Dagur - 06.11.1974, Blaðsíða 5
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Símar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Björnssonar h.f.
HITAVEITA
FUNDARGERÐIR Hitaveitunefnd
ar Akureyrarkaupstaðar voru ræddar
á bæjaistjórnarfundi í gær. í þeim
kemur meðal annars fram:
í skýrslu Jarðhitadeildar Orku-
stofnunar, sem er jarðfræðileg um-
sögn um jarðhitasvæðin í S.-Þing.
með tilliti til liitaveitu fylir Akur-
eyri, segir, að vænlegustu staðirnir
séu Kroflusvæðið og Hveravellir í
Reykjaliveifi. En fleiri hugsanlegir
möguleikar eru þar einnig nefndir,
en þar vantar þó meiri rannsóknir.
Hitaveitunefnd óskar eftir heimild
bæjarstjórnar til að leita eftir láni
úr Orkusjóði til rannsókna og til-
raunahorunar í Reykjahverfi og taka
upp samninga við Orkustofnun um
framkvæmd rannsókna á svæðinu
næsta vor. En fullnaðar vitneskja um
nýtingarmöguleikana liggja ekki
fyrir fyrr en meiri boranir hafa verið
gerðar á svæðinu. Þá óskar Hita-
veitunefnd einnig eftir heimild
bæjarstjórnar til að leita eftir fjár-
veitingu á fjárlögum ríkissjóðs 1975
til þessara rannsókna.
Ennfremur kemur frarn í þessum
fundargerðum, að Hitaveitunefnd
hefur rætt við Náttúruverndarnefnd
S.-Þing., sem kvaðst mundu taka vin-
samlega á þessu máli og ekki standa
í vegi fyrir þessari framkvæmd, en
hins vegar bæri henni að gæta nátt-
úruverndarsjónarmiða og væri henni
þá efst í liuga, að ekki yrði um að
ræða röskun á Ystaliver, samfara
hugsanlegum framkvæmdum.
Þá hafa farið fram viðræður við
Hitaveitunefnd Húsavíkurkaupstað-
ar og í því sambandi lögðu fulltrúar
Húsavíkur áherslu á, að þeim bæri
að gæta hagsmuna Húsavíkur, sem
þeir kváðu hafa rétt til frekari bor-
unar á Hveravöllum, og töldu sig
ekki reiðubúna til að taka afstöðu
til hitaveitu frá Hveravöllum til
Akureyrar.
Hitaveitunefndin ræddi við land-
eigendur í Reykjahverfi, þar sem
allir nema tveir voru mættir. Land-
eigendur töldu eðlilegast, að þeir
allir yrðu, ásamt Garðræktarfélagi
Reykhverfunga, aðilar að samkomu-
lagi við Akureyrarbæ og kváðust
mundu taka samningsuppkast til vin
samlegrar athugunar, en það hafði
áður verið gert á milli stjórnar Garð-
ræktarfélagsins og Hitaveitunefnd-
arinnar. Þetta uppkast er nú til
athugunar bæði hjá Akureyraibæ og
landeigendum.
Ekki verður annað séð, en að und-
irbúningur hitaveitu fyrir Akureyri
fari skynsamlega fram og í fullu sam-
ráði við alla þá aðila, sem hagsmuna
eiga að gæta, ef til framkvæmda
kemur. □
Bændaklúbbsfundur um filraunamál
B Æ N D A KLUBB SFUNDUR
var haldinn að Hótel KEA
mánudaginn 28. okt. sl. For-
maður Búnaðarsambands Eyja-
fjarðar, Sveinn Jónsson, setti
fundinn og bauð fundarmenn
velkomna til þessa fyrsta fund-
ar vetrarins. Þá bauð hann
einnig velkominn frummælanda
fundarins, Dr. Björn Sigur-
björnsson forstjóra Rannsókna-
stofnunar landbúnaðarins. —
Fundarstjóri var Haukur Hall-
dórsson, Sveinbjarnargerði.
