Dagur - 20.06.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 20.06.1974, Blaðsíða 2
2 Þróun utflutningsiðnaðar í þágu NÝ FRAMFARASTEFNA HEFUR SKAPAÐ GJÖRBREYTT VIÐHORF í ÞESSUM MÁLUM framfarastefnunnar Heimir Hannesson. Höfundur þessarar grein- ar, Heimir Hannesson, hér- aðsdómslögmaður, hefur sér- staklega kynnt sér markaðs- og viðskiptamál í störfum sínum. Hann á sæti í stjóm Sölustofnunar lagmetis og hefur nýlega verið kjörinn stjórnarformaður í fyrirtæki í eigu ísl. aðila er selja á Bandaríkjamarkað, m. a. ísl. ullarvörur, tískuvörur o. fl., sem saumaðar eru í sauma- stofum víða urn landsbyggð- ina. Fyrirtæki þetta, Ice- landic Imports, annast enn- fremur sölu á íslensku lag- meti skv. samningi við S. L. ÞEGAR rætt er um iðnaðarmál í þessu kjördæmi, kemur að sjálfsögðu fyrst í hug stóriðja samvinnumanna, sem enn þarf að efla og skapa betri vaxtar- skilyrði. Þar vaknar m. a. sú spurning, hvort ekki komi til greina að mynda framleiðslu- einingar á fleiri stöðum, sem litu sömu stjórn, en slíka starf- semi hafa menn kallað skipti- iðnað. Verða þeir málum gerð frekari skil alveg á næstunni, en önnur starfsemi gerð að um- talsefni að þessu sinni, m. a. vegna þeirra tímamóta, er þeg- ar eru komin hjá þeirri atvinnu grein. En jafnt í þeirri iðngrein og ullariðnaði samvinnumanna (Framhald af blaðsíðu 8) mál, heldur en þegar Sjálfstæð- isflokkurinn gerir það. Það gekk nú ekki of vel 1970 að fá það fjármagn sem Stofnlána- deildin þurfti, það var ekki hægt að fá fjármagn t. d. til vinnslustöðvanna. Á árinu 1970 var lánað 141 millj. kr. en 1971 á fyrsta árinu sem við höfðum þessi mál þá urðu lánin 255 millj. kr., á árinu 1972 370 millj. kr. og á árinu 1973 var búið að afgreiða lán að upphæð 509 millj. kr. En þar fyrir utan var eftir að afgreiða lán til vinnslu- stöðva og það fjármagn var til í Stofnlánadeildinni upp á rúm- ar 65 millj. kr. Þannig er hægt að segja það með réttu, að fjór- magn til framkvæmda á árinu 1973 hafi verið rúmlega 570 millj. króna. Árlegt framlag ríkisins sem var í lok viðreisnar 4 millj. hefur verið hækkað upp í 25 millj, Gjald á útsöluverð búvara lagt við vöruverðið var 0,75% af grundvallarverði en er nú hækkað í 1% af heildsölu- verði sömu vara. Þetta gjald var áður einungis tekið af vöru sem seld var innanlands, en nú einnig telvið af útfluttum bú- vörum. Ríkissjóður greiðir fram lag jafnhátt þessu gjaldi á út- söluverð búvaranna. Samkv. áætlun er hér um tvöföldun á tekjum deildarinnar að ræða af mörkuðum tekjustofnum. Áætl- uð aukning tekna deildarinnar árið 1974 vegna þessara breyt- inga eru hvorki meira né minna en 166 milljónir króna. Það má nú geta þess í sam- kemur einhverskonar skiptiiðn- aður vissulega til greina, eða dreifing framleiðslueininga af ýmsum þjóðfélagslegum ástæð- um, m. a. með tilliti til byggða- þróunar. Ný viðhorf. Að því hefur verið vikið oftar en einu sinni í þessum þáttum að ein líklegasta leiðin til að auka verðmæti þjóðarfram- leiðslunnar væri að hlúa að þeirri grein í þjóðarbúskapnum, sem í dag er nefnd lagmetis- iðnaður. Hníga að því mörg rök, m. a. aðgangur að betra hráefni en margir samkeppnisaðilar okkar hafa, og ekki síður það, að efling þessarar atvinnugrein- ar væri mjög atvinnuskapandi á þeim stöðum, er slíka