Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 8

Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 8
AliGLVSINGASÍMI Daguk Akureyri, miðvikudaginn 18. des. 1974 til ^ JÓLAGJAFA 1 i • GULI.SMIÐIB Aldrei meira í\ StGTRY.GGÚR \J & PÉTUR ^ f AKUREYRI SMÁTT & STÓRT Fremri röð frá vinstri: Ottó Leifsson, Katrín Frímannstíóttir og Björn Víkingsson. Aítari röð. Viðar Garðarsson, Tómas Leifsson, Ásgeir Magnússon, Karl Frímannsson, Haukur Jóhannsson og Kristinn Sigursteinsson. Þetta er hópur skíðafálks. — Sjá í opnu blaðsins. (Ljósm.: Fr. Vestmann) Blaðið leitaði frétta hjá Hirti E. Þórarinssyni á Tjörn í Svarf- aðardal, og sagði hann þá eftir- farandi: Síðasta hálfan annan áratug- inn fækkaði fólki í Svarfaðardal um nær hundrað manns. Nokkr ir bæir fóru einnig í eyði á þeim tíma. Nú sýnist mér, að komið sé jafnvægi í búsetunni. Bæir fara nú ekki í eyði og fólk inu er hætt að fækka. Barns- fæðingar, sem voru í einhvers- konar öjdudal, glæðast að nýju, enda hefur ungt fólk nú víða tekið við af þeim eldri við bú- skapinn. Búskapur er jafn og allgóður Síðan í október hefur veðrátta verið hagstæð á Héraði. Er talið óvenjulegt hve menn hafa mikið getað unnið að byggingum íbúða og gripahúsa þennan tíma á sex vikna góðviðriskafl- anum. Vel eru bændur taldir heyjaðir. í haust var lógað yfir 70 þús. fjár á félagssvæði kaup- félagsins og er það mun meira en í fyrra. Féð reyndist lélegra til frálags en í fyrra og lauslega áætlað munar það samtals 25— 30 millj. kr. Nú stendur yfir bygging mjólkursamlags Kaupfélags Hér aðsbúa og verður það mjög full komin vinnslustöð. Jafnframt er komin á áætlun kaupfélagsins bygging sláturhúss, er teldð gæti á móti öllu sláturfé á félags svæðinu. Um 40 íbúðir eru í byggingu LUKKUPOTTl Næstu daga verður bæjarbúum gefinn kostur á þátttöku í nú- tíma hlutaveltu. Félagar úr Knattspyrnufélagi Akureyrar munu ganga um bæinn og bjóða hlutaveltumiða til kaups. Kosta þeir 50,00 kr. Vinningaskrá verður afhent um leið, þannig að þeir er vinning hljóta geta strax séð hver vinningurinn er. Alls eru vinningarnir 2602 að hér í Svarfaðardal eins og verið hefur. Menn byggja mikið af vélageymslum og heyhlöðum og einnig eru nokkur íbúðarhús í smíðum og stækkun íbúðar- húsa. Ymsir bændur hyggjast hætta mjólkurframleiðslu vegna tank- væðingarinnar, sem hér verður 1977, samkvæmt áætluninni, en snúa sér þess í stað að meiri- háttar sauðfjárbúskap. Þetta tel ég mjög hæpna ráðstöfun því Svarfaðardalur hefur ekki nægi legt land til þess, nema til komi stórbætt haglendi með einhvers konar ræktun um leið. Oft hefur verið talað um blóm legt félagslíf í Svarfaðardal, en ef litið er yfir sviðið núna, er það hreint öfugmæli, hvort sem það skánar eitthvað síðar í vetur. Margt hjónafólk á bæj- unum er orðið svo gamalt, að það sinnir ekki mikið félags- málum og skemmtanalífi, en unga fólkið, sem víða hefur kom ið í staðinn, leitar gjarnan til Ðalvíkur. Ungmennafélagar láta lítt á sér bera, en kvenfélagið (Framhald á blaðsíðu 6) „AUMINGJA ÞU“ Maður einn, f jögurra föngulegra dætra faðir, fékk einhverju sinni heimsókn; Aðkomuinpnni varð starsýjrit'-á ■ dæturnar 6g spurði föður þeirra, hvórt liamr. ætti þær allar, og fékk jákvætt svar. Varð gestinum þá að orði: Aumingja þú. Faðirinn taldi, að enginn þyrfti að vorkenna sér vcgna dætranna, enda væru þær það besta, sem hann ætti og hann vissi ekki betur en þær væru allar sæmilega efnilegar. Gesturinn var nokkuð flumósa og sagði: Já, já,-nfei, nei, ég var nú ekki að méina það. Ég var að hugsa um andskotans tengda synina! MÓTVÆGI MYRKURSINS í gráum hversdagsleikanum, þegar ofan á hann bætist skamm degismyrkrið og amstur dag- anna, er flestum nauösyn að eiga sér heitar óskir og vinna að því að þær rætist með hækk- andi sól. Það er jafnvel nauð- synlegt að eiga í huga sér fagur- bláma. fjarlægðarinnar, til mót- vægis við skammdegisdrung- ann. Það er mælt, að flest leiti jafnvægis, einnig í hugarheimi heilbrigöra manna. En ýmsum verður skammdegismyrkur erfitt, jafnvel svo, að sjálf jóla- hátíðin er þess ekki megnug að eyða því nema litla stund. Þegar svo er ástatt, er gagns- lítið að gefa uppskriftir. En flestir geta sjálfir glætt með sér vonirnar, ef