Dagur - 27.03.1974, Page 5

Dagur - 27.03.1974, Page 5
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarma'ður: ERLINGUR DAVlÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. VAXANDIFYLGI STJÓRNMÁLAFÉLÖGIN á Akur- eyri eru að undirbúa bæjarstjórnar- kosningamar, hvert eftir sinni getu. Framsóknarmenn birtu sinn íram- boðslista í janúar, Alþýðubandalagið hefur birt sinn lista og framboðslisti krata og frjálslyndra, eða hrossa- kaupalistinn, sem svo er kallaður í bænum, var birtur eftir helgina Sjálfstæðismönnum gengur einna verst að setja saman lista sinn og verða vandamál þeirra ekki gerð að umtalsefni. Síðar munu svo flokksfélögin birta stefnumál sín og biðja háttvirta kjós- endur að styðja þau, en síðan eiga kjömir bæjarfulltrúar að hafa þau að leiðarljósi. Við síðustu bæjarstjórnarkosning- ar hlaut listi Framsóknarmanna mest fylgi bæjarbúa og er hið vaxandi fylgi lians meðal annars því að þakka, að bæjarbúarfulltrúar Fram- sóknar taka starf sitt alvarlega og vinna heilshugar að framgangi allra þeirra meginmála, sem sameiginleg- um sköpum skipta fyrir íbúana. Og þeir vinna samkvæmt þeirri stefnu í ölium umtalsverðum málum, sem þeir voru kosnir til að vinná. Því hefur farið saman og mjög að von- um, vaxandi fylgi við þennan flokk og vaxandi áhrif hans í stjórn bæjar- málanna, og sér þess mörg merki. Minna má á, að í síðustu bæjar- stjórnarkosningum var enn tíma- bundið atvinnuleysi á Akureyri, gamall íhaldsarfur, bæði frá stjóm landsins og á einstökum stöðum þar sem íhaldið hafði of lengi ráðið ferð- inni og atvinnuleysi var í þess aug- um talið jafn sjálfsagt og skannn- degið. Eitt af markmiðum Fram- sóknarfulltrúanna í bæjarstjórn var að afmá þennan blett og geta bæjar- búar dæmt uin árangurinn. Bærinn hefur tekið vaxtarkipp eftir að hann losnaði úr álögum íhaldsins. Framsóknarmenn beittu sér fyrir endurreisn Slippstöðvarinnar, sem var að stöðvast. Það tókst vel. Fram- kvæmdasjóður bæjarins var efldur. Endumýjun togaranna hófst og fram undan em e. t. v. enn þáttaskil í togaraútgerðinni. Húsnæðisvand- ræðin voru leyst að verulegu leyti með því að greiða fyrir íbúðabygg- ingum með nýju átaki. Skólar. rísa, gatnakerfið tekur breytingum, til skipulagsmála er varið miklum fjár- munum, byrjað er á sjúkrahúsbygg- ingu, aukin aðstoð veitt íþróttafólki og menningarleg félög ríkulega studd. Framsóknarmenn stefna að enn auknu fylgi, meiri ábyrgð og áhrifum í málefnum bæjarins. □ ÞEGAR blaðamaður Dags lagði leið sína í Hraðfrystihús Út- gerðarfélags Akureyringa h.f. á laugardaginn, var enginn frí- dagur þar, og framleiðsla í full- um gangi, og jafnframt var ver- ið að ljúka við að landa góðum afla úr togaranum Sólbaki, 200 tonnum. Um 150 manns unnu í Hrað- frystihúsinu við fiskinn, konur á öllum aldri og einnig karlar. í Fiskverkunarstöðinni unnu þá um 30 manns, í saltfiskinum og um 20 manns voru við löndun fisks úr togaranum. Á fimm togurum Ú. A. eru 130 manns. Gunnar Lórenzson verkstjóri sagði blaðinu, að hjá sér ynnu fimm konur, er komnar væru yfir sjötugt, sú elzta 73 ára og tveir karlar yfir sjötugt væru þar að störfum og léti þetta aldna fólk ekki sitt eftir liggja, enda vinnunni vant, flest eða allt búið að vinna lengi hjá fyrirtækinu, jafnvel frá upphafi. En þarna voru þó líka ungar stúlkur