Dagur - 27.11.1974, Blaðsíða 5

Dagur - 27.11.1974, Blaðsíða 5
4 Skrifstofur, Ilafnarstræti 90, Akureyri Síniar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Athafnir, sem öilu skipta Á liðnum áratugum hefur mikið verið rætt um þá þróun, sem orðið hefur á búsetu landsmanna. Straum- urinn frá landsbyggðinni til Faxa- flóasvæðisins var flestum liugsandi mönnum áhyggjuefni. Af liendi stjórnvalda var of lítið hamlað á móti, t. d. öll viðreisnarárin. Þegar Gísli heitinn Guðmundsson fór að ræða og rita um byggðastefnuna og gera tillögur á Alþingi urn raunhæfa framleiðsluuppbyggingu landsins alls, reyndu andstæðingar lians að gera málið hlægilegt í augum al- mennings og bentu gjarnan á, að fólksflutningar til höfuðborgarsvæða væru ekki xslenskt fyiirbæii, heldur alþjóðlegt vandamál, sem ekkert væii við að gexa. Þetta væri þróun tímans, sem ekki yrði stöðvuð. En Gísli Guðmundsson og samherjar hans á Alþingi og utan liéldu mál- inu á lofti og unnu því vaxandi fylgi. Andstaðan við byggðastefnuna fór þvenandi og svo fór að lokum, að allir stjórnmálaflokkar landsins tóku hana upp í stefnuskrá sína, a. m. k. í orði. Þó geiðist ekkert í málinu öll við- reisnaráiin. En eftir alþingiskosning ainar 1971 fékk Fiamsóknaiflokkur- inn stjórnarforystuna í vinstri stjóm- inni, sem þá var mynduð, og þá fékk flokkurinn tækifæii til að sýna byggðastefnuna í verki. Ekki er því að leyna, að hinir stjómarflokkarnir fylgdu byggðastefnunni meira í orði en á borði, t. d. varðandi landbúnað- inn. Þeir reyndust einnig ófáanlegir til að fallast á tillögur framsóknar- manna um 300 millj. kr. áilegt fram lag til Byggðasjóðs og varð framlagið af þeim sökum aðeins 100 millj. kr. Þrátt fyrir þetta urðu alger ixm- skipti í byggðamálunum. Fram- leiðsluuppbygging landsins alls varð að veruleika. Fólksflutningar til Faxaflóasvæðisins stöðvuðust. í fyista sinn náðist eðlilegt jafnvægi í íbúðabyggingum og búsetu, og ]>etta gerðist þrátt fyrir vanmátt Byggða- sjóðs. Þegar fréttamenn málgagna við- reisnarflokkanna fara um landið og sjá með eigin augum þau umskipti, sem urðu undir stjórnai'foiystu Ólafs Jóhannessonar á vinstri stjómar- ámnum, geta þeir ekki orða bund- ist. Og er þeir ræða við fólkið á landsbyggðinni, fá þeir hvarvetna sama svarið: Þetta er byggðastefna framsóknarmanna í verki. Þessari stefnu verður að fylgja nxx og eftirleiðis. □ NÝR leikhússtjóri á Akureyri er Eyvindur Erlendsson. Hann er úr Biskupstungum ættaður, húsgagnasmiður að iðn, lauk námi við Leikskóla Þjóðleik- hússins og nam síðan leiklist og leikhúsfræði í Moskvu. Heim kominn stundaði hann leikhús- störf í Reykjavík fyrstu árin, en hóf síðan búskap á Heiðarbæ í Villingaholtshreppi í Árnes- sýslu og býr þar enn, ásamt konu sinni, Sjöfn Halldórsdótt- ur og fjórum börnum. Nú í vetur býr 'leikarinn ásamt fjöl- skyldu sinni hér á Akureyri. Sjálft mun leikhúsið gefa leikhússtjóranum sinn vitnis- burð með þeim mörgu verkefn- um, sem þar verða flutt á þessu leikári. Dagur ræddi við leikhússtjór ann nú í vikunni og fer það samtal hér á eftir. Skrýtið uppátæki af kvænt- uni iðnaðarmanni að fara í fimni ára leiklistarnám í Moskvu? Já, einkum fyrir mann, sem var illa að sér í málinu og þurfti að eyða hálfu ári í það að kom- ast dálítið niður í rússneskunni. Þetta kostaði allmikil heilabrot áður en