Dagur - 01.12.1973, Blaðsíða 8

Dagur - 01.12.1973, Blaðsíða 8
 Dagur Akureyri, laugardaginn 1. des. 1973 Dömu og herra 1 | y GULLSMIÐIP steinhringar. /( Æ \ SIGTRYGGUR MikiS úrval. 1 & PÉTUR * AKUREYRI ' SMÁTT & STÓRT Myndin er af þjóðbúningum þeim, sem Halldóra Jónsdóttir kom með norður og kynnti. (Ásgrímur) Frá síðdeaisskemmlun Zonfaklúb SUNNUDAGINN 21. okt. sl. hélt Zontaklubbur Akureyrar sína árlegu SÍðdegisskemmtun í Sjálfstæðishúsinu á Akureyri. í upphafi dagskrár ávarpaði formaður klúbbsins, Þóra Sig- fúsdóttir, samkomugesti. Sagði hún frá starfsemi Zontaklúbbs- ins, en aðal stefnuskrámál kiúbbsins er rekstur og upp- bygging Nonnahúss svo og mannúðar- og líknarmál. Þetta var 8. skemmtun klúbbsins, en ágóði af skemmtunum þessum VILJA EKKI ÚTLENDINGA AÐALFUNDUR Landssam- bands stangaveiðimanna, sem nýlega var haldinn, samþykkti þá áskorun, að afnema bæri lagaheimild til að leigja útlend- ingum veiðiár og veiðivötn hér á landi. Ennfremur ólyktaði fundurinn, að banna beri lax- veiði í straumvatni frá 20. júní til 3. júlí og alla netaveiði á ósa- svæðum ótímabundið og af- nema beri allar undanþágu- heimildir um laxveiði í sjó. Formaður Landssambands stangaveiðifélaga er Hákon Jó- hannsson. Q hefur ávallt runnið óskertur til líknarmála. Næsta atriði á dagskránni var þjóðlagasöngur frú Kuregei Alexandra, en hún söng síber- isk, rússnensk og íslenzk þjóð- lög og lék auk þess á strengja- hljóðfæri. Þessu næst veittu Zontasyst- ur veizlukaffi með heimabökuð- um krásum. Að lokinni kaffidrykkju söng Jón H. Jónsson nokkur íslenzk lög við undirleik Ingimars Eydal. Síðasta atriðið á skemmti- skránni var íslenzk þjóðbúninga sýning undir stjórn Halldóru G. Jónsdóttur, gullsmiðs úr Reykjavík. Voru sýndir þjóð- búningar frá ýmsum tímum og raktar breytingar þær sem orð- ið hafa á búningunum í gegnum aldirnar. Kynnir á skemmtun- inni var Guðríður Eiríksdóttir, skólastjóri. Flestir þjóðbúning- anna voru fengnir að láni frá Þjóðdá'nsafélagi Reykjavíkur fyrir tilstilli Halldóru G. Jóns- dóttur, en nokkrir búninganna voru fengnir frá Minjasafninu á Akureyri. Zontaklúbburinn vill flytja Halldóru G. Jónsdóttur alúðar- þakkir fyrir hennar ómetanlegu aðstoð við sýninguna og velvild hénnar í garð klúbbsins. Allur ágóði af þessari skemmtun klúbbsins rennur til Vistheimilisins að Sólborg. Er ætlunin að styrkja starfsfólk stofnunarinnar til sérhæfingar í umönnun og þjálfun vangefinna í samráði við forráðamenn á Sólborg. (Fréttatilky nning) BINDINDISDAGURINN Tveir alþingismenn rituðu í vik unni greinar í Reykjavíkurblöð í tilefni bindindisdagsins, sem var á sunnudaginn. Það voru þeir Vilhjálmur Hjálmarsson og Helgi Seljan. Vilhjálmur segir m. a.: Sterkasti bindindisboðskapur, sem mig rekur minní til að hafa heýrt, barst mér að eyrum alveg nýlega. Flytjendur höfðu ratað í erfiðleika vegna áfengisneyzlu, en síðar tekið sig á í harðri baráttu til sjálfsbjargar. Þetta fólk flutti ekki prédikun