í vinnu, 15—16 ára, úr éinúm bekk Gagnfræðaskólans, og nokkrir piltar á sama aldri, og enn yngra fólk var hér í gær, sagði verkstjórinn. En kjarni þessa stóra vinnuhóps, eru þó húsmæðurnar. Það er vandséð hvernig færi, ef þær legðu ekki fram vinnu sína við þessa þýð- . ihgarmiklu framleiðslu. Þá mátti sjá nokkurn hóp nemenda úr Menntaskóla Akur . eyrar að störfum í Hraðfrysti- húsinu. Og þó vantar 50—100 manns til viðbótar í vinnu hjá Útgerðarfélagi Akureyringa h.f. Vegna vinnuaflsskorts hefur orðið að senda tvo togara félags ins til Dalvíkur með afla sinn til löndunar. Margar húsmæður vinna að- eins hálfan daginn og getur sú tilhögun verið báðum aðilum hagstæð, og e. t. v. gæti enn fundist aukinn vinnukraftur með því fyrirkomulagi, meðal húsmæðranna. Það er ekki þægilegt að taka konur tali, þar sem þær keppast við í hinum stóra vinnusal, og þó er skotið einni og einni spurningu til kvenna, um leið og gengið er um. Hvað er vikukaupið núna? Svona 8200 krónur fyrir dag- vinnuna, en miðað við rúma tvo eftirvinnutíma á dag verður vikukaupið rúmar 11 þúsund krónur. Þetta er mikil hækkun? Ætli það sé ekki um það bil 28% hækkun. Eruð þið ánægðar? Við erum ánægðar yfir kaup- hækkuninni, en ekki eins ánægðar yfir öðrum hækkun- um. Þær yngstu hlæja bara að alvarlegum spurningum og láta það nægja og það nægir að sjá, að þær vinna vel og líta naum- ast upp þó að á þær sé kastað orði. Þær eru að vinna sér inn aura í einhverju sérstöku augna miði, enda má margt með pen- inga gera, og það er góð til- breyting að fást við fiskflök í stað þess að fletta bókarblöðum, lesa þau og læra. Fyrir þær konur, sem að stað- aldri vinna í Hraðfrystihúsinu, fellur naumast dagur úr, og þessa vikuna, eða vikuna 18.— 23. marz, er unnið fjóra daga til klukkan 11 að kveldi. Þá hækkar vikukaupið veru- lega? Já, þá verður kaupið 3500 krónur yfir daginn, en það er alltof mikil vinna fyrir flestar þær sé yrt. Þær líta ekki upp þótt á Kristín Aðalsteinsdóttir frá Lyngholti. eða allar konur að vinna svo lengi, nema sem undantekn- ingu. Við þurfum nú flestar líka að grípa í verk heima. Hvað greiðir Ú. A. í vi.nnu- laun á viku? spyrjum við verk- stjórann. Síðast var það á fjórðu milljón, en nú fer það sjálfsagt yfir á fimmtu milljónina. Friðrik Vestmann hefur sleg- izt í förina og tekur myndir fyrir blaðið á meðan ég ræði við fólkið, og svo förum við Gunnar inn í litlu kompuna hans, þar sem er þó hægt að heyra manns ins mál. Ung kona kemur þar inn og biður um plástur á svo- litla hnífstungu. Plástur liggur á borðinu og það er fljótlegt að setja hann yfir sárið. Það eru ekkert lítil verðmæti- dag hvern, sem fara í gegnum hendurnar á öllum þessum kon- um, og körlunum, sem eru þó í minnihluta. Það er búið að framleiða yfir 20 þúsund kassa af fiskflökum frá áramótum og eiga þieir að fara á Bandaríkja- markað. Þessa viku er unnið úr 400 tonnum fiskjar. Útgerðarfélag Akureyringa h.f. var stofnað 1945 og fyrsti togari félagsins, Kaldbakur EA 1, kom hingað 1947 og svo aðrir togarar hver af öðrum, alls fimm talsins. Tveir þessir togarai eru enn við veiðar, Sval bakur EA 2 og Harðbakur EA 3. Einhvern næsta dag fara tveir gömlu togararnir, Kaldbakur og Sléttbakur, hlaðnir brota- járni og sjálfir brotajárn, sína síðustu sjóferð, til Spánar. En árið 1972 