Dagur - 20.11.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 20.11.1974, Blaðsíða 5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Simar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Sexfánda flokksþing frðmsóknarmanna Á SUNNUDAGINN, 17. nóvember, hófst í Reykjavík 16. flokksþing framsóknarmanna. Þar eiga rétt til setu fulltrúar úr öllum sveitum lands ins, enda var þar mikill mannfjöldi saman kominn. Mun þetta þing hið fjölmennasta, sem Framsóknarflokk- urinn hefur haldið. Það sýnir meðal annars styrk flokksins og samheldni. Flokksþing er æðsta stofnun flokks ins. Þar eru málin rædd og stefnan mörkuð í aðal málum. Þegar litið er yfir farinn veg og reynt er að kryfja til mergjar, hvaða stjórnmálaafl í landinu hafi markað stærstu fram- farasporin í þjóðlífinu á liðnum ára- tugum, mun fáum blandast hugur um, að athugun lokinni, að það er Framsóknarflokkurinn. Þess vegna beinist athygli þjóðarinnar jafnan meira að því, sem gerist á flokksþingi framsóknarmanna en þingum ann- arra stjórnmálaflokka í landinu. Reynslan hefur sýnt, að það er þar, sem þýðingarmestu ákvarðanirnar eru teknar. Það er þar, sem lilutirnir Nú eru liðin 58 ár síðan Fram- sóknarflokkurinn var stofnaður. Á þessutn tíma hefur hann verið aðili að ríkisstjórn í 38 ár, en 18 ár í stjórnarandstöðu og í tvö ár sat utan- þingsstjórn. Hann hefur skort þing- styrk til að mynda ríkisstjórn einn og óstuddur og því orðið að vinna til skiptis með öðrurn flokkum. Aðstæð- ur til stjórnarmyndunar eru breyti- legar, og aldrei er unnt að segja fyrir- fram, með hverjum verður unnið að kosningum loknum. Enda ekki liugsanlegt að hagstæðir samningar um stjómarsamvinnu myndu nást, ef slíkar yfirlýsingar lægju fyrir. Framsóknarflokkurinn á enga pólitíska vini og hefur aldrei átt. Afstaða til annarra stjórnmálaflokka, þegar gengið er til stjórnarmyndun- ar hverju sinni, mótast af þeim mögtt leikum, sem fyrir hendi eru og á hvern liátt Framsóknarflokkurinn keniur helst fratn stefnumálum sín- Eitt mesta sjálfstæðismál þjóðar- innar síðustu áratugina er útfærsla landhelginnar. Það er engin tilvilj- un, að það hefur aldrei neitt gerst í Jteim málum nema jiegar Framsókn- arflokkurinn hefur verið í ríkis- stjórn, og eru „viðreisnarárin“ skýr í J)ví efni. Mörg slík dæmi má nefna uin forystulilutverk Framsóknar- flokksins á liðnum árum, í mikil- vægustu málefnum þjóðarinnar. Það er J)ví engin furða J)ótt flokksjnngið J)yki áhugaverðara en })ingliald annarra flokka eða stjórnmálasam- taka. □ Ákureyrar lagl niSur STJÓRN Myndlistarfélags Ak- ureyrar hefur afhent bæjar- stjóra Akureyrar fundargerða- bók félagsins til var'ðveizlu með þeim orðum að vonandi geti sú bók orðið síðar einhverjum áhugasömum mönnum og kon- um að gagni verði gerð tilraun til þess að endurvekja eða stofna samskonar félag og Mynd listarfélag Akureyrar var. Leyfi ég mér í stuttu máli að rekja aðdragandann og orsakir fyrir því hvers vegna félagið hættir störfum. Myndlistarfélag Akureyrar var alltaf fámennt félag, oft voru fundir boðaðir en fáir mættu, margir kallaðir til starfa en fáar hendur unnu þau verk sem vinna varð. (Svipaðar sög- ur geta án efa fleiri sagt í öðr- um félagasamtökum). En þrátt fyrir fáar vinnufúsar hendur hefur félagið staðið að á annan tug sýninga og þykjast félags- menn hafa skilað drjúgu skrefi í þá átt að gera Akureyri að betri bæ og skemmtilegri