Dagur


Dagur - 18.06.1975, Qupperneq 5

Dagur - 18.06.1975, Qupperneq 5
4 5 Skrifstofur, Hafnarstræti 90, Akureyri Símar 1-11-66 og 1-11-67 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: ERLINGUR DAVÍÐSSON Auglýsingar og afgreiðsla: JÓHANN K. SIGURÐSSON Prentverk Odds Bjömssonar h.f. 17, JÚNÍ Hinn 17. júní var hátíðlegur hald- inn um land allt, í minningu Jóns Sigurðssonar forseta, er fæddist fyrir 164 árum og hins endurreista lýð- veldis sama mánaðardag 1944. Þjóð- in hafði um skeið lifað í ótta yfir- vofandi verkfalla, sem nær öll voru til lykta leidd fyrir helgina og á far- sælan hátt, nema togaradeildan svo- nefnda, er staðið hefur um tveggja mánaða skeið. Það var sem þungu fargi væri létt af þjóðinni þegar samningar tókust um launakjör við fjölmennustu launastéttirnar og hina ýmsu hagsmunahópa í röðum launþega, auk þess sem kjaradómur úrskurðaði launakjör opinberra starfsmanna. Kaup hefur almennt hækkað við nýgerða samninga um nær 16 af hundraði. Samkvæmt fullyrðingum atvinnurekenda við samningaborð, eru nú allir atvinnuvegir lands- manna dauðadæmdir vegna þessara nýju kjarasamninga og samkvæmt umsögn forsvarsmanna launþega á sama vettvangi, er gjaldþroti heimil- anna og hungurvofunni aðeins bægt frá um stundarsakir, svo ósamliljóða voru raddir vinnumarkaðaiins. En svo mikil var enn gæfa þjóðarinnar á örlagastund, þegar allir bjuggust við langvarandi og harðvítugum verkföllum og stöðvun flestra at- vinnugreina, fékkst hófleg niður- staða, sem flestir hljóta að una við í þeim skugga viðskiptakjara, sem vfir grúfir og við fáum ekki rönd við reist. Atvinnuvegimir taka nú á sig kauphækkanir og munu eftir megni mæta þeim með enn meiri hagsýni í rekstri, og lieimilin endurheimta hluta hinnar miklu kjararýmunar, sem orðin var. Ofar öðru þegar upp er staðið með sáttum við samninga- borð og það sem dýrmætast er, er þróttmikið athafnalíf og full vinna, °g því geta allir fagnað, þótt barátt- an , um skiptingu þjóðarteknanna vaii. f ræðum manna á fæðingardegi frelsishetjunnar, Jóns Sigurðssonar, var þess víða minnst að þessu sinni, að mesta sjálfstæðismál þjóðarinnar nú, sé stækkun landhelginnar á þessu ári, og skynsamleg nýting fiski- stofna. Um það mál hefur þjóðin sameinast fullkomlega og því líklegt, að þar vinnist sigur. En sjálfstæðisbarátta lítillar þjóð- ar er margþætt og viðvarandi, og hún þarf í vaxandi mæli að beinast innávið, að þroska þjóðfélagsþegn- anna á komandi tímum. □ Iðnskólinn á Akureyri 1975 Iðnskólanum á Akureyri var slitið 12. maí sl. Brautskráðir voru 30 nemar úr 4. bekk og 3 úr 3. bekk. Skólastjórinn, Jón Sigurgeirs son, gei'ði grein fyrir starfsem- inni og sleit skólanum. — Nem- endur voru 289 í 10 deildum. Fastir kennarar 6 og stunda- kennarar 11. Á skólaárinu bætt- ust kennaraliðinu þessir: Karl Stefánsson, Sigurður Oli Brynj- ólfsson, Torfi Leósson, allir fast ráðnir, og stundakennararnir Agnar Árnason, Gunnar Stein- dórsson og Svavar Gunnarsson. Kennt var í 22 iðngreinum. Fjölmennastir voru húsasmiðir 98, þá bifvélavirkjar 32, raf- virkjar 22, vélvirkjar 17 og ketil- og plötusmiðir 15. Hæstu