Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 7

Dagur - 15.06.1974, Blaðsíða 7
7 ÍÍI Fræðslumál Kaupfélagsins T>EGAR sagt var frá aðalfundi Kaupfélags Eyfirðinga hér í blaðinu, var honum ekki lokið. Til viðbótar því sem þá var sagt segir m. a. svo í fréttatilkynn- ingu félagsins: Ur stjórn félagsins átti að ganga Kristinn Sigmundsson, Arnarhóli, en hann var endur- kjörinn til þriggja ára. Endur- skoðandi í stað Guðmundar Eiðssonar, sem flutt hefur af félagssvæðinu, var kosinn Hilm ar Daníelsson, Dalvík, en Ár- mann Dalmannsson var endur- kjörinn varáéndurskoðandi. Þá var og endurkjörinn í stjórn Menningarsjóðs KEA Kristján skáld frá Djúpalæk og varamenn þau Hólmfríður Jóns dóttir, menntaskólakennari, og Jóhannes Sigvaldason, ráðu- nautur. Að síðustu voru kjörnir 16 fulltrúar á aðalfund Sam- bands ísl. samvinnufélaga. Um fræðslu- og félagsmál var eftirfarandi ályktun samþykkt: Aðalfundur KEA 30.—31. maí 1974 telur, að samvinnuhreyf- ingin á íslandi bæði heildarsam tökin og einstök samvinnufélög þurfi að leggja ríka áherslu á fræðslu- og félagsmál sín og sé jöfnum höndum stefnt að því að tryggja að í starfi samvinnu- félaganna séu ávallt vel mennt- ir og hæfir starfsmenn og að félagsmenn og almenningur öðl- ist skilning á starfi og starfs- háttum samvinnuhreyfingar- innar. í því sambandi mælir fundur- inn eindregið með því að Sam- bandið hafi í þjónustu sinni sér- stakan mann, erindreka, sem sinni fræðslumálum einvörð- ungu, m. a. með því að ferðast milli aðildarfélaganna og að- stoða þau á annan hátt við skipulagningu eigin fræðslu- og félagsmála. Fundurinn lýsir skilningi á nauðsyn þess, að Sambandið endurskipulegði útgáfustarf- semi sína, enda þótt vissulega sé eftirsjá af því myndarlega tímariti um almenn menningar- mál sem Samvinnan í núver- andi mynd er. Fundurinn fagnar þeirri efl- ingu skólastarfsemi samvinnu- hreyfingarinnar, sem gerst hef- ur með stofnun framhaldsdeild- ar Samvinnuskólans og enn- fremur þeim tengslum við er- lendar samvinnustofnanir, skóla og fyrirtæki, sem Sambandið hefur komið á og gerir íslensk- um samvinnufélögum kleift að senda starfsmenn sína til fram- haldsnáms erlendis. Ennfremur lýsir fundurinn fyllsta áhuga á eflingu Bréfa- skóla SÍS og ASÍ, sem fyrir- huguð er og væntir sér mikils af henni m. a. til að styðja við bakið á leshringastarfsemi á vegum einstakra samvinnu- félaga og annarra. Er í því sam- bandi meðal annars haft í huga námskeið í leshringaformi um almenn félagsmálastörf og tján- ingarþjálfun. í annan stað telur aðalfundur inn sjálfsagt að KEA haldi sjálft uppi öflugu fræðslu- og félags- málastarfi bæði út á við meðal félagsfólksins og inn á við meðal starfsfólksins, sem vinna við hinar ýmsu deildir og fyrir- tæki félagsins. Til þess að slík starfsemi megi verða stöðug og þróttmikil er nauðsynlegt, að félagið hafi í fullu starfi fræðslufulltrúa, eins og verið hefur nú undanfarið, svo að áframhald megi verða á þeirri kynningarstarfsemi og upplýsingamiðlun, sem þegar er hafin og hann hefur með hönd- um bæði með fundahaldi, með leshringa- eða námskeiðahaldi og með útgáfustarfsemi (KEA- fregnir). Að lokum leggur fundurinn áherslu á, að allar færar leiðir séu reyndar til að útbreiða skilning manna á starfi og starfsaðferðum samvinnuhreyf- ingarinnar almennt séð, og sér- staklega á gildi hennar fyrir byggðir Eyjafjarðar. □ Guðbjörg Kristinsdóttir, Siglufirði og Ingibjörg Einarsdóttir, Engi- lilíð, Árskógshreppi. (Ljósm.: Ásgrímur) - LjÓSMÆÐUR ÞINGUÐU Á HRAFNAGILI Hesíamóf haldið í Svarfaðardal LAUGARDAGINN 8. júní sl. hélt hestamannafélagið Hringur hestamót á skeiðvelli sínum á Flötutungum í Svarfaðardal. Mótið var fjölsótt, þrátt fyrir fremur napurt veður, og fór vel fram. Milli 40 og 50 hross tóku þátt í mótinu, þar af allmörg frá