starf- semi hafa, og atvinnan þá ekki endilega bundin við skamman tíma ársins, ef vel tekst til með sölu og framleiðslu. Segja má að algerlega ný viðhorf blasi nú við í þessari mikilvægu útflutn ingsgrein, og skal það nánar skýrt — ekki síst þar sem fram- þróun þessara mála gæti haft mikilvæg áhrif á atvinnuþróun þessa kjördæmis, Norðurlands og landsbyggðarinnar allrar. Margra ára tómlæti. Um það verður ekki deilt að þeir aðilar er fóru með völd á þessu landi fram að valdatíma- bili núverandi ríkisstjórnar, sýndu þessari atvinnugrein hið mesta tómlæti, svo að ekki sé kveðið sterkara að orði. Um langt árabil var meginvandamál hennar fólgið í því að skipulögð sölustarfsemi á erlendum mörk- uðum var ekki fyrir hendi, og bandi við landbúnaðinn, að launaliður vreðlagsgrundvallar- ins hefur hækkað um 142% frá miðju ári 1971, fram í maí 1974. Afurðalán hafa vérið hækkuð og gengið var frá föstum regl- um um það, einnig að landbún- aðurinn fær nú afurðalán út á allar afurðir hliðstætt og sjávar útvegur. En í þessu sambandi má geta þess að ég kom með fyrirspurn til Gylfa Þ. Gíslason- ar árið 1970 um það hvernig á því stæði að landbúnaðurinn þyrfti að borga hærri vexti af sínum afurðalánu men sjávar- útvegurinn. Þá var svarið það, að það væri ekki hægt að koma þeirri breytingu á að landbún- aðurinn byggi við sömu kjör að þessu leyti og sjávarútvegur vegna þess að hann flytti aðeins hluta af sinni framleiðslu til út- landa. Nú er búið að breyta þessu, þannig að af þeim hluta landbúnaðarframleiðslunnar, sem er fluttur út greiðast sömu vextir og sjávarútvegurinn greiðir. Sem sagt, nú er hægt að gera það ómögulega, líka fyrir landbúnaðinn eins og aðra atvinnuvegi og þetta ættu bænd ur að skilja. Viðhorf fólks til landbúnaðar hafa tekið gagngerum breyting- um. Nú eru óteljandi menn um hverja jörð sem losnar og verð jarðanna hefur einnig hækkað. Og nú vill fólk' búa í sveit og það vill fara frá þéttbýlinu við Faxaflóa og auðvita er það að þakka þeirri framfarastefnu, sem þessi stjórn hefur markað og framfylgt. □ sá þáttur algjörlega vanræktur. Skal það ekki nánar rakið, þó að efni standi til. Með lagasetn- ingu og síðar starfrækslu Sölu- stofnunar Lagmetis, var breytt hér um stefnu og ríkisvaldið og einkareksturinn tóku saman höndum um ákveðið árabil, í því skyni að ná árangri í mark- aðsmálunum. Ekki verður annað sagt en að með þessari róttæku stefnu- breytingu og skipulögðum að- gerðum heima og erlendis, hafi á tiltölulega skömmum tíma ver ið brotið blað í sögu þessarar atvinnugreinar, og er nú svo komið þessa dagana að öll fram leiðsla þessa árs og nokkuð fram á næsta ár, hefur þegar verið seld fyrirfram með gerð sölusamninga á hinum ýmsu markaðssvæðum. Hefur þar ráð ið mestu að í fyrsta sinn hefur náðst veruleg fótfesta á Banda- ríkjamarkaði, sem lofar góðu, og. góðir möguleikar hafa t. d. skapast í Japan, þar sem íslend- ingar eru spori á undan keppi- nautum sínum, í sölu og fram- leiðslu á niðursoðinni loðnu. Nýjar framleiðsluvörur. Þær vörur sem fyrst og fremst eru á dagskrá framleið- enda þessar vikumar eru „kippers", kaviar, brisling sard- ínur og rækja, en á síðara stigi hrogn, lifrarpasta, murta og ýmislegt fleira, sem í athugun er.