einkunnir á burtfarar- prófi: Stefán Arngrímsson rafv. I. óg. 9,10, Benedikt Ásmunds- son vélv. I. ág. 9,03 og Sigur- geir Steindórsson plötusm. I. eink. 8,98. Hæstu einkunn í skóla hlaut Konráð Jóhannsson bifvélav. í fyrsta bekk I. ág. 9,35. í 3. bekk var að tilhlutun Áfengisvarnanefndar Akureyr- ar efnt til ritgerðarsamkeppni um áfengismálin og varnir gegn áfengisneyzlu. Verðlaun hlaut Karl Bragason húsasmiður. Um Verknámsskóla iðnaðarins. Nýr áfangi. í byrjun febrúar hófu 12 pilt- ar nám í trésmíði- og málm- smíðadeildum, þótt allar vélar og fullkominn búnaður væru enn ekki fyrir hendi. Úr því mun þó rætast fyrir haustið. Trésmíðaverkstæðið er í skóla- húsinu sjálfu undir anddyrinu, og veitir því forstöðu Torfi Leós son húsgagnasmíðameistari, sem og hefur séð um uppsetn- ingu véia og annarra tækja. Málmsmíðaverkstæðið, Glerár- götu 2B, er því miður bæði of lítið og ófullkomið, en í undir- búningi er bygging sameigin- legra verkstæða Iðnskólans og Vélskólans. Forstöðumaður málmsmíða- og log- og rafsuðu er Steinberg Ingólfsson meistari í ketil- og plötusmíði. Skólanum bárust á öndverð- um vetri góðar gjafir til efling- ar verklegri kennslu. Gunnar Ásgeirsson, f. h. Bílgreinasam- bandsins, afhenti bílmótor frá Þ. Jónssyni & Co. og drif frá Bifreiða- og landbúnaðarvélum. Skömmu síðar barst Volks- wagenvél frá Heklu h.f., Reykja vík, sem bílaverkstæðið Baug- ur h.f. sá um afhendingu á. Skólastjóri flutti gefendum þakkir fyrir áhuga og velvild í garð skólans. Þá drap skólastjóri á merk tímamót framundan: Þann 20. nóv. n. k. verða liðin 70 ár frá innritun fyrstu iðnnema og skólasetningu. Skólanefndin hefur þegar hafið afmælisundir búning og hyggst leita til iðn- aðarmanna og -félaga í því skyni m. a. að stofna til sýning- ar á smíðisgripum og teikning- um sveina, eldri sem yngri. f ávarpi sínu til hinna verð- andi iðnaðarmanna og -kvenna komst skólastjóri m. a. svo að orði, að gjarnan vildi hann gefa nemendum sínum að skilnaði heilræði og hollar vísbendingar, eins og venja er á slíkum stund- um. En veganesti betra vissi hann ekki en hinn sanna kristin dóm, kjarnana, sem Kristur kenndi. Þörf væri einingar og velvildar í stað keppni og tog- streitu. Mættu augu mannanna, allra manna og kvenna, opnast og skilningur þeirra glæðast á lögmáli og krafti kærleikans. Áskell Jónsson lék undir al- mennum söng og vígði þar með nýtt píanó skólans. Brautskráðir iðnnemar 1975: 1. Arnþór Grímsson, bifv.v. 2. Baldur Kristjánsson, hús- gagnsmiður. 3. Baldvin Aðalsteinsson, skipasmiður. 4. Baldvin Stefánsson, plötu- smiður. 5. Benedikt Ásmundsson, vélv. 6. Hannes Árnason, vélvirki. 7. Haukur Ingólfsson, bifv.v. 8. Helgi Snorrason, húsasm. 9. Helgi Stefánsson, vélvirki. 10. Hreinn Sævai' Símonarson, húsasmiður. 11. Ingvar Kristinsson, húsasm. 12. Jón Björnsson, húsasmiður. 13. Jón Gísl Grétarsson, pípu- lagningarmaður. 14. Kristinn Bjarnason, málari. 15. Lýður Sigurðsson, húsg.sm. 16. Reynir Björnsson, plötusm. 17. Sigurður H. Jónasson, bókbindari. 18. Sigurður Lárusson, skipasm 19. Sigurður P. Randversson, húsasmiður. 20. Sigurgeir Arngrímsson, skipasmiður. 