Dagur - 10.05.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 10.05.1974, Blaðsíða 1
MIKIL tíðindi hafa gerst á AI- þingi. Stjórnarfrumvarp um efnahagsmál, einkum viðnám gegn verðbólgu, var lagt fram á Alþingi síðasta dag aprílmán- aðar. Björn Jónsson fylgdi ekki frumvarpinu og sagði af sér. Forsætisráðherra 'fól þá Magn- úsi Torfa Ólafssyni mennta- málaráðherra félags- og sam- göngumálin. Raflínan fil Varmahlíðar HIN margumtalaða raflína á milli Akureyrar og Va-rmahlíð- ar var tekin í notkun á mið- vikudaginn, en ákvörðun um lagningu línu þessarar var tek- in 1972. Er því orðið samtengt raforkukerfi frá Strandasýslu til Þórshafnar, sem er um 500 km vegalegnd. Nýja línan getur flutt 50 megavött. Á vestan- verðu Norðurlandi reka Raf- magnsveitur ríkisins dísilraf- stöðvar á fjórum stöðum: í Hrútafirði, við Laxárvatnsvirkj- un, á Skagaströnd og Sauðár- króki. Með tilkomu línunnar milli Eyjafjarðar og Skagafjarð- ar þarf ekki að reka þrjár þess- ara stöðva að staðaldri, þar sem unnt er að miðla Laxárrafmagni vestur yfir sumarið, og nætur- rafmagni að vetrinum, þegar virkjunin er aflögufær. Laxár- virkjun getur einnig fengið raf- orku að vestan, þegar á þarf að halda, eftir því sem í útvarps- fregnum segir. Getur þessi miðl- un eflaust komið sér vel, þótt raforku vanti bæði á Norður- landi vestanverðu og á Norð- austurlandi. En allar rafstöðvar á Norðurlandi, 15 að tölu, fram- leiða 36 megavött. Kostnaður við raflínuna milli Eyjafjarðar og Skagafjarðar var, að spennistöðvum meðtöld- um, nær 140 milljónir króna. — Þegar ákvörðun um lagningu línunnar var tekin, kostaði olía til dísilstöðva kr. 4,40 lítrinn, en kostar nú kr. 16,00. □ Hannibal Valdimarsson og Karvel Pálmason Iýstu sig þar eftir andvíga ríkisstjóminni, og hafði stjórn Ólafs Jóhannesson- ar þá tapað meirihluta sínum á Alþingi. Eldhúdagsumræður fóru 'frárn 2 .maí og var þéim út- varpað. Stjórnarandstæðingar neituðu þá þinglegri meðferð efnahagsmálafrumvarpisns, en heimtuðu, að forsætisráðherra segði af sér fyrr sína hönd og stjórnar sinnar. Mun það eins- dæmi í sögu þingsins, að neitað sé þinglegri meðferð mikilvægs máls, og meira ábyrgðarleysi en þekkst hefur á Alþingi. Forsætisráðherra óskaði eftir því við stjórnmálaflokkana alla að taka þátt í myndun þjóð- stjórnar, er hefði það megin- hlutverk að leysa aðsteðjandi efnahagsvanda og að kosning- ar færu svo fram í haust. Taldi hann þjóðarnauðsyn að leysa þetta verkefni nú þegar, og enn- fremur taldi hann það verðuga afmælisgjöf til þjóðarinnar, að stjórnmálaflokkarnir allir leystu málið friðsamlega á þjóð- hátíðarári. Á þetta féllust stjórn- arandstæðingar ekki og heimt- uðu þess í stað, að forsætisráð- herra segði af sér. Forsætisráðherra tók sér stuttan umhugsunarfrest. En í sameinuðu þingi, eftir linnu- lausa þingfundi miðvikudaginn 8. maí, tilkynnti forsætisráð- lierra þingheimi, og las um það forsetabréf, að hann ryfi þing og alþingiskosningar færu fram 30. júní. Svo sem kom fram í útvarpi og sjónvarpi síðustu daga þingsins, voru stjórnarandstæð- B-LISTINN, listi Framsóknar- manna á Akureyri beitti sér fyrir þeirri nýjung að efna til hverfisfunda um bæjarmál. — Fyrsti fundurinn var haldinn á þriðjudagskvöldið í Pálmholti, næsti hverfisfundur var í Barna skólanum í Glerárhverfi, og sá þriðji og síðasti á Hótel KEA á fimmtudagskvöldið. Dagskráin var auglýst hin sama á öllum fundunum. Sig- urður Oli Brynjólfsson flutti inngangserindi um bæjarmála- ingar orðnir mjög taugaveikl- aðir og notuðu síðast málþóf á Alþingi til þess eins að tefja tímann. Geir, Hannibal og Gylfi lögðu fram vantrauststillögu, sa*n ekki kom þó til kasta þingsins að afgreiða, þar sem forsætisráðherra rauf þingið, sem fyrr er sagt. Q stefnu Framsóknarflokksins og Stefán Reykjalín kynnti nýja a'ðalskipulagið, en það hefur verið samþykkt í bæjarstjórn, sem tillögur til skipulagsstjóra ríkisins. Að því loknu sátu allir bæjar- fulltrúar Framsóknarmanna fyrir svörum frá fundarmönn- um. Fundirnir þóttu takast vel og var sérstök ánægja látin í ljós af íundarmönnum með þessa nýjung. □ Ólafur Jóliannesson forsætisráðherra IIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIIISEIIIIIIIIIII ÞINGROFIÐ ÞEGAR