Dagur - 30.04.1975, Qupperneq 4
4
5
Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri
Súnar 1-11-66 og 1-11-67
Ritstjóri og ábyrgðarmaður:
ERLINGUR DAVÍÐSSON
Auglýsingar og afgreiðsla:
JÓHANN K. SIGURÐSSON
Prentverk Odds Bjömssonar h.f.
Togarar
og 200
mílurnar
Vert er að leiða hugann að því,
hvernig umhorfs væri nú í þessu
landi á tímum þeirra erfiðu við-
skiptakjara, sem íslendingar eiga nú
við að stríða, ef togaraútgerð lands-
manna liefði lagst niður. Togara-
litgerðin virtist dauðadæmdur at-
vinnuvegur í tíð „viðreisnarstjórnar-
innar“. Á annan áratug var sá veiði-
skipafloti ekki endurnýjaður og
frystilnisin komin á það lirörnunar-
stig, að erlendir kaupendur íslensks
fisks töldu vart forsvaranlegt að
kaupa hér fisk til manneldis.
Arftaki „viðreisnarinnar“, vinstri
stjórnin, undir forsæti Ólafs Jó-
hannessonar, sýndi þá dáð í verki,
að stuðla að kaupum fimmtíu skut-
togara og dreifa þeim til útgerðar-
staða um land allt. Það var byggða-
stefna í verki og skynsamleg fjár-
festing. Ef þessa stórhugar vinstri
stjórnarinnar liefði ekki notið við,
væri nú atvinnuleysi mjög víða á
landínu og þúsundir manna byggju
við liin hörmulegustu kjör. Það er
vegna þessa skipastóls, fyrst og
fremst, að hér á landi hefur atvinnu-
leysið lítt sem ekki gert vart við sig,
gagnstætt öllum okkar nágranna-
þjóðum. Kaupmáttarrýrnun hefur
orðið og skal ekki fjöður yfir það
draga, en á meðan atvinnuvegirnir
eru starfræktir með fullum afköst-
um, svo sem verið hefur undanfarna
mánuði og hver maður hefur at-
vinnu, geta flestir lifað sæmilega
góðu lífi, þótt allir þurfi að sníða
sér stakk eftir vexti á erfiðleika-
tímum, ögn þrengri en áður var.
Eitt af liappaverkum fyrrverandi
ríkisstjórnar var að ákveða útfærslu
landhelginnar. Senn mun ákveðið,
hvenær það verður formlega ákveðið
og tilkynnt. Útfærslan verður ein-
hliða og styðst ekki við þau haf-
réttarlög, sem heimurinn væntir að
sett verði. En forseti hafréttarráð-
stefnunnar í Genf hefur sagt, að ein-
hliða útfærsla við ísland sé ekki
alvarlegt mál, þar sem menn væru
þegar orðnir sammála um 200 mílna
efnaliagslögsögu strandríkja og í
samræmi við heildarstefnu liafréttar-
mála, er þegar væri mörkuð. Þessari
yfirlýsingu ber áð fágna, og það því
fremur að íslendingar hafa átt veru-
legan þátt í þessari hagstæðu steínu-
mótun á undanförnum árum. □
BIJIÐ er að halda aðalfundi
deilda Kaupfélags Eyfirðinga í
Svarfaðardal og á Dalvík. Á
Dalvík er öflugt útibú KEA og
útibússtjórinn er Kristján Ólafs
son. í sambandi við þessa deild-
arfundi kom eitt og annað fram
varðandi rekstur Útibús KEA á
Dalvík, og í viðtali við útibús-
stjórann annan sumardag kom
m. a. þetta fram:
Útibú KEA á Dalvík er rekið
fyrir þessar tvær áðurnefndu
deildir í Svarfaðardal og á Dal-
vík, en einnig skiptir fólk af
Árskógsströnd mikið við okkur.
Hverjar eru helstu tölulegar
niðurstöður útibúsins
Útibúið seldi á síðasta ári
vörur fyrir 288 milljónir króna
og hafði salan aukist um 71,3%
frá árinu 1973. Þessi mikla sölu
aukning stafar fyrst og fremst
af stöðugri og mikilli atvinnu á
Dalvík á síðasta ári, en þar
munar mest um aukningu í
sjávarútveginum. Með komu
skuttogaranna þar, breyttist at-
vinnulífið verulega og kaupgeta
almennings varð miklu meiri
en áður, allt árið. Áður vildi
atvinna vera fremur stopul.