Dr. Björn þakkaði fyrir það
tækifæri að fá að mæta á þess-
um fundi. Þá rakti hann nokkr-
ar þær helstu framfarir sem
orðið hafa í landbúnaði á undan
förnum árum bæði hér og ann-
ars staðar í heiminum. Þá drap
hann á þau gömlu sannindi að
reynslan væri besti skólinn en
sú reynsla gæti verið nokkuð
dýr. Það væri hlutverk tilrauna
stofnana í landbúnaði að gera
rannsóknir til þess að forðast
mistök hjá einstaklingnum eða
bændum. Þá benti hann á að
HEIMSÞEKKTIR
SKEMMTIKRAFTAR
ÞAÐ einstæða tækifæri býðst
bæjarbúum n. k. miðvikudags-
kvöld að sjá og heyra sænska
vísnasöngvarann K o r n e 1 i s
Vreesvijk og hina dönsku vísna
söngkonu Trille. Kornelis er
heimsþekktur skemmtikraftur
og þekktur fyrir skemmtilega
sviðsframkomu. Þrennir tón-
leikar verða haldnir með Korn-
elius og Trille í Reykjavík og
seldust aðgöngumiðar upp á ör-
skömmum tíma. Og nú þegar
þetta fólk kemur og heimsækir
Akureyrarkaupstað ætti fólk
ekki að láta þetta gullna tæki-
færi sér úr greipum ganga,
heldur fjölmenna í Samkomu-
húsið miðvikudagskvöldið 6.
nóvember.
Tónlistardeild M. A.
í samráði við
Tónlistarfélag Akureyrar.
nauðsynlegt væri að gott sam-
starf væri á milli bænda og til-
raunamanna þannig að tilrauna
menn fylgdust með þeim vanda
málum sem upp kæmu hverju
sinni í landbúnaði og einnig að
tilraunamenn sendu frá sér sem
fyrst eftir að tilraun er lokið
þær niðurstöður sem viðkom-
andi rannsókn sýnir, þanriig að
niðurstöðurnar kæmu sem fyrst
að notum hjá bændum.
Þá ræddi frummælandi nokk
uð um verkefni tilraunastöðv-
anna. Benti hann á að oft væri
sá misskilningur uppi að bú-
rekstur þessara stöðva ætti að
vera um allt til fyrirmyndar.
Vissulega væri gott ef það væri
hægt, en á þessum stöðvum eru
oft gerðar tilraunir sem búskap-
arlega séð eru ekki til fyrir-
myndar en slíkar tilraunir er
þó oft nauðsyn að gera.
Þá gat dr. Björn um þær til-
raunastöðvar sem reknar eru af
Rannsóknastofnun landbúnað-
arins en þær eru Korpa við
Reykjavík, fjárræktarbúið á
Hesti, Reykhólar, Möðruvellir í
Hörgárdal, Skriðuklaustur í
Fljótsdal og Sámsstaðir. Einnig
gat hann um þá deildarskipt-
ingu sem er á Rannsóknastofn-
uninni og nefndi þá sem eru
þar í forsvari.
Þá ræddi framsögumaður um
nokkur þau verkefni sem verið
er að vinna að. Umfangsmesta
verkefnið sem nú er unnið að.
er rannsóknir á beitarþoli af-
rétta og heimalanda. Til þessa
verkefnis var veittur styrkur
frá Sameinuðu þjóðunum. Meg-
in spurning sem þessi rannsókn
á að svara er það hvort borgar
sig að bera á fyrir búfé á út-
haga og þá hvar á að bera á,
þ. e. heimalönd eða afrétti. Til-
raun þessi er lögð út á 10 stöð-
um á landinu. Sem dæmi um
stærð þessa verkefnis má nefna
að girðingar umhverfis tilrauna
reitina verða 100 km að lengd.
Þá hafa Sameinuðu þjóðirn-
ar einnig veitt styrk til rann-
sókna vegna ylræktar. Talið er
Gjðfir í Krisfínar-sjóð
Á ÞESSU merkis ári heimsóttu
okkur íslendinga margir góðir
gestir. Mest kvað þar að fólki
af íslenskum ættum, sem bú-
sett er víða í Vesturheimi.
Mann furðar oft á því, hversu
mikla ættrækni og hlýhug þetta
fólk ber til ganila landsins, enda
þótt það sé fætt og uppalið í
amerísku umhverfi og hafi haft
takmarkaða aðstöðu til að læra
íslensku og fylgjast með íslensk
um málefnum.