með því að bjóða upp á listsýningar, en þann þátt fannst félagsmönn um vanta í bæjarlífið. Á meðal stærri verkefna fé- lagsins og kostnaðarmeiri voru sýningar á verkum Þorvaldar Skúlasonar og Ásgríms Jóns- sonar, ennfremur hafa félaginu borist fyrirspurnir frá þekktum listamönnum, um sýningarað- stöðu hér í bæ. Starfsemi félags ins var orðin öllum kunn, og sýndu fjölmiðlar félaginu mik- inn áhuga, sem því miður fékkst ekki hjá yfirvöldum þessa bæjar. Jafnt sýningahaldi hafði fé- lagið forgöngu um námskeið í sameiningu við Námsflokka Akureyrar og síðar stofnun Myndlistarskóla í Myndsmiðj- unni, þar sem félagsmenn unnu mikið endurbótastarf við að SKÁKFRÉTTIR NÚ stendur yfir haustmót hjá félaginu og er búið að tefla 4 umferðir. Keppnin er hörð og jöfn og leiðir í efri flokki Örn Ragnarsson. Um næstu helgi, nánar laug- ardag 23. nóv., kemur hingað skáksveit úr Kópavogi og teflir við Akureyri á 10 borðum. Þetta er liður í deildarkeppn- inni. Áður hefur félagið teflt við Rvík. Rvík 16 vinn. Akur- eyri 4 minn. og Taflfélag Hreyf- ils, Akureyri 16 vinn. Hreyfill 4 vinn. Þetta mun verða barátta um 2.—3. sæti, því Rvík er talin sigurstranglegust. Það væri mjög örvandi fyrir okkar menn, að Akureyringar legðu leið sína í litla sal Sjálf- stæðishússins á laugardaginn og stæðu að baki þeim í barátt- unni. Þarna er mjög góð að- staða að sjá skákirnar og fylgj- ast með. Tefld er tvöföld um- ferð á 10 borðum, 20 skákir. Baráttan hefst kl 10.30 og stendur til kl. 18.00. Lið Akureyrar verður að öllu forfallalausu skipað þessum mönnum: Halldór Jónsson, Jón Björgvinsson, Guðmundur Búa son, Hjörleifur Halldórsson, Hólmgrímur Heiðreksson, Gylfi Þórhallsson, Júlíus Bogason, Jóhann Snorrason, Hreinn Hrafnsson og Kristinn Jónsson. Þess má og geta, að Kópa- vogur er eina liðið í keppninni, sem hefur konu í sveit sinni, hún er þegar búin að tefla tvisvar sem fulltrúi íslands á erlendri grund og staðið sig þar alveg með ágætum. Þetta verður ein tvísýnasta skákkeppni ársins. Örvum því okkar menn. MÆTUM. (Fréttatilkynning) Tryggvi Siglryggsson, Laugabóli I Reykjadal átfræður 20. nóv. FYRIR nokkrum dögum lá leið mín að Laugabóli. Er þangað kom mætti ég Tryggva á leið ofan úr skógarhlíð sinni, með sög í hendi og viðarbol á baki. Þettg sýnir bezt hinn vakandi áhuga Tryggva á umhirðu og grisjun skógarins. Tryggvi og kona hans Unnur Sigurjónsdóttir reistu nýbýlið Laugaból árið 1929. Þar hefur þrekvirki verið unnið, ekki að- eins á sviði landbúnaðar, heldur einnig á sviði skógræktar. Ljóst er að tómstundir hafa þau hjón ekki átt margar og það er fyrst og fremst að afloknu löngu dags verki, sem þau hafa getað sinnt hugðarefnum sínum. Skógar- hlíðin ofan við Laugaból sýnir Tryggvi Sigtryggsson. bezt hvað áunnist hefur fyrir einstakan áhuga og fórnfýsi. Tryggvi Sigtryggsson var einn af stofnendum Skógræktar félags Suður-Þingeyinga, árið 1943. Hann var formaður þess frá upphafi og þar til hann baðst undan endurkjöri á sl. sumri. Allan þann tíma var Tryggvi í fararbroddi í starfi skógræktar- félagsins. Hann hefur ætíð sýnt málefnum skógræktarinnar áhuga og af einlægni lagt þeim lið. Tryggvi hefur mætt á allflest um aðalfundum Skógræktar- félags íslands og starfað þar í ýmsum nefndum. Hann hlaut skógræktarverðlaun Skógrækt- arfélags íslands 1962 og var kjör inn heiðursfélagi þess félags árið 1972. Tryggvi hefur lagt mörgum