Ólafur Jóhannesson tilkynnti þingrof og nýjar kosningar í sameinuðu þingi, eftir langa og litríka fundi í þingdeildum og tvær Maraþonræður tveggja íhaldsþingmanna, las hann forseta- bréf um þingrof, sem hljóðaði svo: „Forseti íslands gjörir kunnugt: Forsætisráðherra hefur tjáð mér, að einn stuðningsflokkur ríkisstjórnarinnar hafi slitið sam- starfi á Alþingi og engar horfur séu á því, að hægt sé að mynda meirihluta, er staðið gæti að starfhæfri ríkisstjórn, málefni í al- gerri sjálfheldu á Alþingi, og stjórnarandstaðan fáist ekki til að afgreiða aðkallandi og mikilvægar efnahagsráðstafanir, og stjórnar- málaflokkarnir almennt óski auk þess eftir kosningum, beri brýna nauðsyn til að rjúfa Alþingi. Samkvæmt þessu er Alþingi hér með rofið nú þegar. Gert í Reykjavík 8. maí 1974. Kristján Eldjárn. - Ólafur Jóhannesson. Því næst las forsætisráðherra forsetabréf um alþingiskosningar, sem fram eiga að fara sunnudaginn 30. júní, — og forsetabréf um umboð til forsætisráðherra til að rjúfa Alþingi, 94. löggjafarþing, nú þegar. Þessu næst mælti forsætisráðherra: „Samkvæmt þessu umboði lýsi ég því yfir, að Alþingi íslendinga, 94. löggjafarþing, er frá og með þessari stundu rofið og störfum þess lokið.“ IIIIIIIBIIIEIEIIIIIIEEIIIIIIIIBIIIIIIIIIIIEIIIIIIIIIIIIIglIIIIEIiEIEIliaiailII Hveriisfyndir Framsóknar Frjálslyndlr slitu samstarfinu UM HÁDEGI á mánudag barst sú frétt, að þá um morg- uninn hefði verið samþykkt á þingflokksfundi Frjálslyndra og vinstri manna, að þar sem Björn Jónsson ráðherra hefði séð sig tilneyddan að segja af sér em- bætti, sökum ágreinings um efni og flutning frumvarpsins í efnahagsmálum, lýsi þingflokk- urinn því yfir, að flokkuririn geti ekki lengur átt aðild að ríkisstjórninni. Magnús Torfi Ólafsson menntamálaráðherra var þessu ekki fylgjandi og sagðist styðja stjórn Ólafs Jóhannessonar og frumvarpið um efnahagsmálin. Sagðist hann ekki hvika frá meginstefnu í stórmáli, sem svo miklu gæti varðað um hag þjóð- arinnar og hlyti að standa við fyrri afstöðu sína. Hann kvaðst og leggja niður starf í þing- flokknum vegna þessa ágrein- ings . Magnús Torfi Ólafsson tók á mánudaginn við embætti félags- og samgöngumálaráðherra til viðbótar við menntamálin, sem hann hafði áður. Eftir hádegi sama dag var þingfundi útvarpað.: Þar gerði Hannibal Valdimarsson grein fyrir brotthlaupi sínu og með- þingmanna sinna úr ríkisstjórn- inni, nema Magnúsar Torfa Ól- afssonar. Magnús Torfi lýsti yf- ir stuðningi sínum við efnahags- málafrumvarpið og að hann hyrfi úr þingflokki frjálslyndra. Er þetta lá fyrir, kvaddi for- sætisráðherra sér hljóðs og lýsti því yfir, að eftir að þeir þre- menningar, Hannibal Valdimars son, Karvel Pálmason og Ben- óný Arnórsson (varaþingmaður Björns Jónssonar) hefðu slitið stjórnarsamstarfið, hefði stjórn- in ekki lengur þingmeirihluta. Myndi hann því velja á milli þeirra tveggja kosta að rjúfa þing og efna til kosninga — eða segja af sér. Það liggur ljóst fyrir, sagði forsætisráðherrann m. a., hverj- ir það eru, sem slíta stjórnar- samstarfið, sem nú hefur staðið um nær þriggja ára skéið. Ráð- herra bætti því yi$, að ástæður þær, er bornar hefðu veriö fram af hendi þremenniganna, væru tylliástæður. Ég hef aldrei farið í fjölmiðla með viðskipti innan ríkisstjórn- ar, sagði Ólafur Jóhannesson, og aldrei borið þau á torg. — Hinsvegar gerðist það í eldhús- dagsumræðum, að háttvirtur þingmaður, Hannibal Valdimars son, flutti orðsendingu frá Birni Jónssyni. Það þótti ,mér heldur köld kveðja og gefa ranga hug- mynd af því, sem raunverulega hafði gerst. Það verður ekki vefengt, að frumvarpið um efnahagsmál er stjórnarfrumvarp, samþykkt af sex ráðherrum .Það getur eng- inn haldið því fram, að neinn einn ráðherra hafi eitthvert neitunarvald. Sá ráðherra, sem í minnihlutanum er, getur gert sína fyrirvara, og í þessu stjórn- arfrumvarpi er tekið fram í greinargerð, að hinir einstöku stjórnarflokkar hafi óbundnar hendur um einstök atriði þess. Þessa gat ég mjög skýrt í fram- söguræðu. En þessa fyrirvara taldi Björn Jónsson ekki full- nægjandi. Hann hefur nú feng- ið lausn frá embætti. Hver maður skilur, að eng- (Framhald á blaðsíðu 4)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.