Nokkuð af þessu fólki hefur
þó náð undra góðum tökum á
íslenskunni með því að heyra
hana af vörum afa og ömmu.
Þetta fólk átti ættir sínar að
rekja til flestra byggða á ís-
landi. Þar af leiðandi dreifðust
hóparnir vítt um landið til að
sjá æskustöðvar forfeðra sinna
og spyrjast fyrir um ættingja á
þeim slóðum.
Meðal þeirra Vestur-íslend-
inga er komu heim í sumar
voru þrjár systur, Sigríður, Guð
hún og Ólafía. Eru þær ættaðar
frá Torfufelli og Gilsá í Eyja-
firði.
Þessara þriggja systra er get-
ið hér að þær heiðruðu minn-
ingu eyfirsku skáldkonunnar
Kristínar Sigfúsdóttur með því
að gefa í minningarsjóð hennar,
áður en þær hurfu heim aftur.
Sigríður Benediktsdóttir gaf
1.000 kr., hún er búsett að Gimli
í Manitoba. Ólafía og Stefán
Stefánsson, ættaður frá Djúpa-
Laufey Sigurðardóttir,
Hlíðargötu 3, Akureyri.
Lilja Jónsdóttir,
Kristnesi, Eyjafirð'i.
Angantýr II. Hjálmarsson,
Hrafnagilsskóla, Eyjafirði.
að arðbærasta nýting jarðhita
sé að nýta hann til blómarækt-
ar. Samhliða þessum verkefn-
um er unnið að mörgum til-
raunum á sviði jarðræktar og
búfjárræktar.
Þá ræddi dr. Björn um flutn-
ing á tilraunastöðinni á Akur-
eyri út að Möðruvöllum. Taldi
hann að þar hefði fengist gott
jarðnæði. Lítið væri þó farið að
gera þar enn annað en að flutn-
ingar stæðu nú yfir. Verið er nú
að selja eignir stöðvarinnar á
Akureyri.
Fyrirhugað er að vera með
jarðræktartilraunir á Möðru-
völlum svipað og verið hefur og
einnig verða þar tilraunir með
mjólkurkýr bæði með fóðrun
og vaxtarhraða. E. t. v. verður
þar einnig framhaldið afkvæma
rannsóknum. Til þess að hægt
sé að reka þetta tilraunabú og
gera nauðsynlegar framkvæmd
ir þar vantar fjármagn, en lítil
von er til þess að það fáist á
þessu ári a. m. k. Til þess virð-
ist skorta skilning fjárveitinga-
valdsins. Sagðist dr. Björn von-
ast til þess að Eyfirðingar
stæðu vel að þessari stöð og
stuðluðu að útvegun fjármagns
eins og kostur væri.
Að framsögu lokinni urðu
nokkrar umræður og fyrirspurn
ir sem frummælandi svaraði.
Um 50 manns sóttu fundinn,
sem stóð til kl. rúmlega 12 e. m.
Ályktanir frá aðalfu
Aðalfundur SUNN, haldinn á
Húnavöllum við Svínavatn 17.
ágúst 1974, gerði eftirfarandi
ályktanir:
1. Um verndun sjávarlífs o. fl.
Fundurinn fagnar þeim ár-
angri, sem náðst hefur með út-
færslu landhelginnar (fiskveiði-
lögsögu), en bendir jafnframt á,
að stækkun lögsögunnar fylgir
aukin ábyrgð' á því að viðhalda
þeim lífrænu auðlindum, sem
bundnar i eru þessu hafsvæði,
enda hlýtur það einnig að vera
grundvöllur þjóðarbúskapar
okkar.
2. Um votiendisvernd.
Fundurinn telur mikilvægt,
að þegar verði hafist handa um
skipulega verndun votlendis í
landinu. Þeim tilmælum er
beint til búnaðarsambanda, að
þau láti gera könnun á stærð og
eðli helstu mýrasvæða, sem enn
eru óframræst, hvert í sínu um-
dæmi, líkt og byrjað er á í Eyja
firði.
Gera þarf strangari friðunar-
ráðstafanir á fjörðum og flóum
landsins, og stefna að því, að
sumir þeirra verði aðeins nýttir
til handfæra- og línuveiða.
