Dagur - 20.11.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 20.11.1974, Blaðsíða 8
Dagu Akureyri, miðvikudaginn 20. nóv. 1974 NÝKOMIÐ ÍBELO rafmagns- kveikjarar, mikið úrval, rei mesri S'glufirði, 17. nóvember. Aflinn hefur verið sæmilegur, þótt hafi verið heldur tregari en áður, einkum á stærri bátana. Línuaflinn hefur verið mjög sæmilegur. Handfærabátarnir eru hættir veiðum, eins og gefur að skilja. Það er kominn mikill afli á land á Siglufirði í sumar, og mikil vinna í sambandi við hann. Atvinna er ágæt og allai; helstu atvinnustöðvar í fullum gangi svo sem Siglósíld, sem ftamleiðir nú vörur fyrir Sovét- ríkin úr saltsíld og Húseiningar, sem hafa vaxandi verkefni. Menn frá Húseiningum fóru í Skagafjörðinn og settu upp hús í Hegranesi í byrjun þessa mánaðar. Þeir voru 10 daga að steypa grunninn og setja húsið upp. Annað hús settu þeir upp hér í Siglufirði, svo sem Dagur sagði fyrr frá. Og svo er náttúr- lega vinnan við fiskinn. Segja má, að það sé velmegun hér. eins og raunar á öðrum stöðum á landsbyg'gðinni, mikil atvinna og mikil kaupgeta. Það er að vísu verðbólga og kaup- gleði fólksins er kannski einum um of. En þar held ég að fjöl- miðlar eigi verulega sök, með því að ræða um verðbólguna og örva það kaupæði, sem öðru FINNSKI söngvarinn Jorma Hynninen og landi hans Ralf Gothóni píanóleikari flytja laga flokk eftir Schumann, Rauta- vaara og Hugo Wolf á tónleik- um í Borgarbíói, sunnudaginn 24. nóvember og hefjast tón- leikarnir kl. 17.15. Finnski söngskólinn hefur vakið á sér athygli víða um heim, því þaðan hafa komið margir afburðasöngvarar, sem hlotið hafa alþjóðaviðurkenn- ingu. '• •' •• L . ... . Jorma Hynnjnen er valihn af sambandi finnskra tónlistar- manna, til þess að ferðast um Norðurlöndin, og er sú ferð lið- ur í norrænu samstarfi, þar sem besti fáanlegi fulltrúi úr hópi SUNNUDAGINN 10. þ. m. var haldinn í sal Tónlistarskólans aðalfundur Tónlistarfélags Ak- ureyrar. Var það fyrsti aðal- fundurinn samkvæmt nýjum félagslögum, samþykktum í janúar sl. Er félagið opið öllum þeim, sem áhuga hafa á tónlist, enda greiða þeir sem félagsgjald andvirði aðgöngumiða á fasta tónleika félgasins. Á aðalfund- inum var kosið í félagsráð, sem síðan valdi þriggja manna stjórn á fundi viku síðar. Formaður var kjörinn Jón Hj. Jónsson, Langholti 31,. en aðrir í stjórn Orn Baldursson og Magnús Kristinsson. Fráfarandi stjórn, sem setið hafði fjögur ár, baðst undan endurkjöri. Á aðalfundinum gerði fráfar- andi formaður, Jón Hlöðver Ás- ia gekk að reka hrossin KOMINN er mjög mikill snjór í Skíðadal og framanverðum Svarfaðardal, og jarðlaust fyrir allar skepnur. Um helgina voru hross sótt fram á Þverárdal. Var þar svo mikil ófærð, að reka þurfti hrossin eftir auðri ánni til byggða, en erfiðlega gekk að koma þeim í ána, en tókst þó. Um annað var ekki að ræða til að bjarga hrossunum. Mun slíkt fátítt um þetta leyti árs. □ - tónlistarmanna hvers lands, er valinri til slíkrar ferðar. Jorrria' Hynninen, sem er barítón, hlaut fyrstu verðlaun í alþjóðlegri sönglteppni árið 1970, ög ári síðar vann hann einnig nöyrænu einsöngskeppn- ina, sem háldin var í Helsinki. PÍarióleikarinn Ralf Gothóni eri-28 ára gamall, en hélt sína fyrstu tónleika 15 ára. Hann hefur hlotið rnikið lof fyrir frá- bæra frammistöðu jafnt í ein- léilt, sem- samleik, Aðgöngumiðasala fer fram í bókabúðinni Huld og einnig við innganginn. Athugið að félagar, sem rit- aðir