Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 2

Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 2
2 frá Þjóðhátíðarnefr Bifreióir DAGANA 16 og 17. júní var haldin hátíð að Laugum í Reykjadal í tilefni 1100 ára bú- setu á íslandi. Dagskrá hátíðarinnar hófst í íþróttahúsinu á Laugum sunnu- daginn 16. júní kl. 14.00 á því að framkvæmdastjóri þjóðhátíðar- nefndar, Arnaldur Bjarnason, bauð gesti velkomna og kynnti dagskrá fyrri dagsins. Síðan lék Sigríður Einarsdóttir tónlistar- kennari í Mývatnssveit á fiðlu með aðstoð Vladislav Votja tón- listarkennara á Húsavík, er lék á píanó. Jóhann Skaptason sýslu maður flutti ávarp og opnaði ■ sýningar, er settar höfðu verið upp í húsakynnum skólanna á Laugum. Forstöðumenn sýning- anna kynntu þær síðan. Séra Sigurður Guðmundsson prófast- ur á Grenjaðarstað kynnti bóka sýningu, þar sem saman voru komnar flestar þær bækur, er samdar hafa verið af Þingeying- um. Elsti höfundurinn á sýning- unni var Jón Pálsson kallaður Maríuskáld, dáinn 1471. Sá höf- undur, sem flest verk átti var Jónas Jónsson frá Hriflu. Á sýn ingunni voru yfir 1000 bækur eftir rúmlega 200 höfunda. f til- efni sýningarinnar var útgefið drög að bókaskrá yfir þingeysk verk. Hróar Björnsson kynnti málverkasýningu, en þar voru sýnd málverk máluð af Þing-' eyingum. Sýnd voru alls 72 mál verk og listvefnaður eftir 25 listamenn. Elsta málverkið var eftir Arngrím Gíslason málað ó 19. öld. Af þekktum málurum er áttu málverk á sýningunni má nefna Gunnlaug Blöndal, Valtý Pétursson, Hring Jóhannesson og Jakob Hafstein. Iðunn Steins dóttir húsfrú í Mývatnssveit las kvæðið Krosssaumur eftir skáld konuna Huldu, og Hólmfríður Pétursdóttir fonnaður Kven- félagasambands Suður-Þing- eyjarsýslu kynnti handíðasýn- ingu er kvenfélagskonur höfðu sett upp í Húsmæðraskólanum á Laugum. Þar voru alls um 900 munir sýndir, ýmis konar handiðnaður úr margvíslegasta efni. Elsti munurinn var útskor inn hluti úr hnífsskafti, er fannst í kumli í Böðvarsnesi í Fnjóskadal. Einnig fór fram verkleg sýning ó gömlum vinnu brögðum í baðstofu, sem sett var upp vegna sýnirígarinnar. Voru lesnir húslestrar og kveðn ar rímur af þeim er önnuðust þessa verklegu sýningu. Að lok inni kynningu á sýningum sungu Sigrún Jónsdóttir frá Rangá og Þráinn Þórisson ein- söng og tvísöng. Að lokum sungu allir viðstaddir „Blessuð sértu sveitin mín.“ Síðan dreifð ust gestir á hinar ýmsu sýning- ar og var mikil þröng á sýninga stöðum fram eftir kvöldi. Sýn- ingur var lokað kl. 23.00. Kl. 17.00 var sýndur hluti héraðs- kvikmyndar Suður-Þingeyinga, en það er litmynd, sem Eðvarð Sigurgeirsson ljósmyndari á Akureyri hefur unnið að kom- ust færri að en vildu, en kvik- myndasýningin stóð til kl. 19.00. Dagskrá 17. júní hófst kl. 13.30 og fór samkoman fram undir berum himni. Að morgni 17 júní var veður fremur óhag- stætt til samkomuhalds, súld og hæg norðan gola. Stuttu fyrir samkomusetningu stytti upp og við upphaf dagskrár braust sól- in fram úr skýjum skamman tíma. Helst veður þurrt meðan útidagskráin fór fram. Lúðra- sveit Húsavíkur lék þrjú lög meðan gestir streymdu á hátíð- arsvæðið, sem var í djúpri laut norðan íþróttavallar á Laugum. Þar höfðu ungmennafélagar sett upp mikiim pall og svið vegna hátíðarinnar. Að loknum leik lúðrasveitar setti Jóhann Skaptason sýslumaður hátíðina og samkór Kirkjukórasambands Suður-Þingeyjarsýslu söng þjóð sönginn undir stjórn séra Frið- riks A. Friðrikssonar. Séra Sigurður Guðmundsson annað- ist helgiathöfn og kórinn söng. Dr. Jónas Kristjánsson frá Fremstafelli flutti þjóðhátíðar- ræðu. Kór kirkjukórasambands ins frumflutti tvö lög ásamt Lúðrasveit Húsavíkur og undir stjórn Vladislav Votja. Lögin voru Ár var alda (úr Völuspá) eftir Pál H. Jónsson og Gamla