Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 6
6
Möðruvallaklaustursprestakall:
Hátíðaguðsþjónustur um jól
og áramót: Aðfangadagur:
Elliheimilið í Skjaldarvík kl.
6 e. h. Jóladagur: Möðruvellir
kl. 1.30 e.h. Glæsibær kl. 3 e.h.
Sunnudagur milli jóla og ný-
árs: Möðruvellir kl. 11 f. h.
(barnaguðsþjónusta). Bakki í
Öxnadal kl. 2 e. h. Gamlárs-
dagur: Möðruvellir kl. 2 e. h.
1 Nýársdagur: Bægisá kl. 2 e. h.
•— Sóknarprestur.
Jólamessur í Laugalandspresta-
kalli. Jóladagur: Munkaþverá
kl. 13.30, Kaupangur kl. 15.30.
Annar jóladagur: Grund kl.
13.30. 29. desember: Hólar kl.
13.30, Saurbær kl. 15.30. —
Sóknarprestur. j
Gjöf í Kristínarsjóð afhent af
Jakobínu Pálmadóttur frá
Ásdísi Björnsdóttur, Reykja-
vík kr. 1.000. — Með þökk-
um móttekið. — Laufey Sig-
urðardóttir.
I.O.G.T. st. Ísafold-Fjallkonan
nr. 1. Fundur fimmtudaginn
2. jan. 1975 kl. 8.30 e. h. í fé-
lagsheimili templara, Varð-
borg. Fundarefni: Vígsla ný-
liða. Árgjöld, önnur umræða.
1 Kosning embættismanna. Eft-
ir fund: Skemmtiatriði. Kaffi.
— Æ.t.
Lionsklúbburinn Hug-
inn. Jólafundur fimmtu-
daginn 19. þ. m. að Hótel
KEA kl. 19.30.
Sjónarhæð. Verið velkomin á
samkomur okkar sem nú fara
í hönd. Sæmundur G. Jóhann
esson mun tala auk annarra
ræðumanna. Almenn sam-
koma n. k. sunnudag kl. 17.
Jóladag kl. 17. Sunnudaginn
29. des. kl. 17. Áramótasam-
koma gamlárdag kl. 23. Sam-
koma nýárdag kl. 17. Allir
hjartanlega velkomnir.
Heimsóknartímar á sjúkrahús-
inu um jólin. Aðfangadagur
kl. 18—21, jóladagur kl. 14—
16, annar í jólum kl. 14—16,
gamlárdag'ur kl. 18—21 og
nýárdagur kl. 14—16. — For-
stöðukona.
Jóhann Guðmundsson, Laxa-
götu 2, Akureyri, verður 85
ára á Þorláksdag, 23. desem-
ber 1974.
Lionsklúbburinn Hæng-
ur. Fundur á Hótel KEA
fimmtudag 19. desember
kl. 19.30.
Brúðlijón: Hinn 14. desember
voru gefin saman í hjónaband
í Akureyrarkirkju ungfrú
Erla Hrund Friðfinnsdóttir og
Páll Baldursson afgreiðslu-
maður. Heimili þeirra verður
að Skarðshlíð 9 G, Akureyri.
Náttúrugripasafnið verður lok-
að vegna innréttinga og flutn-
ings fram yfir áramót.
Nonnahúsið verður opið 15. des.
kl. 3—5. Afhentar pantaðar
bækur. Sími safnvarðar er
22777.
Minjasafnið á Akureyri er lokað
vegna byggingarframkvæmda.
Þó verður tekið á móti ferða-
fólki og skólafólki eftir sam-
komulagi við safnvörð. Sími
safnsins er 11162 og safn-
varðar 11272.
Amtsbókasafnið. Opið mánud,—
föstud. kl. 1—7 e. h. Laugar-
daga kl. 10 f. h. — 4 e. h.
Sunnudaga kl. 1—4 e. h.
BÍ'misleét _
FORELDRAR!
Jólakettlingur handa
barninu kostar ekkert.
Til sýnis e. h. í
Rauðumýri 4.
SKÚR sem rúmar 1—2
bíla óskast á leigu strax.
Uppl. í síma 1-10-24 hjá
Birni Arnasyni eða
Þórði Sigurðssyni
milli kl. 8 og 17.
AUGLÝSIÐ í DEGI
Atvinna
"" 1 -......■■■■■■--------
ÍSAK 2ja ára vantar
konu til að passa sig
allan daginn frá ára-
mótum, helst nálægt
Akurgerði.
Sími 2-18-59.
Fæst í kaupfélaginu
BARNALEIKVELLIR
Einar Hallgrímsson, umsjóna-
maður leikvalla, hefir sent bæj-
arstjórn eftirfarandi skýrslu:
Árið 1974 hófst hér með væg-
um frostum, svellaðri jörð og
síðar nokkrum snjóum, sem
gerðu starfrækslu gæsluvall-
anna tveggja erfiðleikum
bundna þar sem girðingar fóru
á kaf, en leikrými er lítið í
gæsluhúsunum. Ekki þurfti þó
að fella niður gæslu nema örfáa
daga vegna illviðris. Fullyrða
má að góð reynsla hafi fengist
af vetrargæslu þessa tvo vetur,
sem Byggðavöllur og Hlíðavöll-
ur hafa verið í gangi. Þeir voru
að sjálfsögðu valdir vegna þess,
að þar var aðsóknin langmest á
sumrin.
