Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 4

Dagur - 18.12.1974, Blaðsíða 4
4 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar Ml-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Björnssonar h.f. Tröllskessurnar lifa enn Tröllskessur tvær bjuggu í norð- lenskum afréttardal endur fyrir löngu og voru þær systur í blóma lífsins. Þær stálu í byggð ungum manni, höfðu hann hjá sér og gerðu við hann vel í mat og drykk, því þær vildu auka með honum kyn sitt. Og þær mökuðu hann smyrslum, teygðu hann á milli sín og orguðu í eyru honum til að trylla liann. Maður þessi gat að lokum flúið til byggða, náði prestfundi, en lifði aðeins þrjá daga eftir það. Nýjar kynslóðir hafa vaxið upp, menntaðri en áður til munns og lianda og hlæja að sögum um tröll- skessur. En sú kynslóðin, sem nú vex upp á hliðstæða liættu yfir höfði sér og ungi maðurinn forðum. Þannig er mál með vexti að tröllskessurnar lifa góðu lífi og liafa aldrei verið aðsópsmeiri en nú við að tæla ungl- inga til sín og jafnvel stela þeim með öllu. Þær birtast í líki brennivíns- sala, standa að baki skemmtiiðnaðar- ins og ráða oft efni útvarps og sjón- varps. Þær smyrja unga fólkið innan, sem er enn áhrifaríkara, toga ung- menni á milli sín, orga í eym þeirra og trylla þau. Ungt fólk á okkar dögum hefur naumast stundlegan frið fyrir tröllskessunum, sem koma í allra kvikinda líki og kalla það til sín t. d. í gegn um útvarp og sjón- varp, tæla það fyrst frá heimilum sínum, trylla það síðan við vín og dans og jafnvel eiturlyf á opinberum og hálfopinberum stöðum. Það er í raun og veru alveg furðu- legt, að tnikill hluti af æsku þjóðar- innar skuli ekki þegar hafa hlotið varanleg örkuml af ásókn, eða rétt- ara sagt ofsókn þeirra endurbornu og nútímalegu systra, sem herja á mannfólkið í sveit og við sjó, jafnt í strjálbýlum byggðum, sem í kaup- stöðttm. Mörg mannslífin farast að vísu á hverju ári í hinni hatrömmu viðureign, en flestir sleppa, sumir með áverka eina, svo er traustum kynstofni fyrir að þakka, og þeim menningarerfðum, sem hinn nýi tími hefur enn ekki þurrkað alveg út. Minnt er á gömlu þjóðsöguna og bent á endurtekningu sögunnar til umhugsunar, ef einhverjum mætti til varnaðar verða á upplausnartím- um. Foreldrar keppast við að afla sér tekna, búa sér og börnum sínum ríkmannleg lieimili, en standa svo margir frammi fyrir því, er yngsta kynslóðin vex rir grasi, að hún flýr hin hlýju og björtu heimili sín, hlýðir kallinu að utan og lendir meira og minna í tröllahöndum. □ Hinn 8. október varð einn af góð borgurum þessarar sveitar sex- tugur. Sá var Jón Sigurðsson bóndi á Hlíðarenda í Bárðardal. Jón hefur dvalist á Hlíðarenda alla ævi, trúr og skyldurækinn. Opinber störf hafa látið hann í friði að mestu. Þó hefur hann um tíma verið eftirlitsmaður með ásetningi og fóðrun bú- penings. Þar var réttur maður á réttum stað því hann er hinn góði hirðir, en sækist ekki eftir metorðunum. Þegar afmæli Jóns var, vann hann trúnaðar- störf við sláturhúsið á Sval- barðseyri og lét