Dagur - 30.04.1975, Blaðsíða 8

Dagur - 30.04.1975, Blaðsíða 8
AUGLÝSINGASÍil Aluircyri, miðvikutlaginn 30. apríl 1975 Demanls- skornir trúofunar- hringarnir nýkomnir. I l Ávarp 1. mai-nefndar verk Enn er kominn fyrsti maí, ár- legur hátíðar- og baráttudagur verkafólks um heim allan. Þennan merkisdag í ár er staða verkafólks og verkalýðssamtak- anna á íslandi allmjög frá- brugðin því, sem við höfum oft- ast átt að venjast síðustu fjóra áratugina. Venjulegast hefur þann fyrsta maí verið hægt að fagna einhverjum sigrum, sem unnist hafa í sókn alþýðu manna til betri lífskjara og bjartari framtíðar. En liðið ár hefur ekki verið um neina sókn að ræða. Ekki er þetta þó vegna þess, að verkalýðshreyfingin hafi verið aðgerðalaus eða sinnt verkefnum verr en áður, heldur h'afa allir kraftar hennar farið í varnarbaráttu, baráttu fyrir að halda sem mestu af því, sem áður hafði unnist. Vegna er- lendra og innlendra aðstæðna og aðgerða hefur verið þrengt svo mjög að kjörum fólks á liðnu ári, að með eindæmum er. Með stöðugri baráttu og starfi hefur samtökum verkafólks tek ist að endurheimta nokkurn hluta þess, sem af fólkinu hafði verið tekið með því að beita lög gjafarvaldinu til að ógilda áður gerða kjarasamninga. En betur má ef duga skal og knýjandi nauðsyn að tryggt verði, að gerðir samningar séu í heiðri hafðir, en gildi þeirra og fram- kvæmd ekki háð geðþótta mis- viturra stjórnmálamanna. Þá er nú full ástæða til að óttast um atvinnuöryggi verka- fólks. Jafnt opinberir aðilar sem einkaaðilar boða nú mikinn samdrátt hverskonar fram- kvæmda, sem hlýtur að hafa í för með sér ört minnkandi eftir spurn eftir vinnuafli. Við þær aðstæður, sem nú eru, verður að gera þær kröfur til ríkis og sveitarfélaga, að áhersla sé lögð á að atvinna á vegum þessarra aðila dragist ekki saman. En þó að á móti hafi blásið í kjarabaráttunni að undanförnu og lífskjörunum verið þrýst verulega niður frá því, sem þau hafa best verið, skulum við jafn framt minnast þess í dag, að samt sem áður búum við hér við betri kjör en stéttarsystkini okkar víðasthvar á jörðinni. í fjölda landa er atvinnuleysis- vofan daglegur gestur og í kjöl- far hennar hverskonar skortur og neyð. í þróunarlöndunum svonefndu verður fólk milljón- um saman hungurmorða. Þá er tjáningarfrelsi víða ekki til og jafnvel öll mannréttindi fótum troðin. Við þurfum að hyggja vel að okkur, en megum ekki heldur, síst 1. maí, gleyma hrjáðum, undirokuðum og svelt andi meðbræðrum okkar, þótt þeir búi í fjarlægð og hörunds- litur sé margvíslegur. Minn- umst þeirra og styðjum þá eftir getu. Gleymum því heldur ekki, að víða um lönd hafa alþjóð- legir auðhringar sogið til sín arðinn af vinnu þessa fátæka fólks og eiga ýmist beina eða óbeina sök á fátækt þess og illum aðbúnaði. Það eru líka víti fyrir okkur að varast. Árið í ár er að tilhlutan Sam- einuðu þjóðanna nefnt kvenna- ár og því sérstök ástæða til að vekja athygli á kjaramálum kvenna. í orði kveðnu hafa konur hér á landi nú öðlast jafn rétti við karla í launamálum sem öðrum efnum, en mikið skortir enn á, að það jafnrétti ríki í reynd. Því viljum við skora á alla aðila að keppa markvisst að því, að hvergi sé gerður launamunur eftir kynj- um og að við ráðningu til starfa verði hæfni látin ráða úrslitum en ekki það, hvort umsækjandi er karl eða kona. Full ástæða er til að brýna það fyrir konum sérstaklega að vera vel á verði um rétt sinn í þessum efnum og gera sér fullljóst, að þær eiga jafnan rétt og karlar til starfa og jafnan rétt til launa. Sem endranær fyrsta maí fögnum við því, sem áunnist Eins og áður hefur verið sagt frá hér í blaðinu mun Kjör- dæmissamband framsóknar- manna