Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 8
Daguk AUGLVSINGASÍMI Dagu Akureyri, miðvikudaginn 14. agúst 1974 ASAHI PENTAX sjónaukarnir komnir. Gróðurverndarnefnd SAMKVÆMT þeirri ályktun Alþingis, er samþykkt var á þjóðhátíðarfundi þess á Þing- völlum 28. júlí sl., um land- græðslu og gróðurvernd til minningar um 1100 ára búsetu þjóðarinnar í landinu, var land- búnaðarráðherra falið að setja á fót samstarfsnefnd til að efla samvinnu þeirra stofnana, sem hafa með höndum framkvæmd áætlunarinnar. í samræmi við þingsályktun- ina hefur landbúnaðarráðherra skipað eftirtalda menn í nefnd þessa: Frá Landgræðslu ríkisins Svein Runólfsson landgræðslu- stjóra, irá Skógrækt ríkisins Hákon Bjarnason skógræktar- stjóra, frá Rannsóknastoinun landbúnaðarins dr. Björn Sigur björnsson forstjóra, og frá Bún- aðarfélagi íslands dr. Halldór Pálsson búnaðarmálastjóra. For maður nefndarinnar var skip- aður Jónas Jónsson. □ Sumir koma með góða vclði, aðrir minni, en a ihr ejga ao koma betri mcnn úr veiðiferð. (E.D.) SB mm m f BARNASKÓLAR bæjarins hefja kennslu í byrjun næsta mánaðar. Lundarskólinn nýi, sem er í byggingu bætist nú við og hefst kennsla þar litlu síðar. Skólastjóri er Hörður Ólafsson. Að þessu sinni verður sex ára I ÞEGAR ég hef ekið hringveg- inn um Meirakkasléttu, hafa veiðivötnin vakið sérstaka eftir- tekt, einnig rekinn á fjörunum, æðarvörpin, strjálbýlið, grjótið og gróðurinn. En aldrei var ég svo heppinn að hafa mér til fylgdar kunnugan mann til að fræða mig um það, sem fyrir augu bar. Spurði ég því kunnug an mann, Sigurð Finnbogason í Hrísey, ættaðan og uppalinn á Harðbak á Sléttu, um veiði- vötnin mörgu. Hann sagði efnis lega svo frá um þau: Ég held að það séu 28 vötn á Sléttu, sem fiskur er í. Þjóð- vegurinn liggur að 18 vötnum en 10 eru á öðrum stöðum. Urriðinn er í vötnum á austur- Siéftunni en bleikja að vestan. Ég h'ef aldrei orðið var við urriða vestan við Blikalón, þó er sagt, að hann sé aðeins til. Ef ég byrja syðst á Sléttu austanverðri, er fyrst að nefna Nesvatn, í Höskuldameslandi. Það hefur samgang við sjó, er nokkuð stórt og í því veiðist eingöngu bleikja. "Eggvatnsvatn er í Ásmundar- staðalandi, stórt vatn með sam- gang við sjó. Þar er bleikju- veiði. Ásmundarstaðavatn hjá Ás- mundarstöðum og hefur það samgang við Eggvatnsvatnið en ekki beint í sjó. Ilarðbaksvatn er rétt hjá FLUG7ÉLAG íslands gaf land- græðsluflugvélina Pál Sveins- son og hafa starfsmenn F. í. síðan flogið henni í sjálfboða- vinnu með íræ og áburð. í sumar heíur flugvél þessi fárið 400 ferðir með fræ og áburð og dreift þessu úr lofti yfir gróðurlaus lönd til land- græðslu. Sáð var í 4000 hektara lands í þessum ferðum og 1600 •ý <s> I Skyndihappdrætti FranisóknaríL 1974 $ !. Hraðbátur með ulanborðsvél: tir. 32600. 2. Húsvagn: nr. 18532, 8. Vatnabátur með utanborðsvél: Nr. 22316. '1. Utanlandsferð: Nr. 052. 5. Kvikmyitdavél: Nr. 26169. <í>. 6. J'jald og viðleguiitbúnaður frá Spnnval: Nr. 23999. | 7.—I5.:Myndavélar: Nr. 9890, 1051)9, 10098,21306,22781,23118, | 24587, 25260 og 26002. | 16.