Dagur - 18.06.1975, Page 7

Dagur - 18.06.1975, Page 7
7 úruminja Siyðjum Lögkrg-Heisnskrsnglu Á landinu öllu eru nú 29 frið- lýstir staðir. Þar með taldir þjóðgarðar, fólkvangar sveitar- félaga og í þriðja lagi náttúru- vætti, sem eru einstakir staðir, en bæði fólkvangar og þjóð- garðar eru stærri eða minni landsvæði. Friðlýstir staðir eru auðvitað ekki lokuð lönd, heldur einmitt til þess ætlast að þeir geti orðið sem flestum til ánægju og yndisauka, á þann veg að þar sé ekki landi spillt. Þar geta og verið búskaparnytjar. Á þann veg er nýting landsvæðanna og hinna' sérkennilegu staða hugs- uð. Friðlýsingu er ekki hægt að koma á nema með fullu sam- þykki og í samráði við þá, sem landið eiga. Friðlýst svæði og staðir á Norðurlandi eru þessi, sam- kvæmt skrá, sem Náttúru- verndarráð hefur birt í sérstök- um bæklingi: Friðland Svarfdæla, Mývatn og Laxá, samkv. sérstökum lög- um, Skútustaðagígar, Herðu- breiðarlindir, Þjóðgarður í Jökulsárgljúfrum, Hvannalind- ir í Krepputungu. Náttúruverndarráð hefur einnig samið náttúruminjaskrá. í henni eru fjölmargir staðir, sem ráðið telur athugandi að friðlýsa eða vernda á einhvern hátt, þótt það sé allt annað en friðlýsing, þangað til það hefur þá verið gert. Náttúruminja- skrá má líta á sem ósk um að forðast sé að framkvæma þar jarðrask eða annað það, sem spillt getur skynsamlegri varð- veislu. Fjölmargir staðir og landsvæði eru í athugun hjá ráðinu, sem enn eru á Náttúru- minjaskrá en verða e. t. v. síðar friðlýstir. Má þar nefna Hall- dórsstaði í Laxárdal, Hrútey í Blöndu, Kattarauga í Vatnsdal, Kotagil og Skeljungsstaði í Skagafirði, svo vitnað sé aftur í norðlenska staði. □ Kosið í nefndir bæjarins Hátíðahöl Þistilfirði, 18. júní. f fyrradag var tveggja stiga hiti í forsælu og aðeins hlýrra í gær og dag. Ekkert sprettur en í úthaga er sæmilegur sauðgróður. í gær safnaðist fólk saman á Svalbarði og gerðu menn sér þar margt til gamans. Má þar nefna, að búnaðarfélagið og kvenfélagið kepptu í handbolta og var sá leikur mikill hlátur- gjafi. Aðal ræðu dagsins flutti Eggert Olafsson í Laxárdal. Sýnt er, að enn eru vegir ekki klakalausir því að bleytu- pollar sjást á vegum. O. H. Á aðalfundi bæjarstjórnar Ak ureyrar 10. júní, var að venju kosið í ýmsar meiriháttar nefnd ir á vegum bæjarins, er kjörnar eru til eins árs. Þær voru þessar: Forseti bæjarstjórnar: Valur Arnþórsson. 1. varaforseti: Ingólfur Árnason. 2. varaforseti: Soffía Guðmundsdóttir. Ritarar bæjarstjórnar: Sigurður Jóhann Sigurðsson og' Stefán Reykjalín. Bæjarráð: Sigurður Óli Brynjólfsson, Freyr Ófeigsson, Soffía Guðmundsdóttir, Gísli Jónsson, Jón G. Sólnes. Varamenn: Valur Arnþórsson, Ingólfur Árnason, Jón Ingimarsson, Sigurður Hannesson, Sigurður Jóhann Sigurðsson. Bygginganefnd: Stefán Reykjalín, Gísli Magnússon, Haukur Haraldsson, Sigurður Hannesson, Rafn Magnússon. Rafveitustjórn: Sigurður Jóhannesson, Sigursveinn Jóhannesson, Helgi Guðmundsson, Gunnlaugur Fr. Jóhannsson, Sigtryggur Þorbjörnsson. Hinn 16. maí varð sá merki atburður, að Samvinnuskólinn útskrifaði í fyrsta skipti stúd- enta. Var það sex manna hópur, sem undanfarna tvo vetur hef- ur stundað nám í framhalds- deild skólans í Reykjavík. Vegna þess að Alþingi hefur ekki enn afgreitt frumvarp það til laga um viðskiptamenntun á framhaldsskólastigi, sem veitir skólanum formlegan rétt til að brautskrá stúdenta, reyndist nauðsynlegt að leita samstarfs við Menntaskólann við Hamra- hlíð um að útskrifa þessa fyrstu stúdenta. Tóku þeir próf sín frá framhaldsdeildinni, en prófdóm arar frá Hamrahlíðarskóla fóru yfir úrlausnir þeirra, og síðan voru þeim afhent skírteini sín þar. Var hér um bráðabirgða- lausn að ræða, en vonast er til, að þegar á næsta ári