Dagur - 30.04.1975, Síða 1

Dagur - 30.04.1975, Síða 1
FILMUhúsið akureyri Hrísey, 28. apríl. Hrísey var alhvít af snjó í morgun. Loksins er þó blessuð rjúpan okkar komin og er hún okkar mesti vorboði og einstaklega kær- komin á vorin, er hún vitjar varpstöðva sinna, og er þá gæf svo hún þiggur jafnvel að gæða sér á hænsnamat í húsagörðum. Grásleppuveiðin hefur geng- ið tæplega í meðallagi og er mun minni en á sama tíma í fyrra. Þorskafli er enginn og því mjög lítil vinna í hraðfrysti- húsinu. Hríseyingar hafa mikinn áhuga á því að eignast hlutdeild í skuttogara, til að auka hrá- efnið til frystihússins og þar með atvinnu eyjarbúa. Um þess ar mundir eru menn erlendis að athuga um kaup á litlum skuttogara, sem væntanlega yrði stofnað sérstakt útgerðar- félag um. Þessi mál eru öll í óvissu ennþá. S. F. Krísn hm sumardspn íyrsfa Að venju kom tjaldurinn fyrst- ur til varpstöðvanna. Lóan og stelkurinn voru samferða að vanda nokkru síðar. Jaðrakan- ar, nokkrir tugir, sáust fyrst á mýrunum skammt sunnan við Brunná, fyrir sumarmál og eru þeir nú ekki mjög sjaldgæfir fuglar hér um slóðir og eiga varpstöðvar á mörgum stöðum M kom, sá cg sigraði Sauðárkróki, 29. anríl. Veturinn kvaddi með blíðu og sumarið heilsaði einnig blítt á sumar- daginn fyrsta. Þá komu hingað góðir gestir, Karlakórinn Goði úr Þingeyjarsýslu, söng og sigr aði og lyfti öllum upp í sólskins skap, undir söngstjórn Roberts Bedzeh. Söng kórinn bæði hér og á Hofsósi, hér fyrir alveg troðfullu húsi og við mikla hrifningu, svo kalla má alveg frábærar undirtektir. Fram komu auk kórsins fjórir ein- söngvarar og kvartett, ennfrem- ur hljóðfæraleikarar. Menn geta ekki sinnt grá- sleppuveiðum í dag eða gær vegna norðangarra. Um 20 bát- ar stunda hrognkelsaveiðar héð an. Um miðjan apríl glæddist veiðin mjög og hefur verið góð. Drangey landaði um helgina 150 tonnum af ágætum fiski, svo það er nóg að gera. G. Ó. Ungménnafélög Tvö ungmennafélög, sem lengi hafa starfað í Öngulsstaða- hreppi, Ársól og Árroðinn, voru nýlega sameinuð. Hið nýstofn- aða félag ber nafn Árroðans, sem var eldra félagið. Formaður Árroðans er dór Sigurgeirsson og með hon- um í stjórninni eru: Leifur Guð mundsson, Ólafur Tryggvason, Bogi Þórhallsson og Helgi Örlygsson. □ hin síðari ár. Þessum fuglum fjölgar nú mjög ört á Norður- landi. Krían sást hér fyrst á sumar- daginn fyrsta og ennfremur kjói, en komudagur þessara fugla er oftast sá sami. Þá er lóuþrællinn kominn, maríuerla, hrossagaukurinn og grá'ittling- urinn. Steinklappan hlýtur að vera komin, en ekki hefur um hana fréttst. Spóinn er seint á ferðinni að venju og til hans hefur ekki heyrst ennþá. Síðastur kemur svo óðinshaninn. Gæsir eru komnar fyrir nokkru síðan og stórir helsingja hópar hafa séðst á flugi, á leið sinni til Grænlands, þar sem þeir verpa. Einn æðarkóngur hefur séðst í hópi æðarfuglanna á Pollinum. □ Þrír menn af breska björgunarskipinu Lifeline siösuðust og voru fluttir á