því daginn lönd og leið hér heima fyrir. Nú í vetrarkyrrðinni 23. nóvem- ber efndu félagar hans í fjall- göngum dg annarri önn til fagn- aðar í barnaskólanum, honum til heiðurs og þakkar fyrir dygga og góða samfylgd, sem mun vara meðan ævin endist. Jón Sigurðsson hefur farið í göngur hvert haust frá ferm- ingu, en ef ég man rétt þótti ferming nokkur vísbending um það, að þá væru menn gangna- færir, en tæpast fyrr. Jón er gleðimaður í góðra vina hópi, og ég vil álíta, að hann eigi ein- tóma vini. Hann hefur yndi af söng og hverskyns gleðigjöfum. Ókvæntur er hann, en er í heimili með bróður sínum og mágkonu og unir við að hirða sitt sauðfé og hesta og gerir það með prýði. Hann lítur ekki á sauðkindina, sem skynlausa skepnu, heldur sem góða félaga, Við framangetið tækifæri var honum tilkynnt, að Umf. Ein- ingin, sem er eitt elsta ung- mennafélag landsins, hefði kjör- ið hann heiðursfélaga sinn, en í því hefur hann starfað frá fermingaraldri. Ég óska honum góðrar heilsu og margra fjallgangna með góðum félögum. Þ.J. \ llmferðarljós Bæjarráð hefur heimilað bæjar- verkfræðingi, að gera pöntun á umferðarljósum, sem sett yrðu upp næsta vor á gatnamótum Þórunnarstrætis og Þingvalla- strætis. En þar er mikil umferð og slys tíð. Góð reynsla er feng- in af þeim umferðarljósum, sem þegar hafa verið sett upp í bænum. □ Eins og fram kom í viðtali við Sigurð Ola Brynjólfsson, bæjar fulltrúa, í blaðinu fyrir skömmu á að gera stórátak í íþróttahúsa- byggingum á Akureyri á næstu árum, og ber að fagna því. En það er ekki nóg að byggja íþróttamannvirki. Það þarf fleira til. Við Akureyringar verðum að gera okkur grein fyrir því, að það þarf miklu meira fjármagn til að standa undir rekstri íþróttahreyfingarinnar hér norð anlands, en á Stór-Reykjavíkur- svæðinu, og skal ég rökstyðja það. Ef Akureyringar taka þátt í keppni í 1. deild eða 2. í flokka- íþróttum (8 keppnislið), þurfa þeir yfirleitt að fara 7 ferðir suður, en þátttökulið að sunnan 1 ferð norður, og sunnanliðin kveina yfir kostnaðinum við þessa 1 ferð norður. Hver ferð suður með handknattleikslið kostar núna um 60 til 70 þús. kr., og er þá reiknað með að komast heim samdægurs. Það sjá allir hvaða upphæðir hér er um að ræða. Tekjumöguleikar íþróttafélaganna eru aftur á móti mjög litlir, enda er það orðið alvarlegt, þegar forráða- menn íþróttafélaga varpa önd- inni léttara ef liðin í yngri flokk unum komast ekki í úrslit í ís- ALDNIR HAFA ERLINGUR DAVÍÐSSON SKRÁÐI Þetta er þriðja viðtalsbók Er- lings og sú jafnbesta. Stafar það af aukinni þjálfun höfund- ar í vinnslu viðtalanna, og að hann hefur hitt á prýðilega við- mælendur. Bækur þessar hafa orðið metsölubækur. Spurning- unni um það, hvers vegna per- sónusaga öll sé svo vinsæl á íslandi, er auðsvarað. Saga hvers einstaklings er brot af sögu lesandans, sé hann full- orðinn, og forvitnileg lesning hinum yngri um æsku og ævi- starf foreldra sinna. Hér er rætt við 7 persónur. Fer ekki á milli mála, að við- talið við Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku