Dagur - 05.12.1973, Page 5

Dagur - 05.12.1973, Page 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akurcyri Sírnar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgöarmaður: ERLINGUR DAYÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. Tvennir tímar Á MEIRA en tólf ára valdatímabili „viðreisnar“ lá landhelgismálið í dauðadái, togaraflotinn grotnaði niður, frystihúsin svöruðu ekki þeim stórauknu kröfum, sem erlendir fisk kaupmenn gerðu til þeirra, þúsundir manna flúðu land vegna atvinnu- leysis og vonleysis um framtíðina, sem „viðreisnin“ varpaði dökkum skuggum á. Þessi atriði eru alkunn og minna á sig. Með nýrri ríkisstjóm urðu snögg og stórkostleg umskipti, á flestum sviðum þjóðlífsins. Landhelgismálið var upp tekið og þjóðin sameinuð um það, undir forystu Ólafs Jó- hannessonar forsætisráðherra, og þarf ekki að rekja það hér, svo kunnugt er það öllum landsmönn- um. Togaraflotinn var ekki endur- nýjaður í tíð „viðreisnar“ og ríkti sama vonleysið þar, sem á svo mörg- um öðrum sviðum atvinnulífsins. Með stjómarskiptunum og ákvörð- un um stækkun landhelginnar, var jafnframt ákveðið að endurnýja togaraflotann og auka hann, til að nýta þau fiskimið, sem stækkun fisk- veiðilandhelginnar veitti þjóðinni. Síðustu mánuði hafa nýju togaram- ; ir verið að koma til landsins og ; margir þeirra hafa þegar skilað drjúgum afla á land. í þessu sam- bandi er þó annað enn athyglisverð- ara og það er dreifing þeirra um allt land til þess að skapa betri lífsskil- yrði á sem flestum útgerðarstöðum. Hér er sú byggðastefna í verki, sem mest hefur að kveðið. Kröfur tímans um fullkomnari frystihús og fiskvinnslustöðvar eru miklar og þeim var ekki sinnt undir „viðreisn“. Þess vegna þurfti þar stórátak, til að halda hinum hag- stæðu, erlendu mörkuðuin og stand- ast á því sviði samkeppni annarra fiskveiðiþjóða. Nú eru ellefu ný frystihús í byggingu og er stofn- kostnaður áætlaður á annan milljarð króna. Endurbætur á nær tveim tug- um frystihúsa hafa farið fram eða standa yfir. En þegar hefur verið varið til frystihúsanna rúmum tveim milljörðum króna. Er þetta gífurlegt átak, svo fjárfrekt sem það er, en alger forsenda þess að nýta sjávar- ; aflann til útflutnings á hagstæðu ► verði. í í stað atvinnuleysis í öllum Iands- ► hlutum og landflótta þúsunda ís- ; lendinga á „viðreisnar“-tímanum, ; þurrkaðist atvinnuleysið út og vant- ; ar nú víða vinnandi hendur. í stað ; vonleysisáranna, þegar fólkið trúði í ekki lengur á framtíð lands og þjóð- ► ar, er nú meiri framfarahugur með ► þjóðinni og bjartsýni en nokkru ► sinni fyrr. Framfarir og bjartsýni eykst ætíð þegar íhaldið víkur. □ m IORILINZK TTmmpmnrnra fir umuMaUuiJifl UuLr YILT ÞU EIGNAST HLUT í TRYGGINGAFÉLAGI ? 1. janúar 1974 öðlast gildi ný lög um vátryggingarstarfsemi. Samkvæmt þeim skal innborgað hlutafé vátryggingarféiags nema minnst kr. 20 milljónum. Með hliðsjón af ört vaxandi viðskiptum og batnandi afkomu hefur stjórn Norðlenzkrar Tryggingar hf. ákveðið að leita eftir auikningu hlutáfjár meðal einstaklinga og fyrirtækja og bjóða til sölu með al- mennu hlutafjárútboði kr. 6 milljónir. Hlutabréfin eru að fjárhæð kr. 5 þúsund, 10 þúsund og 50 þúsund og hljóða á nafn. Hlutafjárútboði þessu lýkur 20. desember n. k. Eiftirtaldir umboðsmenn Norðlenzkrar Tryggingar hf. og aðalskrifstof- an á Akureyri veita nánari upplýsingar. Dalvík: Ólafsfjörður: Húsavík: Reykjavík: Bókhaldsskrifstofan s.f. sími 6-13-19. Valberg hf. sími 6-22-08. Árni Jónsson, Asgarðsvegi 16, sími 4-13-19. Ottó Jónsson, Tjarnarbóli 14, sími 1-34-55. NORÐLENZK TRYGGING HF. BP-húsinu við Tryggvabraut. Akureyri. Pósthólf 383 . Sími (96)2-18-44 mjQMVBR Sími (96)11626 Glerárgötu 32 Akureyri pSkemmtanin Eldri dansa klúbburinn heldur dansleik í Alþýðuhúsinu laugar- daginn 8. desember. Húsið opnað kl. 21. Miðasala við innganginn Nemó leikur. Stjórnin. Ýmisleqt Óska eftir að koma 2ja ára telpu í fóstur eftir áramót. Æskilegast setn næst leið- inni Víðilundur — miðbær. Uppl. í síma 1-24-73. Hraðhreinsunin Löngumýri 19 OPIÐ FRÁ KL. 1-6. Kauo : Fokheld íbúð í raðliúsi óskast keypt. Tilboð leggist inn á afgreiðslu Dags sem fyrst, merk „RAÐHÚS.