Dagur - 22.06.1974, Page 7

Dagur - 22.06.1974, Page 7
7 Þegar íhaldið tilbað áli en missti frúna á íslenska atvinnuvegi STEFÁN Valgeirsson lýsti því á fundi þegar íhaldið missti trúna á íslenska atvinnuvegi en tilbað álbræðslur og erlenda auðhringa. Þá herjaði atvinnu- leysi óg þá fluttu þúsundir manna af landi burt. Hér er stuttur kafli úr ræðu Stefáns um þetta efni: Ég held að það hafi verið árið 1965, sém fyrst var borið fram á Alþingi frumvarp um kaup á 3 skuttogurum. Árið eftir var frumvarpið endurflutt, en þá var lagt til að skuttogararnir yrðu 6. Síðan var þetta frum- varp, eða frumvarp eitthvað því líkt, flutt flest árin til 1970. En stjórnarvöld höfðu þá lítinn skilning á slíkum málum, öll þeirra athygli beindist að bygg- ingu álvera eins Qg kunnugt er. Á árunum 1967 til 1971 voru verkföll hér tíð og atvinnuleysi mikið, sérstaklega þó á ýmsum þéttbýlisstöðum út um land og samkvæmt alþjóðlegum skýrsl- um voru verkföll hér hlutfalls- lega meiri en í nokkru landi heims á þessum árum og ísland átti einnig Evrópumet í atvinnu leysi á sama tímabili. Sam- kvæmt skýrslum kjararann- sóknarnefndar töpuðust 1844000 vinnudagar af þessum sökum á árunum 1967 til 1970 eða rúm- lega 600 þúsund vinnudagar á ári. Á þessum tíma var rætt mikið um það, þó ekki síst af stjórnvöldum, að á næstu árum kæmu mjög stórir árgangar á vinnumarkaðinn ár hvert. En hver voru viðbrögð viðreisnar- stjórnarinnar til að afstýra at- vinnuleysi uppvaxandi æsku og öðrum landsmönnum? Ráðherr- ar hennar sögðu að okkar gömlu atvinnuvegir gætu aldrei tekið við þessum mannmörgu árgöngum og vegna þess trú- leysis á getu og möguleika okk- ar undirstöðuatvinnuvega, van- ræktu þeir uppbyggingu þeirra en í þess stað beindist öll þeirra athygli að byggingu álveranna, sem erlend auðfélög skyldu byggja í landi okkar. Á árinu 1969 urðu umræður á Alþingi um aðgerðarleysi stjórnvalda á því að rannsaka virkjunarmögu leika til raforkuframleiðslu hér á Norðurlandi. Þá lofaði þáver- andi fjármálaráðherra því að á næsta sumri skyldi verða veitt- ar 5 millj. kr. til rannsókna á Dettifossvirkjun. Þetta var svik ið en í stað þess var veitt stór- um fjárupphæðum til rann- sókna á að veita Jökulsá á Fjöll um austur á land, og þá var hinn stóri draumur stjórnvalda að reisa orkuver á Austurlandi og byggja óteljandi álver þar. Það er furðulegt er þeir Sjálf- stæðismenn ræða nú um seina- gang f virkjunarmálum hér á Norðurlandi, eins og þeir stóðu að þeim á viðreisnarárunum. Hún er vægast sagt ekki falleg sagan um afskipti þeirra af þeim málum ef öll væri sögð. Þessari mynd er nauðsynlegt að bregða upp til að varpa ljósi á það sem var og þá miklu breyt- ingu sem varð við stjórnarskipt- in, ekki síst í sambandi við at- vinnuuppbygginguna í landinu. 1 umræðum á Alþingi um kaup á skuttogurunum sagði eitt sinn talsmaður viðreisnarinnar á þá leið, að líklega væri rétt að reyna að fá leigðan 1 eða 2 skut togara til að reyna hvort svona skip hentuðu okkur. Þetta var nú allur stórhugurinn þá. Ekki var heldur á dagskrá hjá þess- um herrum að aðhafast neitt í landhelgisníálinu, þótt erlendir togarar sæktu fast á okkar fiski mið m. a. vegna aflatregðu í Barentshafi. En 1970 kom loks fram stjórnarfrumvarp um kaup á 6 stórum skuttogurum vegna vaxandi þrýstings útgerð armanna og tillöguflutnings á Alþingi um þetta mál. En hvert áttu þessi skip að fara? Þau áttu öll að fara á Faxaflóasvæð- ið. Nú eru liðin tæp 3 ár síðan stjórnarskiptin urðu og nú eru komin til landsins um eða yfir 50 skuttogarar en 40 þeirra hafa farið á staði utan Faxaflóasvæð isins og 10 í Norðurland eystra. Segir þetta ekki sína sögu? Ekk ert skal fullyrt um hvenær fyrsta greiðslan fór fram frá okkar hálfu til byggingar skip- anna, en í skýrslu sem ég hef undir höndum þá kemur í ljós að búið var að greiða 165 millj. kr. í árslok 1971. Hér er um að ræða jafnvirði greiðslu fyrir einn togara af þeirri stærð sem fyrst var samið um byggingu á. Þessi greiðsla