Hinir gæsluvellirnir 4 tóku til
starfa um miðjan maí og voru
allir hættir þjónustu fyrir lok
september. Aðsókn að gæslu-
völlunum, sem virðist hafa tvö-
faldast ó 3 árum, leitar nú meira
jafnvægis með litla fjölgun á
skráðum barnakomum síðast-
liðið sumar. Ef leita ætti orsaka,
þá dettur mér fyrst í hug flutn-
ingur fólks í ný og fjarlægari
hverfi bæjerins ásamt lengri
eða betur notuðum sumarfríum.
Gilsvöllur við Lækjagötu var
rekinn á sama hátt og undan-
farin sumur sem opinn gæslu-
völlur, þar sem ekki var unnt
að byggja hinn áætlaða fjöru-
völl svo tímanlega að nota
mætti hann á þessu sumri.
Girðing fjöruvallar er næstum
fullgerð, en húsbygging er ekki
hafin. Æskilegt væri, að gera
þessa húsbyggingu, fyrst óhafin
er, að einum þætti áætlunar um
byggingar gæsluhúsa á þessum
og 3 öðrum völlum, sem hraða
verður langt umfram fyrri áætl
anir vegna útþenslu bæjarins.
Þetta eru vellir í Gerðahverfi
II, Holtahverfi og Lundahverfi,
þar sem barnafjöldi er þegar
orðinn mjög mikill.
Þyki ekki fært að stórauka
fjárframlög til leikvalla, virðist
mér, að þessar framkvæmdir
verði að koma niður á bygging-
um og viðhaldi opinna leikvalla
ásamt vetrargæslu
Tilraunum sem starfsleikvöll
var fram haldið þrátt fyrir
óþægilega lokun á fyrri sama-
stað í Gróðrarstöðinni, þar sem
búið var að leggja í nokkurn
kostnað við lagfæringar. Þetta
leystist þannig, að starfsemin
var flutt að Skógarlundi, sunn-
an Lundarskóla, þar sem afnot
fengust af svo kölluðum K. A.-
skúr (60 m2), og nokkru ónot-
uðu landsvæði þar í kring.
Þessi starfsemi stóð í 2 mán-
uði (júlí og ágúst), og var nú
hægt að bjóða upp á mikið
föndur og fjölbreytta vinnu.
Ágæt aðsókn staðfesti þá
reynslu annarra samskonar
valla, að góð aðstaða og vel
undirbúið starfslið er jafn
nauðsynlegt.
Hugsanlega mætti hafa þama
samskonar starfsemi næsta
sumar ef afnot fengjust af húsi
og svæði, en æskilegast væri að
komast sem fyrst á framtíðar-
stað, sem ráðgert er að verði
norðan Gerðahverfis I, nokkuð
miðsvæðis í bænum.
Vegna verðhækkana voru
framkvæmdir litlar á opnum
svæðum.
Nokkur leiktæki voru sett
upp á hátíðarsvæðinu í Kjarna
og Barnaleikvellir komu öllum
leiktækjum fyrir við Árholt.
Ovenju mikið var smíðað af
leiktækjum og leikföngum, sem
sífellt þarf að endurnýja. Við-
haldsvinna o ghirðing á 30 stöð-
um, þar sem leiktækjum er
komið fyrir, tók sinn tíma.
Einstaklingar og fyrirtæki
hafa gefið leikvöllunum mikið
af alls konar verðmætu efni,
sem ekki hefur allt verið hag-
nýtt.
Geymsluplássleysi háir nú
leikvöllunum meira en nokkru
sinni, og er vandséð hvernig úr
verði bætt. Q
RAUSNARLEG GJÖF
Lórus Björnsson, oft kenndur
við Iðju á Akureyri, hefur gefið
Alþýðubandalagsfélaginu á Ak-
ureyri jarðhæð hússins Eiðs-
vallagötu 18. Er þar íbúð og
verslunarhúsnæði, hin verð-
mætasta eign. Var gjöf þessari
að vonum vel fagnað. Þótt
Lárus Björnsson hafi ávallt
notað skakkan kompás í póli-
tíkinni, er hann rausnarmaður
og hinn mætasti borgari. □
Jólin nálgast:
í baðherbergið bjóðum við
baðmottusett, stakar mottur,
Non-slip í baðker, 2 stærðir.
Baðhandklæði, 2 stærðir.
Þvottastykki, þvottapokar.
Freyðibað, baðsölt, handsápa.
DÖMUDEILD - SÍMI 2-28-32.
Þökikum af alhug samúð og vináttu t ið andlát og
útför móður okkar
SOFFÍU GUÐRÚNAR ÞÓRÐARDÓTTUR.
Fyrir hönd dætra hennar og annarra vandamanna
Ingibjörg Sigfúsdóttir.
GÍSLI GUÐMUNDSSON,
Sámsstöðum,
lést á Fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri fimmtu-
daginn 12. desember sl.
Jarðarförin fer franr að Munkaþverá kl. 1,30 e.h.
Vandamenn.
Húsnæói
Herbergi til leigu með
eldunaraðstöðu.
Reglusemi áskilin.
Uppl. í síma 2-18-13
eftir kl. 7 e. h.
Bifreióir
Viljum selja Volkswag-
en rúgbrauð árg. 1974.
Uppl. í síma 2-17-77
á daginn og 2-20-34
á kvöldin.
Munið flugeldasölu Hjálparsveifar skála Hafnarsfræfi 85 Ak.
|| STÓRKOSTLEGT ÚRVAL FLUGELDA, SÓLA OG STJÖRNULJÓSA.
IKaupið áramótaflugeldana hjá skátunum og styrkið jiar með starf skátanna.
GleÖileg jól, gott og jarsælt komandi ár.
HJÁLPARSVEIT SKÁTA