Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 14.08.1974, Blaðsíða 5
4 5 Skriístofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðamiaður: ERLINGUR DÁVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. STJÓRNARKREPPA FREGNIR berast af ágætum afla- brögðum og góðum heyskap. Fram- kvæmdir um and allt eru í fullum gangi og atvinna næg fyrir alla þá, sem unnið geta, þótt nokkrar tafir hafi orðið á vegna sumarleyfanna. Hvar sem farið er, hlasir velmegunin við. Kaupgeta almennings hefur aldrei verið meiri en nú og fólk hef- ur getað veitt sér meira af ýmiskonar lífsins gæðum en áður. Þessu ber að fagna og að því vinna, að góð lífs- kjör og framfarir megi haldast. En margt bendir til, að aukin hag- sæld og verklegar framkvæmdir, frá því sem nú er, þurfi nú biðtíma. Verðfall íslenskra afurða á erlendum mörkuðum, gífurlegar verðhækkanir erlendra vara, láta sig ekki án vitnis- hurðar í íslensku efnahagslífi og hlýtur fyrr en síðar að snerta hag landsmanna. Alþingi hefur enn ekki getað myndað meirihlutastjórn, eftir síð- ustu kosningar, og bíða mörg og erfið verkefni aðgerða þings og nýrr- ar stjórnar. Almenningur hefur fylgst með stjórnarmyndunartilraun- um formanna tveggja stærstu þing- flokkanna, sem ekki er lokið, því nú reynír á, hvort þessir tveir flokkar geta unnið saman að lausn aðkall- andi úrlausnareína, eftir að tilraunir vinstri flokka vom reyndar til þraut- ar án árangurs. Svo mun flestum farið, að á meðan atvinna er mikil og góð, em flestir ánægðir. Þó heyrast æ oftar þær radd- ir, sem óska bæði skjótra og djúp- tækra efnahagsaðgerða, þótt lífskjör- in veiði í einhverju skert. Og enn vona menn, að Alþingi takist að mynda ábyrga meirihlutastjórn, sem almenningur geti borið traust til. □ HUG- OG SKILNINGARVIT IIUGVIT mannsins virðast lítil tak- mörk sett. Það hefur gert náttúruna manninum svo undirgefna, að liefur vart verið gætt hófs í viðureigninni. Maðurinn eys af auðlindum jarðar og treður á náttúrunni. Mikill hluti vestrænna manna er orðinn svo sam- gróinn þéttbýli stórborganna, að hann hefur tapað hæfileikanum til að njóta óspilltrar náttúru, enda fækkar þeim óðum, sem vinna fyrir daglegu brauði með rækiun lands. Skilningarvitin, sem í upphafi voru yndi og munaður mannlífsins, fá ekki notið sín í steinsteypulífi stór- borganna. Við fögnum því hér á landi, að vera ekki enn seldir undir þessa sök, og við eigunt að njóta náttúmnnar af heilum og opnunt huga. □ HÉR höldum við enn áfram, þar sem í síðasta blaði var frá horf- ið og ljúkum nú ferðasögu. Oft kom mér þakklæti í huga til þeirra mörgu, sem merkt hafa bæi sína við heimreið. Þetta er einkar góð og skemmti- leg þjónusta við ferðafólk. Þyk- ist ég vita, að margir sendi hlýj- ar kveðjur heim til fólksins, er þeir aka hjá garði. Hitt er um- h'ugsunarefni, hvers vegna stór- ár eru ekki merktar með nafni við brýr þær, sem yfir þær liggja, og ennfremur hve fá hreppa- og sýslumörk maður sér á þessari „veraldarreisu“ umhverfis landið, eins og það er kallað, þótt maður aki aðeins hringveg urn það en auðvitað ekki umhverfis það, en það gera sjómenn og einnig sumir vatna- búar. Á hringveginum eru nokkuð margar holur og reynir á leikni ökumarins að sneiða hjá þeim