglaframleiðsla í stór-
um stíl gæti sparað um 75% af
þessum innflutningi. Útsöluyerð
á kjarnfóðri til bænda er um
25*000 kr. hvert tonn þannig að
hér er um verulegt fjárhags-
atriði að ræða.
Hérlendis eru í dag framleidd
tæp 5.000 tonn af heykögglum,
en þyrfti að tífaldast ef framan-
greindur gparnaður í innflutn-
ingi á að nást.
(Frá iðnaðarráðuneytinu)
Teinótt flauel
Breidd 1,40 cm.
Búkadamask
hvítt, gult, grænt og
blátt, breidd 1,60 crn,
á kr. 379,00.
Rósmunstrað
damask
Breidd 1,60 cra,
á kr. 369,00.
A
mar o
DOMUDEILD
SÍMI 1-28-32.
Bifreiðip
Mmnna
Ásetinpr eins og húsrúm leyfir
Árskógsströnd, 11. nóvember.
Nýliðið sumar mun í flestra
munni fá góð eftirmæli, enda
sólríkt og góðviðrasamt svo af
bar. Fóðuröflun varð því mikil
og góð. Gróður var að vísu seint
á ferð í vor, en hefur haldizt
þeim mun betur haustdagana.
Það mun harla óvenjulegt, að
gróður haldist ósölnaður upp á
fjallabrúnir fram yfir haust-
göngur, eins og nú, enda gangna
skil óvenju tafsöm á þessu
hausti, og ekki alltaf, sem menn
höfðu árangur sem erfiði í þeim
leik.
Fé var líka óvenjumargt í
pumarhögum á Þorvaldsdal nú,
bæði vegna aukinna flutninga á
fé þangað úr Arnarneshreppi og
vegna aðhalda, er nýgerð fjalP
girðing skapaði, en henni var
lokið á þessu sumri. Sveitar-
félagið kostaði þá framkvæmd
að miklu leyti. Með henni skap-
aðist mikil hagræðing við fjár-
geymslu haust og vor og gerði
bændum mögulegt að rýja féð
áður en því var sleppt.
reglunni
(Framhald af blaðsíðu 8)
áður. Furðulegt er, að á hverju
ári skuli þurfa að bíða þessara
nauðsynlegu endurskinsmerkja
fram á vetur.
Lögreglan hefur orðið vör
þess misskilnings, að byssu-
leyfi væru veitt mönnum niður
að 16 ára aldri. Svo er ekki og
er aldurinn miðaður við 20 ára
eins og lengi hefur verið, auk
annarra tilskilinna gagna.
Á tímabilinu frá kl. 6 á laugar
dag til kl. 2 á sunnudaginn
hurfu 160 Helgafellsbækur úr
kjallara Hafnarstrætis 100, en
bækur þessar eru eign Bóka-
verzlunarinnar Eddu, eitt ein-
tak af hverri bók. Biður lög-
reglan þá, sem gefið geta upp-
lýsingar, að gera sér aðvart.
(Samkv. viðtali við yfirlög-
regluþjóninn)
Skemmtaniri
Eldri dansa klúbburinn
heldur dansleLk í Al-
þýðuhúsinu laugardag-
inn 17. nóv.
Húsið opnað kl. 21.
Miðasala við inngang-
inn.
Fastir og lausir miðar.
Stjórnin.
Á þessu hausti munu bændur
setja á eins og húsrúm leyfir, þó
með þeim undantekningum, að
á tveim bæjum, Engihlíð og
Stærra-Árskógi, var öllu sauðfé
lógað vegna riðuveiki. En sú
veiki hefur herjað hér meira og
minna síðan skömmu eftir fjár-
skiptin, en virðist nú á undan-
haldi.
Það má til tíðinda teljast, að
tilraunir þær til fiskiræktar,
sem gerðar hafa verið í Þor-
valdsdalsá að undanfömu, hafa
í sumar gefið tilefni til bjart-
sýni, meiri en menn bjuggust
við í fyrstu. Virðist nú fossinn
í ánni eina hindrun í vegi þess,
að við hér getum talist eiga lax-
veiðiá. Sn. K.
Vestmannaeyingafélagið
Blátindur!
Fundur verður í Sjálf-
stæðishúsinu, Litla-sal,
fimmtudaginn 15. nóv.
kl. 9,00.
Aðalefni fundarins verð-
ur sýning á hinni frá-
bæru kviksnynd
ELDEYJAN.
Félagar, notið þetta ein-
stæða tækifæri, nýir fé-
lagar velkomnir.
Stjórnin.
Til sölu FORD árg.
1955, verð kr. 15.000.
Uppl. í síma 1-18-63
eftir kl. 7.
Willys jeppi árg. ’47 til
sölu.
