Dagur - 05.12.1973, Blaðsíða 1
FILMUhúsið akureyri
•'SRBPSCrtfrfi-n
HINN góðkunni píanóleikari
Philip Jenkins leikur í Borgar-
bíói næstkomandi sunnudag, 9.
des., kl. 17.15. Tórilistarfélag
Akureyrar gengst fyrir þessum
tónleikum, sem eru hinar þriðju
á tónleikaskrá þessa vetrar.
Tónleika nr. 2, Blásarakvintett
Sinfóníuhljómsveitar íslands,
varð vegna ófyrirsjáanlegra
ástæðna að flytja fram í
febrúar.
Philip Jenkins lék síðast á
tónleikum hér á Akureyri í
fyrrahaust fyrir stóran hóp
þakklátra áheyrenda. Philip,
Banninu aflétt
1 GÆRMORGUN var samþykkt
hjá löndunarmönnum fisks í
Grimsby, að aflétta löndunar-
banni gagnvart íslenzkum fiski-
skipum. Á öðrum stöðum var
áður samþykkt að aflétta bann-
inu, að tilskyldu samþykki
Grimsbymanna.
Tveir íslenzkir bátar munu
selja, báðir frá Hornafirði, fisk
sinn í Grimsby í dag og eru
það Hamrafell og Ólafur
Tryggvason.
Fiskvöntun er í Bretlandi. □
sem var um árabil atkvæða-
mikill píanóleikari og kennari á
Akureyri, hefur síðastliðna tvo
vetur starfað við Academy of
Music í London. Á þessu tíma-
bili hefur hann haldið mikil-
væga tónleika í London. og hef-
ur hlotið lofsamlega dóma tón-
listargagnrýnenda fyrir leik
sinn. Gagnrýnandi „Daily Tele-
graph“ hrósaði Philip mjög
fyrir tónleika sína og sagði á
einum stað, „he is a musician to
his fingertips". Philip hélt tón-
leika í London 16. nóvember
síðastliðinn, en tónleikamir
fóru fram í Purcell Room. Á
þeim tónleikum voru flutt ýmis
af þeim verkum, sem flutt verða
í Borgarbíói næstkomandi
sunnudag, en þau verða: Til-
brigði í f-moll eftir Hayden,
sónata í B-dúr eftir Mozart,
sónatína í C-dúr eftir Kabalev-
sky, næturljóð eftir Britten og
Le Tombeau de Couperin eftir
Ravel. Philip mun í þessari ferð
leika á Húsavík og ef til vill
víðar.
Aðgöngumiðar verða seldir í
bókabúðinni Huld og við inn-
ganginn. Skólafólk fær 50%
afslátt af aðgöngumiðaverði.
(Fréttatilkynning frá Tón-
listarfélagi Akureyrar 4. des.)
Frá Laxárvirkjun hjá Brúum.
ORKUMÁLAFUNDURINN A AKUREYRI
Skagfirskar konur á námskeiðum
Sauðárkróki, 4. desember. Skag
firzka kvenfélagasambandið hef
ur nú að undanförnu gengizt
fyrir námskeiðum í myndflosi
og fleiri hannyrðum, og hefur
frú Magðalena Sigurþórsdóttir
kennari frá Reykjavík farið á
milli kvenfélaganna í Skaga-
firði og hefur hún þegar lokið
námskeiðum hjá fjórum kven-
félögunum, eða í Hólahreppi,
Akrahreppi, Lýtingsstaðahreppi
og á Sauðárkróki. Hafa 95 kon-
ur sótt þessi námskeið og hafa
konurnar samtals gert 223
muni. Fimmta námskeiðið stend
ur yfir og er á Hofsósi. Eftir
áramótin verður sjötta nám-
skeiðið haldið hjá Kvenfélagi
Staðarhrepps. Námskeiðin hafa
verið mjög vinsæl meðal kven-
félagskvenna, eins og þátttakan
sýnir. Formaður Kvenfélaga-
sambands Skagafjarðar er frú
Helga Kristjánsdóttir á Silfra-
stöðum.