sjúkrahús á Akur- eyri. En björgunarskipið var við Flatey er þetta gerðist, á sunnudaginn, og vann að björgun Hvassafells. Hvassafell náðist ekki út áður en veður versnaði. Myndin sýnir flutning hinna sjúku. (Ljósmyndastofa Péturs) Fundiir mii Blönduvirkjunina Ási í Vatnsdal, 29. apríl. Á föstu daginn hélt iðnaðarráðherra, Gunnar Thoroddsen, fund með Húnvetningum og fleiri í félags heimilinu á Blönduósi.. Þar var og mættur Jakob Björnsson orkumálastjóri. Fundarefni var Blönduvirkjun. Urðu verulegar umræður um málið. Heima- f gær var stofnað á Akureyri nýtt flugfélag, Flugfélag Norð- urlands h.f. Stofnendur eru nokkrir fyrrverandi starfsmenn Norðurflugs og Flugleiðir h.f. Flugfélag Norðurlands á fjór- ar flugvélar, þar af þrjár Beech- craft 10 sæta flugvélar og eina Aztec 5 sæta flugvél, sem mun verða notuð til sjúkraflugs aðal lega og einnig til leiguflugferða. Flugfélag Norðurlands tekur til starfa 1. maí n. k. Félagið mun halda uppi áætlunarflugi frá Akureyri til Vopnafjarðar, Þórshafnar, Raufarhafnar, Kópaskers, Húsavíkur og Grímseyjar. Samkvæmt sumar- áætlun hins nýja félags verður flogið fjórum sinnum í viku til Vopnafjarðar, Þórshafnar og Raufarhafnar og tvisvar í viku til Grímseyjar og Húsavíkur. Allar eru þessar ferðir í tengsl- um við flugferðir Flugfélags íslands til og frá Akureyrar- flugvelli. Flugfélag fslands mun sjá um afgreiðslu fyrir Flugfélag Norð- urlands á Akureyrarflugvelli. í stjórn Flugfélags Norður- lands eru: Einar Helgason, Torfi Gunnlaugsson og Jón Karlsson. Varastjórn: Jakob Frímannsson, Jóhannes Foss- dal og Níls Gíslason. Framkvæmdastjóri hins ný- stofnaða flugfélags er Sigurður Aðalsteinsson. Q menn eru yfirleitt hlynntir því að Blanda verði virkjuð, en Skagfirðingar bentu á, að hag- kvæmara væri að virkja Jökuls árnar í Skagafirði, þar sem ekki færi teljandi af grónu landi undir vatn við virkjanir þar. Með því að virkja Blöndu fara 62 þúsund ferkílómetrar undir vatn á Auðkúlulieiði og Eyvindarstaðaheiði, þar af 56 þúsund ferkílómetrar gróið land samtals. Heita má, að mál- ið fengi heldur góðar undir- tektir, þrátt fyrir þetta, því það er ekki endalaust hægt að standa á móti nauðsynlegum virkjurium. Erfiðleikar við þessa virkjun eru þó auðsæir og þurfa bætur að koma í stað- inn fyrir landskemmdir, en hvernig þær yrðu, er algerlega óráðið. Það voru yfirleitt hreppsnefndir þær, sem hlut eiga að máli, sem fund þennan sóttu. Átta eða níu stiga frost- var hér í morgun, eins og á þorra, en ekki snjór. Um helgina var mikið hóf í Húnaveri, þar sem minnst var 50 ára afmælis Karlakórs Ból- staðarhlíðarhrepps. Þar var fjöldi manns og hin merkileg- asta samkoma. Þar var mikið sungið og ræður fluttar. Söng- stjórar kórsins eru tveir: Jón Tryggvason í Ártúnum og Gest- ur Guðmundsson á Blönduósi, sem einnig er einsöngvari kórs- ins. Mættir voru tveir af stofn- endum kórsins, þeir Ágúst Andrésson á Blönduósi og Guð- mundur Sigfússon frá Eiríks- stöðum