Fiskimóttaka frystihússins
tók á móti 5369 tonnum og hafði
aukist um 78,4% frá fyrra ári.
Framleiðslan varð 62 þúsund
kassar af freðfiski á móti 45
þús. árið 1973. Þá voru á síðasta
ári verkuð 300 tonn af saltfiski
en ekkert mörg árin á undan.
Þá var ofurlítil lýsisframleiðsla,
sem ekki hefur áður verið og
fiskimjölsframleiðslan jókst á
árinu um 190 tonn og fór í 595
tonn á sl. ári.
RABMÐ VIÐ KRISTJÁN ÓLAFSSON, UTIBUSSTJÓRA Á DALVÍK
Niðurstaða reikninga útibús-
ins liggur enn ekki tölulega
fyrir, en þó er ljóst, að hún
verður lakari en árið 1973, sem
var mikið verslunargóðæri hjá
okkur. Þar kemur til gífurleg
vaxtahælckun, launakostnaðar-
hækkun og lækkun á verslunar
álagningu,
Þess má ge' a, að á síðastliðnu
ári voru 614 manns á launaskrá
hjá útibúinu, en það svarar til
þess, að annarhver Dalvíkingur
hafi haft þar einhverja vinnu.
En þetta vinnuafl er þó ekki
allt fengið á Dalvík, heldur
einnig úr Svarfaðardal og Ár-
skógsströnd. Launagreiðslurnar
voru í heild 128,4 milljónir
króna og höfðu aukist um
meira en tvöfalt.
SKÁKFRÉTTIR
Hraðskákmóti Akureyrar lauk
með sigri Ólafs Kristjánssonar,
eftir einvígi við Gunnlaug Guð-
mundsson.
Nú um síðustu helgi kom
hópur unglinga úr Reykjavík
og tefldu við bæjarmenn. Þeir
unnu í hægri skák með 7 gegn
5 v. og á sunnudag hi'aðskák
með 147,5 gegn 140,5 v. Þetta
voru drengir á aldrinum 12—16
ára, þar af eitt mesta skák-
mannsefni íslands, hinn 15 ára
Margeir Pétursson, sem er einn
þátttakandi í fjögurra manna
keppni um íslandsmeistara-
titilinn í skák. Á þessu sést að
heimamenn þurfa að leggja
meiri rækt við skákina en
hingað til.
Nýlokið er Skólaskákmóti
með þátttöku frá Ólafsfirði, Dal
vík, Laugum, Hrafnagili, Gagn-
fræðaskóla Ak., Oddeyrarskóla,
Brekkuskóla og Glerárskóla.
Hópnum var skipt í tvo flokka,
eldri og yngri. Eldri flokkinn
Thule-keppni B. 1 lokið
Lokið er Thule-tvímennings-
keppni Bridgefélags Akureyrar.
Sana gaf félaginu bikara þessa,
til að minna á hið ljúffenga
Thuleöl.
Sigurvegarar urðu að þessu
sinni Gunnlaugur Guðmunds-
son og Magnús Aðalbjörnsson,
en þeir hafa áður sigrað í Thule
keppni þessari. — Spilað var í
tveim riðlum. Keppnisstjóri fé-
lagsins er Albert Sigurðsson.
Röð efstu manna var þessi:
Stig
1. Magnús Aðalbjörnsson
— Gunnl. Guðmundsson 373
2. Mikael Jónsson —
Frímann Frímannsson 363
í Útibúi KEA á Dalvík er
matvörudeild, vefnaðarvöru-
deiid, byggingavörudeild og
fóðui'vörudeild. Svo er það
frystihúsið og sláturhúsið, enn-
fremui' fjölþætt bifreiðaverk-
stæði. En umfangsmest er frysti
húsið og það er jafnframt mesla
atvinnufyrirtækið á Dalvík.
íbúar á Dalvík nálgast nú
1200 og vantar ekki nema fáein
höfuð til að ná þeirri tölu.
Fjölgun undanfarin ár er vel
yfir landsmeðaltal.
Nokkuð í almennum frétt-
um?
Það lítur út fyrir verulegan
samdrátt í byggingariðnaðinum.
Mikið var byggt á síðasta ári
og við þær byggingar er auð-
vitað mjög mikil vinna þetta ár.