eru inn á félagaskrá fá að- göngumiða á lægra verði. kelsson, grein fyrir starfsemi félagsins á árinu. Áætlað hafði verið að halda 5 tónleika, þar sem eftirtaldir listamenn áttu að koma fram: (1) Halldór Har- aldsson píanóleikari, (2) Blás- arakvintett'Gunnars Egilssónar, (3) Philips Jenkips píanóleikari, (4) Hafliði Hallgrímsson selló- leikári og (5) Nancy Deoring óperusöngkona. Tónleikum nr. 2 varð að frerta vegna ófærðar, en þegar að því kom, að þeir skyldu haldnir síðar á starfs- árinu, reyndist það útilokað veg'na fjárskorts. Vakin er at- hyg'li áskriftarfélaga á því, að miðar þeirra á þessa tónleika fást endurgreiddir hjá gjaldkera félagsins. Auk áskriftartónleikanna fjögurra voru haldnir einir auka tónleikar, þar sem Sigríður Elfa Magnúsdóttir söngkona kom fram, og ennfremur kynningar í skólum bæjarins. Gjaldkeri fráfarandi stjóm- ar, Hörður Kristinsson, las upp reikninga starfsársins. Sýndu þeir, að félagið berst mjög í bökkum fjárhagslega, og að- sókn hefur ekki reynst næg til að tryggja fjárhagslegan grund- völl tónleikahalds, þrátt fyrir nokkurn styrk frá bæjaryfir- völdum. í almennum umræðum komu fram raddir um að leggja yrði niður starfsemina af fjárhags- ástæðum um stundarsakir að minnsta kosti, en þó voru hinir fleiri, sem vildu gera tilraun til að halda uppi umfangslítilli, en markvissri starfsemi, s. s. örfá- SMATT & STORT hverju grípur um sig. Því miður fer það stundum svo, að fólk lcaupir og kaupir, meira og minna í hálfgerðri vitleysu. Velmegun mun aldrei hafa verið meiri en verið hefur að undanförnu, þrátt fyrir dýrtíð- ina. J. Þ. FIMM DAGA ÁÆTLUN hefst á Dalvík mánudagskvöldið 25. nóvember n. k. í Skátalieimilinu kl. 20.30. Þessi námskeið eru nú orðin alþjóð kunnug. Alls stað- ar hefur verið góð aðsókn að þeim og' árangur reynzt prýði- legur. . . . Stefnan í reykinga- málunum hefur gjörbreytzt á þann hátt, að stöðugt fjölgar þeim, er vilja hætta að reykja. Fyrst og fremst liggur þeirri stefnubreytingu til g'rundvallar heilsutjónið, sem nú er öllum læknavísindaleg alkunna, og í öðru lagi kostnaðurinn. Tóbakið hækkar eins og önnur vara. Þannig sparast stórfé með því að hætta að reykja. Leiðbeinandi læknir.við nám skeiðið á Dalvík verður Eggert Briem héraðsíseknir, Dalvík. Vonandi nota Dalvíkingar vel tækifæri sitt eins og reynslan hefur verið annars staðar. Jón Hj. Jónsson. $ Akureyrar um tónleikum með þekktum listamönnum, kynningum í skól um bæjarins, skemmtistarfsemi o. þ. h. Fyrstu tónleikar þessa starfs- árs verða í Borgarbíói næstkom andi sunnudag kl. 17.00. Koma þa-r fram finnski barítonsöngv- arinn Jorma Hynninen og Ralf Gothoni píanóleikari. HROSSAÞJÓFNAÐUR í síðustu viku kornu menn að sunnan norður á Hvammstanga með þrjú hross til slátrunar, sögðust hafa keypt þau í Skaga- firði. Hrossunum var ekki slátr að vegna gruns um, að ekki væri allt með felldu lrvað einar- réttinn snerti. Fljótlega kom í ljós, að hrossin höfðu verið tek- in ófrjálsri hendi við bæinn Fossá í Kjós. Tveir menn sitja nú í varðhaldi í HafnarfirÖi og hefur annar þeirra játað á sig þjófnaðinn. Játning liggur fyrir um sjö lirossaþjófnaði. MARGIR VÖKNUÐU Fréttir herma, að margir lirossa eigendur hafi nú haft samband við lögregluna vegna týndra lirossa. Telja margir, að þetta sé naumast í fyrsta sinn, sem stolin hross séu flutt í slátur- liús, þótt upp kæmist í þetta sinn. Að vísu liefur grunur leik ið á þessu, ennfreniur að