21. Sigurgeir Steindórsson, ketil- og plötusmiður. 22. Snæbjörn Jónsson, múrari. 23. Tryggvi Gunnarsson, múrari. 24. Þorbjörn J. Jensson, rafv. 25. Þorsteinn Eiríksson, húsasm 26. Þorsteinn Jakobsson, bifv.v. 27. Eyjólfur Ágústsson, prentari. 28. Stefán Arngrímsson, rafv. 29. Sveinn Björnsson, vélvirki. 30. Orn Steinarsson, húsasm. Úr 3. bekk: 31. Anna Ragnarsdóttir, hár- greiðslukona. 32. Óskar Húnfjörð, bakari. 33. Petrína Þ. Óskarsdóttir, hárgreiðslukona. Próf í teikningu viðbótar- iðngreina: Páll Þorsteinsson, skipasm. Sigurður Styrmisson, húsasm. Sævar Frímannsson, húsasm. Viðar Þorleifsson, pípul.maður. Hermann Bragason, vélvirki (úr Vélskóla). Ómar Friðriksson, vélvirki (úr Vélskóla). KVENFELAGASAMBAND S.-ÞINGEYINGA Kvenfélagasamband Suður- Þingeyjarsýslu, elsta kven- félagasamband á íslandi, var stofnað að Ljósavatni 7. júní 1905. Það er því 70 ára um þess- ar mundir. Sambandið hélt aðal fund sinn dagana 4.—5. júní sl. í Hafralækjarskóla, í boði Kven félags Nessóknar. Starfsemin hefur verið með ágætum liðin ár, en vegna afmælisins hyggst sambandið gefa út bók, sem kemur út síðar í mánuðinum. í bókinni verður rakin saga sambandsins, allra félaga þess, og einnig verða þar gamlar og nýjar ritsmíðar félagskvenna. í lok aðalfundarins, að kvöldi 5. júní, hélt sambandið afmælis- fagnað sinn í félagsheimilinu á Húsavík, og var þar saman kom ið mikið fjölmenni, félagskonur og gestir. Tvær konur voru gerðar að heiðursfélögum, vegna mikilla og góðra starfa fyrir félagið, þær Kristjana Árnadóttir, Grímshúsum, og Dagbjört Gísladóttir, Lauga- felli. Einnig var Ragnheiði Sig- urgeirsdóttur frá Öxará veitt viðurkenning fyrir best unna nýja muni á heimilisiðnaðar- sýningu þeirri, sem sambandið gekkst fyrir á þjóðhátíð á Laug- um 16.—17. júní 1974. í sambandinu eru 14 félög og 487 félagar. í stjórn félagsins eru nú Hólmfríður Pétursdótt- ir, Víðihlíð, formaður, Elín Ara- dóttir, Þuríður Hermannsdóttir, Helga Jósepsdóttir og Jóhanna Steingrímsdóttir. □ SENDÍBRÉF TIL DAGS Blönduósi, 24. maí 1975. Kæri ritstjóri Dags. Ég vildi með örfáum orðum þakka þér grein, er Dagur flutti 14. maí þ. á. Greinin er á fremstu síðu og heitir „Margir bændur orðnir heylausir“. Sérstaklega vildi ég þakka síðustu orðin. Það hefur held ég enginn tapað á því að eiga hey og fyrna hey í sæmi- legum árum. Sagan sýnir að það eru ekki heyfyrningar- bændurnii', sem eru á hausnum. Það er mikill sannleikur í þess- um orðum. Til gamans ætla ég að segja þér sögu af föður mínum, Hall- grími Hallgrímssyni, er bjó síð- ustu árin, frá 1903—1920 á Hvammi í Vatnsdal, hann lagði ríkt á við okkur, sem ólumst upp með honum að muna að hafa alltaf nóg hey og skulda ekki mikið. Hann taldi það hafa alveg bjargað sér að verða efna lega sjálfstæður. Það mun hafa verið 1893, að enskur fjárkaup- maður kom að kaupa fé á fæti. Þá var verðið á sauðum og geld um ám kr. 16,00. Þetta þótti honum svo gott verð að hann seldi 80 fleira en hann upphaf- lega ætlaði að gera. Þetta varð til þess að hann hafði 2 fjárhús auð og komst í miklar fyrningar og gat borgað skuldina að