3. Um landgræðslu.
Fundurinn fagnar nýlegri
lagasetningu um rausnarleg fjár
framlög til landgræðslu, en tel-
ur jafnframt að þörf sé að auka
mjög rannsóknir, til að tryggja
að fjárveitingar þessar komi að
varanlegum notum.
Fundurinn ítrekar þá ályktun
fyrri aðalfunda, að selveiði
verði bönnuð inni á Skagafirði,
Eyjafirði og Skjálfanda. Þá tel-
ur fundurinn mjög varhuga-
verða þá herferð, sem nú er haf-
in af hálfu fiskframleiðenda,
fyrir fækkun í íslenska sela-
stofninum, vegna hugsanlegra
tengsla selsins við hringorm í
fiski. Telur fundurinn, að enn
hafi ekki verið sannað hvort
aðrar skepnur geta gegnt sama
hlutverki og selurinn sem milli-
liðir ormsins, og þurfi þetta
nánari rannsóknar.
SUMARKVEÐJA
TIL ODDGEIRS ÞÓRS
ÁRNASONAR
GARÐYRKJUSTJÓRA
dal í Skagafirði, einnig búsett á
Gimli, afhentu 50 dollara, eða
4.855 ísl. kr., og Guðrún Ingi-
mundarson frá Winnipeg gaf
1.000 kr.
Við, sem að þessari sjóð-
stofnun stöndum færum þessu
fólki innilegar þakkir fyrir
þennan fjárstuðning og þá virð-
ingu er þau sýna minningu
skáldkonunnar með gjöfum
sínum.
í framhaldi af þessu vlljum
við minna einstaklinga og félög
á, að verðugt er að heiðra minn-
ingu Kristínar Sigfúsdóttur og
styrkja sjóðinn, sem á að varð-
veita nafn hennar og á jafn-
framt að hvetja ungt fólk til að
kynnast verkum hennar.
Ætlunin er að verðlaun verði
veitt úr sjóðnum þeim ungling-
um er skara framúr á hverjum
tíma. Einnig mun eitt herbergi
í Hrafnagilsskóla bera nafn
Kristínar.
Þann 13. júlí 1976 verða liðin
100 ár frá fæðingu skáldkon-
unnar. Þann dag er ákveðið að
sjóðurinn verði formlega stofn-
aður, og þá verði búið að ganga
endanlega frá skipulagsskrá
hans.
Ég sé mig tilneyddann að
rifja upp orðræður og viðskipti
mín og annarra hér í Skarðs-
hlíð 8—10—12 við þig á undan-
förnum árum.
Þegar þú tókst við störfum,
sem garðyrkjustjóri Akureyrar-
bæjar, þá tókst þú að þér störf,
sem áður voru ætluð tveimur
mönnum, og útkoman var eftir
því, og mun ég ekki hafa fleiri
orð um það að sinni.
Þegar þú tókst við störfum
þá biðu þín mörg og stór verk-
efni, þar á meðal að ganga frá
lóð við Skarðshlíð 8—10—12,
sem Akureyrarbær átti að gera
í stand og ganga frá. Þáverandi
hússtjórn leitaði til þín um
framkvæmd verksins og tókst
þú vel í það, og lofaðir þú hinu
og öðru, sem ekki var staðið við.
Þegar þetta pex hafði staðið í
2—3 ár, þá lofaðir þú að jafna
lóðina og leggja til þökur, ef við
húseigendur tækjum að okkur
að þekja lóðina og gengum við
að því. Þegar verkið var unnið
af okkar hendi kom í ljós að
það vantaði þökur á lítið svæði,
sem ekki hafa fengist enn.
Sömuleiðis lofaðir þú að ganga
vel frá barnaleikvelli, sem er á
okkar lóð, að vísu hefur verið
keyrð gróf möl í völlinn og látið
þar við sitja, en þú lofaðir að
ganga vel frá, valta og setja
perlumöl, sem ekki hefur verið
staðið við.
Þá kem ég að okkar viðskipt-
um, sem hófust síðastliðið vor.
Það hefur hneykslað bæði mig
og aðra, að ekki hefur verið
gengið frá vegköntum við Hörg
árbraut, þó gatan sé malbikuð
og sömuleiðis gangstéttar. Mér
var tjáð að þú ættir að sjá um
framkvæmd á því verki, ég tók
mig til og hringdi í þig í vor og
fór fram á það að gengið væri
frá köntum áður en færi að
gróa, því þar vex alkyns gróð-
ur, sem er ekki æskilegur á
lóðir okkar.