naut- gripum liafi verið stolið í haga. Þá kunna surnir eldri menn frá því að scgja, að hross liafi horf- ið úr haga um svipað leyti og hestasölumenn hafi farið um með hrossahópa. En hvað sem sögusögnum líð- ur, hefur hrossaþjófnaður nú verið upplýstur, og er því fyllri ástæða en áður til þess að vera á varðbergi í þessu efni, e. t. v. með merkingu hrossanna og einnig með meira eftirliti á hrossum, sem komið er með á sláturhús landsins. GÓÐ ERINDI BRAGA Bragi Sigurjónsson á Akureyri liefur í útvarp flutt þrjú erindi um jafnmörg skáld á Akureyri, þau Guðmund Frímann, Ileið- rek Guðmundsson og Kristján frá Djúpalæk. Þessi erindi vöktu verðskuldaða athvgli á þessum góðskáldum bæjarins, voru vel samin og vel flutt og höfundi sínum til hins mesta sóma. MEIRA UM BYGGINGA- LÁNASJÓÐ BÆJARINS f síöasta blaði var sagt frá út- hlutun lána úr Byggingalána- sjóði Akureyrar. í fréttinni var sagt, að úthlutað hefði verið lán um til 8 húsbyggjenda, að upp- hæð 75 þús. kr. til hvers, en átti að vera til 78 húsbyggjenda, að uppliæð 75 þús. kr. til hvers, eða samtals 5,85 millj. kr. auk 9 lána út á eldri gömul hús, samtals 315 þús. kr. Eins og af þessum tölum sést, er lánageta sjóðsins ekki mikil, og væri liugsandi að breyta lánareglum sjóðsins þannig, að meira kæmi í hlut hvers. Jafnve! væri athug andi að beina þcssu fjármagni að leiguíbúðabyggingum á veg- um bæjarins. BISKUPSSETUR Öðru hverju eru umræður um stofnun biskupsstóls á Hólum í Hjaltadal, sem á að vera einn þáttur í endurreisn hins forna biskupsstóls og skólaseturs Norðlendinga. En Ieiðinleg er sú hálfvelgja í þessu máli, sem maður verður oft var við. Til dæmis liefur sú skoðun komið fram, að ef tveir verða aðal- biskupar landsins, auk vígslu- biskupa, eigi sá norðlenski að sitja á Akureyri. Ennfremur hefur sú tillaga komið fram, að sá biskup gæti dvalið í suniar- liúsi á Hólum á sumrin. ANNAÐ HVORT EÐA ... í þcssu máli er fyrst og fremst um það að ræða, hvort endur- reisa eigi -Hólastað til stærri lilutverka en nú er. Þeir sem það vilja, eiga ekki að vera með neina hálfvelgju en vinna heils- hugar að bisupsstóli á Hólum, einnig kristilegum lýðliáskóla þar, ef skólinn í Skálholti getur vísað veginn í því efrii, og jafn- vel án þess að hann sé hafður að leiðarljósi. KAPPSMÁL Mörgum kirkjunnar mönnum virðist vera það mikið kapps- mál, að afnema prestkosningar í núverandi mynd, en láta í þeirra stað safnaðarfulltrúa og sóknarnefndir kjósa prestinn. Það er alveg furðulegt, að am- ast sé við almennum prestkosn- ingum í eins miklu lýðræðis- þjóðfélagi og við teljum okkur þó flest fylgjandi. Og ekki gekk það svo greiðlega fyrir almenn- ing í landinu að fá þær frjálsu prestkosningar leyfðar, sem nú (Framhald á blaðsíðu 2) Góðtemplarareglan, unglinga- reglan og íslenzkir ungtemplar- ar hafa tekið þennan dag til kynningar á starfsemi sinni í landinu. Á Akureyri verður kynning á starfsemi Reglunnar í félags- heimili templara, Varðborg, kl. 1—3. Opinn stúkufundur kl. 4, þar sem öllum er heimill aðgangur. Opinn stúkufundur verður í Víkurröst á Dalvík kl. 8.30. Þar eru einnig allir velkomnir. Á Þessum fundunt verða ræð- ur, skemmtiatriði og kafíiveit- ingar. Aðalræðumaður dagsins er Indriði Indriðason rithöf- undur. Sjá auglýsingu í blaðinu í dag. □ (Fréttatilkynning) Leikmynd úr Mclkorku, sem vcrið er að sýna í Laugarborg. — Sjá auglýsingu.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.