Dagur - 04.12.1974, Side 5

Dagur - 04.12.1974, Side 5
4 / ' ' ' 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar li.f. Landhelgisdeilan ÞEGAR Ólafur Jóhannesson, þá for- sætisráðherra, fór til Lundúna og gekk á fund breska forsætisráðherr- ans til að gera við hann samning um tímabundnar veiðar Breta innan 50. mílna markanna, setti hann m. a. fram það ófrávíkjanlega skilyrði, að enginn verksmiðjutogari eða frysti- togari fengi veiðiheimild innan fisk- veiðilandhelginnar. Ennfremur, að 30 stærstu ísfisktogarar Breta yrðu einnig útilokaðir. Samningum lykt- aði þannig, að 15 af þessum 30 ísfisk- togurum fengu veiðileyfi, en enginn verksmiðju- eða frystitogari. Þettá voru þau gmndvallarskilyrði, sem framsóknarmenn settu ef til samn- inga um veiðiheimildir í fiskveiði- landhelgi okkar ættu til að koma. Þessi afstaða lá fyrir og samkvæmt henni var unnið. Vestur-Þjóðverjum var vel kunn- ugt um þessa afstöðu okkar og er það því undrunarefni, að þeim skyldi til hugar koma að reyna að þvinga okk- ur til samninga, sem fælu í sér frá- hvarf frá þessari yfirlýstu stefnu. Nú hafa Vestur-Þjóðverjar sett á okkur löndunarbann í þýskum höfnum, vegna þess að þeir fá ekki að veiða óáreittir inn í fiskveiðilandhelgi okkar. Löndunarbannið þjappar ís- lensku þjóðinni saman til varnar, svo sem þegar hefur komið í ljós. Ákvörðun Þjóðverja um löndunar- bannið var bæði fljótfæmisleg og fruntaleg, og hún byggist á algeru vanmati á einbeittum vilja íslensku þjóðarinnar og á þróun hafréttar- rnála í heiminum. Þeir gera sér ekki grein fyrir því, að enn er eftir svo sterkur kjarni hins ganila bænda- þjóðfélags á Islandi, sem nægir lítilli þjóð til að standa á rétti sínum gagn- vart stórveldi, hvað sem hótunum og þvingunum líður. Vestur-Þjóðverjar hafa eflaust einnig vanmetið þá stöðu íslendinga í þessu máli, að þeir eru að berjast fyrir lííi sínu og til- veru með útfærslu fiskveiðilögsög- unnat', en fyrir Vestur-Þjóðverja skiptir þetta ekki meira en einum málsverði. Yfir 80% af útflutningi okkar era sjávarafurðir, og er því um tilvera okkar að tefla í landhelgis- og fisk- veiðimálum. Þótt okkur skorti afl til að verja rétt okkar, ef lögmál hins sterka á að ráða, hefur aukinn réttur strandríkja og eyþjóða hlotið viður- kenningu mikils meirihluta hjá þjóð um heirns. Að sjálfsögöu harma ís- lendingar deilur við aðrar þjóðir. Við löndunarbanninu er ekkert ann að svar til, en að beina viðskiptun- um í aðrar áttir og standa jafnframt fast á þeim rétti einhliða útfærslu landhelginnar, sem allar þjóðir virða nú í verki nema Vestur-Þjóðverjar. Frá aialfundi Landssambandsins ÆSKAN 75 ÁRA Kristján Kagnarsson flytur ræðu sína, Björn Guomundsson er fundarstjóri. (Framhald af blaðsíðu 1) inn með 670 millj. kr. halla á árinu 1974, þrátt fyrir 350 millj. kr. bætur úr Aflatryggingar- sjóði. Hagnaður á loðnubátum ér áætlaður 550 millj. kr. En grundvöllur loðnuveiðanna er hruninn vegna lækkunar loðnu- . mjölsins. Áætlað er að halli á rekstri taogaranna nemi um 800 millj. kr. í ár. Afkomu fiskvinnslunnar sagði ræðumaður misjafna, en áætlað, að um hagnað verði að ræða þegar á heildina er litið, en salt- * fiskverkunin er talin vega upp hallarekstur á frystihúsum og fiskmjölsverksmiðjum. Afkomu _.horfur í saltfiskvinnslu eru þó Vi verulegri óvissu vegna lækk- ‘ áhdi verðs á heimsmarkaðinum. Gengishagnaðarsjóður