öðrum málum lið. M. a. var hann formaður Búnaðarsam- bands Suður-Þingeyinga 1948— 60 og í skólanefnd Héraðsskól- ans á Laugum 1934—38 og aftur frá 1942, lengi formaður skóla- nefndarinnar. Um leið og ég þakka Tryggva ánægjulegt samstarf í 25 kr, er það ósk mín og von að skógur- inn í hlíðinni ofan við Laugaból megi dafna og vaxa þeim hjón- um og afkomendum þéirra til æ meiri ánægju og yndisauka. Kona mín og ég sendum Tryggva hlýjar kveðjur og afmælisóskir. ísleifur Sumarliðason. koma húsinu, sem var í niður- níðslu í nothæft ástand. Það starf tókst að loknu þrotlausu starfi og erfiðu og virtist lang- þráður draumur vera að rætast, þar sem skólinn var og sú sýn- ingaraðstaða, sem þad skapað- ist. Hefur öll vinna sem félags- menn lögðu þar fram, orðið að litlu, þar sem Akureyrarbær hefur keypt húsið fyrir Náms- flokka Akureyrar og nýtt hús- næðið starfsemi þeirra þó svo að Myndlistaskólinn hafi fengið þar inni. Ljóst er að málverkasýningar verða ekki haldnar í húsinu þar sem veggir hafa verið rifnir nið ur til þess að húsnæðið megi betur aðlagast þeirri kennslu sem Námsflokkar Akureyrar bjóða upp á. Þarna hefur síðasta vígi Myndlistarfélags Akureyr- ar fallið og verður annað ekki hlaðið í þess 'stað. Er þarna eini boðlegi sýningarsalurinn sem til var á Akureyri rifinn úr höndum félagsins án þess að annar komi í staðinn. Fyrir um það bil 25 árum var Akureyrarbæ gefið listaverk af þeim hjónum Barböru og Magn úsi Á. Árnasyni, og átti það að verða fyrsti vísir að listasafni á Akureyri, sá draumur hefur ekki rætst. Þess má líka geta að árið 1948 höfðu akureyskir frí- stundamálarar stófnað með sér félag, var þess getið í blöðum að bæjarbúar mættu verða hreyknir af því félagi því þá væri þess vonandi að vænta að áhugi á myndlist myndi glæð- ast og auka hin sorglega fá- breyttu tækifæri, sem bæjar- búar hefðu til að kynnast list- um. Endalok þess félags veit ég ekki. ’ Myndlistarfélag Akureyrar gerði sitt til þess að glæða áhuga bæjarbúa á myndlist, en því miður varð aðsókn að sýn- ingum dræm og fjáröflunarleið- ir, sem félagið reyndi, t. d. með því að gefa áhugafólki um mynd list kost á að gerast styrktar- félagar, mistókust nær gjörsam- lega. Virðist hér gæta í vaxandi mæli þreytu í andlegum efnum og virðist hún aukast með hinni efnalegu velsæld, hvernig svo sem á því stendur. Hér hefur verið lögð rækt við tónlist og leiklist um árabil og skáldskap- ur hefur átt hér höfuðból, en myndlist ávallt átt erfitt upp- dráttar og virðist allt benda til þess að svo verði enn. Án ríflegra styrkja og aðstöðu til sýningahalds getur Mynd- listarfélagið ekki starfað í fyrri mynd, og vafasamt hvort grund völlur sé til að reyna það enn frekar. Undirritaður veit að það hefði staðið öðrum nær að rita þessar línur þar sem margir hafa lagt fram meiri vinnu en hann, inn- an Myndlistarfélagsins. Mér hefur verið þetta bréf óljúft verkefni, og ég hefði að sjálf- sögðu kosið að til þess hefði ekki þurft að koma. . En að lokum er þeim hér með þakkað, sem lögðu félaginu lið í erfiðu tafli, sem fór ekki í bið, heldur varð það mát, ef til vill heimaskítsmát en um það má vafalaust deila. Valgarður Stefánsson. JOLAM Kvenfélagið Framtíðin á Akur- eyri hefir gefið út jólamerki í 40 ár. Frú Ragnheiður Valgarðs dóttir, kennari, hefir teiknað merkið að þessu sinni, sem er sérstök þjóðhátíðarútgáfa. Kven félagið hvetur alla Akureyringa FRÆ, SEM NÁÐI FUiL Ármann Dalmannsson: FEÆ, Ijóð 1974 ÞETTA er mikil bók, 160 bls. Kvæðin eru á 7. tug og nokkrar lausavísur. Bókin skiptist í 9 kafla. Ármann gaf út ljóðabók 1959, „Ljóð á lausum blöðum.