Akureyri. Helstu úrslit urðu þessi: í A-flokki gæðinga varð fyrst ur Vinur Indriða Helgasonar, Dalvík, og keppir hann fyrir félagið á landsmótinu í sumar. Annar varð Þröstur Vilhjálms Þórarinssonar, Bakka, og þriðja Píla Sigtryggs Árnasonar, Dal- vík. í B-flokki gæðinga sigraði Skerpa Klemensar Vilhjálms- sonar, Brekku, annar (með sama stigafjölda) varð Skuggi Gunnars Þórarinssonar, Dalvík, og keppir hann fyrir félagið í B-fl. á landsmótinu í sumar. Þriðja varð Nótt Hilmars Gunn- arssonar og Ingva Eiríkssonar, Dalvík. Dæmt var með spjaldadómi og voru dómarar Andrés Krist- insson, Kvíabekk, Björn Þor- steinsson, Akureyri, Matthías Gestsson, Akureyri og Zophon- ías Jósepsson, Akureyri. ! í 250 metra skeiði sigraði Oðinn Hildar Gunarsdóttur, Akureyri, á 28,5 sek. Önnur varð Brún Áskels Harðarsonar, Skálpagerði, á 30,3 sek. Þriðji varð Glanni Bergvins Jóhanns- sonar, Áshóli, á 30,5 sek. í 250 metra stökki sigraði AUGLÝSING um tillögu að aðalskipulagi Akureyrar 1972-1993 Samkvæmt lögum nr. 19/1964 er hér með auglýst eftir athugasemdum við tillögu að aðalskipulagi Akureyrar. Tillagan, ásarnt greinargerð verður til sýnis á bæjarskrifstofum Akureyrar, Geislagötu 9 frá og með deginum í dag til 31. júlí n. k. Opið er alla virka daga kl. 9—16 og auik þess á mánudaga og föstudaga kl. 17—18,30. Athugasemdum ber að skila til bæjarstjóra Akur- eyrar eigi síðar en 10. ágúst 1974. Þeir sem ekki hafa skilað athugasemdum innan ofangreinds frests teljast hafa samþykkt tillöguna. 14. júní 1974. ! BÆJARSTJÓRI AKUREYRAR. SKIPULAGSSTJÓRI RÍKISINS. Blesi Árna Magnússonar, Akur eyri, á 20,0 sek. Annar Skuggi Gunnars Þórarinssonar, Dalvík, einnig á 20,0 sek. Þriðja Happý Arnar Grant, Akureyri, á 20,3 sek. í 300 metra stökki sigraði Nótt Hilmars og Ingva, Dalvík, á 24,0 sek. Annar Fagri-Blekkur Benný Jensen, Akureyri, á sama tíma 24,0 sek. Þriðji Litur Ásgeirs Árgeirssonar, Akureyri, á 24,3 sek. ( Fréttat ilkynning ) (Framhald af blaðsíðu 1) henni og stjórninni þökkuð árangursrík störf á liðnu kjör- tímabili. Gestur fundarins ' var Réýriir Tómas Geirsson læknir og flutti hann erindi á fundinum. Að fundi loknum bauð bæjar- stjórn Akureyrar til kvöld- verðar í Skíðahótelinu. Yfir 80 konur, víðsvegar af landinu voru mættar á fundin- um. (Fréttatilkynning) Sumarhanskarnir eru komnir A m a r o DÖMUDEILD sími 2-28-32. Frá Bændaskóianum á Hvanneyri Umsóknir um skólavist í Bændaædeild sikulu ber- ast fyrir 1. ágúst og Framhaldsdeild fyrir 10. júlí næstkomandi. Frá og með haustinu 1974 verða þeir, sem hyggja á nám í Framhaldsdeild Bændaskólans á Hvann- eyri og hafa ekki lokið stúdentsprófi, að Ijúka undirbúningsnámi, sem svarar til náms í Undir- búnings- og Raungreinadeildum Tækniskóla ís- lands. Umsóknir um inngöngu í Undirbúningsdeild skulu berast Bændaskólanum á Hvanneyri fyrir 1. júlí næstkomandi. SKÓLASTJÓRI. 1 & $ I $ I -í- i & I I- $ I I- i I- i I- $ I- I nm W w . jum Hátíðin hefst á Ráðhústorgi kl. 13,00 með því að Lúðrasveit Akureyrar leikur undir stjórn Roar Kvam. Kl. 13.30 hefst síðan skrúðganga og verður gengið á fþrótta- völlinn, þar sem aðalhátíðarhöldin fara fram, sem hér segir: 1. Fánahylling. (Skátar og Lúðrasveit Akureyrar). 2. Hátíðin sett. 3. Ávarp Fjallkonunnar. (Heiðdís Norðfjörð). 4. Hátíðarræða. (Séra Bolli Gústafsson). 5. Skólasýning. 200 stúlkur úr skólum Akureyrar sýna leik- fimi undir stjóm kennara sinna. 6. Ávarp nýstúdents. 7. Kórsöngur. (Karlakórinn Geysir: Stjómandi.: Ámi Ingimundarson). 8. Knattspyma. (Lið ÍBA eins og j>að var 1964, keppir við núverandi 1. deildarlið ÍBA). 9. Kl. 17—19: Bamadansleikur á Ráðhústorgi. 10. Kl. 21—01: Dansleikur á Ráðhústorgi. Hljómsveitin Ljósbrá leikur fyrir dansi á báðum dansleikjunum. ÍÞRÓTTAFÉLAGIÐ ÞÓR.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.