Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 1

Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 1
ÍGUK LVII. árg. — Akureyri, miðvikudaginn 18. des. 1974 — 57. tölublað tvdaNéW FILMUhúsið AKUREYRI Framkvæmdanefnd leiguíbúða hefur ákveðið með heimild bæj- árráðs Akureyrar að kaupa fjórar íbúðir af Smára h.f. Kaup verðið á fullfrágengnum íbúð- unum er samtals 16,65 milljónir króna. Þetta éru þrjár fjögurra herbergja íbúðir og ein tveggja herbergja, allar við Tjarnar- lund. Leitað verður samþykkis Húsnæðismálastjórnar um lána- fyrirgreiðslu, sem á að vera 80% af kaupverði. Jafnframt standa yfir samningar við Börk h.f. um kaup á tveim -íbúðuin við Einholt og sex íbúðum hjá Byggingarvöruverslun Tómasar Björnssonar. íbúðir þessar verða til leigu, en jafnframt að fimm árum liðn um gefst . leigutökum kostur á að kaupa íbúðirnar. Komið hef- ur til tals, að selja skuldabréf til að standa straum af kostn- aðarhluta bæjarins við þessi íbúðakaup. Búast má við meiri kaupum bæjarins í þessa átt. □ Ilér cr stöðvarhús Smyrlabjargarárvirkjunar. (Ljósm.: E. D.)í Á föstudaginn bilaði spennir í stöðinni á Kópaskeri og varð rafmagnslaust í einn sólarhring. Fengin var að láni varastöð hjá Vegagerðinni á Akureyri og hefur hún verið í gangi frá því á laugardagskvöld og framleiðir hún hátt á annað hundrað kíló- vött. Kópaskeri og sveitunum í Axarfirði er skipt í þrjú skömmt unarsvæði og hefur hvert þeirra rafmagn í tvær stundir en er án rafmagns í fjórar stundir. Á sunnudaginn var 15 gráðu frost á þessum slóðum og geta allir ímyndað sér það ástand, sem slíkar raforkutruflanir hafa. Gerðar voru ráðstafanir til að Ný vainsveita tekin í notknn sl. sunnuday Fjárhús og heyhlaða brunnu á Sviðningi í Skagahreppi, sem er rétt hjá Kálfshamarsvík á mánu dagsmorgun. Urðu húsin alelda á skammri stund, en 180 fjár var bjargað. Sumar kindurnar fengu þó reykeitrun. Slökkvi- liðið á Skagaströnd, sem kom fljótlcga á staðinn, gat varið stóra heygalta, er úti stóðu við hlöðuna. Rafmagn var ekki í húsum þessum og er talið, að um sjálfsíkveikju hafi verið að ræða, þótt bóndinn hefði ekki orðið var við heyhita. Bóndinn á Sviðingi heitir Sigurður Páls- son og kona hans Alda Frið- geirsdóttir. Á sunnudaginn var formlega tekin í notkun á Skagaströnd ný vatnsleiðsla. Voru boraðar tvær holur í Hrafndal, sem virkjaðar voru og gefa 40 sekl. af ágætu vatni. Leiðslan til kauptúnsins er 4 km. Kauptún- ið þarf nú 30 lítra. Tvær holur eru enn óvirkjaðar á sama stað og gefa þær 20 lítra. Áður var vatn illt og mjög ótryggt í Höfðakaupstað. Vatnsveitan kostar um 14 milljónir kr. og er auðséð, að þessi framkvæmd er mikið átak jafn fámennu sveitarfélagi. (Samkvæmt upplýsingum sveitarstjórans, Lárusar Guð- mundssonar) fá spenni frá Egilsstöðum og varð að flytja hann syðri leið- ina til Reykjavíkur. Það sem síðast sagði frá spenni þessum var það, að hann var í veður- tepptum bíl í Fornahvammi á mánudaginn. Komst þó að kveldi í Staðarskála og var í Skagafirði í gærmorgun. Neyðarástand ríkir við Axar- fjörð þar til úr rætist með raf- orkuna. Q Lokubúnaður var um helgina tekinn í notkun við Smyrla- bjargarárvirkjun og er sá út- búnaður við nýtt uppistöðulón fyrir virkjunina, gert í sumar og geymir nú tveggja vikna vatnsforða fyrir virkjunina, en tekur þriggja vikna forða. Vatns miðlun er þegar hafin. Stöðin framleiðir um 1400 kílóvött, en auk þess eru dísilstöðvar á Höfn í Hornafirði og strax eftir ára- mótin kemur á staðinn ný 2 þús. kílóvatta dísilstöð. Mun ekki hætta á því um þessi jól, að Hornfirðingar þurfi vegna kulda að flýja byggð sína, eins og í fyrra. ælf er úr hefninni í Úlafsfirði eg Ólafsfirði, 16. desembei'. Afli hefur verið mjög tregur undan- farið og stopular gæftir, og virð ist skipta litlu hvaða veiðiað- ferðum er beitt, þegar á sjó gefur. Olafur bekkur landaði í sl. viku um 60 tonnum og Sól- berg kom inn á laugardaginn með 80 tonn. Sumir bátarnir eru hættir veiðum, nú fyrir jól- in, og áhafnir þeirra komnar í jólaírí. í framhaldi af fyrri fréttum um hitaveitumál Akureyrar, er rétt að geta þess, að á síðasta bæjar- stjórnarfundi var samþykkt eftirfarandi tillaga frá Ingólfi Árnasyni og