Dagur - 03.04.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 03.04.1975, Blaðsíða 8
Dagtje AUGLÝSíNGASÍMI Akureyri, íimmtudaginn 3. apríl 1975 Dömu og herra steinhringar. Mikiö úrval. SMÁTT & STÓRT Frá vinstri: írís: María Axíjörö, Eiríkur: Kristján Eiis Jónasson, Rakel: Árnýna Dúadóttir. | Það’Var hlegið og mikið klapp- áð í leikhúsinu á Húsavík laug- ardaginn 22. mars sl. Leikfélag Húsavíkur frumsýndi þá gaman leikinn „Ég vil auðga mitt land“ j eftir þá félaga þrjá, er nefna sig i höfundarheitinu „Þórð Breið- j fjörð“. Leikstjóri er Sigurður Hallmarsson, sem einnig gerði leikmyndina. Söngvar prvða j leikinn og er tónlistin eftir Ladislav Vojta og hefði gjarnan mátt vera meira af henni. Á Lítið legi sýningunni annaðist' Vojta und- irleikinn við áönginn. Með helstu hlutverk í leiknum fara Einar Njálsson, Árnýna Dúa- dóttir, Kristján Elías Jónasson og Þorkell Björnsson. Leikur- inn er vel leikinn og. hressilega. Ymis skemmtileg leikbrögð vekja kátínu. Aðdáunarvert er TT LAND” hve leikstjóra, tónlistarmanni og leikurum hefur tekist vel að gera manni skemmtilega kvöld- stund úr kómedíunni. Svo vel hefur það tekist, að engu öðru líkist, en ævintýrinu um nagla- súpuna. Húsavík, 25. mars 1975. Þorm. J. THULE-tvímeiiningskeppiiin er næsta keppni Loðnuaflinn sl. laugardags- kvöld var tæplega 440 þúsund lestir, en var á sama tíma í fyrra 457 þúsund lestir. Enn voru þá 20 skip á loðnuveiðum en voru 107 þegar þau voru flest. 90 skip hafa fengið 1000 lestir eða meira. Norðmenn hafa orðið fvrir miklum vonbrigðum með loðnu yeiði í ár. Aðeins hafði tekist að frysta um fimmta hluta þeirrar l«ðnu, sem búið var að semja um sölu á til Japans eða 10 þúsund lestum. Hafa þeir því ekki framleitt nema 2 þúsund lestir. Hér á landi voru aðeins fryst- ar um 1150 lestir af loðnu, sem fer til Japans á þessari vertíð. Á síðasta ári voru hér frystar 17 þúsund lestir fyrir Japans- markað. □ Síðastliðinn ■ þriðjudag lauk Sveitahraðkeppni Bridgefélags Akureyi'ar. Alls spiluðu 9 sveit- ir en umferðir voru 4. Sigur- vegari varð sveit Páls Pálssonar sem hlaut 955 stig. Auk Páls eru í sveitinni Soffía Guðmunds dóttir, Frfmann Frímannsson, Gunnlaugur Guðmundsson og Magnús Aðalbjörnsson. Röð sveitanna var þessi: Stig 1. Sv. Páls Pálssonar 955 2. — Ingimundar Árnas. 885 3. — Gunnars Berg 882 4. — Þormóðs Einarssonar 881 5. — Alfreðs Pálssonar 877 6. — Harðar Steinbergss. 858 7. — Arnar Einarssonar 833 8. — Grettis Frímannss. 806 9. — Víkings Guðmundss. 798 Meðalárangur var 864 stig. Næsta keppni félagsins verð- ur Thule-tvímenningskeppni, sem hefst n. k. þriðjudagskvöld 8. apríl. Spilaðar verða þrjár umferðir. Spilað er að Hótel KEA og hefst keppnin kl. 8. □ ÞREPAIILAUP í LAXÁ Lítið fer Laxá fram. Ilún hljóp nýlega „þrepahlaup“ og stýflaði krapið innrennsli til stöðvar- innar svo raforkuframleiðslan minnkaði um helming og skömmtun hófst með tilheyrr andi tjóni, óþægindum og kvört unura á Norðurlandi eystra. Það er enginn útbúnaður til þess að veita krapinu fram hjá, sagði stöðvarstjórinn við Laxár virkjun. Loka, sem átti að vera þarna og hjálpa manni til við