Dagur - 01.12.1973, Blaðsíða 1

Dagur - 01.12.1973, Blaðsíða 1
NÝLEGA var nýtt félagsheimili vígt á Hofsósi, eign þriggja sveitarfélaga óg nokkurra fé- lagasamtaka á Hofsósi, og hlaut Akureyrartogararnir KALDBAKUR landaði 26. nóv- ember 88 tonnum. Svalbakur landaði 21. nóvem- ber 71 tonni. Harðbakur landaði 19. nóvem ber 72 tonnum. Sólbakur landaði 28. nóvem- ber 121 tonni. □ HUSMÆÐUR AKUREYRI LION SKLÚBBUR Akureyrar ætlar í dag, laugardag, að senda meðlimi sína með úrval af jóla- pappír í sem allra flest hús á Akureyri. Um leið og þið styrkið okkur í starfi fyrir Vistheimilið Sól- borg, en þar er alltaf þörf fyrir eitthvað, sparið þið ykkur spor- in og veitið góðum málstað lið. Gleðileg jól. □ það nafnið Skjöldur. Það er all- stórt, hefur verið nokkur ár í smíðum og er nú fullbúið og hið myndarlegasta, og mun kosta um 20 milljónir króna. Ollum íbúum hinna þriggja hreppa, Hofsóshrepps, Hofs- hrepps og Fellshrepps, 15 ára og eldri, var boðið til vígslunn- ar, einnig burtfluttum ásamt mökum og kom þarna saman nær hálft fimmta hundrað manns til að fagna framkvæmd- inni. Voru myndarlegar veit- ingar fram bornar. Byggingameistari var Björn Guðmundsson, Sauðárkróki, yfirsmiður Gunnar Stefánsson, Hofsósi, Sólmundur Karlsson sá um hita- og vatnslagnir og Sig- urbjörn Magnússon sá um raf- lögn. Nafnanefnd, sem óskað hafði tillagna um nafn félagsheimilis- ins, opnaði umslögin og varð nafnið Skjöldur hlutskarpast. Eftir þetta fóru fram almenn ræðuhöld og tóku margir til máls. Ennfremur söng söng- félagið Harpan og að lokum var dansað af miklu fjöri fram eftir nóttu. Allt fór þetta hið bezta fram. □ Frá Grímsey. (Ljósm.: E. D.). AFLI, KOMIÐ RENNANDIVATN Orkumálafuiidur F J O R Ð UNGSSAMBAND Norðlendinga boðaði til fund ar á Akureyri um orkumál í gær, 30. nóvember, og var fundurinn haldinn á Hótel Varðborg. Haukur Harðar- son, formaður Fjórðungssam bandsins, setti fundinn, en kvaddi Stefán Reykjalín til að stjórna fundi og Valdimar Bragason til að rita fundar- gjörð. Síðan var gengið til dagskrár og fluttu eftirtaldir menn erindi fyrir hádegi: Magnús Kjartansson, iðn- aðarráðherra, Jokab Björns- son, orkumálastjóri, Björn Friðfinnsson, framkvæmda- stjóri og Jón ísberg, sýslu- maður. Sjá nánar um ræðu iðn- aðarráðherra í leiðara. □ Grímsey, 30. nóvember. Snjór er alveg óvenjulega mikill, og alveg sérstaklega hérna í Sand- víkinni, svo það er vont að bera sig yfir. Flugvöllurinn er þó góður, því af honum skóf allan snjó og eru póstferðir hingað, flugleiðis, tvisvar í viku og Drangur kemur einu sinni í hálfum mánuði. Frosthörkur hafa verið alveg óvenjulega miklar. Tveir þilfarsbátar og stór trillubátur róa með línu. Gæftir eru að vísu fremur stopular en fiskur er ágætur þegar hægt er að fara á sjó, og raunar meiri en venja er. Sjósóknin á þess- um árstíma er höfninni að þakka. Hafa því allir nóg að gera. Við vorum í vandræðum þegar skólafólkið fór, því að þá vantaði okkur vinnuafl. Nú er nægileg vinna fyrir þá, sem heima eru, við þessa þrjá báta. Við erum alveg í sjöunda himni yfir því að hafa rennandi vatn í hverju húsi. Vatnið er bæði mikið og gott, enda tekið á talsverðu dýpi. Síðasta sumar var óvenjulegt þurrkasumar og þornuðu allir brunnar á eynni, en samt er nægilegt vatn í bor- holunni, sem gefur okkur þetta ágæta vatn. Enn höfum við að- eins litla dælu, en samt er flæð- andi vatn. Mér finnst ég vera komin upp á meginlandið síðan við fengum sjálfvirka símann og getum hringt hvenær sem manni dett- ur í hug. S. S. Senn kenuir hitaveita á Blönduós Ási í Vatnsdal, 28. nóvember. Kuldinn hefur verið óvenjulega mikill að undanförnu og jörðin frýs verulega vegna þess að snjólaust má kalla, aðeins föl á jörð, sem bjargar jörðinni lítið. í raun og veru er snjórinn allt of lítill hér um slóðir. Hraðað nýtingu orkulinda HINN 23. nóv. sl. fól iðnaðar- ráðuneytið verkfræðistofu Sig- urðar Thoroddsens að fram- kvæma „könnun á því, hvernig unnt sé með sem skjótustum hætti að nýta innlenda orku- gjafa í stað olíu til húsahitunar og annarra þarfa.