öllum. Stundum hrökkva blóts- yrði af munni þegar þetta tekst miður en ætlað var eða reynist ógerlegt með öllu. Hafa ber þó hitt í huga, að vegakerfið á ís- landi er nánast þrekvirki, þótt landið sé talið vanþróað í vega- málum, þegar miðað er við þétt- býl lönd í austri og vestri, sem íslenskir ferðamenn þekkja og bera saman við okkar vegi. En þegar rætt er um þrekvirki í þessu efni, verður að taka fólks- fjölda og landstærð með i reikn- inginn. Án þess að hafa hand- bærar tölur þessu til sönnunar, má fullvíst telja, að fáir leggi meira til vegamála en Ísíending ar, miðað við hvern íbúa. Um nýju brýmar á söndum Suðurlands og vegagerðina miklu, sem lokaði hringvegin- um eftir ellefu alda búsétu í landinu,- er endalaust hægt að ræða. Það má til dæmis velta vöngum yfir því hvort 850 milljónir króna í þessa sam- göngubót væru þar betur komn- ar en slitlag á aðalveg frá Akur- eyri til Reykjavíkur, sem er að- kallandi framkvæmd. Stóru brýrnar eru kallaðar afrek í allri framkvæmd, svo og hinir voldugu varnargarðar. Þetta mun ofrnælt þótt fram- kvæmdin sé myndarleg. Það var meira afrek, sem fólkið vann á ellefu fyrri öldum, að komast yfir allar þessar for- ljótu, hættulegu og síbreyti- legu stórár, sem stundum voru í slíkum ham, að þar komst eng- inn nema fuglinn fljúgandi. Því miður eru þessi mannanna verk ekki svo traust, að nokkur geti treyst varanleik þeirra í jökul- hlaupum. En nokkur von er til þess, að það verði þá varnar- garðarnir og vegirnir, sem bresta fyrr en brýrnar og það er til nægur vélakostur að ýta upp nýjum vegum á söndunum. Margar hetjusögur manna og hesta hafa til orðið við jökul- vötnin, ennfremur slysfarir. Nýr vegur gerbreytir lífi fólksins á þessu svæði og auðveldar lífs- baráttu þess að mun. Hinn 14. júlí, á þriggja ára afmæli vinstri stjórnarinnar, var hringvegurinn vígður og foi-mlega opnaður með sam- komu við Skeiðarárbrúna nýju. En vega- og brúagerðir á Skeið- arársandi hafa staðið í 21 mánuð. í Landnámu greinir frá Þor- gerði er nam Oræfi, sem þá nefndist Ingólfshöfðahverfi og reisti hún bú á Hvalfelli, en maður hennar hafði andast í hafi á leiðinni til íslands. Þor- gerður helgaði sér land, eins og konur urðu að gera, með því að leiða tvævetra kvígu umhverfis það sólsetra á milli. Barnabörn Þorgerðar voru Þuríður hof- gyðja og Þórður Freysgoði. Nýja brúin á Skeiðarársandi er rösklega 900 metra löng. En alls eru brýrnar á þeirri rúm- lega 60 km leið, sem er sá hluti hringvegar um landið, sem gerð ur hefur verið með myndarlegu átaki síðustu árin, 2002 metra langar og varnargarðar 17 kíló- metrar. Kostnaður við þessar framkvæmdir eru áætlaðar 850 milljónir króna. Um morgunin gerðist það svo í Skógum, að Björn varð fyrir líkamsárás. Var hann að opna útihurð skólahússins er það bar til, að náungi einn vildi þar einnig út ganga, en félagi minn tafði för hans. Björn er bæði stór og sterkur og fyrrum lög- regluþjónn, en árásarmaðurinn var aðeins tveggja ára, en vel knár eftir aldri og efnilegur, þótt leikurinn væri ójafn. Eftir þetta skoðuðum við minjasafnið undir leiðsögn Þórð ar safnvarðar og héldum svo enn í vesturátt og vorum brátt komin vestur að Markarfljóti. Ég var við vígslu Markarfljóts- brúar árið 1934. Þá var