— og að sjálfsögðu síld, fram leidd á ýmsan hátt, þegar hún fer að veiðast, en allar líkur eru á því að því veiðibanni, er sett hefur verið á í verndarskyni, verði aflétt síðar á árinu, a.m.k. að því er varðar hráefnisöflun fyrir lagmetisiðnaðinn og skap- ast þá enn auknir möguleikar. Skortur á hráefni til kryddsíld- arframleiðslu hefur t. d. stór- lega dregið úr viðskiptum við Sovétríkin, sem um langt ára- bil hafa verið ein hlesta uppi- staðan í þeim útflutningi. Af nýjum framleiðslugreinum, sem þegar er verið að gera tilraunir með, má nefna framleiðslu á þorsklifur, þorsklifrarpöstu, þorskhrognum, hrognum í túb- um, fiskbollum, hörpudiski, fiskisúpum o. fl. Það er því ýmislegt á dagskrá í þessari framleiðslugrein, og þess ber ennfremur að geta, að henni var með lagabreytingu í lok síðasta Alþingis skipaður sess í lána- kerfi iðnaðarins með þeim skyldum og réttindum, er því fylgja. Var tími til þess kominn að lánamál atvinnugreinarinnar væru tekin föstum tökum, og þetta að sjálfsögðu aðeins upp- hafið, því að mikils fjármagns er þörf, eins o gnánar skal frá greint, en grundvallaratriði, að fyrir liggi í hvaða lánaþætti peningakerfisins framleiðslu- greinin á heima. Hefur nú loks- ins verið úr því skorið. Framleiðslutæki og hráefni. Á tiltölulega skömmum tíma er meginvandamál þessarar at- vinnugreinar breytt frá því að vera söluvandamál í að vera — nú þegar á miðju þessu ári — afkasta- og framleiðnivandamál, sem annars /vegar stafar af tíma bundnum skorti á ákveðnum hráefnum, og hins vegar tak- markaðri framleiðslugetu. Skortur á þorskhrognum, en vertíð hefur verið sérlega léleg, bæði hér og við Noreg, hefur skapað erfiðleika, þar sem eftir- spurn er nú miklu meiri en hægt er að fullnægja. Eru t. d. litlar líkur á því að hægt sé að framleiða upp í þann samning er þegar hefur verið gerður við Sovétríkin, og vaxandi eftir- spurn hefur ennfremur komið frá öðrum mörkuðum. í síðast- liðnum mánuði var andvirði óafgreiddra pantana eingöngu í þorskhrognum u. þ. b. 500 milljónir króna. Nokkur hrá- efnisvandamál eru líka í sam- bandi við kavíarframleiðsluna, þar sem grásleppuveiðin hefur verið með minna móti, og nokk- urt magn þegar slet úr landi. Það hefur ennfremur skapað nokkra erfiðleika, að markaðs- horfur skýrðust ekki fyrr en líða tók á árið, eftir að sölu- samningar höfðu verið gerðir um útflutning á þesu hráefni óunnu. Verður að sjálfsögðu að hafa það að meginstefnu að vinna sem allra mest af þessari ágætu vöru í landinu sjálfu. Hvar á að fjárfesta? Það er nú þegar nauðsynlegt að beina kröftunum að því að skipuleggja framleiðsluhliðina upp á nýtt, bæði með nýrri fjár- festingu og aukinni tæknilegri skipulagningu. Jafnhliða þarf að gera sérfræðilega úttekt á þessari hlið atvinnugreinarinn- ar, kynna hana lánastofnunum, sem nú hafa öðlast nýja tiltrú á getu hennar, eftir þann veru- lega árangur, er náðst hefur í markaðsmálunum — enda væri annað óeðlilegt. Og það fer varla milli mála, að áþreifan- legur söluárangur hlaut að verða forsenda þess að slík til- trú skapaðist. En þá vaknar að sjálfsögðu sú spurning: Hvernig ber að haga hinni nýju fjárfest- ingu og í hvaða átt'ir? Þar þarf margt að vega og meta, svo sem núverandi getu og vaxtarmögu- leika þeirra framleiðslutækja, er þegar eru í starfrækslu, ná- lægð við hráefni og möguleika á