“ Var verk- fræðistofunni falið að hafa sam- ráð við opinberar stofnanir og MEÐALVIGTIN 15,07 IÍG. Á AIÍ. MEÐALVIGT dilka, sem lógað var í sláturhúsi Kaupfélags Ey- firðinga á Akureyri í haust var 15.07 kg, án mörs, og er það talin góð meðalvigt hér um slóðir, og heldur meiri cn árið áður. Höfum við því 60 tonnum meira af dilkakjöti en í fyrra, sagði Haukur Olafsson slátur- hússtjóri KEA, þ. e. á Akureyri og Grenivík, enda veitir okkur ekkert af því, því að í fyrra þurftum við að kaupa 120—130 tonn, þar sem okkar kjöt entist . ekki. Q aðra aðilá, sem hlut eiga að máli, um lramkvæmd þessarar könnunar og hraða henni, svo sem kostur er. Á sviði hitaveituframkvæmda á könnunin m. a. að beinast að því að flýta framkvæmdum í Kópavogi, Hafnarfirði og öðrum nágrannabyggðum Reykjavík- ur, lögn hitaveitu frá Svartengi til þéttbýlisstaðanna á utan- verðu Reykjanesi, lögn hita- veitu frá Deildartunguhver í Borgarfirði til Akraness og Borgarness og að ýmsum smærri hitaveituáformum, eftir því sem hagkvæmt er talið. Á sviði raforkuframkvæmda er verkfræðistofunni ætlað að kanna, hvernig unnt sé að flýta áformum um notkun raforku til húshitunar, m. a. með samteng- ingu orkuveitusvæða, þannig að næg raforka verði fáanleg á sama heildsöluverði um land allt og unrit að nota hana til húshitunar á Austfjörðum, Vest fjörðum og í öðrum byggðar- lögum, þar sem jarðhiti er eltki tiltækur eða notkun hans ekki hagkvæm. í því sambandi er nú unnið í iðnaðarráðuneytinu að frumvarpi til laga um heimild til allt að 55 MW jarðgufuvirkj- unar á Kröflusvæðinu til þess að styrkja raforkukerfið á Norð urlandi og Austfjörðum. Þá hefur iðnaðarráðuneytið snúið sér til Seðlabankans og farið þess á leit, að bankinn hefji undirbúning að gerð fjár- mögnunaráætlunar um sem skjótasta nýtingu innlendra orkugjafa í samvinnu við verk- fræðistofu Sigurðar Thorodd- sens. □ í kuldunum er mönnum oft- ar hugsað til heita vatnsins en endranær. Á Hvammstanga býr fólkið við nýja hitaveitu, sem reynist ágætlega. Blönduós- hreppur hefur tryggt sér hita- réttindi á Reykjum. Og þótt leiðin sé nokkuð löng, virðist heita vatnið nægilegt. Bæði kemur þar talsvert mikið magn af heitu vatni upp úr jörðinni og talið öruggt, að unnt sé að ná miklu meira af því með bor- un. Hitaveita fyrir Blönduós er í undirbúningi. Gera þarf ýms- ar athuganir óður en hafizt verður handa, svo sem skiljan- legt er. Leiðin til Hveravalla er löng, en mikið er þar af heita vatninu, ef unnt væri að leiða það til byggða! í sveitum er rólegt og búskapur áfallalaus. G. J. heyskapur í sumar og góS veiSi Vopnafirði, 30. nóvember. Snjór er lítill, en mikil frost, svo að fé hefur verið í húsi, enda nægileg hey og minna sinnt vetrarbeit en óður var. Utivinna stöðvaðist þegár tók að frjósa verulega, en atvinna í kauptúninu var nægileg fram að þeim tíma og er raunar enn. Á morgun verður árshátíð, sem er árleg skcmmtun um 1. desember. Konur sjá um hana annað árið en karlar hitt og nú eru það karlmennirnir, sem undirbúa árshátíðina. Hátíðin verður haldin í félagsheimilinu Miklagarði. í iiaust var lógað um 15 þús. fjár og er það fleira en áður. Meðalþungi dilka var 15.6 kg. Það er örlítið minni meðalvigt en sl. ár, en áreiðanlega enn fleira af tvílembingum en í fyrra. Heimtur voru góðar í haust, Þyngsta meðalvigt var hjá Jóni Þorgeirssyni í Skóg- um, 18.6 kg og voru dilkárnir ]oó flestir tvílembingar. Jón liefur fremur lítið fjárbú en afurðasamt. Þyngsta lambið var 30.2 kg og það átti Jósep Þor- geirsson á Frémri-Nýpum. Ló'gað var 215 nautgripum og er það með langmesta móti, og voru þetta fyrst og fremst geld- neyti, sem alin voru til slátr- unar. Hofsá var óvenjulega gjöful síðasta sumar og veiddust úr henni 1112 laxar og er það 400 löxum fleira en árið áður, sem þó var metár. Ástæður eru m. a. skynsamleg nýting og hin ágætu skilyrði órinnar til að rækta sig upp. Ur Selá komu um 440 laxar og Vesturdalsá var gjöful eins og árið óður og var veiðin vel í meðallagi. Þ. Þ. FRÁ LÖGREGLUNNI NEI, nú gerist bara alls ekki neitt frósagnarvert. Þjónar eru í verkfalli, vínbarir lokaðir og hér er allt með rólegasta móti, sagði yfirlögregluþjónninn í gær. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.