Dagur - 20.06.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 20.06.1974, Blaðsíða 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Bitstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Samanburður LÝÐRÆÐINU, sem við öll viljum í heiðri halda, getur stafað hætta af pólitísku kæruleysi kjósendanna. En kæruleysið sprettur oftast af hugs- analeti og þeirri nægjusemi, að treysta manni eða flokki án sjálf- stæðrar íhugunar um helstu mál og þjóðmálastefnur pólitískra flokka. Lýðræðið byggist á frjálsri skoðana- myndun, og því, að menn kjósi eftir málefnum og um stefnur en ekki um smámál. Það sem einna mest skilur á milli tveggja síðustu kjörtímabila í stjórn landsins er þetta: Viðreisnarstjórnin hafði ekki þá grundvallarstefnu að nýta að fullu vinnuafl þjóðarinnar. Hún gætti þess ekki að auka atvinnu tækin, og framleiðsluna í undirstöðu greinum atvinnulífsins, þ. e. í land- búnaði, sjávarútvegi og iðnaði. At- vinuleysið varð geigvænleg stað- reynd. Jarðir urðu verðlausar því að fólk missti trú á framtíð landbúnað- ar. Fólk yfirgaf þær, og húseignir í þorpum slippt og snautt og negldi fyrir glugga. í sjávarútvegi grotnaði togaraflotinn niður, kjark skorti til að færa út landhelgina og frystihús- in hættu að svara kröfum tímans. Iðnaðurinn barðist í bökkum en iðn aðarmenn flúðu land þúsundum saman. Innanlands lá fólksstraumur- inn til Faxaflóasvæðisins. Núverandi stjórn tók upp nýja stefnu, er byggist á því að hver vinn- andi hönd hafi vinnu og vinnuaflinu sé beint til framleiðslunnar, jafn- hliða eflingu atvinnutækjanna til lands og sjávar. Þessi stefna markast af trúnni á landið, fólkið og framtíð þess, og að undirstaða allra framfara og velmegunar, einnig mennta og menningar, sé efling atvinnuveg- anna og nýting landsins gæða í öll- um landsins byggðum. Arangurinn er; næg atvinna og atvinnuöryggi um land allt. Eólksstraumurinn til Faxaflóasvæðisins er stöðvaður. Landhelgin var færð út, 50 nýir tog- arar keyptir þar af komu 10 í þetta kjördæmi og frystihús byggð. Lífs- kjörin hafa verið jöfnuð og bætt verulega, tryggingar auknar, átök gerð í heilbrigðis- og skólamálum. Fólkið öðlaðist á ný trú á landið og framtíð sína. Um þessar tvær stefn- ur í verki er kosið 30. júní. Það vill svo til, að í þetta sinn hafa menn staðreyndirnar fyrir augunum, og á það að auðvelda kjósendum val- ið á kjördegi hinn 30. júní. □ Kenningin um umframatkvæði Framsóknar er SÁ furðulegi boðskapur hefur enn skotið upp kollinum hjá Alþýðubandalaginu og þó enn frekar hjá Samtökum frjáls- lyndra og vinstri manna, að heppilegt sé að framsóknarfólk taki þátt í atkvæðaverslun við þessa flokka. Er skorað á fram- sóknarfólk í öllum kjördæmum, þ. á. m. Norðurlandskjördæmi eystra, að taka þátt í þessum „viðskiptum“. Röksemdin fyrir nauðsyn þessarar atkvæðaversl- unar er sú, að Framsóknarflokk urinn hafi yfir að ráða „umfram atkvæðum“ í flestum eða öllum kjördæmum, þ. e. að hann sé viss með sína 17 þingmenn, og að allt, sem fram yfir sé nauð- synlegt atkvæðamagn, til þess að tryggja 17 þingmönnum sæti á Alþingi, séu „dauð atkvæði“, eins og það er orðað svo smekk- lega, Þessi boðskapur getur reynst hættulegur, ef hann nær að festa rætur. I fyrsta lagi er það í hæsta máta ósiðlegt og lág- kúrulegt að ástunda atkvæða- verslun af þessu tagi. í öðru lagi er þessi boðskapur blekking og reistur á röngum forsendum. í þessum boðskap er gengið út frá því sem staðreynd, að núverandi