mun hafa farið fram á árinu 1971, en hvort hún var gerð fyrir eða eftir stjórnar- skiptin, er ekkert aðalatriði. Hitt liggur að minnsta kosti á borðinu að annað var þá ógreitt í sambandi við þessi skipakaup. Ég vil vekja á þessu athygli vegna þess að stjórnarandstöðu- blöðin eru sífellt að klifa á því hvað mikil skuldaaukning hafi orðið á þessum árum, en þá verða menn að hafa í huga hvað hefur verið gert, hvers vegna skuldirnar hafa aukist. Og í þessu sambandi er rétt að gera sér ljóst, hvað þessi skip hefðu kostað nú, ef ríkisstjórnin hefði ekki ráðist í skipakaupin af stór hug og þeirri framsýni sem hún gerði. Á þessum tíma hefur t. d. stál um það bil þrefaldast í verði og annað efni til skipa- bygginga hefur einnig stór- hækkað. Það liggur því í augum uppi að kostnaður við byggingu þessara skipa hefur hækkað sem nemur verulegum upphæð- um. Á þessum tæpum 3 árum hefur einnig verið gerð stórfelld uppbygging í hraðfrystihúsun- um, sem hefur gjörbreytt öllu atvinnuástandi landsbyggðar- innar til hins betra, og fært þessa atvinnugrein upp á hærra framleiðslustig, því það er ekki nóg að byggja og kaupa skip, það þarf að gera ráðstafanir til að fullvinna þann afla, sem á land berst hverju sinni og gera hann að sem verðmætastri vöru. Á síðari hluta sjöunda ára tugsins kom í ljós, að við vorum í verulegri hættu með að missa okkar besta freðfiskmarkað, þ.e. að segja í Bandaríkjunum, vegna þess að erlendir kaup- endur töldu margt ábótavant við okkar vinnslustöðvar. Þegar stjómarskiptin urðu eða í árs- lok 1971 var ekki búið að leysa nema lítinn hluta þessa brýna verkefnis, eða um 10%. Á þeim þremur árum, síðan stjórn Ólafs Jóhannessonar var mynduð, hef ur verið varið til þessa verk- efnis rúmum 3 milljörðum króna. En samkvæmt áætlun á að ljúka þessu verkefni 1976, og eftir næstu áramót er talið að IVz milljarð þurfi til að Ijúka þessu verkefni til fulls. Ég vil geta þess í þessu sambandi að uppbygging hraðfrystihúsanna í þessu kjördæmi var talin að mundi kosta tæpar 400 millj. kr. en um næstu áramót á aðeins að vera eftir verkefni sem kost- ar 27 millj. króna. Q Skoðanakönnun um kirkju og kristni Rödd úr Bárðardal. a ■ ■ HÉR á Akureyri mun í sumar fara fram skoðanakönnun á veg um guðfræðideildar Háskóla íslands. Tilgangurinn er sá, að kynnast almennum viðhorfum Hjálmar Jónsson, stud. theol. til kirkjunnar og trúmála yfir- leitt. Hjálmar Jónsson stud. theol. mun annast framkvæmd þess- arar skoðanakönnunar og mun sérnámsritgerð hans byggjast á niðurstöðum hennar. Sá háttur er á hafður, að val- inn verður á hlutlausan hátt ákveðinn hópur fólks, 16 ára og eldri og lagður fyrir hann spurn ingalisti, sem er þannig úr garði gerður, að fljótlegt er að útfylla hann. Einnig verður leitað til kirkjugesta með hinn sama spurningalista, við almenna guðsþjónustu einn sunnudag í sumar. Þeir, sem standa að könnun þessari, vænta sér mikils af niðurstöðum hennar. En skil- yrði þess að vel takist til, er að þeir sem leitað er til, bregðist vel við og gefi greinargóð svör. Öll svör verður farið með sem trúnaðarmál, og geta menn því sagt skoðanir sínar umbúða- laust, til lofs eða lasts kirkjunni. 1 ráði er, að gerð verði sams- konar skoðanakönnum í Ólafs- firði í sumar. Pálmi Matthías- son stud. theol. mun annast framkvæmd hennar. Q - Utanríkis- og landhelgismál (Framhald af blaðsíðu 4) Þegar þessi mál eru athug- uð nánar með ró og rökum er ljóst, að hin farsæla stefna Framsóknarflokksins hefur tryggt þjóðinni framgang þeirrar stefnu í landhelgis- málinu, er yfirgnæfandi hluti þjóðarinnar vill fylkja sér um. Allt tal Sjálfstæðis- flokksins um „forystuhlut- verk“ hans í utanríkismál- um fellur því niður dautt og marklaust. □ (Framhald af blaðsíðu 8) Framsóknarflokkurinn mótaði mjög stefnuna. Raflína frá Laxá er komin inri áð Mýri, stefna Sjálfstæðismanna er að þeir bændur sem búa inn í dalabotn- um skuli sæta afarkostum fái þeir svo sjálfsögð þægindi, líkt og aðrir landsmenn, en