þetta, brotnaði fyrir jólin og það er ekki möguleiki á að koma henni fyrir á ný fyrr en með vorinu. VÍSINDUNUM FLEYGIR FRAM Flestum greinum visindanna fleygir frarn. Eðlunarsérfraeðing ar hafa með víðtækum rann- sóltnum og tilraunum komist að þeirri niðurstöðu, að með að- stoð góðra tækja og kunnáttu í meðferð þeirra, ás.amt auk-! inni, tæknilegri og verklegri fræðslu um líffærin, sérílagi kynfærin, geti fólk framtíðar- innar haft meiri skemmtan af Iíkama sínum en hingað til hef- ur þekkst með mannfólkinu. Þegar vísindamenn og rithöf- undar leggjast á citt við að skýra möguleikana, líkja þeir liinni tæknivæddu eðlun við Olympíuleikana, sem fram muni fara hverja nótt í hjóna- rúminu. AÐ LIÐNUM PÁSKUM Vinna er nú hafin af fullum krafti, að mörgum helgidögum loknum. Vinnusamir íslending- ar, sem á undanförnum árum liafa unnið miklu meira en hóf- legt er, reknir áfram af tæki- færum, peningaþörf, raunveru- legri eða ímyndaðri, verðbólgu og knýjandi nauðsyn atvinnu- veganna, eiga það skilið að taka sér livíld í nokkra daga og njóta friðhelgi heimilanna, fjarri striti, sóti, svarfi, sjóvolki, barn ingi við bækur og ítroðslu. AÐ NOTA TÍMANN Margt eldra fólk kann því illa að vera iðiulaust. Það hafði numið þau fræði í skóla lífsins, Um páskahelgina var bjarg- hringur á Torfunefsbryggju tek jnri niður og skorin af honum líflína og hankar skornir af hringnum. Hafa oftar verið gerð spjöll á bjarghringum við höfnina, samkvæmt frásögn hafnarvarðai'. Um þetta má segja, að litið leggst fyrir kappana, scm þessi óþurítarverk vinna. Björgunar- tæki, hverju nafni sem nefnist, eiga að vera friðhelg og eru það í huga allra sæmilegra manna. Félagslíf hefur jafnan verið mikið í Reykjadal í Suður-Þing eyjarsýslu og er svo enn. Til dæmis hefur Karlakór Reyk- dæla æft söng næstum hvern vetur í 43 ár. Núverandi söng- stjóri kórsins er Ladislav Vojta frá Prag. Laugardaginn 5. apríl kl. 21.30 verður fyrsti samsöng- ur kórsins á þessu vori í þing- húsinu á Breiðumýri. Ein- söngvarar kórsins eru Árni G. Jónsson og Sigurður Friðriks- son. Auk þess koma fram sem gestir með kórnum, Ingimund- ur Jónsson, sem syngur og leik- ur á gítar, Stcingrímur Hall- grímsson, sem leikur á trompet og Þráinn Þórisson, sem syngur einsöng. Karlakórinn frumflyt- ur að þessu sinni fimm lög eftir tcnskáld á Húsavík og í Reykja dal. Lengst allra hcfur Páll H. Jónsson á Laugum verið söng- stjóri Karlakórs Reykdæla eða í meira en aldarfjórðung. Auk þess eru um þessar mundir 50 ár síðan Páll stjórnaði kór í fyrsta sinn, þá 16 ára gamall. Með samsöng sínum á laugar- daginn minnist kórinn þessa hálfrar aldar afmælis söng- stjórnar Páls. Auk Karlakórs Reykdæla er margs konar önnur félagsstarf- semi í sveitinni. Má heita að hvert kvöld vikunnar sé upp- tekið við einhver félagsstörf. Kirkjukór Einarsstaðasóknar annast söng við guðsþjónustur og jarðarfarir undir stjórn organista síns, Friðrik Jónsson- ar. Kvenfélagið undirbýr 70 ára afmæli sitt í vor. Konur stunda leikfimi eitt kvöld í viku undir leiðsögn Halldórs Valdimars- sonar íþróttakennara á Laug- um, og bændur og fleiri karl- menn hafa stundað