mestu leyti upp. Hann var þá nýlega búinn að kaupa jörðina Snæringsstaði í Svínadal. Samt var það svo að af skuldinni ásamt vöxtum er eftir stóð átti hann að borga kr. 54,00 á ári. Árið eftir, þá var allt fallið í verði svo hann var í vandræð- um að geta staðið í skilum við bankann 1. júlí, en í ágúst er hann gat sent þessar 54,00 kr. var komin krafa um að selja jörðina. Ég heyri að margir eru að tala um vont vor. Þessir menn vita lítið hvernig vorin voru frá aldamótum og fram til 1920. Ég ætla aðeins að segja frá vorinu 1906. Þá var glórulaus stórhríð 14. maí. Þá voru mjög margir heylausir í Vatnsdal. Faðir minn hjálpaði mörgum. Þá var verð á útheyi 2% eyrir pundið, en 3V2 eyrir pundið af töðu. Ég heyrði engan tala um að þetta væri hátt verð, ég held að þessir fáu, er seldu hey munu allir hafa selt fyrir sama verð. Nágranni föður míns, er var orðinn heylaus á sumar- málum fyrir sitt fé, fékk hey eins og hann vildi og til þess að losa hann við að borga heyið með peningum, lánaði faðir minn honum engjar næsta sum- ar og borgaði hann svo heyið, en með % þyngra en hann hafði fengið. Ég er oft að hugsa um það undanfarið, hvernig komið væri fyrir bændum, ef þeir hefðu fengið núna í vor svipuð vor og voru 1910, 1914, 1918 og 1920. Ég sé ekki betur en stór hluti bænda hefði orðið með öllu eignalausir, ef veðrið í vor hefði ÁRSRIT SÖGUFÉ- LAGS ÍSFIRÐINGA Blaðinu hefur borist Ársrit Sögufélags ísfirðinga 1974, og er það 18. árgangurinn um 150 blaðsíður að stærð. Ritstjórn annast Jóhann Gunnars Ólafs- son, Kristján Jónsson frá Garðs stöðum og Ólafui' Þ. Kristjáns- son, en prentun Prentsmiðjan Hólar h.f. Að vanda flytur ritið grein ar og ritgerðir um margskonar söguleg efni af vestfirskum upp runa. Má m. a. benda á nær 50 blaðsíðna grein eftir Lýð B. Björnsson er ber heitið Hug- leiðingar um goðorð og hof, mjög fróðleg ritgerð. Jóhann Gunnar Ólafsson skrifar um gamla kirkjustóla úr Dýrafirði. Ólafur Þ. Kristjánsson gei'ir grein fyrir ætt Halldórs á Arn- gerðareyri. Guðjón Friði'iksson lýkur í þessu hefti ritgerð sinni um upphaf þorps á Patreksfirði, en fyrri hlutinn birtist í ársrit- inu 1973. Allar eru ritgerðir þessar hinar vönduðustu og auk þeirra eru smærri greinar og fróðleikskorn. Ber ritið vott um vandvirkni og geymir margs- konar fróðleik. □ Héraðskeppni HSÞ í bri Lokið er Héraðskeppni H.S.Þ. í bridge árið 1775. Spilaðar voru þrjár umferðir með „Patton“ fyrirkomulagi. Tólf sveitir tóku þátt í mótinu frá átta félögum. Úrslit urðu sem hér segir: 1. Sv. Jóns Aðalsteinssonar, Mýv. + Eilífi 148 stig 2.—3. Sv. Þormóðs Ásvalds- sonar, Eflingu 141 stig 2.—3. Sv. Gústafs Nílssonar, Mýv. + Eilífi 141 stig 4. Sv. Jóns A. Pálssonar, Einingu 126 stig 5. Sv. Jóns Þorsteinssonar, Magna 123 stig 6. Sv. Jóhanns Jóhanness., Reykhverfingi 117 stig 7. Sv. Gylfa Yngvasonar, Mýv. + Eilífi 116 stig 8.—9. Sv. Stefáns Skaftasonar, Geisla 114 stig 8.