Uppl. í síma 1-28-29.
Til sölu FÍAT 125
Berlina árg. 1971.
Uppl. í síma 2-21-25.
Til sölu Mercury Comet
árg. 1964,
Mj'ög góðir greiðslu-
skilmálar.
Uppl. í síma 1-23-32
á kvöldin.
Atvinnurekendur
athugið!
Get tekið að mér inn-
heimtu seen aukavinnu,
seinni part dags.
Uppl, í síma 2-11-49.
Ungan mann vantar
vinnu t. d. við stjórn
vinnuvéla eða bifreiðar.
Sími 1-14-22.
Kaup
m
Sala
Húsnæði_
Reglusamur piltur ósk-
ar eftir herbergi.
Uppl. í síma 1-18-66.
Ung hjón vantar 2—3
herbergja íbúð.
Sími 2-16-59.
Óska eftir að taka á
leigu 2ja herbergja íbúð
frá mánaðarmótum nóv.
og ides. að tel ja.
Lysthafendur leiti nán-
ari upplýsinga í síma
(91) 8-55-09.
ÍBÚÐ óskast!
2ja til 3ja herbergja
íbúð óskast til leigu sem
fyrst.
Uppl. í síma 1-18-81.
Til sölu HONDA SS 50.
Uppl .í síma 1-24-73.
Lopapeysur fást í
Byggðaveg 94, gott verð.
Einnig flosmyndir og
mottur. Grófu púðarnir
eru að koma aftur og
margt fleira.
Allt góðar jólagjafir.
Afgreitt frá kl. 13.
Sími 1-17-47.
Til sölu miðstöðvar-
ketill 21/2 fermetrar
með tilheyrandi tækja-
búnaði.
Helgi Jónsson,
sími 6-13-13.
BARNAVAGN til sölu
í Einilundi 4 C.
Sími 1-18-23.
Ódýrt sófasett til sölu.
Sími 1-24-05.
Til sölu lítil, notuð eld-
húsinnrétting.
Uppl. í síma 2-16-12
milli kl. 7—8 á kvöldin.
Til sölu BARNARÚM
með svampdýnu.
Uppl. í síma 1-17-04 eða
Eiðsvallag. 24, mið-hæð.
- Samningar...
(Framhald af blaðsíðu 1)
samkomulaginu við ríkisstjórn
Breta var þar rædd á mánu-
daginn. Þar rufu nokkrir Sjálf-
stæðismenn samstöðuna við
endanlega afgreiðslu tillögunn-
ar. Má segja, að afstaða þing-
flokks þeirra hafi ekki komið
mönnum á óvart, eftir já, já og
nei, nei stefnu þeirra eða stefnu
leysi við fjölmörg tækifæri, og
eftir að ríkisstjórn íhaldsins
hafði í nær þrettán ár látið und
ir höfuð leggjast að sinna þessu
stórmáli þjóðarinnar.
Dirfska, stefnufesta og bar-
áttuþrek Ólafs Jóhannessonar
forsætisráðherra í landhelgis-
málinu, hefur aukið virðingu
hans og vinsældir með þjóðinni,
og mun ríkisstjórn hans nú
njóta meira fylgis en nokkru
sinni áður. Q
% l
I
1
Þvottavél óskast. 5
Oska eftir að kauþá not-
:.ða sjállvirka þvottavél.
Uppl. í síma 6-12-88,
Dalvík, milli 1—4 á dag-
inn.
Fundið
Fundist hefur lykla-
kippa í miðbænum.
Réttur eigandi vinsam-
legast hafi samband við
afgreiðslu blaðsins.
Gulgrænn páfagaukur
tapaðist í Ægisgötu 16.
Finnandi liringi í síma
1-23-35.
Megrunarkex
40,00
I PK.
Aðeins
KJÖRBÚÐIR
I-
ÞRJÁR NÝJAR HLJÓMPLÖTUR
I
i
I
<3
Í
I
I
£
I
f
1
f
<3
4
<!£
f
>3
BJARKI TRYGGVASON
MEÐ 12 LAGA PLÖTU.
KÓR BARNASKÓLA AKUREYRAR
UNDIR STJÓRN BIRGIS HELGASONAR,
SYNGUR 7 BARNALÖG.
ERLA STEFANSDOTTIR
MEÐ TVEGGJA LAGA PLÖTU, MEÐ LAGINU
„TOP OF THE VORLD“
MEÐ ÍSLENSKUM TEXTA.
Einnig eigum við fyrirliggjandi plötuna með barna-
leikritinu „SÍGLAÐIR SÖNGVARAR“.
x
i
TÓNA-ú!gáfan
TÖNABÚÐIN
TÓNA-úfgáfan
SÍMI 2-21-11