þingmannatala Fram sóknarflokksins sé föst og óhagganleg. Það er látið í veðri vaka, að Framsóknarflokkurinn eigi nánast ekki rétt á fleiri þingmönnum en 17. Það er a. m. k. sagt, að Framsóknarflokkur- inn geti vel við þessa tölu unað og að hann eigi ekki að sækjast eftir meira kjörfylgi eða þing- styrk. Slíkur málflutningur er auð- vitað ekki annað en fáviskuhjal. Hann nær í rauninni engri átt. Framsóknarflokkurinn er ekki í neinu kosningabandalagi við einn eða annan flokk og sættir sig ekki við atkvæðaverslun af nokkru tagi. Samt gerir Alþýðu bandalagið sig sekt um að ala á áróðri um „umframatkvæði Framsóknar“. Og Samtök frjáls lyndra og vinstri manna biðla til framsóknarkjósenda um fylgi til þess að fá borgið veik- burða lífi sínu. Þeir herrar, sem að samtökum þessum standa, halda því fram, að vinstri meiri- hluti í þinginu velti á því, að smáflokkur þessi fái 3—5 menn kjörna. Þeir vísa til úrslita síð- ustu kosninga máli sínu til sönn unar. Þeir segja líka, að Fram- sóknarflokkurinn hafi ekki möguleika á fylgisaukningu vegna þess, hversu hann sé stór og öflugur fyrir. Við þetta er margt að athuga. Ég nefni fyrst það atriði að Framsóknarflokkurinn hafi ekki möguleika á fylgisaukn- ingu. Þetta er aðeins fullyrðing og verður ekki studd veigamikl- um rökum. Helsta röksemdin á að vera sú, að Framsóknarflokk urinn hafi ekki bætt við sig atkvæðamagni í alþingiskosning unum 1971, heldur tapað nokkru fylgi og misst eitt þing- sæti. Hins vegar hafi hinn nýi flokkur, Samtök frjálslyndra og vinstri manna, unnið mikinn kosningasigur, fengið 5 menn kjörna og þannig riðið bagga- muninn um myndun vinstri stjórnarinnar. Rétt er, að flokk- ur Hannibals Valdimarssonar og Björns Jónssonar vann óvæntan kosningasigur 1971, óneitanlega á kostnað Fram- sóknarflokksins, því að sigur Hannibalista kom í veg fyrir ATKVÆÐAVERZLUN MILLI IHALDSAND- STÆÐINGA Á EKKI AÐ EIGA SÉR STAÐ fylgisaukningu Framsóknar að því sinni. Og rétt er, að Hanni- balistar tóku að lokum þátt í myndun vinstri stjórnarinnar undir forsæti Ólafs Jóhannes- sonar. En hitt muna menn líka, að verulegur ágreiningur var meðal Hannibalista um þá stjórnarmyndun, og flokkurinn var alla tíð erfiður og ótryggur samstarfsmaður. Samtökin klofnuðu á stjórnartímabilinu — ekki einu sinni, heldur tvisv- ar — og við það missti ríkis- stjórnin starfhæfan meirihluta á Alþingi. Sókn Hannibalista 1971 var því Pyrrusarsigur og raunar verra en það. Hún upp- fyllti allavega ekki vonir manna um traust og langvarandi sam- starf íhaldsandstæðinga. Mál- tækið segir eitthvað á þá leið, að engin keðja sé sterkari en veikasti hlekkurinn. Það má sannarlega herma þetta mál- tæki upp á vinstra samstarfið 1971—1973. Framsóknarflokkur inn myndaði þar sterkasta hlekkinn, en Samtök frjáls- lyndra og vinstri manna voru veiki hlekkurinn, sem brást. Nú á enn að leika sama leik- inn og fyrir 3 árum. Samtök frjálslyndra og vinstri manna segja nákvæmlega það sama og áður. Þeir boða þá kenningu, að Framsóknarflokkurinn sé svo «tór og öflugur, að hann „þurfi“ ekki á meira fylgi að halda, enda séu líkurnar litlar fyrir fylgisaukningu hans. Eina ráð- ið, segja þessir menn, til þess að tryggja íhaldsandstæðingum meirihluta sé að kjósa 3—5 frambjóðendur Samtaka frjáls- lyndra og vinstri manna. Sér- staklega er þessum boðskap beint til framsóknarfólks, sem er áhugasamt um vinstra sam- starf. Því er sérstaklega ætlað að trúa þessari kenningu. Fram- sóknarfólki