ákvörðun var tekin um Rússlandsför. j , ■ " > 1! En hvernig líkaði þér svo við Rússana? Ég leit nú aldrei á þá frá hin- um algengustu sjónarhornum, svo sem út frá pólitík, verslunar háttum, framleiðslu og þess háttar. Hvorki er ég félagsfræð- ingur né kaupsýslumaður og sinnti þeim málum því lítið. Ég kynntist þeim eingöngu af því, hvaða andlitum þeir sneru að mér, sem nemanda og langt að komnum manni. Auðvitað tók ég eftir ýmsu því, sem er ein- kennandi fyrir Rússa, svo sem það hvað þeir eru ótrúlega um- hyggjusamir, eða kannski af- skiptasamir um náungann. Þar er ekki nokkur leið fyrir einn eða neinn að vera í friði, eins og hér tíðkast svo mjög. Það virtist óþekkt fyrirbæri, að menn lifðu út af fyrir sig. Menn taka svo mikinn þátt í málefn- um annarra manna, að furðu sætir. Þú vilt kannski nefna dæmi uni það? Eitt sinn stóð gömul kona út á miðri götu í miklu frosti og grét hástöfum. Sá ég þetta því ég var á leið heim til min. Það skipti engum togum, að Rússi, er leið átti þar um, nam staðar og spurði hvað væri að. En gamla konan hrópaði í örvænt- ingu sinni yfir því, að dagurinn væri minningardagur um þá sem féllu í síðasta stríði og hún var að koma frá því að leggja eitthvað á leiði sonar síns. Brátt safnaðist að múgur og marg- menni utan um gömlu konuna. Konan var alveg óhuggandi en fólkið jafn iðjusamt og ákaft við að reyna að hugga hana. Allir höfðu huggunarorð á reiðum höndum og margir vildu fá hana heim með sér til að drekka með sér te og láta huggast, því þetta væri í raun og veru allt í lagi. Þetta endaði með því, að einn nágranni hennar tók hana með sér heim og fylgdi þá álit- legur hópur fólks á eftir. Síðan hefur eflaust verið sest að te- drykkjunni og konan þar tekið gleði sína. Það síðasta, sem ég heyrði fólkið segja við .gömlu konuna var þetta: Allt í lagi mamma, allt í lagi mamma. En eldri konur eru jafnan kallaðar mömmur. Eru Rússar miklir trúmenn? Það held ég þeir séu, og í því sambandi detta mér í hug orð prestsins míns, séra Eiríks á Torfastöðum, sem einhvern tíma var að því spurður, hvort hann, Það er dásamlegt að láta vorið segja sér fyrir verkum SEGIR EYVINDUR ERLENDSSON LEIKHÚS- STJÓRI Á AKUREYRI í VIÐTALI VIÐ DAG svona menntaður og gáfaður maður gæti trúað meyfæðing- unni. Hann svaraði: Ég trúi því, sem ég vil trúa. Ég var í Moskvu á þeim tíma er Krústjoff var vikið frá völd- um. Daginn áður töldu allir hann óumdeilanlega mestan allra rússneskra leiðtoga. En svo fékk hann meirihluta æðsta ráð'sins á móti sér og var vikið frá. Vinir mínir voru svolítið undrandi og skildu ekki hvað hafði skeð. En sú undrun stóð ekki nema einn dag og þarnæsta dag trúðu því allir, að hann væri hinn versti fantur. Flestir, sem ég þekkti, tóku mikið mark á því sem fjölmiðlarnir sögðu og efuðust ekki um, að það væri bæði satt og rétt. Þetta er öfugt við það sem er hér á landi, þar sem fólk virðist varla taka mark á einu eða neinu og rökræðir endalaust og efast mikið um hlutina. Það skiptir e. t. v. ekki svo miklu máli hvað menn skrifa hér í blöð, nema þegar um ærumeiðingar er að ræða, þá er því framúrskarandi illa tekið. En austurfrá verða menn að standa við orð sín, og ef ekki dugir minna, þá að gjalda fyrir þau með lífi sínu. Tilfinningamálin? Án þess ég vilji gera lítið úr okkar þjóð á sviði tilfinninga- mála, álít ég Rússa