að upp hæð allt að 1.650 millj. kr. mun myndast þegar þær vörubirgðir eru seldar úr landi, sem til voru þegar gengisbreytingin varð. Hluta þessa sjóðs hefur þegar verið ráðstafað sem olíustyrk. Það hlýtur að vera krafa okkar, sagði formaður, að gengishagn- aðarsjóðurinn komi allur í hlut fiskiskipanna. Nú eru gerðir út 36 skuttog- arar af minni gerðinni, þ. e. undir 500 brúttólestir, og 14 af stærri gerð, eða alls 50 skip. Eru þó ókomin 5 skip, sem nú eru í smíðum. Því er spáð af Hafrannsóknar stofnuninni, að aflamagn þorsks á miðunum við ísland minnki í 350 þús. lestir á næsta ári, úr 470 þús. lestum árið 1970 og úr 370 þús. lestum á yfirstandandi ári, þrátt fyrir aukna sókn. Spáð er mikilli loðnugengd á miðin á næsta ári. Síðar í ræðu sinni minntist formaðurinn á áróður gegn út- veginum og komst svo að orði: Að undanförnu hafa útvegs- menn mátt þola gegndarlausan áróður gegn starfsemi sinni í fjölmiðlum, einkum ríkisútvarp inu. Hefur þessa gætt í hinum ótrúlegustu dagskrárliðum, eins og barna- og unglingaþáttum. Svo virðist sem þeir gangi lengst í þessu efni, sem komist hafa upp með það, að sitja lang- dvölum á skólabekk, án sýni- legs námsárangurs, en fengið námslán til þess að þurfa ekki að vinna og fengið því hærri lán, sem þeir hafa unnið minna, þ. e. a. s. að námslánakerfið hvetur til þess að námsmenn taki ekki þátt í atvinnulífinu. Að undanförnu hefir þetta fólk svo lagt sig fram um að lítil- lækka það fólk, sem að fram- leiðslustörfum vinnur og í því sambandi vanvirt menningu ' þess og lífsviðhorf. Ég geri þetta að umtalsefni hér vegna þess, að við höfum ástæðu til að veita þessu athygli og okkur er skylt að veita því viðnám. Það gerum við bezt með því að kynna fyrir þjóðinni þá starfsemi, sem unn- inin er í hinum ýmsu sjávar- þorpum þessa lands og gera henni grein fyrir, að hagsæld hennar er komin undir því að fólk vinnur þau störf, sem mestu framleiðsluverðmætin skapa. Að lokum sagði Kristján Ragnarsson: Mikil óvissa ríkir nú á vinnu- markaðnum og hefur öllum kaup- og kjarasamningum verið sagt upp. Tímabundin ákvæði um láglaunabætur í stað vísi- tölubóta gilda til loka maímán- aðar á næsta ári. Ljóst er, að sjávarútvegurinn getur síður en svo tekið á sig nokkra kaup- hækkun eða kostnaðarauka í annarri mynd. Verði gerðar til- raunir til að þvinga fram kjara- bætur, munu þær aðeins auka verðbólguna og rýra lífskjörirí. Öllum ættu að vera í fersku minni síðustu kjarasamningar og áhrif þeirra, sem aðeins færðu fólki fleiri krónur með tilsvarandi minna verðgildi og komu því engum að gagni. Að lokum leyfi ég mér, að þakka útvegsmönnum á Norður landi og þá sérstaklega Akur- eyringum fyrir góðan undir- búning að þessum fundi og fyrir að hafa gert okkur mögulegt að halda hann hér. Ég vona, að þetta fundarhald hér á Akur- eyri verði til þess að festa í sessi þá stefnu, að halda aðal- fund samtakanna utan Reykja- víkur með einhverra ára bili. Ég þakka meðstjórnarmönn- um mínum í stjórn L.Í.Ú. fyrir ánægjulegt samstarf og starfs- fólki L.Í.Ú. færi ég beztu þakkir fyrir vel unnin störf Að svo mæltu segi ég 35. aðal fund L.Í.Ú. settan. Aðalfundinum var svo fram haldið næsta dag og þá flutti meðal annars sjávarútvegsráð* herra, Matthías Bjarnason, ræðu, og verður e. t. v. drepið á nokkur atriði hennar síðar. Megin ályktun fundarins var svohljóðandi: „Aðalfundur Landssambands ísl. útvegsmanna, haldinn á Akureyri 27.