öflun þess, vinnuafl, tækni, verkþekkingu o. fl. Það er áreiðanlega skoðun alra þeirra er um þessi mál hafa fjallað, að fyrsta stigið í þessari uppbygg- ingu sé að fullnýta vaxtarmögu NORÐAN- og austanlands var kalsaveður 17. júní og báru há- tíðahöldin því vitni. Þó voru þau hvarvetna vel sótt, en að sjálfsögðu ekki eins ánægjuleg og annars hefði verið. Hér á Akureyri var hátíðin í hefðbundnum stíl og virðist bæjarbúum falla það vel í geð, en að vísu voru þau aðeins fá- breyttari, vegna væntanlegrar þjóðhátíðar síðar á sumrinu. Á Akureyri duttu úr lofti leika stærstu lagmetisiðjanna, sem þegar eru í starfrækslu, en eins og kunnugt er, er ein slík á Akureyri. Þar er tæknileg út- tekt í fullum gangi og að því miðað að þar megi rísa fullkom- in, alhliða verksmiðja, sem verði samkeppnisfger á heims- mælikvarða. Yrði þar um veru- lega fjárfestingu að ræða,-væht- anlega upp á milljónatugi.1 Er þess að vænta að lánastofnanir sýni þar þann skilning sem dugar. Önnur verksmiðja er í deigl- unni á Norðurlandi, í eigu Sölt- unarfélagsins á Dalvík, og er þess að vænta að þar geti starf- ræksla hafist á þessu ári. Hafa Dalvíkingar þar sýnt mikinn áhuga og mikið á sig lagt með mjög góðum undirbúningi, til þess að koma þeirri starfsemi á fót. Á Húsavík er fyrir hendi nokkur aðstaða, sem þó hefur ekki verið í umtalsverðri starf- rækslu upp á síðkastið. Möguleikar á Norðurlandi. I ljósi þess sem að framan er sagt, er alveg ljóst að vel kann svo að vera að grundvöllur kunni að vera að skapast fyrir víðtækri framleiðslu á fleiri stöðum norðanlands en hér hef- ur verið lauslega rakið. Slíkt þarf nákvæmrar athugunar við. í ýmsum verstöðvum við Eyja- fjörð og í Þingeyjarsýslu eru nú þegar ýmsar þær forsendur fyr- ir hendi, sem raktar voru hér að framan, m. a. hráefni og vinnuafl, en tækniþekkingu má skapa og fjármagns afla, ef aðr- ar forsendur eru fyrir hendi, ekki síst áframhaldandi sölu- möguleikar á erlendum mörkuð um. Ekki er þó ráð að sinni að dreifa starfseminni of mikið í fyrstu, vel mætti hugsa sér þessa starfrækslu á Húsavík í allstórum stíl, fyrir utan fram- leiðsluverin á Akureyri og Dal- vík, og bæði á Kópaskeri og Raufarhöfn gæti þessi aðstaða vissulega skapast — a.m.k. yrði á fáum stöðum á landinu styttra í grásleppumiðin, en á þessu ári einu er heildarþörf lagmetis- iðjanna í sambandi við kavíar- framleiðslu áætluð 4—5 þús. tunnur af grásleppuhrognum, eftir nýgerða sölusamninga. Hér eru því mikil verkefni fram undan, þar sem bæði er starfs- vettvangur fyrir samvinnurekst ur og einkarekstur, allt eftir að- stæðum á hverjum stað. Áfram- haldandi þróun þessara mála er því í þágu þeirrar framfara- stefnu, sem þjónar bæði raun- hæfri byggðastefnu og þjóð- félaginu í heild. □ dropar stórir um morguninn og fram eftir degi, en síðan birti nokkuð upp og rigndi lítið þar til um kvöldið, og norðangolan var hæg. Miðað við aðstæður mátti telja aðsókn ágæta. Til dæmis var mikill mannfjöldi á íþróttavellinum, eins og venja er 17. júní, og þar fóru þau skemmtiatrðii fram, sem aug- lýst höfðu verið, og létu menn það ekki á sig fá þótt veður- guðirnir hefðu verið ljúfari í geði. □ - Þeifa er sannleikurinn um... Vel sótt liátíðaliöld á Norðurlandi á 17.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.