“ Spil og töfl í GJAFASETTUM Leikföng í FEIKNA ÚRVALI Járn- og Glervörudeild FRÁ GLIT HF. Búsáhöld ÚR RYÐFRÍU STÁLI Utvörp - Sjónvörp DAGLEGA miuiHuum UMSJQN: EINRR HELGHSQN Afdrifarík mislök dómara ÞEGAR lítið skilur á milli liða, verða mistök dómaranna meira áberandi en ella. Leikur ÍR og Þórs sl. miðvikudag var glöggt dæmi um örlagaríkar yíirsjónir Hannesar Þ. Sigurðssonar og Karls Jóhannssonar, sem ann- ars eru einhverjir beztu dómar- ar okkar. En svo bregðast kross- tré, sem önnur tré. Því miður var ég ekki sjónarvottur að leiknum, en samdóma álit heimildarmanna minna er, að fyrrgreind óhappaatvik hafi valdið því, að ÍR-ingum hlotn- aðist sigurinn, óverðskuldað. Mistök þau, sem hér er minnzt á, voru aðallega fólgin í því, að dómararnir voru of fljótir að grípa til flautunnar þegar brotið var á leikmönnum, sem voru í góðri aðstöðu til að skora, þrátt fyrir brotin. Þetta hafði þær afleiðingar, a. m. k. þrívegis skoruðu Þórsarar rétt eftir að flautað hafði verið, og misstu við það mörk. Sigur ÍR, 22 mörk gegn 21, skipar þeim í 7. sæti í deildinni með 3 stig, jafn mörg og Þór hefur. ÍR-ingar hafa leikið 5 leiki en Þór 4. Þórsliðið er á góðri leið með að vinna sér álit meðai frétta- manna sunnanblaðanna, sem flestir hverjir töldu það léleg- asta liðið í upphafi keppninnar. Þannig eru tveir leikmanna Þórs settir í „lið vikunnar" hjá Morgunblaðinu, Sigtryggur Guð laugsson, sem skorað hefur 25 mörk í leikjum liðsins, og Þor- björn Jensson, sem gert hefur 18 mörk. Vonandi eiga fleiri Þórsarar eftir að vekja slíka athygli, að þeir verði útnefndir í gamni- eða alvöruúrvalslið, en aðalatriðið er, að liðið beri gæfu til þess að verðskulda heitið lið, en sé ekki samsafn ósamvinnu- - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) ur, er fyrst og fremst verða keyptar til jólagjafanna í ár, eins og aS undanförnu. BÓKAMÁNUÐUR Síðari hluti nóvembermánaðar bar sterk einkenni bókaflóðsins, sem þegar er komið á markað- inn og eykst dag frá degi, enda er sá inánuður byrjaður, sem sérstaklega er miðaður við bók- sölu hér á landi. Því miður eru bókakaup ahnennings noltkuð handahófskennd, bæði vegna þess, að kaupendumir velja les- efnið oft ekki handa sjálfum sér, heldur til að gefa það öðr- um til glaðningar um jólin, og af þeirri ástæðu einnig að bæk- urnar eru ekki nægilega vel kynntar. BÓKAÚTGAFA A AKUREYRI Hér á Akureyri eru í ár gefnar út um 20 bækur. Flestar gefur Bókaforlag Odds Björnssonar út, eða 12 talsins, en Bókaút- gáfan Skjaldborg gefur út 7 bækur og aðrir minna. Vera má, að útgefendur í bænum ættu að athuga sameiginlega norðlenzka útgáfu bóka, til að auka liana og efla. Akureyri á góðar prent- smiðjur og bókagerðarmenn. Höfundar og þýðendur eru um land allt, og þrátt fyrir allt eru Islendingar bókelskir menn og miklir kaupendur góðra bóka. hæfra einstaklinga, sem hver um sig hugsar um eigin hag en gleymir samvinnuhugsjóninni. Styrkur liðsins hefur einmitt legið í því hversu jafnt liðið er, og leikmenn samhentir. Áfram Þór. Næsti leikur Þórs verður að öllum líkindum leikurinn við F. H., sem frestað var á dögun- um. Ekki er að efa, að íþrótta- skemman verður þétt skipuð á þeim leik, því FH-ingarnir hafa jafnan aðdráttarafl. Heima- menn verða að veita liðum sín- um öflugan stuðning með hvatn ingarhrópum, og skiptir þá ekki máli hvort um