í Mjóafirði og nú- verandi menntamálaráðherra ber af öllum hinum. Kemur þar margt til. Vilhjálmur er óvenju lega mennskur af pólitíkusi að vera. í öðru lagi: Á Austfjörð- um gerðust um aldamótin mjög frásagnarverðir hlutir í atvinnu málum, sem sé síld og hval- veiði Norðmanna, er þar höfðu bækistöðvar. í þriðja lagi: Vil- hjálmur býr yfir hinni sérstæðu, austfirsku kímnigáfu. Er þetta t. d. ekki dásamlega austfirskt?: í byggðum Austfjarða hefur sér hvert býli sitt fjall að baki. Þykir mörgum austfirðingum magur kostur reykvíkings, að deila einu fjalli, Esjunni, með eitt hundrað þúsund manns. Það var líka austfirðingur, sem horfði yfir víðáttur suðurlands- undirlendis og sagði: — Hér þykir mér illa notað plássið, að hafa svona langt á milli fjalla.“ Ellegar þetta: Vilhjálmur missir jakka sinn efst í stiga og segir við sonarson sinn: — „Ja, það var gagn, nafni, að þetta voru ekki sparifötin.11 Þá segir sá litli. „Það var nú gagn, að það var enginn í þeim.“ Næst er talað við Ágúst Jóns- son. Hann er upprunninn í Svarfaðardal. Þetta er mjög góð ur þáttur. Ágúst reynist t. d. vera sá höfuðsnillingur í vinnslu íslenskra steina, að hon um hefur tekist að seiða fram úr þeim hin fegustu málverk, sem ég hef séð. Ferill hans sem byggingameistara er merkur, en frásögnin af för til Jan Mayen eftir timbri skemmti- legust. Næst kemur Gunnlaugur Gíslason í Sökku. Og enn lýst- ur niður í hug manns spurning- unni, hvernig á því standi, að Bókarkápa af Aldnir hafa orðið, Svarfaðardalur hefur framleitt svo mikið af ágætismönnum. Þeirra gætir víða í þjóðfélaginu. Viðtalið við Gunnlaug er í senn fróðlegt og skemmtilegt, enda maðurinn hamingjumaður. Fé- lagshyggja muh rík í Svarfaðar- dal. Aðalbjörg Björnsdóttir er næst. Hún er fædd 1883 í Köldu kinn. Viðtal þetta er ekki langt, en mjög athyglisvert. Ég las það tvisvar. Næstir koma Björn Sigmunds son, þekktur leikari og ágætis- borgari hér á Akureyri, og Guð mundur Jónasson frá Ási í Vatnsdal. Báðir þessir þættir ORÐIÐ eru skýrar myndir úr þjóðsög- unni, hvor á sinn hátt. Og að lokum er það hún Fríða í Markaðinum. Ég held, að það væri sérlega lærdómsríkt fyrir ungt fólk, sem virðist bera þján ingar heimsins í líkamá og sál, að lesa viðtalið við Fríðu. Það kemur nefnilega á daginn, að þessi glaða og góðhjartaða kona átti þá æsku, sem var snökkt- um örðugari en flestir nútíma- unglingar þekkja, og sorgir og andstreymi fylgdu henni langt fram á ævi. — En kannski er gamla máltækið sannast alls: Enginn verður óbarinn biskup. Ég held, að bæði Erlingur og bókaútgáfan, Skjaldborg á Ak- ureyri, ættu að halda þessari starfsemi áfram, því verkefnið er mikilsvert. Þess ber að geta, að allur frágangur bókarinnar er mjög góður. Og þó Erlingur Davíðsson hafi fallið yfir tísku- drós nýrrar stafsetningar (þá undanskil ég z-una, sem mátti fara) vex hann með hverri bók og þjóðsagan er nokkru ríkari. K. f. D. landsmótum, t. d. í handknatt- leik og knattspyrnu, því liðin sem sigra í riðlunum hér nyrðra þurfa yfirleitt