en sagði frá eigin reynslu blátt áfram. í því var fólginn styrk- leiki boðunarinnar. Síðar í greininni: Á barnsaldri var ég víst alltaf fremur kjarklítill og ekkert sér- staklega gefinn fyrir að tefla á tvær hættur. — Þetta hefir þótt loða við mig lengst af. í sam- ræmi við það hefir mér jafnan vaxið í augum sú áhætta, sem ætíð er samfara áfengisneyzlu, því enginn veit með vissu fyrir- fram, hvort honum auðnast að gæta „hófs“ í gegnum árin. ENN SEGIR ÞINGMAÐURINN Loks er svo þess að geta, að ég hef töluvert miklað fyrir mér þá ábyrgð, sem því sé samfara að ncyta víns „í hófi“ við ýmis tækifæri og gefa með því for- Búið ðð gera við strenginn Hrísey, 30. nóvember. Rafmagn- ið fengum við á ný klukkan hálf tólf í fyrrakvöld og hefur verið í ágætu lagi síðan. En sæstreng urinn bilaði næsta laugardag áður. Ekki urðu miklar skemmd ir vegna raforkuskortsins, nema eitthvað mun hafa bilað af sjón- varpstækjum. Fiskmóttaka lagð ist auðvitað niður og var farið með þann fisk til Dalvíkur, sem annars hefði komið hingað. en ekki var um verulegt fiskmagn að ræða því bæði var afli tregur og ógæftir. Ég held að viðgerðar mennirnir hafi staðið sig mjög vel. Það er jólalegt föl á eynni, hreint og fallegt. En hugsanir manna snúast öðru fremur um heitt vatn, svo við borð liggur, að hugsað sé í heitu vatni. Búið er að tengja 12 eða 13 hús nýju hitaveitunni og það þykir nú heldur munur. S. F. Þeir leita sólar hið innra með sér Húsavík, 30. nóvember. Þegar dagar gerast skammir en kvöld löng, þá hvcrfur fólk hér á Húsa vík í ríkara mæli en ella íil þeirrar sólar, sem það á með sér hið innra. Samkomur eru haldnar margar í glæsilegum sal félagsheimilisins. Þar er framin tónlist ýmiskonar, vísur ortar og haldnar ræður og að sjálfsögðu er dansað. Karlakór- inn Þrymur er búinn að halda upp á 40 ára afmæli sitt með söng og undirspili. Opinberir starfsmenn á Húsavík héldu sína árshátíð fyrir skömmu. í því samkvæmi voru margar vísur ortar og fvndni sögð. Næstkomandi laugardagskvöld munu Lions- og Rotary-félagar á Húsavík efna sameiginlega til kvöldfagnaðar með konum sín- um. íþróttafélagið Völsungur heldur hlutaveltu, Lionsmenn hafa köku- og jólakortasölu og kvenfélagskonur selja laufa- brauð. Leikfélag Húsavíkur fór til Danmerkur í haust og sýndi Dönum við góðar undirtektir þætti lír Gullna hliðinu. Það þótti Dönum góð fyndni, er Jón spurði hvort - nokkur danslcari væri í himnáríki. Benedikt Árnason leikari hef ur verið ráðinn leikstjóri til Leikfélagsins í vetur. Fyrir- hugað er að taka til meðferðar Góða dátann Sveik. Munu æfingar hefjast um miðjan janúar, Ennfremur er í athugun að hafa leikskóla á Ilúsavík á méðan Benedikt dvelur hér, enda verði þátttaka nægileg. Þ. J. FYRIR 10 árum hófu St. Georgs skátar á Akureyri að láta raf- magnsljósakrossa lýsa upp leiði í kirkjugarðinum. Þetta er mjög falleg lýsing, og lýsir upp minn- ingu um þá sem þar hvíla. Margir leggja jafnan leið sína á hæðina