Dagur - 04.12.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 04.12.1974, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍMl Dagur Akureyri, miðvikudaginn 4. des. 1974 JÓLAGJAFA | /tÍ GULLSMIÐIB . ' Aldrei meira Y SÍGTRYGGÚR 1 & PÉTUR " AKUREYRI SMATT & STORT Kjartan Olaísson og Kristana Jónsdóttir í hlutverkuni úr Skugga-Sveini. (Ljósmyndastofa Páls) SUNNUDAGINN næstlcom- anda, þann 8. þ. m. mun Leik- félag Akureyrar hefja sýningar á leiknum „Matthías skáld“ eft- ir Böðvar Guðmundsson. Sýn- ing þessi er samansett úr æði mörgum þáttum, skiptast þar á leiknir þættir, söngvar, vísur, frásagnir, Ijósmyndir, gaman- mál og alvara. Leiksviðið sýnir handverksmenn við iðju sína og er ekki bundið sérstökum stað eða tíma. Handverksmenn þess- ir gera svo ýmist að syngja, leika, lesa eða gera að gamni sínu. Allir textar aðrir en bein Gunnarsstöðum í Þistilfirði, 2. des. Hér er algerlega snjólaust í byggð. Þegar hoft er héðan austur í Syðribrekknafjallið, sést aðeins grátt í brúnum. En sjálfsagt er nokkur snjór inn til heiðanna, því úrkomur hafa verið talsverðar. Hér fyrir neð- an á enginu sjást ekki svell, og man ég naumast eftir jörð svo snjólausri og klakalausri á þess- um árstíma. Haginn er að vísu orðinn lé- legur svo bændur hýsa og gefa fé sínu nokkuð. Allir vegir í byggð eru ágætlega færir. Útvarpið gat þess fyrir skömmu, að mikill snjór væri í Þingeyjarsýslum. En við erum nú Þingeyingar og höfum engan FÉLAGSYIST Á LAUGARDAGINN Framsóknarfélögin á Akur- eyri halda félagsvist á Hótel KEA á laugardaginn, 7. desem- ber. Hefst samkoman klukkan 20.30. Ingvar Gíslason alþingis- maður flytur ávarp. Á eftir verður dansað til kl. 2 e. m. Aðgöngumiðar verða seldir í Hafnarstræti 90, föstudaginn 6. des. kl. 2—4 e. h. og einnig má panta aðgöngumiða á sama tíma í síma 21180. Miðar verða einnig seldir, ef eftir verða, á Hótel KEA frá kl. 8 e. h. á laugardag. Margir hafa undanfarið spurst fyrir um félagsvist og virðist því áhugi á skemmtikvöldi af þessu tagi vera fyrir hendi. □ samtöl handverksmannanna, eru eftir Mattías skáld Jochums son sjálfan néma örfáir kaflar sem fjalla jjá um hann og eru eftir merkúm samtímamönnum hans hafðir, svo sem Eiríki frá Brúnum, Steingrími Thorsteins sypj, JuleS: Leclerck o. fl. Einar teiknari Helgason hefur gert mynd ,af Matthíasi sem all- an tímann gnæfir yfir sviðinu, ýmist í formi svarthvítrar teikn ingar í ljósmyndastíl eða sem glermynd í kirkjuglugga. Hann hefur einnig gert eftirlíkingu þá af leikmyndaruppdrætti Sigurð- snjó. Þá þykir sumum hér austurfrá það dálítið broslegt, þegar fjölmiðlar eru að tala um eitt og annað „úti á landinu", einslog þar sé eitthvert annað land. Nei, við búum líka á ís- landi og enjm, íslendingar, ekki síðri en þeir fyrir sunnan. í góöa veðrinu er unnið af fullum krafti við byggingar. Nýbúið er að reisa mikla vöru- skemmu hjá kaupfélagi okkar hér á Þórshöfn, stálgrindahús. Ekki er búið að ná dýrbítun- um, sem ég áður sagði frá, að grandað hefðu fé á Langanesi, enda alltaf snjólaust og ekki liægt að rekja slóðir. Féð er vaktað og hafa refir því ekki drepið fleira fé en