þar meiri á allan hátt, a. m. k. á ytra borð- inu. Á sviði ástalífsins, finnast auðvitað öll afbrigði og í því efni skiptist fólk mjög í viðhorf um sínum og breytni. Stelpur og strákar svona 14—15 ára sofa hjá og þótti það svo sjálfsagður hlutur, að ekki væri umræðu- vert. En stúlku kynntist ég 19 ára gamalli, sem vissi ekki hvað an börnin koma. Maður kynnist þarna algerum púrítönum í sið- ferði og einnig svo frjálslyndu fólki, að kalla má algert frjáls- ræði í þessum efnum. En þetta er nú auðvitað fyrst og fremst einkenni stórborga, fremur en þjóðar. Þótt menn skandaliseri í ástamálum, er mönnum fyrir- gefið, ef heitar tilfinningar liggja að baki. Rússar eru, held ég, meiri nautnamenn en við, að minnsta kosti opinskárri nautnamenn. Ekki man ég til þess að hafa í Moskvu heyrt nokkurn hafa orð á því, að það væri óhollt að reykja. En hins vegar voru menn ósparir á að sýna, hvernig þess yrði best notið, svo sem með því að sjúga reykinn alveg niður í lungu. Svipað gilti um vínið, allt þar til komið er á það stig, að um sjúkdóm eða alkoholisma er að ræða. í pólsku sjónvarpsmyndinni Bændurnir, er lýst hrjúfu ásta- lífi, og á ýnxsan hátt frumstæðu. Er þetta einnig einkennandi fyrir Rússa? Þeim finnst, skildist mér, eðli legt að ástinni fylgi skapofsi og áflog milli karla og kvenna. Það er til rússneskt máltæki, sem hljóðar svo: Ef hann ekki lem- ur, elskar hann ekki. En hversu raunhæft þetta er nú á dögum, veit ég ekki. Ég hef það á með- vitundinni, að Rússar tali af meiri alvöru um ástina en tíðk- ast hér á okkar landi og taki hana alvarlegar en við. Og þeir viðurkenna meira en við rétt hinna viðkvæmu tilfinninga. Þeim er gjarnara en okkur, að tjá tilfinningar sínar og gera aðra þátttakendur f þeim. Þar þykir ekki hæfa, að bera harm sinn í hljóði. Það þykir bara vantraust á náungann að gera það. Þetta gerir lífið að ýmsu leyti auðveldara og e. t. v. auðugra. Eyvindur Erlcndsson, Ieikliússtjóri. Viltu segja eitthvað frá skól- anum? í skólanum var auðvitað mik- ið og merkilegt mannlíf, þar sem ysinn og þysinn hljóðnaði ekki allan daginn. Nemendur voru um 800 og húsakynni held ur þröng, viðfangsefnin ætíð næg og meira en það. Þar lærði ég meðal annars að vinna hljóð- lega vinnu í hávaða á skóla- gangi. Það var lítið um næði, svo vart var finnanlegt, og þá þui'fti maður að venja sig á að vinna við þær aðstæður og mér tókst það allvel, þótt fólkið streymdi þar fram og aftur. Þar fannst mér best að vera einn með sjálfum mér. Nemendur voru í hinum ýmsu greinum leiklistarinnar og við skólann kenndi hámenntað leiklistar- fólk, ennfremur leikarar úr leik húsum borgarinnar. Mun skól- inn stærsta stofnun sinnar teg- undar, skammstaðað G.I.T.I.S. eða Námsstofnun ríkisins i leik- list og leikhúsfræðum. Kennd er leiklist og leiklistarfræði, saga tónlistar og heimspeki og yfirleitt reynt að gefa nemend- um eins mikla yfirsýn yfir heimsmenninguna og kostur er og hver og einn getur á móti tekið, og hægt er að komast yfir í fimm ára námi. Burtfarar- próf eru ekki gefin beint úr skólanum, heldur þegar nem- endurnir hafa lokið sjálfstæðum verkum, t. d. leik eða leikstjórn og þannig staðfest kunnáttu sína í reynd í starfandi leikhúsi. Sjálfur var ég í leikstjórnar- deild dramatískra leikhúsa. En við skólann skiptist þetta í tvær leikstjórnardeildir, eri