-25.: Vörur frá Sportval f. 10 þús.: Nr. 2662, 5656, 13717, I 14386, 16324, 17268, 22334. 22349, 31324 og 32713. % 26.—50.: Vörur frá Sportval t. 5 þús.: Nr. 2-V94, 2814, 4776, 578.3, 1 6999, 9909, 10566, 11766. 14210, 20039, 21406, 22889, 22899, l| 24931, 25662,' 25979, 26923, 28819, 31994, 32602, 35452, 36799, 4^ 37027, 37027, 37028, 39688. — Útdráttur fé>r fram 5. júlí 1974. (Birt án. ábyrgðar). él''?,<?'<?'7><? <•'<*'<?''?xiv><?'<é4''<?<r'<é7'<r'<é<r<*'<?'\<<?'<é<é<é<é<é<*''<?'\:Xí><»'<*'<r'<?'<3<<?'4’’<*'<?\?\-'; velum tonnum frres og áburðar dreift. En auk þess dreifði einhreyfils flugvél Landgræðslunnar tals- verðu magni, eða 800 tonnum fraes og áburðar í 1560 ferðum. Landgræðsluflugvéiin Páll Sveinsson hefur nú lokið störf- um í sumar. Suðvesturlandið hefur notið hennar að stórum meirihluta í sumar, en einnig Þingeyjarsýslur. □ Harðbak. Þar er mest urriði en bleikja er joar þó einnig. Það hefur ekki samgang við sjó, en hins vegar hefur það samgang við Hraunhafnarvatn, sem er vestan við, og Hraunhafnavatn hefur samgang við sjó Hraunhafnarvatn er milli Skinnalóns og Harðbaks, langt vatn, líklega 5—6 km langt. Þar veiðist einkum urriði en einnig ögn af bleikju Þetta vatn er opið í Skinnalónslón og hefur því samgang við sjó. Litlaæðarvatn og Stóraæðar- vatn eru veiðivötn og ekki opin til sjávar, en hafa. samgang við Hraunliafnarvatn. Þá er Ilestvatn, sem er lokað vatn og veiðist í þvi urriði. Eins er með Hólavatn, að það er lok- að og veiðist einkum bleikja í því vatni. Þá kemur Blikalónsvatn, opið í sjó og þar veiðist bleikja. í Sigurðarstaðavatni er einnig bleikjuveiði og vatnið opið í sjó fram. Suðurvatn er hjá Oddsstöð- um, opið í sjó og stundum fullt af bleikju. Þrjéi önnur veiði- vötn eru í Gddsstaðalandi. Þá er Kötluvatn og þar er ljómandi falleg bleikja. Þar var áður svo til engin veiði, en svo fór sjórinn að ganga inn í vatn- ið og síðan er þar góð veiði. Os er þarna enginn. En sjór mun ganga inn í vatnið í stór- brimi. Hávarðsvatn er hjá Grjótnesi. Það vatn hvgg ég ekki vera opið í sjó. En silungur hefur gengið þangað úr Kötluvatni og hefur merktur silungur sannað það með því að ganga á milli. Mun undirgangur vera á milli vatn- anna, og munu ]>ó vera um 7 km á milli þeirra. Brunavatn er inn við Leir- höfn og eru þá þau vötn talin, sem liggja við þjóðveginn og ströndina, og er veiði í þeim öllum. Þá er að nefna þau vötnin, sem vegurinn liggur ekki að og er þá fyrst að nefna Deildar- vatn, og er þar góð veiði, bæði bloikja og urriði. Úr því rennur Deildará, sem er laxá. Raufarliafnarvötnin eru tvö og veiðist þar urriði, ennfremur í Djúpavatni, en þar er bleikja. Selvatn og í því er urriði, og í Olafsvatni er urriði. Rifsæðar- vötnin þrjú talsins og er veiði í þeim öllum. Á liggur úr þess- um vötnum í Hraunhafnarvatn. Að síðustu er svo Hvanna- brekkuvatn og er veiði í því. í vötnunum út við ströndina er eitthvað veitt, flestum eða öllum, en síður eða ekki í þeim vötnum, sem óhægara er að komast að. Fyrrum fóru menn þangað með net og veiddu þá