orðið var. Hins vegar báru tvær kindur í Laxárdal þess merki, hvað rebbi ætlaði að gera þar. Báðar kind- urnar voru bitnar, en unnt reyndist að græða þær. Verið er að æfa sjónleik hér í sveitinni. Lionsmenn héldu konukvöld um sl. helgi og heilsuræktarfólk hélt hlutaveltu fyrir sina starfsemi. Þar eru konur að verki og eru búnar að koma upp húsi á Þórshöfn, þar sem aðstaða verður til heilsu- ræktar. Konur um allar sveitir fara tvisvar í viku í heilsu- ræktaræfingar. Læknisfrúin, Ásta Guðvarðardóttir, stjórnar þeim. Húsnæðið, sem konurnar hafa, er bílskúr þeirra læknis- hjónanna, en á næsta ári mun rætast úr með húsnæðið. Kon- ur telja sig hafa gott af þessum æfingum og er naumast að efa, að það sé rétt. Ó. H. ar málara sem notuð er þegar leikið er úr Skugga-Sveini. Tónlist er eftir ýmsa þekkta höfunda, svo sem Sveinbjörn Sveinbjörnsson, Jónas Tómas- son, Jónas Helgason og svo Gade og Matzart svo einhverjir séu nefndir. Tónlistarflutningur er í umsjá Jóns Hlöðvers Ás- kelssonar. Hann hefur einnig gert útsetningar á ýmsum lög- um og stjórnar kór leikfélags- ins. Skuggamyndir eru gerðar af Páli Pálssyni Ijósmyndara eftir ljósmyndum og teikningum frá ævitíma Matthíasar. Ljósameistari er nú sem endranær Árni Valur Viggós- son, en leikstjóri Eyvindur Erlendsson. Sýning þessi verður væntan- lega endurtekin á miðvikudags- kvöldið þann 11. þ. m. Verður það síðasta sýning L. A. fyrir jólin. Næsta verkefni L. A. verður svo barnaleikritið Litli-Kláus og Stóri-Kláus sem áætlað er að hefji göngu sína fljótt uppúr áramótunum. (Fréttatilkynning) DRAUMAR Draumar eru alltaf ráðgáta, bæði eðli þeirra, orsakir og svo merking þeirra eða ráðning. Rónda einn í Eyjafirði dreymdi eina nóttina, að hann skaut á mikinn rjúpnalióp og tíndi svo upp 21 rjúpu. Þennan draum sagði hann nágranna sínum, sem varð kíminn á svipinn og sagði, að sig hefði söniu nóttina drcymt 21 snjóhvíta kind. Eftir þetta fór að hríða og snjóaði í 21 dag samfleytt. I •1' :1 - ÓFÖGUR SJÓN Drengir á barnaskólaaldri freist ast oft til þess í snjó, að hanga aftan í bifreiðum. Sem kunnugt er hafa hlotist af þessu hin alvarlegustu slys. Strákum finnst þetta gaman og e. t. v. karlmannlegt, en ósið þennan þarf að kveða niður. Skólarnir þurfa mörgu að sinna í sínu fjöl breytta hlutverki. En gætu þeir ekki, þar sem heimili liafa í þessu efni brugðist, haft áhrif á börnin, svo að þessi stórhættu legi og ljóti leikur verði að fullu niður kveðinn á Akureyri? EINANGRUNIN Tíðrætt er mörgum um ein- angrun hinna ýmsu sveitabæja og lieilla sveita, og víst er hún til. Fyrir skömmu komu tveir kaupstaðarbúar á eitt af þess- um heimilum strjálbýlisins í fá- mennri sveit. Þeir voru að huga að rjúpum. En veður versnaði og því var farið heim á næsta bæ, og það varð ekki meira úr rjúpnaveiðinni þann daginn. Olli því hið leiðinlega veður, en þó miklu fremur liitt, að sam- ræður urðu svo skennntilegar að rjúpurnar gleymdust uns komið var myrkur. Það þótti þeini kaupstaðarbúum í frásög- ur færandi, að í þessari sveit voru tíð spilaltvöld í samkomu- húsinu, söngæfingar, guðsþjón- ustur og afmælisveislur. Auk