—29. nóv. 1974 vekur athygli á því, að sam- kvæmt þeim gögnum, sem fyrir liggja, verður stórfellt tap á þorskveiðiflotanum á þessu ári, á bátaflotanum um 670 m. kr. og á togaraflotanum um 800 m. kr. Þessi taprekstur hefur leitt til mikillar skuldasöfnunar út- gerðarinnar. Nú þegar hefur verið ákveðið að útgerðin geti að einhverju leyti greitt þessar skuldir, ýmist með lánum úr gengishagnaðar- sjóði eða með lgnum frá vil- skiptabönkum til fgrra ára. Fundurinn leggur ríka áherslu á, að framkvæmd hliðarráð- stafana, svo sem ráðstöfun gengishagnaðar og veiting iána til greiðslu lausaskulda verði hraðað svo sem unnt er. Þessar ráðstafanir rnunu þó ekki leysa vanda útgerðarinnar nema að nokkru leyti. Það er því óhjá- kvæmilegt, að hagur og rekstr- argrundvöllur útgerðarinnar verði gerður viðunandi fyrir næstu áramót með því að fisk- verð hækki nægilega til þess að því marki verði náð. Fundurinn mótmælir harð- lega vísitölubindingu á lánum Fiskveiðasjóðs, vaxtahækkun sjóðsins pg almennri hækkun vaxta af hverskonar lánum til sjávarútvegsins. Slíkar aðgerðir verða aðeins til þess að auka þann risavaxna vanda, sem þegar er við að fást. Ennfremur bendir fundurinn á, að nauðsynlegt er að lengja lánstíma stofnlána til fiskiskipa. Fundurinn telur nauðsynlegt, að rekstrargrundvöllur sjávar- útvegsins verði tryggður til frambúðar, enda verður hag þjóðarinnar þannig bezt borgið, og bendir á, að hinn raunveru- legi gjaldeyrir þjóðarinnar er fyrst og fremst í hafinu um- hverfis landið, og hans verður ekki aflað nema þeim aðilum, sem hann sækja, sé gert það fjárhagslega kleift. Það hefur lengi viðgengist að sjávarút- veginum hefur verið ætlað að láta sér nægja afganginn þegar allar aðrar starfsstéttir þjóð- félagsins hafa fengið sitt, þótt hann sé helzti undirstöðu- atvinnuvegur þjóðarinnar. Vegna þeirrar óvissu, sem nú ríkir um afkomu útgerðarinnar, samþykkir fundurinn að fela stjórn L.Í.Ú. að boða til auka- fundar í samtökunum, ef hún telur ástæðu til.“ Endurkjörinn formaður sam- takanna var Kristján Ragnars- son. Fulltrúar á aðalfundi LÍÚ rómuðu mjög móttökur og fyrir greiðslu á Akureyri. Þeim gafst þess m. a. kostur að skoða Slipp stöðina, Útgerðarfélag Akur- eyringa og Verksmiðjur SÍS. Þeir sátu boð útibúa Lands- bankans og Útvegsbankans, ráð herra bauð einnig til samsætis, svo og Útvegsmannafélagið og Slippstöðin. að ógleymdu bæjar stjórnarboði. Q BARNABLAÐIÐ ÆSKAN er 75 ára á þessu ári. Þetta vinsæla blað kemur nú út í 18 þúsund eintökum og er fagnað á heimil- um, þar sem börn eru að alast upp. Góðtemplarareglan hefur gefið út þetta blað frá upphafi og gerir enn. Fyrsti ritstjóri var Sigurður Júl. Jóhannesson, en ritstjóri nú er Grímur Engil- berts. Æskan hóf útgáfu barna- og unglingabóka árið 1930 og hef- ur síðan gefið út 250 bækur. Til minningar um fyrsta rit- stjórann og í tilefni þessa af- mælis, hafa minnispeningar verið slegnir, bæði úr gulli, EINS og komið hefir fram í blöðum er mikil þörf fyrir klæðnað á hásléttum Eþíópíu, en þar getur verið mjög svalt og vætusamt. Því hefir Hjálpar stofnun kirkjunnar ákveðið að gangast fyrir söfnun á eftirtöld- um fatnaði: Karlmanna- og drengjafatnað ur: Jakkaföt, buxur, peysur, úlpur, aðrar yfirhafnir (m. a. fóðraðir regnfrekkar) skyrtur og nærföt (aðeins