Þú tókst því ekki vel að gera
það strax, en lofaðir að gera
það í sumar, sem ég sætti mig
við, en auðvitað stóðst þú ekki
við það fremur en önnur lof-
orð við okkur.
Seinnipartinn í júlí hittumst
við á götu, og sagðir þú, að nú
ætti að fara að ganga frá veg-
köntum og öðru, sem eftir væri,
og yrði það áreiðanlega búið um
miðjan ágúst. Ég varð glaður
við og taldi víst að nú myndir
þú standa við gefin loforð, að
vísu varð ég var við byrjun um
hádegi, þegar ég kom heim í
mat nokkru seinna. Það hafði
farið jarðýta eina eða tvær
ferðir og bælt grasið í vegkant-
inum og nokkru seinna hafði
verið keyrð nokkur hlöss af
uppgreftri á lóð næsta húss
fyrir norðan okkur. Eftir miðj-
an ágúst hitti ég þig af tilviljun
og sagði að verkið væri ekki
búið, og sagðir þú þá að það
yrði áreiðanlega búið um mán-
aðamót ágúst—september. Nú
er útséð um það, að ekki verður
gert meira fyrr en á næsta
sumri. Ég hef verið að hugleiða
það hvað komi til að ekki er
hægt að treysta loforðum þín-
um og hef ég komist að þeirri
niðurstöðu, að þú hafir tekið of
mikið að þér, og ættir að láta
þér nægja að sjá um Lystigarð-
inn og aðra skrautbletti bæjar-
ins.
Ég óska þér velfarnaðar.
Skrifað fyrsta vetrardag 1974.
Loftur Meldal.
5. Um friðlýsingu á Norður-
landi vestra.
Fundurinn telur að hægt hafi
miðað í friðlýsingum á Norður-
landi vestra, og beinir þeim til-
mælum til Náttúruverndarráðs,
að vinna betur að þeim málum.
4. Um vistfraeðirannsóknir við
undirbúning virkjana.
Fundurinn ályktar að jafnan
skuli vistfræðirannsóknir vera
fastur liður við undirbúning
virkjana. í sambandi við Blöndu
virkjun hvetur fundurinn til,
að vistfræðirannsóknir þær sem
þar eru hafnar, verði sem ýtar-
ið til- áhrifa hennar á náttúru
svæðisins og aðstöðu til bú-
skapar.
Loks telur fundurinn einsýnt
að íslendingar eigi að hætta
hvalveiðum, eða takmarka þær
við þarfir innlendrar neyslu, og
fara þannig að fordæmi grann-
þjóða okkar.
6. Um vegagerð og umgengni á
Kröflusvæðinu við Mývatn.
Fundurinn vekur athygli á
landspjöllum, sem orðið hafa á
Kröflusvæðinu austan Mývatns,
þar sem lagning vegar að til-
raunaborholum hefur orsakað
mikinn akstur bíla um svæðið,
og þarflausa slóðamyndun.
Með tilliti til nýlegrar laga-
setningar um vemdun Mývatns
svæðisins (Skútustaðahrepps),
má ætla að hér sé um að ræða
mjög hættulegt fordæmi, sem
geti átt þátt í að gera friðlýs-
ingar þýðingarlausar.
Þeim tilmælum er beint til
Náttúruverndarráðs, að það láti
þegar stöðva allan þarflausan
akstur á svæðinu, og geri þá
kröfu til Orkustofnunar, að hún
láti lagfæra þau spjöll, sem
þarna hafa verið unnin.
(Fréttatilkynning)
FRA BRIDGEFELAGI
AKUREYRAR
dul, að efast um yndi og ánægju
dansins. En er það rétt, að menn
geti árlega' notað sér skóla bæj-
arins, til þess að auglýsa sig,
ýta undir ístöðuleysi barnanna,
sem þar iðja og setja foreldrana
í ástæðulausan vanda. Væri
ekki heldur drengilegra að nota
venjulega fjölmiðla „svo að nem
endur gætu sjálfir ráðið hvort
þeir tækju þátt í danskennsl-
unni“, Með því að útbýta prent-
uðum áróðursmiðum í tösku
barnanna sefjar dansmeistarinn
þau í stóra kös sér til fram-
dráttar. Með þessu er ég ekki
að mótmæla dansi í skólum,
sem vel mætti gera að skyldu-
fagi jafnhliða leikfimi og sundi,
ekki heldur D. H. Á. sem slík-
um, heldur aðferðum þeim sem
hann notar til að ná fram vilja
sínum.
