Dagur - 06.11.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 06.11.1974, Blaðsíða 8
NÝKOMIÐ ÍBELO rafmagns- kveikjarar, mikið úrval. SMÁTT & STÓRT við eitt þeirra. Hestur þessi var mjög viðkvæniur er lagður var á hann hnakkur, en engan grunaði að þetta væri ástæðan. Menn giska á, að hestur þessi hafi orðið fyrir skoti rjúpna- skyttu, nú í haust eða áður. GAMANSEMI Á VINNUSTAÐ Þar sem margir menn vinna, er gamansemi oftast í hávegum höfð. Eins og kunnugir vita, myndast jafnan í rigningum poilar við Slippstöðina. Morgun einn þegar stjómendur fyrir- tækisins komu til vinnu sinnar, var búið að setja bjarghring við einn pollinn. Þetta var þörf ábending og fram borin á fynd- inn hátt. Nú er verið að gera þarna nokkrar úrbætur og búið að ákveða nauðsynlega malbik- un, sem mun gjörbreyta vinnu- staðnum. AÐALFUNDUR TÓNLISTARFÉL. AÐALFUNDUR Tónlistarfélags ins á Akureyri verður haldinn í sal Tónlistarskólans á Akur- eyri 10. nóvember og hefst fund urinn kl. 3 e. h. Allt áhugafólk um tónlistarmál er hvatt til að sækja þennan fund, og taka þátt í stefnumótun tónleikahalds og tónlistarmála í bænum. Á dagskrá eru venjuleg aðal- fundarstörf, umræður um vetr- arstarfið, kynning á nýjum hljómflutningstækjum og kaffi- drykkja. (Fréttatilkynning) HRÓLFUR GEFUR GÓÐAR GJAFIR K I W A N I S KLÚBBURINN Hrólfur á Dalvík, sem telur hálfan fjórða tug félaga, gaf 100 þúsund krónur í norðlenska neyðarbílinn og tók Rauði kross inn á móti gjöfinni fyrir nokkru síðan. Við sama tækifæri af- henti klúbburinn 50 þúsund króna gjöf til Barna- og ungl- ingaskólans á Dalvík, til tækja- kaupa, og Húsabakkaskóla í Svarfaðardal 25 þúsund krónur til sömu nota. Klúbburinn hefur aflað fjár með símaslcrárkápum og sölu eldflauga, ennfremur með fisk- verkun og hefur ýmsar aðrar gjafir gefið þótt hann hafi að- eins starfað um þriggja ára bil. Núverandi forseti klúbbsins er Hjalti Haraldsson, en fráfar- andi forseti var Júlíus Snorra- son. (Samkvæmt viðtali við Símon Ellertsson ó Dalvík). BRESKI TOGARINN NÁÐIST ÚT Breski togarinn Port Vale, sem strandaði á Héraðssandi á dög- um með 18 manna áliöfn, sem allri var bjargað, náðist út og er talinn lítt skemmdur. Voru það skip Landhelgisgæslunnar, Ægir og Árvakur, sem drógu togarann af strandstaðnum og 'færðu til hafnar á Seyðisfirði. Tók þá norskur dráttarbátur við, sem fenginn var til að koma skipinu til Grimsby, heimaliafn ar togarans. Breski sendiherr- ann gekk á fund Einars Ágústs- sonar og færði íslendingum þakkir fyrir björgun sjómann- anna. Mynd þessi var tckin í sumar, er verið var að rannsaka hafnarsvæðið. J (Ljósm.: E. D.) áæffs&r á 327 miHj. króna BLAÐIÐ leitaði fregna um hafnarmálin á Akureyri hjá Stefáni Reykjalín stjórnarfor- manni hafnarstjórnar, og sagði hann þá m. a. eftiríarandi: Frá 1929, er lokið var bygg- ingu nyrðri Torfunefsbryggju, heíur engin vöruhöfn verið byggð á Akureyri. Búið er að gera fjögurra ára áætlun um hafnarframkvæmdir á Akur- eyri og leggur hafnarstjóm þær fram, að mestu samkvæmt áætl unum Hafnarmálastofmtóarinn- ar, en nokkrar minni fram- kvæmdir áætlaðar af hafnar- stjóra Ak. Voru áætlanir þess- ar lagðar fyrir bæjarstjórnar- fund í gær. Fullnaðarsamþykkt þarf áætlunin að hljóta hjá yfirvöldum. Framkvæmdir, samkvæmt þessari óætlun, eiga að dreifast á árin 1957—1978, þó þannig, að á árinu 1975 komist um helm- ingur áætlunarinnar í fram- kvæmd. En öll hljóðar hún upp á 327 milljónir króna, miðað við núverandi verðlag. Stærsta verkefnið er að ljúka fyrsta áfanga vöruhafnarinnar sunnan á Oddeyrartanga, sem áætlað er að kosti um 80 millj. króna. Einnig er óætlað að setja stálbakka eða viðlegukant sunn an Slippstöðvarbyggingarinnar, 140 metra langan. Mundi þar þá verða einhver besti viðlegu- staður fyrir skip, sem eru til viðgerðar. Stærstu framkvæmdaliðir á BYRJAÐ Á NÝJU ÚTIBÚI KEA í BYRJUN september hófust