ísland, lag eftir Steingrím Sig- fússon skólastjóra Tónlistarskól ans á Húsavík, ljóð eftir Einar Benediktsson. Bæði þessi lög voru samin sérstaklega í tilefni hátíðarinnar. Guðfinna Árna- dóttir húsfrú í Brúnahlíð las ljóðið Aldaslagur eftir Elínu Vigfúsdóttur húsfrú á Laxa- mýri og kórinn söng síðan ljóð- ið við lag eftir Sigurð Sigurjóns- son á Húsavík. Ljóð og lag er helgað 1100 ára afmæli íslands- byggöar og frumflutt á hátíð- inni. Heiðrekur Guðmundsson skáld frá Sandi fiutti ljóð, er hann hafði samið fyrir hátíðina. Þá söng kórinn „Þótt þú lang- förull legðir“ undir stjórn Frið- riks Jónssonar á Halldórsstöð- um og „Rís heil þú sól“, stjórn- andi Jón Árni Sigfússon í Vog- um. Að lokum söng kórinn „O Guð þú sem ríkir“, undir stjórn Þráins Þórissonar. Er hér var komið var gert hlé á útisam- komu og gestir notuðu tímann við sýningaskoðun. í hléinu fór fram glímukeppni milli Héraðs- sambands Suður-Þingeyinga og Ungmennafélagsins Víkverja í Reykjavík. Keppnin fór fram í íþróttahúsinu á Laugum og var liður í Sveitaglímu íslands. Urslit keppninnar urðu þau, að Þingeyingar sigruðu með 13 V2 stigi gegn IIV2 stigi Víkverja. Að loknu hléi hófst dagskrá á samkomusvæðinu að nýju með söng Karlakórs Reykdæla, stjórnandi var Vladislav Votja. Fram átti að fara bændaglíma á palli á hátíðarsvæðinu, en hún féll niður. Kynntir voru fánar sveitarfélaganna í sýsl- unni, er prýddu hátíðarsvæðið. Sáu þar dagsins ljós fánar, er ekki höfðu verið uppi í áratugi, en jafnframt nýir fánar, er komu í stað glataðra. Hafði mikil vinna verið lögð í að finna sveitafánana og gera þá sýn- ingarhæfa. Voru listamenn fengnir til að mála nýja fána og má þar nefna fána Bárðardals, sem er mynd af Aldeyjarfossi máluð af Hringi Jóhannessyni listmálara og fána Ljósavatns- hrepps, mynd af Goðafossi mál- uð af Aðalgeir Halldórssyni á Stórutjörnum. Síðasti liðurinn, sem fram fór á útipallinum var þjóðdansasýning ungmenna í sýslunni undir stjórn Védísar Bjarnadóttur íþróttakennara á Húsavík. Er hér var komið var hátíðin flutt á íþróttavöllinn á Laugum, en þar fór fram hesta- sýning, er var í umsjón Hesta- mannafélagsins Þjálfa. Hesta- menn fóru hringreið á vellin- um, sýndir voru klyfjahestar, m. a. hestar með heybagga og timbur á klökkum. Þá sýndu fimm konur söðulreið. Að lok- um fór fram naglaboðreið. Nú var lokið öllum liðum útisam- komunnar og fóru margir sam- komugestir á sýningarnar, sem voru opnar fram undir mið- nætti. Síðasti liður dagskrár var dansleikur, sem fram átti að fara á útipalli. Er líða tók á daginn kólnaði og um það leyti er útidagskrá lauk fór að rigna. Var horfið að því ráði að flytja dansleikinn í íþróttahúsið á Laugum. Var dansað fram til kl. 2.00 eftir miðnætti. Sam- komugestir neyttu veitinga í sölutjöldum, sem voru á vegum Kvenfélagasambands sýslunnar og Héraðssambandsins. Einnig voru veitingar á boðstólum í Sumargistihúsinu á Laugum. í solutjaldi Kvenfélagasambands ins voru eingöngu seldir íslensk ir réttir, svo sem grasystingur, skyr og rjómi og flatbrauð með hangikjöti og Mývatnssilungi. Vöktu þessar veitingar forvitni margra. Seld voru merki, borð- fánar og veggskjöldur með mynd eftir Hring Jóhannesson og sérstaklega unnið fyrir há- tíðina. í heild fór þessi 1100 ára þjóð hátíð Suður-Þingeyinga mjög vel fram og er almenn ánægja með hana. Áætlað er að um 4500 manns hafi komið í Laug- ar um helgina. Löggæsla var öflug og umferðarstjórn með ágætum og ekki sást vín á nokkrum manni. í þjóðhátíðarnefnd Suður- Þingeyinga voru Jóhann Skapta sonð formaður, Hróar Björns- son, Baldvin Baldursson, Hólm- fríður Pétursdóttir, séra Sigurð ur Guðmundsson, Hermóður Guðmundsson og Oskar Ágústs son. Framkvæmdastjóri nefnd- arinnar var Arnaldur Bjarna- son. □ Til sölu