hin mið-' ast við óperuleikhús. Leikara- deildir skiptast með sama hætti og svo -er danskennaradeild og ballettmeistaradeild. Ennfrem- ur er þar sú deild, sem kölluð er leikhúsfræði og er hún fyrst og fremst fyrir þá, sem ætla að skrifa um leikhús, bæði sögu- lega og gagnrýni. Við höfðum 60 kennslustundir á viku, fyrir utan allan æfinga- tíma, svo tíminn var aldrei næg ur fyrir þessi miklu verkefni, sem við fengumst við. Tíminn leið þvf oftast fljótt, að því er mér fannst, þótt fyrir kæmi að maður saknaði síns fólks og fyndist þá veturinn langur. Ég var 25 ára þegar ég fór í skól- ann. Margir nemendurnir voru eldri en margir einnig yngri. Þarna voru menn sem lokið höfðu prófi í öðrum háskóla- greinum og voru að leita að sjálfum sér í leiklistinni og þeir voru miklu eldri en ég. Skemmtanalíf mikið, þegar tími vannst til? Ekki eins og hér tíðkast. Dans inn var t. d. mest iðkaður í skól unum en við sóttum auðvitað leikhúsin fast og áttum að hafa frían aðgang að þeim og stund- um var farið á veitingahús til að eta, drekka og rabba saman. Þótt við hefðum uppáskrift skólans um frímiða í leikhúsin, var stundum svo fullt, að okkur var alveg ofaukið. Einu sinni komum við nokkuð margir og ætluðum að horfa á leiksýningu, en var meinað það og talið vegna þrengsla. Við mölvuðum þá upp hurðina, en þá kom þar ungur lögregluþjónn, lítið eitt snöggur upp á lagið og dró þeg- ar upp skammbyssuna. Veit ég ekki hvernig farið hefði, ef ekki hefði borið að annan og eldri lögregluþjón, sem afvopnaði þann unga. Við fórum svo inn, hentum fi'ökkum okkar í fata- geymsluna, því við fengum ekki afgreiðslu þar. Svo kollhlupum við kerlingu og bætti það ekki okkar málstað. Nú, þegar við fórum út, var þetta allt gleymt og var ekkert rifjað upp. Við fengurn meira að segja af- greiðslu í fataherberginu. Af þessu hefðu auðvitað orðið eftir mál hér á landi. Svo skemmtu menn hér með því að koma saman í heimahús- um. Einn ágætur karl frá Grúsíu seldi okkur rauðvín úti í járnbrautarvagni stundum á kvöldin. Það var oft skroppið til hans með kaffiketil að vagn- inum. En sá sem sendur var, þurfti að kuna leyniorð, sem ég er búinn að gleyma og skildi aldrei. En það dugði eins fyrir því. Karlinn opnaði ekki nema fyrir þeim, sem kunnu leyni- orðið. Þetta var ágætt vín. En hann blandaði stundum í það tóbaki, svo það liti út fyrir að vera sterkara en það var. Af þessu fengu menn svima. Mikil náttúrufegurð? Já, og það er ótrúlega ódýrt að ferðast í Rússlandi, til hinna mörgu, fögru og frægu staða. En þótt þetta kostaði næstum ekkert, hafði ég ekki efni á að ferðast mikið. Aldrei fór ég t. d. til Síberíu. Það tók hálfan mán- uð með lest að fara austur til Bækalvatnsins. Moskva er full af fegurð, sem ég hafði ekki kynnst áður, svo sem stórskógunum. Ég átti marg ar ferðir þangað. Vetrarskógur- inn, svo þegjandalegur sem hann er; með sína miklu, beinu og kannski 10 metra trjástofna, sem loka með greinum sínum að ofan, er áhrifamikill, og svo sumarskógarnir. Inni í Moskvu- borg sjálfri er mikill skógur. Þar eru hirtir og þar var mér sagt að væru einnig úlfar. Þetta er stórt skógarsvæði og auðvelt að villast þar og verða úti. Oft fór ég þangað en aldrei langt inn í skóginn. En heim konxinn, þrítugur að aldri? Þá setti ég upp sýningu hjá Leikfélagi Reykjavíkur, vann lijá Grímu