og sungu báðir einsöng og hlutu hrós fyrir. Þessi karla- kór á miklar þakkir skyldar fyrir starf sitt. Ótaldar eru þær ánægjustundir, er hann hefur veitt á liðnum árum. G. J. Góte afli Olafsfj arðartogarar hafa aflað vel að undanförnu og sumir grásleppubátarnir hafa fengið ágætan afla, einnig hefur oft fengist góður afli á línu. Má því segja, að afli sé góður í Ólafs- firði um þessai' mundir og mikið að gera. Snjór var ekki teljandi í gær- morgun, þegar blaðið hafði tal af fréttaritara sínum þai', Birni Stefánssyni skólastjóra, en veð- ur bæði kalt og hvasst. □ Aðalfundur Slippstöovarinnar h.f. á Akureyri var haldinn á laugardaginn, 26. apríl. Stjórnar formaðurinn, Stefán Reykjalín, Sumardagurinn fyrsti var veð- urblíður á Norðurlandi. Fyrir hádegi þann dag gengu skátar í skrúðgöngu norðan frá Glerár eyrum suður Þórunnarstræti og allt til kirkju, þar sem þeir síð- an voru við guðsþjónustu. Eftir hádegi efndu hesta- menn bæjarins til hópreiðar frá Innbænum og allt norður í Glerárhverfi. Mátti þar sjá margan lipran gæðing og vel búna hestamenn. Lúðrasveit Akureyrar lék á Ráðhústorgi eftir hádegi þenn- an sama dag. Öll þessi útiatriði í veður- blíðunni voru hin ágætasta til- breyting í tilefni af sumarkom- unni. □ skýrði frá starfsemi ■ stöðvarinn- ar .á liðnu ári og. framkvæmda- sljórinn, Gunnar Ragnars, las og skýrði reikninga fyrirtækis- ins. Nokkur helstu atriðin, sem fram komu í ræðum stjórnar- formanns og framkvæmdastjóra voru þessi: Á árinu 1974 voru afhentir frá Slippstöðinni þrír 150 tonna stálbátar. En eftir það venti stöðin sínu kvæði í kross og er nú að smíða fyrsta skuttogai'- ann, 470 tonna skip, og er að semja um smíði á öðrum. Skiptin á milli nýsmíði og viðgerða í Slippstöðinni eru þau, að nýsmíðar voru 58%, 35% viðgerðir og 7% önnur verkefni, ósundurgreind. Eru þetta mjög svipuð hlu'föll og á árinu 1973. Bein vinnulaun urðu 170 milljónir króna á árinu. Þar af voru 5,5 millj. kr. bónusgreiðsl- ur, sem jafngilti 8% launa- hækkun fyrir þá, sem unnu bónusvinnu við nýsmíðarnai'. Rekstrarafgangur varð 15,5 millj. kr. eftir að afskriftir upp á 11 milljónir höfðu verið reikn aðar. Aðalfundurinn samþykkti að gefa Starfsmannafélaginu 1 millj. kr. styrk til sumarbústaða byggingar. Vilji kom fram um, að taka þátt í aukningu hluta- fjár í Ú. A. Stjórn Slippstöðvarinnar h.f. á Akureyri skipa: Stefán Reykjalín formaður, Bjarni Einarsson, Ingólfur Árnason, Lárus Jónsson, Bjarni Jóhannes son, Tómas Steingrímsson og Gunnlaugur Claessen. Framkvæmdastjóri er Gunn- ar Ragnars, framleiðslustjóri nýsmíða er Jóhannes Óli Garð- arsson, framleiðslus'jóri við- gerða Stefán Reykjalín, á teikni stofu er Ólafur Larsen, enn- fremur Karl G. Þórleifsson og Einar Aðalsteinsson. Ragnar H. Bjarnason er skrifstofustjóri, Ellert Guðjónsson annast birgðavörslu og innkaupadeild, og starfsmannastjóri er Ingólfur Sverrisson. n

x

Dagur

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.