brúin einstakt mannvirki. Nú sýnist hún dálítið gamalleg orðin, en hefur dugað vel til þessa. Sá, sem aldrei hefur búið við óbrúuð stórfljót, eða þurft að ferðast yfir þau á hestúm eða bátum, mun vart sþilja þau nýju viðhorf, sem nú hafa orðið í samgöngumálum syðra. En þegar komið er að Markar fljóti, þar sem Skarphéðinn stökk íyrrum milli skara, opn- ast hið mikla undirlendi. Markarfljót hafði allar götur til 1934 verðið óbrúað forað og ákaflega erfitt yfirferðar vegna straumþunga og sandbleytu, og ' það steyptist um sandana hér og þar eftir duttlungum sínum hverju sinni, rann auk heldur í Þverá og gerði hana að skað- ræðisá, sem eyðilagði tugþús- undir hektara lands framan við Fljótshlíðina og braut auk þess upp sjálf túnin hjá Hlíðarbænd- unum. Man ég vel hvernig um- horfs var fyrir 40 árum, því ég fór með öðru fólki ríðandi frá Fljótshlíð að Markarfljótsbrúar- vígslu, fyrst yfir Þverá, sem var á síður og síðan yfir aura og sanda. Nú fór ég svipaða leið eftir akvegi og sá breytingu þá, sem orðin er. Þar er ræktun hafin, Þverá fær ekki lengur eyðingarafl frá Markarfljóti, en er lítil og saklaus árspræna, samsafn lækjanna mörgu í Fljótshlíðinni. Markarfljót var hindrað með heljarmiklum varn argarði frá Fljótshlíðinni og alla leið fram að Markarfljótsbrú og lengra þó. Byrjað var á þessu mannvirki á meðan hestar og hestakerrur voru skjótvirkustu tækin til slíkra hluta, en síðan komu bifreiðar, vélskóflur, jarð ýtur og grjótnámstæki — og varnargarðurinn verndar stórt land, sem nú hefur gróið upp. Það var Jónas Jónsson frá Hriflu, sem mjög hvatti Rang- æinga til að hefjast handa og þeir lágu ekki á liði sínu eftir að þeir höfðu ákveðið að verja jarðir sínar og búskaparaðstöðu. Þessi akvegur frá Markar- fljóti upp eða norður í Fljóts- hlíðina, liggur upp að túninu á Árkvörn. Ég hugsaði hlýtt til Sigurðar bónda á Barkarstöð- um nokkru innar, gamals kunn- ingja, og við skoðuðum garðinn fræga í Múlakoti, sem segir sína sögu um eina merkustu garð- yrkjukonu landsins. Neðan við Hlíðarenda, þar sem fornkapp- ir.n Gunnar og kona hans Hall- gerður bjuggu búi sínu eina tíð, námum við staðar. Á Hlíðar- endakoti, þar sem oft var í Koti kátt, hefur Þórsteini Erlings- syni verið reist stytta og á Tumastöðum er risin myndar- leg skógræktarstöð. Alltaf er eitthvað dularfullt við hellana. Þeir eru margir á Suðurlandi, og eru mér sérstak- lega minnisstæðir nokkrir undir Eyjafjöllum, sem notaðir hafa verið og eru jafnvel enn, sem fjárhús og heyhlöður. En það eru einnig margir hellar í Rang- árvallasýslu og er e. t. v. ekki alveg ljóst hverjir eru af manna höndum ger'ðir og hverjir nátt- úrlegir, nema hvort tveggja sé. En hellar þessir eru í þykkum sandsteinsjarðlögum og tiltölu- lega auðvelt að grafa þá út, enn- fremur að stækka og breyta hellum, sem fundist hafa í þess- um sandsteinslögum. Suriiir hell anna eru krotaðir innan og hafa menn getið sér þess til, að til forna, og áður en sú íslands- saga, sem okkur er kennd, hófst, hafi hellar þessir verið bústaðir Papanna. Vestar er sá hellirinn, sem búið var í fram á þessa öld, og kannast þeir vel við hann, sem farið hafa Lyng- dalsheiði. Þegar komið var vestur að Sámsstöðum, þar sem. ég fyrr- um dváldi eitt