í Norðurlandskjördæmi eystra efna til hópferðar til Rínarlanda í sumar. Brottför hefur verið ákveðin 26. júní og tekur ferðin 15 daga. Ferða- áætlun er tilbúin og er hana að fá hjá eftirtöldum aðilum: Skrifstofu Kjördæmissam- bandsins, Akureyri, Þormóði Jónssyni, Húsavík, Hilmari Daníelssyni, Dalvík og Aðal- birni Gunnlaugssyni, Lundi. Þótt ferðin hafi ekkert verið auglýst, hefur komið í ljós mjög mikill áhugi á þátttöku og nú Vorfónleikar h]á Karlakór Ak Hinir árlegu vortónleikar Karla kórs Akureyrar verða í Sam- komuhúsinu á Akureyri sunnu daginn 4., mánudaginn 5., þriðjudaginn 6. og miðvikudag- inn 7. maí n. k. Tónleikarnir hefjast kl. 4 s. d. á sunnudag en kl. 9 s. d. hina dagana. Söngskrá er fjölbreytt að venju og eru m. a. á henni lög eftir Björgvin Guðmundsson, Hallgrím Helgason, Jón Laxdal, Elisabeti Jónsdóttur, Pálmar Þ. Eyjólfsson, Oddgeir Kristjáns- son, Körling, Grieg, Bortnian- sky, Cesar Frank, Gounod og fleiri. Nokkrir félagar í kómum ásamt söngstjóra og Viðari Garðarssyni syngja bæði ein- söng og tvísöng með kórnum. Söngstjóri er Jón Hj. Jónsson en undirleik annast frú Sólveig Jónsson. Aðgöngumiðar að tónleikun- um eru til sölu í Bókabúðinni Huld og þar geta styrktarfélag- ar einnig fengið skipt á miðum á milli daga. Auk þess að hafa æft undir þessa vortónleika hefur í vetur verið unnið að hljóðritun á söng kórsins með hljómplötu- útgáfu í huga og er stefnt að því að platan komi á markað síðar á þessu ári en kórinn átti fjörutíu og fimm ára starfs- afmæli í janúar síðastliðnum. (Fréttatilkynning) hefur á liðnum árum, og það er vissulega mikið. Jafnframt ber- um við fram kröfur okkar, setj- um okkur mark að keppa að. Aðalkröfurnar í dag eru þess- ar: Stjórnvöld láti af þeim Ijóta leik að ógilda frjálsa kjara- samninga verkalýðsfélaga og atvinnurekenda. Bætt verði kjaraskerðing undanfarinna mánaða. Samið verði um vísitölubæt- ur, er tryggi óskertan kaupmátt láglauna. Fullt jafnrétti karla og kvenna í öllum kjara- og launa- málum. Tryggð verði næg innlend orka til notkunar á íslensleum heimilum og í íslenskum fyrir- tækjum. y Islenska ríkið og sveitarfélög in hafi forgöngu um að tryggja næga atvinnu. Ákveðin verði 200 mílna fisk- veiðilögsaga. Þess sé gætt, að auðlindir lands og sjávar séu nýttar í hófi en ekki með rányrkju. Staðið sé á verði gegn ásælni og ofurvaldi erlendra auð- hringa, en á alþjóðavettvangi beiti fslendingar áhrifum sínum jafnan til stuðnings fátækum þjóðum þróunarlandanna. Stöndum saman um kröfur okkar. Fylgjum þeim eftir til sigurs. í samstöðu og samheldni er afl okkar fólgið. □ SMÁTT & STORT SKRÚÐGANGA SKÁTANNA Það var gaman að sjá skrúð- göngu skátanna á Akureyri á sumardaginn fyrsta. Á meðan horft var á hana, komu í hug- ann ýmsar frásagnir af skáta- starfinu. Ennfremur, hvort skátastarfið sé metið að verð- leikum, og hvort það standi öðru íþrótta- og æskulýðsstarfi jafnfætis, eða það sé í eðli sínu meiri og betri uppalandi. Án þess að gert sé upp á milli félaga áhugafólks um tóm- stundastörf, og öll munu þau hafa til síns ágætis nokkuð, hefur það ætíð orkað tvímælis að skemmta ungu fólki, í stað þess að leiða það til áhuga- verðra tómstundastarfa. FALLEGIR GÆÐINGAR Á okkar tímum þykja klepraðir og úfnir hestar ekki við liæfi á almannafæri. Hópreiðin á smn- ardaginn fyrsta hér á Akureyri sýndi það og má þó betur gera. En ekki þarf langt aftur í tím- ann til að sjá í huganum allt aðra og ljótari sjón hvað þetta atriði snertir. Þá hefur ásetan Knáir hræffor Mývetningurinn Pétur Ingva- son sigraði í Islandsglímunni, sem háð var í Reykjavík á sunnudaginn og hlaut sæmdar- heitið Glímukappi íslánds 1975. Ingvi Ingvason, bróðir