og Þjóðleikhúsinu, setti Gísl á svið á Akureyri, var einn af Leiksmiðjumönnunum og má segja, að ég hafi unnið leiklistinni ein þrjú ár. Öll þessi vinna ólli mér talsverðum von- brigðum og ég fann eiginlega ekki fótfestu og fannst mér ekki takast vel í neinu, svo ég hætti því. Og þá fórstu að búa? Já, fór upp í sveit og fór að búa í Heiðarbæ í Flóa, en þaðan er konan mín og þar höfum við búið siðan. Ég byggði fjós og hlöðu og þessháttar strax fyrstu árin. Hvort ég fann sjálfan mig þar, veit ég ekki með vissu. En ég leit ekki upp úr verkum fyrstu tvö árin, en þegar varð ögn minna að gera hjá mér fannst öllum í kring alveg sjálf- sagt að ég setti upp leiksýning- ar. Ég leiddist smám saman út í það á ný. Og svo vann ég við þetta í Reykjavík síðustu tvo vetur, slæddist inn í eina eða tvær nefndir, sem fjölluðu um leikhúsmál og var svo flæktur í þetta á nýjan leik. Og nú er ég kominn hingað. Búskapnum held ég þó áfram og hef ágætt fólk á búi mínu. Hver veit nema ég græði á búskapnum í ár? Á búinu erú eingöngu nautgripir og fáeinir hestar. Hefur þér liðið vel við bú- skapinn? Oft mjög vel, en ekþi sam- fellt. Ég kvíði fyrir því allan síðari hluta vetrarins, er ég kem út í skemmu og hugsa um vorið, að eiga eftir að lyfta öllum hundrað punda áburðarpokun- um, áður en nýgræðingurinn fær innihald þeirra. Mér hefur stundum fundist, að ég komist ekki gegnum allt annríkið og kvíði vorinu. En þegar vorið kemur, hefst dýrlegur tími. Vorið er áfengt og góða veðrið og gróandinn tekur mann til sín. Verkin, sem verið er að vinna, eru allt í einu orðin skemmtileg og þýðingarmikil, áburðarpok- arnir viðráðanlegir. Það er svo einkennilegt við búskapinn, að hann er ekki skipulagður af mönnum, heldur af lögmálum náttúrunnar. Það er dásamlegt að láta vorið segja sér fyrir verkum og finna sjálfan sig í samræmi við allt það sem lifir. Dýralæknirinn okkar sagði ein- hverju sinni: Menn vara sig ekki. á því, að það er ekki til nema ein skepna, og það er lífið. Afl vorsixxs er rnikið? Já, og fyrir hefur komið, að sú tilfinning hefur komið yfir mig, að best væri að vinna sig dauðan við moldina og deyja síðan ofan á moldinni. Hvort sem það er eitthvert dularafl eða náttúrulegt fyrirbæri, er það eitthvað, sem dregur mann úr kaupstaðnum og síðan dreg- ur jörðin mann til sín nær og nær — og menn enda þar nú fyrr eða síðar. Þegar ég er staddur úti í flagi á vorin, lang- ar mig að vera þar upp frá því og skilja eilífðina þaðan. Svo komstu hingað til að taka að þér leikhússtjórn? Það var mjög yfirvegað. Mér sýnist, að leikhúsþróun á Akur- eyi'i sé komin á það stig, að áfram verði haldið eins og nú Z7 Z7 113 m inm leiksfélið sfóð sii horfir. Mitt starf er fyrst og fremst skipulagsstarf, enn sem komið er, og stílað upp á fram- tíðina, því bærinn er í örum vexti og kemur til með að þola stofnun eins og leikhús. Fyrir- greiðsla manna og stofnana, sem ég hef leitað til, er mjög upp- örvandi. Bóndi og listamaður? í því efni eru fjölmörg dæmi og getur þetta haldið áfram að fara saman. Stephan G., Guð- mundur á Sandi og Guðmundur Böðvarsson á Kirkjubóli stund- uðu sinn búskap og ortu, svo dæmi séu nefnd. Búskapurinn færir mann einhvern veginn nær því, sem manni finnst upp- runalegt og eðlilegt, og listaþörf manna finnst mér alltaf vera sífelld viðleitni til þess að nálg- ast