rétt- sýnir Framsóknarmenn vinna markvisst að því að landið verði allt byggt og auður landsins og miðanna umhverfis verði nýtt- ur af þjóðinni sjálfri. Síðan núverandi ríkisstjórn hóf sinn merka starfsferil hefur mikil franifara- og umbótaalda farið um allar byggðir þessa lands, líkt og áður er frá sagt á árunum eftir 1927. Hlöður, fjárhús, fjós, nýjar íbúðir eða gömlu húsin eru byggð upp, þannig er ævintýrið, þetta er veruleiki hinna síðustu missira, nýjar dráttarvélar með margskonar tengitækjum til heyskapar og jarðvinnslu. Frá áramótum er búið að kaupa inn í dalinn 8 bíla stærri og smærri og þessa dagana eru tveir vinnu flokkar í dalnum við brúar- og vegagerð, enda vantar mikið á að vegakerfið sé sæmilegt. En þegar snjóbreiðan mikla lá um dalinn svo mánuðum skipti sl. vetur, þá óku margir vélsleðum sínum og fóru mikinn um hjarn breiðuna, enda eru fast að því tveir tugir vélsleða til í dalnum. Svo er það sjónvarpið. Sjón- varpstæki er á nær hverjum bæ, þar sem þess nýtur, en það vantar mjög endurvarpsstöð fyrir suðurdalinn. Svo er það landgræðslan, þar er von á áburðarflugvélinni inn an skamms, til að dreifa fræi og áburði um austurhlíðar dalsins, það verður stórkostlegt að sjá þær grónar og grænar. Sunnudaginn 30. júní rennur senn upp, e. t. v. hefur þú það í hendi þinni hvor stefnan verð- ur ráðandi í þjóðmálum okkar næstu árin, stefna Framsóknar- flokksins, stefna þeirra manna sem staðið hafa að glæsilegri uppbyggingu hvarvetna um fjörð og dal allra landshluta, eða stefnu Sjálfstæðismanna í Reykjavík, þeirra manna sem farið hafa niðrandi orðum um grundvallar atvinnuvegi þjóð- arinnar, landbúnað og fiskveið- ar, en hafa markvisst sótt að því marki að hneppa meginhluta þjóðarinnar í verksmiðjuþræl- dóm erlendra auðhringa, álverk smiðjurnar margumræddu. Um þetta verður kosið sunnudaginn 30. júní. Lesandi góður, ég sendi þér kveðju mína, kveðju og óskir um heila för á ve'ginum ófarna. Sigurður Eiríksson. - Fjörogir íundir (Framhald af blaðsíðu 8) Hvaða málefni bar hæst? Menn ræddu mikið um sér- mál hinna einstöku byggðar- laga og ýmis brýn úrlausnarefni heimabyggða sinna. Landsmála- pólitíkin var þó uppistaðan í umræðunum, svona yfirleitt. Það er alveg augljóst, að al- menningur hér á Norðurlandi er ánægður með þann mikla árangur, sem náðst hefur í at- vinnuuppbyggingunni sl. 3 ár. Eins kemur það fram, að menn telja að mjög vel hafi tekist til í landhelgismálinu. Maður verð ur hvarvetna var við mikla upp byggingu og bjartsýni í sam- bandi við afkomu fólks. Það fer heldur ekki milli mála, að menn vilja áframhaldandi vinstri stjórn undir forustu Framsókn- arflokks. Menn treysta vinstri stjórn augsýnilega betur en hugsanlegri forystu Sjálfstæðis- flokksins, að því er varðar at- vinnumál og sókn í landhelgis- málinu. Um það er reynsla þjóð arinnar ólygnasti votturinn. Við frambjóðendur létum það koma skýrt fram, að við teldum þessar kosningar snúast um stefnu og störf ríkisstjórnar Ólafs Jóhannessonar, og að Framsóknarflokkurinn sæktist eftir því að koma sem sterkast- ur út úr kosningunum til þess að geta áfram verið forystuafl fyrir vinstri stjórn. Á því má ljóst vera, að samstarf við Sjálf- stæðisflokkinn er ekki á óska- lista Framsóknarflokksins, sagði Ingvar að lokum. Q Atvinna i Maður óskast til land- búnaðarstarfa í ná- grenni bæjarins. Gott kaup. Uppl. á vinnumiðl- unarskrifstofunni. Ung stúlka óskar eftir atvinnu. Margt kemur til greina. Uppl. í síma 1-24-51. Oskum að ráða barna- píu. Uppl. í síma 2-21-89. 1 Tvítugur skólapiltur óskar eftir vinnu í sumar. ^ Uppl. í síma 1-18-11. Húsnædi 1 Ungan reglusaman mann vantar herbergi nú þegar. Fyrirframgreiðsla ef óskað er. Uppl. í síma 2-13-62. Skarðshlíð 6 e, sem er glæsileg 4ra herbergja íbúð er til sölu. Tilboð óskast. Uppl. gefnar í síma 2-18-17. Bifreióir i Bíll til sölu! Benz 1513 árg. 1971. Uppl. í síma (96) 22634 milli kl. 4 og 7 e. h.

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.