ár við nám og störf við jarðrækt og tilraunir hjá Klemens Kristjánssyni, hin- um landskunna kornræktar- Bændur byggðu kapcllu í minningu Jóns Steingrímssonar. (Ljósmyndirnar tók E. D.) sinni og svefni og kært til um- sjónarmanns. Voru konurnar síðan burt reknar og söngur þeirra hljóðnaði er þær hurfu út í blauta nóttina. Sjötta dag ferðarinnar skoð- uðum við Þingvöll, fórum nýja Gjábakkaveginn þangað, en héldum svo til Borgarfjarðar um Uxahryggi. í Borgarfirðinum er mikið veganet og auðvelt að villast á vegum þótt víða séu þeir merkt- ir. En það er ekki nema gaman að fara dálitla króka í því stóra og fagra héraði, þegar tíminn er ekki mjög naumur. Að Munaðar nesi komum við til dæmis og fengum okkur hressingu á góð- um veitingastað- En umhverfis standa snyrtileg og þægileg orlofshús opinberra starfs- manna í skógivöxnu umhverfi, örskammt frá hinni fiskisælu Norðurá. Við komum einnig að Deildar tunguhver og skoðuðum þenn- an risa meðal hvera. Þar eru mikil gróðurhús, en mest af manni, námum við einnig stað- ar. Þar er nú kominn skógur, sem áður var berangur. Neðan við Sámsstaðaland rennur áður- nefnd Þverá. Þar við ána fann ég fyrrum bruggstöð með öllum tækjum í tveim her-bergjum, gröfnum inn í sandstein við ána. Yfir henni vakti ég heila vor- nótt þar til yfirvöldin komu á vettvang, rannsökuðu fram- leiðslu og töluðu við framleið- endur í styttingi. Það var Klemens á Sáms- stöðum er fyrstur manna byrj- aði að rækta nytjaplöntur á eyðisöndum og árangurinn varð góður. Korntegundir þroskuð- ust þar fyrr en í moldarjarðvegi og sandarnir gátu einnig orðið að arðgæfum töðuvelli. Fyrir hálfum öðrum áratug hófust svo bændur handa um túnrækt á söndunum. Á einum sta'ð, raun- ar fyrr í þessari ferð, höfðum við tal af tveim bændum, sem voru að hefja slátt á 80 hektara sandtúni, ágætlega sprottnu. Það var í Suðursveit. Fimm bændur áttu túnið og ræktuðu það í félagi. Á öðrum stað voru tíu bændur með 120 hektara sandtún. Hvernig var þetta land áður en þið ræktuðuð túnið? spurð- um við fyrrnefnda tvo bændur. Það var svona, svöruðu þeir og bentu á svartan og algerlega gróðurlausan sandinn til hliðar. Þessi tún höfðu flest árin skilað mikilli uppskeru. Hinir miklu sandar á Suður- landi eru í rauninni alveg yfir- þyrmandi. Grænu skákirnar, sem eru auðvitað hverfandi litlar, sýna þá mikla möguleika, sem í söndunum búa, svo fram- arlega að náttúruöflin hlífi þar ræktun við stóráföllum. Á þessmn fimmta degi ferðar- innar, sem var veðurblíður eins og aðrir dagar ferðarinnár, kvöddum við hina eiginlegu Fljótshlíð og héldum vestur á Hvolsvöll, sem er orðinn stór staður og hvarvetna verið að byggja hús. En þar var mikil mold, mikil umferð og mikið ryk. Ekki langt þar frá sá ég mann bogra í kartöflugarði og fannst ég kannast við baksvip- inn. Reyndist þetta vera minn gamli húsbóndi, Klemens á Sámsstöðum, sem byggði sér' í ellinni nýbýlið Kornvelli og unir þar vel hag sínum, nú að verða áttræður og stundar enn- þá ræktunarstörf af sama áhuga og fyrrum. Ekki var heyskapur mikið á veg kominn þegar við fórum um Suðurland í júlíbyrjun. En bændur hafa tileinkað sér þá galdratækni nútímans, að þeir heyja ræktuð lönd sín á hálfum mánuði þegar vel viðrar og eru næstum