er boðið upp á at- kvæðaverslun, því að ekki hafa þessir boðberar fagnaðarenrind- isins um umframatkvæðin manndóm í sér til þess að ráð- leggja fólki að segja fullkom- lega skilið við Framsóknarflokk inn. Nei, menn geta verið fram- sóknarmenn áfram, en þeir eiga ur framsóknarfólks við Samtök frjálslyndra og vinstri manna eða Alþýðubandalagið yrði til þess að veikja Framsóknarflokk inn og draga úr líkum fyrir því, að hann geti' haldið áfram að vera forystuafl íhaldsandstæð- inga. Og menn verða að átta sig á því, að án Framsóknarflokks- ins verður ekki mynduð vinstri stjórn. Ég vil að lokum minna Fram- sóknarfólk á, að Framsóknar- flokkurinn hefur engu minni möguleika til fylgisaukningar og hærri þingmannatölu en hver annar flokkur íhaldsand- stæðinga. Það er eintóm blekk- ing að halda því fram, að íhalds andstæðingum sé betra að efla smáflokka og styðja sprengi- framboð, heldur en að standa heilshugar að baki Framsóknar- flokknum. Eini flokkurinn, sem Sjálfstæðisflokkurinn hræðist í raun og veru er Framsóknar- flokkurinn. Ef Framsóknar- flokkurinn er sterkur, þá skelf- ur íhaldið á beinunum. Ef Fram sóknarflokkurinn er veikur, þá fitnar íhaldið eins og púkinn á fjósbitanum. Framsóknarflokk- inn vantar víða í kjördæmum tiltölulega litla fylgisaukningu til þess að vinna þingsæti. Mætti þar nefna a. m. k. 4—5 kjördæmi. Það er engin goðgá að halda því fram, að við góðar aðstæður gæti flokkurinn bætt við sig nokkrum þingsætum. Hins vegar auðveldar það flokknum ekki baráttuna að þurfa enn að ganga til kosninga með blekkingaáróðurinn um umframatkvæðin á bakinu og verða að þola það, að menn, sem skipað hafa ábyrgðar- og trún- aðarstöður innan Framsóknar- flokksins gerist boðberar þessa áróðurs með því að taka þátt í framboðum flokksbrota, sem sett eru til höfuðs Framsóknar- flokknum og ætla að ala líf sitt á því að ná frá honum fylgi. Ingvar Gíslason. Möðruvellinsfar Ingvar Gíslason. bara ekki að kjósa Framsóknar- flokkinn! Ég vara sterklega við þessum lævíslega áróðri. Hann er byggð ur á bekkingu, — þeirri blekk- ingu, að Framsóknarflokkurinn hafi fast og nánast óhagganlegt fylgi og að hann sé nú þegar nógu öflugur flokkur. Víst er Framsóknarflokkurinn stór flokkur og þróttmikið stjórn- málaafl. En hann þarf þó enn að vaxa. Og hann getur vaxið, nema sundrung vinstri manna, smáflokkadekur og sprengifram boð geri honum það illkleift. Þeir, sem í reynd vilja áfram- haldandi samstarf íhaldsand- stæðinga, ættu að hugsa sig um tvisvar áður en þeir gera eitt- hvað það, sem veikir stöðu Framsóknarflokksins. Stuðning ÞAÐ hefur vafist fyrir mörgum manninum að átta sig á nýjum stjórnmálasamtökum og fram- boðsflokkum, þótt flokksbrot og brotabrot flokka hafi allir sem einn og einn sem allir lýst yfir því, að þeir séu að skapa nýtt og betra stjórnmálaafl og sam- einingarafl í landinu. Eitt af þessum nýju stjórnmálaöflum, sem þeir svo nefna sig, eru Möðruvellingarnir. í Nýju landi eru þeir m. a. gerðir að umtals- efni á eftirfarandi hátt: „Möðruvellingar, sem eru undir leiðsögn Ólafs Ragnars Grímssonar, áunnu sér um skeið nokkurt traust víða út um sveitir meðal framsóknar- manna. Þeir voru svo vígfúsir og baráttuglaðir, að menn lögðu við hlustir. En brátt kom í ljós, að baráttuaðferðir þeirra, t. d. skrif þeirra í Tímanum, voru með þeim hætti, að menn fóru að efast um, að hér væri allt af heilindum gert. Komst brátt það orð á, að hér væru frama- gosar á