þess var dansað öðru hverju. Þegar þessir menn fóru að bera þctta saman við kaupstaðarlífið, kom í ljós, að í hinni strjálbýlu sveit var margfalt meira félags- Iíf en í þétíbýlinu, og líklega mörgum sinnum meiri „menn- Á þessu ári verður Medsjid Agajev í þorpinu Tikjabanda í sovétlýðveldinu Azerbaidzjan 140 ára. Hann er fjárhirðir. í 120 ár hefur hann stundað eftirlætis- iðju sína, beitt fé í fjallahögun- um í Azerbaidzjan. Madsjid Agajey er hress og ingarneysla“, og kom þeim það á óvart. ER ÓGNARÖLD HAFIN? Mörgum verður á að spyrja: Er ógnaröld hafin á íslandi? Ilver verður nú myrtur næst? Sjö vikur í röð hafa menn verið drepnir eða nálega banað i átök um. Þá greina læknar frá fjöl- mörgum slysum vegna átaka í heimahúsum í Reykjavík og er áfengisdrykkja oftast undanfari óhappanna. Misþyrmingar á konum og börnum koma sjaldn- ast í fréttum, en taldar ört vax- andi. Þessi ótíðindi síðustu tíma liljóta að vekja menn til um- hugsunar um, hvað sé að gerast með þjóðinni á þessum síðustu og verstu tímum, og á hvern hátt eigi við að bregðast. Að sjálfsögðu er drykkjuskapurinn mikill orsakavaldur, en hér virðist eitthvað meira að. SR. GYLFI JÓNSSON SETTUR í EMBÆTTI Akureyringurinn séra Gylfi Jónsson hefur verið settur inn í embætti í Höfn í Hornafirði, þar sem hann var í haust kos- inn prestur. Séra Gylfi er sonur hjónanna Jóns Helgasonar og Nellu Pétursdóttur á Akureyri, er 29 ára og kvæntur Þorgerði Sigurðardóttur. □ Búfjárhaid REGLUR um búfjárhald í landi Akureyrarkaupstaðar er enn á dagskrá. Á síðasta vori var lagt fram uppkast að allítarlegum tillögum varðandi búfjárhaldið. Bæjarstjórn sendi það ýmsum aðilum til umsagnar, meðal annars hestamannafélagi, fjár- eigendafélagi og skrúðgarða- nefnd. Þessir aðilar hafa ekki sent bæjarstjórn tillögur um breyt- ingar eða ábendingar, nema skrúðgarðanefnd, sem nýlega hefur sent frá sér greinargerð um málið. Er þess að vænta að skriflegar athugasemdir berist frá þeim, sem til var leitað og áhuga kynnu að hafa á málinu. í uppkastinu var m. a. gengið út frá því, að takmarka mætti tölu þess sauðfjár og hesta, sem einstaklingar mættu hafa í bæjarlandinu, ennfremur um hámarksfjölda sauðfjár á afrétt og á hvaða tímum beita mætti hrossum á land bæjarins. □ fullur orku. Þó að langt sé síð- an að hann fór á eftirlaun, eru máleíni sem varða samyrkju- búið eftir sem áður hans aðal- áhugamál. Á hverjum degi geng ur Agajev 10—12 kílómetra og lítur eftir jarðeignum samyrkju búsins. (Úr fréttabréfi Sovétríkjanna) Matthías Gestsson ljósmyndari og Borgarbíó buðu fréttamönn- um á mánudaginn að horfa á sýningu litskuggamynda Matt- híasar. Þær myndir, sem eru flestar framúrskarandi góðar, eru frá þjóðhátíð á Þingvöllum, Vestmannaeyjargosinu, hesta- mannamótum, Akureyri o. fl. Myndasýning fyrir almenning verður í Borgarbíói á laugar- daginn kl. 2 e. h. Það er ómaks- ins vert að sjá þessar myndir, sem eru skýrðar jafnóðum, og það ætti að vera keppikefli félaga og klúbba, sem oft vantar skemmtiefni, að fá þátt af þessu tagi, sem bæði er fróðlegur og skemmtilegur. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.