nærbolir). Kven- og telpnafatnaður: Peysur, pils, blússur, kjólar (að- eins hlýir kjólar úr ullarefnum) kápur (aðiens stór númer fyrir konur) og ullarföt. FRÁ GOSA TESALAN til styrktar atvinnu- uppbyggingu á Ceylon gekk all- vel hér á Akureyri. Við seldum fyrir rúmlega 210 þús. krónur. Því miður urðu einhver svæði útundan vegna þess hve fá við vorum og verkefnið var stærra en við héldum í fyrstu. Hvað um það, gengur betur næst. Og þó e. t. v. seint sé, þökkum við kærlega fyrir móttökurnar. Ungtemplarafélagið Gosi. Á vegum Iðnskólans á Akur- eyri var staddur hér í bænum Helgi Hallgrímsson, yfirkennari við Iðnskólann í Reykjavík. Laugardaginn 23. nóv. sl. var boðað til fundar á Hótel Varð- borg með iðnmeisturum og öðrum sem áhuga hafa á iðn- silfri og bronsi, með mynd af ritstjóranum. Kosta þeir 26.000 krónur, 2.000 krónur og 1.400 krönur. Þá hefur Æskan sent á markað barnakönnur með sex gerðum mynda. Hljómplata með Árstíðunum eftir Jóhannes úr Kötlum með lögum Birgis Helgasonar og kvæði eftir Mar- gréti skáldkonu Jónsdóttur, sem var ritstjóri Æskunnar um skeið, er komin út. Sigfús Hall- dórsson samdi lög við þau ljóð. Lögin og ljóðin eru sungin af börnum í Barnaskóla Akur- eyrar. Tónaútgáfan á Akureyri gaf plötu þessa út á vegum hins aldna og ágæta barnablaðs. □ Smábarnafatnaður: Allskon- ar flíkur fyrir ofan mitti og smá teppi. Einnig venjuleg ullar- teppi. Þýðingarlaust er að senda fatnað úr plasti og gúmmii, höfuðföt, sokka, vettlinga, stáss- klæðnað og skófatnað. Fatnaðurinn þarf að vera heill og hreinn, að öðrum kosti verður innflutningur ekki leyfður Flutningskostnaður er mjög mikill þótt aðilar hafi boðið hag stæð farmgjöld, Þess vegna er óhjákvæmilegt að gefendur greiði sem svarar kr. 150 á hvert kíló fatnaðar. Stefnt er að því að senda einn fiugvélarfarm fyrir jól. Séra Bernharður Guðmunds- son mun hafa eftirlit með fram- kvæmd málsins ytra. Hér á Akureyri verður fötum veitt móttaka í Akureyrar- kirkju mánudaga, þriðjudaga og föstudaga kk 6—7.30 e. h. Þá þeim, sem þar vilja eiga hljóðar bænarstundir. Nánari upplýsing ar eru gefnar í síma kirkjunnar 23665 og hjá sóknarprestum. menntunarmálum. Gerði Helgi þar ítarlega grein fyrir starf- semi tréiðnaðardeildar svo og öðrum verkkennsludeildum skólans, og svaraði fyrirspurn- um fundarmanna. Á yfirstandandi vetri mun tré iðnaðardeild taka til starfa í Iðnskólanum á Akureyri. Ráð- inn hefur verið kennari við deildina, Torfi Leósson, hús- gagnasmíðameistari. Þá er það í senn von og ákveðin ósk Iðnskólans á Akur- eyri að hið opinbera sjái sér fært að gera skólann svo úr garði að aðrar deildir verklegr- ar þjálfunar geti tekið sem fyrst til starfa, innan veggja skólans eins og þegar er orðið í Iðnskóla Reykjavíkur. Sjá auglýsingu á öðrum stað. (Fréttatilkynning) Til sölu Suzuki 1974. Uppl. í síma 2-26-71. Tveir nýjir svefnbekkir til sölu. Sími 2-23-61. Til sölu er fjögurra rása sterioupptökutæki. Uppl. í síma 2-15-84. á kvöldin. % Frá vinstri: Þuríður Schiótli, Sigurður Eiríksson og Stefán <| Aðalsteinsson í hlutverkum sínum. (Ljósm.: Fr. Vestmann) |> Sjá auglýsingu í blaðinu á öðrum stað. F Safnaðarráð. Tréiðnaðardeild fekur fil starfa Sala TIL SÖLU vel með farnir LANGE-skíða- skór no. 42. Uppl. í sírna 2-37-21. Til sölu vegna flutnings Westhinghöusé eldavél- arsamstæða í sérflokki. Westinghouse þvottavél, sjálfvirk. Stór