bifreið, 7-manna Volkswagen rúgbrauð, ekin 48 þús- und mílur. Ný dekk og í góðu lagi. Uppl. í Byggðaveg 122 kl. 17 á föstudaginn. Til sölu 14 manna fram byggður Rússajeppi árg. 1972. Perkins díselvél. Bergvin Jóhannsson Áshóli, sími um Grenivík. Til sölu DAF-bifreið árgerð 1963 ekin 32 þúsund km. Selst ódýrt. Uppl. í símum 24-50 og 21-65, Seyðisíirði. Japað Edox karlmannsúr tap- aðist s. 1. föstudagskvöld við Sjálfstæðishúsið. Finnandi hringi í sírna 2-22-81. Grár og hvítur kettling- ur tapaðist frá Möðru- vallastræti 7. Finnandi er vinsamleg- ast beðinn að koma hon- um lil skila. Fundarlaun. Tapast hefur kettlingur hvítur og grár að lit. Vinsamlegast látið vita í síma 1-17-13. Norsku teinærinsfarnir HRAFN 02 ÖRA 1) HRAPN og ÖRN eru gjöf frá Noregi til íslands í tilefni 1100 ára afmælis íslandsbyggðar. ÖRN er gefinn af þeim 3 bæj- arfélögum, sem hafa verið höfuð- setur í Noregi frá gamalli tíð, Þrándheimi, Bcrgen og Osló, og er það eftir hugmynd írá Norsk- Isl. Samband. Viðtakandi er höf- uðborg íslands, Reykjavík, sá stað- ur, sem talið er að Ingólfur Arnar- son, sagður fyrstur landnáms- manna, hafi byggt. HRAFN cr gefinn af Norges Ungdomslag og fleiri aðilum, og er viðtakarídi Bæjarfélag Húsavík- ur, Sjómannafélag Húsavíkur og Landeigendafélag Laxár og Mý- vatns. Húsavík var fyrir valinu vegna þess, að þar nam maður land á undan Ingólfi, en sá var ekki tal- inn landnámsmaður, vegna þess að liann var þræll. Hét liann Náttfari og stakk af skipi Garðars Svávarssonar, scm er talinn hafa verið hér nokkrum árum á undan Ingólfi. Þar sem bátarnir eru tveir, þá þótti hæfa að annar yrði gefinn á mesta þéttbýlissvæði landsins, en hinn á stað, er minna er þéttbýlt og fólk byggir afkomu sína á land- búnaði og sjávarútvegi. Einnig má í þessu sambandi nefna, að Laxárdeilan hefur vakið mikla athygli í Noregi. Við viljum vekja athygli á, að þessi deila cr gott fordæmi til eftirbreytni í iill- um löndum á tímum, sem mat- vælaskortur er yfirvofandi. 2) Ingólfur Arnarson fé>r frá Fjaler í Sunnfjord 874. Til að minnast ferðar hans liöfum við okkar siglingu frá sama stað. Bát- arnir voru gerðir sjóklárir í Rive- dal, sem var heimabær Ingólfs. Við höfum siglt sömu leið og hann og komum undir land við Ingólfs- höfða. 3) Teinæringurinn var fyrir val- inu, vegna þess, að hann er sú gerð fiskibáta, sem byggður var eftir gamalli hefð, allt frá dögum Ing- ólfs í Áfjord, þar sem bátarnir voru byggðir. í Áfjord hafa verið stundaður skipasmíðar allt frá fyrstu tímum slíkra smíða í Nor- egi. Viljandi var langskip ekki fyrir valinu, vegna þess að við viljum minna á, að meirihluti fólksins, sem myndað hefur kjarnan hjá þessum tveimur þjóðum, var fólk, sem ekki lifði af ránum og ribb- aldaskap, heldur af landinu og sjónum. Talið er, að Áfjord-teinæring- urinn hafi lítið sent ekkert breyst frá J>ví á tímum Ingólfs. Breiða- fjarðar-teinæringurinn íslenski er mjög líkur þessum bátum, og er talið, að með honum hafi Islend- ingar numið land á Grænlandi. Magnar Gilde í Áfjord í Þrænda lögum smíðaði bátana. Leiðengurssljóri er Jon Godal, og einnig höfuðsmaður á Ilrafni. Htifuðsmaður á Erni er Arne Rödsand. Annar mannskapur um borð er víðs vegar að frá Noregi og ís- landi. Mikill hluti áhafnanna eru ákalir náttúruverndarmenn. Á Hrafni eru: Jon Godal, Sig- mund Kvalöj, Hilmar Hauksson, Kjartan Mogensen, Harald Celíus, Odd Björke, Atle Tellnes, Bodil Birkeland. A Erni eru: Arne Rödsand, Karl Georg Höyer, Haraldur Ás- geirsson, Stefán Sigtryggsson, Kjell lfang, Ola Pederscn Erik Rud- ström, Jon Teigland. (Úr fréttatilkynningu fráHrafni og Erni, er bátarnir voru enn í hafi). \ ' -- - -7 - ~^ Annar norsku teinæringanna á lieimaslóðum.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.