Akureyri, 5. nóv. 1974.
Eiríkur Sveinsson.
NÚ er lokið tvímenningskeppni
Bridgefélags Akureyrar. Spilað
ar voru fjórar umferðir.
Tvímenningsmeistarar félags-
ins urðu að þessu sinni frúrnar
Dísa Pétursdóttir og Rósa Sig-
urðardóttir, en þær hlutu 940
stig. Keppnin var skemmtileg
og tvísýn allt til loka.
Röð efstu para er þessi:
Sauðárkróki, 4. nóvember. Á
ársþingi Ungmennasambands
Skagafjarðar sl. vor, var Guð-
jón Ingimundarson, íþrótta-
kennari á Sauðárkróki, kjörinn
heiðursfélagi sambandsins. Guð
jón lét af störfum, sem formað-
ÁRVISS FARFUGL
Komið er að nýrri vertíð
Dansskóla Heiðars Ástvaldsson-
ar. Við foreldrar megum gjarn-
an eiga hans von á þessum árs-
tíma. Þegar Dansskólanum fer
að leiðast fyrir sunnan, leitar
hann út á landsbyggðina. Að
vissu leyti er það góðra gjalda
vert, því ekki ætla ég mér þá
Frá Félaosmálasföinun
í FRÉTTATILKYNNINGU Fé-
lagsmálastofnunar Akureyrar
segir m. a.:
Þriðjudaginn 15. október sam
þykkti bæjarstjórn Akureyrar
reglugerð um heimilisþjónustu
á Akureyri. Hlutverk hennar
verður að veita hjálp á heimil-
um, þar sem hjálpar er þörf
vegna elli, sjúkdóma, örorku,
Skemmtanir
Spilakvöldin hefjast í
Ereyjulundi föstudag-
inn 8. nóv. kl. 9 e. h.
BINGÓ.
Góðir vinningar.
Nefndin.
Húsnædi
3ja og 5 herhergja íbúð-
ir til leigu.
Uppl. í síma 2-30-91
eftir kl. 7 e. h.
íbúð til sölu!
Höfum til sölu fokheld-
ar 110 lerm. íbúð í rað-
húsi að Hjarðarlundi 2
Dalvík. Til afhendingar
um áramót.
Uppl. gefur Hihnar
Daníelsson, sími 6-13-19.
Tréverk lif., Dalvík.
iBifreiöiri
1. Rósa Sigurðardóttir — Dísa
Pétursdóttir 940 stig.
2. Alfreð Pálsson — Guðmund-
ur Þorsteinsson 932 stig.
3. Grettir Frímannsson — Ævar
Karlesson 922 stig.
4. Soffía Guðmundsdóttir —
Páll Pálsson 877 stig.
5. Gunnlaugur Guðmundss. —
Magnús Aðalbjörnss. 876 stig.
6. Ármann Helgason — Jóhann
Helgason 871 stig.
7. Angantýr Jóhannsson — Frið
finnur Gíslason 870 stig.
8. Guðjón Jónsson — Páll Jóns
son 843 stig.
9. Páll Gestsson — Orn Einars-
son 841 stig.
Meðalárangur var 840 stig.
Næsta keppni félagsins er
sveitakeppni. □
Guðjón Ingimundarson heiMur
ur sambandsins 1973, eftir að
hafa gegnt því starfi að ein-
stökum áhuga og samviskusemi
um 29 ára skeið.
Á formannaráðstefnu sam-
bandsins fimmtudaginn 31. októ
ber sl., afhenti núverandi for-
maður, Stefán Pedersen, Guð-
jóni vandað gullúr að gjöf frá
öllum ungmennafélögum í
Skagafirði. Með þessu vilja ung
mennafélagar þakka Guðjóni
farsæla forystu um áratuga-
skeið og þann ómetanlega þátt
hans í því æskulýðsstarfi, er
unnið hefur verið á sambands-
svæðinu.