—9. Sv. Jóns P. Þorsteinss-, Mýv. + Eilífi 114 stig 10. Sv. Sigurðar Jónssonar, Gaman og alvara 109 stig 11. Sv. Heimis Sigurðssonar, Geisla 100 stig 12. Sv. Baldvins Baldvinss., Gaman og alvara 91 stig Þormóður Ásvaldsson. Með þessu er fyrri frétt leið- rétt. HVAÐ ÞARF AÐ BÍÐA LENGI? Kæri Dagur. Örfáar línur lang- ar mig til að biðja þig fyrir í framhaldi af bréfi um daginn, þar sem ég bar fram nokkrar spurningar viðkomandi Elli- heimili Akureyrar. Satt að segja bjóst ég nú ekki við svo aumu svari, sem þar kom. Það hefði verið betra að segja, að þetta kæmi 65 ára manni ekki vitund við. En formaður segir að það verði pláss fyrir 25 til viðbótar því sem nú er þegar nýja álman er tilbúin. Nú vill svo til, að ég hef talað við nokkra, sem eru þarna og sem segjast eiga von á að flytja í nýja plássið, vegna þess að það herbergi, sem þeir eru í, eigi að nota til annarrar starf- semi. Svo þetta er hæpin full- yrðing. Síðan segir, að það séu yfir 70 manns á biðlista. Þetta svar finnst mér nú heldur loðið. En hvernig stendur á því, að það skuli taka svona langan tíma að koma þessu húsi upp? Er það af peningaleysi? Eða er það hagkvæmt að taka þessu bara rólega? Það er nú senni- lega ekki hægt að ætlast til að því sé svarað. Ég vildi nú stinga upp á því, að Akureyrarbær gefi út skulda bréf, vísitölutryggð, eins og rík- ið gerir, og vita hvort ekki rætt- ist úr. Eða þá að allir færu að greiða elliheimilisskatt. Er það fráleitt? Það mun hafa farið fram at- hugun á högum aldraðra hér í bæ, en ég veit ekki um niður- stöður, en vonandi hafa þær verið hagstæðar. Bærinn hefur í vetur gefið gömlu fólki hálfan bolla af kaffi öðru hverju. Hinn helming hafa félög í bænum gefið. Þetta er þakkarvert, enda segir einn aldraður maður, að þetta séu sólskinsstundir í tilveru þess fólks, sem þarna kemui'. Mér fyndist nú meira til um það, ef maður hefði von um gott herbergi á Elliheimilinu þegar með þyrfti, þó að kaffið sé út af fyrir sig gott. Elliheimili Akureyrar er nú 12 ára. Þar munu nú vera 70— 80 manns, eða byggt yfir sex á ári. Er þetta nóg? Hvað segir athugunin, sem ég minntist á? Niðurstaðan verður þá sú, að 65 ára maður þarf nú trúlega ekki að bíða nema svo sem 6—8 ár, eftir að hann er 67 ára, til að komast á Elliheimili Akur- eyrar, og getur reyndar huggað sig við, að það séu miklir mögu- leikar á, að hann uppfylli hið eina skilyrði, sem til þarf, svo hann fái inngöngu á heimilið hjá Dúa (kirkjugarðinn), en þá missir hann um leið af kaffinu. Einn 65 ára. ATHUGASEMD FRÁ IÐUNN ARVERK AM ANNI í næstsíðasta tölublaði Dags birtist grein um tímamælda ákvæðisvinnu (bónukerfi) í SÍS-verksmiðjunum. Var þar vísað til viðtals við Hjört Eiríks son forstjóra. Lýsti hann yfir ánægju sinni með kerfi þetta, og er hún skiljanleg. En eitt er alvarlega missagt í greininni, það atriði sem forstjórinn legg- ur hvað mesta áherslu á. Það er, að kerfið sé skipulagt með hagsmuni og vilja almennra starfsmanna fyrir augum og njóti vinsælda þeirra. Komi Hjörtur og ræði t. d. við verka- fólk í skinnaverksmiðjunni heyrir hann fáar ánægjuraddir um kerfið. En það hefur hann ekki gert. Ég fullyrði að mikill meirihluti er ekki par hrifinn eða sáróánægður. Þó að fólk í lægstu launaflokkum vilji ekki verða af þeim aukakrónum sem bónus gefur og vilji ekki hafna (Framhald á