við kirkjugarðinn um hver jól til þess að sjá þessa fallegu lýsingu. í ár munu verða um það bil fimm hundruð krossar í garðinum. St. Georgsskátar er samtök eldri skáta og velunnara þeirra. Formaðu.r nú er Margrét Hall- grímsdóttir. Ljósmynd: Tryggvi Gunnars- son. Q dæmi og óbeina hvatningu til livers manns um að vera með. Mér finnst ég ekki mundi vilja taka þátt í slíkri sýnikennslu í víndrykkju, vitandi það upp á mína tíu fingur, að fyrir nokkr- um hundraðshluta þeirra ný- liða, sem „setjast að sumbli“ ár hvert, á það að Iiggja að lenda í erfiðleikum með áfengisneyzl- una. En játa ber það, að með tilliti til þess, sem áður greinir, þá er auðvitað útlátalítið fyrir mig að segja svo. HELGI F. SELJAN KVEÐUR FAST AÐ ORÐI Helgi F. Seljan segir meðal annars: Andvara- og kæruleysi yfir- gnæfandi meirihluta fólks um þessi mál veldur mér alltaf mik illi furðu og vekur upp ýmsar áleitnar spurningar. Er mögu- legt að sjáandi sjái fólk ekki, heyrandi heyri það ekki? Blóð- ug spor harms og ógæfu, glat- aðra mannsefna, ótaldra manns lífa: Er hægt með axlaypptingu kæruleysisins, afsökunarbrosi afskiptaleysisins að láta sem ekkert sé? Sannarlega tekst það furðu oft. Oft er rætt um sjálfs- elsku okkar bindindismanna að vilja ekki leyfa öðrum að njóta þess, sem við sjálfir afneitum. En hvað skal kalla það, þegar menn vilja njóta „guðaveig- anna“ þegar þeim svo sýnist og vilja þess vegna líta algerlega fram hjá hinum dekkri hliðum hinna sömu „guðaveiga“? Oft er það einnig haft á orði, að hér sé um að ræða frelsi til að velja og hafna, jafnframt því sem vitnað er til vits og dóm- greindar mannskepnunnar til frekari áréttingar þess, að ekki þurfi um að bæta eða hafa af frekari áhyggjur. ENNFREMUR: En allt eru þetta innantóm orð, orð, sem þrátt fyrir oft glæsi- legan búning lijaðna andspænis raunvcruleikanum. Því raun- veruleikinn birtist þér m. a. í rónanum svokallaða, sem reikar um án stefnu og takmarks í leit að gleymsku og óminni, því öll lífsvon er slokknuð að fullu. Raunveruleikinn birtist okkur í unglingnum ofurölvi, sem framið hefur alvarlegt lögbrot í vímunni, unglingnum, sem eins gæti verið sonur eða dóttir okkar sjálfra. Raunveruleikinn birtist okkur í ökumanninum ölvaða, scm valdið hefur öðrum örkumlum eða dauða. Hann birtist okkur í heimilisógæfu, þar sem lieimilisfaðirinn hefur orðið ofdrykkjunni að bráð og umbreytist í öskrandi villidýr eða grátandi vesaling á víxl. Ilann birtist okkur í öllum þeim gífurlega fjölda vinnuStunda, sem. glatast dag hvern, þeim óhcmju fjárupphæðum, sem sóað er til einskis eða til ills eins. EKKERTJÓLABLAD Ákveðið hefur verið, að gefa ekki út sérstakt jólablað Dags út fyrir næstu jól. Hinsvegar er „jólalegt“ efni vel þegið í síð- ustu tölublöðin og verður það birt eftir því sem rúm leyfir. En æskilegt er, að það berist sem fyrst til þess að unnt verði að koma því til skila á réttum tíma.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.