Sigurði Óla Brynj- ólfssyni. „Bæjarstjórn heimilar hita- veitunefnd að undirrita sam- komulag við landeigendur í Reykjahverfi, um rannsóknir á jarðhitasvæði í anda þess upp- kasts, sem kynnt hefur verið bæjarstjórn. Jafnframt leggur bæjarstjórn áherslu á að jarð- borun á vegum bæjarins verði EKKERT ATVINNULEYSI Samkvæmt upplýsingum Vinnu miðlunarskrifstofunnar á Akur- eyri kemur fram, að hinn 30. nóvember sl. voru sex verka- menn skráðir atvinnulausir. Þar af njóta fimm ellilífeyris- og örorkubóta. □ r heilu vatni Togararnir fóru báðir út til veiða, en ráðgert er, að þeir komi aftur inn fyrir jól. Vinna í frystihúsunum hefur verið heldur slitrótt undanfarið vegna hráefnisskorts. Dæluskipið Hákur kom hing- að 20 nóvember sl. og hefur unnið síðan að uppmokstri úr höfninni. Er sandinum dælt gegnum víð stálrör suður á svo- kallaðar Flæðar og-notaður þar ekki hafin fyrr en samningur hefur verið gerður við landeig- endur um verð og aðra skilmála um nýtingu jarðvarmans." Q til uppfyllingar. Giskað er á, að búið sé að dæla 20—30 þús. rúmmetrum úr höfninni og er dýpið þegar orðið 6,5 metrar við skipabryggjuna. Skipsmenn á dæluskipinu eru þegar farnir í jólaleyfi en koma aftur eftir ára mótin. Ráðgert er að dæla a. m. k. 80 þús. rúmmetrum úr höfninni. Hér hafa verið bormenn á vegum hitaveitu bæjarins og hafa þeir unnið að borun í Skeggjabrekkulandi, um 1,5 km frá bænum. Er hola þessi 600 metrar á dýpt, en árangur virð- ist ætla að verða sáralítill. Upp koma aðeins 2 lítrar á sek. af 40 stiga heitu vatni. En eftir er að einangra kalda vatnið frá holunni og kynni vatnið þá að hitna. Borinn, sem hér var notaður, kemst ekki á meira dýpi, og er framhaldið óráðið. En hitaveitan er þegar orðin bænum ónóg. B. S. Talið er, að loðnan sé svo dreifð á þessum árstíma, að erfitt sé að finna hana, en loðnuleit hef- ur staðið yfir norðan við land að undanförnu. Hjálmar Vil- hjálmsson fiskifræðingur hefur verið leiðangursstjóri á Árna Friðrikssyni við þessar rann- sóknir og hefur hann endur- tekið þá spó fiskifræðinga, að mikið muni ganga af loðnu á miðin í vetur og næstu ár, vegna sterkra stofna þessa nytja fisks. Loðnuveiðarnar síðasta vetur hófust á djúpmiðum austanlands 17. janúar og á Lónsvík 22. janúar, en þá var fyrsta hrygn- ingargangan komin upp að land inu, á leið vestur með því. Met- veiði var á vertíðinni og hefði þó veiðst enn meira ef gæftir hefðu verið góðar og löndunar- eri'iðleikar hefðu ekki tafið veið arnar. Fram hefur komið í skýrslu LÍÚ, að framleiðsluverð mæti loðnuafurðanna á þessu ári hafi orðið 4,2 milljarðar króna. Þar af er verðmæti mjöls 2380 millj. kr., lýsis 380 millj. og frystrar loðnu 600 millj, kr. Lækkun hefur orðið á verði loðnumjöls, vinnslugeta bræðsln anna hefur ekki aukist og líkur eru taldar á, að færri skip stundi veiðarnar en á síðustu vertíð, en þá voru skipin 136. Q ■ rl' joltn Fyrstu fjölbýlishúsin eru ris- in í Höfn, mörg einbýlishús í smíðum, hafnarbætur, verbúðir og sitthvað fleira. Q Kaupir bærinn Lón? Bæjarráð hefur falið Sigurði Ola Brynjólfssyni og Sigurði Hannessyni að kanna hugsanleg kaup á húsinu Lóni, af Karla- kórnum Geysi. Húsið verður væntanlega notað til æskulýðs- starfsemi, svo sem verið hefur, ef af þessum kaupum verður. Q Þjóðhátíðarreikn- ingurinn ennþá óuppgerður í fundargerð þjóðhátíðarnefnd- ar Akureyrar og Eyjafjarðar- sýslu kemur fram, að reikning- um er ekki endanlega lokið. Yfirlitið sýnir, að gjöld hafa orðið sem næst 2,2 millj. kr. en tekjur aðeins 1,6 millj. kr., og er þá reiknað með 1,1 millj. kr. framlagi Akureyrarar og 0,4 millj. kr. frá Eyjafjarðarsvslu. Eftir er að gera upp sölu í verslunum á minjagripum. Þjóðhátíðarnefnd íslands hef- ur í hyggju að gefa út í bókar- formi sögu þjóðhátíðarhaldanna 1974 og hefur óskað eftir grein- argerð um hátíð Eyfirðinga og ljósmyndum. Q Heilbrigðisnefnd bæjarins hefur lagt til, að bannað verði að selja óinnpakkað sælgæti í verslun- um bæjarins frá 1. maí 1975 að telja. Þetta er í samræmi við heilbrigðisreglugerðir. Um það segir í greinargerð heilbrigðis- nefndar, að aðrir kaupstaðir hafi þegar tekið þetta ákvæði upp. □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.