En nýbyggingar virðast dragast
mikið saman og veldur það
okkur áhyggjum. Heilsugæslu-
stöðinni mun slegið á frest í ár,
en heimavistarbyggingunni
verður lokið á þessu sumri og
rúmar hún 40 nemendur. Yfir-
leitt má segja, að fjármagns-
skortur hái framkvæmdum.
Hins vegar hefur atvinnan ver-
ið framúrskarandi góð í vetur
og ekki hægt að segja, að fallið
hafi. úr dagur.
Grásleppuveiðin er minni en
á sama tíma í fyrra, en þó nokk
ur og verð hrognanna getur
bætt það upp. Útibúið annast
söltun hrognanna og er til þess
notaður kjallari í sláturhúsinu.
Við erum búnir að salta um 200
1 unnur af hrognum. Margir Dal
víkingar hengja upp grásleppu
og kunna að verka svo vel að
þeir, sem á annað borð hafa
vanist síginni grásleppu, fá vatn
í munninn þegar þeir heyra á
hana minnst. Ég skal senda þér
band.
Rækjuvinnsla byrjar hér
væntanlega í maímánuði. Er
það ný verksmiðja. Vélar eru
þegar komnar en vei'ið er að
ganga frá húsnæðinu. Söltunar-
félag Dalvíkinga á húsið, ásamt
Dalvíkurbæ og kaupfélaginu,
ásamt nokkrum einstaklingum.
Söltunarfélagið mun reka hina
nýju verksmiðju og er þar
treyst á aflann af Grímseyjar-
miðum og svo berast fregnir af
rækjunni í Axarfirði. Síðar á
svo að koma upp niðurlagning-
arverksmiðju í sama húsnæði
og er unnið að þeim málum.
Ennþá er fannfergi í Svarf-
aðardal, alveg óvenjulega mik-
ið, og hér á Dalvík má enn sjá
tveggja metra skafla á milli
húsa. En nú er sumarig komið
og allir vona hið foesta, segir
Kristján Ólafsson útibússtjóri
að lokum og þakkar blaðið frá-
sögn hans. E. D.
' - ' T -'-j *T'
Athugasemd við
grein G.A*. yfirlæknis
„GuIlskipiS“. — Fulltrúi andans, Davíð frændi, fyllikall, gúmmískósmiður og þar af leiðandi skáld,
flytur lofsöng til menningarinnar; Aðalsteinn Bergdal og Steinar Frímannsson. (Ljósmyndast. Páls)
GULLSKIPID KEMUR 2. MAÍ
L. A. AÆTLAR LEIKFOR UT UM LAND
Einn fagnaðarríkan sólskinsdag
á miðju þjóðhátíðarvori, berst
sú frétt til yfirvaldanna í litlum
bæ við lygnan fjörð, að tvö
þúsund túristar séu væntan-
legir daginn eftir til þess að
kynna sér „eðlilegt mannlíf í
íslenzku sjávarplássi“. Stórt
hvítt þriggja skorsteina skip,
hlaðið dýrð allra djásna —
Kristján Ólafsson.
vann Gagnfræðaskóli sk. með
14 v. Annar varð Laugaskóli
með 13,5 v. Yngri flokkinn vann
Glerárskóli með 24,5 v. af- 30
mögulegum. Keppt var um tvo
bikara er Æskulýðsráð Akur-
eyrar hafði gefið. Þetta er í
annað sinn sem þessi keppni
fer fram.
Einnig lauk nú um helgina
unglingakeppni, er var á veg-
um Æskulýðsráðs og Skák-
félags Akureyrar. Var hópnum
skipt í tvo hópa, eldri og yngri.
Keppendur voru alls 16. Þann
eldri vann Dan Brynjarsson
með 6,5 v. af 8, annar Jón Al-
bertsson og hlaut hann 5 v.
Yngri flokk sigraði Logi Einars
son með 7 v. af 8, annar Bogi
Eymundsson með 6 v.
Hér þyrfti að komast á reglu-
legar skákæfingar í skólum, svo
sem í skólum á Suðurlandi,
Reykjavík, Kópavogi og víðar.
Glerárskóli hefur þó haft reglu-
legar skákæfingar. i
3. Dísa Pétursdóttir —
Rósa Sigurðardóttir 362
4. Haki Jóhannesson —
Stefán Ragnarsson 357
5. Ármann Helgason —
Jóhann Helgason 352
6. Júlíus Thorarensen —
Sveinn Sigurgeirsson 348
7. Guðjón Jónsson —
Páll Jónsson 344
8. Gunnar Berg —
Þórarinn Jónsson 340
9. Hörður Steinbei'gsson
— Guðmundur Búason 336
10. Stefán Sveinsson —
Þormóður Einarsson 325
Meðalárangur var 324 stig.