bættist Ú. A. fyrsti skuttogarinn, Sólbakur, pólsk- byggður, keyptur af Frökkum, 461 tonrj. Og á sl. ári bættust við tveir aðrir skuttogarar, norskbyggðir, 847 tonna, keypt- ir í Færeyjum. Eru því þrír skuttogarar og tveir síðutogar- ar nú að veiðum hjá Útgerðar- félagi Akureyringa h.f. Og afl- inn hefur verið að glæðazt. Þessir norsk-færeysku skuttog- arar heita Sléttbakur og Sval- bakur; Og enn er verið að smíða tvo 1000 tonna skuttogara suður á Spáni, sem væntanlega koma til Akureyrar og munu þau skip þá leysa síðustu gömlu síðutog- arana af hólmi. Við snúum okkur til Jóns Aspars skrifstofu stjóra og spyrjum hann um vinnulaun og aflamagn. Vinnulaun á síðasta ári, sem Ú. A. greiddi landverkafólki, voru nær 94 milljónir króna og sjómenn fengu tæpar 98 milljón ir króna í sinn hlut, eða saman- lagt rúmar 191 millj. kr. Framleiðsla síðasta ár var 106 þús. kassar af freðfiski og 193 lestir af saltfiski. Heildarafli, sem á land kom úr eigin skipum Ú. A. var 9631 tonn. Þar af selt í Bretlandi 218 tonn, Stutt heimsókn í Hraðfrysti- hús Útgerðarfélags Akureyr- inga h.f. gefur manni margvís- leg umhugsunarefni. í huganum er hinn stóri og bjarti vinnu- salur, langar raðir af konum og körlum við vinnuborðin, ung- um og gömlum. Sum andlitin eru hrukkótt og þreytuleg, önnur ung og rjóð. Óteljandi hraðvirkar hendur auka verð- mæti aflans og skapa dýrmæta útflutningsframleiðslu. Verður er verkamaður launa sinna, og nú fá konur jafnhátt kaup og karlár, við sömu störf. Fólk, sem vinnur jafn mikilsverð störf og þessi, má bera höfuð hátt og njóta virðingar. E. D. Nýjasti hluti vinnslusalarins. Úr eldri hluta vinnslusalarins. ! 5 Fermingarbörn FERMINGARBÖRN í Akureyr- arkirkju sunnudaginn 31. marz kl. 10.30 fyrir hádegi. DRENGIR: Eymundur Matthíasson, Vana- byggð 4 E. Guðbjartur Guðjónsson, Fjólu- gölu 10. Gunnar Hólmsteinn Guðmunds- son, Stafholti 5. Gunnlaugur Árnason, Fjólu- götu 8. Hallur Heiðar Hallsson, Ása- byggð 2. Ingólfur Klausen, Þórunnar- stræti 103. Jón Ingi Jónsson, Víðivöllum 16. Óskar Tryggvi Kristjánsson, Ægisgötu 29. Páll Stefánsson, Suðurbyggð 1. Sigurður Gunnarsson, Greni- völlum 20. Þengill Ásgrímsson, Ásvegi 18. STÚLKUR: Aldís Björg Arnardóttir, Ein- holti 3. Auður Ingimarsdóttir, Vana- byggð 4 C. Ásdis Björk Bragadóttir, Akur- gerði 7 B. Ásdís Sigurvinsdóttir, Suður- byggð 15. Elín Gautadóttir, Beykilundi 10. Elín Guðrún Gunnarsdóttir, Norðurgötu 41 A. Emilía Jarþrúður Einarsdóttir, Víðilundi 6 F. Erla Baldursdóttir, Ægisgötu 17. Eydís Ýr Guðmundsdóttir, Byggðavegi 101 D. Guðbjörg Ragnheiður Tryggva- dóttir, Norðurgötu 42. Guðrún Sigríður Marinósdóttir, Austurbyggð 6. Halla Halldórsdóttir, Ásvegi 16. Halla Sif Svavarsdóttir, Áshlíð 8 Kristín Sigtryggsdóttir, Gránu- félagsgötu 19. Kristlaug Þórhildur Svavars- dóttir, Mýrarvegi 116. Margrét Þórisdóttir, Strand- götu 13. Rebekka Sigurðardóttir, Aðal- stræti 40. Sigríður Björk Guðmunds- dóttir, Stórholti 4. Soffía Hreinsdóttir, Norður- byggð 15. Unnur Ragnheiður Hauksdóttir, Hrafnagilsstræti 35. Þórhalla Halldórsdóttir, Víði- lundi 12. FARANGURSKERRUR fyrir fölksbíla. |: SÝNISHORN í ATLABÚÐINNI. PANTANIR TEKNAR. ; FERMINGARGJAFA Tjöld - Yindsængur Rakpokar - Svefnpolíar Myndavélar - Myndaalbúm Skíði - Skíðastafir - Lúffur HAFNARSTR. 