ferð, sem ekki hefðu Hvað er að vera fanatískur? BINDINDISMÖNNUM og þó sérstaklega góðtemplurum, er oft brugðið um það, að þeir séu alltof „fanatískir“ í afstöðu sinni til áfengisins. Þetta heyrist stundum meira að segja hjá ein- staklingum og jafnvel samtök- um, sem hafa bindindi á sinni stefnuskrá. Góðtemplarar og aðrir þeir, sem eru bindindis- menn, afneita allri áfengisnautn fyrir sig persónulega. Eru það öfgar? Sumir menn vilja telja sig bindindismenn, sem fá sér einstöku sinnum örlítið í glasi, við fermingu eða giftingu sína og sinna, eða ef þeir eru svo heppnir að fá boð í kokkteil- gleðskap hjá ráðherra, en eru annars svo aðgætnir að þeir láta aldrei sjá sig ölvaða. Eru þetta bindindismenn? Ég segi nei, en þeir eru líklega það sem kallað er hófdrykkjumenn, en sá hópur manna getur engan veginn orðið „stikkfrí“ í augum okkar templara í baráttu okkar við áfengisöflin og áfengisdýrk- endurna. Er það það, sem eru kallaðar öfgar hjá okkur templ- urum, að vilja ekki líta framhjá þessari hófdrykkju hins æru- og værukæra góðborgara, sem aldrei fremur óspektir, sem ekki hefur valdið hneyksli með hegðun sinni? Ef það er að vera öfgafullur, að vilja ekki viður- kenna eða líta framhjá þessari lífsvenju í baráttunni móti áfengisneyslunni, þá er ég ásátt ur með það að vera nefndur öfgafullur. í nýlegu dönsku blaði las ég grein eftir danskan lækni um áfengisvandamál meðal ungl- inga í Danmörku, en þar segir hann, að í sumum borgum þar sé nokkuð um það að unglingar á aldrinum 14 til 15 ára, séu orðnir áfengissjúklingar. Rann- sóknir og viðtöl við þessa ungl- inga hafa í mö.rgum tilfellum leitt í ljós, að ölneysla er undir- rótin og ölsins hefur verið neytt (oft á tíðum) me.ð vitund og samþykki föður eða foreldra, er hafa sagt: Það er allt í lagi að þú drekkir öl, bara ef þú lætur eiturlyfin vera. — Og svo bætir læknirinn við: „Hvenær ætlar almenningur í okkar bjórþyrsta samfélagi að átta sig á því, að áfengi er eiturlyf.“ Það er vísindaleg staðreynd og nú almennt viðurkennt með- al vísindamanna, að áfengið er í flokki ávana- og fíknilyfja, sem kölluð eru ýmáum nöfnum, svo sem vímugjafar, fíknilyf og eiturlyf. Hefur fjöldi íslenskra lækna látið þetta í ljós í skrif- um sínum hin síðari ár, svo nefndir séu nokkrir eins og Guð steinn Þengilsson, Baldur John- sen, Jóhannes Bergsteinsson og Þorkell Jóhannesson, Tómas Helgason og Vilhjálmur G. Skúlason lyfjafræðingur. Allir þessir menn hafa látið þá stað- reynd í ljósi í skrifum sínum að áfengi væri ávana- eða fíknilyf. Hver vill viðurkenna „hóflega“ neyslu fíknilyfja, sem lífsvenju, er ástæðulaust sé að vara við eða telja athugaverða? Hvenær ætla íslenskir áfengisneytendur að fara að gera sér ljósan þenn- an sannleika? Og hvenær ætla íslendingar að hætta að telja það öfgar hjá templurum að hvers konar neysla fíknilyfja, (jafnvel „hóf- drykkja“ áfengis) sé óæskileg og þess eðlis að full ástæða sé til að bindast ennþá miklu al- mennari samtökum en nú er til þess að koma á breyttum sið- venjum í þessu efni? Hvar eru rökin fyrir því, að barátta templara gegn fíknilyfinu áfengi sé öfgafull? Indriði Indriðason. eflst til þeirra áhrifa í Fram- sóknarflokknum, sem þeir töldu sér bera. Nú hefur komið á dag- inn, að sú ásökun á hendur þeim virðist eiga við rök að styðjast. Eins og fyrr segir, var ein aðalákæran á hendur Fram- sóknarflokknum, að hann væri kominn of langt til hægri. Þrátt fyrir að Framsóknarflokkurinn hafi nú