bls. 7). verið svipað og þau ár, er ég hef talið upp. Ég er ekki viss um að samvinnufélögin hefðu þolað slíkt árferði, og það væri sorgarsaga, ef samvinnufélögin yrðu fjárvana. Það munu 5 bændur í Vatns- dal hafa þurft að fá hey í vor aðkeypt, vegna heyvöntunar og ofan á allt saman hefur svo fjár kláði komið upp á 4 bæjum í hreppnum. Og að endingu er það altalað að bæði ráðunautur- inn og formaður Búnaðarsam- bandsins þurfi báðir að kaupa hey. Þetta er ófögur lýsing af ástandinu í þessu góða héraði og góða árferði. Ég vil svo þakka þér fyrir Dag. Fyrir minn smekk finnst mér það besta blaðið, enda þótt ég sé ekki kaupandi, er stafar af því að sonur minn er kaup- andi og get ég því alltaf lesið blaðið hjá honum. Með fyrirfram þökk fyrir birtinguna á þessu greinar- korni. Vinsamlegast, Guðjón Hallgrímsson frá Marðarnúpi. i Pélursson og kenningar hans Sennilegt þykir mér að all marg ir hér norðanlands viti lítið eða ekkert um kenningar dr. Helga Péturssonar og mun ég leitast við að kynna hana í þessari grein. Ég ætla þó fyrst að hafa stutt æviágrip dr. H. P. Hann fæddist í Reykjavík 31. mars 1872. Faðir hans var Pétur Pétursson bæjargjaldkeri og móðir Hanna Vigfúsdóttir Thor arensson. Hann útskrifaðist úr Lærðaháskólanum 1891. Lauk prófi úr Kaupmannaháskólan- um í náttúrufræði 1897, lagði sérstaklega stund á jarðfræði. Strax eftir námið fór hann til Grænlands og síðan heim til íslands og vakti fljótt heims- athygli fyrir uppgötvanir í jarð- fræðaranrisóknum. Meðal ann- ars sannaði hann að ísaldirnar hafi verið fleiri en ein. Eftir 1912 hætti hann að mestu ferðalögum vegna jarð- fræðarannsókna, en lagði allan hug sinn og kapp að drauma- rannsóknum og stundaði þær í áraraðir. Taldi hann þessar rannsóknir meira virði en allt það, sem hann hafði áorkað í náttúrufræði og skrifaði marg- Fri og 16 í Norlurla NORÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA. Norðausturvegur: Arnarstaðir — Kópasker............... Kópasker — Raufarhöfn (N.landsáætlun) Kópasker — Raufarhöfn (N.landsáætlun) Sveinungsvík — Krossavík............. Hafralónsá — Langanesvegur .......... Hölkná — Syðri-Brekkur (N.l.áætlun) . . Hölkná — Syðri-Brekkur (N.l.áætlun) .. Vestursandsvegur ..................... Gilsbakkavegur ....................... Laxárdalsvegur í Þistilfirði.......... Brú á Kverká.......................... SUÐUR-ÞINGEYJARSÝSLA. Norðurlandsvegur: Á Svalbarðsströnd.................... Á Svalbarðsströnd ................... Á Svalbarðsströnd (Norðurlandsáætlun) Milli Norðurlandsv. og Aðaldalsv..... Milli Kísiliðju og Austurlandsleiðar .... Austan Námaskarðs.................... Hjá Hálsi í Fnjóskadal (Norðurl.áætlun) Norðausturvegur: í Kaldakinn (áframh. framkv.) (N.l.á.) . . í Kaldakinn: Árland — Gvendarst. (N.l.á.) Grenivíkurvegur ...................... Fnjóskadalsvegur eystri............... Bárðardalsvegur vestri ............... Lundarbrekkuvegur .................... Lundarbrekkuvegur .................... Stafnsvegur .......................... Mývatnssveitarvegur .................. Hvammavegur .......................... Staðarbraut .......................... Laxárdalsvegur ....................... Laxárdalsvegur ....................... Brú á Mjóadalsá hjá Mýri.............. EYJAFJARÐARSYSLA, AKUREYRI, ÓLAFSFJORÐUR. Norðurlandsvegur norðan Akureyrar....... Norðurlandsvegur norðan Akureyrar....... Norðurl.vegur á Öxnadalsheiði (N.l.