sannleikann en fjarlægjast allt, sem falskt er. í listinni er reynt að komast frá afskræm- ingu á mannlegu eðli og mann- legum háttum, sem líf borganna hefur í för með sér. Enda þurfa borgarbúar meira á list að halda en aðrir. Finnst þér aldrei leiklistin bláber liégómi? Jú, svo sannarlega. En þótt ég sé sannfærður um, að leiklistin FRÉZT hefur að súrframleiðslu fyrirtæki sé í uppbyggingu hér í bæ og nú þegar byrjað á. Fyrir tækið er til húsa í timbur- geymslu Slippstöðvarinnar, nán ar tiltekið næsta hús austan íþróttaskemmunnar. Hús þetta er ekki nema að hálfu stein- steypt og greinilega um litlar varúðarráðstafanir að ræða. Daglega þarf fjöldi barna úr Oddeyrarskólanum og Glerár- skólanum að ganga framhjá húsi þessu þegar þau þurfa í leikfimi og virðist hér vera um vítavert ábyrgðarleysi að ræða af hálfu bæjaryfirvalda, að veita leyfi fyrir slíkum framkvæmd- um á jafn fjölförnum stað og hér um ræðir. Þessu til árétt- 5 — Daga Áætlun verður hald- in á Akureyri dagana 8.—12. desember n. k. að Hótel Varð- borg. Námskeiðin standa yfir 5 kvöld og hefjast kl. 20:30 hvert sinn. Leiðbeinandi læknir verð- ur Brynjólfur Ingvarsson, Krist nesi. Stöðugt fjölgar þeim, er óska eftir þessum námskeiðum og þannig fjölgar þeim stöðugt, er hætta að reykja. Árlega falla hundruð þúsundir manna og kvenna í afleiðingum reyking- anna. Verður því ekkert betra gert fyrir þá, sem reykja, en að segja skilið við nikótínið. Hér gefst enn gott tækifæri, og von- andi er, að sem allraflestir not- færi sér það. Námskeiðið er þátttakendum kostnaðarlaust að öðru leyti en því, að handbókin kostar kr. 400,00, og er hún sjálf sögð nauðsyn. Þótt 5 — Daga Áætlunin sé nú orðin svo vel kunn, sem raun ber vitni, er rétt að benda fólki á, að 5 kvöldstundir, 1% tími í senn, er tími, sem í alflestum tilvikum er hægt að gera til- tækan. Svo mikil samúð og samhugur ríkir um þetta mál, að vinnuveitendur hafa gefið frí, barnagæzla staðið til boða, vinnufélagar í vaktavinnu fús- lega skipt um vaktir, og kenn- arar í kvöldskólum og kvöld- námskeiðum gefið frí til að sækja 5 — Daga Áætlunina. Þakkir eru slíkum aðilum skild ar fyrir að greiða þannig vanda- nxál annarra........Eiga þeir sé ómerkilegust lista að dans- hljómlist undanskilinni,. á hún fjölmennastan áhorfendahóp- inn. Sá hópur er miklu minni, sem nýtur æðri bókmennta og æði'i tónlistar. Þótt mér líki ekki píramítakenningin að öllu leyti, býst ég við, að raða megi listgreinum þann veg upp. Æðri tónlist og háþróuð ljóðagerð yi'ði þá toppui'inn, síðan kæmi bókmenntir og málara- og högg myndalistin og leiklistin næst jörðu, ásamt með eða litlu ofar en danshljómlistin, sem er allra almennasta listgreinin. í einfald asta dægurlagi geta þó fundist einstæðar perlur, sem eru kannski merkilegri en flóknustu sinfóníur. En perlur finnast einnig í leikhúsunum. Á báðum stöðum getur maður fundið hina einföldu og tæru hluti, sem snertir hvert hjarta. Mér heíur ekki aðeins fund- ist sum leikrit ómerkileg, held- ur hreint og beint ógeðsleg. En þetta er þó ekki neinn áfellis- dómur um leiklistina, því oft finnst manni þetta sama um konuna, sem maður elskar. Kanntu vel við þig hérna? Já. Við þökkum viðtalið. E. D. ingar skal bent á, að samsvar- andi verksmiðja í Reykjavík fékk ekki stöðuleyfi í borginni eftir slys sem þar várð og