jaínokar Sæmundar í Odda við heyskapinn. Áfram var haldið en lögð lykkja á leiðina, upp að Keld- um. Þangað koma margir því staðurinn er sögufrægur. Þar er gamall torfbær og gömul kirkja. Engar sá ég mýrarkeld- urnar, en tærar uppsprettur eru þar. Ég ræddi við bónda á hlað- inu, enda lítill áhugamaður um torfbæi, en samferðafólki'ð hvarf inn í gamla bæinn til gamla tímans. Veit ég ekki hver fróðastur varð af stuttri dvöl á Keldum. Selfoss og Hveragerði voru næstu viðkomustaðir. Á fyrr- nefnda staðnum drukkum við kaffi en á hinum síðara heim- sóttum við Þórhall og Stein- unni, garðyrkjufólk, og fengum gómsæt vínber í nesti, síðan Snorra Pálsson, múrarameistara og konu hans, en ókum að því búnu til Laugarvatns og gistum þar. Á Laugarvatni voru tjöld í tuga ef ekki í hundraðatali og hjólhýsi voru þar fjölmörg, svo Klemens Kristjánsson. vart varð tölu komið á þetta stöðutákn nútímans. Um kvöld- ið var allt með friði og spekt, að því er séð varð. En snemma næt ur losaði sætlegur söngur svefn okkar. Voru þar konur nokkrar, sem sungu undir gluggum okk- ar. Fer vel á því, að sú breyting verði á með nætursöng undir gluggum, að konur annist hann að nokkru í stað þess að þetta sé algerlega bundið hinu sterka kyni. Söngurinn var alveg prýði legur, en einhverjir munu hafa talið þetta raska um of næturró heita vatninu rennur burt ónot- að, en fyrirhuguð varmaveita til Borgarness og Akraness frá Deildartunguhver. Ur Borgarfirðinum ókum við sem leið liggur norður yfir Holtavörðuheiði til Reykjaskóla í Hrútafirði og gistum þar. Álfatrúin er enn vakandi hér á landi og mun eiga sér fleiri játendur en menn ætla. Fjöldi þjóðsagna eru til um álfana og sumt núlifandi fólk ber engan kinnroða fyrir að segja frá því, að það hafi í barnæsku leikið sér með álfabörnum. f Þjóðsög- um Jóns Árnasonar er því þald- ið fram, að.annað nafn á álfum sé huldufólk og raunar fleiri nöfn, en sumir greina þetta á annan veg. Um uppruna álfanna vita menn líklega lítið meira en það, að einhverju sinni kom guð almáttugur til Adams og Evu. P’ögnuðu þau honum og sýndu honum allt innanstokks og enn- fremur sýndu þau honum þau börn sín, sem tími hafði unnist til að þvo, en hin faldi Eva og vildi ekki láta guð sjá þau óhreinu. Þetta vissi guð og seg- ir: Það sem á að vera hulið fyrir mér skal verða hulið fyrir mönnum. Óhreinu börnin urðu síðan mönnum ósýnileg, hafa síðan búið í holtum og hæðum, hólum og steinum. Þaðan eru álfarnir komnir, en mennirnir Pósthestalestin varð á vegi okkar í Húnaþingi. ;<í li Háa komnir af þeim börnum Evu, er hún sýndi guði. En þrátt fyrir ósýnileikann, eru ýmsir menn gæddir þeim hæfileikum, að sjá fleira en aðrir sjá og ófreskir sjá afkom- endur óhreinu barnanna, álfana eða huldufólkið. Fjöldi örnefna bendir á trú manna á tilvist álfa frá fornu fari. Þegar ferðast er um landið virðast manni ýmsir staðir eins og sjálfsagðir bústaðir álfa, séu þær verur á annað borð til. Meðal hinna mörgu sagna um samskipti manna og álfa, er úr Mýrdalnum. Bóndi einn stund- aði róðra við Dyrhólaey. Einu sinni kom hann úr róðri, lenti í hálfdimmu, var á ferð yfir mýr- ar og kom að manni, sem misst hafði hest sinn þar niður og náði honum ekki upp. Ekki þekkti bóndinn mann