ekki einir, þá með styrk vina sinna. Vart geta menn gefið náungum sínum og samborgurum betri jólagjafir, en þann styrk. í Egilsstaðakauptúni, misjafn- lega lángt á veg komnar. Mörg húsanna urðu fokheld í nóvem- bermánuði. Þá hefur verið unn- ið við sjúkrahúsið og verður Jjað tekið í fulla notkun fljót- lega upp úr áramótum. Verður þá rúm fyrir 28 sjúklinga við góða aðstöðu. Stöðugt er verið að fullkomna tæki læknamið- stöðvarinnar og aðstaða verður fyrir sérfræðinga, sem væntan- lega verða þar tíma og tíma eftir þörfum. Lokið er smíði fimm húsa, dvalarheimili aldraðra á Egils- stöðum, og eru margir á bið- lista, en nýju húsin eru þegar setin. Snjólaust má heita á Héraði og vegir allir vel færir, að því er fréttir hcrmdu um síðustu helgi. □ verðmæti kr. 300.000,00, m. a. fjórar Noregsferðir, tvö arm- bandsúr og mikill fjöldi eigu- legra leikfanga. Ágóðinn rennur til að efla starf hinna einstöku deilda KA og félagsins í heild. Vinninga skal vitja á skrif- stofu KA, Hafnarstræti 83, mið- vikudaga og föstudaga milli kl. 5 og 7. JÓLATRÉ FRÁ REGINA MARIS Þýska skemmtiferðaskipið Reg- ina Maris, sem oft kemur til Akureyrar með fjölda farþega, hefur sent Akureyri jólatré, sem búið er að setja upp nálægt höfninni. Hafnarvörður tjáði blaðinu, að bærinn hefði fengið samskonar jólakveðju á síðustu jólum. ÓBOÐIN BJÖLLUTEGUND Heilbrigðisyfirvöld bæjarins hafa staðið í stímabraki ásamt húsráðendum við að útrýma óvelkominni bjöllutegund í húsi einu á Akureyri. Bjöllutegund þessi, sem lifir á korni og eykur ört kyn sitt þar sem skilyrði eru henni hagstæð, er lífseig og erfitt að útrýma henni, með þeim tegundum skordýraeiturs, sem venjulega eru notaðar. Vona menn þó, að síðastá til- raunin og sú öflugasta, hafi heppnast. Þessarar bjölluteg- undar hefur víðar orðið vart á undanförnum árum. Aðalskipulag bæjarins staðfest Eins ,og áður hefur komið fram, hefur verið unnið að nýju aðal- skipulagi Akureyrar á undan- förnum árum. Þetta skipulag er miðað við næstu 20 árin, en á þó að endurskoðast á fimm ára fresti. Nú er svo komið, að bæjarráð, að tillögu skipulags- nefndar leggur til, að áður aug- lýstar tillögur af aðalskipulagi Akureyrar verði samþykktar og sendar félagsmálaráðuneytinu til staðfestingar. Þegar skipulagstillögurnar voru lagðar fram og auglýst eftir athugasemdum, komu eng ar meiriháttar athugasemdir fram, en þó nokkrar, svo sem frá KEA og Kaupfélagi verka- manna, sem áskildu sér rétt til bótakrafna. Eftir er að vinna að deiliskipu lagi á nokkrum svæðum, þ. e. nánari útfærslu í einstökum atriðum. Ber þar hæst miðbæjar svæðið. □ GEÐVERNDARFELAG STOFNAÐ Framhaldsstofnfundur Geð- verndarfélags Akureyrar var haldinn í Hótel Varðborg sunnu daginn 15. desember. Stofn- félagar eru 66 einstaklingar á Akureyri og nágrenni. Stjórn félagsins skipa: Brjmj- ólfur Ingvarsson læknir formað ur, Brynja Heiðdal, Kristinn Pálsson, Sólveig Kristjánsdóttir og Stefán^Þorláksson.. Sunnudaginn 15. dcsember afhenti Lionsklúbburinn Hængur á Daguk Akureyri framkvæmdastjóra Rauða krossins 300 þúsund króna kemur næst út á föstudags- gjöf til norðlenska neyðarbílsins. Formaður klúbbsins, Aðalsteinn kvöldið og verður það jafnframt y ' i' , , , , ,, , „ v j- , . síðasta blað ársins. — Jólablað Juliusson, sest her afhenda Guðmundi Blondal avisunma. , , , . v , ... kemur ekki að þessi smm. (Ljósm.: Fr. Vestmann) Tannlæknavakt Tannlæknavakt verður á Akur- eyri um jól og nýár sem hér segir: Sunnudag 22. des. kl. 17—18 Tannlæknastofa Steinars Þor- steinssonar, Skipagötu 1. Þor- láksmessu 23. des. kl. 11—-12 f.h. Tannlæknastofa Steinars Þor- steinssonar, Skipagötu 1. Að- fangadag 24. des. kl. 11—12 f. h. Tannlæknastofa Jóhanns G. Benediktssonar, Ráðhústorgi 3. Jóladag og annan í jólum 25. og 26. des. kl. 17—18 báða dagana Tannlæknastofan Glerárgötu 20. Laugardag 28. des. kl. 17—18 Tannlæknastofa Baldvins Ring- sted, Hafnarstræti 101. Sunnu- dag 29. des. kl. 17—18 Tann- læknastofan, Glerárgötu 20. Gamlárdagur 31. des. kl. 11—12 f. h. Tannlæknastofan, Glerár- götu 20. Nýársdagur 1. janúar kl. 17—18 Tannlæknastofa Kurt Sonnenfeld, Hafnarstræti 90. — (Sjá auglýsingu). □

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.