var endurreist á opnu svæði upp í Mosfellssveit. Hér er því um hugsunarefni fyrir foreldra, sem eiga börn í framangreindum skólum. Sérfróðir menn segja að sprengihætta geti verið tölu- verð og yrði sprenging á þess- um stað gæti það haft alvarleg- ar afleiðingar í för með sér. Lausn á máli þessu er að flytja verksmiðju þessa úr þéttbýli á einhvern afvikin stað, þar sem ekki er hætta á að stórkostleg slys hljótist af ef um spreng- ingu yrði að ræða. þannig þátt í sigurgleði þeirra, sem sigrast á nikótíninu. . . . Innritun um þátttöku fer fram í síma 2 26 00 og 2 27 78. Verið velkomin. íslenzka Bindindisfélagið. (Framhald af blaðsíðu 8) 70 niillj. lítrar af nýmjólk og rjónia á ári, sem þyrfti að kaupa erlendis frá. Oniðurgreitt verð á mjólk liér er nú kr. 55,40 pr. lt. í 2 lt. fcrnum. Verð á mjólk í sanxs konar umbúðum í Dan- mörku, þar sem líklegast væri að fá mjólk kcypta, cr nú tæpar 2 kr. danskar pr lt. eða 41,57 ísl. pr. lt. væri slík mjóik flutt í skipi til landsins, og yrði þá 7—10 daga gömul, þegar hún kæmi á markað liér, þá kostaði flutningurinn skv. nýjum upp- lýsingum, og það sem honurn fylgir, um 25 kr. pr. lt., og sölu- kostnaður hér heima er 20—25 kr. pr. It. Einn lítri af rnjólk, þannig kominn til landsins, myndi því kosta 80—85 kr. og „gróðinn“ á 70 nxillj. lt. magni yrði þá -f- 1.750—2.100 millj. kr.“ MJÓLK I FLUGVÉLUM Gunnar segir ennfremur: „Væri mjólkin hins vegar flutt flugleiðis, sem líklegra væri, yrðu 18 flugvélar í förum ÞAÐ er ekki hægt að segja annað en síðasta helgi hafi ver- ið góð hjá liandknattleiksfólki á Akureyri. Bæði K. A. og Þór léku tvo leiki í Islandsmótinu í handknattleik og sigruðu. Það var 2. deildarlið Breiðablilis í Kópavogi, sem mætti Þór og K. A. í karlaflokki, og Breiða- biik mætti einnig Þór í 1. deild kveixna. Þá mættu stúlkur úr Grindavík K. A. í 2. deild. Dómarar voru að sunnan, Kristján Örn Ingibergsson og Kjartan Steinbach, og voru þeir heldur slakir. ÞÓR - BREIÐABLIK 21:11 Þór gerði fyrsta markið (Árni) en Breiðablik jafnar. Þannig gekk það allan fyrri hálf leikinn, að Þór komst mai'ki yfir en Breiðablik jafnaði. Undir lokin komst Þór 2 mörk- yfir, 10:8, en Breiðablik skoi'aði síð- asta markið og var staðan 10:9 í leikhléi. Árni var frískaistur í fyri'i hálfleiknum og skoraðx 2 mörk og fékk dæmd 3 vítaköst sem Aðalsteinn skoraði úr. Þor- björn var í strangri gæslu og skoraði aðeins 1 mark. Breiða- blik skoraði 1. markið í síðari hálfleik og jafnar, 10:10. Þórsar- ar taka nú mikinn fjörkipp og Benedikt skorar 3 mörk í röð, síðan Árni og nýliði, Einar Björnsson, og staðan er allt í einu orðin 15:10 fyrir Þór. Eftir þetta var aldrei neinn vafi með sigurinn, heldur var spurning unx það hvað Þór mundi sigra með margra nxarka mun, og mörk Þórs urðu 21, en Breiða- bliksmenn gerðu aðeins 3 mörk í síðari hálfleik, og úrslitin urðu því 21:12 fyrir Þór. Undir lok leiksins kom nýliði inn á hjá Þór, Jón Sigui'ðsson, og skoraði hann 3 mörk. Það er greinilegt að Þórsliðið er ekki eins gott og í fyrra. Benedikt og Árni voru bestir hjá Þór. Tryggvi; var í nxarkinu allan leikinn og‘ varði lítið í fyrri hálfleiknum, en bætti það upp í þéim síðari. Mörk Þórs: Benedikt 6, Aðal- steinn 5, Árni 4; Jón 3, Þor- bjöm 2 og Einar 1. alla virka daga ársins, niiðað við þær vélar, seni íscargo not- ar. Við þá flutninga yrði flutn- ingskostnaðurinn einn uni 7 milljarðar króna, og það væri mestmegnis erlendur gjaldeyrir, og að sjálfsögðu allt „gróði“. Og mjólkin þar að auki 5—10 kr. dýrari lítrinn en íslensk mjólk hér í Reykjavík, en 15—20 kr. dýrari annars staðar á Iandinu.