að leika til úrslita suður í Reykjavík. Ég hef heyrt að Húsvíkingar, sem hafa átt góð kvennalið, jafn vel lið sem hafa orðið íslands- meistarar, ætli ekki að taka þátt í íslandsmótinu í handknattleik í vetur, og er það fyrst og fremst vegna hins mikla kostn- aðar, því þeir eiga ekki lög- legan íþróttasal og verða því að leika alla sína leiki í yngri flokkunum á Akureyri. Það er áreiðanlega kominn tími til þess, að öll íþróttamál ó Akureyri séu tekin til endur- skoðunar, ef við viljum standa íþróttafulki á Stór-Reykjavíkur svæðinu jafnfætis. Þó vil ég undanskilja skíðafólkið, en það er í fremstu röð á íslandi, enda er aðstaðan í Hlíðarfjalli sú besta á landinu og menn sem stjórna skíðamálunum hafa meiri tíma og áhuga en aðrir, sem stjórna íþróttahreyfingunni á Akureyri og ég fullyrði, að stjórn skíðamálanna hefur verið til fyrirmyndar, enda árangur eftir því. Ég vil þó taka skýrt fram að þetta er ekki ádeila á þá menn, sem stjóma öðrum íþróttagreinum, heldur áminn- ing um það hvernig stjórnin þarf að vera alls staðar. Það má skjóta því hér inn að það eru starfsmenn bæjarins, sem oft hafa haldið um stjórnvölinn í skíðamálunum og er það vel. Þó þurfa skíðamenn okkar að fara út fyrir landsteinana til æfinga og keppni ef þeir eiga að standa snúning í skíðamönn- um erlendis og eru 3 Akur- eyringar á förum í byrjun Þann 14. des. sl. átti barna- stúkan Von nr. 75 í Glerárhverfi á Akureyri 50 ára afmæli. Hún var stofnuð í skólahúsinu í Sandgerðisbót 14. jan. 1924. Fyrstu tveir gæslumenn stúk- unnar voru þeir Halldór Jóns- son í Ásbyrgi og Njáll Jóhannes son. En lengst mun Hjörtur L. Jónsson skólastjóri hafa gengt þar gæslumannsstörfum, 15—20 ár. Fór stúkan þá oft í skemmti- ferðir að sumrinu til að skoða landið.. Þessa afmælis var minnst með hátíðafundi í Glerárskólanum þann 14, des. sl. Sá fundur var jafnframt jólafundur stúkunn- ar. Þar voru lesnar jólasögur, sungnir jólasöngvar og sagt frá stofnun stúkunnar og starfi. Stúkunni bárust þar einnig gjafir. Á fundinum mættu 50 börn og 15 fullorðnir. Á eftir fundinum fóru fram rausnar- legar veitingar í annarri skóla- stofu og þar skemmtu börnin með söngleikjum undir stjórn Onnu Stefánsdótur. Núverandi gæslumenn stúk- unnar eru hjónin Ólafía Hall- dórsdóttir og Stefán Snælaugs- son úr st. Akulilju, sem er verndarstúka barnastúkunnar. Þau hafa lagt sérstaka alúð við starf sitt og sýnt þar mikla fórn- fýsi, enda hefur mikið fjölgað í stúkunni á síðastliðnu ári. Barnastúkan Von er ekki að- eins bindindisfélag heldur kenn ir hún einnig börnunum að vinna saman og koma fram. Hún vinnur gegn reykingum og varar við áfengi síðar á ævinni. Fátt er nauðsynlegra nú en að vara æskuna við eiturnautnum í þjóðfélaginu, þar sem ungling ar hafa tekið upp reykinga- venjur og áfengisnautn eftir janúar eins og kemur fram hér í blaðinu. Það er kominn tími til þess, að ráðinn sé fastur fram- kvæmdastjóri fyrir íþróttahreyf inguna á Akureyri, maður, sem gerir ekkert annað en stjórna „fyrirtækinu", skipuleggja starf ið og