þurfi Sam- vinnuskólinn ekki að leita ann- að til að útskrifa stúdenta sína. Við skólaslitaathöfnina, sem fram fór í húsakynnum fram- haldsdeildarinnar að Suður- landsbraut 32, mættu allmargir góðir gestir, en auk nemenda og kennara deildarinnar voru þar Vilhjálmur Hjálmarsson menntamálaráðherra, svo og forstjóri og framkvæmdastjórar Sambandsins. Haukur Ingi- bergsson skólastjóri flutti skóla slitaræðu, og menntamálaráð- herra flutti ávarp. Þá ávarpaði Kjörstjórn: Hallur Sigurbjörnsson, Freyr Ofeigsson, Sigurður Ringsted. Endurskoðendur bæjarreikn.: Gísli Konráðsson, Árni Sigurðsson. Varamenn: Pétur Pálmason, Mikael Jóhannesson, Pétur Torfason, Tryggvi Sæmundsson, Stefán B. Árnason. Hafnarstjórn: Stefán Reykjalín, Jón E. Aspar, Tryggvi Helgason, Jón G. Sólnes, Vilhelm Þorsteinsson. Eins og flestum mun vera orðið kunnugt af fréttum £ fjölmiðl- um, er á þessu ári minnst þess, að hundrað ár eru liðin frá land námi íslendinga að Gimli í Kanada. Verða hátíðahöld mikil vestan hafs í byrjun ágúst- mánaðar, og munu um 1200 manns héðan sækja þau. Stjórn ir þjóðræknifélaganna á Akur- eyri og í Reykjavík hafa komið sér saman um að efna til þátt- töku almennings um vinargjöf til landa okkar í Vesturheimi í tilefni þessara merku tímamóta. í Winnipeg er gefið út viku- blaðið Lögberg-Heimskringla. Það er orðið til fyrir samruna tveggja blaða, Lögbergs og Heimskringlu, sem um áratugi komu út á vegum íslendinga í Vesturheimi. Blaðið tengir ís- lendinga hvarvetna og er í raun líftaug íslensks þjóðernis og menningar vestan hafs. En blaðið á við margs konar erfið- leika að stríða þrátt fyrir mikla velvild. Það þarfnast stuðnings. Það er samhljóða álit félags- stjórna þjóðræknifélaganna hér á landi, að ekkert málefni sé eðlilegra að styðja en útgáfu Lögbergs-Heimskringlu. Vest- ur-íslendingar hafa hvað eftir annað sýnt hug sinn til heima- Frá Glerárskólanum Erlendur Einarsson forstjóri ný stúdentana og' færði þeim bóka- gjafir frá Sambandinu. Af hálfu stúdentanna talaði Hallfríður Kristinsdóttir. — Stúdentarnir, sem brautskráðust, voru þessir: Arnþór Angantýsson, Gísli Guð mundsson, Hallfríður Kristins- dóttir, Kristbjörg Guðmunds- dóttir, Skarphéðinn Gunnars- son, Sverrir Þórólfsson. Skólaslit í Bifröst. Þá var Samvinnuskólanum í Bifröst slitið hinn 1. maí. I skólaslitaræðu skólastjóra kom m. a. fram, að í vetur voru þar 78 nemendur, þar af 42 í fyrsta foekk og 36 í öðrum. Stóðust allir annarsbekkingar burtfarar próf, en hæst og jöfn urðu þau Hjördís Finnbogadóttir, Akur- eyri, Jóhannes Guðjónsson, Akranesi og Kristín Karlsdótt- ir, ísafirði. Þá voru að vanda afhent verðlaun fyrir náms- árangur í einstökum greinum, og einnig minntist Eysteinn Jónsson fyrrv. ráðh. Jónasar Jónssonar frá Hriflu, en þennan dag voru 90 ár liðin frá fæðingu hans. Auk þess var skólanum við þetta tækifæri afhentur að gjöf fullkominn tækjabúnaður til offsetfjölritunar, frá afmælis árgöngum og nemendum skól- ans sl. vetur. (Úr Sambandsfréttum 23. maí) Glerárskólinum var slitið mið- vikudaginn 28. maí sl. í skólan- um voru alls 495 nemendur í 20 deildum, þar af 99 í unglinga deildum. í forskóladeildum, sem voru starfræktar í fyrsta skipti, voru 58 nemendur. — 21 kennari starfaði við skólann. 