“ Hún vakti athygli vegna hins heil- steypta persónuleika, er að baki ljóðanna stóð. „Fræ“ speglar hið sama. Ármann er aldamótamaður, er sór eiða ungmennafélaganna um ræktun lýðs og lands. Líf hans allt var helgað ræktun jarðar, í spor hans spruttu blóm og tré. Hann ræktaði einnig líkama sinn og annarra með íþróttum og anda sinn við yrk- ingar og íhygli. Fyrsti kafli bókarinnar heitir Formálsljóð og hefst á kvæðinu Fræ. Það er hvort tveggja lof- söngur og bæn fyrir hinu unga lífi: Eignist þú auðnu slíka til unaðsstunda að hlakka, þá áttu lán þitt líka litla fræinu að þakka. , Annar kaflinn heitir Ætljarð- ar- og árstíðaljóð. Hefði eins getað heitir, Lofsöngur um gróð urinn. Hér yrkir skáldið um það, sem honum er kærast, — gróður jarðar. Og hér er bestu kvæði bókarinnar að finna. T. d. Mosi, Fjóla og síðast en ekki síst kvæðið Landncminn, sem er tvímælalaust besta kvæði bókarinnar, og væri skáld á listamannalaunum fullsæmt af. Landneminn er vitanlega erlent trjáfræ, trúlega greni. Hann hefur séð fræið skjóta rótum og teygja sprotann upp úr mold- inni. Hann veit að það á eftir „að auðga þitt land af fegurð, friði, — fuglakliði og söng: Verða skógur — En þú færð ekki á morgun hans góða gull, þó þú gróðursetjir í kvöld. Hann leggur það fyrst í lófa þess manns, sem lifir á næstu öld. Kvæðið Mosi er mjög gott kvæði. Mosinn, þetta fábreytta lífsgervi, klæðir auðnir upp í hæstu fjöll, bindur fok og fórn- Ármann Dahnannsson. ar sér sem skjól og jarðvegur þeim gróðri, er í spor hans gengur. Raunar má heimfæra kvæðið upp á höfundinn sjálf- an, sbr.: Við föllum í stafi yfir fegurð lands, ef förum vér mosans slóð. Þar er ilmandi gróður og broshýr blóm, blágresi og sóley rjóð. Hann lætur alls staðar eftir sig ilmandi gróður-teig. Þó fær hann engin eftirlaun og engan lárviðarsveig. Vitanlega eru góð kvæði í öllum köflum þessarar bókar inn á milli, því hér kennir margra grasa. Gaman er t. d. að kvæðinu Kveðja til vetrarins. Jóhiiines Wæhl NOKKUR MINNINGARORÐ KA Skáldið ræðir við veturinn og ber margt á góma. Hann finnur jafnvel til skyldleika við hann. Þó ber ýmislegt á rnilli. Vetur- inn er opinskárri en skáldið: Þó að mér virtist eins og eldur brynni eða eg finndi til storma þinna og hríða, þá vissi enginn ofsann í sálu minni. Allir héldu, að þar væri logn og blíða. án þó að eg bryti odd af oflæti mínu og inni í skelinni hýrðist lengur en skyldi, þá dró eg á stundum dám af skaplyndi þínu, en dirfskunni beitti langtum minna en eg vildi. Síðasta kvæði bókarinnar, Litið til baka á afmælisdaginn. Hér lítur skáldið yfir farinn veg. Mann grunar að afmælis- dagurinn sé sá, er hann varð áttræður á sl. hausti. Ellimörk verða þó ekki fundin á kvæð- inu. Því lýkur svo: Eg hugsa um það, er eg stend og stari á stjarnanna eilfíu svið, hvaðan eg kom og hvert eg fari og hvar sé hið „GULLNA HLIГ. Að lokum þetta. — Tileinkun bókarinnar hljóðar svo: „Finnst þér ekki framhaldslífið fræin sanna / er þau vermd af vori hlýju / vakna endurfædd að nýju?