matreiðslu- nám á námskeiðum Húsmæðra- skólans á Laugum. Auk þessa starfar bridgefélag, ungmenna- félag og Lionsklúbburinn Nátt- fari, sem einnig nær yfir Aðal- dal. Það er af heita vatninu á Laugum að segja, að borun var hætt og borinn fluttur að Ár- nesi, þar sem borun hófst fyrir páskahelgina. Búið er að loka borholunni á Laugum, sem gaf allt að 80 lítrum á sekúndu af 64 stiga heitu vatni. □ að iðjusemin var í senn nauð- syn og lífsfylling, iðjuleysið glötun. Nútíminn hefur gert frí- tíma fólks hærra undir höfði en áður, stytt vinnutímann, en því niiður einnig svefntímann og býður þúsundir skennntiatriða þegar vinnu sleppir, dag hvern. Það virðist leikur að lifa, miðað við fyrri tíma og hin nýja að- staða veitir fjölmörgum skilyrði til mikillar hamingju. En ekki kunna allir að nota hinn óráð- stafaða tíma og verða þá eins og vankakindur. Þörf væri á að koma upp öflugum stofnunum, sem kenndu fólki að nota tím- ann. FERMINGARNAR Víða eru börnin fermd um páskaleytið og reyna aðstand- endur þá að gera sér dagamun, sem sjálfsagt er. Hins vegar virðist- svo, að fermingarbörnin sjálf séu þar ekki ætíð aðal- atriðið, heldur gleðskapur af ýmsu tagi, heimboð, veisluhöld og gjafir. Velmegun undan- gííRgÍHna ára hefur á flestum sviðum leitt til óhófs og jafnvel óhollra venja, sem hver' tekur eftir öðrum. Margra barna fað- ir, flestra fermdra, hugleiddi nýlega hvort hann yrði nú „undirballans“ á fermingunni. Til útgjaldanna taldi hann ná- kvæmlega innkaup til veislunn (Framhald á blaðsíðu 4) Konur hafa oroio Fundur haldinn í kvenfélaginu Hlíf á Akureyri 25. jan. 1975, beinir þeirri eindregnu ósk til þingmanna Norðurlandskjör- dæmis eystra, að þeir beiti sér af alefli fyrir því að raforku- og hitaveitumál Norðurlands verði tekin til raunhæfrar meðferðar og framkvæmdum hraðað svo sem framast er unnt. Reynsla þessa vetrar hefur sannað áþreifanlega hversu þörfin er brýn á því að við Norðlendingar eignumst varan- lega orku, sem nægir til fram- búðar. Við þetta má svo bæta að gífurleg verðmæti í heimilis- tækjum eru í hættu af völdum rafmagnstruflana. Vinda þai'f bráðan bug að því að virkja þá orku sem bíður ónotuð í landinu okkar til far- sællegri búsetu. Væntir fundurinn þess að Norðlendingar allir, bæði félög og ein&taklingar, fylgi þessu mjög svo aðkallandi máli fast eftir. (Fréttatilkynning) Vélsleðasneniiærðu hross í haga Á fimmtudag og föstudag gerðu menn á vélsleðum sér það til ófrægðar að æra hross. Ólafur Olafsson bóndi í Garðshorni átti um 30 hross úti, þar af margai' fylfullar hryssur. Ærð- ust hrossin þegar vélsleðamenn komu þar sem þau voru. Hlupu þau yfir fjallsöxlina og náðust ekki fyrr en fram hjá Krossa- staðaá á Þelamörk. Vélsleða- mennirnir óku fram með þeim og juku hræðslu þeirra. Er það ekki aðeins gróft brot á öllu velsæmi í umgengni, heidur níðingsháttur, tæplega að heimska sé til mikillar afsök- unar. Hross, sem verða ofsa- hrædd, bíða þess vanalega aldrei bætur. Bændur, sem verða fyrir svo óæskilegum heimsóknum, sem hér eru nefndar, eiga tafarlaust að kæra verknaðinn. Q

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.