áætlun) Norðurl.vegur á Öxnadalsh. (vegaáætlun) . Ólafsfjarðarvegur: Rípill — Ólafsfjörður................. Undirbúningur vegsvala á Múlavegi .... Hof — Reistará (Norðurlandsáætlun) ... Hörgá — Hof (Norðurlandsáætlun)....... Ólafsfjarðarvegur eystri................ Svarfaðardalsvegur ...................... Hörgárdalsvegur ......................... Dagverðareyrarvegur ..................... Eyjafjarðarbraut vestri................. Eyjafjarðarbraut vestri ................ Eyjafjarðarbraut eystri................. Brú á Skjóldalsá ....................... Brú á Djúpadalsá........................ Öxnadalsá hjá Hrauni.................... Ár Millj. kr. 1975 9.8 1975 9.0 1976 11.0 1976 2.8 1976 3.1 1975 11.0 1976 15.0 1975 6.0 1976 5.0 1975 1.6 1975 10.9 Ár Millj. kr. 1975 11.0 1976 40.0 1976 15.0 1976 4.5 1976 9.0 1976 6.4 1975 16.0 1975 19.0 1975 8.0 1976 4.2 1975 0.4 1976 2.4 1975 1.0 1976 4.6 1976 2.5 1975 3.5 1975 3.0 1975 1.1 1975 1.3 1976 0.5 1976 20.6 ar ritgerðir um þessi efni. Þar segir meðal annars, „að myndir geti flutst frá heila til annars heila á sama hátt og hugsuna- flutningur, að draumur er sam- bandsástand á milli draumþega (dreymandans) og draumgjaf- ans (sá er upplifir drauminn).“ Kenningin segir að allt líf er efnislegt og þar með talið fram- haldslífið, sem er jafn efnislegt og okkar jarðlíf. Jai'ðneskur dauði er flutningur yfir á aðra stjörnu, til þeirra staða og til þeirra sem líkir honum eru að innræti. Þar mun hann endur- holgast í líkama sem honum hæfir, af holdi og útliti sem hans innræti segir til um. Félag Nyalsinna er félags- skapur sem var stofnaður 1950 til að útbreiða kenningu H. P. og rannsaka framhaldslífið. Þessi félagsskapur er ekki trú- arfélag. Og við segjum að guðs- vegir eru rannsakanlegir og að það er áríðandi að vita, til að forðast helstefnuna (það er leið niðurávið) og fara í lífsstefnu- átt (það er vegur til lífsins og gleðinnar). Við segjum einnig að til séu illir staðir, sem góðir. En hvað slæmur sem maðurinn er og hefur verið, fær hann alltaf tækifæri til að bæta ráð sitt, en það reynir á hann sjálf- an hvenær hann er móttæki- legur til að taka á móti því góða og ganga veg lífsstefnunnar, sem getur orðið ansi brött. Mest um vert er að vita og skilja til að geta trúað. Ég hef rit sem ég gjarnan vildi gefa fólki, sem hefur áhuga á að lesa og kynna sér þessi mál. Þorbjöm Ásgeirsson, j Þórunnarstræti 127, Akureyri. yiNARHÖNDUV” V) Fyrir nokkrum árum stofnaði frk. Júdit Jónbjörnsdóttir, kennslukona á Akureyri, sjóð er hlaut nafnið „Vinarhöndin“. Sjóðurinn er í vörslu stjórnar Vistheimilisins Sólborgar, Akur eyri, en um tilgang hans og markmið segir svo í skipulags- skrá. a. Aðstuðla að aukinni sérhæfni og þroska vistfólks á Sól- borg, Akureyri, sem að dómi forstöðufólks og kennara hef ur þörf fyrir áframhaldandi nám og þjálfun. b. Að styrkja sérhverja þá fræðslustarfsemi, sem sér- fræðingar telja þörf á, þ.