ísskápur, .Boch. Loftl jós, gólfteppi. Dodge Weapon bifreið ásamt varahlutum. Uppl. í síma 2-21-62 milli 5 og 8 e. h. Til sölu mótorlaus Volkswagen 1962 til niðurrifs, einnig Rafha eldavélasamstæða, selst ódýrt. Einnig óskast á sama stað notaður skápur. Uppl. í Norðurgötu 31 b. Vil selja notaðann mótakrossvið og 2x4” plankar. Sigurður Pálsson, Holt- seli í Hrafnagilshreppi. Til sölu 21 hestafla vél- sleði. Uppl. í síma 2-31-90. TILBOÐ! Tilboð óskast í fasteigna tryggt veðskuldarbréf að upphæð 300.000 með 8% vöxtum. Afborgun er 50 þúsund á ári -þ vextir. Tilboð skilist á afgr. Dags merkt „Veðskulda- bréf“, fyrir 4/12 1974. BARNAVAGN og KERRA til sölu. Uppl. í sima 2-16-92. Notað sófasett til sölu, stólarnir á snúnings- stálfótum. Verð 35.000. Uppl. eftir kl. 19 í síma 2-17-63. 25 lítra fiskabúr með fiskum og tilheyrandi til sölu. Uppl. í Möðruvalla- stræti 1. Fæst í kaupfélaginu Sjöunda barnabók Indriða ÚT er komin hjá Bókaútgáfunni á Akureyri sjöunda barnabók Indriða Úlafssonar skólastjóra og heitir hún Flóttinn mikli. Fyrri bækur Indriða Úlfssonar eru: Leyniskjalið, Ríki betlar- inn, Leyndardómur á hafsbotni, Kalli kaldi, Kalli kaldi og Túlípanahótelið, og Kalli kaldi og landnemar á Drauganesi. Allar hafa bækur þessar náð vinsældum yngstu kynslóðar- innar, enda sumar uppseldar Nýja bókin, Flóttinn mikli, er viðburðarík og spennandi bók, rúmar 140 blaðsíður með kápu- mynd og teikningum eftir Bjarna Jónsson. Söguhetja bók- arinnar er Logi, ungur piltur, sem neyddur er til að taka þátt í innbroti, og síðan hefst flótt- inn. Q Indriði Úlfsson, barnabókahöfundur. Kiæðið gluggana fyrir jólin með nýjum GLUGGATJÖLDUM ■ rfu r Otrúlegt úrval af hliðartjöldiuii, stóresum, einnig pífugardínum i litum • í Kappaefni þykk og þunn Úrvalið skapar ótal möguleika DÖMUDEILD - SÍMI 2-28-32. Áknreyringar JÓLABINGÓ að Hótel Varðborg fimmtudaginn 5. des. kl. 8,30 e. h. Aðgangur ókeypis. Ágóðinn rennur til líknannála. ST. ÍSAFOLD. AÐALFUNDUR Framsóknarfélags Akureyrar verður haldinn miðvikudaginn 4. ,des. n. k. í Hafnarstræti 90 og hefst kl. 20,30. Dagskrá: 1. Inntaka nýrra félaga. 2. Venjuleg aðalfundarstörf. 3. Önnur mál. STJÓRNIN. Félas rsvist Framsóknarfélögin á Akureyri lralda félagsvíst laugardaginn 7. des. kl. 20,30 á Hótel K.E.A. Dansað á eftir-til kl. 2 e. m. FRAMSÓKNARFÉLÖGIN MELKORKA eftir Kristínu Sigfúsdóttur. Leikstjóri Júlíus Oddsson. Sýningar fimmtudag 5. des. og sunnudag 8. des. kl. 9 e. h. Aðgöngumiðasala við LAUGABORG. Jólagetraun í VIKUNNI Jólabakstur í VIKUNNI Jólavikan að koma VIKAN Aðalfundur Vestfirðingafélagsins á Akureyri verður hald- inn sunnudaginn 8. des- ember kl. 16 á Hótel Varðborg. Stjórnin. Nýkomið! Handþrykktar herrasivuntur. Handþrykkt dagatöl 1975. Útsaumaðir kaffidúkar. Mikið af fallegum li a n n yr ða vö r u ni í gjafapakkningum. VERZLUNIN DYN6JA AKUREYRI • ** Fasteignasalan RÁÐHÚSTORGI 1, SÍMI 2-22-60. Til sölu 3ja herb. íbúð við Byggðaveg. Lítið einbýlishús á Brekkunni. 3ja og 4ra herb. íbúðir. Fokhelt eiribýlishús á Brekkunni. Höfum verið beðnir að litvega 4—5 herb. íbúð. Æskilegt að bílskúr fy]gi. FASTEIGNASALA RÁÐHÚSTORGI 1, Sami inngangur og Norðlensk trygging. SÍMI 2-22-60. STEINDÓR GUNNARSSON, lögfræðingur. heimasími 2-37-85. Ath.: Skrifstofan opin allan daginn.

x

Dagur

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.