ýta á eftir hinum mörgu áhugamönnum, sem fórna frí- stundum sínum í störf fyrir íþróttafólkið og launin sem þeir fá eru vanalega skammir, sér- staklega ef illa gengur, og þessi maður verður aúðvitað að fá full laun, eins og hver annar starfsmaður. Kannski þurfa mennirnir að vera tveir, ef KA og Þór keppa í öllum greinum sitt í hvoru lagi. Þá kemur spurningin: Hvar á að fá fjármagnið? Er ekki þrautalendingin hjá flestum ríki og bær. Svo er það hjá út- gerðinni og hjá bændum ef illa gengur, en iðnaðurinn hefur oftast þurft að standa á eigin fótum. Bæjarráð Akureyrar, sem nú þessa dagana er að koma saman fjárhagsáætlun ásamt starfs- mönnum bæjarins fyrir árið 1975, og á sjálfsagt í miklum erfiðleikum að mæta kröfum um fjárframlög úr öllum áttum og halda áfram með fram- kvæmdir, sem byrjað er á og fjármagna nýjar, verður að taka málefni íþróttahreyfingarinnar fyrir alveg sérstaklega. Bæjar- ráð og bæjarstjórn verða að vega það og meta hvort það er mikils eða lítils virði fyrir Akur eyri, að eiga afreksfólk í íþrótt- um. Sjálfsagt þykir mér að bæjarráð boði formann ÍBA og formenn KA og Þórs á sinn fund, og láti þá gera grein fyrir þeim fullorðnu, sem sumir hverjir virðast ekki gera sér grein fyrir uppeldisábyrgð sinni. Foreldrar! Styðjið þetta barna félag og lofið börnunum ykkar að kynnast því. Hver veit, nema það geti orðið til þess, að börnin ykkar verði bindindismenn ævi langt. Þá mundi það um leið auka gæfu þeirra og öryggi í lífinu. E. S. - DALVÍK ER . . . (Framhald af blaðsíðu 8) Tilraun lifir þó góðu lífi. En þótt smátt sé skammtað hér í sveit í menningarlegu tilliti, er það gott, það lítið það er. Snjór er allmikill, en færi sæmilegt. Sumir eru þessa síð- ustu daga að afla sér rjúpna til jólanna. í gær fór einn í mitt land og fékk m. a. fimm í skoti, enda slyngur rjúpnaveiðimaður. Hér fara menn ekki á vélsleð- um, fjöllin eru of brött til þess. Dalvík er vaxtabroddur þessa byggðarlags og þar gerast hlut- irnir. Þangað flytur fólkið, sem ekki er rúm fyrir í sveitinni. Þar er mikil atvinna og ör fólks fjölgun. Hin allra síðustu ár hafa þau tíðindi orðið, að allmargir búa frammi í sveit en sækja atvinnu til Dalvíkur. Er þetta nýtt til- brigði í mannlífinu hér um slóðir. Þetta byggist á góðum vegum, og við höfum fengið góðan veg frá Dalvík og fram í miðja Tjarnarsókn. En nú er það okkar mesta hagsmunamál að vegakerfið verði stórbætt, og verður að gera það áður en tankvæðingin hefst. □ stöðu íþróttamálanna á Akur- eyri í dag. Ég vil að lokum geta þess, til að fyrirbyggja misskilning, að íþróttaráð hefur ekki fjallað um styrk til ÍBA undanfarin 8 ár, og mér er ekki kunnugt um að það hafi breytst nú. Það er því bæjarráðs og bæjarstjórnar að afgreiða þessi mál. Stjórnendur bæjarins verða því að meta það hver fyrir sig, hvort málefni íþróttahreyfingarinnar eiga að vera eins og þau eru, eða hvort taka á á málunum af festu, þótt það kosti nokkra fjármuni. Svavar Ottesen. NÝ BÓK FRÁ AB: Launráð og landsfeður Launráð og landsfeður, sem Al- menna