Á Sauðárkróki er nú einhver
glæsilegasta íþróttaaðstaða sem
þekkist á landinu. Þeirri upp-
byggingu hefur Guðjón stjórn-
að frá byrjun af framsýni og
áræði og gerir enn. Það vilja
ungmennafélagar einnig þakka.
Góðir bílar til sölu!
9 sæta Volkswagen Bus
með gluggum árg. 1970.
Toyota Land Cruser
jeppi árgerð 1969.
Volkswagen Variant
árgerð 1971.
Greiðsluskilmálar.
Bílaleiga Akureyrar
Tryggvabraut 14 Ak.,
sími 2-25-15.
Til sölu Skoda Oktavia
Comby árg. 1965.
Uppl. í Grænuhlíð,
Saurbæjarhreppi.
Willys jeppi árg. 1963
til sölu.
Hagstætt verð.
Sínti 2-18-85 eftir kl.
7 e. li.
TIL SÖLU
Volvo 144 De luxe
sjálfskiptur, árg. 1973.
Magnús Jónsson,
Þórshamri.
TIL SÖLU
Ford Cortina, árg. 1968,
í góðu lagi. Utvarp og
snjódekk.
Uppl. í síma 2-16-12
eftir kl. 7 á kvöldin.
Atvinna
Guðjón Ingimundarson,
G. O.
Óska eftir konu til að
gæta 1 j/2 árs drengs
allan daginn.
Uppl. í síma 2-19-57.
barnsburðar, slysa, dauðsfalla
eða af öðrum orsökum. Hjálpin
á að veitast þann tíma og á
þann hátt, sem Félagsmálastofn
un metur að nauðsyn sé hverju
sinni. Heimilisþjónustan felur í
sér eftirfarandi atriði:
1. Aðstoð við aldraða í þeim til-
gangi að gera þeim kleift að
dvelja lengur í heimahúsum.
2. Aðstoð við sjúklinga í heima
húsum, í þeim tilgangi að
stytta sjúkrahúsvist, eða jafn
vel koma í veg íyrir hana.
3. Umsjón með heimili, þar sem
húsmóðir eða heimilisfaðir
eru fjarverandi vegna veik-
inda.
4. Aðstoð við fatlaða, sem búa
einir.
5. Ráðgjöf um hússtjórn.
6. Onnur tilfelli, sem meta þarf
hverju sinni.
Á Akureyri hefur verið til
svokölluð heimilishjálp, en þar
var eingöngu um að ræða hjálp,.
sem nefnd er undir li8' nr. 3 að
ofan.
Fyrir þessa þjónustu á sá,
sem hennar nýtur, að greiða
eftir sérstakri gjaldskrá. Á hún
að miðast við tekjur viðkom-
andi og kostnað við hjálpina.
Þeir sem hafa litlar tekjur
munu því greiða lítið, eða jafn-
vel sleppa við greiðslu, en þeir
sem meiri tekjur hafa greiða
meira.
Félagsmálastofnun Akureyr-
Vilfu
kðupa te?
FÉLAG ungtemplara hér á
Akureyri, mun á föstudags-
kvöld og e. t. v. á laugardaginn
heimsækja bæjarbúa og bjóða
te til sölu, á 200 krónur pakk-
ann. Þetta er fjáröflunarleið
hinna ungu templara og ágóð-
anum verður varið til að styðja
atvinnuuppbyggingu í sjávar-
þorpi einu á Ceylon.
Starfandi ungtemplarar í fé-
laginu á Akureyri eru um 20.
Formaður þess er Steinar Frí-
mannsson, nemandi í M. A.
Fyrir þá, sem kynnast vilja
starfseminni, er bent á að
hringja í síma 22468.