I ALDRAÐUR SPYR UM
ELLIHEIMILI
Maður einn á sjötugsaldrinum
skrifar blaðinu á þessa leið:
Kæri Dagur. Mig langar til
að biðja þig fyrir nokkrar
spurningar viðvíkjandi elli-
heimilinu hér í bæ.
Það er þá fyrst: Hvenær var
byrjað á þeirri viðbyggingu,
sem nú er í smíðum hjá Elli-
heimili Akureyrar? Og hvenær
verður sú viðbygging fullbúin?
Þegar því plássi hefur verið
ráðstafað, hve margir eru þá á
biðlista?
Ástæðan fyrir þessum spurn-
ingum er sú, að ég er aldraður
orðinn og því farinn að velta
þvf fyrir mér, hvaða möguleika
ég hef til að komast á Elliheim-
ili Akureyrar, þegar þar að
kemur.
Það væri líka gaman að
heyra um þetta frá Elliheimil-
inu í Skjaldarvík.
Ég vona, að þeir sem þessu
stjórna svari því sem um er
spurt, því það eru fleiri en ég,
sem gjarnan vildu vita um
þetta mál.
Einn sextíu og finnn ára.
Stjórnarformaður elliheimil-
anna á Akureyri og Skjaldar-
vík, Hreinn Pálsson lögfræð-
ingur, svaraði að hluta spurn-
ingunum hér að framan. Hann
sagði:
Á viðbótarbyggingunni við
Elliheimili Akureyrar var byrj-
að síðla sumars 1973. Við áætl-
um, að taka bygginguna, fyrst
efri hæðina, í notkun nú í sum-
ar og ekki síðar en í haust, og
ef fjármögnun gengur viðun-
andi þá verður öll byggingin
tekin í notkun í sumar eða
haust. Viðbyggingin tekur 25
vis*menn. Verða þá rétt um 100
vistmenn á Elliheimili Akur-
eyrar.
Elliheimilin eru undir einni
stjórn. Formaður er Hreinn
Pálsson og með honum í stjórn
Björn Guðmundsson, Freyja
Jónsdóttir, Auður Þórhallsdótt-
ir og Sigurður Hannesson. Full-
trúi frá kvenfélaginu Framtíð-
inni situr fundi og hefur mál-
frelsi og er það Ingibjörg Hall-
dórsdóttir.
F oi'stöðukona Elliheimilis
Akureyrar er Sigríður Jóns-
dóttir. Á skrifstofu hennar fékk
blaðið þær upplýsingar, að þar
væru yfir 70 manns á biðlista.
F orstöðumaður Elliheimilis-
ins í Skjaldarvík, Jón Kristins-
son, tjáði blaðinu, að yfir 20
manns væru þar á biðlis'a.
Þessar upplýsingar verða
látnar nægja í bili, en öldruðu
fólki bent á, að allar upplýs-
ingar um elliheimiladvöl á
Akureyri veita elliheimilin sjálf
og að sjálfsögðu það fólk, er
skipar stjórn þeirra. □
LEIÐRÉTTING VIÐ
NAFNLAUSA
FRÉTTATILKYNNINGU
Fréttatilkynningum, sem blöðin
flytja, verða lesendur að geta
treyst. í einni slíkri í síðasta
tbl. Dags, segir í sambandi við
góðan skíðasnjó í Hlíðarfjalli,
orðrétt: „og er þá hætt við
meiðslum, svo sem tognunum,
sér í lagi ef „Ökklarnir eru látn-
ir njóta sín“, eins og Jónas í
Brekknakoti predikar í lang-
lokum sínum í Degi undanfar-
ið, cnda 10 ár síöan hann fór
síðast á skíði“ (leturbreyting
J. J.).
Fréttasendirinn er líklega að
vorkenna mér, frekar en að
gera mig, lítinn mann, enn
minni. Sama er mér. Satt er, að
heilsan hefur ekki leyft miklar
skíðaferðir síðustu ár, en þó
hefi ég nokkrum sinnum staðið
í biðröðinni, farið upp í Stromp
í stól og rennt mér niður á mín-
um gömlu skíðum. Og ekki eru
10 ár síðari stólalyftan kom í
Hlíðarfjall. Og síðast núna á
útmánuði kom ég á skíði, en þá
aðeins heima á lóð minni, en
varð lítið úr, þótt nógur væri
þar jökullinn!