bókafélagið gefur út, hefur að geyma bréfaskipti tveggja aðsópsmestu stjórnmála foringja íslenzkra frá árunum 1897 til 1907, þegar deilurnar um sjálfstæðismál þjóðarinnar og verðandi heimastjórn með innlendum ráðgjafa risu hæst, en það voru þeir Björn Jóns- son ritstjóri ísafoldar og síðar ráðherra, og Valtýr Guðmunds- son fyrsti ritstjóri Eimreiðar- innar og prófessor við Hafnar- háskóla. Launráð og landsfeður gefa sennilega dýpri sýn inn í huldu heima dægurbaráttunnar en flestar þær bækur, sem hér hafa verið gefnar út. Og sennilegt má telja, að hvorki hafi bréf á borð við þessi verið áður gefin út hér né eiga eftir að koma fyrir almenningssjónir. Og hver veit nema margur megi síðar verða þakklátur fyrir það, að öld einkabréfanna skuli nú vera úr sögunni að heita má. En hvað sem því líður þarf ekki að fara í grafgötur um það, að þessi bók Launráð og lands- feður veki mikla eftirtekt. Bók- in er 412 bls. í stóru broti. Jón Þ. Þór bjó bókina til prentunar og hefur auk þess skrifað ítar- lega inngangsritgerð ásamt skýringum og nafnaskrá. Þór- hildur Jónsdóttir teiknaði kápu, en ísafoldarprentsmiðja sá um setningu, prentun og band. □ KA ER ENN í FYRSTA SÆTI í 2. DEILD Um sl. helgi léku KA og Þór í 2. deild karla í íslandsmótinu í handknattleik og var það Stjarnan úr Garðahreppi, sem lék við Akureyrarliðin. Það fer ekki á milli mála, að Stjarnan er slakasta liðið í 2. deild, sem leikið hefur á Akureyri í vetur, enda hafa þeir ekki íþróttahús til að æfa í, og aðspurður sagði einn leikmáður liðsins, að þeir æfðu utanhúss og nýtt íþrótta- hús, sem verið er að byggja, verður ekki til fyrr en í febrúar eða mars. Áhorfendur voru mjög fóir, enda engin spenna í þessum leikjum. Dómarar voru að sunnan, Daníel Hálfdánarson og Steinar Jóhannesson, og voru þeir slakir. Akureyrarliðin hafa enn ekki tapað stigi í 2. deild, og er KA í efsta sæti með 10 stig, en Þór er með 6 stig, hefur leikið 2 leikjum færra. | Hállrar aldar afmæli rír skíðamenn !rá Ákureyri æ!a og 1 sceppa erienais i januar STUTT SPJALL VIÐ TÓMAS LEIFSSON Á sunnudaginn náði ég tali af Tómasi Leifssyni, sem er einn besti skíðamaður á Akureyri í dag, þótt hann sé aðeins 18 ára. Tómas er búinn að vera á skíð- um síðan hann var 6—7 ára og er margfaldur unglingameistari undanfarin ár. Hann er sonur Leifs Tómassonar, gjaldkera ÍBA. Tilefni samtalsins var það, ÞÓR - STJARNAN 25-19 Á laugardaginn léku Þór og Stjarnan. Það er fljótsagt, að þetta er lélegasti leikurinn, sem fram hefur farið í íþróttaskemm unni í vetur, og það er alveg víst, að ef Þór á fleiri svona slaka leiki, þá koma þeir ekki til með að blanda sér í barátt- una um sæti í 1. deild. Það er von mín að Þórsarar hristi af sér slenið og leiki af fullri alvöru, þó mótherjarnir séu slakir. Þór hafði yfirhöndina allan leikinn og í leikhléi var staðan 12—8 fyrir Þór. Síðari hálfleikur var svipaður hinum fyrri og komust Þórsarar fljót- lega 7 mörk yfir (17—10). en mest munaði 8 mörkum. Leikn- um lauk með sigri Þórs, en þeir gerðu 25 mörk, en