hans, hlaut þriðja sætið, en í öðru sæti varð Sigurður Jónsson. □ batnað. til stórra muna. Hvort gæðingarnir eru betri eða verri, skal ósagt látið, en þó mátti sjá mjög marga eigulega gæðinga í hópreiðinni, hesta, sem fóru vel á götu, voru mjúkir ásetu og hlýðnir. ALLT TRYGGT — NEMA Flesta hluti er hægt að tryggja. Við tryggjum okkur sjálf, hús og húsbúnað, farartækin o. s. frv. En menn reka sig stundum á, að það sem álitið var vel tryggt, er það alls ekki þegar á reynir. Þannig fór með mann- inn, sem skólpleiðslan bilaði hjá á dögunum. Þetta var í nýlegu húsi en engar teikningar af vatns- og skólplögn yoru til. En húsbóiidinn hafði þefskyn í betra lagi og gat vísað múrbrjót um leið að biluninni. Sjálfur vann liann svo eins og berserk- ur að viðgerðinni í þeirri von að fá eitthvað fyrir alla svita- dropana, þegar tryggingar greiddu að lokum reikningana. En hann fékk þar ekki eyri. Alit virtist örugglega tryggt nema þetta eina atriði! MEIRI FRÆÐSLA ER NAUÐSYN Því má slá föstu, að tryggingar eru nokkuð flóknar og því er meiri fræðsla um þær en nú er, alveg nauðsynleg, og er hér þó aðeins átt við tryggingar húsa og liúsmuna. Gerðu tryggingar- félög þarft verk að kynna þessi mál almenningi með einföldum og skýrum dæmum úr veru- leikanum. Eflaust myndu blöð fús til að birta þessháttar fróð- leiksþætti. þegar bókað í mikinn hluta þeirra sæta, sem Kjördæmis- sambandið hefur til umráða. Ættu þeir, sem hug hafa á þátttöku, að láta skrifa sig nú þegar hjá einhverjum ofan- greindum aðilum. Þá eru þeir, sem hafa skráð sig, beðnir að staðfesta pöntun sína fyrir 15. maí n. k. og greiða 10 þúsund krónur inn á farseðilinn. (Fréttatilkynning) Myndin cr af börnum í Oddeyrarskóla, sem héldu hlutaveltu til styrktar slösuðum dreng. . . Eins og komið hefur fram í aug lýsingu hér í blaðinu héldu nokkur börn úr 8. bekk í Odd- eyrarskólanum hlutaveltu. Rann ágóðinn til eins skóla- félaga þeirra, sem lenti í um- ferðarslysi í vetur og missti annan fótinn. Hlutaveltan gaf af sér 58.300 kr., en auk þess gáfu margir einstaklingar pen- inga svo að í heild nam söfnun- in 132.550 kr. Börnin, sem að hlutaveltunni stóðu senda gefendum kærar kveðjur og þakkú' fyrir rausnar leg framlög. □ DÝRIR ARKITEKTAR Ákveðið var að byggja hús á Akureyri fyrir hálfopinbera starfsemi. Húsateiknari var fenginn til að gera tcikninguna, en hið opinbera krafðist teikn- ingar arkitekts. Arkitektinn, sem á heima á öðru landshorni, vildi nú fá smávegis þóknun npp í kostnaðinn, svona liálfa milljón, nefndi hann. Ekki var það gert en þess í stað voru honum sendar 200 þúsund kr. og síðar aðrar 200 þúsund krón- ur. Arkitektinum þótti smátt skammtað liéðan að norðan og sagðist nú innan tíðar fara að senda reikninginn. Það þykir húsbyggjendum líldegast, að reikningur sá verði nokkuð hár, og enn verra þykir þeim, að þeir eru búnir að tapa tveim ávum af byggingartímanum og lenda nú með allt í óðaverð- bólgunni. OLÍA Á ELDINN Útvarpshlustendum á Norður- landi blöskraði að lilusta á menntaskólakennaraim Bárð Haíldórsson hafa ujtpi grófan óhróður um menn og málefni norðanlands í þættirtum Um daginn og veginn í úívarpi á -mánudagskvöldið. Auk grófrar '> ádeilu á .tilgreinda niilliþinga- nofnd, scm fjallað hcfur inn mikilvægan þátt fræðslumála, var erindi Bárðar fullt af dvlgj- um um þá menn, sem ríkis- stjórnin hefur kosið til að vinna að því að koma upp Kröflu- virkjun. Þetta erindi hefur vart átt góðan tilgang og getur haft það eitt í för með sér, að ýfa upp gamlar deilur uin orkumál á Norðurlandi, á þeiin tíma er ró er á komin og sættir tekist.

x

Dagur

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.