verið aðili að vinstri stjórn í þrjú ár og staðið fyrir þingrofi í því skyni að tryggja áframhaldandi vinstri stjórn, snúast Möðruvellingar gegn eig in flokki og ganga til bandalags við Samtök frjálslyndra og vinstri manna í væntanlegum alþingiskosningum. Hver skilur þetta? Þeir segjast vilja sameina samvinnumenn, en þeir kljúfa flokk samvinnumanna. Hver skilur þetta? Þeir segjast vilja sameina jafnaðarmenn, en ganga til liðs við Samtökin, sem vilja ekki undir neinum kring- umstæðum vinna með helsta flokki jafnaðarmanna, Alþýðu- flokknum. Hver skilur þetta? Það verður ekki annað sagt en málefnaágreiningur Möðru- vellinga innan Framsóknar- flokksins hafi því verið tilbún- ingur einn, því að þeir hlaupast brott frá öllum baráttumálum sínum til að reyna að ná fram innan Samtakanna. í raun og veru fer vel á því, að þeir skuh finna hugsjónaleg- an skyldleika innan Samtak- anna og þar eiga þeir heima, því að Samtökin eru nú orðin tákn glundroðans í íslenskum stjórn- málum. Þar logar allt í illdeil- um, endalausu karpi, og nú er svo komið, að óvíst er hvort Samtökin hafi rétt til þess að halda úti aðalmálgagni sínu, Þjóðmálum, því að fyrrverandi félagar í Samtökunum telja sig hafa rétt til nafnsins. Saga Sam- takanna sýnir, að þar er eitt- hvað meira en lítið bogið við vinnubrögðin og það væri furðu legt, ef íslendingar kysu slíka menn til að hafa á hendi stjórn landsmála.“ Margir munu hugsa eitthvað svipað og hér er sagt. Q 11111111111111111111 iiiiiiiiiiiiii 1 Ósjálfstæðir menn trúa I | vísbendingum að isunnan. iiiiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiimiiimiiMiiiiiiiimimiiiiiimii Unga fólkið hefur orðið VINNUM AÐ NÝRRI VINSTRI STJÓRN FLOKKURINN SEM TRÚIR Á LANDIÐ ÓLAFUR Friðriksson, Sunnu- felli, Kópaskeri, var 21 árs 5. júní 1974. Hann kýs því í fyrsta sinn. Hann er Samvinnuskóla- genginn og hefur lokið námi. Hann var hér á ferð og var för hans heitið til Englands, þar sem hann dvelur í sumar. Ólafur Friðriksson. Telur þú vinstri stjórn æski- lega eftir kosningar? Það tel ég alveg tvímælalaust. Núverandi ríkisstjórn hefur komið mörgum nauðsynjamál- um í gegn og vil ég sérstaklega nefna byggðamálin, uppbygg- inguna úti á landsbyggðinni, þar á meðal í minni heima- byggð, Norður-Þingeyjarsýslu, en í tíð viðreisnar var tímabund ið atvinnuleysi á ýmsum stöð- um, sérstaklega fyrir austan, en nú hefur atvinnuástandið gjör- breytst og allir hafa næga vinnu og fólksflóttinn, sem áður var til annarra staða landsins, er nú ekki fyrir hendi, og nú flytur fólkið af höfuðborgarsvæðinu hingað norður. En skortur á íbúðarhúsnæði er mikill og kemur í veg fyrir að það fólk, sem hingað vill flytjast geti það. Ég treysti þessari ríkisstjórn til að halda áframhaldandi byggða- stefnu og aukinni uppbyggingu atvinnulífsins úti á landsbyggð- inni. Því ég tel æskilegast að sú þróun haldi áfram að allir Norður-Þingeyingar fái verk að vinna í sinni heimabyggð en þurfi ekki að flytjast til höfuð- borgarsvæðisins til að leita sér atvinnu. Að lokum vil ég heita á alla landsmenn að sameinast um nú- verandi stjórnarflokka til að treysta áframhaldandi vinstri stjórn í landinu. Blaðið þakkar viðtalið. TREYSTUM BYGGÐASTEFNUNA 30. JUNI HREIÐAR Hreiðarsson frá Laugarbrekku í Hrafnagils- hreppi, búsettur á Akureyri, húsasmiður að iðn og nú starfs- maður bjá Vegagerð ríkisins, leit inn á skrifstofur blaðsins um helgina. Talið barst þá að alþingis- kosningunum og fór hann