Dagur - 23.01.1974, Blaðsíða 8
Dagur
Akureyri, miðvikudaginn 23. jan. 1974
Dömu og
herra
steinhringar.
Mikiö úrval.
Arnar Jónsson, Ólafur Axclsson og Þráinn Karlsson í hlutverkum sínum. (Ljósmyndastofa Páls)
Haiiinn liáttprúði vel sóttur
LEIKFÉLAG AKUREYRAR
sýnir nú „Hanann háttprúða",
eftir Sean O'Casey við sérlega
góða aðsókn og undirtektir.
Átta sýningum er þegar lokið
og eru leikhúsgestir orðnir um
2000 talsins.
Vert er að minna á, að Leik-
félagið býður upp á þau kosta-
kjör, að hópar, 15 manns eða
fleiri, fá 25% afslátt af aðgöngu-
miðaverði.
Næstu sýningar verða á morg
un, fimmtudag, láugardag og
sunnudag. □
Dalvík, 21. janúar. Nýr skut-
togari kom til Dalvíkur síðdegis
á laugardaginn, Björgvin EA
311, eign Útgerðarfélags Dalvík-
inga. Togarinn er byggður í
Flekkefjord-slipp & Maskin*
fabrikk í Skottevike í Noregi
og er fimmti af sex togurum,
VERKFÖLL
FRAMUNDAN?
SÁTTAFUNDUR með vinnu-
veitendum og Alþýðusambandi
íslands var haldinn í gær.
Yfir 20 aðaldarfélög hafa nú
fengið heimild til vinnustöðv-
unar. Margir fundir voru um
helgina og væntanlega verða öll
aðildarfélögin búin að halda
félagsfundi í vikulokin.
Ef ekki takast sættir fyrir
þann tíma, er félögin hafa feng-
ið heimild til vinnustöðvunar,
verður ákvörðun um vinnu-
stöðvun tekin í samráði við
samninganefndirnar. Lágmarks-
tími frá því ákvörðun um vinnu
stöðvun er tekin og þar til hún
skellur á eru sjö dagar.
Loðnuverð
SAMKOMULAG náðist á fundi
yfirnefndar Verðlagsráðs sjávar
útvegsins um lágmarksverð á
loðnu til bræðslu á loðnuvertíð-
inni 1974.
FrÉj 1. janúar til 20 febrúar,
kr. 3,75 fyrir hvert kg, frá 21.
febrúar til 10. marz, kr. 3,35
fyrir hvert kg; frá 11. marz til
31. marz, kr. 2,95 fyrir hvert kg
og frá 1. apríl til 15. maí, kr. 2,65
fyrir hvert kg.
Auk framangreinds verðs
greiði kaupendur 23 aura á
hvert kg í loðnuflutningasjóð.
Verðið var ákveðið með sam-
i er korninn til Dalvíkur
sem þar eru byggðir fyrir ís-
lendinga.
Skipið er 407 brúttólestir, 46.6
metra langt og 9.5 metra breitt.
Aðalvél er af Vikkmann-gerð,
1750 hestöfl, og hjálparvélar
tvær af Volvo-gerð, 230 hestöfl
með 195 kw Stanford rafal. Tog-
vindur eru framleiddar af
Brussel og er aðaltogvinda raf-
drifin.
Skipið er búið tækjum til
vatns- og ísframleiðslu, svo og
öllum siglinga- og fiskileitar-
tækjum af fullkomnustu gerð.
Fiskilestar eru um 370 rúmlest-
ir og eru innréttaðar fyrir fisk-
kassa að hálfu en með stíum að
hálfu.
Auk venjulegs togbúnaðar, er
skipið búið flotvörpuútbúnaði
af fullkomnustu gerð.
Skipstjóri er Sigurður Har-
aldsson, fyrsti vélstjóri Hilmir
Sigurðsson og fyrsti stýrimaður
Vigfús Jóhannesson.
Gert er ráð fyrir, að skipið
fari til veiða síðdegis á morgun.
Þegar skipið lagðist að
bryggju um hálf sex á laugar-
daginn, ávarpaði Valdimar
Bragason sveitarstjóri viðstadda
og Karlakór Dalvíkur söng.