slatta í einu, sagði Sigurður að lokum. Af þessari upptalningu er ljóst, að gnægð vatna er á Sléttu. Líklega liefur engin rannsókn farið fram á því, hvað gera megi iyrir þessi vötn til að gera jjau mjög arðbær stang- veiðivötn. Sagt er, að slík mergð silungs sé í sumum þessum vötnum, að hann nái eklci þroska. Skipta má um stofn ef það þætti hentugra. Á sumum stöðum væri sennilega auðvelt að auðga vötnin með sjó, í þeim rrise.li, sem hent.a þætti o. s. ,frv. En naumast fer það milli mála, að rannsókna er joörf, og líklegt er, að vötnin á Sléttu gefi mik- inn arð, þegar þau hafa hlotið rétta meðferð fiskiræktar- manna. □ börnum gefinn kostur á kennslu í barnaskólum bæjarins, en sú kennsla mun ekki hefjast fyrr en síðar, sennilega í lok septem- bermánaðar. í barnaskólum bæjarins verða mun fleiri nemendur í vetur en nokkru sinni fyrr. Mikil breyt- ing verður á kennaraliði skól- anna, en vonir standa til að unnt verði að ráða nægilégt stáríslið. Gagnfræðaskólinn mun hefja starf 20. september og verður að venju þétt setinn. Auglýst hefur verið eftir nýj- um skólastjóra við Tónlistar- skóla Akureyrar, en Jakob Tryggvason, sem stjórnað hefur skólanum í nær aldarfjórðung, sagði starfinu lausu. Hann er 67 ára. Umsóknir um stöðu þessa hafa þegar borist og von á öðr- um. í fyrrakvöld var svo Jón Hlöðver Áskelsson ráðinn skóla stjóri Tónlistarskólans. Aðrir umsækjendur voru frú Soffía Guðmundsdóttir, Akureyri, og Einar Logi Einarsson, Reykja- vík. Samkvæmt nýju grunnskóla- lögunum er gert ráð fyrir, að settar verði á stofn fræðsluskrif stofur í hverju kjördæmi, undir yfirstjórn íræðslustjóra og fræðsluráðs. Fjórðungsþing Norðlendinga, sem haldið verð- ur í þessum mánuði, mun vænt- anlega kjósa fræðsluráð fyrir Norðurlandskjördæmi eystra og Norðurlandskjördæmi vestra og ákveða hvar fræðsluskrifstof- urnar verða. Þær munu hafa á hendi ýmis þau störf og ákvörð- unarrétt, sem áður var í hönd- um menntamálaráðuneytisins í Reykjavík. □ AGUR ltemsir næst út miövikud. 21. ág. GRÆNMF.TISVERSLUN land- húnaðarins heíur lalið eyfirsk- um bændum stofnræktun kart- öflu-útsæðis mörg unaanfarin ár. Er það gert vegna þess, aö hér nyrðra eru kartöflur heil- birgðari, því heppilegri til út- sæðis og þ :im síðan dreift víða um land. Afbrigðin, sem hér við fjörðinn oru ræktuð eru: Rauð- ar íslenskar og.gullauga. Enn- fremur Helga og bintjé. Kartöflurnar eru ræktaðar í Grýtubakkahreppi, Svalbarðs- strönd og Ongulsstaðahreppi. Alls var sett niður úr 500 pok- um (50 kg) L vor og ræktunar- landið er 23—24 hektarar. Ingólfur Davíðsson grasafræð ingur hefur annast heilbrigðis- eftirlit þessarar ræktunar. Hann var í skoðunarferð fyrir helgina og taldi hann sprettuhoríúr óvonjugóðar, sprettan um þrem vikum fyrr en venjulega. Garð- arnir væru nú að mestu lausir við arfa, enda aríalyf tekin í notkun í vaxandi mæli. Hinar ágætu sprettuhorfur í kartöflugörðum, þar sem stofn- ræktun útsæðisins fer fram, gildir að sjálfsögðu fyrir aðra kartöfluakra á þessu svæði. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.