47 nemendur luku unglinga- prófi og hlaut Daney Arnars- dóttir hæstu einkunn, 8,71. Eins og undanfarna vetur var mikið félagslíf í skólanum. Skáksveit skólans, sem æft hef- ur af miklu kappi í allan vetur, tók þátt í skákkeppni á vegum Æskulýðsráðs og vann þá keppni. Yngsti skákmaður sveit arinnar er 10 ára og stóð hann sig með miklum sóma. Árshátíð skólans var haldin fyrir páska í starfsmannasal Gefjunar og tókst vel. Að lok- inni síðustu sýningu var öllum bæði nemendum og foreldrum boðið á dansleik, þar sem hljóm sveit Birgis Mai'inóssonar kenn ara við skólann lék við mikinn fögnuð. Starfsmannafélagið á miklar þakkir skyldar fyrir að sýna okkur þá vinsemd að lána okkur salinn. — Ágóði dans- leikja unglingadeilda og árs- hátíðar rennur í ferðasjóð 8. bekkja, sem fóru strax að lokn- um skólaslitum í 4ra daga ferða lag og voru 3 kennarar með í ferðinni. Nemendur 6. bekkja fóru fram að Hólavatni í byrjun október og voru þar í besta gengi í viku. Þetta er svokallað- ur vettvangsskóli. Stunda nem- endur íþróttir, leiki, gönguferð- ir, skoða umhverfið og safna ýmsu s. s. steinum og jurtum. Þetta var þriðji veturinn í nýja skólahúsinu og er það full nýtt til kennslu. Byrjað er á íþróttahúsi fyrir skólann og á það að rísa vestan við skóla- húsið og vera tilbúið til notkun- ar í lok október 1976. íþrótta- húsið er eins og skólahúsið teiknað á teiknistofu húsameist- ara Akureyrarbæjar. Þann 2. febrúar sl. var form- lega stofnað Foreldrafélag Gler- árskóla og hafa allir foreldrar og forráðamenn barna í skólan- um rétt til að ganga í félagið. Formaður þess er Jökull Guð- mundsson, Skarðshlíð 14. (Skólastjóri) landsins í verki. Nú gefst okkur gott tækifæri til að endurgjalda vináttu þeirra, og styðja um leið viðleitni þeirra til viðhalds íslenskrar menningar vestan hafs. Þeir sem vilja taka þátt í þessari vinargjöf eru vinsam- lega beðnir að snúa sér sem fyrst til þjóðræknisfélaganna á Akureyri eða Reykjavík. Gjöf- in verður síðan afhent á íslend- ingadeginum á Gimli í Kanada í ágúst n. k. F. h. Þjóðræknisfélagsins á Akureyri, Árrii Bjarnarson. - SMÁTT OG STÓRT (Framhald af blaðsíðu 8) bílslysi á hernámsárunum. Þetta merki létu félagar liinna látnu gera til minningar um þá og varúðar öðrum. Á steyptan stöpul var fest plata en uppúr stóð geisimikil riffilkúla og nöfn mannanna á. Nú stendur steypu stöpuilinn nakinn. Einhver hef- ur numið merkið hurt, kúluna og plötuna, sem mun hafa verið úr kopar. Það er eitthvað napur legt að sjá þennan nakta stein- stöpul þarna. Vill ekki einhver félagsskapur, sem sinnir líknar- og verndarmálum setja ein- hverja minningarplötu á stólp- ann og járnkross á hann ofan? Hin fjarlægðu tákn munu nú vera komin til yfirvalda liér, en þau eru svo illa farin af riffil- skotum, að hæpið er að nota þau meir. Það skal kjark til að svívirða minnismerld framlið- inna. Ekki trúi ég þá dreymi vel, sem það leggja fj'rir sig. Stöpullinn nakti í Þórustáðagili stendur þar, sem þung ákæra á rudda. LANDSPJÖLL Glerá og gljúfur hennar voru fögur og hrikaleg víða. Hvort tveggja hefur verið gerspillt a£ mannavöldum til margra ára. Það nýjasta er mikið rask og uppfylling ofan við lónið hjá gömlu virkjuninni. Túnið á Bakka er orðið upphleyptur vegur og hvanunurinn og klett- ar milli lónsins og túnsins er liorfið undir sand og for. Var Náttúruvemdarráð hér með í ráðum? Ef svo hefur verið, sá það ósómann fyrir. Ýtugleði er ekki mikið betri byssugleðinni. iBifheiðiri Til sölu er vel með far- inn Taunus 17M station árgerð 1969. Skipti á yngri bíl koma til greina. Uppl. í síma 2-34-77. Til sölu FÍAT P 125 árg. 1973. Uppl. í síma 2-21-48 milli kl. 12-13. BIFREIÐ til sölu! Renault 4 árgerð 1972 í toppstancli, nýskoðuð. Bifreiðin er til sýnis á Bifreiðaverkstæði Al- bert Valdimarssonar. ÞÓRSHAMAR HF. AUGLtSIR: TOPPGRINDUR - SKÍÐAGRINDUR BURÐARSLÁR FYRIR BÁTA 0. FL. ÚTISPEGLAR - TEYGJUBÖND SIÍÁLAMOTTUR f. VOLVO, OPEL o. fl. NET Á AÐALLJÓS, 4 gerðir ÞVOTTASVAMPAR - PÚSTENDAR KÆLIÞÉTTIR - PÚSTKÍTTI ILMHUNDAR - FELGJUKROSSAR SÍMI (96) 22700

x

Dagur

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagur
https://timarit.is/publication/256

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.