Hilmar Daníelsson útgerðar-
félagsstjórnarformaður bauð
fólki að skoða skipið eftir há-
degi á sunnudag og Dalvíking-
um til kaffidrykkju á Víkurröst
og Barnaskólanum, ungum og
gömlum. J. H.
ýjar vélar setlar í
Sauðárkróki, 22. janúar. Miklar
framkvæmdir standa nú yfir
hjá Mjólkursamlagi Kaupfélags
Skagfirðinga. Verið er að endur
nýja véla- og tækjakost sam-
lagsins. Voru nýjar vélar keypt-
ákveðið
hljóða atkvæðum allra yfir-
nefndarmanna, sem voru Jón
Sigurðsson hagrannsóknarstjóri,
sem var oddamaður nefndar-
innar, Guðmundur Kr. Jónsson
og Jón Reynir Magnússon af
hálfu loðnukaupenda og Ingólf-
ur Ingólfsson og Kristján Ragn-
arsson af hálfu loðnuseljenda.
Loðnuverðið í fyrra var kr.
1,96 fyrir hvert kg fram til 1.
marz', en eftir þann tíma kr. 1,76
fyrir hvert kg. Þá greiddu kaup
endur 15 aura í loðnuflutninga-
sjóð á kílóið. □
ar frá Svíþjóð og komu fjórir
sænskir vélamenn nú í byrjun
janúar til að setja þær niður
með mönnum frá Véla- og raf-
mgansverkstæði kaupfélagsins.
Jafnframt er unnið að endur-
bótum á mjólkursamlagshúsinu,
einkum með bættri aðstöðu
starfsfólksins og annast Tré-
smíðaverkstæði K. S. um þær
viðgerðir.
Mjólkursamlag K. S. byggði
þessa mjólkurstöð 1949—1950 og
flutti í stöðina 1951. Þá var inn-
vegið mjólkurmagn 2.64710 kg,
en á síðasta ári var mjólkur-
magnið 9.35274 kg og sýna þess-
ar tölur hve íramleiðsluaukn-
ing mjólkur hefur verið mikil
á þessu tímabili, enda orðin
mikil þrengsli.
Forráðamenn kaupfélagsins
hyggja á byggingu nýs mjólkur
samlagshúss áður en langt
líður.
Starfsmenn samlagsins voru
11 þegar 1951, en eru 19 nú.
Áætlað er að framkvæmdum
Engin fréft lengur þótt fé finnist
Gunnarsstöðum, Þistilfirði, 21.
janúar. Einn ágætur nágranni
ságði við mig um daginn, að
þegar menn hefðu hita, ljós,
nægilegt að eta og drekka og
væru heilbrigðir, væri óþarft að
kvarta yfir vetrarveðri um há-
vetur. Undir þetta tek ég með
honum. Það þarf enginn að
kippa sér upp við það norður
við Norðurheimskautsbaug þótt
vetrarveður sé á þessum árs-
tíma. Og ég held, að fólkinu
líði vel. Það er snjór og það
eru svell, samgöngur erfiðar,
jeppafært innansveitar, ófært
til Raufarhafnar og Vopnafjarð-
ar, einnig til Bakkafjarðar eins
og er. Það hefur ekkert verið
mokað síðan um áramót.
Sjómenn eru byrjaðir að
leggja net sín og munu sex bát-
ar gera út á net núna, 20—50
tonn að stærð. Þegar þeir fara
að fiska verður nægileg atvinna.
Flestir karlmenn hafa þó haft
næga vinnu, en konur vantar
frystihúsvinnu þar til afli
glæðist.
Alltaf er að finnast fé. Það er
nú orðið svo algengt, að það
er bara engin frétt að segja frá
því. Um daginn fór Indriði
bóndi í Syðri-Brekkum á vél-
sleða tvær ferðir inn í Tungu-
selsheiði og kom með fjórar
kindur, fyrst tvær ær vetur-
gamlar og lamb og síðan eitt
lamb, sem var orðið illa farið.