framkvæmdir við byggingu á útibúi Matvörudeildar KEA, sem standa mun við Hrísalund á Lundstúni, eða sem næst á mörkum Gerðahverfis II og Lundahverfis, nýjustu íbúða- hverfa Akureyrar, sem mjög hafa byggst upp á tveim síðustu árum. Fullbyggð er gert ráð fyrir að í báðum hverfunum muni búa nær 3000 manns. Grunnflötur hins nýja útibús verður um 780 fermetrar, ein hæð og kjallari. Lokið er við að grafa út húsgr.unninn og ætlun- in að steypa undirstöður húss- ins fyrir veturinn. Frekari fram kvæmdir bíða næsta árs. □ árinu 1976 eru: Annar ófangi vöruhafnar, sem koma á austan Stefán Reykjalín, formaður hafnarstjórnar. á Oddeyrartanga, sunnanverð- an og áætlað er að kosti um 45 millj. króna. Einnig að bætt verði aðstaða við Hraðfrystihús Útgerðarfélags Akureyringa h.f., en sú framkvæmd fer eftir því, hvort félagið byggir fisk- móttöku sunnan við frystihúsið. Löndunarbryggja þessi er áætl- uð að kosti 27 millj. króna. Framkvæmdaupphæð ársins 1976 er áætluð 82 millj. króna. Á árunurn 1977 og 1978 eru ýmsar framkvæmdir áætlaðar, og er kostnaður við þær áætl- aður 85 millj. króna. Við þessar framkvæmdir greiðir ríkissjóður 75% en Hafnarsjóður Akureyrar 25%. Samkvæmt fundargerð hafn- arstjórnar, á fyrsta áfanga vöru hafnarinnar sunnan á Oddeyrar tanga að vera lokið í september lok 1975. □ HÁHYRNIN G A VEIÐ ARN AR Franskir menn, sem kaupa vilja lifandi háhyrninga, liina miklu hrekkjalóma á síldarmiðum Hornfirðinga, hafa nú látið út- búa stór og mikil háhyrninga- net til veiðánna. En auk þess eru til Iandsins komin deyfilyf og byssur til að skjóta þeim í dýrin. En eftir er að sjá hver árangurinn verður. SÖFNUN KIWANISMANNA Kiwanismenn söfnuðu víða uin land fé til stuðnings geðsjúk- um. AIIs söfnuðust um fjórar milljónir króna. Talið er, að um 1200 manns hafi lagt hönd að söfnuninni, með því að ganga í hús og selja „Iykilinn“. En ef- laust eru þeir margir, sem gjam an vilja leggja fram einhverja fjármuni til styrktar þessu mál- efni og taka bankar, sparisjóðir og pósthús á móti greiðslum á gíróreikning 32331. HÖGL f HROSSINU f átta vetra gömlum hesti, sem lógað var á Akureyri fyrir nokkrum dögum og er austan úr sveitum, fundust finnn högl í síðunni og var ígerð byrjuð silja lyrir laxvei! AÐALFUNDUR Landssam- bands stangveiðifélaga var hald inn á Akureyri dagana 26. og 27. f. m. Meðal helztu mála, sem rædd voru á þinginu, var leiga ó lax- veiðiám til útlendinga. Var alger samstaða um að vinna að því að tekið yrði fyrir slíkar leigur, hvort heldur beint til útlendinga eða gegnum svo- kallaða umboðsmenn. Fundur- inn taldi það algera réttlætis- kröfu, sem vinna bæri mark- visst að, að íslendingar sjálfir sætu fyrir leigu á öllum veiði- vötnum. Þetta ber þó engan veginn að skilja þannig, að tek- ið verði fyrir veiði útlendinga í íslenzkum ám, eftir sem áður verði þeim seld veiðileyfi, sam- kvæmt ákvörðun stjórna hinna ýmsu veiðifélaga, eða skrifstofu Landssambands veiðifélaga, enda hlýti viðkomandi þeim reglum, sem settar eru um varnir gegn smithættu erlendis frá. Þá samþykkti fundurinn að stuðla að því að gerðar yrðu allar tiltækar varúðarráðstaf- anir í sambandi við mannvirkja gerð eða aðrar framkvæmdir í námunda við veiðiár og vötn, sem hætta væri á að mengun gæti stafað frá, ennfremur að brýna fyrir veiðimönnum fyrir- mannlega framkomu og góða umgengni á veiðistað. Fundurinn samþykkti að vinna að stóraukinni fiskrækt á vatnasvæðum undir leiðsögn sérmenntaðra manna. Sérstakar þakkir voru færðar Eldistöðinni í Kollafirði, sem fúslega liefir sent upplýsingar og fróðleik til eldistöðva og áhugamanna víðs vegar um landið, er eftir slíku hefir verið leitað, einnig sam- þykkti fundurinn að færa Skúla Pálssyni, Laxalóni, þakkir fvrir mjög óeigingjarnt brautryðj- andastarf í þágu fiskræktar. (Framhald á blaðsíðu 6)

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.