þennan en hjálpaði honum og náðu þeir upp hestinum. Sá ókunni segir þá: Ég er nábúi þinn því ég bý inni í Hvammsgili og kem frá sjó eins og þú, en svo er ég fátækur, að ekki get ég borgað •þér þetta handtak eins og mak- legt væri. Síðan sagði hann bóndanum, að sjá skyldi hann til þess, að hann færi aldrei for- gefins ferð til sjávar, ef hann færi ekki fyrr en hann sæi til sín. Bóndi þakkar honum þetta ráð. Liðu svo þrjú ár og fór sem ætla mátti. En þá bar svo til í blíðskaparveðri, að bóndi fór snemma á leið til sjávar, beið nágranna síns um hríð, en leidd ist svo biðin og fór. Allir voru farnir á sjó er bóndi kom til sjávar óg komst hann ekki á sjó. „Þann dag barst öllum skip- unum á.“ Næstu nótt dreymdi bónda nágranna sinn, er tjáði honum, að hann myndi ekki sjá sig oftar, þótt hann hefði bjarg- að honum í þetta sinn. Á Stað í Hrútafirði bar það til tíðinda, að þar var póstlestin á ferð og hafði viðkomu á þeim stað, sem áður hittust sunnan- og norðanpóstar. Undir póst- koffortum voru 20 hestar. Farar stjóri var Þorlákur Ottesen, en pósturinn var Kristján Þorgeirs son, í búningi póstmanna og með þeim voru fjórir aðstoðar- menn. Hesatr voru margir, vel til skiptanna sýndist mér og flestir fallegir. Lest þessi, sem vakið hefur mikla athygli, var á leið til hins mikla móts hesta- manna á Vindheimamelum í Skagafirði og kom hún þangað á laugardaginn og vakti hvar- vetna athygli fólks. Þorlákur fararstjóri er áttræður og Rauð- ur hans 21 ára og voru ellimörk á hvorugum þeirra. Til Hvammstanga skruppum við. Loks er farið að byggja þar í verulegum mæli. Þangað er komið heitt vatn og gjörbreytir það lífi fólksins. Við skruppum fram í Miðfjörðinn, því að við höfðum þar ekki áður komið. Laxveiðimann sáum við þar við litla en fallega á og kostáði veiðileyfið 12.500 krónur á dag. Húnaþing' skartaði sínu feg- ursta og auðvitað fórum við að Bjargi þar sem Ásdís Grettis- móðir var gerður veglegur minnisvarði og afhjúpaður á þjóðhátíð Húnvetninga. Minnis- merkið er mikill steindrangur, er stendur á hárri klettaborg. Fjórir áletraðir skildir, sinn á hverri hlið ferstrends drangs- ins, ásamt greyptum myndum, segja brot úr Grettissögu. Á Blönduósi nutum við gest- risni Sveins mjólkurbússtjóra og konu hans og héldum svo heim. Sjöundi dagur ferðarinn- ar var á enda og þar með hring- ferðin um landið. Áður en við lögðum af stað, álitum við þessar dagleiðir stuttar og að tíminn til skoð- unar yrði rúmur. Þetta fór á annan veg. Að ferðalokum eig- um við óteljandi myndir, sem ^.Í.w.Lií.'iíá Ferðafélagar mínir við gamla bæinn í Skóguni, ásamt Þórði safn- vcrði, sem cr Iengst til hægri. auðvelt er að kalla fram í huga sér. Maður gerir sér einnig hug- myndir, réttar eða rangar og auðvitað mjög ófullkomnar, um mannlífið á hinum ýmsu stöð- um. Hver bær á sína sögu og fólkið sem þar býr á sínar sog- ur, flestar óskráðar. Sjö daga hringferð er skemmtileg og lær- dómsrík. Að henni lokinni skil- ur maður betur en áður hve óendanlega mörgu er hægt að kynnast, bæði landinu og fólk- inu, ef tími vinnst til, og auð- vitað væri mánaðarferð miklu árangursríkari. En tími ferðafrásagna er raun ar liðinn að mestu og því er þetta þegar orðið of langt mál, enda ekki frá stórviðburðum