Kvenfélag Sauðárkróks hefur
þegar pantað frú Magðalenu til
að halda námskeið hjá sér á
næsta vetri. Að námskeiðunum
í vetur loknum, er fyrirhugað
að halda sýningu á munum
þeim, sem kvenfélagskonurnar
hafa búið til. Verður sýningin
í Miðgarði. G. Ó.
FRÁ ræðu iðnaðarráðherra á
orkumálafundi á Akureyri var
sagt í síðasta blaði. Verður nú
frásögn fram haldið.
Jakob Björnsson, orkumála-
stjóri, flutti annað framsögu-
erindi og gerði grein fyrir stöðu
mála varðandi rannsóknir Orku
stofnunar á virkjunarmöguleik-
um norðanlands, varðandi sam-
tengingar norðanlands við aðra
landshluta nú á næstunni og
síðar og varðandi varaaflsmál
Norðurlands.
Varðandi Dettifossvirkjun
hafa áætlanir bent til þess að
hún geti orðið mjög hagkvæm.
Stærð hennar yrði nálægt 165
MW og árleg orkuvinnslugeta
1200 GWH.
Jarðgufuvirkjun við Náma-
fjall eða Kröflu:
Áætlanir hafa verið gerðar
um 8, 16, 24 og 55 MW virkj-
anir við Kröflu og benda niður-
stöður þeirra til þess að orku-
verð frá 55 MW jarðgufustöð
gæti verið sameiginlegt við
orkuverð frá hagkvæmustu
vatnsaflsvirkjunum sem væri
þrisvar sinnum stærri að afli.
Þetta gæti bent til að jarð-
gufuaflsstöðvar væri auðveld-
ara að fella að vaxandi raforku-
þörf en vatnsaflsstöðvar, án
þess að nokkru væri fórnað í
orkuverði.
Niðurstöðvar athugana Orku-
stofnunar um virkjun í Skjálf-
andafljóti hafa reynzt neikvæð-
ar og telur hún að rétt sé að
bíða með frekari rannsóknir
þar. (Framhald á blaðsíðu 2)
Fjölmennur Framsóknarfundur
FRAMSÓKNARFLOKKUR-
INN efndi til fundar á Hótel
KEA föstudaginn 30. nóvember.
Fundarefnið var kynning á
stefnu og störfum flokksins.
Frummælendur voru: Stein-
grímur Hermannsson, ritari
flokksins, Guðmundur Þórarins
Sofa urtubörn á ú
urn
Á SUNNUDAGINN sýndi sjón-
varpið mynd af útselskópum,
sem nýbúið er að flytja til
Reykjavíkur, norðan frá Skaga.
Voru þeir 17 talsins og munu
sumir eiga að fara vestur um
haf í skiptum fyrir sæljón, sem
síðar verða augnayndi í Sædýra
safninu í Hafnarfirði.
Blaðið hafði á mánudaginn
samband við Jón Benediktsson
BÆJARRÁÐ Akureyrar samþykkir, að bæjarstjórn beini
þeim tilmælum til Ríkisútvarpsins, að þegar verði gerðar
ráðstafánir til að kleift verði að koma tilkynningum og
einnig fréttum á framfæri beint frá Skjaldarvíkurstöðinni,
til íbúa á lilustunarsvæði hennar (veðurfregnir, aflafréttir,
færð á vegum, messur, leikhús, kvikmyndir, tónleikar).
Bæjarráð hefur samþykkt að verða við tilmælum um fyrir
greiðslu við stóra listsýningu Myndhöggvarafélagsins í
Reykjavík, sem það hyggst koma upp á Akureyri í sumar.