á.m. kaup á nauðsynlegum tækj- um til kennslu, svo og til hljóðfærakaupa o. fl. c. Að taka þátt í kostnaði við sérmenntun hjúkrunarfólks vegna starfa við heimilið, svo og annars umsjónarfólks, sem sérþekkingu þarf vegna starfsins. Skv. skipulagsskrá sjóðsins þarf höfuðstóll hans að vera orðinn 1.000.000,00 kr. áður en hann getur farið að sinna hlut- verki sínu, en þá má veita úr honum helmingi vaxta hans og sama hlutfalli annarra tekna. Um sl. áramót var þessu marki náð, og nú fyrir skömmu bættust sjóðnum góðar gjafir, er auka ráðstöfunarfé hans til muna. Iðja, félag verksmiðju- fólks á Akureyri, samþykkti að gefa til „Vinarhandarinnar“ kr. 50.000,00 og barst sú upphæð til sjóðsins í maí sl. Þá ákvað aðal- fundur K.E.A. að veita úr Menningarsjóði félagsins kr. 100.000,00 til styrktar „Vinar- höndinni“. Stjórn Vistheimilisins Sól- borgar vottar þessum aðilum þakkir fyrir rausnarlegan stuðn ing og væntir þess að framlag þeirra verði til að efla starfsemi heimilisins. (Fréttatilky nning ) GOLF i Dagana 12.—15. júní fór fram keppni um Gunnarsbikarinn. Leiknar voru 72 holur með fullri forgjöf. , Úrslit urðu þessi: Högg nettó 1. Konráð Gunnarsson 292 2. Sævar Gunnarsson 300 3. Ragnar Steinbergsson 304 4. Arnar Árnason 309 5. Árni Jónsson 310 | Það bar helst til tíðinda að fyrsta dag keppninnar náði Gunnar Sólnes að slá drauma- högg allra kylfinga, þ. e. að fara holu í höggi, en það gerðist á 4. braut, sem er par 3 hola 158 metrar. Gunnar er annai' maður inn sem vinnur þetta afrek, en Heimir Jóhannsson varð fyrst- ur til að slá holu í höggi á Jað- arsvelli. □ Frá Náttúrulækningðfélagi Ák. Gjafir hafa borist frá eftirtöld- um aðilum í byggingarsjóð Heilsuhælisins í Skjaldarvík: Árið 1974, s. hl.: Kvenfél. Höi'gdæla 26.400 Velunnarar N.L.F.A. 1.000 Jóhanna Gunnlaugsdóttir 5.000 Eiríkur Jónsson 500 Ár Millj. kr. Krónur Kvenfél. Svalbarðsstr. 20.000 1975 80.0 Kristín Björnsdóttir 1.000 Samb. eyfirskra kvenna 30.000 1976 70.0 Kvenfél. Keldhverfinga 10.000 Kvenfél. Hildur, Bárðard. 6.000 1975 9.0 N. N. í Kvenfél. Keldhv. 1.000 Minningargjöf um 1976 10.0 Borghildur Einarsdóttir Sigurð O. Björnsson og Jónas Jónsson 10.000 frá Nönnu, Kristjönu , 1975 1.5 Búnaðarfél. Skriðuhr. 26.000 og Hannesi Johnson, 1976 5.0 Kvenfél. Framtíðin 25.000 Selkirk, Kanada 2.250 1975 14.0 Júdit Jónbjörnsdóttir 1.000 1976 10.0 Búnaðarfél. Kirkjuhv.hr. 25.000 Þessum aðilum færir félagið 1975 8.5 Kvenfélagið Freyja, alúðarþakkir fyrir rausnarlegar 1975 7.5 Arnarneshreppi 10.000 gjafir og hlýhug í garð félags- 1976 10.2 Konur í Kvenfél. Freyju 8.000 ins. Ennfremur þakkar félagið 1975 2.1 Katrín Sigurgeirsdóttir, öllum þeim, sem studdu það á 1975 4.0 Ongulsstöðum 1.000 fjáröflunardegi þess fyrsta 1976 9.8 sunnudag í mars. 1976 4.0 Árið 1975: Krónur 1975 7.1 Björn Þórólfsson 1.000 F. h. N.L.F.A., 1975 16.2 N. N. 5.100 Auður Þórhallsdóttir, i 1976 5.5 Steindór Pálmason 50.000 gjaldkeri. jj

x

Dagur

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.