“ Mikil speki í látlau'sum búningi. Ármann* á eftir að sannreyna þetta, einnig að finna hið Gullna hlið, þar verður honum fagnað með blómvendi og birkigrein á sínum tíma. K. f. D. í DAG er til moldar borinn Jó- hannes Wæhle, Grænumýri 13 hér í bæ, sem lést á Fjórðungs- sjúkrahúsinu á Akureyri þann 12. nóv sl. Hann mun hafa átt við nokkra vanheilsu að stríða undanfarið, þó hann léti lítið á því bera, því kom andlát hans nokkuð á óvart. Nú síðast hafði hann dvalið rúma viku á sjúkra húsi er hann lést. Jóhannes fæddist í Evanger í Noregi 2. júlí 1908 og dvaldist þar til nítján ára aldurs. í æsku hneigðist hugur hans til mennta, en svo fór með hann sem marga aðra frá þeim tím- um, að sjálfsmenntunin varð hans veganesti og má segja, að þar hafi hann náð furðu langt. Til íslands fluttist hann árið .1929 og vann fyrstu árin hjá Landssímanum við símalagnir, en hóf starf á Skinnaverksmiðj- unni Iðunni árið 1934 og vann þar óslitið til dauðadags. Hann var fjölhæfur verkmað ur, íhugull og útsjónarsamur, hafði vélgæslu á hendi í verk- smiðjunni og þurfti að sinna margvíslegum verkefnum og margslungnum stundum. En þó oft væri kallað á Jó- hannes og kannske af fleiri en einum í senn, var hann æðru- laus og sá alltaf leið út úr vand anum. Hann var maður traust- vekjandi, viðmótsþýður og geð- prúður svo af bar. Við sem höf- um notið samfylgdar hans um áratugi, minnumst hans með virðingu og þökkum samfylgd- ina. Það er vissulega erfitt að trúa því, að Jóhannes skuli vera horf inn okkur fyrir fullt og allt, og tómleikatilfinningin gerir vart við sig. En þannig er mannlífið, vinirnar hverfa einn og einn „og enginn stöðvar tímans þunga nið.“ Árið 1930 kvæntist Jóhannes eftirlifandi konu sinni Birnu Ingimarsdóttur, sem bjó honum ylríkt heimili. Þar var gott að dvelja og njóta ástríkis þessara elskulegu hjóna. Dætur þeirra þrjár tóku að erfðum eiginleika foreldranna, svo að nú þegar Jóhannes er farinn, er það Birnu mikill styrkur að eiga þær að. Til þeirra beinast nú innilegar samúðarkveð'jur frá starfsfélög- um og vinum, með bæn til Guðs um blessun þeim til handa á sorgarstund. J. S. ENDA þótt segja megi, að hið eina, sem okkur mönnunum er gefið að vita fram í tímann, sé að eitt sinn skuli hver deyja, þá er það ávallt svo, að við undr- umst og okkur setur hljóða, Námskeið fyrir verslunarfólk Skipulags- og fræðsludeild Sam bandsins efnir til námskeiðs á Akureyri fyrir starfsfólk í smá- söluverzlun snemma á næsta ári. Námskeiðið er ætlað verzl- unarstjórum jafnt í dagvöru- verzlunum sem sérvöruverzl- unum, verðandi verzlunarstjór- um og öðrum starfsmönnum, sem kaupfélögin vilja mennta til verzlunarstjórnar. Námskeið ið verður í tveimur hlutum, fyrri hlutinn fer fram 20.—31. janúar og seinni hlutinn 10.— 21. marz. kvæmd verður Sigurður Jóns- son, verzlunarráðunautur. Kenn arar verða 10—12 talsins, vænt- anlega flestir þeir sömu og í fyrra. Námskeiðið verður skipu lagt með þeim hætti, að hver nemandi fái tækifæri til virkrar þátttöku. Var þessi háttur hafð- ur á í fyrra og þótti gefast vel. Nú þegar er hægt að skrá nemendur til þátttöku, og verða þeir látnir sitja fyrir sem fyrst sækja um. (Sambandsfréttir ) RÍKISÚTGÁFA námsbóka gef- ur nú út margar bækur, sumar endurbættar frá fyrri útgáfum, aðrar nýjar af nálinni. Sérstaka athygli mína hafa eftirtaldar bækur vakið: ALDAHVÖRF eftir Þórleif Bjarnason rithöfund og fyrrv. námsstjóra, ellefta öldin í sögu Islendinga, hjálparbók (hliðar- bók) fyrir gagnfræða- og fram- haldsskóla, 288 blaðsíður með 262 myndum. Þetta er læsileg