Stjarnan 19. Árni var bestur í Þórsliðinu eins og fyrr í vetur, en Aðal- steinn skoraði flest mörkin, eða 9, þar af 5 úr vítaköstum. Markvarslan hjá Þór var mjög slök, miklu slakari en í fyrra. Mörk Þórs: Aðalsteinn 9 (5 v.), Árni 5, Gunnar Gunnarsson 4 (1 v.), Sigurlás 2 (1 v), Bene- dikt 2, Einar Björnsson, Rögn- valdur Jónsson og Þorbjörn 1 hver. Þorbjörn er ekki nema svipur hjá sjón miðað við í fyrra. Bestir i liði Stjörnunnar voru Gunnar Björnsson, Eyjólfur Bragason og Árni Benediktsson. FRAM - ÞÓR 16-12 Á eftir leik Þórs og Stjörnunnar í karlaflokki lék 1. deildarlið Þórs og Fram í kvennaflokki. Sá leikur var jafn og skemmti- legur að sögn og var staðan í leikhléi 9—6 fyrir Fram, en úrslitin urðu þau, að Fram- stúlkurnar sigruðu með 16 mörkum gegn 12. Þórs-stúlkun- um fer nú fram með hverjum leik. Er ekki hægt að láta stúlk- urnar leika á undan karlaleikj- unum? KA - STJARNAN 2. DEILD KVENNA Á sunnudag ótti kvennalið KA, að leika við lið Stjörnunnar í 2. deild, en lið Stjörnunnar mætti ekki til leiks og fékk KA þar 2 ódýr stig. Skýringin er sú, að stúlkurnar syðra eru í próf- um og vildu ekki hætta á að verða veðurtepptar á Akureyri. að Tómas ætlar að slást í för með þeim Árna Óðinssyni, Hauki Jóhannssyni og Hafsteini Sigurðssyni, ísafirði, en þeir Árni, Haukur og Hafsteinn fara á vegum Skíðasambands íslands til æfinga og keppni erlendis í janúar n. k. Hvenær leggið þið af stað, Tómas? Við förum í byrjun janúar suður og fljúgum til Luxem- borgar, en þaðan förum við til Frakklands. Þið takið þátt í Evrópúbikar- keppni? Já. Fyrst keppum við 5. og 6. janúar í svigi og stórsvigi í Tigines í Frakklandi. Næst KA-STJARNAN 31-15 Á sunnudag léku svo KA og Stjarnan í 2. deild karla. Það er skemmst frá því að segja, að KA-strákarnir tóku leikinn strax föstum tökum og léku af fullum krafti, þótt mótstaðan væri lítil sem engin, og mátti sjá þessar tölur á markatöfl- unni í fyrri hálfleik 10—2, 13—3 og 14—3, en staðan í leikhléi var 15—6 fyrir KA. Síðari hálf- leikur var lakari hjá KA, og þótt gott sé að leyfa öllum leik- mönnum að vera með í leikjum eins og þessum, þá verður að gæta þess vel að slík mistök endurtaki sig ekki að kippa 2 línumönnum út af í einu og setja tvo útispilara inn á í stað- inn, enda fór þá allt í baklás hjá KA og Stjarnan skoraði 3 mörk í röð á móti engu marki KA, 30—12 í 30—15. Leiknum lauk með yfirburðasigri KA, 31 marki gegn 15. Um leik KA- liðsins í heild má segja það, að það er greinilegt að KA stefnir að sigri í 2. deild og ætlar sér að endurheimta sætið, sem Þór tapaði í fyrra. KA-liðið er sterkt í vetur, og sést það best á því, að Þróttur vann KR með 7 marka mun, en KA sigraði Þrótt í hörkuleik í Reykjavík um daginn. Það er greinilegt, að Geir Friðgeirsson hefur góð áhrif á KA-liðið, og Hörður Hilmarsson á nú hvern leikinn öðrum betri og fellur nú vel inn í liðið, og línusendingar hans á Þorleif eru margar frábærar, enda er það viðurkennt, að Þor- leifur er einn snjallasti línu- maður landsins um þessar mundir. Ungu