ekki dult með þá skoðun sína, hvaða stjórnmálaflokk hann ætlaði að styðja. Rökstuðningur hans fyr- ir því, að Framsóknarflokkur- inn væri trausts verður, var á þessa leið: Vegna þeirrar frjálslyndu framfara- og umbótastefnu, sem flokkurinn hefur fylgt og undir- strikað í stjórnarsamstarfinu undanfarin þrjú ár, styð ég hann. Ég treysti Framsóknarflokkn- um best til að fylgja eftir því samkomulagi, sem náðist innan ríkisstjórnarinnar um brottför hersins í áföngum. Og ég treysti Framsóknarflokknum best til stjórnarforystu vegna þess at- vinnuöryggis, sém ríkt hefur og flokkurinn hefur átt ríkastan þátt í, með stórkostlegri atvinnu uppbyggingu um allt land. Nú er atvinnuleysið horfið? Já, næg atvinna allra vinn- andi manna á íslandi, ætti ekki aðeins að vera það sjálfsagða takmark, sem fyrri stjórn þó vanrækti en núverandi stjórn náði svo farsællega á þrem síð- - Aldraðir í.. (Framhald af blaðsíðu 8) hinir öldnu að lifa upp að nokkru hinar gömlu góðu stund ir húslestranna. Eins og áður sagði skulu vænt anlgeir þátttakendur hafa sam- band sem allra fyrst við sumar- búðastjórann að Vestmanns- vatni og gefur hann allar nánari upplýsingar. Þess skal og getið að hjúkrunarkona verður dval- argestum til halds og trausts og mun annast þá gesti er þess þurfa með. (Fr éttatilky nning) ustu árum, að sumir hafa gleymt atvinnuleysinu og land- flóttanum undir „viðreisn“ fyrir örfáum árum — heldur líka stolt íslensku þjóðarinnar, sem öll þjóðin getur nú fagnað, og Hreiðar Hreiðarsson. fyrst og fremst er að þakka breyttri stjórnarstefnu. Breyt- ingin er fólgin í því, að það var horfið frá gömlu og úreltu íhaldsstefnunni og í staðinn tek in upp sú byggðastefna í verki, sem hvarvetna blasir við. Sú stjórnmálastefna, sem nú er, og hefur skapað atvinnuöryggi fólksins jafnt í sveit sem við sjávarsíðuna um land allt, sam- rýmist ekki gamalli og úrsér- genginni íhaldsstefnu, eins og hún er í reynd. Þrátt fyrir yfir- lýsingar og jafnvel yfirboð Sjálf stæðisflokksins í landhelgismál- inu, hefur það komið mjög greinilega fram, að í því stór- máli er flokkurinn mjög óheill, og áhugi hans á útfærslu land- helginnar var ekki meiri en svo, að hann lét algerlega hjá líða að undirbúa stækkun landhelginn- ar hvað þá að færa hana út á 12 ára valdaferli sínum. Mér finnst ekki auðvelt að treysta þeim flokki fyrir forystu í fram- vindu landhelgismálanna. Ég skora á yngri sem eldri menn að standa saman um áframhaldandi atvinnuöryggi og byggðastefnuna. Blaðið þakkar svörin. E. D. ÞÓRA Hjaltadóttir frá Hrafna- gili er 23ja ára gömul húsmóðir á Akureyri og býr í Skarðshlíð 27, ásamt manni sínum Gunnari Austfjörð, sem áhugamenn um knattspyrnu hér í bæ kannast við, en hann vinnur í Raflagna- deild KEA. Þau eiga eitt barn. Frú Þóra Hjaltadóttir er gagn fræðingur og nam einnig við Húsmæðraskólann á Lauga- landi. Hún gerði sér það svo til Þóra Hjaltadóttir. gamans í vetur að taka meira- próf ökumanna, en ekki hefur hún haslað sér völl á sviði bif- reiðaaksturs, heldur vinnur hún venjuleg húsmóðurstörf og auk þess fullt starf á skrifstofu hjá Þórshamri h.f. hér í bæ. Talið berst að landsmálunum er fundum bar saman og spurn- ingunni um það, hvers vegna hún styðji Framsóknarflokkinn, svarar hún á þessa leið: Ég tel að hann hafi unnið best að landsmálefnum og þá sérstak lega gagnvart dreifbýlinu og atvinnumálum þess. Ég tel að fólksflutningur úr þéttbýlinu við Faxaflóa út á landsbyggð- ina beri