bók, yfirgripsmikil og fróðleg, hvergi þó hlaðin þurrum fróð- leik, svo sem töflum og skrám, aðeins fáeinar blaðsíður aftast óhjákvæmilegar skýringar. Þar Góðar undirtektir í fyrra. Fyrsta námskeiðið af þessu tagi var haldið á Hótel KEA síðastliðinn vetur, fyrri tvær vikurnar í febrúar, en tvær hin ar síðari í apríl. Námskeiðið var fullsetið og auðsætt af þeim góðu undirtektum sem það hlaut, að ástæða er til að halda það árlega eftirleiðis. Námskeiðsstjóri verður Gunn laugur P. Kristinsson, fræðslu- fulltrúi KEA, en honum til að- stoðar við undirbúning og fram ERKI og Norðlendinga til þess að styrkja gott málefni með því að kaupa jólamerki „Framtíðar- innar“, cn allur ágóði rennur til Elliheimilanna á Akureyri. — Útsölustaður á Akureyri er pósthúsið. Unalinaar héldu lÉtavelfíi Margir haía lagt fram tíma og fjármuni til þess að mögulegt yrði að kaupa neyoarbíl fyrir Norðurland. — Um síðustu helgi héldu nokkur börn úr 7. bekk í Otídeyrarskólanum á Akureyri hluta- veitu. Söfnuðu þau þannig um 27 þúsund krónur, sein þau hafa afhcnt til styrktar þessu góða málefni. er og stafrófsskrá um félög, fyr- irtæki og stofnanir, svo og mannanafna-registur til mikils hagræðis. Bókin er mjög skipu- lega samin og greinileg, fjöldi millifyrirsagna í þremur letur- stærðum eftir efnislega að- greindum stigum. Fyrsti kafl- inn er kannski óþarflega barna- legur, miðað við gagnfræðastig, en þannig gerður til „bragð- bætis“ á upphafi bókar, sem ætla mætti að væri einungis fræðileg, en er reyndar ótrúlega skemmtileg. Hér er líka fjallað um glæsilegasta kafla sögunnar, öldina sem hefur fært okkur allar framfarirnar, tímabilið þegar stokkið var í einu fram úr grárri fortíð, hlaupið yfir heil þróunarskeið en hafnað uppi á hátindi menningar og tækni. — Höfundur segir í inngangi, að tjaldað muni til skamms tíma með slíkri bók, vegna áforma um breytta kennsluhætti. Vel má vera að svo sé, en eigi að síður er bók hans mjög nauð- synleg eins og á stendur og vel til þess fallin að vera handbók almennings á öllum aldursstig- um. Næst skal nefna bók eftir Pál Líndal borgarlögmann, HIN FORNU TÚN, er fjallar um höfuðborg íslands, stærstu höf- uðborg í heimi, miðað við mann fjölda þjóðarinnar, „tilraun til að gera nokkuð alhliða grein fyrir Reykjavík í fortíð og nú- tíð“, segir höf. í inngangi. Bók- in er að allri gerð systurbók ALDAHVARFA Þórleifs náms- stjóra, meira þó sniðin fyrir al- menning en skólana. Hér er um nýjung að ræða, mjög vanda- samt verk, einkum í þyí.að velja og hafna, þar sem af svo miklu er að taka. Verður ekkert full- yrt hvernig það hefur tekizt, en bókin er í alla staði éiguleg og mjög girnileg til fróðleiks. Hún er 215 bls., prýdd 170 myndum og nafnaskrá (og atriðisorða) aftast. Þá vil ég nefna bókina ÍS- LENSK RÉTTRITUN eftir Hall dór Halldórsson prófessor, leið- beiningabók fyrir kennara og annað áhugafólk um stafsetn- ingu, gefin út að tilhlutan menntamálaráðhera í tilefni af fyrirmælum um breytingar á ísl. stafsetningu í maí á þessu ári. Hér er um að ræða vandaða handbók hins færasta manns um efni, sem öllum er nauðsyn- leg. Að lokum get ég um litla og fallega bók eftir þrjá kennara (Björgvin Jósteinsson, Helgu Magnúsdóttur, Þóru Kristins- dóttur), VIÐ LESUM, undir- titill MYNDLESTRARBÓK. í leiðarorðum er talið að bókin sé hjálpartæki við móðurmáls- kennslu og fyrsta hefti nýs lestrarkennsluefnis, en