eða mannraunum að segja. Svo margt hefur þó vakið forvitni mína í þessari stuttu ferð og svo margar svipmyndir fyrir augu borið, að nánari kynni af landshlutum og fólki eru í raun og veru alveg sjálfsögð, vinnist - Boðlilaupið mikla (Framhald af blaðsíðu 1) lengdin, sem hlaupin var, var 128 kílómetrar. Blíðskaparveð- ur var í Skagafirði á meðan hlaupið stóð yfir. Þess má geta, að fyrr í sumar fóru 50 ungmennafélagar úr Skagafirði heim að Hólum og gróðursettu þar um 6500 trjá-' plöntur, undir stjórn Sigurðar Jónassonar skógarvarðar. Sú ferð var einnig farin til að minnast landnámsins. G. Ó. - Forsetaskipti (Framhald af blaðsíðu 1) vestra. Þá gekk hann fyrstur Bandaríkjaforseta í gegn um þann hreinsunareld, að fjöl- mennt strafslið bandarísku leyniþjónustunnar k a n n a ð i starfsferil hans gaumgæfilega, bæði hin opinberu mál og einka mál, og þótti þar allt benda til heiðarleika í lifi og starfi. Gerald R. Ford og kona hans, Elísabet, eiga þrjár dætur og einn son??? □ BIKARKEPPNI F.R.Í. BIKARKEPPNI F.R.f. í 2. deild fer fram hér á Akureyri á laug- ardaginn og hefst kl. 2 e. h. Keppt verður í 8 greinum kvenna og 11 garlagreinum. Þátttökutilkynningar þurfa að berast Haraldi Sigurðssyni í síðasta lagi á fimmtudagskvöld. Sími hans er 12322. □ til þess nokkur tími. Vona ég svo að sem flestir geti notið hringvegarins, kynnst hinu dá- samlega landi sínu betur en áður, annað hvort nú í sumar eða næsta sumar Svo furðulegt og undrafagurt er landið, að manni getur ósjálfrátt dottið í hug, hvort allt það, er fyrir auga ber, sé af þessum heimi. E. D. SJÖTÍU DÆMDIR ÁSGEIR Friðjónsson rannsókn- arlögreglumaður hefur frá því skýrt, að 70 manns hafi verið dæmdir fyrir neyslu eða sölu ávana- og fíknilyfja. Ásgeir sagði ennfremur, að alltaf bær- ist nokkuð af fíkniefnum frá herstöðinni, en einnig væru þess mörg dæmi, að íslendingar selji þeim varnarliðsmönnu n þessa vöru. Þá sagði lögregi - maðurinn, að sporhundur sá, sem notaður hefur verið við leit fíknilyfja, hefði reynst mjög vel, og svo virtist, að eitthvað hefði dregið úr neyslu ávana- og fíkni lyfja, þótt ekki væri gott að full yrða að sú þróun yrði varanleg. KAFBÁTUR TIL AKUREYRAR ÞAÐ er ekki á hverjum degi að kafbátar heimsæki Akureyri og er kannski jafn gott. Hins vegar munu bæjarbúar eiga þess kost dagana 23.—26. ágúst að sjá kaf bát við bryggju í bænum. Beðið hefur verið um viðlegupláss fyrir 44 metra langan, danskan kafbát frá konunglega danska hernum. Á kafbátnum er 21 maður, og mun þessi ferð talin æfingasilging. □ Erlendir togarar 76 LANDHELGISGÆSLAN lét telja erlenda togara hér við land í fyrradag og reyndust þeir 76 talsins, þar af 60 breskir á veið- um fyrir Norðurlandi og Suð- vesturlandi, allir að veiðum sam kvæmt heimild. Tveir vestur- þýskir togarar voru að ólögleg- um veiðum við Reykjanes. Á mánudagskvöldið var klipp unum beitt á ný á miðunum. Þá kom varðskip að togara frá V.- Þýskalandi að ólöglegum veið- sinn ekki nægja að stugga veiði um á Halanum og lét sér í þetta þjóf út fyrir 50 mílna mörkin, heldur klippti frá honum vörp- una. Litlu síðar fannst varpa á þessum slóðum, ólög'lega búin, klædd með smáriðinni nót. Q 4

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.