Sýningin er styrkt af Menntamálaráði. Q
frá Höfnum á Skaga, en þar skipt um lit og eru orðnir gráir,
voru kóparnir teknir. Honum eru skinnin nokkuð verðmæt.
sagðist efnislega svo frá: En þau eru þykkri og óþjálli
Já, við fórum norður og tók- en vorkópaskinnin og ekki í
um þá þarna og fluttum þá háu verði.
suður, og sýndist þeim líða ágæt Það var létt verk að taka
lega. Þetta eru útselskópar, þessa kópa. Við vorum þrír við
þeir fyrstu, sem lifandi eru þetta úti í eyjum, þar sem hann
fluttir frá Norðurlandi. Það er liggur. Einn tók bara í aftur-
stutt síðan útselurinn tók sér hreyfann og hinir settu kópinn
bólfestu við Húnaflóa, ekki mik í poka. Kópar þessir eru um
ið yfir 20 ár, en honum fjölgar einn metri á lengd og feitir vel,
nokkuð ört. Útselurinn kæpir svo sem sjá mátti í sjónvarpinu,
um mánaðamótin október— sagði Jón Benediktsson að lok-
nóvember hjá okkur nyrðra, en um. Q
fyrr við Breiðafjörð. Útselurinn ----------------:----;— -------
er miklu stærri en vorselurinn _ ™
og leggur undir sig sérstök sker §£
og verður hinn þá að víkja um 1 || | 1 11
set. Að þessu leyti er maður nú Illw
ekki reglulega hrifinn af hon- „ _ „ . DT,..T TT , ,
„ ö ö, , . TOGARINN Harðbakur kom a
um. Svo er nu pað, að koparmr , , . , .
, , . , , manudagmn með 80 tonn ÍLski-
iæðast hvitir, en þegar þeir hala ., , ,, , , , ,
ar og tiu hakarla, suma taisvert
Væna, Og Var aflinn sóttur á
Vestfjarðamið.
IFT Það er liðin tíð að róa í há-
'&’TJ' v&J IgvT kaI4 hér á Norðurlandi, en hann
var áður mikið veiddur vegna
Næsta tölublað Dags kemur út lifrarinnar. En hákarlinn þykir
á Iaugardaginn, 10. desember. ennþá herramannsmatur og
Viðskiptavinir blaðsins eru þeir fáu, t. d. í Vopnafirði, sem
beðnir að koma tímanlega með leggja stund á hákarlaveiðar til
efni og auglýsingar, sem birtast verkunnar og sölu, anna ekki
á í blaðinu, vegna hins tak- eftirspurninni.
markaða rúms. Hér á Akureyri hefur Jósef í
son, borgarfulltrúi í Reykjavík,
Elías Snæland Jónsson, fram-
kvæmdastjóri SUF og Ólafur
Ragnar Grímsson, prófessor.
Fundinn sótti um eitt hundrað
manns, úr bæ og héraði, og stóð
hann í rúmar fjórar klukku-
stundir og voru átján ræður
fluttar. Fundinn setti Svavar
Ottesen, formaður Framsóknar-
félags Akureyrar, en fundar-
stjóri var Stefán Reykjalín,
bæjarfulltrúi, og fundarritari
Þóroddur Jónasson.
Fundur þessi fór hið bezta
fram og var ágæt kynning á
stefnu Framsóknarflokksins.
Ennfremur komu á dagskrá
ágreiningsefni þau innan flokks
ins, sem menn hafa kynnzt að
undanförnu á síðum Tímans og
víðar. Voru þau rædd málefna-
lega og af hreinskilni af fram-
sögumönnum. Af hálfu heima-
manna kom það greinilega
fram, að þeim virtist ágreining-
urinn minni en ætla mætti eftir
þeim harðorðu skrifum, sem
fram hafa farið. Q
arla í land
Sandvík fengizt við þess háttar
verkun á þeim gráu, sem fást
í vörpur togaranna. Kannski
fær hann einnig þessa tíu. Sagt
er, að fullverkaður og góður
hákarl sé í Reykjavík seldur á
600 krónur kílóið eða jafnvel
700 krónur, þegar búið er að
skera hann í hæfilega bita og
setja hann í smápakkningar.
Hákarl, sem nú er veiddur,
er þegar kæstur í kössum eða
gryfjum og síðan hengdur upp
í byrjun apríl, síðan seldur til
neyzlu næsta haust. Q