Onnur félög ungtemplara á
landinu munu á sama tíma
bjóða te, hvert í sínu umhverfi
og i sama tilgangi. □
Móðurást
NÆSTA mánudagsmynd Borg-
arbíós er Móðurást, frönsk-
bandarísk kvikmynd með góð-
um leikurum. □
ar heldur námskeið fyrir þá,
sem vilja vinna við heimilis-
þjónustuna. Á námskeiðinu eru
kennd ýmis atriði varandi mata
ræði og heilsufar, veitt verður
innsýn í næringarefnafræði og
rætt um sérfræði, fæðuþörf
aldraðra og ungbarnafæði. Þá
verða kennd ýmis hjúkrunar-
atriði, svo sem meðferð sjúkra
og íatlaðra, umönnun aldraðra
og ungbarnameðferð. Á nám-
skeiðinu verður einnig komið
inn á tryggingalöggjöf og önnur
algeng lög og rætt verður um
framkomu í starfi, afstöðu til
skjólstæðinga og ýmis sálíræði-
leg atriði. □
- Bækur gefnar út
á Akureyri
(Framhald af blaðsíðu 1)
ágrip af jarðsögu gljúfranna og
Helgi Hallgrímsson náttúru-
fræðingur skrifar um lífríki
þéssa sérkennilega og fagra
landsvæðis, sem nú hefur að
nokkru leyti verið gert að þjóð-
garði. Um þessar mundir er að
koma út ný útgáfa af endur-
minningum Guðrúnar Á, Símon
ar, Eins og ég er klædd, og
sömu leiáis ný útgáfa af barna-
bók Ármanns Kr. Einarssonar,
Niður um strompinn, en báðar
þessar bækur seldust algjörlega
upp fyrir jólin í fyrra. Skáldið
sem skrifaði Mannamun er safn
af bréfum eftir Jón Mýrdal, en
Finnur Sigmundsson bjó bókina
undir prentun og ritar skýring-
ar. Bílaborgin er spennandi
skáldsaga eftir Arthur Hailey,
en áður hafa komið út eftir
hann skáldsögurnar Hinzta sjúk
dómsgreiningin, Hótel og
Gullna farið (Airport), sem
notið hafa vinsælda. Þýðandi er
Hersteinn Pálsson. Auður á
Heiði, ástarsaga eftir Ingibjörgu
Sigurðardóttur. Fræ, ljóðabók
eftir Ármann Dalmannsson. Og
blómin anga, barnabók eftir
Jennu og Hreiðar. Hanna María
og Viktor verða vinir, unglinga-
bók eftir Magneu frá Kleifum.
Hrakningar á söltum sæ, sjó-
hrakningasaga af fjölskyldu,
sem barðist hetjulegri baráttu
við óblíð náttúruöfl á hafinu í
48 sólarhringa — en sigraði að
lokum. □
SPANSKUR
ANDLITSTEIKNARI
UM þessar mundir dvelst á
Akureyri spánskur andlitsteikn
ari og býr í Varðborg. Heitir
hann Marteinn frá Krossi eftir
að hafa íslenskað nafn sitt.
Þessi teiknari gerir myndir af
bæjarbúum eftir pöntun, bæði
litmyndir og svart-hvítar mynd-
ir. Pantanir og sýnishorn í and-
dyri hótelsins. □
í Dalvíkurskóla eru 250 nemar
Á DALVÍK fór skólasetning
fram 24. september. í Dalvíkur-
skóla, sem er barna- og gagn-
fræðaskóli, eru í vetur 251 nem-
andi í tíu aldursflokkum. Deild-
arskipting er þannig, að 7—9
ára börn eru öll saman í einni
deild, en síðan er einn aldurs-
flokkur í hverri deild nema 9.
bekkur er í tvennu lagi, en sú
deild er landsprófsdeild og al-
menn bóknámsdeild.
Á síðasta vetri var 7—9 ára
börnum kennt öllum saman og
þótti það gefa svo góða raun,
að haldið er áfram sama fyrir-
komulagi. Fjórir kennarar
vinna þarna sameiginlega og
eiga að bæta hver annan upp.
Skólastjóri er Helgi Þorsteins
son og auk hans starfa ellefu
kennarar við skólann. Skólinn
býr við mjög mikil þrengsli.
Næsta haust verður tekin í
notkun heimavist og getur þá
skólinn bætt við 20—30 utan-
bæjarnemendum. Að heimavist
inni standa Hríseyjarhreppur,
Árskógshreppur, Svarfaðardals-
hreppur og Grímseyjarhreppur.
Menn eru að byrja að huga
að nýbyggingu fyrir gagnfræða
stigið á Dalvík.
(Samkvæmt viðtali við skóla-
stjórann, Helga Þorsteinsson). „