þess glögg merki. Telur þú vinstri stjóm æski- lega og hvers vegna? Ég er þess fullviss að stækk- un landhelginnar í 50 mílur hefði aldrei verið framkvæmd svona fljótt og farsællega nema af því að vinstri stjórn var við völd, og til að tryggja áfram- hald útfærslu og friðun fiski- miðanna mun ég styðja Fram- sóknarflokkinn. Einnig tel ég að betur hafi verið unnið að at- vinnumálum landsbyggðarinn- ar á þessum síðustu árum og fólk hafi almennt meiri trú á búrekstri víðsvegar um landið, því næg atvinna er allsstaðar. Viltu segja eitthvað um skóla málin? Þar er fyrst að geta, að unnið er að því að bæta þann aðstöðu- mun á menntunarmöguleikum þeirra sem búa í þéttbýlinu og þeirra sem búa á dreifbýlinu. Óneitanlega hefur verið mikill munur á því hve miklu dýrara og erfiðara það hefur verið fyrir þá sem búa í dreifbýlinu að afla sér framhaldsmenntunar, en hinum sem búa á stærstu þétt- býlissvæðunum og þó sér í lagi þá sem komnir eru með maka og börn. Bjartsýn á framtíð lands og þjóðar? Mér finnst Framsóknarflokk- urinn byggja stefnu sína, frekar en aðrir flokkar á trú á landið gæði þess og uppbyggingu lands ins alls, og mun ég því reyna að stuðla að sigri hans í þeim kosn ir.gum sem framundan eru. Dagur þakkar svörin. E. D. FOLK HELDUR AÐ VERÐI SPRENGING HANN heitir Pálmi Björnsson og stjórnar einu af mörgum úti- búum KEA á Akureyri, Alaska, þessa dagana, er 21 árs og kýs til Alþingis í fyrsta sinn eftir nokkra daga. Hann er heimilis- faðir, segist hafa talsvert mikið að gera í útibúinu og kaupið: Já, það hækkar smám saman en mætti auðvitað hækka örar, segir hann. Ertu alveg ákveðinn í pólitik- inni? Já, og ég fagna því að mega nú loks taka alvarlegan þátt í henni með því að neyta kosn- ingaréttar míns. Ég hefði viljað mega kjósa fyrr. Hvað finnst þér meðal áhuga- verðustu bæjarniála og þjóð- mála? Meðal þess, sem bæði er áhugaverðast og mest um vert, eru þau umskipti, er orðið hafa í. atvinnulífinu, hér á Norður- landi, Hin mikla atvinna skapar aukna kaupgetu og bætt lífs- kjör. Menn geta veitt sér eitt og annað af þvi, sem menn létu sig aðeins dreyma um áður. En af einstökum þáttum, sem alla snertir þó, vil ég nefna sjúkra- húsmálin og heilbrigðismálin almennt. Þar er að verða breyt- ing á, t. d. hér á Akureyri og er þegar orðin. Núverandi stjórn setti lög, sem gera Akureyring- um fært að.ráðast í sjúkrahús- bygginguna, sem áður var óframkvæmanlegt með öllu, og nú er sjúkrahúsbyggingin hafin. Bærinn þarf aðeins að greiða 15% af kostnaðinum. Á viðreisn arárunum hjakkaði allt í sama farinu í þessu máli. Pálmi Björnsson. Hefur þú áhuga á sjávarút- veginum? Ekki ætti að þurfa að deila um það, hver munur það er og verður fyrir íslendinga að hafa yfirráð yfir fiskimiðunum um- hverfis landið í stað þess að láta erlend veiðiskip sækja þangað aflann. Það á eftir að koma í ljós, að nýju skuttogararnir skila þjóðinni góðum tekjum. Þessi nýju fiskiskip, sem gjör- breytt hafa atvinnulífinu í öll- um útgerðarstöðum, koma á réttum tíma, er fiskveiðilögsag- an hefur verið stækkuð. Þessa gjörbreytingu í sjávarútvegi má algerlega þakka vinstri stjórn- inni. Hamstrar fólk mikið? Já, talsvert mikið, eftir að landbúnaðarvörurnar voru greiddar svona mikið niður, eins og nú er. Fólk heldur að það verði sprenging og allt verð lag rjúki upp ef íhaldið kemst til valda, segir Pálmi að lokum og þakkar blaðið viðtalið. E. D,

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.