er að ræða Þór eða KA, eða hvort verið ér að leika handknattleik, körfuknatt leik eða eitthvað annað, aðal- atriðið er áfram með íþróttir Akureyrarliðanna. Staðan í 1. deild: L UJT F. H. Valur Fram Víkingur Haukar Þór í. R. Ármann 0 0 Mörk 92:67 100:88 93:92 91:91 94:104 69:79 93:106- 58:61 KA LEK ÞRJA ÆFINGALEIKI KA-MENN fóru suður á land um helgina til þess að leika æfingaleiki og afla sér með því reynslu, sem nauðsynleg er hverju liði. Farið var suður á föstudag og leikið við Hauka í Hafnarfirði. Haukar unnu leik- inn 19—14. Á laugardag léku KA-menn svo við ÍR-inga og sigruðu þá með 25 mörkum gegn 19. Seinasti leikur ferðar- innar var svo við Víking. Þann leik unnu KA-menn einnig, 23—22. Þessi árangur KA er góður, þegar haft er í huga, að öll liðin sem leikið var við í ferðinni, eru í 1. deild. LEIKIR I 2. DEILD UM næstu helgi verður mikið um að vera í íþróttaskemmunni á Akureyri. Þá verða háðir þar 4 leikir í handboltamóti 2. deild Á laugardaginn kl. 15.30 leika KA og KR, og strax að þeim leik loknum leika Völsungar frá Húsavík við íþróttabandalag Keflavíkur. Á sunnudag hefst keppnin kL 14.00 með leikjum milli Völs- ungs og KR, og KA og ÍBK. KA og Þróttur í Reykjavík eru efst í 2. deild að loknum tveimur umferðum með 4 stig. Körfubolti, 2. deild FLEST bendir nú til þess, að Þór endurheimti sæti sitt í 1. deild í körfubolta. Sl. sunnudag sigraði Þór Hauka frá Hafnar- firði með 88 stigum gegn 49. Eftir þennan sigur, sem er sá fjörði í röð, standa Þórsarar vel að vígi, og sýnist mér að eini erfiði hjallinn til sigurs í deild- inni sé lið ÍMA, sem einnig lék við Hauka um helgina og vann þá með talsverðum mun. Allmikill munur er á getu liðanna í 1. og 2. deild, og reynzt getur erfitt fyrir lið, sem vinnur sig upp í 1. deild að festa sig þar í sessi. Félagsstarf Þórs er öflugt um þessar mundir, mörg járn eru í eldinum og þeir hafa metnað, sem er hverju liði n.auð synlegur eigi árangur að nást. Vinni þeir deildina, sem allgóð- ar horfur eru á, tekst þeim von- andi að byggja upp sterkt 1. deildarlið til frambúðar í deild- inni. Það er athyglisvert hvað ÍMA getur teflt fram sterkum liðum í hópíþróttum. Eins og fyrr sagði geta þeir orðið Þór erfiður hjalli að yfirstíga. Það hlýtur að vera erfitt fyrir skólalið að vinna landsmót, en það gæti vissulega gerzt í körfubolta- keppni 2. deildar í ár. Allar líkur eru á að banda- rískt háskólalið í körfubolta, sem kemur til landsins um ára- mótin á vegum Körfuknattleiks sambands íslands, leiki á Akur eyri 4. janúar n. k. Þess verður nánar getið síðar. Q Sveina- og meyjamóf UNÞ Á sveina- og meyjamóti UNÞ, sem haldið var í Ásbyrgi laugar daginn 11. ágúst sl., urðu helztu úrslit þessi: MEYJAR: 100 metra hlaup. sek. Gréta Ólafsdóttir 14.2 400 metra hlaup. sek. Ólöf Þórarinsdóttir 77.0 Hástökk. Ú; m. Gréta Ólafsdóttír 1.45 Langstökk. li m. Guðrún StefánSdóttir 4.34 Kúluvarp. m. Sigurrós Þórarinsdóttir 7.06 Kringlukast. m. Guðrún Stefánsdóttir 23.18 I - i nn, ■ , 1 ly-—lúJi-Liaiáfii: SVEINAR: 100 metra hlaup. sek. Arngrímur Friðgeirsson 12.9 400 metra lilaup. sek. Þórarinn Guðnason 62.5 800 metra hlaup. mín. Þórarinn Guðnason 2:29.3 Hástökk. m. Jón Skúli Sigurgeirsson 1.50 Langstökk. m. Arngrímur Friðgeirsson 5.34 Þrístökk. m. Arngrímur Friðgeirsson 16.64 Kúluvarp. m. Arngrímur Friðgeirsson 11.02 Kringlukast. m. Arngrímur Friðgeirsson 31.60 Stigahæstu einstaklingar urðu: stig Amgrimur Friðgeirsson 30 Þórarinn Guðnason 18 Már Höskuldsson 16 Guðrún Stefánsdóttir 14 Gréta Ólafsdóttir 13 Anna Lára Jónsdóttir 11 Austri á Raufarhöfn vann mótið í þriðja sinn í röð, og þar með bikar, sem gefinn var af F élagi áfengisvarnarnefnda í Norður-Iúngeyjaj.:sýslu. . Q

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.