Svo er það, sem fréttasendir
þykist hafa eftir mér úr „lang-
loku í Degi“ (smb. setningu
með tilvísunarmerkjum), hún
finnst alls ekki í minni grein!
Sendirinn, hvoi't sem hann er
lélega læs eða ósýnt um með-
ferð mála, þyrfti að kynna sér
efnið betur, og varla að setja í
næstu tilkynningu úr Hlíðar-
fjalli, þætti um einstaka bæjar-
búa, a. m. k. ekki án þess að
láta sitt ágæta nafn fylgja! En
ég hafði nú samt gaman að
þessu og sendi honum beztu
sumaróskir, hvert sem nafnið
er.
28. apríl 1975.
Jónas í „Brekknakoti“.
Frá Unglingareglu
Góðtemplara
Hinn árlegi kynningar- og fjár-
öflunardagur Unglingareglunn-
ar verður næstkomandi sunnu-
dag, 4. maí. Þá verða eins og
venjulega seld merki og bókin
VORBLÓMIÐ til ágóða fyrir
starfsemina alls staðar þar, sem
stúkur starfa. Mcrkin kosta kr.
50,00 og bókin aðeins kr. 200,00.
Þessi barnabók Unglingaregl-
unnar, VORBLÓMIÐ, sem kem
ur nú út í 12. sinn, hefur ná
miklum vinsældum og selst í
stóru upplagi.
(Frétt frá Unglingareglunni)
dollurum og pundum — leggst
inn á þessa friðsælu grásleppu-
höfn, einmitt sama daginn og
taka skyldi fyrstu skóflustung-
una að Menningarmiðstöð stað-
arins með tilheyrandi fjallkonu
og blessuð sértu sveitin mín.
Mikil veiðigleði grípur um sig
með innfæddum og hátíðahald-
ið tekur óvænta stefnu.
Um þessa atburði og ýmsar
klaufalegar slysfárir þeim
tengdar fjallar skopleikur Hilm
is Jóhannessonar, „Gullskipið",
sem Leikfélag Akureyrar frum
sýnir næstkomandi föstudag, 2.
maí. Hilmi þarf ekki að kynna
leikhúsgestum. Hann varð fyrst
þekktur fyrir Sláturhúsið hrað-
ar hendur, sem að vísu hlaut
aldrei mikla frægð á Akureyri
en heppnaðist því betur í Borg-
arnesi og síðan hjá Leikflokki
Emilíu á leikföx 'úrn lándið und-
ir stjórn Eyvindar Erlendsson-
ar sem einnig er að verki við
„Gullskipið“ nú. Leikmyndina
gerir Jón Þórisson sem leikhús-
gestum L. A. er þegar að góðu
kunnur fyrir ýmis verk á sviði
félagsins. Jón er nemandi Stein-
þórs Sigurðssonar og starfar nú
hjá Leikfélagi Reykjavíkui'.
Mai'gháttaðir fulltrúar ís-
lenzks mannlífs stíga dansinn
kringum gullkálfinn í Gull-
skipinu; svo sem bæjarstjói'inn
raunumþungi, forsjá samfélags-
ins, kallaður Bæsi, fulltrúi
stjórnarandstöðunnar, vera-
fólks og kvenfólks almennt,
Hallgerður Halhnars fjallkona
með meiru, generalbrand-
maojar Brandur hinn sívakandi
bjargvættur bæjarstjórans og
verndari öryggisins brynjaður
kaskeiti og talstöð, læknafrúin
Áróra, elskulegur fulltrúi emb-
ættismanna- og menntakvenna
af því að hún hefur verið í Sví-
þjóð, hin hugumstóra hjúkrun-
arkona Eva sem hvorki vílar
fyrir sér að bera fallna í burtu
á bakinu, né heldur að koma á
laggirnar þeim listflutningi sém
bærinn þarf á að halda, Davíð
frændi, fyllibytta og gúmmískó-
smiður sem lifir á kjaftaviti
sínu, Hrefnu-Kalli, brjóstgóður
sægarpur með ríka réttlætis-
kennd en vondur við vín,
Bogga gamla, gamall þulur og
spákona með hænsnabúskap —
óþörf í nútímanum, Flækings-
skvísa, grunuð um að vera
njósnari — sennilega fjallkona
— einnig óþörf í nútímanum og
sízt má gleyma handve’rks-
mönnunum þrem sem bæði
þurfa að smí'ða til allra hátíða-
halda og rífa niður eftir þau en
auk þess að syngja í samkórn-
um, spila í lúðrasveitinni, leika
til skiptis Ólaf liljurós, hross
eða Skugga-Svein og inna af
höndum önnur störf nauðsyn-
leg fyrir hag bæjarins án þess
að fá nokkkurn tíma svefnfrið
eða tvöfaldan matartíma.