strákunum fer fram með hverjum leik, og Árni Bjamason, Jóhann Einarsson og Haraldur Haraldsson stóðu sig vel, en Ármann var ekki með. Þá var markvarslan hjá KA mjög góð. Viðar var í mark- inu mestallan leikinn, en Gauti kom inn á í lokin. Mörk KA: Þorleifur 8 (1 v.), Geir 5, Hörð- ur 5 (2 v.), Halldór 3, Árni 2, Guðmundur 2 (1 v.), Haraldur 2 (1 v.) og Hermann 1. Lið Stjörnunnar var mjög slakt, en leikmennirnir, sem nefndir voru í leik Þórs og Stjörnunnar voru bestir. keppum við 11. og 12. janúar í svigi í Mersine-Auorias í Frakk- landi. Þá förum við til Austur- ríkis og keppum í stórsvigi 24. og 25. janúar í Schlodming og 27. janúar keppum við í Badens- dorf í Austurríki, einnig í stór- svigi. Að lokum förum við svo til ítalíu og keppum 30. og 31. janúar í svigi og stórsvigi í Sella Neveda, og heim komum við svo í byrjun febrúar. Ilvernig leggst svo ferðin í þjg? Hún leggst vel í mig, og það verður eflaust gaman að sjá og kynnast skíðamönnunum, sem keppa á þessum mótum, en þeir munu margir vera heimsfrægir. Ég vona bara að þessi ferð verði okkur að miklu gagni, og við getum áreiðanlega lært mrkið af þessum körlum í Ölpunum. Kostar ekki svona ferð mikið? Jú. Það kostar mikið að æfa og keppa á skíðum. Skíðaútbún- aður, sem margir képpendur eiga kostar sennilega um. .100 þús. kr„ eða meira. Ég veit ekki nákvæmlega hvað ferðin kostar mig. Ég verð að greiða ferðina sjálfur að mestu leyti, og ég tapa auðvitað vinnu í lVz mán- uð, sagði hinn ungi skíðamaður að lokum. Ég aflaði mér upplýsinga um hvað þessi ferð mundi kosta, og mun það láta nærri að ferðin kosti um 250 þús. kr. fyrir manninn, og er þá ekki vinnu- tap þeirra sem fara talið með. Á þessu sést, að eins og nú er komið í íþróttamálunum, ' þarf ekki neinar smáupphæðir til þeirra mála, enda vita allir að stórþjóðirnar eyða stórum fjár- fúlgum til að eignast afreks- menn í íþróttum, og allt tal um áhugamennsku er liðin tíð: Það er alveg öruggt, að strax á næsta ári verður farið að greiða knattspyrnumönnum og-Jiand- knattleiksmönnum á Stór- Reykjavíkursvæðinu fyrir æf- ingar o, fl. og svokölluð „hálf- atvinnumennska", eins og .tíðk- ast á Norðurlöndunum, kemst á hér á landi. Enda sagði einn kunnur íþróttafrömuður syðra við mig, að það yrði að líta á rekstur íþróttahreyfingarinnar eins og rekstur á hverju öðru fyrirtæki. Akureyringar verða strax að gera sér grein fyrir þessu ef þeir ætla sér að keppa við félögin á Stór-Reykjavíkur- svæðinu. En kannski ætla þeir á næstunni að keppa við UMSE, Magna í Höfðahverfi og Reyni á Árskógsströnd í knattspyrn- unni. Sv. O. KR KEMUR ÞANN 28. DESEMBER Næstu leikir í 2. deild verða 28. og 29. desember og þá kem- ur KR norður, og má búast við skemmtilegum leikjum. KR leik ur við Þór á laugardaginn 28., en KA á sunnudaginn. Ég trúi ekki öðru, en Akureyringar fjöl menni þá í íþróttaskemmuna og livetji Akureyrarliðin og hjálpi þannig til eins og þeir geta, að endurheimta sætið í 1. deild. í Sv. O. jj

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.