91—95 AKUREYRI S(MI (96)21400 KRISTÍNARKVÖLD NOKKRIR aðdáendur skáld- konunnar Kristínar Sigfúsdótt- ur frá Kálfagerði, hafa um nokkurt skeið unnið að fjár- söfnun í því augnamiði að minn ast aldarafmælis hennar 1976. Hugmyndin er, að tengja nafn hennar á einhvern hátt nýreistum skóla á Hrafnagili. Er það mjög í anda skáldkon- unnar, sem þráði menntun öll- um til handa. Sjóðurinn er nú 314 þúsund krónur og söfnunini er haldið áfram. Móttakendur eru: Lauf- ey Sigurðardóttir, Hlíðargötu 3, Akureyri, Angantýr Hjálmars- son, kennari í Hrafnagilsskóla, og Lilja Jónsdóttir, Kristnesi. Kvöldvaka var haldin í félags- heimilinu Sólgarði í Saurbæjar- hreppi 14. apríl 1973. Þar voru kynnt ritverk Kristínar og sagt frá lífi hennár og störfum. Margt fólk var þar saman komið. Nú hefur kvenfélagið Iðunn í Hrafnagilshreppi áformað að hafa kvöldvöku með svipuðu sniði fimmtiidaginn 28. marz n. k. að Laugarborg. Kvöldvaka þessi á jafnframt að vera til fjár öflunar. Sjá nánar í auglýsinguj TÝLI - nýtt hefti j N Á T T Ú R U FRÆÐINGAR, bændur og fleiri leggja til marg þætt efni í síðasta hefti tíma- ritsins Týli, sem gefið er út á Akureyri af Bókaforlagi Odds Björnssonar í samvinnu við náttúrugripasöfnin á Akureyri og í Neskaupstað. Ritstjóri er Helgi Hallgrímsson, en meðrit- stjórar Hjörleifur Guttormsson og Ágúst H. Bjarnason. Ávarpsorð ritstjóra nefnir hann Sem hverfult hjól. Guð- brandur Magnússon skrifar greinina í leit að steingerving- um, Leó Kristjánsson aðra sem hann kallar Rauðu millilögin og Hjörleifur Guttormsson skrifar um Stokkhólmsráðstefnuna. Þá er ýmislegt sagt af vett- vangi rannsókna, bréf úr ýms- um áttum og ritfregnir. Rit þetta er um 80 blaðsíður að stærð, -lítur vel út og er for- vitnilegt. □ Kirk jutónleikar KIRKJUTÓNLISTARSVEITIN og Passíukórinn á Akureyri munu flytja Jóhannesarpassí- una eftir Alessandro Scarlatti (1660—1725) laugardaginn 30. marz kl. 21.00 í Akureyrar- kirkju. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem verk þetta er flutt hér á landi. Auk kórsins, sem er um 20 manns, koma fram 5 einsöngv- arar í eftirfarandi hlutverkum: Guðspjallamaður: Michael J. Clarke, counter-tenor. Jesús: Jón Hlöðver Áskelsson, baryton. Pilatus: Þuriður Baldursdóttir, alt. Pétur: Kristinn Jónsson, tenor. Þerna: Lilja Hallgríms-, dóttir, sopran. Hljómsveitin, sem er kammer hljómsveit, ásamt orgeli, skipar einnig mikilvægan sess í verki þessu. Áætlað er, að flytja verk þetta í Grenivíkurkirkju og Svalbarðs kirkju sunnudaginn 31. marz kl. 17.00 og 21.00. Stjórnandi tónleikanna er Roar Kvam. Q TAKIÐ EFTIR: Eins og undanfarin ár bjóðum við margar fallegar gerðir af fermingar- skeytum. Afgreiðsla fermingardagana lrá kl. 10 f. h. til kl. 5 e. h. í VÉLA- og RAFTÆKJASÖLUNNI, Glerárgötu 6. Upplýsingasími: 2-28-67. — Allur ágóði af sölu skeytanna rennur til sumarbúð- anna að Hólavatni. K.F.U.M. og K. STÖÐIN TRYGGVABRAUT 14 auglýsir: Nýkomið úrval af vörum fyrir hinn vandláta bif reiðareiganda: ÚTVÖRP, m. gerðir — KASETTUTÆKI, KASSAR f. kasettur - ÚTVARPSSTENGUR ÁTTAVITAR - VACU U MMÆLAR SMURMÆLAR HVÍTAR AURHLÍFAR framan og aftan SVARTAR- AURHLÍFAR framan og aftan KRÓMADAR AURHLÍFAR * BENSÍNBRÚSAR, fjórar stærðir SPORTSTÝRI, leðurklædd SKÍÐAGRINDUR á þak - TOPPGRINDUR ódýaar.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.