þó megi nota hana sjálfstætt. Enginn venjulegur lestexti er í heftinu, allt myndir til þeSs gerðar að skoða, athuga og ræða um í þeim tilgangi að byggja upp orðaforða barnanna. Þetta er því mjög nýstárleg „lesbók“ en trúléga hin þarfasta, sé rétt á haldið. Allar þessar bækur eru unn- ar af smekkvísi og vandvirkni eins og aðrar bækur þessarar útgáfu. Jóhannes Óli Sæmundsson. þegar við stöndum frammi fyrir þeirri staðreynd, að einhver vin ur eða vandamaður hafi verið kallaður burt frá okkur. Þannig fór um mig, er ég frétti lál vinar míns Jóhannesar Wæhle. Jafnvel þótt mér væri það kunnugt, að hann hafði um alllangt skeið ekki gengið heill til skógar, fannst mér það svo fráleitt að við fengjum ekki að njóta samverunnar við hann enn um sinn. Njóta glaðlyndi hans og alvöru, sem átti sér þann eiginleika, að okkur fannst við alltaf fara betri menn af hans fundi en við komum. Slík- ir voru eiginleikar hans og slíkt var það andrúmsloft, sem hon- um jafnan fylgdi. Mér er það ennþá minnisstætt, er fundum okkar bar saman í fyrsta sinn, fyrir um það bil fjörutíu árum. Hann kom þá, ásamt konu sinni, niður á Slát- urhús K.E.A., þar sem ég starf- aði. Voru þau að velja sér vetr- arforða í bú sitt og kom í minn hlut að afgreiða þau. Fannst mér þá, við þessa fyrstu sýn, að þessi hægláti maður og kurteisi, hafa á mig einhver þau áhrif, sem fylgdu mér löngu eftir að hann hafði lokið erindi sínu og var horfinn út úr mínum venju- lega sjóndeildarhring. Nokkrum árum seinna, hófust svo hin raunverulegu kynni okkar, þegar ég hóf störf hjá Skinnaverksmiðjunni Iðunn, en þar var hann þá fyrir og hafði starfað um árabil. Tókst fljót- lega með okkur góður kunnings skapur, sem staðið hefir órofinn síðan og ég verð honum ætíð þakklátur fyrir. Jóhannes var fæddur og upp- alinn í Noregi, en kom hingað til lands upp úr tvítugsaldri og var hér búsettur upp frá því. Má því segja, að hér hafi hann ynnt af hendi ævistarfið. Var hann líka orðinn meiri íslend- ingur en margir þeirra, sem hér eiga uppruna sinn og ætterni, enda þótt hann bæri jafnan hlýj an hug til ættlands síns og væri ávallt reiðubúinn að greiða götu landa sinna, sem hingað áttu leiðir sínar. Sýndi það glöggt drenglyndi hans og hvern mann hann hafði að geyma. Ég gat þess fyrr, að við fyrsta fund okkar hefði hógværð hans og hæglæti haft á mig undarleg áhrif. Svo var það og ávallt síð- an. Jafnvel þótt hann gæti verið manna glaðastur á góðum stund um, var alvaran þar alltaf að baki. Og' það var hún, sem skap- aði það andrúmsloft, sem hon- um jafnan fylgdi. Ekki hafði Jóhannes langa skólagöngu að baki, en þó var hann vel að sér um marga og ólíkustu hluti. Komu þar til góð ar gáfur hans og sterk athygli á öllum sviðum. Öll störf léku í höndum hans. Og löndin hans bæði, og saga þeirra, voru hon- um vel kunn, enda naut hann þess að ferð'ast og skoða um- hverfi sitt. Jóhannes Wæhle lét aldrei mikið á sér bera né sóttist eftir metorðum eða völdum, og mun því nafn hans varla skráð feitu letri á spjöldum sögunnar. En hann gekk heill að hverju því starfi, sem hann tók sér fyrir hendur og hann átti sér óskorað traust allra þeirra, sem honum kynntust. Á minningarblöðum þeirra, verður mynd hans skýr og ekki gleymast þótt árin líði. Ég sendi konu hans og dætr- um rnínar innilegustu samúðar- kveðjur. Páll Helgason. jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.