“ GRÓÐINN SNÝST VIÐ „Væri keypt svínakjöt frá Dan- mörku í stað íslensks kindakjöts og það flutt á skipmn mánaðar- lega allt árið, og væri verðið miðað við 50% toll, svo seiu lög mæla fyrir um, og sölu í heil- um skrokkum, yrði það um 600 kr. pr. kg. Óniðurgreitt verð á ísl. lambakjöti er nú með sölu- skatti 414 kr. pr. kg í heilunx skrokkum. „Gróðinn“ pr. kg kjöts er því -j- 186 kr. pr. kg, og á 10 þús. tonnum, sem er eðli leg árssala kindakjöts í landinu, er því „gróðinn“ H- 1.860 millj. kr.“ I>0R - BREIÐABLIK 15:10 Stúlkurnar léku strax á eftir karlaleiknum á laugardag og fóru leikar svo að Þór sigraði með 15 mörkum gegn 10, og hefur Þórsliðið þar með hlotið 2 stig í 1. deild. í þessum leik léku flestar sömu stúlkurnar með Þór og í fyrra, nema Anna Gréta. í lið Breiðabliks vantaði eina stúlkuna, sem er í kvenna- landsliðinu, en hún er talin ein besta handknattleikskona á ís- landi í dag. K.A. - BREIÐABLIK 29:21 á sunnudag léku svo K. A. og Breið'ablik og var sá leikur lík- ur leik Þórs og Breiðabliks á laugardag. K. A. skoraði fyrsta mai'kið (Þorleifur) en Breiða- blik jafnar, þá skorar nýliði -Sveri'ir Meldal) af línu og síð- an Þorleifur 3:1, þá skorar Breiðablik 2 mörk 3:3, síðan Henxxann fyrir K. A., en Breiða blik jafnar enn 4:4. Svona gekk þetta allan fyrri hálfleikinn þar til undir lokin, að Breiðablik komst marki yfir 8:7 og 11:10, en K. A. skoraði síðasta markið í fyrri hálfleik úr víti, og var það Geir Friðgeirsson, en hann er gamalreyndur handknatt- leiksmaður og lék með ÍBA- liðinu þegar hann var í M. A., en liefur leikið með K. R. syðra. Hann virðist styrkja liðið, sér- staklega í vörn. Það fór eins hjá Breiðabliki í þessum síðari hálf- leik og í leiknum móti Þór, þeir virtust alveg missa móðinn og á skömmum tíma er staðan orð in 19:13 fyrir K. A. og átti Þor- leifur stjörnuleik í síðari hálf- leiknum og skoraði 9 mörk, en alls skoraði hann 12 mörk í leiknum. Væri ekki rétt að reyna Þorleif í landsliði eða pressuliði? Þeirri spurningu ættu þeir að svara, sem ráða ríkjunx fyrir sunnan. Leiknum lauk með góðum sigri K. A. 29:21, en óþarfa kæruleysi sýndu leikmenn K. A. undir lokin, sem ekki á að sjást, þótt sigur sé í höfn. Þessi leikur K. A. var betri en við Fylki og gerði Hörður margt fallegt. Markvarslan var góð hjá K. A., en Viðar var í markinu meiri hluta leiksins, en Magnús Gauti kom inn á undir lokin. Mörk K. A.: Þorleifur 12, Geir 7, (4 v.), Hörður 4, Hall- dór 4, Sverrir 1 og Hermann 1. K.A. - GRINDAVÍK 17:12 Kvennalið K. A. leikur í 2. deild og lék við stúlkur frá Grindavík á sunnudag. Þetta var slakur leikur hjá báðum liðum, en markvarslan hjá K. A. réði úrslitum, og sigruðu K. A,- stúlkurnar með 17:12, en í leik- hléi var staðan 6:5 fyrir Grinda vík. í lið K. A. vantar nokkrar stúlkur frá í fyrra. Sv. O. Johiisoii-vélsleði 21 ha. til sölxx. Sínxi 2-12-92 kl. 7-9 næstu kvöld. Sprengihæffa af súrframleiðslu Heimilisfaðir. Akureyringar hætfa að reykja (Fréttatilkynning) SMÁTT & STÓRT

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.