Leikarar eru: Gestur E.
Jónasson, Arnar Jónsson, Frið-
rik Steingrímsson, Sigurveig
Jónsdóttir, Kristjana Jónsdótt-
ir, Þórhildur Þorleifsdóttir,
Aðalsteinn Bergdal, Þráinn
Karlsson, Árni Valur Viggósson
og Kjartan Ólafsson, sem um
þessar mundir hefur fjörutíu ár
að baki á leiksviðinu.
Sýningum á Gullskipinu
verður reynt að hraða á heima-
sviðinu þannig að leikflokkur-
inn komist í leikför fljótlega.
(Fréttatilkynning)
f tilefni greinar G. A. yfirlæknis
H-deildar F.S.A., um lokun
slysastofu F.S.A. viljum við
taka fram eftirfarandi:
1) Undirritaðir aðstoðarlækn
ar hafa starfað við H-deild
F.S.A. um nokkurra mánaða
skeið og telja því ástæðu til að
ætla að í fyrrnefndri grein séu
störf okkar við slysastofu F.S.A.
lögð á metskálar. Ekki hefur
þótt ástæða til að finna að störf
um okkar innan stofnunarinn-
ar, a. m. k. höfum við ekki orðið
varir við það. Þykii' okkur því
heldur ósmekklega að störfum
okkar vegið á opinberum vett-
vangi.
2) Við mótmælum harðlega
þeim ásökunum, sem fram
koma í greininni, á störf að-
stoðarlækna H-deildar. Viljum
við lýsa furðu okkar á fullyrð-
ingum sem fi-am koma um „að
algengt sé að aðstoðarlæknar
saumi sár án tillits hvort það sé
nauðsynlegt, skynsamlegt eða
jafnvel áhættulaust“. Teljum
við að í starfi okkar á undan-
gengnum mánuðum eigi slík
fullyrðing ekki við. Vart þarf
að taka fram að slík ummæli
eru ekki til þess fallin að laða
aðstoðarlækna til starfa á H-
deild F.S.A.
3) Þá viljum við mótmæla
þeim fullyrðingum að hinir
yngri læknar, sem starfað hafa
við H-deiId F.S.A., séu ekki full
færir um að greina og með-
höndla flesta þá áverka sem
fólk hefur leitað með til slysa-
stofu F.S.A. Einnig má benda á
að sérfræðingar H-deildar eru
ávallt til kvaddir ef um erfiðari
tilfelli er að ræða. Auk þess má
taka fram að margir aðstoðar-
læknar á F.S.A. hafa tekið að
sér bæjarvaktii'.
4) í greininni er rætt um sál-
arháska barna sem meðhöndl-
uð eru af starfsfólki slysastofu
F.S.A. Viljum við benda á að
mörg börn eru óróleg og illvið-
ráðanleg án tillits til með-
höndlunar.
5) Við álítum það verkefni
sjúkrahússtjórnar F.S.A. að
taka ákvarðanir um hlutverk
slysastofunnar. Teljum við það
óheppilega þróun að einstakir
aðilar innan stofnunarinnar
taki einhliða ákvai'ðanir um
slíkt.
Akureyri, 18. apríl 1975. ,
Friðrik Páll Jónsson.
Geir Friðgeirsson.
Hafsteinn Skúlason. )
Ólafur Eyjólfsson. ,
Hryssueigendur!
í vor mun 1. verðlaunaj
stóðhesturinn Héðinn
nr. 705 frá Vatnagarði,|
verða á Akureyri.
Þeir er áhuga liafa á aðj
leiða til hans liryssur,
hafi samband við undir-^
ritaðan sem fyrst.
Þór Sigurðsson,
P. O. Íi.
Nýkomið
Slétt þvottekta flauel
br. 1,40.
Grænt, brúnt, dökkblátt
og svart.
VERZLUNIN RUN
VÆNTANLEGT NÆSTU DAGA
Poppiinkápur
Jakkar
V ef naðar vörudeild
►
y