Um áramótin kom dilkær niður
að sjó rétt við Þórshöfn, úti-
gengin. Um daginn frétti ég, að
útigengnar kindur hefðu komið
heim að Leifsstöðum í Axar-
firði, dilkær. En allt er þetta að
verða mikið umhugsunarefni,
því að naumast finnst allt fé,
sem úti gengur. Drepst það ef-
lnust fiest í hörðum vetrum, en
stöku kind tórir.
Ó. H.
Fundu folaldshryssu í
hólma í
F riðmundar vatni
Ási í Vatnsdal, 21. janúar. Ekki
er nú hægt að segja að hér sé
mikill snjór, en það er harð-
fenni og víða svellalög. Er svip-
að að segja upp á heiðum. Sæmi
leg hestaganga er þó held ég
víðast hvar, nema kannski á
fremstu bæjum í dalnum. Þetta
er verra í Svínavatnshreppi og
raunar hingað og þangað. Hins
vegar eru allir vegir færir og
samgöngur því eðlilegar hér um
slóðir.
Tveir menn fóru nýlega upp á
heiði til að leita hrossa og kinda.
Fundu þeir folaldshryssu í víði-
vöxnum hólma í Friðmundar-
vatni og komu henni verulega
áleiðis til byggða. Þessir menn
töldu nær jarðlaust á heiðinni.
Á Blönduósi er teflt og spilað
af kappi. G. J.
Nú fara menn hina leiSina
til Austurlandsins
Grímsstöðum, 21. janúar. Víði-
dalsmenn áttu kindur í Lamba-
fjöllum, sem þeir vissu um og
ætluðu að sækja fyrir jólin. En
þá gaf ekki og voru þær sóttar
nú fyrir skömmu og var ekkert
að. Nokkrar kindur voru einnig
frá Möðrudal, en alls voru kind-
urnar 21 talsins.
rsamlag K=S.
þeim, sem yfir standa ljúki í
marz eða apríl. Samlagsstjóri er
Jóhann Salberg Þorsteinsson.
Togararnir afla allvel og næg
vinna er í báðum frystihúsun-
um.
Nú er orðið liaglítið fyrir
hross, því að spilliblotar hafa
komið og eyðilagt beitina. Má
heita, að haglaust sé um allt
héraðið fyrir allar skepnur.
Hrossaeigendur eru því farnir
að gefa út og eiga menn nægi-
leg hey til þess. G. Ó.
Lambafjöllin eru vestur af
Víðidal og er dálítið gott hag-
lendi þar, sunnan Skarðsár.
Snjórinn er orðinn harður,
því öðru hvoru hefur bleytt í,
og má því teljast haglaust með
öllu fyrir sauðfé. En eitthvað af
hrossum gengur enn úti, en ef
snjóalög breytast ekki, verður
hugað að þeim innan tíðar.
Það er einstaklega rólegt hér,
og jafnframt tíðindalaust. Fólk
annast sín daglegu störf, eins og
gengur og gerist, og öðru hvoru
sækjum við póst til Mývatns-
sveitar á vélsleða.
Hér fóru bílar síðast um fyrir
miðjan mánuðinn, en þá komu
Norðurverksmenn að austan og
héldu til Akureyrar og voru
með snjóruðningstæki með sér
og ruddu leiðina. Vegurinn
hélst svo opinn í nokkra daga,
en lokaðist þá. Þungaflutning-
um nú um háveturinn, til Aust-
urlands, er valin hin leiðin nú
í vetur, þótt hún hafi svo sem
ekki reynzt hindrunarlaus. K. S.
UM helgina fór fram stjórnar-
kjör í Verkalýðsfélaginu Ein-
ingu á Akureyri. Tveir listar
voru í framboði. A-listi, listi
stjórnar og trúnaðarráðs með
Jón Ásgeirsson, sem formanns-
efni, og B-listi, listi Jóns Helga-
sonar og fleiri.
Atkvæði voru talin í fyrra-
kvöld, og hlaut A-listinn 373
atkvæði, en B-listinn, listi Jóns
Helgasonar, hlaut 690 atkvæði.
Auðir seðlar voru 5 og ógildir 3.
Talning fór fram í félagsheimili
Einingar, Þingvallastræti 14, og
eru úrslitin glögg. Q